Tíminn - 03.05.1932, Qupperneq 2
68
!T
TlMINN
Innilegar þakkir til allra nær"og fjær, sem létuð mér í
té samúð og aðstoð við fráfall og jarðarför mannsins míns
sál. síra Sigurðar Jónssonar.
Lundi 18. apríl 1932
Guðrún Sveinsdóttir
Fyrir þessar miljónir væri
hægt að gjörbreyta lífsskilyrðum
í sveitum landsins.
En þessir peningar eru horfn-
ir. Þeir hafa farið í gjafir til
nokkurra útvalinna manna við
sjávarsíðuna. Nú er á sömu stöð-
um talað um, að landbúnaðurinn
lifi á gjöfum úr ríkissjóði og
að bændastéttin styðji þá menn
til valda, sem séu eyðslusamastir
á landsfé.
----o---
Önnur orsök
kreppunnar
Kreppa sú sem nú stendur yfir,
er hörð, og fáir munu búast við að
henni létti af mjög bráðlega. Menn
vita um hina miklu orsök, sem
skapað hefir lieimskreppuna, styrj-
öldina miklu. En hér á landi kem-
ur til greina sérstök orsök, sem ger-
ir heimskreppuna tilfinnanlegri á
íslandi heldur en annars hefði orð-
ið. Og þessi viðbótarorsök krepp-
unnar á íslandi, er óhófleg eyðsla
nokkurs hluta af íslenzku þjóðinni
síðan á stríðsárunum. Vegna þessar-
ar gífurlegu eyðslu hafa bankarnir
tapað a. m. k. 35 miljónum króna,
ríkið orðið stórskuldugt við útlönd
og flækst í þungar ábyrgðir í sam-
bandi við annan bankann.
þegar Jón Magnússon myndaði
stjórn í ársbyrjun 1917, voru nálega
engar ríkisskuldir og ríkið ekki í
ábyrgðum fyrir bankana svo að telj-
andi væri. Jón sat að völdum þar
til 1922 og liafði áður hann færi úr
stjórn undirbúið fjárlög fyrir 1923.
I-Iann hafði þessi ár sér við hönd
þrjá valda Mbl.-menn, B. Kr., Sig.
Eggerz og M. Guðm. Á þessum tíma
bættist við skuldir ríkisins töluvert
á 14. miljón krona. þetta fé fór í
ekki neitt, sem bar sýnilegan árang-
ur. þetta varð að eyðslufé þessara
Mbl.-leiðtoga.
Samhliða byrjuðu töp bankanna.
A útibúi því, sem Jón Auðunn
stýrði, virðist tapið hafa orðið ein
miljón króna á skömmum tíma, ná-
lega allt á fáeinum íhaldssálum á
ísafirði og í næstu verstöðvum. Töp
íslandsbanka urðu geisimikil og ár-
ið 1921 kúgaði eyðslulýður Rvíkur
M. G. til að láta danskan stórbrask-
ara og Pál Torfason útvega enska
lánið. þar af fór bróðurparturinn
eða kringum 7 miljónir í íslands-
banka, til þess að halda brasklýðn-
um ofan vatns.
Næstu lánin tekur Jón þorláks-
son á árunum 1924—’27, alls um 8
miljónir, en af því fóru kringum
sjö í veðdeildina, en hennar fé gekk
að langmestu leyti til að byggja
„villurnar” í Rvík.
f þessum húsum er ekki hægt að
búa nema fyrir fólk, sem má eyða
miklu, annaðhvort eigin eign eða
annara.
Ríkisskuldir stjómar J. M. fóru í
hvesrdagslega eyðslu, sem ekki gaf
þjóðinni neitt, sem hét af varan-
legri eign. Veðdeildarlán J. þ. tekin
á landsábyrgð, fór í hús, sem
knýja til óhófseyðslu og lán M. G.
í fslandsbanka varð eyðslueyrir
þeirrar stofnunar til þess að efna-
lausir „fésýslumenn” gætu lifað í
„villum” J. þ. — á fé bankanna.
Af skuldalista fslandsbanka, sem
nýlega hefir verið birtur hér í blað-
inu, sézt, að sá banki hefir tapað á
fáeinum fyrirtækjum nokkuð á 19.
miljón króna. Arfþeginn, Útvegs-
bankinn, sem erfði syndabyrðina,-
mun nú vera búinn að afskrifa b
miljónir a. m. k. og þegar svo bæt-
ast við afskrifuð töp Landsbank-
ans, verður hin þekkta tapskuld
þessara banka um 35 miljónir
króna, en ríkisskuldirnar, þegar .1-
haldið hætti, voru 27,9 miljónir.
Bak við alla þessa skuldaaukningu
og töp var engin eiginleg eigna-
aukning nema „villur" J. þ. Og þó
að þær séu að vísu eign, og óneit-
anlega til prýði fyrir höfuðstaðinn,
þá eru þær eins og opið sár fyrir
þjóðlíkamann, af því þær lokka
íjölda manna til að eyða meiru en
þeir afla og skapa öðru fátæku fólki
hættulegt fordæmi um lífsvenjur.
Bændunum og efnalitla fólkinu
við sjóinn hafði verið gleymt bæði
af leiðtogum íslandsbanka og í-
haldsstjórninni, þegar verið var að
nota miljónirnar. Á árunum 1928—
1930 varð hér stefnubreyting. Miklu
fé var varið til vega, brúa, síma,
sjúkrahúsa, skóla, símstöðvar, út-
varpsstöðvar, sveitabæja, verka-
mannabústaða, ódýrs áburðar, rælct-
unarverðlauna, vinnuvéla, kælihúsa
og smjörbúa. Framsóknarmönnum
var það Ijóst, að kreppan hlaut að
koma, skuldadagarnir fyrir óhó.fs-
eyðslu hinna iðjulitlu, hlutu að
koma. Að seigpína bændastétt
landsins til að spara handa Claes-
sen i lán handa Sæmundi Halldórs-
syni, Gísla Johnsen eða Stefáni Th.
hefði verið lítil framsýni. það sem
góðu árin gáfu var notað til að
„brynja" iðjufólkið móti kreppunni
og skuldadögunum.
Enska lánið síðara var tekið til
sýnilegra hluta, í verksmiðju, sem
nú er hið eina, sem heldur uppi
innlendri síldveiði, til þjóðbankans,
sem varð að vera höfuðstytta at-
vinnulífsins framvegis, til banka
handa bændunum, þeirri stétt, sem
íhaldið liélt að þyrfti ekki neitt
veltufé. Og að lokum neyddist Fram-
sóknarstjórnin til að bæta við lán-
um handa Útvegsbankanum, en þau
eru öll bein afleiðing af ástandi því,
sem stofnunin erfði frá íslands-
banka.
Hvað sýnir þá þetta yfirlit?
1- Að „gróði“ stríðsáranna skap-
aði hjá þjóð, þingi og stjóm „lífs-
venjur”, sem voru í ósamræmi við
getu þjóðarinnar.
2. Eyðslustétt bæjanna hefir hald-
ið áfram þessum fjárfreku lífsvenj-
um.
3. Skuldatöp bankanna, og skulda-
söfnun íhaldsins á ríkisábyrgð, hef-
ir farið til að viðhalda þessu „rík-
ismannalífi" raunverulegra öreiga.
4. Á árunum 1928—1930 liefir fé
því, sem þing og stjórn hafði úr að
spila, verið varið þannig, að þess
sjást merki, jafnvel eftir að aldir
hafa liðið, og undirbúin eftir því
sem hægt var sá tími, þegar þjóðin
þarf að fara að borga eyðsluskuldir
Jósafatanna.
5. því meira fé sem tekið er að
láni, til að láta það í atvinnurekst-
ur þeirra, sem lifa yfir efni fram,
því þyngri verður hin tilefnislausa
skuldabyrði.
6. Kaupfélögin, Sambandið og
bændastétt landsins yfirleitt, hafa
lækkað laun, venjulega af fúsum
vilja starfsmanna sjálfra, og inn-
leitt hinn ítrasta spamað um allar
lífsvenjur.
7. Eyðslustétt bæjanna heldur enn
áfram, heimtar enn ný lán, heldur
við dýrtíðaruppbót á háum launum,
fyllir kvikmyndahús og gildaskála
við öll hugsanleg tækifæri.
8. Innan skamms kemur að því að
ein eða tvær kynslóðir þurfa að
gera tvennt í einu:
Að spara sjálfar og að borga
nokkra tugi miljóna af gömlum
eyðsluslculdum þeirra, sem byggðu
„villurnar" með ríkisábyrgð og lifðu
í þeim eins og miljónamæringar,
þó að þeir væru öreigar. J. J.
----o------
Dánarfregn. Síðasta vetrardag and-
aðist að heimili sínu, Fljótsdal í
Fljótshlíð, Úlfar bóndi Jónsson, 07
ára að aldri.
Leiðrétting. Misritun var það í að-
sendri grein: „Kann íhaldið að fara
með peninga”, í síðasta blaði, að
tekjuhalli hefði verið reikningsfærð-
ur árið 1919. það ár var reiknings-
færður tekjuafgangur, sem nemur
þeirri upphæð, sem nefnd er það
ár.
Aíþíngi.
Afgreidd mál.
Eftirfarandi frumvörp og þingsá-
lyktanir hafa verið afgreidd frá Al-
þingi:
1. Frv. til 1. um ríkisábyrgð á inn-
stæðufé Útvegsbanka íslands h. f.
2. Frv. til 1. um heimild handa
atvinnumálaráðherra til að veita
Transamerican Airlines Corporation
leyfi til loftferða á íslandi.
3. Frv. til I. um breyt. á 1. nr.
29, 3. nóv. 1915, um þingsköp Al-
þingis (iðnaðarnefndf.
4. Frv. til 1. um ljósmæðra- og
hjúkrunarkvennaskóla íslands.
5. Frv. til 1. um opinbera greinar-
gerð starfsmanna ríkisins (útvarp).
6. Frv. til 1. um breyt. á yfirsetu-
kvennalögum, nr. 63, 19. maí 1930.
7. Frv. til I. um eignamám á
landspildu á Bolungavíkurmölum i
Hólshreppi.
8. Frv. til I. um eignarnám á land-
spildu í Skeljavík við Hnifsdal.
9. Frv. til 1. um breyt. á 1. nr. 19.
4. nóv. 1887, um aðför.
10 Frv. til .1. um breyt. á 1. nr.
72, 7. maí 1928, um hvalveiðar.
11. Frv. til 1. um ríkisskattanefnd.
12. Frv. til 1. um breyt. á 1. nr.
42, 14. júní 1929, um rekstur verk-
smiðju til bræðslu síldar.
13. Frv. til 1. um forkaupsrélt
kaupstaða og kauptúna á hafnar-
mannvirkjum o. fl.
14. Frv. til 1. um kosningu sátta-
nefndarmanna og varasáttanefndar-
manna í Reykjavík.
15. Frv. til 1. um skiptameðferði á
búi Sildareinkasölu íslands (stj.frv.)
16. Frv. til 1. um próf leikfimi- og
íþróttakennara (stj.frv.).
17. Frv. til 1. um nýjan veg frá
Lækjarbotnum austur í Ölfus (stj.-
frv.).
18. þingsályktun um skipun
nefndar til að gjöra tillögur um
niðurfærslu á útgjöldum ríkisins.
19. þingsályktun um breyting á
crfðalögunum.
Felld hafa verið:
Frv. um br. á 1. nr. 36, 19. maí
1930 um vigt á síld.
Frv. um verðtoll af tóbaksvörum.
Frv. um innflutning á kartöflum
fl.
Visað frá með rökstuddri dagskrá:
Frv. um kartöflukjallara og mark-
aðsskála.
Till. til þál. um stofnun fávita-
hælis.
Ábyrgð fyrir Útvegsbankann.
Asgeir Ásgeirsson flytur frv. um
heimild fyrir ríkisstjórnina til þess
að ábyrgjast rekstrarlán> (allt að
100 þús. sterlingspunda) fyrir Út-
vegsbanka íslands h/f.
í bréfi frá bankaráði Útvegsbank-
ans, sem prentað er í greinargerð-
inni, segir svo m. a.:
„Eins og hv. fjármálaráðherra er
kunnugt af viðtali við oss, er megin-
hlutinn af fé þvi, 150000 sterlings-
pund, er tekið var með ábyrgð rík-
issjóðs handa Útvegsbankanum á
síðastliðnu ári, fast í útlánum bank-
ans, sem stafar fyrst og fremst af
hinum miklu erfiðleikum, sem at-
vinnuvegir landsmanna eiga við að
búa, og í öðru lagi af því, að fé hef-
ir verið tekið út úr bankanum frek-
ar en eðlilegt er, allt fram til 25.
febrúar, að sú úttekt stöðvaðist, þeg-
ar ríkissjóður tók ábyrgð á innstæð-
um í bankanum. þar að auki gekk
nokkur hluti hins nýja láns til þess
að greiða fasta skuld hjá Hambro’s-
banka, en það var skilyrði fyrir lán-
veitingunni, að sú skuld yrði þá
greidd.
I vetur hefir bankinn því ekki að
neinu verulegu leyti getað veitt lán
til útgerðarinnar, en nú fer sá tími
í liönd, sem mest er þörf á rekst-
ursfé.
Oss telst svo til, að - í Vestmanna-
eyjum þurfi að veita lán, er eigi
nemi minna en 700—800 þús. krón-
ur og til útgerðarinnar hér í Reykja-
vík og annarsstaðar eigi lægri fjár-
hæð en 1200 til 1500 þús. krónur,
þar sem vér búumst við, að veita
þurfi, að venju, lán til verkunar á
fiskinum að meira eða minna leyti”.
Ábyrgð fyrir Landsbankann.
Ásgeir Ásgeirsson flytur ennfrem-
ur frv. um heimild fyrir ríkisstjórn-
ina til þess að ábyrgjast rekstrarlán
Um heyskap og
heyverkun
Eítir Áma G. Eylands ráðunaut.
Slátturinn eða heyskapartíminn er
að fornu og nýju kallaður „bjarg-
ræðistími’. Ekkert sýnir betur en
þetta orð hversu dýrmæt sú athöfn
er, sem þá fer fram, og sá tími er
fyrir þjóðina. Raunar er þessi mál-
hefð til orðin þegar landbúnaður-
inn var ekki einungis aðal-atvinnu-
vegur þjóðarinnar, heldur og sú at-
vinna, er langflestir, allur þorri
þjóðarinnar, stunduðu.
Samanlagt eru nú aðrar atvinnu-
greinar fjölmennari en landbúnað-
urinn, en samt má þó vonandi enn
segja að hann sé aðal-atvinnugrein
þessarar þjóðar, og sú sem mest er
nm vert, þrátt fyrir það þótt hún
færi ekki þjóðarbúinu flestar krón-
ur í budduna frá ári til árs. Aðal-
atvinnuvegir þjóðanna auðkennast
ekki endilega af því, að þeir velti
mestu fjármagni eða framleiði flest-
ar vörur til útflutnings sem stærðar
fjárhæðir fáist fyrir. Aðalatvinnu-
vegirnir auðkennast miklu fremur
með því, að þeir veita flestum hönd-
um farsæl verk að vinna og að í
þeim felist möguleikar til þess að
fleyta þjóðunum yfir vandræði, þeg-
ar aðrar atvinnugreinar bregðast.
Einmitt frá þessu viðhorfi er fróð-
legt að bera saman sjávarútveg og
landbúnað okkar íslendinga. þrátt
fyrir það þótt útgerðin sé orðin
mjög mikilsvægur þáttur í athafna-
og fjármálalífi þjóðarinnar, dylst
það ekki þeim sem athugar, hversu
ólíkt er á komið með þessum
tveimur atvinnugreinum. Standi
landbúnaður vor með blóma og far-
sæld, eru enn möguleikar til þess
að hann bjargi þjóðinni að minnsta
kosti í bili, þótt útgerðin verði fyrir
þeim áföllum, að hún falli í rústir.
Hið sama er ekki hægt að segja um
útgerðina, þótt hagur hennar stæði
með blóma gæti hún ekki bjargað
þjóðinni frá voða og vandræðum,
ef landbúnaðurinn vegna einhverra
óhappa félli í örtröð.
þessvegna er landbúnaðurinn aðal-
atvinnuvegur þjóðarinnar og þess-
vegna er gott og réttmætt að hann
sé það.
Aðal grundvallarframleiðsla land-
búnaðarins eru heyin, taða og út-
hey. það er þessi framleiðsla, hey-
skapurinn, sem á sér stað um slátt-
inn, þessvegna er og verður sláttur-
inn „bjargræðistími” framar öðrum
tímum ársins. það veltur ekki á
litlu hvort heyskapurinn sækist ver
eða betur, hvort heyin verkast vel
eða illa. Töðufallið 1929 nam 989
þús. hestum og úthey 1194 þús.
hestum. Sé töðuhesturinn metinn á
10 krónur og útheyshesturinn á 6
kr., nemur verðmæti þessa heyafla
yfir 17 milj. króna. Jafnvel þótt
þessi verðlagning þætti of há og
hún sé lækkuð t. d. um allt að
20%, nemur samt verðmæti heyj-
anna hátt á 14. milj. króna (13,6
milj.). það nemur því miklu á aðra
milj. króna hvort heyfengurinn er
t. d. aðeins 10% meiri eða minni
að vöxtum eða gæðum. það er mik-
11 upphæð fyrir ekki fjölmennari
flokk og ekki ríkari en íslenzku
bændurna. Og þó mun mega full-
yrða, að sveiflurnar á heygæðum
og heymagni nemi oft mikið meiru
en 10% frá ári til árs eftir árferði.
10% munur er jafnvel svo lítill, að
það er erfitt að gera sér grein fyrir
honum að hausti til án þess að hafa
almennar tölur í höndunum. það
mun mun ekki svo fátítt að hið
raunverulega verðmæti heyjanna sé
25—30% minna en í góðuni árum,
þá er um miklar og alvarlegar upp-
hæðir að ræða, slíkt afliroð getur
haft mjög alvarlegar afleiðingar fyr-
ir efnahag bændastéttarinnar. Að
fráskildum almennum verðlagsbreyt-
ingum, orsakast sveifiurnar á verð-
mæti heyaflans af mismunandi
sprettu og mismunandi nýtingu.
Ekkert reynir meira á þolrif bænd-
anna, búmenntun þeirra og starfs-
hæfni, en keppnin að því marki, að
verða sem mest óháðir gagnvart :
þessu tvennu. Að geta fengið góða I
sprettu þótt sprettutíðin sé ekki sem
hagstæðust og að geta fengið vel
hirt og holl hey, góða nýtingu, þótt
heyskapartíðin sé stirð. Við skulum
ekki ræða neitt um fyrra atriðið í
þetta sinn en snúa okkur að hinu
síðara.
Margur bóndinn hefir hugsað um
það sem fagran en fjarlægan draum
að geta hirt hey sín græn og vel
verkuð á hv.erju sem gengi með tið-
ina. það hefir jafnvel fléttast inn í
þjóðtrú og þjóðsagnir. Galdramenn-
irnir gátu séð um sig, svo sólskin
og þerri væri þeirra megin í dalnum
þótt þokubræla og súld væri hinu-
megin. það er nú hæpið að úrlausn
málsins finnist á þessu sviði, að
við getum ráðið regni og vindi,
þótt von sé til að veðurathugunum
og veðurspám geti farið svo fram,
að þær geti orðið okkur til hjálpar
til þes að sjá við regni og veðra-
brigðum og gera okkur hægra fyrir
að haga heyverkuninni eftir því.
En það er fleiru til að dreifa, svo
ekki er vonlaust um að heyverkunin
verði smámsaman óháðari hrakviðr-
um og vætutíð en verið hefir. Ég vil
víkja nokkuð nánar að ýmsu af
þessu og hverjar vonir eru við það
tengdar, þótt ekki sé þar um neinar
verulegar nýjungar að ræða né stór-
tiðindi. Ég vil aðeins sýna, að það
er framför og framfaravon á þessu
sviði, þótt ekki takist oss að hlaupa
í hæsta haft og verða algerlega laus-
ir við áföll óþurkanna.
Fyrsta úrræðið sem ég vil minn-
ast á, er aukin og bætt túnrækt. Að
þessu sinni ræðurn við ekki um
hina margþættu möguleika til þess
að auka og tryggja sprettuna. J)að
nægir aðeins að benda á það, að
túnræktin er óðum að aukast og að
hún losar bændurna smám saman
við erfiðustu og lökustu engjarnar.
þetta hefir mjög mikla þýðingu fyr-
ir heyverkunina. það eykur mögu-
leikana til þess að afla velverkaðra
heyja. þar sem heyskapurinn er
svo að segja allur tekinn af vélfær-
um nærlægum túnum, er ólíkt létt-
ara. að tefla við tíðina en þar sem
aðall heyskapar er af þýfðu túni og
reitingssömum og fjarlægum engj-
um. Um leið og túnræktin færist í
aukana, gjörbreytist svo að segja
öll aðstaða og allar starfsaðferðir
við heyskapinn. Áður var óumflýj-
anlegt „að standa allt sumarið á
höfði í þúfum og grjóti” eins og
Jón Sigurðsson komst að orði. pá
var elcki um annað að gera en að
seiglast og þumbast 10—11 vikur og
slá niður jafnt og þétt án tillits til
tíðarfars. það dugði ekki að slá
slöku við þótt óþurkakafli kæmi, (
það stoðaði ekki með þeim mögu- ■
leikum, eða réttara sagt vöntun á
möguleikum, sem þá voru fyrir
hendi, til nægs heyskapar. Og svona
er það þvi miður víða enn. Aðstaða
túnbóndans með vélslæga víða túnið
er allt önnur. í sæmilegri tíð er
liann kannske ekki nema 6—7 vik-
ur að heyja sama fóðurmagn og
hinn þurfi 10—11 vikur til að heyja.
Hann getur slegið niður mikið á
sltömmum tíma „i þurkinn” og hon-
um er óhætt að doka við með að
slá niður þegar óvænlega viðrar.
Sé fyrirhyggju og athygli gætt
eru möguleikarnir miklu meiri til
þess að afla velverkaðra heyja, en
með hinu laginu sem flestir hafa
átt við að búa til skamms tíma.
Jieim smáfjölgar sem fyrir atorku
sína og dugnað skapa sér hina
bættu aðstöðu. Hér er ekki um
neina nýjung að ræða, en ég tel
nokkurn vafa á því að mönnum sé
nægilega ljóst liversu mikilsverð og
merkileg þessi hlið túnræktarinnar
er, sem hér hefir verið drepið á. Um
leið og bændur átta sig á því þurfa
þeir lika að taka það til athugunar,
að hin breylta aðstaða sem skapast
við aukna túnrækt krefst að nokkru
leyti breyttra starfshátta og starfs-
fyrirhyggju við heyskapinn. í
breytilegu tíðarfari getur þetta jafn-
vel gengið svo langt, að sjálfsagt sé
að flétta inn öðrum störfum, til út-
fyllingar, sem áður hefði þótt goð-
gá að sinna „um hábjargræðistím-
ann“.
Nátengt hinni auknu og bættu tún-
rækt ei' annað úrræðið. það er not-
kun vinnuvéla við heyskapinn. þótt
aukin notkun heyvinnuvéla geti all-
víða átt sér stað í sambandi við
engjaheyskap, sérstaklega á flæði-
engjum, byggist hún þó mest á
sléttun og stækkun túnanna.
Hinir stórauknu möguleikar, sem
eru fyrir hendi, til þess að afla mik-
illa heyja með litlum mannafla með
hjálp heyvinnuvélanna, eru, sem