Tíminn - 25.06.1932, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.06.1932, Blaðsíða 4
104 TlMINN liAUGARVATltf' skóli og sumargistihús Héraðsskólinn starfar frá 1. okt. til 31. marz. Yms námskeið eru háð á tímabilinu frá 1. apr. til 15. jání, svo sem íþróttanámskeið, matreiðslunámskeið, húsmæðranámskeið, söng- kennslunámskeið og garðyrkjunámskeið. Jafn- framt þessum námskeiðum eru íþróttir iðkað- ar svo sem leikfimi, sund og margt fleira. Siglingar og róður geta allir gestir og nemendur stundað. Bátar til róðrar og siglingar fást á Laugar- vatn. Dýpt vatnsins er hæfileg og hættulaus með öllu, þótt eitthvað beri út af. Sundið má stunda, hvort heldur sem vill í sundlauginni innanhúss eða stöðu- vatninu. Á vatnsbakkanum eru rjúkandi hverir og heitur sandur. Hveragufan er holl og hressandi. Þeir sem geta, ættu að njóta sumarleyfisins á Laugarvatni. Frjálsar íþróttir og leiki geta allir stund- að, konur jafnt sem karlar, sumar sem vetur Tennisvöllur er þegar tilbúinn. Hann er til afnota fyrir dvalargesti. Þegar menn vilja njóta hvíldar leita menn í skógivaxna hlíðina Móðurmál allra manna og þjóða, söngur- inn, skipar öndvegi í skólanum vetur og vor. Gott þykir og heilsubætandi að grafa sig í sand- inn og njóta jarðhitans og sólarbirtunnar. Nuddlæknir dvelur á staðnum. Gufubað og því næst bað í vatn- inu eða lauginni er hraustum holt. Sandböð og nudd er gott giktveikum. Fegurð útsýnisins er víðkunn. Sumargistihúsið var opnað 15. júní og starfar til 15. sept. Leitið upplýsinga hjá „Ferðamannaskrifstofu íslandsu eða hjá Vigfúsi Guðmundssyni Laugarvatni. Myndirnar eru: Til vinstri: Sun'ðar Til h:t'”'ri: Bókband I miöju: Samsöngur Að neðan, til vinstri: Fimleilcar Til hægri: Skautaferð Vetrarstörfin eru bæði bókleg og verkleg. Nemendur binda bækur, iðka íþróttir og smíða ýmsa muni sér og skólanum til nytja. M. a. unnu þeir að smíði leikfimihússins á umliðnum vetri. Skólinn getur tekið enn fleiri nemenduur en þegar hafa sótt. Sækið til skólastjóra, svo fljótt sem auðið er, um skólavistina. Dvalarkostnaður stúlkna varð síðastliðinn vetur röskar 300 kr. en pilta 350 kr. Mun hann verða nokkru minni komandi vetui. Bóknám, vinna, söngur, íþróttir, skemtanir og hvíld Skólanefnd skipa: Helgi Agústsson frá Birtingaholti form. Böðvar Magnússon hreppstj. Laugarvatni. Einar Halldórsson hreppsstj. Kárastöðum. Guðmundur Einarsson prestur Mosfelli. Jörundur Brynjólfsson alþingism. Skálholti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.