Tíminn - 21.05.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.05.1932, Blaðsíða 2
80 TlMITíN Jörð (helst á Suðurlandi) óskast keypt. Lýsing og tilboð, þar sem tekið er fram um stærð, hlunnindi, heyfeng, húsakynni^ verð útborgun o. fl. sendist afgr. blaðsins fyrir maílok, merkt „Grettir“. Hæstlréttnr og Bjöm Gíslason. Bjöm Gíslason er maður nefndur, einn af hinum alþekktu „kaup- mönnum" ihaldsins. Stundaði hann lengi „kaupmennsku" sína í Ámes- þingi, með þeim árangri, að fjöldi bœnda þar missti aleigu sína, en hefir síðar haldið áfraxn samskonar viðleitni á öðram stöðum. Seint á árinu 1930 var höfðað mál af hálfu réttvísinnar gegn Bimi Gíslasyni, hér í Reykjavík, fyrir margskonar sviksemi; meðal ann- ars fyrir að svíkja út vörur í út- löndum, fyrir að svikja út peninga- lán, án þess að ætla sér að borga, fyrir að selja víxla, er honum voru afhentir til framlengingar öðrum víxlum, fyrir að reka verzlun án bókhalds og fyrir að afhenda án endurgjalds fasteign, sem honum hafði verið trúað fyrir. — Var B. G. ásamt konu, er hann hafði haft til aðstoðar í þessum viðskiptum, dæmdur til fangelsisvistar í undir- rétti. Málið fór svo til hæstaréttar, og hefir rétturinn nú verið að fást við það síðan 1930, ,eða mikið á annað ár. Allan þennan tíma virðist hafa verið hin furðulegasta eining milli réttarins annarsvegar og Bjöms Gislasonar og verjanda hans hins- vegar, um að fresta málinu. Hæstiréttur skipaði í upphafi .. hæstaréttarmálafærslumennina .. Magnús Guðmundsson og Garðar þorsteinsson, til að verja hinn dóm- fellda. En þegar kom að því, að þeir áttu að taka til starfa, ritaði Bjöm Gíslason réttinum bréf og afsagði þessa verjendur, en óskaði .eftir Eggert Claessen fyrverandi banka- stjóra í íslandsbanka. Mun Björn ekki hafa þóttst geta treyst heiðar- leik neins málfærslumanns nema Claessens, til að fara með málið. það skal fram tekið í þessu sam- bandi, að þessi málfærslumaður, E. Cl., er systursonur og náinn heim- ilisvinur Eggerts Briem hæstarétt- ardómara. Eftir að þessi ráðstöfun, sem vit- anlega tafði málið nokkuð, var gjörð, hefst í Hæstarétti sá mál- flutningur, sem Bjöm Gíslason mun réttilega ekki hafa treyst öðrum en E. Claessen til, og ekki mun eiga hliðstæðu við nokkum hæstarétt í Norðurálfu. E. Claessen leggur fram við málfærsluna bók, sem hann seg- ir réttinum, að sé höfuðbók verzlun- ar Björns Gislasonar. Hafði Björn áður verið margkrafinn um hana en sagt hana tapaða. E. Cl. lagði og fram fjölda vottorða um sakleysi skjólstæðings síns, — og á þessum grundvelli krafðist hann frekari rannsóknar og frestunar á málinu. Hæstiréttur varð greiðlega við þessari ki öfu. En við rannsóknina reyndist „höfuðbók" E. CI. ómerki- legur „kladdi" og vottorðin flest uppspuni, sem vitnin átu ofan í sig og sum þeirra staðhæfðu að inni- hald vottorðanna væri falsað. — Framhaldsrannsókninni var lok- ið í janúar s. 1. Höfðu þá verið ítar- lega tekin fyrir öll þau atriði, sem Hæstiréttur hafði beðið um rann- sókn á og ákærð óskuðu eftir að fá rannsökuð. Málstaður Björns Gísla- sonar versnaði stórlega við þessa rannsókn eins og við var að búast. En þar með er ekki sagan búin. E. Cl. fær enn á ný skjöl málsins og fékkst ekki til að afhenda rétt- inum þau fyr en alveg nýlega. J>á kemur í ljós, að unnið hefir verið að nýrri vottorðasöfnun — aðallega frá þeim mönnum, sem áður eru uppvísir að því, að senda Hæstarétti ósönn vottorð. Eftir að Magnús Keit- inn Blöndahl, sem nokkuð var við málið riðinn, getur ekki lengur bor- ið hönd fyrir höfuð sér, er. nú allt í einu „fundin" ný bók, sem kvað eiga að sanna, að framburður M. Bl. um að hann hafi átt fé hjá B. G. sé ósannur. En bók þessi er færð af manni, sem uppvís er að því að hafa lagt fram a. m. k. eitt skrök- vottorðið í málinu. —Með þessum gögnum mun eiga að láta Hæstarétt vísa málinu á ný til framhalds- rannsóknar og svo .koll af kolli. Tíminn getur v.el skilið, að það muni ekki kosta hæstarétt mikla innri baráttu, að verða við þessari kröfu. Eftir að Framsóknarstjómin er farin að „ofsækja" afbrota- menn með málshöfðun, svo sem Morgunblaðið hefir bent á, er eina hjálpin að Hæstirétlur sjái um, að hinir dómfelldu fái að ráða því hvenær dómur gengur í Hæstarétti. — Og rétturinn virðist nú í máli Björns Gíslasonar hafa fundið á- gæta og einfalda leið til þess, að þetta megi verða. Björn Gislason er svo óheppinn að liafa næstum ekkert bókhald. Hann verður því að láta sér nægja, að finna riss í kladda og láta segja réttinum að það sé höfuðbók, — og það dugar. Nú hefir Björn ekki bækur 'sjálfur, en þá finnur hann bók manns, sem hann hefir skipt við — og er nýlega dáinn. En ef um kaupmann er að ræða, sem hefir fjölda starfsfólks og heldur fjölda verzlunarbóka — þá era þvi, eins og menn sjá, engin takmörk sett, hve lengi sakamaður getur frestað máli sínu í Hæstarétti með þvi að leggja þar fram ný og ný vottorð og nýjar og nýjar verzlunarbækur, þeg- ar á að fara að dæma i málinu. Eins og menn sjá, er þessi aðferð mjög einföld og handhæg í notkun fyrir þá, sem á henni þurfa að halda. — fslenzkir afbrotamenn mega sannarlega kallast aumir toss- ar, ef þeir læra ekki fljótt að nota hana og meta þann dómstól, sem vildi viðurlcenna slíka málsmeðferð. Vegna þess að mál Björns Gísla- sonar' og meðferð þess í Hæstarétti er fyrir margra hluta sakir merki- legt fyrirbrigði í íslenzku réttarfari, hefir Tíminn aflað sér gagna um málið og mun taka það til nánari meðferðar innan skamms. -----0---- Norskar umræður um kjöttollsmnlið. Hér fer á eftir í þýðingu grein, sem birtist í norska bændablaðinu „Nationen" 6. þ. m., í tilefni af um- ræðum um kjöttollsmálið, sem orðið liafa í því blaði: „ „Nationen'* hefir við og við flutt langar greinar um það stórkostlega tjón, sem þjóðinni stafi af algjörlega óþörfum kjötinnflutningi. Ég undir- ritaður hefi árum saman haft umboð fyrir Samband ísl. samvinnufélaga í Reykjavík og haft með höndum sölu á mestöllu íslenzku kjöti hér á landi. Og mór virðast þessar grein- ar svo einhliða og af svo lítilli þekkingu ritaðar, að ég vildi gjarn- an fá að gjöra nokkrar athuga- semdir. fslenzkt dilkakjöt er eftirsótt af öllum almenningi vegna þess, hvað það er sérstaklega gott. Lömbin ganga undir allt sumarið á afrétt- unum. Slátrun og söltun fer fram undir eftirliti dýralækna. íslending- ar gjöra fyrir sitt leyti allt til að fullnægja kröfum norskra neytenda. Norska rikið fær nú rúml. 33 kr. á tunnu (112 kg.) í tolla o. fl. Við- skiptajöfnuður Noregs og íslands er okkur Norðmönnum mjög hagstæð- ur, því að innflutningur Norðmanna á vörum frá íslandi nemur að eins V2 ”/3 á móti því, sem við seljum íslendingum (hér er meðtalinn í innfiutningnum frá íslandi lýsi og fiskafurðir, sem eru fluttar aftur út frá Noregi með drjúg-um hagnaði fyrir Norðmenn). Innflutningur á islenzku kjöti hef- ir smátt og smátt minnkað síðan íslendingar fóru að flytja kjöt til Englands. Frystihús hafa verið byggð í Rvík, Stykkishólmi, Sauð- árkróki, Akureyri, Húsavík, Reyðar- firði og víðar og nú er verið að byggja fleiri, og stækka þau, sem fyrir eru. íslendingum er ljóst, að sauðfé fer fjölgandi í Noregi, og þeir gjöra ráð fyrir, að markaður- inn fari þverrandi. Verð það, sem nú er á nýju kjöti, gjörir það að verkum, að saltkjötið þolir ekki, að lagt sé á það um 30 aurar í toll hér á landi. íslendingar gjöra því allt, sem þeir geta til þess að geta verið óháðir norska markaðinum. Ef Norð- menn hækka kjöttollinn, er það sama og að banna innflutning, og þannig munu íslendingar líta á. þeir munu þá váfalaust leggja all- mikið gjald á norskar vörur og e. t. v. á norska flutninga, og Norð- menn munu tapa gömlum og tryggð- um viðskiptum. Haldi sauðfé áfram að fjölga í Noregi svo sem verið hefir á síð- ustu árum, og ef við g'etum fram- leitt vöru, sem öllum almenningi fellur jafnvel og íslenzka dilkakjöt- ið, þá mun íslenzka kjötið hverfa af sjálfu sér af markaðinum. En hitt verður að teljast örþrifaráð, að grípa nú til dulklædds innflutnings- banns, sem að öllum líkindum mun stöðva viðskipti vor við ísland. Innflytjendur og verzlunarmenn yfirleitt munu, að því er mér virð- ist, gjöra þjóðinni bjarnargreiða, ef þeir í blindni ætla sér að fara að ráðum þessa blaðs (Nationen). Með virðingu. ‘ A/s. Norsk-isl. Handelskompani. Franz Germeten.** Jtað er eftirtektarvert, hvernig norska blaðið tekur í grein hr. Ger- meten. í athugasemd frá ritstjórn- inni segir svo m. a.: „Án þess að fara nánar inn á hugleiðingar hr. Germeten um verzl- unarpólitík, viljum vér taka það fram, að vér höfum ekki fyrst og fremst^ lagt íslenzkt saltkjöt í ein- elti. Sannleikurinn er líka sá, að ís- lenzkt saltkjöt stendur betur að vígi en annað innflutt saltkjöt'*. það sem blaðið segist sérstaklega hafa lagt áherzlu á, er að innflutn- ingur á ótolluðu hreindýrakjöti sé til tjóns „bæði fyrir noi-ska fram- leiðslu og sölu á íslenzku kjöti í Noregi'*. þess vegna beri fyrst og fremst að hætta að flytja hrein- dýrakjötið inn ótollað eins og nú sé. þess er vert að geta nú, að Mbl. hefir oftar en einu sinni verið með dylgjur i þá átt, að þeir, sem hafa með höndum að sjá um markað fyr- ir íslenzkt saltkjöt erlendis, hafi haldið illa á því máli. Án þess að frekar sé farið inn á það mál, þykir rétt að minna Mbl. á það, að það munu frekar vera menn úr þess hóp en úr Framsókn- arflokknum, sem ábyrgðina ættu að bera á því, ef erfiðlega gengur um markað fyrir saltkjötið. þetta má Mbl. sjálft bezt vita, án þess að lengra sé farið út í þá sálma. ----o----- Norrænt æskulýðsmót. Noregs Ung- domslag hefir boðið ÍJngmennafél. íslands að taka þátt í „10. norder- landske bygdeungdomsstemna", sem haldin verður í Oslo 23.—27. júní nú í sumar. Á mótinu verða m. a. ræðuhöld, þjóðdansasýningar, hljómleikar, skemmtiferðir, o. fl. Ræðumenn verða m. a.: Hundseid forsætisráðherra, Sven Moren, rit- höfundur, frú Hulda Garborg og Knut Liestöl prófessor. Ætlast er til að þátttaka verði í móti þessu frá æskulýðsfélögum um öll Norðurlönd. þátttakendur fá 25% afslátt á far- gjaldi fram og aftur, og 20% af járnbrautarferðum í Noregi. Séð verður fyrir gistingu og íæði í Oslo, með mjög vægu verði og yfirleitt greitt sem mest fyrir mótsgestum. Sambandsstjóri U. M. F. í., Aðal- steinn Sigmundsson, kennari i Reyk- javík, gefur nánari upplýsingar um mótið og sér þeim, er sækja það héð an, fyrir skilríkjum. Um heyskap og heyverkun Eftir Áma G. Eylands ráðunaut. ------ Nl. Fjórða úrræðið er votheysverkun- in og umbætur á henni. þessi hey- v.erkun hefir verið notuð meira og minna um hálfrar aldar skeið. það hefir verið mikið um hana rætt og ritað bæði til hvatningar og leið beiningar, svo hún næði sem mestri útbreiðslu. En þó hefir miðað hægt í áttina, svo enn er það tiltölulega lítill hluti bænda, sem notar þessu aðferð að staðaldri, þótt það sé nokkuð almennt, að bændur grípi til hennar til reynslu í óþurkasumr- um. Margir s.em byrja að nota hana gefast upp við það og hætta aftur. Hér virðist því skorta öryggi og festu eða að einhvers sé áfátt til þess að votheysgerðin verði fjöldaa- um að því liði, sem hún er einstök- um mönnum, sem mest iðka hanu. og telja sig hafa hennar mikil not. í raun og veru eru til fleiri mis- munandi aðferðir við votheysgerð- ina, fomar og nýjar. Sú aðferð, sera við þekkjum bezt og hér er viðhöfð, er byggð á því, að láta hitann í hey- inu komast upp í um 50 gráður, við þann hita á að fást góð og heppileg gerð í heyið, gott vothey. þjóðverjar nota mikið aðra aðferð, þar sem með mjög ítarlegri sam- þjöppun og útilokun lofts er komið til leiðar að hitinn fer ekki hærra en upp í 25 gráður. Með þessu móti er talið að efnatapið verði langtum minna en við venjulega votheysgerð og að það fáist ágætlega vel verkað vothey ef rétt er að farið. Vatnsverkun votheys er ein að- ferð eða frábragðin venjulegri vot- heysgerð að því, að heyið er bleytt með vatni. Amerikumenn liafa lengi notað þetta ráð við votheysgerð í sínum háu votheysturnum og Hol- lendingar nota hið sama við vot- heysgerð í ómerkilegum jarðgryfjum og jafnvel við votheysgerð í stökk- um á víðavangi. Hér á landi er þessi aðferð kunn fyrir' forgöngu Erasmusar Gíslasonar og hefir ver- ið reynd á nokkrum stöðum með allgóðum árangri. Ein aðferðin sem reynd hefir ver- ið, er hin svonefnda gerheysgerð. Með því að hreinrækta heppil.ega gerla og blanda í heyið um leið og það er látið í gryfjuna, er stutt að því að gerðin sem fæst í heyið verði góð og heppileg. Hið sama á sér stað þegar menn blanda mysu i heyið, eins og ýmsir hafa gert og reynst vel. Loks má nefna þá aðferð, sem fyr- ir fáum árum var mikið rætt um en nú er orðið hljóðara um, hina svonefndu rafmagnsverkun votheys. Hún er með þeim hætti, að sterkur rafstraumur er leiddur gegnum hey- ið, þegar það er komið í gryfjuna svo það hitnar upp í 50 gráður og verkast þá svipað eins og venjulegt velverkað vothey, en með minna efnatapi, sökum þess að hitinn þarf ekki að myndast af efnagerð og efnum heysins sjálfs, en við þá hitamyndun fer alltaf mikið af efn- um forgörðum. þótt engin af þessum aðferðum hafi hingað til rutt sér svo alger- lega til rúms, að hún þyki gallalaus, er samt full ástæða til að vona, að votheysgerðin eigi eftir að ná mjög mikið aukinni útbreiðslu, svo hún verði sjálfsagður liður í heyverkun allra bænda. Sú von byggist meðal annars á því, að á síðustu árum hefir verið unnið meira en nokkru sinni fyr að vísindalegum tilraun- um með votheysverkun, t. d. vinna þýzkir, finnskir og sænskir vísinda- menn ötullega að því að rannsaka votheysgerðina, og reyna á þeim grundvelli að forma aðferðina, svo hún verði bæði örugg og hagkvæm, 1 svo votheyið verði alltaf holt fóður, og sem minnst tapist af næringar- efnum við verkunina. það má telja það alveg víst, að vísindamönnun- um takist með rannsóknum sínum að leggja grundvöll að umbótum á v othey sv erkuni nni. Hið nýjasta á þessu sviði er að nú hafa Finnar lcomizt svo langt í tilraunum sín- um, að þeir hafa sett fram einka- leyfiskröfur viðvíkjandi votheysverk- un, er þeir telja nýja aðferð og .nefna A. I. V. votheysgerð eða hey- vei'kun. Aðferðina kenna þeir við þann mann, sem um margra ára skeið hefir unið manna mest að rannsóknum á þessu sviði, prófessor Artturi I. Virtanen, forstöðumann við efnarannsóknarstofur hins fræga samvinnufélags, Valio í Helsingfors. A. I. V. aðferðin byggist fyrst og íremst á því, að sýra grasið jafnóð- um og það er látið í gryfjuna, með því að ýra yfir það vökva, sem ekki er fullkunnugt um hvernig er sam- settur, en talið er að sé aðallega saltsýrublanda. Rannsóknir hafa leitt í ljós að með því að sýra gras- ið hæfilega mikið, er hægt að koma i veg fyrir alla hitamyndun í hey- inu og efnatap sem af hitanum leiðir. Aðferðin minnir því mjög mikið á það, er við súrsum ýmsar matvörur, til þess að verja þær skenamdum. Við vanalega votheysgerð á sér altaf stað mjög mikið efnatap, jafn- vel þótt verkunin takist vel, er talið að tapið nemi venjulega um 20—40%, og hið versta er, að það eru hin dýrmætustu efni fóðursins sem mest fara forgörðum, nefnilega eggjahvítuefnin. Svipuð er útkoman við venjulega þurheysverkun. Aftúr á móti er efnatapið við A. I. V. hey- verkun mjög lítið, jafnvel ekki nema 3—5%. það lætur því nærri að segja megi að með þessari aðferð fáizt al- gjör geymsla og varðveizla þeirra efna, sem eru í grænu grasinu, sem súrsað er, og að þau efni komi að fullum notum þegar fóðrað er með A. I. V. fóðri, eða með öðrum orð- um, að maður fái hið sama fóður- gildi út úr tóft að vetrinum eins og i'éll af teignum þegar slegið var. það er því ekki undarlegt þótt þessi aðferð hafi vakið mjög mikla eftirtekt. Finnar hafa þó ekki gert hana kunna fyr en þeir töldu hana fullreynda. Frumrannsóknum Vir- tanen var lokið 1927. — 1931, þegar hann setur fram hinar umræddu einkaleyfiskröfur, er aðferðin notuð á 10000 býlum í Finnlandi. I raun og veru virðist ekki bera að skoða þessa aðferð eingöngu sem heyverknnaraðferð, jafnframt og jafnvel framar, ber að skoða hana sem aðferð til þess að framleiða úrvalsfóður. Hún gerir mögulegt að framleiða fóður er sé svo efnaríkt og gott, að hægt sé að spara kjarn- íóðurkaup við mjólkurframleiðslu langt fram yfir það sem fært þykir þegar fóðrað er aðallega með heyi verkuðu á venjulegan hátt. — þann- ig er þessu. lýst. Finnar hafa gert mjög víðtækar fóðrunax'tilraunir með A. I. v. fóð- ur. það hefir sýnt sig, að jafnvel þótt kúm væru gefin 40—45 kg. á dag, hefir það ekki haft nein skað- leg áhrif á heilsufar gripanna né afurðir, þó er yfirleitt ráðlagt að gefa fóðursalt (krít og sóda) með A. I. V. fóðrinu, þegar mikið er notað af því. Ef treysta má þeim reyifslutölum er birtar hafa verið viðvíkjandi fóðrun með A. I. V. fóðri, og það vii'ðist ekki ástæða til annars, er reynzlan víða mjög glæsileg. Eftii’fax’andi tölur eru fi’á stói’búi í Finnlandi: Árið Áriö 1927-28 1930 - 31 Meðalársnyt kúnna 3378 kg. 3806 kg. Fita I mjólkinni 3,7 0/o 4,0 0/o Smjörmagn á kú 127 kg. 151,8 kg. Fóðureiningar á kú 2494 2799 Af fóðrinu var fóður- bætir 32,8 0/0 12,5 0/o Hey og hálmur 33,1 0/0 28,5 0/0 Fóðurrófur og kál 15,2 0/o 5.3 0/0 Beit 18,9 0/0 32,1 0/0 A. I. V. fóður 0 0/0 21,6 0/0 í þesu tilfelli sýna tölurnar stór- aukið mjólkurmagn og smjörmagn samhliða því sem fóðui’bætisgjöfin er minnkuð mjög mikið, en kúnum beitt meira en áður og þær fóðrað- ar að nokkru leyti með A. I. V. fóðri. þær fi’egnir, sem fengnar eru af þessai’i A. I. V. aðferð, benda yfir- leitt til þess, að hún sé spor í átt- ina fyrir mjólkux’framleiðendur og aðra bændur, til þess að hjálpa sér sjálfir, en það er nú að vei’ða kjör- orð í heiminum meir en nokkru sinni fyr. En hvað sem þvi líður, hvort sem þessi finnska A. I. V. heyverkun er eins mikilsverð eiirs og Finnar vii’ðast sjálfir telja hana, eða einhverjir gallar kunna að vera á henni, sem rýri gildi hennar, er hún þó áþi’eifanleg sönnun þess, að vísindamönnunum muni lánast að þi’eifa sig áfram að því marki að gera votheysgei’ðina stórum aðgengi- legri og öruggari en hún nú er. Er því alveg óhætt að vænta nytsami’a nýjunga á þessu sviði til léttis í baráttunni við óþui’kana. Og senni- legt er, að A. I. V. aðferðin reynist þýðingaimikil hér á landi. í von um að svo verði, hefir Samband ísl. samvinnufélaga leitazt fyrir um leyfi til þess að nota aðferðina hér I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.