Tíminn - 04.06.1932, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.06.1932, Blaðsíða 3
TlMINN 89 haldsins tala. Þessvegna er full nauðsyn að þingmenn Framsókn- arflokksins og þeir sem rita í blöð flokksins, skýri frá öllum tildrögum þess, að Framsókn hætti að hafa flokksstjórn, þó að flokkurinn liefði þingmeirahluta og að flokki, sem hafði slíka for- tíð, sem íhaldsflokkurinn hefir, var leyft að velja sjálfum, og þá um leið að berá ábyrgð á fulltrúa í landsstjórnina. Á mér hvílir alveg sérstök skylda til að láta kjósendur Framsóknarflokksins vita sem gleggst um alla málavexti og til- drög svo ólíklegrár ráðabreytni, með því að ég fékk með kosn- ingunum 1980 sterkara persónu- legt umboð frá kjósendum flokks- ins, heldur en nokkur annar samflokksmaður hefir fengið. Ég hygg að ég hafi verið í fyllsta samræmi við vilja þessara umbjóðenda minna, er ég lýsti því yfir á flokksfundi Framsókn- armanna, þegar afráðið var að mynda nýja stjórn með tveimur Framsóknannönnum og einum íhaldsmanni, að ég myndi þegar frá byrjun skoða mig starfa á þingi og utan þings í fullkom- inni andstöðu við íhaldsmanninn, hver sem hann yrði, vinna með Framsóknarráðherrunum, hverjir sem þeir yrðu, að þeim málefnum, þar sem þeir störfuðu á grundvelli stefnuskrár flokks- ins, en gagnrýna gerðir sam- flokksráðherranna í flokknum og blöðum flokksins, að því leyti sem þeir kynnu að dragast inn á grundvöll íhaldsins í stjórnar- störfum sínum. Ég hygg, að sú muni verða raunin á, að kjósendur Fram- sóknarflokksins telji þessa að- stöðu rétta. Engir Framsóknar- menn, sem réttilega eiga það nafn skilið, munu vilja blanda blóði við íhaldsmenn. Til þess er Framsóknarmönnum í of fersku minni sú staðreynd, að íhaldið h.efir jafnan og undir öll- um kringumstæðum beitt sér, og oftast á miður skemmtilegan og drengilegan hátt, á móti umbóta- starfsemi Framsóknarmanna. Öll tilslökun við íhaldsstefnuna er þessvegna sama og að bregðast tiltrú umbótamannanna í land- inu. Á hinn bóginn á hver lands- stjórn, og öllu meira nú en þykir það ekki meira en okkur að marka. Ef bændur geltu almennt lömb- in, færi meira af kjöti þeirra í fvrsta floklc og kjötið mundi yfirleitt verða betra og seljast fyrir hærra verð, bor- ið saman við kjöt frá öðrum lönd- um. þeim mun meiri kröfur, sem gerðar eru til fyrsta flokks kjöts, þess betra verð fæst fyrir það. þess vegna er það mjög vafasamt, hvort rétt hefir verið að láta jafn mikið ai" beinastórum, holdþunnum og illa vöxnum hrútaskrokkum fara í fyrsta flokk og gert hefir verið undanfarin haust. En þetta hefir verið gert vegna þess, að mestur hluti kjöts- ins hefir verið af hrútum og hefði það kjöt næstum alit farið í annan flokk og salt, þá hefði tiltölulega litið af kjötinu farið í fyrsta flokk. Hinsvegar er víst, að mat á kjötinu þarf að vera nákvæmara og meiri kröfur þari' gera til kjötsins i fram- tiðinni, ef það á ekki að lækka í verði borið saman við kjöt frá öðr- um löndum. Bændur ættu þessvegna ekki að láta undir höfuð leggjast að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að bæta kjötið. Eg vona því að búfjáreigendur sýni bá framtaks semi í vor, að þeir geldi lömh sín talsvert almennt. Mestu skiftir að eldri og stærri lömbin séu gelt. Minni þörf er að gelda litla tví- lembinga eða lömb, sem likur eru til að hægt sé að frysta kjöt af til útflutnings, hvort sem þau eru gelt eða ekki. Svo mögur eru mörg lömb i sumum sveitum Skagafjarðar og Eyjafjarðar og á Suðurlandi. BJörn Pálsson -----0---- venjulega, við margháttaða erf- iðleika að stríða. Þegar Sigurður heitinn í Yzta- felli tók við stjórn atvinnu- og bankamálanna í ársbyrjun 1917, voru að vissu leyti hættutímar eins og nú. Tvö mál lágu þá fyr- ir hans stj órnardeild, sem þurfti að leysa, vegna alþ j óðarhags- muna. Annað var verzlunin með erlenda nauðsynjavöru, hitt var ástand Landsbankans. Enginn flokkur gat leyst þessi mál heppi- lega nema Framsóknarflokkur- inn. Og Sig. Jónssyni tókst að tryggja landsmönnum nægilega matvöru og með sanngjörnu verði, og að breyta Landsbank- anum úr klíkubanka í þjóðbanka. Og þetta tókst Sig. Jónssyni, þó að hann væri einn í framkvæmd- hrnefnd með tveim Mbl.-mönnum. En að Sigurði í Yztafelli gat tekizt þetta kom af því, að hann vissi hvað átti að gera. Hann var trúr flokki sínum. Hann hélt hlut sínum hiklaust fram gagnvart andstæðingunum, bæði í þingi og stjórn. Að launum fékk hann óskiptan stuðning þingflokks síns, kjósenda flokks- ins og blaða flokksins. Reynslan hefir því sýnt Fram- sóknarmömium, að ef vel er á haldið getur flokkurinn haldið sínu, og jafnvel unnið á fyrir land og þjóð, þó að starfað sé með nálega eða alveg óhæfum fulltrúum frá öðrum flokkum. Nú reynir á þá Ásgeir Ás- geirsson og Þorstein Briem, hvort þeim tekst jafn _ giftusam- lega þrekraun sú, er þeir hafa tekizt á hendur fyrir flokkinn, eins og Sigurði í Yztafelli fyr á árum. Ég hefi áður játað, að erfið- leikar þeir, sem við er að glíma á yfirstandandi krepputíma, eru mjög miklir. Og að því er kemur til lausnar á þessum vandamál- um, að því leyti sem mannlegur máttur nær tii, þá er allt undir því komið, að byggja á úrræðum samvinnuflokksins alveg eins og í kreppu stríðsáranna, en forð- ast úrræði Mbl.-stefnunnar. Þess- vegna hefi ég álitið rétt, að Framsóknarmenn styddu þessa tvo flokksráðherra, eftir því sem afl er til, við þau málefni og á- tök, er þeir gera í samræmi við stefnuskrá og starfsvenjur -flokksins. En um leið og þeir fara út af þessum grundvelli, um leið og farið er að „síga“ niður á grundvöll íhaldsins, eins og íhaldsblöðin segja nú að stað- reynd sé um einhverja Fram- sóknarþingmenn í kjördæmamál- inu, þá er sá vinur sem til vamms segir. Ef svo illa skyldi til takast, þá er það skylda flokksmannanna yfirleitt, og ekki sízt þingmanna og þeirra, sem blöðin rita, að veita ráðherrum flokksins það aðhald, sem þeim mætti nægja, til að komast aft- ur á rétta braut. Því meiri á- stæða er til að veita þeim Ás- geiri og Þorsteini þessa aðstoð, ]iar sem íhaldið hefir að sínu leyti fengið þeim svo óvenjulega ótútlegan háseta á stjórnarskút- una. Fyrir ári síðan gerði Héðinn Valdimarsson leynisamning þann við Ólaf Thors um bandalag milli Mbl.-manna og verkamanna, sem nefndur hefir verið „flatsængin“. Leiðtogar verkamanna lögðu í samstarf þetta meiri trúnað heldur en dyggð andstæðinganna réttlætti. Verkamönnum var samband þetta miður geðfellt. Þeim þótti skömm að því. Þeir tortryggðu andstæðinga sína eins og fyr, og þeir fóru jafnvel að efast um sálarstyrk sinna eigin leiðtoga. Flatsængin lam- aði starfsþrótt jafnaðarmanna- flokksins, af framangreindum á- stæðum, eins og berlega kom fram við kosningarnar síðastliðið vor. [ Frá hálfu Framsóknarþing- manna er ekki um neina flatsæng að ræða í sambandi við stjórnar- myndunina og sízt mun þurfa að kvíða hvatningum frá kjósendum flokksins í þá átt. Ihaldið vonast eftir að geta lamað starfsþrótt Framsóknarmanna meðan full- trúar beggja flokkanna eru í sömu landsstjórn. Þeir búast við að línurnar milli flokkanna verði ógleggri, að blöð Framsóknar- flokksins smitist af sljóleika og eymd kaupmannablaðanna, að í- haldinu takist jafnvel að véla einstaka þingmann úr flokknum, eða koma því óorði á einstaka Framsóknarþingmenn, að. fylking Framsóknarkjósenda riðlist í hlutaðeigandi kjördæmum og að slík óhöpp styrki Mbl.-menn í valdabaráttu þeirra. En Framsóknarmenn í Reykja- vík og úti um land, sem nú bera í brjósti nokkurn ugg út af hirium síðustu atburðum, þurfa varla neinu að kvíða í þessu efni. Tilfinning kjósenda er þeim ör- ugg leiðarstjarna. Þeir vita að vígorð Tryggva Þórhallssonar er rétt.Þeir vita, að „allt er betra en íhaldið“. Þeir vita, að íhaldið er hin eina varanlega hætta fyrir réttlæti, menningu og frelsi landsins. Þess vegna er auðveld- ara fyrir þingmenn flokksins, ráðherra flokksins og blöð flokks- ins að halda réttri stefnu þó að þokuslæðingur geri villuhætt um stundarsakir. En í öllum þessum erfiðleikum stjórnarfars og atvinnubaráttu, er starf blaðanna einna þýðingar- mest. Ef maður villist í þokunni, þá er ekkert fremur en rödd þjóðarinnar gegnum blöðin, sem getur bjargað honum aftur af refilsstigum inn á þann veg, sem „til lífsins leiðir“. J. J. ---*--- t Fréttir Tryggvi pórhallsson fyrv. forsætis- ráðherra er nú á góðum batavegi. Alþingi vei’ður væntanlega slitið á mánudag eða þriðjudag nk. Framsóknaríél. Reykjavíkur held- ur umræðufund næstkomandi þriðju- dagskvöld. (Sjá augl.). Prófi hafa nýlega lokið í Kaup- mannahöfn: Björn Bjarnason frá Steinnesi, meistaraprófi í ensku og þýzku, og Hákon Bjarnason, í skóg- ræktarfræði, við landbúnaðarháskól- ann. Prentvilla hefir orðið í grein Ey- steins Jónssonar skattstjóra, í hálfa blaðinu, sem borið er út með heila blaðinu i dag. þar stendur í þriðja dállci á seinni síðunni, 15. línu að neðan: „Öll útsvarslækkunin", — en á að v.era: útsvarshækkunin. í 3 .d. fyrri síðu, 21. línu: Hjá hátekjumönn um fór svo. Á að vera: Hjá þeim, sem höfðu hæstar tekjur o. s. frv. Vormót Sunnlcndinga. Hér í blað- inu er auglýsing nú í dag um vor- mót Sunnlendinga að Laugarvatni Hvennaskólinn í Reykjavik. Starfsár skólans er frá 1. okt. til 14. maí, og starfar hann í 4 deildum. — Inntökuskilyrði til 1. bekkjar eru: að umsækjandi hafi lokið fullnaðarprófi úr 7. eða 8. bekk Barna- skóla Reykjavíkur, eða hafi annan álíka undirbúning. Um- sóknum fylgi bóluvottorð og skírteini um fullnaðarpróf. Um skilyrði til upptöku í hina aðra bekki skólans, sjá skólaskýrslu 1980, sem fæst hjá forstöðukonu skólans. Allar umsóknir séu kómnar í síðasta lagi í lok júlímán- aðar. — Námsmeyjar sem sækja um heimavist láti þess get- ið um leið og þær sækja um skólavish Meðgjöf í heimavist var sl. ár kr. 85.00 á mánuði. Húsmæðradeild skólans starfar í 2 námskeiðum, eins og að undanförnu og hefst hið fyrra 1. okt. Meðgjöf var s. 1. ár kr. 80.00 á mánuði. Umsóknum um húsmæðradeild fylgi helmingur skólagjalds kr. 25.00. Reykjavík, 20. maí 1932. Ingibjörg H. Bjarnason. Staðarfellsskólinn starfar frá 20. okt. til 1. raars næsta vetur. Urasókuir sendist fyrir 1. ágúst. Sigurborg Kristjánsdóttir. Sími: Staðarfell. Þ e 11 a er kaffibætirinn sem er notaður og drukkinn um iand allt frá Reykjavíkur stóru borg allt til instu af- dala. Hann er þá svona góður« sagði ein af okk- ar íslenzku vandlátu kaffikonum, sem var búín að nota hann í 2 mánuði en hélt að það værí gamla út- lenda exportið sem flestir hafa haldið að ekki væri hægt að jafnast á við. G. S. kaífíbætir hefir unnið sigur í kaffi- bætíssamkeppninni. Munið G. S. Fr&m^óknarfélag Reykjavíkur sunnudaginn 12. þ. m. það mun vera tilgangur skóla- nefndar Laugarvatnsskólans með því að efna til þessarar samkomu, að liún verði hin fyrsta af árlegum skemmti- og’ íþróttafundum fyrir Suðurland. það er kunnugt, að á Laugarvatni eru mest húsakynni (í heldur fund í Iðnó (uppi) þriðjudag' 7. þ. m. kl. 814 síðdegis. Umræður um þingstörfin og úrslit þeirra. Félagar sýni skírteini við innganginn. Framsóknarflokksmenn ut- an af landi, sem óska að sækja furidinn, gefi sig fram við félags- stjórnina í fundarbyrjun. Félagsstjórnin sveit) liér á landi, fyrir slíka mann- fundi. þar er einkar vel fallið til að sýna margháttaðar íþróttir og' þar ei' nú verið að undirbúa allsherjar íþróttaskóla fyrir landið, undir stjórn hins lærðasta og mesta íþróttakenn- ara, sem starfað hefir hér á landi, Björns Jakobssonar. Er vei til fallið fyrir æsku Suðurlands, að kynna sér iþróttaskilyrðin, eins og þau tara nú að verða á Laugarvatni. Vegakerfið er nú orðið það gott um allt Suð- urland, að nálega allir Árnesingar og Rangvellingar vestan þyerár geta ú einum og sama degi íarið að heim- an um morgun, verið á Laugarvatni á samkomunni og náð lieim um kvöldið. Hið sama gildir fyrir Reyk- víkinga og Hafnfirðinga. þeir geta á einum degi farið syðri ieiðina austur í Laugardal og heim um kvöldið yfir Lyngdalsheiði og þing- völl, en það þykii' einhver hin feg- ursta skemmtileið á íslandi. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í I Reykjavík verður kvatt saman á ' fund annað kvöld (sunnudag). Fund- ! arstaður síðar tilkynntur. Dánarfregn. 2ö. f. mán. andaðist á Landakotsspítalanum Friðjón þor- steinsson frá Slcarði í Lundareykja- dal, tuttugu og tveggja ára gamall, Hann verður jarðsunginn í Lundi i dag. Fjárlagafrumvarpið var samþykkt við eina umræðii í neðri deild í gær og þar með afgreitt sem lög frá Al- þingi. Sýnishom af meðferð Magnúsar .Tónssonar alþm., á sannleikanum, verður birt í næsta blaði. ----O----- íÖ **“■* «o »*■< E cft Jsí U (W cö

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.