Tíminn - 02.07.1932, Blaðsíða 2
108
TÍMINN
þóttust yfirleitt vera í aðstöðu til að
beita sér í ræðuhöldum. íhaldið
eyddi síðan málinu á þingunum
1926 og 1927, meðan flokkurinn hafði
meirahlutaaðstöðu. Á * þingi 1928
gekk málið fram með forgöngu alls
Framsóknarflokksins og atbeina
verkamanna. þá sýndi íhaldið þá
einu tegund af vesalmennsku í mál-
inu, sem það hafði skilið eftir handa
sér. pað þóttist jafnvel vera málinu
hlynt, úr því það gat ekki lengur
hindrað framgang þess. En svo
grunnur er velviljinn, að megin for-
kólfur íhaldsins í Vestur-Húnavatns-
sýslu, Eggert Levy, réðist á Bygg-
ingar- og landnámssjóð á leiðarþingi
á Hvammstanga nú í vor.
Umbótamenn í sveitum á íslandi
geta sér að skaðlausu spurt íhaldið
tveggja spuminga í sambandi við
byggingarmál sveitanna. Fyrst
hvemig fara myndi um endurbygg-
ingu sveitabæja nú á tímum, ef
ekki væri þó til sú byrjun að láns-
stofnun í því skyni, sem Bygging- j
ar- og landnámssjóður óneitanlega i
er. Og í öðm lagi hversvegna íhald- |
ið lét sér alls ekki koma til hugar
að neitt þyrfti að gera í þessum
efnum, og sýndi þessari tillögu all-
an þann mótþróa sem flokkurinn
var megnugur, meðan hann hafði
aðstöðu til að stöðva málið.
Að öllum líkindum verður ómögu-
legt að skýra framkomu íhaldsins í
þessu efni öðravísi en svo, að það
vill ekki sjálfstæði sveitanna, heldur
undirokun þeirra. fhaldið hatar
sjálfbjargarviðleitni bændanna í |
verzlunamiálum. það hefir viljað
lána Copland miljónir en ekki bænd-
um til að endurreisa bæi sina. það
hefir barizt á móti eflingu Búnaðar- ;
félagsins, aðhaldi gegn ofdrykkju,
ódýrum og góðum skólum fyrir æsku
sveitanna. það hefir ekki þolað
fjárframlög ríkisins til ræktunar,
sveitabæja, vega, síma um bygðir
landsins. Magnús Jónsson guðfræði-
kennari gerði spott að því fyrir Al-
þingishátíðina 1930, að rétt væri að
samþykkja á þingvöllum frv. um
skurðgröfur ríkisins. Honum fanst
bændabragurinn vera það augljós á
störfum þingsins frá 1928—31, að
slíkt* frv. „um skurðgröfur ríkisins"
ætti einmitt að einkenna þúsund
ára þingið.
Ég hefi verið á nokkrum fundum
með samvinnumönnum bæði í Rvík
og úti i sveitum landsins. Og alstað- !
ar er kjósendum ljóst, að barátta
Framsóknarmanna er fyrst og fremst
við íhaldið. Sagan sýnir það og dag- !
leg reynsla kennir það. Kjósendun-
um finnst að þingmenn flokksins
geti helzt aldrei sýnt nógu ljóst í
verki andstöðu flokksins við íhalds-
stefnuna. Ef til vill sýnir fátt bet-
ur hug samvinnubændanna til í-
haldsins en það, að leiðtogar flokks-
ins í Skagafirði þökkuðu Steingrími
alþm. sinum alveg sérstaklega fyrir
að hafa tekið jafn skýrt fram og
hann gerði andstöðu sína við Magn-
ús Guðmundsson.
Samvinnumönnum er það Ijóst, að
leiðtogar íhaldsins hafa dregið frá
bygðunum vinnuaflið, og náð mest-
öllu veltufé landsins í sínar hendur.
Og nú stendur yfir lokabaráttan,
hvort líka á að svifta bændurna á-
hrifum á löggjafarmálefni landsins.
J. J.
---0---
Löngu eyrun
Einn af fyrstu köflunum í lang-
loku Morgunbl. um Landsreikning-
inn 1930 og fjárhaginn, er um það,
að LR. hafi verið of seint tilbúinn.
LR. var tilbúinn til endurskoðunar
í nóv. f. á. og ætla eg að það sé
á svipuðum tíma og venja hefir ver-
ið til fyrirfarandi ár. Venjan mun
hafa verið sú, að yfirskoðunarmenn-
imir hafa endurskoðað LR. á síð-
ustu 2—3 mánuðunum áður en þing
kom saman. það virðist því engin
ástæða til þess fyrir Mbl. að fara að
skrifa langt mál um þá bendingu
yfirskoðunarmanna að gott væri að
LR. væru fyr tilbúnir, helzt fyrir
lok desembermánaðar ár hvert.
það eru þá líka ýmsar ástæður
fyrir hendi sem liggja til þess, að
LR. koma ekki fyr út. Má benda á
þingrofið og það,. að háð voru tvö
þing á sama árinu, að fjármálaráð-
herraskifti urðu á árinu og nýji fjár-
málaráðherrann, Ásg. Ásgeirsson, tók
fyrst við i ágúst. Er því auðséð að
hann hefir ekki langan tíma til þess
að yfirfara og afgreiða LR. — Loks
má og benda á það, sem stjórnin
ieggur áherzlu á í svari sínu, að
2—3 síðustu árin hefir verið unnið
að endurbótum á bókhaldi ríkissjóðs
og breytingar þær, sem hljóta að
fylgja hinu nýja bókhaldsfyrirkomu-
lagi valda auðvitað miklum töfum
og auknuni erfiðleikum við samning
LR. á meðan verið er að breyta til
og fella þá í hið nýja form.
þetta nýja bókhaldsform virðist nú
vera aðal þyrnirinn í augum Mbl.
og eimnitt gefa tilefni til ó'nota blaðs
ins um útkomu LR. — Segir Mbl.
að þetta nýja bókhaldsfyrirkomulag
sé „aðallega i þvi fólgið, að rugla svo
allri bókfærzlu við ríkisbúskapinn,
að almenningur botni ekki í neinu".
Nú er þvi til að svara, að þetta
nýja bókhaldsfyrirkomulag er samið
af hinum færustu mönnum á þessu
sviði, þeim Eysteini Jónssyni skatt-
stjóra og Bimi Steffensen, eftir fyr-
irmyndum og með hliðsjón af rík-
isbókhaldi nágrannaþjóðanna. Hafa
þær lagt mikið erfiði í það að breyta
og bæta bókhald sitt svo að það
gefi hina gleggstu mynd af afkomu
ríkisbúskaparins og afkomu hinna
einstöku fyrirtækja, sem rikin reka
og hafa undir. höndum. En Mbl. og
íhaldið hafa fjandskapast mjög við
þetta nýja fyx-irkomulag á bókhaldi
ríkissjóðs, með því að það gefur
flokknum verri aðstöðu til fjármála-
blekkinga og blaðafjöldi þeirra hefir
því erfiðara verk að vinna í þessu
efni, og af því að við samanburð
kemur það óþægilega ljóst fram hví-
líkt ótæti og afmán allt bókhald rík-
isins var á meðan íhaldið réði eitt
lögum og lofum í landinu.
Svo rammt kvað að þessu form-
leysi og óreiðu á öllu bókhaldi ríkis-
sjóðs, að Jón þorláksson fann ástæðu
til þess að segja flokksmönnum sín-
um til syndanna í þessu efni.Skrifaði
Jón um óreiðu þessa langa grein í
Mbl. 14. febr. 1924 og segir þar m. a.
þetta um LR. 1917—1922, þau árin,
sem þeir Bjöm Kristjánsson, Sig.
Eggerz og Magnús Guðmundsson
voru fjármálaráðherrar:
„Áður en ég fer út í það, að rekja
sorgarsögu þessa tímabils ár frá ári,
verð ég að minnast á færzlu lands-
reikninganna. Fram til ársloka 1916
höfðu þeir verið færðir þannig, að
jafnaðarupphæð reikningsins sýndi
ávalt hinn raimverulega tekjuhalla
eða tekjuafgang hyers árs. . .“. Síðan.
getur J. f>. um breytingu sem gerð
var á formi LR. 1917 og heldur svo
áfram: „En svo hrapallega tókst til,
að hið nýja form varð að því ieyti
ófuilkomið og alveg ófullnægjandi,
að reikningarnir sýndu alls ekki
lengur niðurstöðuna af i-ekstrinum,
tekjuhalla eða tekjuafgang, eins og
þeir höfðu gert til þessa. Nú eru
telcjumegin á reikningnum talin öll
tekin lán, innborganir írá skuldu-
nautum og líka allar eiginlegar tekj-
ur. — Gjaldamegin alveg án grein-
armunar eiginleg rekstursútgjöld,
skuldagreiðslur og lán veitt til ann-
ara. Jafnaðarupphœð þessa reiknings
sýnir ekkert annað en það, hvað sjóð
urinn eða handbært fé um áramót
hefir aukist eða minkað á ái’inu
samkvæmt reikningnum...." Úr lands
reikningunum 1917—1922 er ómögu-
legt að sjá eða finna x’étta niðurstöðu
um rekstursafkomu hvers árs nema
með því að endursemja þá alla“
Síðan endursemur J. þ. alla LR.
frá 1917—1922 og kemst að þeirri
niðurstöðu að flokksmenn hans í-
haldsráðherx-ai-nir, hafi á þessum
árum aukið skuldir ríkissjóðs um
14 milj. kr. án þess að gerðar hafi
verið svo teljandi sé framkvœmdir
sem aukið hafi eign rikisins. Alt
þetta fé íór til þess að jafna tekju-
halla sem myndaðist vegna ófor-
sjálni og eyðslusemi ihaldsins i ein-
hvei'jum þeim mestu veltiárum um
verðlag og verzlun, sem komið hafa
yfir landið. — Ég birti þessar nið-
urstöður J. p. um bókhald ríkisins
af því að þær hafa reynst furðu
réttar það sem þær ná, en þó fyrst og
fremst vegna þess að hér er það
einn helzti maður ihaldsflokksins
sem lýsir verkum hans og þvi engin
ástæða til þess fyrir íhaldsmenn að
rengja niðurstöður J. p., enda ekki
hægt með rökum. Er því hér um
svonefnda „samveikislækningu“ að
ræða, þ. e. að Iækna íhaldsmenn
með vitnisburðum íhaldsmanna
sjálfra og hefir það gefizt vel við
þessa manntegund.
Á næstu árum, eftir 1922, var nú
bókhaldsfyrirkomulag rikisins end-
urbætt svo, að LR. sýndu nokkum-
veginn hvemig rekstrarafkoma ríkis-
sjóðs var á hverju ári. þó var ekki
af LR. hægt að greina á milli
nema með mikilli fyrirhöfn, hve
mikið af fé ríkissjóðs fór til hins eig-
inlega reksturs ríkisbúsins og hve
mikið fé fór til umbótastarfsemi til
þess að skapa varanleg verðmæti.
Stjórn, sem eyddi miklu í ríkisrekst-
ur en framkvæmdi lítið, virtist sam-
kvæmt LR. búa jafnvel og stjóm,
sem eyddi litlu til reksturs ríkisbús-
ins en framkvæmdi mikið. Sama
gilti með ríkisstofnanirnar — þar
söng hver með sínu nefi og notaði
sína bókfærslu. — Var því ekkert
samræmi i bókhaldinu og því erfitt
eða alveg ómögulegt að sjá hvei-nig
þær báru sig, eða hvem kostnað eða
tekjur ríkissjóður hafði af þeim ár-
lega. Eignareikningur ríkisins var
svo bágborinn að hann sýndi í í’aun
og veru ekki neitt. Eignimar virt-
ust metnar og teknar inn á hann
alveg af handahófi og þær látnar
aukast og minnka eins og viðkom-
andi stjórn sýndist bezt henta í það
og það sinn og einungis nokkur
hluti af skuldunx rikisins var talinn
þar. þegar J. þ. gerði bert að íhald-
ið hefði aukið skuldir ríkissjóðs um
14 milj. á árunum 1917—1922 taldi
hann þó ekki með í þeirri skulda-
aukningu þann hluta af enska lón-
inu, sem M. Guðmundsson tók 1921
og lónaði svo aftur bönkunum. Var
það mestur hluti lánsins eða milli
8 og 9 milj. ki’. Ekki taldi J. þ. lxeld-
ur með skuldum ríkisins 8 milj.
kr., sem hann lét í'ikið taka í Dan-
mörku, og lána aftur að mestu veð-
deildinni, ó árunum 1926 og 1927.
þannig var það meir en 16 milj. kr.
sem Magnús Guðmundsson og Jón
þorláksson létu ríkið taka að láni
en töldu aldrei með skuldum þess í
LR.
þannig var nú ástatt með bókhald
ríkissjóðs og LR. þegar B’ramsóknai'-
flokkurinn myndaði stjói’n 1927.
Kostaði það hina meslu fyxirhöfn aö
fá foringja íhaldsins til þess að
kannast við þær skuldir, sem þeir
höfðu tekið fyrir hönd ríkisins en
aldrei talið fram í LR. þannig héldu
þeir því fram, eins og margir muna,
að skuldir rikisins hefðu verið á
miUi 11 og 12 milj. kr., er þeir
hrökluðust úr völdum í stað þess að
þær voru 29 milj. kr. — Létu þeir
sig fyrst er Hagstofan var látin
skerast í ieikinn, telja saman skuld-
irnar og tilgreina hvenær hafði ver-
ið stofnað til hverrar skuldarfjár-
hæðar um sig.
Mjög fljótlega eftir að Framsókn-
arflokkurinn tók við völdum, var
farið að vinna að því, að undirbúa
umbætur á bókfærslu ríkisins og
stofnana þess. Er nú svo komið, að
gagngerð breyting er komin á í
þessu efni. LR. 1930 er saminn eftir
þessu fyrirkomulagi og gefur mjög
glögga mynd af rekstri ríkisbúsins
og stofnana ríkisins. Aðalreikning-
arnir eru þrír. 1. Reikningur yfir
inn- og útborganir ríkissjóðs. Eru
þar taldar allar inn- og útborganir
sem gengið hafa í gegnum kassa
ríkissjóðs. 2. Rekstrarreikningur, sem
sýnir hvemig rekstur ríkisbúsins
hefir borið sig á árinu og sem er
aðalreikningurinn. Sézt af honum,
að allar tekjur ríkissjóðs hafa num-
ið 16,7 milj. og tekjuafgangur er 464
þúsund krónur. 3. Sjóðreikningur,
sem sýnir eignahreyfingar ríkis-
sjóðs. Auk þess er slcýrsla um eignir
og allar skuldir ríkisins og nákvæm
sundurliðun á þeim og einnig
skýrsla um allar ábyrgðir ríkisins og
sundurliðun á þeim. Er LR. nú hin
fróðlegasta og ábyggilegasta heim-
ild sem almenningur ætti að kynna
sér.
En eins og sézt af ummælum Mbl.,
sem tilfærð eru hér að framan, er
því meinilla við það skýra og full-
komna fyrirkomulag, sem nú er
komið á fjárreiður rikissjóðs. það
vill fá að lifa áfram í þeirri óreiðu-
paradís, sem íhaldið stofnaði til á
fjárreiðum og reikningshaldi ríkis-
sjóðs. Sézt það bezt á vonzku Morg-
unblaðsins yfir gi'ein sem birtist í
síðasta tbl. Tímans undir yfirskrift-
inni: „Ferill ihaldsins". Reyndar
ræðir Mbl. minnst um efni greinar-
innai', heldur mest um það, hver
hafi ski-ifað hana og er hi’ætt urn
að Hannes Jónsson dýralæknir sé
höfundurinn. í grein þessari tekur
Morgunblaðið summuna af út- og
innboi'gunum í'ikissjóðs og telur það
útgjöld ríkissjóðs og kemst svo að
þeirri niðurstöðu að tekjuhalli órs-
ins 1930 sé 6.5 milj. kr., en enga
grein gerir blaðið fyi’ir þvi hvernig
það kemst að þessari niðux-stöðu.
Hér er nú um svo stórfenglega vit-
leysu að ræða, að hún er auðsæ öll-
um skynbærum mönnum og því ekki
svaraverð. Aðeins skal bent á það,
að inn- og útborganir rikissjóðs
sýna ekkert um reksti'arafkomu
hans axxnaö en það, hv.tö sjóður lxef-
ir minnkað eða aukizt á árinu. Sé
nú svo, að þessi vitleysa Morgunbl.
stafi af því, að í’itstjóramir hafi
farið reikninga villt, því að óreyixdu
skal þess ekki getið til, að hér sé
um vísvitandi fölsun að ræða, —
þá ættu þeir að láta einhverja sér
fróðari menn gera útdrátt úr LR. —
búa til dálítið tossakver handa sér,
svo að þeir ættu betra með að átta
sig frarnvegis.
Eitt af einkennum asnans eru hin
ákaflega löngu eyru. Fæstir munu
lesa Morgunblaðið án þess að vei'ða
varir við „löngu eyrun".
-----O——
-s
Fjórða úrræði
ihaldsins
í kjördæmamálinu.
íhaldið hefir nú hin síðustu ár
gert margháttaðar tilraunir til þess
að geta náð meirahlutavaldi í land-
inu. Eftir kosningarnar 1927 gekk
flokksstjórn íhaldsins út frá því að
.. þungamiðja stjórnmálavaldsins ..
myndi enn um stund liggja í sveit-
unum. Og flokkurinn gerði þá tvær
tilraunir til að koma sér í mjúkinn
við sveitamenn. Fyrsta tilraunin,
sem jafnframt átti að miða að því
að eyðileggja kaupfélögin, var uppá-
stunga íhaldsins um litla viðskipta-
sjóði í sveitunum, sem ættu að lána
bændum fé til v.erzlunarviðskipta
hluta úr ári, en endurgreiðast að
fullu fyrir jól ár hvert. íhaldsmenn
voru spurðir hvort Kveldúlfur myndi
geta borgað að fullu rekstrarlán sín
fyrir jól árlega, og mun því hafa
verið svarað neitandi. En bændur
áttu jafnan að hafa fulllokið sölu
búsafurða sinna fyrir jól.
íhaldið gerði tilraun með þetta
fyrirkomulag í Skagafirði undir
stjórn Jóns á Reynistað. Skilyrði
voru þar góð, með því að efnamenn
áttu hlut að máli. Reynslan mun þó
sú, að þar sé ekki um fyrirmynd að
ræða í framkvæmdinni.
Bændur landsins sáu ekki neina
verulega framtíð í þessu rekstrar-
lánaskipulagi íhaldsins. Og brátt sáu
íhaldsleiðtogarnir að þessi tillaga
myndi lítinn byr fá. þess vegna
lögðu þeir hana á hilluna og létu
hana gleymast.
En þeir fundu upp nýja velgjörð
við sveitimar., þeir ætluðu að raf-
lýsa og rafhita allt landið. þetta
smáræði átti elcki að kosta nema
80—100 miljónir. Hvar taka átti það
fé var ekki talað um. Hversu átti að
afborga þessa gífui’legu skulda-
byrði var heldur ekki minnst á. En
allir sveitamenn áttu að fá rafmagn
og síðan að kjósa með íhaldinu.
Hvenær rafmagnið kæmi, var annað
mál.
Svo komu landskosningarnar 1930,
og Framsóknarmenn hækkuðu at-
kvæðatölu sína frá síðasta lands-
kjöri um 118%. þá var íhaldinu nóg
boðið. það misti trúna á bændur
landsins, sem líklega stuðningsmenn.
þá gleymdist rafmagnið handa
sveitafólkinu og síðan hefir ekki
verið minnst á hina miklu nauðsyn
þess að taka 80 miljónir að láni til
að leiða rafmagn fyrir um allar
bygðir landsins.
íhaldið sneri nú við bakinu. Fyrst
sveitimar sýndu meir og meir lit á
að fara sínu fram, þá þurítu þær
hvorki veltufé né rafmagn. þær
þurftu meira að segja ekki að hafa
sín gömlu kjördæmi. íhaldið afræð-
ur þá að snúast á móti bygðavald-
inu og brjóta það niður.
íhaldið gerði þá leynisamning við
socialista um þetta efni. Báðir flokk-
amir áttu að samþykkja stjómar-
skrá á þingi 1931, þar sem ekki væri
tekið fram að hlutfallskosningar
skyldu ekki viðhafðar nema í
Reykjavík. Síðan áttu socialistar og
íhaldsmenn að hjálpast að við kosn-
ingar um vorið 1931, vinna bug á
Framsókn, halda sumarþing þegar i
stað, samþykkja , stjómarskrána í
annað sinn og lög um nýja kjör-
dæmaskipun, þar sem landinu
skyldi skift í 6—7 stór kjördæmi
með hlutfallskosningum. Siðan átti
að leysa þingið upp aftur og kjósa í
nýju kjördæmunum um vetumætur
1931.
þingrofið stöðvaði þessar bolla-
leggingar. Og það gerði meira. Mót-
staða bygðanna var svo sterk, að
íhaldsmenn þorðu ekki að halda við
hina uppranalegu stefnu í kjör-
dæmamálinu. Og þegar Jón þorl.
kom næst með tillögu i kjördæma-
málinu um áramótin síðustu, þá
áttu gömlu kjördæmin að fá að lifa
í orði kveðnu. þó skyldu tvímerm-
ingskjördæmin missa annan sinn
þingmann. Síðan átti að bæta við
uppbótarþingsætum, og tala þing-
manna að vera ótakmörkuð. þing-
menn hefðu getað orðið 250—300, en
stundum aftur ekki nema 50—60.
Jóni þorl. var hið mesta kappsmál
að flokkur hans vildi taka að sér
þessa hugmynd. En það varð þó
ekki, og á flokksþingi ihaldsins í
vetur var samþykkt að þingmanna-
talan skyldi ekki fara fram úr 50,
og gömlu kjördætnin fá að lifa.
Allar þessar tilsiakanir komu af
þvi að ihaldið hafði rekið sig á
vilja kjósendanna við þingrofið og
kosningamar 1931. En flokksstjóm
íhaldsins var söm við sig. Hún
fann stöðugt upp á nýjum króka-
leiðum. Ef gömlu kjördæmin áttu að
fá að lifa, og þingmannatalan ekki
að vera nema 50,- þá varð að gera
gömlu kjördæmin ónýt í raun og
veru, þótt þau væra látin lifa á
pappirnum. þetta tókst flokksstjóm
íhaldsins með þvf að leggja þann
skilning í tillögur flokksþingsins að
uppbótarsætin skyldu vera rétthærri
en kjördæmin. Með þvi gat svo far-
ið að Strandamenn, Dalamenn, Hún-
vetningar, Norður-þingeyingar, Aust-
ur-Skaftfellingar eða Mýramenn
gætu tapað réttkosnum Framsóknar-
þingmanni, en Valdimai' hersir,
Árni í Múla eða Maggi Magnús tek-
ið þingsætin sem uppbótarmenn.
En þegar á skyldi herða fundu í-
haldsmenn að þetta myndi aldrei
,ná samþykki þingsins, og ekki geta
þar af leiðandi orðið til að brjóta
niður mótstöðu Framsóknarflokksins.
þá var lagt inn á fjórðu leiðina, að
lögbjóða hlutfallskosningar í tví-
menningskjördæmum, og flytja
þungamiðju hins pólitíska valds yf-
ir til íhaldsins með því að taka
fjögur örugg þingsæti frá Framsókn
og gefa þau íhaldinu. Hinn nýi
„vinur" Framsóknarmanna, Magnús
Guðmundsson, var látinn koma með
þessa tillögu í stjómarskrámefnd
neðri deildar.
Og þessi tillaga var ekki aðeins
mjög heppileg fyrir íhaldsflokkinn í
heiid, heldur líka sérlega heppileg
fyrir Magnús Guðmundsson, sem
lækkandi stjömu í Skagafirði.
Framsóknarmenn höfðu aukið fylgi
sitt í því kjördæmi um ca. 200 at-
kvæði við hverjar kosningar síðan
1923, og vorið 1931 varð M. G. annar
þingmaður og myndi hafa fallið, ef
Laufey Valdimarsdóttir hefði ekki
séð aumur á honum. Magnúsi Guð-
mundssyni var fullljóst að stefna
Framsóknar var að sigra í sveitinni,
en stefna Mbl. að dvína. Ef honum
ætti að vera nokkur lífsvon í Skaga-
firði með þann málstað, sem hann
og flokkui-inn skapaði sér, þá varð
að breyta kjördæmaskipuninni þann-
ig, að hann gæti flotið inn á litlum
xnixniahluta. Og þetta getur Magnús
Guðm. trygt sér og álíka óvinsælum
íhaldsframbjóðendum í 5 öðram
kjördæmum, ef hlutfallskosningar
verða lögleiddar í tvímenningskjör-
dæmum
Nú skal athuga þessa tillögu nán-
ar frá almennu sjónarmiði.
Erlendis er hlutfallskosningum ein-
göngu beitt i stórum kjördæmum,
þar sem margir fulltrúar era vald-
ir í einu, en ekki er vitað um nokk-
urt fordæmi að slíkri kosningu sé
beitt þar sem aðeins eru tveir I
kjöri. þetta leiðir af því, að svo aug-
ljóst ranglæti kemur fram í því, að
lítill minnihluti geti valið fulltrúa,
en fellt fulltrúa um leið fyrir stórum
meirihluta. Við síðustu kosningar í
Ámessýslu myndi íhaldið hafa getað
komið að Valdimar Hersi eða Áma
Pálssyni með rúmlega 450 atkvæðum
þó að Magnús Torfason hefði haft
900 atkvæði. Og á sama hátt hefðu