Tíminn - 21.05.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.05.1932, Blaðsíða 1
©íaíbleri 09 afgrciöshimaour Cimans ef Kannpcig p 0 rs íetrisöóttir, £œfjara,ótu 6 a. .RéYf)amf. Cimans ec i Cœfjargðtu 6 o. (Dpin &acUeaa-fL 9—6 Stóli 2353 XVI. árg. Reykjavík, 21. maí 1932. 21. blað. KaupfGlao Sjóöirnir aukast um 235 þús. kr. á kreppuárinu 1931 Skuldalœkkun út á við 54 þús. kr. Aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga þetta ár var haldinn í Samkomuhúsinu á Akureyri dagana 29. og 30. apríl síðast- liðinn. Fundarstjóri var kosinn Bjöm Jóhannsson bóndi á Lauga- landi, en varafundarstjóra til- nefndi hann Hólmgeir Þorsteins- son bónda á Hrafnagili. Ritarar fundarins voru þeir Ármann Sig- urðsson bóndi á Urðum og Pálmi Þórðarson bóndi á Núpufelli. Á fundinum voru mættir 99 full- trúar, stjórn félagsins, fram- kvæmdastjóri og endurskoðendur og auk þess margir aðrir félags- menn. Fer hér á eftir skýrsla uhi fundinn, orðrétt eftir „Degi" á Akureyri: Framkvæmdastjóri lagði fram endurskoðaða reikninga félagsins fyrir síðasta ár og gerði jafn- framt ítarlega grein fyrir rekstri þess á árinu og hag þess við síð- ustu áramót. Innistæður í eftirtöldum sjóð- um félagsins voru sem hér segir, taldar í heilum þúsundum: í árslok 1930 Stofnsjóður........ 703 þús. kr. Innlánsdeild........ 400 — — Varasjóður........ 237 — — Tryggingarsjóður .... 50 — — Fyrningarsjóður...... 116 — — Byggingarsjóður...... 118 — — Sambandsstofnsj...... 126 — — Skuldatryggingarsj. ... 8 — — manna í Stofnsjóði 40% af skuldaupphæðinni, nú 60%. — Fyrri skuldirnar voru nálega ein- göngu eyðsluskuldir. Ekkert var- anlegt verðmæti kom á móti þeim. Að baki nýju skuldunum er mikið af ræktuðu landi og varanlegum byggingum. Þó að skuldir þær, sem hér um ræðir, séu mikið og óviðráðanlegt böl, þá má ekki líta þær dekkri aug- um en vera ber. Þrátt fyrir það, sem hér er fram talið um skuldirnar, var fundurinn einhuga um að gera þyrfti sem öruggastar ráðstaf- anir þeirra vegna, til þess að fé- lagið biði sem minnstan hnekki af þeim. Árið 1922 gerði aðal- fundur félagsins sérstakar ráð- stafanir um innheimtu þeirra skulda, er þá höfðu myndast. Voru þær teknar út úr hinni ár- legu reikningsveltu einstakling- anna og félagsstjórninni falið að sjá um innheimtu þeirra á þann hátt, er hún teldi hagfelldastan. Sömu leið fór aðalfundurinn nú. 1931 Vöxtur á árinu 820 þús. kr......... 117 þús. kr. 402 — —...... .. 2 — — 301 .— —......' .. 64 — — 62 — —........ 12 — — 140 ——..'.... .. 24 — — 125 — —........ 7 — — 133 — —........ 7 — — 10 — —........ 2— — 1758 þús. kr. 1993 þús. kr. 235 þús. kr. Vegna hins afarmikla verðfalls á afurðum hafa skuldir félags- manna hækkað mjög á árinu og voru þær um síðustu áramót rösk ein miljón króna, þegar skuldir útibúsins á Dalvík eru meðtaldar. En innieign félags- manna í reikningumi, Stofnsjóði og Innlánsdeild, voru á sama tíma 1352 þús. kr. eða að mikl- um mun hærri en skuldirnar. Þrátt fyrir hina miklu aukningu á útistandandi skuldum, hefir hagur félagsins út á við batnað á árinu, þar sení skuldir þess hafa minnkað um 54 þús. kr. Sýnir ekkert betur, hve f élagið er fjárhagslega sterkt, en þetta, að á sama tíma sem skuldir félags- manna við félagið aukast að stórum mun, þá grynnir það á sínumi eigin skuldum. Þetta kann einhverjum að þykja torskiUð, en skýringin Hggur í því, að vörubirgðir félagsins voru miklu minni við síðustu áramót en í árslok 1930 og minni peningar í sjóði, svo og í hinni miklu aukn- ingu sjóða á árinu, sem nemur um Vé úr miljón kr. 1 þessu samband'i er vert að geta þess, að eftir verðhrunið mikla 1920, skulduðu félagsmenn við félagið um 700 þús. kr., þeg- ar útbúið á Dalvík er talið nleð. Eftir verðfall síðustu tíma, eru skuldirnar um 300 þús. kr. hærri. En síðan 1922 hefir tala félagsmanna tvöfaldast. Tvöfalt fleiri menn standa nú undir ná- lega þriðjungi hærri skuldum. 1 fyrra skiftið voru innstæður Árið 1922 ákvað aðalfundur fé- lagsins að leggja varasjóð þann, er þá var til, til hliðar og nefna hann Tryggingarsjoð. Skyldi hann mæta þeim áföllum, er fé- lagið kynni að verða fyrir af tapi þeirra skulda, sem þá voru myndaðar. Innheimta þessara „gömlu skulda" hefir nú farið á þann veg, að eftir stóðu um síð- ustu áramót um 19 þús. kr. af hinni upphaflegu 700 þús. kr. skuldaupphæð, og hafði upphæð- in minnkað um! 5 þús. kr. á síð- asta ári. En Tryggingarsjoður- inn hafði á þessu 10 ára skeiði hækkað að verulegum mun. Aðalfundurinn í ár samþykkti, að Tryggingarsjóðurinn skyldi ekki aðeins vera til tryggingar gömlu skuldunum, heldur skyldi hann einnig mæta því tapi, er verða kynni af nýju skuldunum. Jafnframt samþykkti fundurinn, að allt að 50% af gjaldi af við- skiftaveltu, sem ber að færa til Varasjóðs eða í aðra óskiptilega sjóði, skyldi færa í Tryggingar- sjóð, þangað til öðruvísi yrði á- kveðið. Á þenna hátt var sjóðn- um séð fyrir auknum tekjum árlega. Tillaga stjórnarinnar um að úthluta skyldi til félagsmanna 10% af ágóðaskyldri vöruúttekt þeirra yfir árið, var samþykkt. Jafnframt samþykkt að yfirfæra eftirstöðvarnar til næsta árs. Alls hafði félagið selt vörur innanlands árið 1931 fyrir 3882 þús. kr. Var það um 400 þús. kr. minna en næsta ár á undan. 1 sölu þessari er ekki meðtalin inn- anlandssala sláturfjárafurða frá sláturhúsi félagsins, né sala frystisíldar frá frystihúsinu. Innlendar vörur teknar til sölu- meðferðar tvö sl. ár, voru sem hér segir: Árið 1931. Kg. Krónur Fiskur........ 681,272 Kjöt........ 325401 164,612 Gœrur........ 78837 31,534 Ull......... 16621 18,461 Prjónles ...... 13,252 Mjólk........ 1491401 284,439 Dúnn........ 1,060 Innlendar afurðir, að frádregn- um vörum, sem' kjötbúðin hefir keypt, hafa verið teknar til sölu- meðferðar fyrir alls: Árið 1931 kr. 1,194,633. Árið 1930 kr. 1,708,060. Mismunurinn er rúmlega hálf miljón kr. Fasteignir félagsins á Akur- eyri eru bókfærðar rúmlega 1 miljón kr., en fasteignir á Dal- vík, Grenivík, Ólafsfirði, Litla- Árskógssandi og Hrísey eru bók- færðar fyrir rúm 120 þús. kr. Meðal þeirra ályktana, er fundurinn samþykkti um fram- tíðarstarfsemi félagsins, voru þær, er hér fara á eftir: „Fundurinn telur þörf á að skipu- lögð sé sala á garðávöxtum félags- manna og að eitt aðalskilyrði þess sé að komið sé upp fullkomnu húsi til geymslu garðávaxta. Jafnframt ályktar fundurinn að skipa þriggja manna nefnd til að rannsaka málið í samráði við stjórn félagsins og felur henni framkvæmdir, ef tiltæki- legt þykir". 1 nefndina voru kosnir Aðal- steinn Halldórsson, Kristján Sig- urðsson kennari og Pálmi Þórð- arson. Ennfremur var samþykt: „Fundurinn felur stjórn félagsins að gangast fyrir undirbúningi stofn- unar fiskiræktarfélags í Eyjafjarðar- sýslu". Þá ákvað fundurinn eftir til- lögu frá framkvæmdastjóra, að meðan brauðgerð félagsins er rekin í núverandi leiguhúsi, skuli arði 'þeim, sem verða kann af sölu brauðgerðarvara til félags- manna, að helmingi úthlutað til þeirra í hlutfalli við kaup hvers og eins, en helmingurinn leggist í brauðgerðar-hússbyggingar- sjóð. Áiið 1930. Kg. Krónur ............ 964,647 ............ 380037 343,502 ............ 95916 62,345 ............ 27680 34,419 ............ 4,245 ............ 1312681 297,480 ......--..... 1,422 1 þetta sinn gekk úr stjórn fé- lagsins Bernharð Stefánsson, og var hann endurkosinn. Þá var Eiður Guðmundsson endurkosinn í varastjórn. Ennfremur var Stefán á Varðgjá endurkosinn 1. endurskoðandi og 2. varaendur- skoðandi, Þórarinn Eldjárn, einn- ig endurkosinn.': Kosnir voru 7 fultrúar til að mæta á næsta aðalfundi Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga. Þessir hlutu kosningu: Vilhjálmur Þór, framkv.stjóri. Sigtryggur Þorsteinsson, Ak. Snorri Sigfússon, skólastjóri. Hólmg. Þorsteinsson, Hrafnag. Valdimar Pálsson, Möðruvt Baldvin Jóhannsson, Dalvík. Karl Arngrímsson, Veisu. Og til vara: Davíð Jónsson, Kroppi. Jón Melstað, Hallgilsstöðum. Árni Jóhannsson, Akureyri. Bergsteinn Kolbeinsson, Leifs- stöðum. Það má vera gleðiefni öllum ís- lenzkum samvinnumönnum, hve myndarlega hefir farnast stærsta kaupfélaginu á íslandi í hinu mikla kreppuári 1931. Og þá er ekki síður ánægju- efni sú karlmannlega lífsskoðun, sem fram kemur í blaði eyfirzku bændanna, um leið og það viður- kennir hættur yfirstandandi tíma. Enn um lífsvenjubreytingu Hér í blaðinu hefir verið sýnt með rökum hver áhrif hinn svokall- aði stríðsgróði hafði á lífsvenjur mikils hluta þjóðarinnar. Mjög' mörgum möimum fannst að þeir væru ríkir, og þeir' trúðu því, að svo myndi jafnan verða Laun manna voru hækkúð, stundum stórkostlega. Rikissjóður var nálega skuldlaus í stríðsbyrjun, en þegar íhaldið lét af stjórn, voru raunverulegar skuldir orðnar nálega 28 miljónir. Mikið meir en helmingur þessa fjár varð að ósýnilegri eyðslu", þ. e. skildi engin sýnileg spor eftir. Um fjórði hlutinn gekk í skrautbyggingar handa fólki, sem lifði yfir efni, á töpum bankanna og landsmanna yf- irleitt. Hér hafði því verið að ræða um eyðslu, sem stóð i beinu sambandi við óhófsvenjur stríðsáranna. Svo kom kreppan með öllum sin- um þunga. þá brugðust landsmenn mjög misjafnlega við. í kaupfélög- unum og Sambandinu lækkuðu starfsmenn laun sín af frjálsum vilja. Gott dæmi er það, að forstjóri stærsta kaupfélags á landinu hefir 25% minna kaup heldur en skrif- stofupiltur í Eimskipafélaginu, sem Jón þorl. og Claessen réðu þannig meðan félagið var raunverulega forstjóralaust. Kaupfélagsmennirnir kringum allt land hafa hinn ítarlegasta sparnað. í heilum héruðum hefir kaffi, tóbak og sykur verið allt að því bann- vara í vetur. Kaupfélagsmennirnir hafa séð að lífsvenjubreyting var ó- hjákvæmileg, og hlýtt möglunar- laust þeim boðum, sem iífsreynsla þeirra og dómgreind lagði fyrir þá. Ekki er hægt að segja, að veru- lega liafi bólað á samskonar skiln- ingi i herbúðum kaupmanna. Vísir og Mbl. hafa bæði hallmælt inn- flutningshöftunum. Aðstandendur þessara blaða vildu )áta flytja inn óhindrað óhófsvörurnar ekki síður en annað, þó að verðfall afurðanna sýndi að fullerfitt yrði að greiða til útlanda matbjörg handa þjóðinni og vexti og afborganir af eyðslu- lánum áranna 1917—27. En eyðslustéttir bæjanna héldu á- fram. í vetur hafa allir skemmti- staðir verið fullir í Rvík. í Útvegs- bankanum ætlaði bankaráðið að lækka dýrtíðaruppbótina. En starfs- liðinu tókst að hindia þá fram- kvæmd. pa sagði Magnús Torfason af sér í bankaráðinu. Hann mun ekki hafa viljað bera ábyrgð á stofnun, þar sem svo mikið bar á anda þess manns, • sem hafði haft 40 þús. kr. laun fyrir stjórnarstörf, og þó haft litla giftu að ávaxta fé bankans. Framsóknarmenn í efri deild báru fram frv. um að fella niður dýrtíðar- uppbót af launum fjölskyldumanna, þannig, að dýrtíðaruppbót skyldi ekki geta hækkað laun meira en upp í 4000 kr. og einhleypt íólk fengi ekki yfir 3000 kr. samanlagt. þessar tillögur voru miðaðar við ástand fólksins í landinu, bænd- anna í sveitinni og verkamannanna við sjóinn. þeir verða að lifa af minna en þessu og skapa þjóðarauð- Sis QbSbi bjbu; ji^^s JBSS94 2o "uuI eftir þörfinni. En þessi tillaga féll með jöfnum atkvæðum í efri deild. Með henni greiddu atkv. 7 Framsóknarmenn. Gegn henni greiddu atkvæði 6 í- haldsmenn og Jón Baldvinsson. Og þessir bandamenn álitu malið svo slæmt, að þeir felldu það við fyrstu umræðu og frá athugun í nefnd. pað er sennilega eina málið, sem tekið hefir verið á með svo mikilli óvild nú á þessu þingi. Alveg sömu andúð hefir mætt frv. Framsóknarmanna um að lækka húsaleiguna í Rvík með skyldumati. Húsaleigan er uppspretta dýrtiðar- innar, háa kaupsins, tekjuhalla at- vinnuveganna og tjóns bankanna. En hvorki verkamenn né íhalds- menn hafa lagt þessu máli lið, þvert á móti sýnt því andúð. Hvor- ugur flokkurinn vill vinna að því, að lækka dýrtíðina í bænum . og þar með i landinu. Og þó hefði Reykjavík þörf fyrir að spara. Formaður útgerðarmanna- félagsins segir, að bærinn lifi á 26 gömlum togurum og 10 línuveiður- um. Ekkert er lagt í varasjóð eða til endurnýjunar. Siðastliðið ár er talið að meðal töp á útgerð hvers togara hafi verið 30 þús. krónur. Eigendur svokallaðir og forstjórar lifa sama óhófslífinu og áður. þeir byggja skrauthýsi, þeir eyða margir hverjir frá 20—50 þús. krónum á ári. En hvar lendir tapið? Ekki á þeim, sem búa í skrauthýsunum, sem byggð eru fyrir veðdeildarlán J. þorl. Af þeim mönnum er ekkert að taka. Tapið lendir á bönkunum, og kemur fram i sívaxandi skuldum þeirra. En bankarnir eru eign landsins og a ábyrgð þess. Fyr en varir verða bændur, sjómenn, iðn- aðarmenn og verkamenn að byrja að spara enn meira, þeir eru á- byrgðarmenn á víxli eyðsluskuld- anna. Ekki er sýnilegt annað en að óhófseyðsla ihaldsins í stærri bæ- unum haldi áfram meðan nokkuð er hægt að léna, innan lands eða utan. Frá stéttinni sjálfri sézt ekki bóla á minnsta merki um skilning á því, hvert stefni fyrir þeim, og hvaða áhrif framferði þeirra hefir haft fyrir þjóðina. íhaldið er að reyna með kjör- dæmabraski sínu að koma nýrri hnappheldu a þjóðina. þeir vonast eftir að geta, með því að sem mest verði 'úr kjörfylgi þeirra, sem hafa mesta hagsmuni af óhófseyðslu i lífsvenjum, flotið enn um stund, sogið til sín meira sparifé, meiri lán, og látið svo syndabyrðina. bitna á þjóðinni allri. Enn sem komið er styður tölu- verður hluti bænda og iðnaðar- manna ekki þá hættu, sem vofir yfir þjóðinni. þess vegna hafa þeir fylgt íhaldsflokknum að málum. En þegar fer að þrengja að þeim, þegar þarf að gera tvennt i einu, að spara sjálfir til hins ítrasta og borga fleiri tugi miljóna fyrir .glæframenn lands ins, þá fara jafnvel hinir blindu að fá sýn. J- J-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.