Tíminn - 08.10.1932, Síða 2
164
TlMINN
Nefndastörf í Reykjavík og Oslo.
Norsku nefndarmennimir komu
til Reykjavíkur 25. júlí. Störf
nefndanna hófust 26. júlí. Alls
voru haldnir 12 reglulegir fundir
í Reykjavík. Fóru NorSmennimir
héðan aftur 11. ágúst. Var þá
ákveðið, að íslenzku nefndarmenn-
irnir kæmu til Oslo seinna í mán-
uðinum. Aðalviðfangsefni nefnd-
anna á fundum í Reykjavík var
kjötsalan annarsvegar og síld-
veiðar Norðmanna hér hinsvegar.
Pólitíska aðstaðan í Noregi.
Sumir kunna að furða sig á
því, segir Jón Árnason, hversu
lengi hafi staðið á samningsgerð-
inni. En þá verður að athuga
hina pólitísku aðstöðu innbyrðis
í Noregi. Norska ríkisstjórnin er
bændastjóm. Og bændaflokkur-
inn er stéttarflokkur. Bænda-
flokkurinn hefir á stefnuskrá
sinni vemdartolla fyrir landbún-
aðinn. Kjötframleiðsla norskra
bænda hefir aukist svo, að ekki
Norsku oq ísleuzku samniugamennirnir.
Frá vinstri til htegri: Askeland, Ólafur Thors, Andersen-Rysst, Jo-
hannessen, Jón Árnason, Stefán þorvarðarson. — Myndin er tekin i A1
þingishúsinu, og lianga andlit.smyndir Kjarvais o. fl. á veggnum.
Norsku nefndarmennimir voru
ágætir samverkamenn, segir J. Á.,
og lögðu mikla alúð við starfið.
Andersen-Rysst er ungur maður
og var áður hermálaráðherra í
ráðuneyti Mowinkels. Johannes-
sen er verzlunarmálaráðunautur
norsku stjóraarinnar í Austur-
Evrópu og einn af færustu sér-
fræðingum Norðmanna í milli-
ríkjasamningum. — Nefndimar
gengu sérstaklega mjög rækilega
að rannsókn þeirra ágreinings-
mála, sem risið höfðu út af síld-
veiðinni og lögðu 1 það mikla
vixmu.
Þann 25. ágúst lögðu íslenzku
nefndarmennirnir af stað héðan
til Noregs og komu til Oslo að
kvöldi hins 29. Fundir hófust dag-
..n eftir. Héldu nefndirnar io
reglulega fundi í Oslo. — En auk
reglulegu fundanna bæði í Rvík
og Oslo voru margir sérfundir í
hvorri nefnd fyrir sig ásamt
hlutaðeigandi stjómarvöldum.
Fundimir voru haldnir í Alþingis-
húsinu hér og Stórþingshúsinu í
Oslo.
Samningurinn.
Samningurinn var undirritaður
í Oslo 17. sept. s. 1., af íslenzku
og norsku nefndarmönnunum í
umboði hlutaðeigandi ríkísstj órna.
En hann verður ekki birtur op-
inberlega i heild fyr en þingin
hér og í Noregi, hafa lagt á
hann samþykki sitt, þó varð
samkomulag um að birta nú þeg-
ar það, sem við kemur kjötinn-
flutningi til Noregs nú í haust.
Samkvæmt samningnum njóta
Íslendingar tollívilnunar fyrir 13
þús. tunnur í kauptíðinni 1932—
1933. Tollurinn verður strax
lækkaður niður í 15 aura grunn-
toll eða 29,54 aura alls gr. kg.
eins og hann var fyrir 1. júlí í
sumar. En norska stjómin skuld-
bindur sig til að leggja fyrir
Stórþingið niðurfærslu ofan í 10
aura grunntoll. Verður tollurinn
þá alls 20,36 aurar pr. kg. Lækk-
unin frá því sem var fyrir 1. júlí
verður þá 9.18 aurar pr. kg. Frá
því sem orðið hefði, ef engir 1
samningar hefðu tekizt, er lækk-
unin 37,44 aurar pr. kg.
Mismuninn á þeim tolli, sem
verður innheimtur í haust og
þeim sem endanlega verður á-
kveðinn, skuldbindur norska rík-
isstjómin sig til að endurgreiða
til i'íkisstj órnarinnar hér, þegar
samningurinn hefir verið stað-
festur af hlutaðeigandi þingum.
vantar mikið til, að hún fullnægi
markaðinum heima fyrir. Þess-
vegna hafa komið fram háværar
kröfur um að útiloka innflutning
á íslenzku kjöti. Þessar kröfur
hafa komið frá bændunum og
leiðandi mönnum þeirra. Vonirn-
ar um, að samkomulag næðist,
voru því í byrjun ákaflega litlar.
En ég vil taka það skýrt fram,
bætir J. Á. við, að við íslenzku
nefndarmennirnir mættum alveg
sérstaklega góðum viðtökum í
Noregi hjá samstarfsmönnum
okkar í norsku nefndinni, ráð-
herrunum norsku og yfirleitt öll-
um þeim, sem við þurftum við
að eiga, í sambandi við ferð okk-
ar og starf. Alstaðar urðum við
i varir við velvild til íslendinga
og góðan vilja til að efla frið-
I samleg viðskipti milli þjóðanna.
Norski forsætisráðherrann, Hund-
seid, sem er víðsýnn maður og
piýðilega menntaður, á sérstak-
ar þakkir skildar fyrir þann góða
skilning, sem hann frá upphafi
hefir sýnt á þessum málum.
Sama má segja um hina ráðherr-
ana, sem afskipti höfðu af störf-
um nefndanna. Og skiljanlegt er
það, að ekki hafi verið erfiðis-
laust fyrir norsku stjórnina að
ljúka þessu máli svo fyrir sitt
leyti, að vér íslendingar gætum
við unað og jafnframt, að ekki
yrði til vandræða heima fyrir.
i
Framtíðarviðskipti landanna.
Reynsla undanfarandi ára hef-
ir sýnt það/ ségir J. Á. að lokum,
að viðskipti aukast milli Noregs
og íslands og virðast báðum hag-
kvæm. Að vísu kaupa Norðmenn
enn sem komið er mjög lítið af
okkur, að undanskildu kjötinu.
En að mínu áliti eru miklar lík-
ur til, að viðskiptin milli land-
anna muni, vegna þessa samn-
ings, eiga eftir að aukast mjög,
til hagsmuna fyrir bæði löndin.
Þess skal að lokum getið, seg-
ir hann, að á milli okkar ís-
lenzku nefndarmannanna var hin
bezta samvinna við nefndar-
störfin, þótt allsnarpur ágreining-
ur yrði að sjálfsögðu um einstök
atriði miUi norsku og íslenzku
nefndanna, meðan á nefndarstörf-
unum stóð. Þá var samkomulag
milli nefndanna yfirleitt mjög
gott, eins og áður er tekið fram.
Spurningu blaðsins um það,
hvort J. Á. sé sjálfur ánægður
með samninginn fyrir hönd Is-
lendinga, svarar hann á þessa
leið: „Ég álít, að við meiri lækk-
un á tollinum hafi alls ekki ver-
i.
Ósjaldan er þess getið í opinber-
um umræðum, að þeir sem safna fé
séu þjóðfélaginu mjög þarfir menn.
Er á það bent með réttu að þessir
menn leggi bönkunum til hið ó-
dýrasta fjármagn, sem síðan notast
til framfara og framkvæmda.
Á hinum síðustu og . verstu tím-
um, þeim er nú ganga yfir, ber
allra helzt á þessu.
Menn eru nú til þess hvattir enn
oftar en áður að safna fé og bent á
ýmsar aðferðir sem verða mega til
að ýta undir fjársöfnunina.
Vel fer á því, að þetta sé rækilega
brýnt fyrir mönnum. Og vist eru
þeir menn mjög þarfir sem spara
og safna fé.
En þó má ekki gleyma því — ekki
heldur á slíkum tímum sem þess-
um, er sumum virðist ekki mikils
vert unr neitt annað en peninga —
að til er og annar hópur manna
sem eru þjóðfélaginu eigi siður þarf-
ir, heldui' enn þarfari.
það eru framleiðendumir, og eink-
um framkvæmdamennirnir. það eru
þeir menn sem hrinda i fram-
kvæmd þörfum verkum, þeim er
veita mikla atvinnu og horfa til
nytsemdar i nútið og framtíð. það
eru þeir menn sem taka á sig þœr
byrðar og þá áhættu af kostnaðin-
um og skuldunum sem því fylgja
að gera landið betra og byggilegra,
bæta samgöngur og húsakvnni, auka
ræktun, eða afla góðra tækja.
Á landi sem er að miklu leyti ó-
numið, þar sem ógjört er að hrinda
í framkvæmd mörgum þeim nyt-
semdarverkum, sem aðrar þjóðir hafa
fengið að njóta í margar kynslóðir
— þar verður að telja að fram-
kvæmdamennirnir séu þjóðfélaginu
sérstaklega nauðsynlegii' og nyt-
samir.
Hafa þeir menn gjörst margir á
okkar landi undanfarið, því að það
hefir verið átrúnaður þessarar kyn-
slóðar, til þessa a. m. k., að fram-
farirnar væru nytsamar, þó að þær
kostuðu nokkurt fé og landið svo
gott, að fyrir það væri mikið gjör-
andi og annað ekki arðvænlegra.
En tilefnis vegna er fróðlegt að
rifja upp hvernig þjóðfélaginu hefir
— að sumu leyti — farist við þessa
þörfustu þjóna — framleiðendur og
framkvæmdamennina sérstaklega.
II.
það eru rétt sjö ár siðan þjóðfé-
lugið varp þeirri kveðju á framleið-
endur og fiamkvæmdamennina, sem
þeir munu seint gleyma.
Á undan var gengið ágætt góðæri,
bæði um verzlun og. um góða að-
stöðu um rekstur atvinnuveganna.
Aí hálfu Alþingis höfðu verið gerð-
ar sérstakar ráðstafanir til þess að
hvetja menn til framkvæmda, ekki
sízt þá, sem landbúnað stunda. Og
það liöfðu margir látið hvetjast til
að stofna til framkvæmda og s.etja
sig í skuldir til þess.
þá var það haustið 1925 áð raskað
var verðgildi peninganna og' þeir
hækkaðir stórkostlega í verði.
það ei' þungbærasti og ranglát-
asti skattur sem lagður hefir verið
á á íslandi, frá byggingu lands til
þessa dags. Hann kom fyrst og
fremst niður á framkvæmdamenn-
ina. Hann sligaði marga þeirra þá
þegar, en allir hinir kiknuðu að
meira eða minna leyti og hafa búið
að því til þessa.
Næsta kveðjan var framkvæmda-
mönnunum send fyrir réttum þrem
árum. þá voru vextirnir hækkaðir
um 1%. Vitanlega kom þetta fyrst
og fremst niður á framkvæmda-
mönnunum, sem tekið höfðu lánin
til reksturs atvinnuveganna og til
nýrra framkvæmda.
Ætla ég að fáum dyljist nú að sú
vaxtahækkun var bæði ranglát og
að nauðsynjalausu eða a. m. k.
nauðsynjalitlu gerð.
Og nú er aðstaðan sú, að nálega
enginn atvinnurekstur ber sig á Is-
landi.
Hinar miklu framkvæmcfír undan-
faranda ára, voru gerðar í því
trausti að verð afurða héldist sem
næst því er var, þá er í framkvæmd-
ið hægt að búast. Að öðru leyti
vil ég ekki láta í Ijós frekara á-
lit á samningnum fyr en hann
hefir verið staðfestur og birtur“.
----o---
írnar var rúðist. En reynslan hefir
orðið sú, að nú eru afurðimar
fallnar í verði um helming. Hefii:
ríkið svift framleiðendur ráðstöfun-
arréttinum yfir þeim erlenda gjald-
eyri sem fæst .fyrir útfluttar fram-
leiðsluvörur þeirra og heldur þann-
ig uppi verðgildi peninganna. Og
getur ,það ekki leikið á tveim tung-
um, að sem sténdur eru það fram-
leiðendurnir, framkvæmdamenn-
irnir, sem borga þann brúsann —
en ekki kann ég að mæla þetta at-
riði til verðs, éða að áætla hvað is-
lenzka ríkið leggur á herðar fram-
leiðendunum fyrir aðra þegna þjóð-
féiagsins með þessum hætti.
þannig hefir verið búið að fram-
leiðendum á íslandi undanfarið —
hinum þörfustu þjónum þjóðfélags-
ins sérstaklega: framkvæmdamönn-
unum.
III.
Hið sérstaka tilefni þessaia hug-
leiðinga er það, að nú hefir þó að
einu leyti verið breytt til um aðbúð-
ina af þjóðfélagsins hálfu gagnvai't
framleiðendunum.
Um mánaðamótin siðustu voru
vextirnlii lækkaðir um 1%. þeir
lóru þá aftur niður í það sem þeir
voru fyi'ir þrem árum.
Var þetta með öllu óumflýjanlegt
og er vottur þess að sú hugsun ryð-
ur séi' nú fast til rúms, að þessi
harkalega aðbúð þjóðfélagsins gagn-
vart framleiðendunum getui' með
engu móti átt sér stað lengur.
Stærsta viðfangsefni þjóðfélagsins
nú, er það, að finna ráð t.il þess að
styðja framleiðendurna og lyfta
undir þánn þunga sem lagst hefir
á heifíar framkvæmdamannanna.
Engum er'þíið ljósara en þeim sem
nú daglega, undir haustgjalddagana,
lilýða á frásögu framleiðendanna um
erfiðleikana að standa í skilum, að
við svo búið má ekki standa.
Vaxtalækkunin- er stórmerkilegiir
viðburður fyrst og fremst vegna þess
að hún sýnir straumhvörf um að-
liúðina að framleiðendunum.
það ber að skoða hana sem fyrsta
spoi', margra sem eiga að fara á
eftir og sem sameiginlega eiga að
því að steína að bæta aðstöðu fram-
leiðendanna.
þó að nú kunni að batna, sem
margir gera sór vonir um, þá er
það samt fullvíst, að' stærsta verk-
efnið á næstunni, bæði í iöggjöf og
fjárstjórn verður að vera það að
styðja íramleiðendurna.
Og batni ekki verulega þá e,r það
eins víst og að dagur fylgir nóttu, að
grípa verður til alveg sérstakra ráða
til þess að rétta hlut framleiðend-
anna og framkvæmdamannanna.
það getur ekki staðist til lang-
frama, að þjóðfélagið íþyngi svo sem
rrú hefir verið gert um hrið, þeim
sem þjóðfélaginu eru allra þarfastir.
Verður hér ekki að þessu sinni
komið nánar inn á þær leiðar sem
mögulegar eru. En það er fróðlegt
næsta að fylgjast með þeim kröfum
sem gerðar eru, t. d. af landbúnaðai'-
ins hálfu, hjá frændþjóðum okkar
þessar vikurnar — hins sama á-
stands vegna s.em hér ríkir.
Tryggvi þórliallsson.
----o-----
Fyriifspurnir
til Jóns Kjartanssonar ritstjóra Mbl.
Var það sparsemi eða eyðsla er í-
haldið samdi við E. Claessen um 40
þús. kr. ú ári í 10 ár?
Hversvegna greiddi Eimskipafélag-
ið, og þvi stjórna aðallega íhalds-
kaupmenn, forstjóra sínum Emil
Nielsen nálega 30 þús. kr. á ári í
kaup?
Telur ritstjórinn of mikið lianda
tengdaföður sinn, Sigurði Briem
póstmálastjóra, að fá fyrst full em-
bættislaun, þá 4000 króna uppbót, af
því launin séu of lítil, og loks stóra
íjárfúlgu af fríinerkjasölu pósthúss-
ins?
Var það sparsemi hjá Jakob Möller,
að taka 16 þús. kr. á árí fyrir að
gera ekkert eða verra en eklcert við
eftirlit með bönkum og sparisjóðum,
taka auk þess þingmannskaup og
6000 kr. bitling fyrir að meta Lands-
bankann?
Hversvegna borgar M. Guðm. Guð-
mundi Sveinbjörnssyni fyrst 3000 kr.
fyrir að vinna að vörzlu kirkju-
jarðasjóðs, og 4000 kr. fyrir að senda
skeyti til varðskipanna, ofan á hæstu
iaun skrifstofustjóra? Borgari.
Söiuhorfur
landbúnaðaryaranaa
Eítir Jón Árnason framkvæmdastj.
Eftir að samningunum lauk í Not'-
egi fór ég til Danmerkur og Eng-
lands og var nokkra daga í hvoru
landi í verzlunarerindum. —■ Ætla
ég að skýra lítið eitt frá söluhorfum
íslenzku landbúnaðarvaranna eftir
því sem mér virtust þær vera.
Landbúnaðarkreppa sú, sem gengið
hefir yfir heiminn undanfarin ár hef-
ir harðnað mjög nú síðustu misser-
in. Bændur eru víðast hvar orðnir
að þrengdir mjög og rikisstjómirnar
standa ráðalitlar gagnvart erfiðleik-
um. Bændur haía jafnan orðið að sjú
sér farborða i gegnum alla erfið-
leika án beins stuðnings ríkisstjóm-
anna. í iðnaðarlöndunum hefir aftur
a móti verið gripið til þess liand-
liæga ráðs á krepputímum að draga
úr vinnu í verksmiðjunum eða loka
þeim alveg um lengri eða skemmi'i
tima, og á síðari árum liafa ríkis-
stjórnirnar verið látnar borga verka-
fólkinu atvinnuleysisstyrki til þess
að það falli ekki úr harðrétti.
Verðlag landbúnaðarafurða hér í
nágrannalöndunum er ákaflega lágt,
en þó lægst þar sem íramleiðslan er
svo mikil ,að mikið verður að flytja
út eins og t. d. i Danmörku. Danir
liafa selt mikið aí landbúnaðarvör-
um til Jiýzkalands og Frakklands,
en innflutningshömlur, háir tollar og
gjaldeyrisskoitur valda því að mjög
erfitt er að selja nokkuð, sem heitir
til þessaru landa. Aðalmarkaður
Dana er þó i Bretlandi. Er búið að
leggja innflutningstoll á smjör og
osta og búist við að fiesk og kjöt
verði einnig tollað, eða að minnsta
kosti takmarkaður innflutningur
þessara vara.
í Noi'egi er verðiag á landbúnaðar-
vörum talsvert hærra en annarsstað-
ar á Norðurlöndum. Framleiðslan er
ekki meiri en svo, að þvi nær öll
• lTamleiðslan selst tii neyslu innan-
lands. Á fiestum þessum vörum eru
liáir verndartollar og ýmsar ráðstaf-
unir aðrar hafa verið gerðar til að
lialda verðinu uppi. T. d. eru norsk-
ar smjörlíkisverksmiðjur skyldar að
blanda ailt smjörliki, sem þær fram-.
ieiða með fastákveðnu lágmarks-
magni af smjöri. þetta liefir hjálp-
að norskum bændum ákaflega mikið
og einkum greitt fyrir sölu á heima-
gerðu smjöi’i, sem ætíð selst illa í
samkeppni við smjör frá mjólkur-
búum.
þegar ég fór frá Oslo um miðj-
an september var sala á íslenzku
saltkjöti rétt að byrja, enda var beð-
ið eftir úrslitum kjöttollssamning-
annu svo sala gat ekki byrjað fyr,
þar sem gamii tollurinn verkaði sem
algert innfiutningsbann á kjötið.
Samkvæmt samningunum njóta ís-
lendingar ekki tollívilnunar nema
fyrir 13.000 tn. af kjöti i kauptíðinni
1932—33. J)aö greiddi fyrir sölunni
að kjötmagnið var takmarkað þar
sem með því er fyrirbyggt að of
mikið kjöt flytjist til landsins. Sölu-
verð íslenzka dilkakjötsins hefir ver-
ið um 64—65 norskar krónur tunnan
komið á'höfn í Noregi. Ef tollsamn-
ihgurinn verður staðfestur kemur lík-
lega uppbót á kjötverðið, sem toll-
muninum nemur. þetta er ákaflega
lágt verð fyirr íslenzka framleiðend-
ur, en svo ber að líta á hvað kjötið
ltostar neytendurna í Noregi. Tollur-
inn er sem stendur kr. 33.08 á tunnu.
Heiidsalar reikna sér um 10 kr. á
tunnu fyrir uppskipun, geymslukostn-
að, viðhald, þriggja mánaða greiðslu-
frest og í verzlunarágóða. Smásal-
inn tekur um 30% fyrir rýrnun og
álagningu. — Má geta þess, að kjötið
léttist mikið i saltinu fyrstu mán-
uðina og vigtast venjulega ekki meiFa
upp úr tunnunum en 106—108 kg. þó
í þær séu látin 112 kg. Söluverð
kjötsins i smásölu til neytenda verð-
ur þá kr. 1,25 fyrir kg. að meðal-
tali, eða kr. 140,50 fyrir tunnu.
Jiann 15. sept. athugaði ég verð á
nýju norsku dilkakjöti. Smásölu-
verðið í sölubúðum fyrir fyrsta
flokks nýtt dilkakjöt var kr. 1,40 pr,
kg. Nú var aðalslátrun ekki byrjuð
og því búist við að nýja kjötið mundi
lækka eitthvað. Á þessum saman-
burði sést það greinilega, að verðið
á ísl. saltkjötinu getur ekki verið
neitt sem nemur hærra, nema verð
hækki á nýju kjöti, því íslenzka
saltkjötið selst ekki fyrir eins hátt
verð og nýtt dilkakjöt.
Utlit er fyrir, að kjötsalan verði