Tíminn - 21.05.1932, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.05.1932, Blaðsíða 3
TÍMINN 81 Jarðabætur J arðabótastyrkur á öllu landinu, fyrir jarðabætur mældar árið 1931. árið 1931. Skýrsla sú er hér er prent- uð sýnir hve mikið héfir ver ið unnið að jarðabótum árið Fé- lög Jarða- bóta- menn Áburðarhús Túnrœkt og garðrækt Votheyshlöður Samtals Til búnfél, 5°/o Kr. Styrkur iarðyrkjum. Kr. Dagsverk Kr. Dagsverk Kr. Dagsv. Kr. Dagsverk Kr. 1931, samkvæmt II. kafla jarðræktarlaganna, og hve mikill styrkur af ríkisfé hef- Gullbr.- og Kjósarsýsla og Rvik 13 310 7458 11187,00 51842 51842,00 6923 3461,50 66223 66490,50 3324,53 63165,97 ir verið veittur til þeirra. Borgarfjarðarsýsla 10 185 1336 2004,00 27421 27421,00 5762 2881,00 34519 32306,00 1615.30 30690,70 Þetta er nú 8. árið sem Mýrasýsla 8 184 699 1048,50 22079 22079,00 5384 2692,00 28162 25819,50 1290,98 24528,52 mælt er síðan jarðræktarlög- Snæfellsness- og Hnappadalss. 11 167 1658 2487,00 12079 12079,00 6105 3052,50 19842 17618,50 880,92 16737,58 in komu í gildi (1923), og Dalasýsla 9 119 1070 1605,00 7705 7705,00 2284 1142,00 11059 10452,00 522,60 9929,40 síðan hafa jarðabætur og jarð- Barðastrandarsýsla 11 142 120 180,00 10031 10031,00 10151 10211,00 510,55 9700,45 yrkja farið hraðvaxandi frá ísafjarðarsýsla 15 260 1920 2880,00 26366 26366,00 3181 1590,50 31467 30836,50 1541,82 29294,68 ári til árs, þannig að nú, Strandasýsla 7 123 1169 1753,50 7791 7791,00 2128 1064,00 11088 10608,50 530,42 10078.08 1931, er dagsverkatalan átta Húnavatnssýsla 15 344 1290 1935,00 35985 35985,00 4462 2231,00 41737 40151,00 2007,55 38143,45 sinnum hærri en hún var 1923. Skagafjarðarsýsla 15 427 1245 1867,50 69392 69392,00 5242 2621,00 75879 73880,50 3694,03 70186,47 í fyrsta skifti var veittur Eyjafjarðarsýsla 13 427 1462 2193,00 68532 68532,00 6727 3363,50 76721 74088,50 3704,43 70384,07 styrkur samkvæmt jarðrækt- Suður-Þingeyjarsýsla 14 347 1451 2176,50 30107 30107,00 4870 2435,00 36428 34718,50 1735,93 32982,57 arlögunum fyrir jarðabætur Norður-Þingeyjarsýsla 8 137 879 1318,50 10497 10497,00 2262 1131,00 13638 12946,50 647,32 12299,18 mældar 1924, þá Norður-Múlasýsla 12 200 681 1021,50 12492 12492,00 78 39,00 13251 13552,50 677,62 12874,88 kr. 133.000.40 Suður-^úlasýsla 16 197 160 240, C0 10488 10488,00 2144 1072,00 12792 11800,00 590.00 11210,00 en 1931 — 631.953.00 Austur-Skaftafellssýsla 6 133 821 1231,50 14483 14483,00 1284 642,00 16588 * 16356,50 817,82 15538,68 Skýrslur eru til um meg- Yestur-Skaftafellsýsla 7 116 977 1465,50 9959 9959,00 1164 582,00 12100 12006,50 600,32 11406.18 inhluta allra jarðabóta sem Vestmannaeyjasýsla 1 43 808 1212,00 6332 6332,00 7140 7544,00 377,20 7166,80 unnar hafa verið á landi hér Rangárvallasýsla 9 364 2432 3648,00 44058 44058,00 5153 2576,50 51643 50282,50 2514,13 47768,37 á 19. og 20. öld. Séu allar Árnessýsla 16 413 13472 20208,00 52636 52636,00 14879 7439,50 80987 80283,50 4014,18 76269,32 pcsðtii jttiutiuct/tui mtJbiitti tii dagsverka og taldar saman Samtals 216 4638 41108 61662,00 530275 530275,00 80032 40016,00 651415 631953,00 31597,65 600355,35 fyrir viss timabil, verður útkoman þessi: Unnin dagsv. Á 19. öldinni............. 765.000 Frá 1900—1920 .......... 2.008.000 — 1920—1930 ............ 3.271.000 Samtals: 6.044.000 Samkvæmt þessu hefir verið unn- ið á síðasta áratugnum meira en áður hefir verið framkvæmt. sam- tals á 120 árum, samkvæmt þeim skýrslum, er fyrir liggja. þessar auknu framkvæmdir eiga að miklu rót sína að rekja til þess styrks, sem jarðræktarlögin heimila að veittur sé úr ríkissjóði fyrir unn- ar jarðabætur. þessi styrkur er að visu lítill, eigi meira en 0,50 til 1,50 kr. fyrir hvert unnið dagsverk, sem samkv. venjulegum kauptaxta síð- ustu ára mun hafa kostað 10—13 krónur. En þessi litla styrkveiting-, sem veitt er sem viðurkenning til allra, sem eitthvað framkvæma, jafnt sveitabænda sem kaupstaða- og þorpabúa, hefir hrundið af stað al- mennum áhuga fyrir jarðabótum og ræktun landsins, og þeim fjölgar ár- lega, sem taka þátt í þessu starfi. þetta sézt ljósast af því, að 1923 var tala jarðabótamanna aðeins 1926, nú eru þeir 4638. Árangurinn af þessu starfi er auð- sær. Túnin hafa verið aukin og sléttuð, sem nemur V® hluta. Marg- ir matjurtagarðar hafa verið rækt- aðir. Heyaflinn h.efir aultizt og sömuleiðis Uppskeran af garðávöxt- um enda þótt þeirn er vinna að búnaði, hafi fækkað. Framfarirnar og jarðyrkjuumbæt- urnar hafa verið mismunandi í hin- um ýmsu landshlutum, á síðasta áratug. í fyrstu kvað mest að þeim héruðum sem bezt voru á veg kom- in. þau útveguðu sér fljótt nýtízku jarðvinnzluverkfæri og vélar og fóru að nota tilbúinn áburð og sáðyrkju. í fyrstu nutu því þessi héruð mik- ils hluta af jarðræktarstyrknum. En þá er önnur héruð sáu hverju hér fór fram, vöknuðu þau einnig- til starfa, og nú hafa farið svo leikar, að mörg af þeim héruðum, sem áð- ur unnu lítið að jarðabótum, hafa margfaldað sitt starf hlutfallslega meira en hin, sem áður voru vel á veg komin. Nú er því jafnara unn- ið að jarðabótum um land allt en áður. Styrkurinn til jarðabóta stendur í beinu hlutfalli við unnar jarðabæt- ur. Með því að bera saman styrk- veitinguna 1924 og 1931, er hægt að sjá, hvað hún hefir margfaldast í hinum ýmsu héruðum, en það er nálega þetta: Tífaldast hefir styrkurinn í þing- eyjarsýslum og Árnessýslu. Nífaldast í Barðastrandar- og Austur-Skaftafellssýslu. Áttfaldast í Borgarfjarðarsýslu. Sexfaldast í Mýra-, Snæfellsness- og Hnappadals- og Rangárvallasýsl- um. Fimmfaldast í Húnavatns-, Skaga- fjarðar- og Vestur-Skaftafellssýslum. Fjórfaldast í Eyjafjarðar- og ísa- fjarðarsýslum. prefaldast í Dala-, Stranda- og Múlasýslum. Tvöfaldast í Gullbr,- og Kjósar- sýslu og Vestmannaeyjum. Sé aftur athugað um hverjar sýslur vinni mesta dagsverkatölu, verður útkoman þessi, og er þá far- ið eftir allri dagsverkatölu sem tek- in er á jai'ðabótaskýrslur, en þær jarðabætur heyra eigi allar undir II. kafla jarðræktarlaganna, Útkom- an er þessi: Dagsv. Árnessýsla................ 100632 Skagafjarðarsýsla............' 81496 Gullbr.- og Iíjósarsýsla .. .. 80603 Eyjafjarðarsýsla.......... 79492 Ilangárvallasýsla......... 61635 Húnavatnssýsla............ 51496 Suður-þingeyjarsýsla...... 41959 Borgarfjarðarsýsla........ 38005 Mýrasýsla................. 36018 ísafjarðarsýsla........... 33640 Snæf.- og Hnappadalssýsla ... 25394 Norður-jlingeyjarsýsla.... 17966 Austur-Skaftafellssýsla .. .. 17518 Suðui'-Múlasýsla.......... 16436 Bai’ðastrandarsýsla....... 16037 Noi'ðui’-Múlasýsla........ 15556 Vestur-Skaftafellssýsla .. .. 15162 Strandasýsla.............. 13815 Dalasýsla................. 11829 Vestmannaeyjar............. 7515 Af framangi-eindu er ljóst, að al- mennur áhugi fyrir jarðyrkju hefir fyrst vaknað á síðustu árum. Sá á- hugi þarf að glæðast og þróast. Oll x’æktun er hér enn á byrjunar- stigi, en menn eru að ná tökum á því að bi’eyta óræktuðu landi i rækt- að land og eygja hina miklu mögu- leika, sem eni fyrir höndum. Hins- vegar verður það að viðurkennast, að eins og markaðsliorfur eru nú, er nýyrkja og ræktun á flestum stöð- um vai’t arðberandi. En hinsvegar er í’æktun landsins lifsnauðsyn fyrir framtíð hinnar íslenzku þjóðai’, bæði frá menningai’legu og hagfræðilegu sjónarmiði. þessvegna er skylda rík- isins að styðja að aukinni í-æktun eftir því sem möguleikar eru til. þessvegna verða bændur aðeins að styðja þá stjórnmálaflokka, sem liafa þetta markmið á stefnuskrá sinni. . S. SigurSsson. ----O---- Siðustu iréttír af Alþingi. Frumvörpin um framlengingú laga urn vei’ðtoll og gengisviðauka voru til 2. umræðu í efri deild í gær. Jón þoi’láksson lcvaddi sér þá hljóðs og lýsti yfir því fyrir hönd í- haldsflokksins, að með því að ekki hefði enn fengizt sú lausn kjör- dæmamálsins, sem íhaldsflokkui’inn vildi una við, myndu allir flokks- menn hans í efri deíld (6 þing- menn) greiða atkvæði á móti fram- lengingu þessara tekjuauka, og þar sem afgreiðsla fjárlaganna yrði ó- möguleg án þessara tekjustofna (um 2 milj. kr. tekjuhalli) myndi ihalds- flokkui’inn einnig greiða atkvæði gegn fjárlögunum. Jón Baldvinsson lýsti þá yfir því, að einnig hann myndi greiða at- kvæði gegn áðurnefndum tekju- frumvörpum. Að þessum yfirlýsingum fram- komnum, kvaddi foi’sætisráðherra sér hljóðs og óskaði, að atlcvæða- greiðslu yrði frestað og umrædd mál tekin af dagskrá. Var þá umræðum slitið og at- kvæðagreiðslu frestað. -----o----- Frá í. S. í. í auglýsingu í. S. í. um allsherjarmótið 17. júní n. k. hafði fallið úr að geta um sund. það fer fram við sundskálann í Ör- firisey. Keppt verður í 100 st. sundi, fi'jáls aðferð, 100 st. baksundi, 200 st. bringusundi og 4X50 m. flokka- sundi, frjáls aðferð. þjóðaratkvæði um bannmálið. Til- laga um að skora á ríkisstjórnina að láta fara fram þjóðaratkvæði um bannlögin, er komin fram á Al- þingi, flutt af Bergi Jónssyni, Ein- ari Arnórssyni og Jóni Ólafssyni. á landi. Hafa farið fram samninga- umleitanir viðvíkjandi þessu, og útlit fyrir, að málið verði þannig til lykta leitt, að S. I. S. og Búnaðar- félag íslands kaupi einkaleyfisrétt- inn fyrir ísland og vinni saman að reynslu og útbreiðslu aðferðarinnar. Er það mjög í samræmi við það, sem gerst hefir í Svíþjóð og Noregi, þar hafa ýms félög bænda slegið sér saman um kaup á aðferðinni, en í Danmörku eru það tvö hluta- félög, sem hafa tryggt sér einka- leyfisréttinn. Fimmta úrræðið og siðasta er ég vil nefna, til þess að létta og’ tryggja heyþurkunina, er vélþurkun, en það er líka það úrræðið, sem margir binda flestar og stærstar vonir við. það hafa verið gerðar afar marg- víslegar tilraunir með vélþurkun heys og þeim tilraunum er alltaf haldið áfram. Að nokkru leyti má segja, að þetta sé komið af fyrsta tilraunaskeiðinu, því það er þegar völ á fleiri gerðum af heyþurkunar- vélum og hér og þar út um heim eru slíkar vélar starfræktar, t. d. í Bandaríkjunum. í rauir og veru er það mjög einfalt mál og augljóst, að hægt sé að þurka hey á slíkan hátt, hvort sem maður vildi fram- kvæma þá þurkun í svo litlum stíl, að þurka í potti yfir eldi á sama hátt og æðardúnn er bakaður til lireinsunar, eða maður vildi nota stór og mikilvirk tæki, t. d. eins og þurkunartækin í síldarmjölsverk- smiðjunum. það eru i sjálfu sér ekkert meiri örðugleikar á því að þurka nýslegið gras við hita en votan# síldarmjölsgraut nýkominn úr pressunni, sem pressar úr honum fituna. Nei, aðalvandinn liggur í því að heyið þolir svo lítinn tilkostnað, það er svo ódýr vara. þurkunar- kostnaðurihn má ekki verða nema svo afarlítill á kíló, svo þurkunin borgi sig. það er þessi vandi, sem engum hefir ennþá tekizt að leysa svo í fullu lagi sé. þurkunin verð- ur of dýr til þess að það borgi sig að þurka venjulegt hey með þeim heyþurkunarvélum sem smíðaðar hafa verið. Hve viðurkennt þetta at- riði er, sézt í raun og veru bezt af því, að þeir tilrauna- og fræðimenn erlendis, sem mest fást við þetta spursmál, virðast alltaf miða til- raunir sínar og tillögur við það, að þurka eingöngu hey af sérstaklega verðmætum fóðurjurtum, t. d. Lus- erne, ungt smárahey, o. s. frv. það er eins og þeir hugsi sér yfirleitt ekki svo hátt að þurka venjulega töðu. Er því ekki hægt að segja, að það blási neitt byrlega til þess að vélþurkunin geti komið að almenn- um notum hér á landi. Að þessu leyti virðist vélþurkunin því miður fyrst um sinn vera bundin við þá staðhætti, þar sem veður og jarð- vegur leyfir að framleiða fóður af sérstaklega verðmætum jurtum, miklu verðmætara fóður en taðan okkar er, svo ég tali ekki um út- heyið. Venjulega er sótzt eftir því, s.em undirbúningi undir vélþurkunina, að láta heyið þorna nokkuð í ljánni eða í sltárunum áður en því er safnað saman og ekið til vélanna. þetta hefir afarmikla þýðingu fyrir vélþurkunina. það er mikill munur að vélþurka nýslegið gras þegar í því eru 85% af vatni eða gras sem hefir legið og þornað þangað til vatnsmagnið í því er ekki orðið meira en 60—65%. Lítilfjörleg úti- þurkun áður en vélþurkunin hefst, er mjög mikils virði fyrir fjárhags- lega afkomu vélþurkunarinnar. En það rýrir líka mjög mikið gildi vél- þurkunarinnar sem úrslitavopns í baráttunni við óþurkana, ef ekki er liægt að halda þurkunarkostnaði um innan hóflegra takmarka nema heyið sé nokkuð farið að þorna áð- ur en það er tekið til vélþurkunar. Venjulega er einnig gert ráð fyr- ir því við alla vélþurkun, að grasið sé saxað í þar til gerðum vélum, áður en það er þurkað. Söxunin er með öllu vandhlaus en til þess að framkvæma hana þarf vinnu og töluvert mikilvirkar vélar og loks aflgjafa. þetta er því töluvert kostn- aðaratriði. Kostnaðurinn við vélþurkunina skiftist í fjóra aðalliði: 1. Stofnkostnað eða reritur og af- borganir af honum. 2. Elduiiarkostnað, hvort sem not- uð eru kol eða olía til þess að hita loftið, sem notað er til að þurka með. 3. Aflkostnað við að hreyfa vél- arnar eða þá hluta þeirra, sem eru á hreyfingu. 4. Vinnukostnað. Ameríkumenn; sem hafa mesta reynzlu á þessu sviði, telja að stofn- kostnaðurinn sé frá tæpum 20 þús. kr. til 220 þús. kr. og allur rekst- urskostnaður þegar rentur og’ af- borganir af stofnkos'tnaði eru tekn- ar með, sé um 30—49 krónur á smálest, eða kr. 3,00—4,90 á hver 100 kg. Sjálfan reksturskostnaðinn telja þeir frá 85 aurum til kr. 3.66 á 100 kg. — að meðaltali um kr. 1.46 á 100 kg. Sem got.t dæmi þess hvernig horf- ir með vélþurkun í viðráðanlegum stíl, má nefna danska vél, sem ný- lega er komin fram á sjónarsviðið og hefir verið reynd nokkuð. Stærð hennar og gerð er að ýmsu leyti meira miðuð við búnaðarhætti Norð- urlandaþjóðarina, en hægt er að segja um amerísku vélamar. Vélin, sem er færanleg í tvennu lagi, þurkunarsívalningurinn út af fyrir sig og koksofninn, sem fram- leiðir heita loftið í öðru lagi, er talin kosta um 12.000 krónur. Vél af þessari stærð á að geta þurkað 3—400 kg. á klukkustund, það er að segja, hún á að geta skilað 3—400 kg. af fullþurru heyi á klst., ef gras- ið sem í .hana er látið inniheldur ekki yfir 60% vatn, eða með öðrum orðum, er nær hálíþurt. þurkunarkostnaðurinn fyrir 100 kg. er talinn: Eldsneyti (koks)............kr. 0.61 Hreyfiafl.......................— 0.49 Vextir og afborgun ...........— 1.22 Viðhald og endurbætur .. .. — 0.12 Alls kr. 2.44 VinnukostnaðurLnn við þurkunina er fyrir utan þetta. En þessar tölur eru miðaðar við að þurkaðir séu 1500 hestar i vélinni á ári og end- ing hennar áætluð 10 ár. Er því gert ráð fyrir að greiða þurfi ár- lega kr. 600.00 í vexti af stofnkostn- aði og kr. 1200 í afborgun. Sérlega aðgengilegt virðist þetta ckki vera. þótt vafalaust megi vænta umbóta á þurkunarvélunum og að nýjar gerðir muni koma fram, mun ekki vera neinnar skjótrar hjálpar að vænta úr þeirri átt fyrir islenzka smábændur. En því hefi ég dvalið við þetta, að ég veit, að mjög margir gera sér alt of miklar vonir um þessa hluti.Ýmsir eru að spreyta sig á þvi að leggja drög til nýjunga á þessu sviði og eru vongóðir um góðan árangur, en eins og málið horfir við, virðist ekki líklegt að liér verði í bráð komið fram með neitt, er skari fram úr því sem stóru þjóðirnar hafa stofnað til, eða að oss takizt að sigra þá örðugleika á undan þeim, sem á því eru að gera vélþurkun heys fyllilega not- hæfa og hagnýta. það er ljóst af því, sem nú hefir verið drepið á, að því miður eru engar Ííkur til þess, að bændum ber- ist upp í hendurnar neitt allsherjar úrræði, er geri þá óháða óþurkun- um. En það er líka jafnvíst, að það er framfara von á þessu sviði. Mögu- leikana til aukinnar og ódýrari hey- öflunar, auðveldari og öruggari nýt- ingar, virðist mega draga saman og skilgreina sem tvo aðalþætti: 1. Aukin og bætt ræktun, sérstak- lega túnrækt, og þvi samfara, stór- aukin notkun hestaverkfæra við slútt, þurkun og heimfærslu heyj- anna. í þessu er komið góðan á- fanga áleiðis, en hið mesta er eftir óunnið. 2. Stóraukin og bætt votheysgerð, sennilega mest byggð á nýjum, full- komnari og öruggari aðferðum e n þeim, sem notaðar hafa verið fram að þessu. Með þá hugsun í liuga má segja, að flest slíkt sé í bernsku og allt sé eftir óunnið. þriðji þáttur möguleikanna, vél- þurkunin, virðist mér liggja fjær, svo _það liorfi óvænlega með að sá möguleiki samrýmist núverandi bún- aðarháttum vorum. Við megum hinsvegar elcki tapa þeim mögu- leika úr sýn, en fylgjast vel með því sem gerist á því sviði, en eins og málið horfir nú við tel ég rétt að leggja aðaláherzluna á hin tvö fyrnefndu atriði og allt sem að þeim lýtur og láta ekki fjarlægari vonir um vélþurkun draga neitt úr vilja né viðleitni að gera það sem liægt er og miðar í áttina að létta okkur baráttuna við óþurkana, og afleið- ingar þeirra, hröktu og óhollu hey- in, fénaðarkvillana og afurðarým- unina. ])ótt oss takizt ekki að hlaupa strax í hæsta haft, mun hvert spor sem stigið er til meiri ræktunar- menningar, miða í rétta og raun- góða átt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.