Tíminn - 02.07.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.07.1932, Blaðsíða 1
©jaíbfeti og afgreiðsluma&ur C í m a u s tt H<annpeig p orsteinsbóttlr, £cefjargötu 6 a. .KcYfjapíf. Clmans ec f Cœfraraðtu 6 a. (Dpin bðaJcgxffL 9—6 ðlÉ 235» XVI. árg. Reykjavík, 2. júlí 1932. 29. blað. Dýrtíðin, Reykjavik eg kreppan Dýrtíðin í Reykjavík er lands- kunn, og hún er það meir en af afspurn, því ekkert er það af- dalakot eða útkjálkahreysi til í þessu landi, sem hún hefir ekki heimsótt og gert meira og minna vart við sig. 1 Reykjavík býr meir en fjórði hluti allrar þjóðarinnar. Mikill hluti af verzlun landsmanna á leið sína að einhverju leiti gegn- um Reykjavík, hávaðinn af opin- berum starfsmönnum þjóðarinn- ar eiga hér aðsetur, mjög marga skóla er hingað að sækja og ekki annað, og loks á hér aðsetur mjog mikið af því fólki, sem leitar sér atvinnu til sjós og sveita víðsvegar um landið. Dýr- tíðin í Reykjavík er því ekki að- eins sérmál þeirra manna sem þar búa, hún er landsmál. Þjóðfélagið í heild geldur þess mikillega hversu dýrt er að lifa í Reykjavík. Óg nú þegar heimskreppan bætir sér ofan á þessa dýrtíð, þá er hað enganveginn ótímabært þótt reynt sé.aS glöggva sig á því hverjar séu orsakir hennar og hvort ekki sé ráð til þess að draga ú'r þessu böli. Meginrökin sem til þess liggja hversu dýrt er að lifa hér, eru þau, að íhaldið hefir stjórnað bænum frá fyrstu tíð, 'er það andi einstaklingshyggjunnar sem einkennt hefir alla opinbera stjórn á bænum, einstaklings- framtakið og samkeppnin hafa hér setið á insta bekk. Þess vegna hafa bæjarlöndin verið seld í einstaklingseigu og lent. í braski og verðhækkunin öll lent hjá einstaklingum en ekki almenningnum, sem einn skapaði hana. Lóð undir meðalstóru húsi í Reykjavík, þar sem það þykir hvað bezt sett, kostar jafn mik- ið og 2—3 höfuðból í sveit með allri áhöfn, og þetta feikna kaup- verð verður að ávaxta með hækk- aðri húsaleigu að sama skapi. Verðhækkunarskattur á lönd og lóðir er hinsvegar hugtak sem íhaldið má ekki heyra nefnt. Þessi stjórnarstefna virðist hafa gegnsýrt bæjarlífið. Þess vegna eru hér svo margir sem hafa lund til þess að fást við verzlun og þess vegna eru verzl- anirnar orðnar svo óeðlilega margar og kostnaðurinn við dreifingu vörunnar að sama skapi óhóflega mikill. Af sama toga er spunnin sú almenna gróðalund, sem alist hefir við húsaleigudýrtíðina í Reykjavík. Mjög margir Reykvíkingar, og það án þess að vera sér þess meðvitandi, eru orðnir einskonar smáspekulantar með þeim *hætti, að þeir hafa brotizt í því að koma sér upp húsi og þá jafn- framt haft þau það stór, að hægt væri að leigja einni eða tveimur fjölskyldum. Er það ekki sjaldgæft að maður heyri þess getið, að slíkir framtaks- menn vitni um það að með þessu búi þeir sjálfir við mjög lága ieigu eða jafnvel alveg frítt. Tíminn veit dæmi til þess að. nýlega reistu tveir menn hér í bænum sér vandað hús með öll- um nýtízku þægindum. Kváðiist þeir vera búnir að athuga það mjög gaumgæfilega, að eftir tíu ár ættu þeir húsið skuldlaust að undanteknum eftirstöðvum veð- deildarlánsins, ef þeir reiknuðu sér jafnháa húsaleigu og þeir höfðu borgað undanfarið. Með öðrum orðum, þeir græða 65— 70% af andvirði hússins á 10 árum. Ætti þetta þá að vera einskon- ar bending um afkomu þeirra manna, sem reist hafa húsnæði til þess að selja á leigu hér í Reykjavík. Sé þessu svona farið, og þótt það kunni að taka eitthvað lengri tíma fyrir sumum að eignast húsin, þá er ekkert vit í þessu. Húsaleigan verður að lækka. Og kreppan verður einskonar viðskiptalæknir í þessu efni. Síð- astliðinn vetur söfnuðust húsa- Ieiguskuldir hjá mörgum mönn- um sakir atvinnuleysis, og í sumar stendur mikið af húsnæði autt hér í bænum. Maður sem hafði greitt 240 krónur á mán- uði í leigu fyrir íbúð auglýsti ný- lega eftir annari og fékk betri íbúð fyrir 200 krónur með hita, sem ekki fylgdi í fyrra tilfellinu. Þá hafa verkamannabústaðirn- ir haft góð áhrif og á síðasta þingi var samþykkt merkileg lög- gjöf um byggingarsamvinnufé- lög, sem miðar í aðra og and- stæða stefnu við gróðabrask það sem þróast. hefir í sambandi við húsnæðismáhn hér í Reykjavík. Hallgrímur Kristinsson sagði eitt sinn: „Sú kemur tíð að það verður hegningarvert að selja hlut dýrari en hann er verður". Þetta virðist eiga nokkuð langt í land í höfuðstað íslands, ef marka má til dæmis af brauð- verzluninni hér í, bænum. Sjálft brauðið hefir verið selt hér með tvennskonar verði um marga mánuði, og mismunurinn er hvorki meira né minna en 20% — fimmti partur. — Og þetta vekur ekki neina teljandi eftirtekt — ekki almennt umtal. Alþýðubrauðgerðin og Ríkis- brauðgerðin hafa um langt skeið báðar selt rúgbrauð og hveiti- brauð 20% ódýrar en önnur brauðgerðarhús í bænum, en þetta hefir ósköp litla athygli vakið hér í höfuðstað hinnar „frjálsu samkeppni", og það í ári hinnar mestu kreppu, sem' yfir. heiminn hefir gengið. Verð- ur maður ekki annars var en að dýrari brauðin hafi verið keyp.t með jafnglöðu geði eins og hin ó- dýrari. Og ekkert hefir heyrst um gæðamun. Er alveg komið upp úr á Reykvíkingum um afkomumálin? Eða hefir gróðahyggjan svona mikla samúð að menn vitandi vits fórni henni fé? Er þetta á- rangur af uppeldinu yfir hin mörgu búðarborð höfuðstaðarins ? Er það samkend hinna mörgu leigusala? Eða er þetta afvega- leitt fólk, sem hefir tamið sér að heimta hátt kaupgjald án þess að hafa nokkra hliðsjón á því hvað fyrir kaupgjaldið fæst. Síðan þetta kom fyrir um brauðin, hefir Tíminn átt hægra með að skilja það, hversvegna það eru ekki nema um 100 menn sem enn hafa gjörst meðlimir í Kaupfélagi Reykjavíkur. Það berst að vísu ekki mikið á, starfar sem pöntunarfélag að minsta kosti meðan innflutnings- höftin eru í gildi og meðan því er að vaxa fiskur um hrygg. Og þó er samanburðurinn þessi: Verðlagið hjá því er 20% undir algengu búðarverði hér í Reykja- vík og þó hafði það reksturs- hagnað þegar upp var gert, svo að félagsmenn fengu þar m. a. lögboðin 3% í sjóð. Auk þessa hefir það útvegað félögum sín- um afslátt á fiski, mjólk, kjöt- búðarvörum og brauði, sem nem- ur það miklu, að þegar maður nokkur, sem í félagi við aðra hafði komið sér í þá aðstöðu, .að fá 12% afslátt í nýlenduvörubúð; fór að telja saman hvað hann keypti mánaðarlega af þessum vörum og hve miklu afsláttur kaupfélagsmanna á þeim næmi, þá komst hann að þeirri niður- stöðu, að hann tapaði nákvæm- lega sem svaraði 20% af and- virði nýlenduvörunnar við það að vera ekki í kaupfélaginu. Kreppan og atvinnuleysið veld- ur því, að á harðnar fyrir fólki og þá einnig í Reykjavík. Reynt er með samtökum að halda kaup- gjaldinu uppi, en hvað stoðar það, ef atvinnan gengur saman að sama skapi. Og mundi ekki á hitt lítandi fyrir menn, að gætia þess betur hvað fæst fyrir kaup- eyrinn. Og alveg er það segin saga að fólk í sveitum og sjávarþorpum utan Reykjavíkur væri löngu flosnað upp ef það hefði ekki næmari tilfinningu fyrir verð- mæti peninganna heldur en al- menningur í Reykjavík virðist hafa og hið tvennskonar brauð- verð hér í bænum vitnar svo á- takanlega um. En haldkvæmasta ráðstöfunin sem Reykvíkingar þurfa að gera, er að steypa af stóli stjórnar- stefnu íhaldsins í bæjarmálunum vegna þess, að í skjóli hennar þrífst sá hugsunarháttur og það ástand, sem leitt hefir til dýr- tíðarinnar í Reykjavík, dýrtíðar, sem ekki er ógæfa fyrir Reyk- víkinga eina heldur liggur eins og mara á öllu atvinnulífi þjóð- arinnar. Stefnumunur tveggja flokka I Mbl. hafa nú síðustu vikurnar komið fram tvær mismunandi skoð- anir um samstarfsmöguleika Fram- sóknar- og Mbl.-flokkanna. Sjálfu Mbl. finnst litið bera á milli. því fmnst ótrúlegt að það séu ekki önn- ur mál en baráttan við erlendu tollpólitíkina og framlenging venju- legra skatta til að gera ríkinu kleift að annast lögboðin gjöld, sem geti á eðlilegan hátt verið sam- starfsefni Framsóknar og íhalds. Formaður íhaldsfiokksins er ekki svona bjartsými á samstarfsmögu- leikana. í grein, er hann ritar um núverandi sambræðslustjórn, tekur hann skýrt fram hugsun sína. Og hún er sú, að efla íhaldsflokkinn svo að hann sé í algerðum meira- hluta á Alþingi og geti jafnan stjórnað eftir íhaldsstefnunni, sem hann nú í tvö ár hefir af sérstökum verzlunarástæðum nefnt „sjálfstæðis- stefnu". J. porl. segir í þessari grein, að til þess að ná þessu tak- marki^ að komast í algerðan meira- hluta, þá verði íhaldsmenn eins og nú stendur á, að geta tekið part af Framsóknarflokknum og latið hann vinna með sér að framgangi íhalds- málanna. Jón bætir við, að þó að fram gengi krafa hans um að breytt yrði kjördæmaskipun landsins, þann- ig, að tala þingmanna yrði nákvæm- lega miðuð við kjósendatólu, þá gæti íhaldið samt ekki komist í meira- hluta nema að fá „lá'naða" þing- menn frá Framsókn, a. m. k. af og til. Um þessa skoðun Jóns hefir ein- hver Framsóknarmaður sagt, að Jón hugsaði sér sambúðina við einhvern hluta Framsóknar likt og talið er að fari sumum meiriháttar fésýslu- mönnum, sem fái sér eiginkonu í viðlögum á löngum og crfiðum við- skiftaferðum, þegar eiginkonan gæt- ir húss og barna heima. Jón hugs- ar sér að til þess að stjómað verði eftir íhaldsstefnunni, þá verði leið- togar íhaldsmanna að geta gripið til „nokkurs hluta" af þingflokki Fram- sóknarmanna hvenær sem á þyrfti að halda. Að vísu mun hver einasti þing- maður Framsóknarmanna neita að hann sé fáanlegur í þessa lítið virðulegu þjónustu-aðstöðu við flokk og málefni íhaldsins. Og engu betri myndu undirtektir verða, ef leitað væri til kjósenda Framsóknar. Ef einhver þingmaður samvinnumanna spyrði kjósendur sina hreinskilnis- lega að því, hvort hann mætti vera „h.jálp i viðlögum" fyrir Jón porl. og Mbl., þá myndu kjósendur í hvaða kjördæmi sem væri segja fulltrúa sínum, að þeir litu á hann sem andstæðing, ef til vill enn meiri 4 andstæðing heldur en Jón JJorláks- son sjálfan. J>að er þess vegna enginn vafi á því, að Framsóknarmenn líta þannig á, að um leið og flokkur samvinnu- manna hættir að skoða íhaldið sem hættulegasta andstæðing sinn, þé væri stefna þeirra fallin í valinn. En sökum þess að Mbl. 'virðist ætla að reyna að prédika samvinnu- mönnum „vináttu" i orði, meðan verið er að brjóta niður kjördæma- skipunina, þá þykir hlýða, að rifja upp viðskifti flokkanna siðan Fram- sóknarflokkurinn hóf starf sitt 1916. „Verkin tala", ef litið er á gang málanna. Mbl. hefir verið málgagn íhalds- stefnunnar allan þennan tíma, þó að þingflokkur ihaldsmanna hafi hvað eftir annað skift um nöfn. Ef litið er yfir dálka Mbl. í þessi 16 ár, og á ræður þingmanna flokksins sézt hvernig innrætið er. Lítum fýrst á bankamálin. Mbl. vildi hafa íslandsbanka, hinn er- lenda hlutabanka, sem aðalfjármála- stofnun landsins, en Landsbankann sem undirtyllustofnun undir stjórn B. Kr., sem áleit að enginn sam- vinnumaður verðskuldaði að hafa traust til viðskifta í banka, eftir því sem hann lýsti sjálfur í pésa sínum 1922. Framsókn vildi að banki landsins væri þjóðbanki, að hann liefði seðlaútgáfuna, að hann væri höfuðvígi íslenzkra fjármala. þetta er orðið svo. Vegna óstjórnar á ís- landsbanka og hóflausrar eyðslu og óskilvísi margra af íhaldsmónnum, er víð hann skiftu, leystíst sú stofn- un upp. En Mbl. og flokkur þess var ánægt með íslandsbanka og stjórn hans. Blaðinu þótti gott er Tofte lékk 100 þús. kr. með sér fyrir að fara frá bankanum. íhaldið kúgaði M. Guðm. til að taka enska lanið 1921 vegna íslandsbanka til að forða honum frá gjaldþroti. íhaldið barð- ist á Alþingi 1923 gegn því að þing- ið fengi að láta athuga bankann, og tókst að eyða því máli með hjálp Sig. Egg. og Jakobs Möllers. En af því leiddi aftur að bankinn fékk að lána Copland og öðrum hinum stóru viðskiftamönnum sínum miljónir- þær sem þar eru týndar. Síðar beitti Jón þorl. sér fyrir að koma í gegn láni í Ameríku handa Lands- bankanum, en það var raunar tekið handa Islandsbanka og stendur skuld sú hjá Landsbankanum að nokkuð miklu leyti enn. Að lokum er kunnug aðstaða íhaldsins til ís- landsbanka 1930, er hann varð gjald- þrota. íhaldið vildi þá, rannsóknar- laust, taka abyrgð á bankanum öll- um. Og "síðan baröist það með hnú- um og hnefum fyrir að koma á rík- ið eins miklu af ábyrgðinni og unnt væri. Fyrir mótstoðu Framsóknar var þó íslandsbanki lagður niður, nýir og óháðir menn komu að bank- anum. Sparifjáreigendur og erlendir viðskiptamienn lögðu nokkuð mikið fé i áhættuna við að láta Útvegs- bankann taka við skuldum íslands- banka. Síðasta „átakið" af halfu í- haldsins er svo það, að hindra framgang nauðsynlegra fjármála á Alþingi, að því er virðist mest i því skyni, að M. Guðm. geti hindr- að að rannsókn fari fram á því livort miljónatöp íslandsbanka, sem nú eru að komast á alla skattborg- ara landsins, séu lögleg eða ekki. Lítum á samvinnumálin. Ekki hef- ir stefna Mbl. verið hollari þar. Síð- an 1916 hefir Mbl. og flokkur þess gert kaupfélögunum og Sambandinu allt það til miska, sem frekast hefir verið hægt. Mbl. hefir stöðugt af- ílutt kaupfélögin. Ef félag hefir leht i erfiðleikum, eins og pöntunarfé- lagið á Rauðasandi, hefir Mbl. berg- málað það mánuðum saman. pegar Hallgrimur Kristinsson beitti sér fyrir stofnun Sambandsins og hafði ( komið þvi mikla fyrirtæki í fastar skorður, áður en hann féll frá, þá var Mbl. sífellt á hælum þess með liinum megnasta fjandskap. Og ekki hefir „vináttan" verið meiri hjá liðs- mönnunum. pegar andi vinsins hef- ir aukið hugarflug samkepnismanna A ölmótum þeirra, þá er viðkvæðið jafnan hið sama, að hvað sem öðru líði, þá verði að eyðileggja kaupfé- lögin og Sambandið. Um áfengismálið er hið sama að segja. Mbl. hefir afflutt bannið með- an það var í gildi. pað hefir gert sitt til að spilla fyrir því, að gagn yrði að sölutakmörkunum á sterk- um drykkjum. Mbl. stóð á móti á- fengislöggjöfinni. pað afflutti lög- gæzlumennina. því súrnaði í aug- um, er læknarnir hættu að reka vínbúðir, þegar skipin voru þurkuð, og þegar lögreglan í Reykjavík gerði ofdrykkjuna ófriðhelga á götum Rvíkur. Allt sem gert hefir verið til gagns í áfengismálum landsins hefir mætt eindreginni mótstöðu frá Mbl. og máttarstólpum íhaldsins. Tökum málefni sveitanna. Dýpsta ástæðan til þess að íhaldið bauð socialistum upp á bandalag til að brjóta niður vald hinna dreifðu byggða,var gremja íhaldsburgeisanna í kaupstöðunum yfir fjárframlögum úr ríkissjóði til sveitanna. peim blæddi í augum vegalagningarnar um landið, aukning símakerfisins, .. sundlaugarnar, héraðsskólarnir,.. hjálp til ræktunar og vélakaupa, lækkun á verði tilbúins áburðar, og síðast en ekki sízt framlög ríkis- sjóðs til Byggingar- og landnáms- sjóðs. Svo að litið sé lauslega á gang þessa síðasttalda máls nægir að benda á, að þegar ég flutti fyrst frv. um Byggingar- og landnáms- sjóð á þingi 1925, reis íhaldsflokk- urinn á þingi allur gegn málinu og eyddi því. Blöð flokksins veittu mál- inu alla þá mótstöðu er þau máttu. pá um sumarið hélt ég um 30 fundi, m. a. um það mál í þrem fjórðung- um landsins, og þá risu liðsmenn íhaldsins upp a fundum þessum gegn málinu alstaðar þar sem þeir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.