Tíminn - 29.10.1932, Síða 1

Tíminn - 29.10.1932, Síða 1
©íaíbfert 09 afgrcibslumaður Cimans tt ítannoeig £>orsteinsöótHr, Ccefjargötu 6 a. ^eyfjamf. ^X-fgreibsía (T i m a it s er í £ajf jargötu 6 a. (Dpin öaglega fL 9—6 Síini 2353 XVI. árg. Reykjavík, 29. október 1932. 47. blað. Ríkistkuldir Islands í miljónum - Saga þeirra I. Ríkisskuldir 1916: Trær miljónir. Mestmegnis vegna simdlagninga. II. Ríkisskuldir í árslok 1927; Tuttugu og átta miljónir. Tuttugu og sex miljónir af rikisskuldum myndast hjá ráðuneytum Jóns Magmíssonar, Sigurðar Eggerz og Jóns Þorlákssonar. Þessi voru tilefni: a. Embœttiseyðsla b. Skuldatöp fslandsbanka c. Skrauthýsin í Reykjavik. III. Ríkisskuldir í árslok 1930; Fjörutíu miljónir. Tólf miljónir af ríkisskuldunum mynduðust á stjómartímabili Fram sóknarflokksíns frá 1928—30. Þessi voru tilefni: a. Stofnfé tilfbanka: Búnaðarbankinn 3,6 milj. Landsbankinn 3 milj. Utvegsbankinn 1,5 milj. b. Umbótafyrirtœki: Síldarbrœðslan á Siglufirði Landsspítalinn Arnarhváll Súðin Útvarpsstöðin Landssímastöðin. Kveðja Snowdens iil bvezku „þjóðsíjórnarinnav“ Nýtt land Það eru ekki nema fá ár síð- an byrjað vár að búa til sáð- sléttur hér á landi. Þá voru marg- ir menn í landinu, sem álitu það fásinnu að ætla sér að fara með plóg og- herfi ofan í forarblautar mýrar og breyta slíku landi í tún. Meðal þeirra, sem fannst fátt um þessa nýbreytni, var núverandi formaður íhaldsflokksins. Einn af forvígismönnum hinnar nýju jarðræktar tók þá íhaldsmanninn með sér inn á eitt nýræktartúnið í nágrenni Reykjavíkur rétt fyrir sláttinn, þar sem áður hafði verið forarflói. Myndavél var höfð með í förinni. Og á myndinni, sem tekin var, geta menn séð, hversu mikið af hinum vantrúaða manni stóð upp úr grasinu! Nú treystir enginn sér til að mæla á móti því, að hin nýja ræktun borgi sig, og miklu meira en það. íslenzka bændastéttin er að skapa nýtt land, ræktaða jörð, traust og holl húsakynni, vegi, vélanotkun, nýtízku framreiðslu á landbúnaðarafurðunum fyrir er- lendan og innlendan markað og ódýra skóla til að ala upp þá kyn- slóð, sem á að vera fær um að taka við landinu betra en það var í tíð feðra og mæðra. Þetta mikla verk er óhjákvæmilegt. Það er meira að segja of seint hafið, því að viðreisnin í sveitunum hefði átt að byrja á stríðsárunum, þeg- ar allar afurðir margfölduðust í verði. Bændastéttin hefir geng'ið að þessu verki eins og sjálfsagðri og gleðilegri skyldu við sjálfa sig og framtíðina. Og fáir munu hafa gengið að því gruflandi, að það þarf mikið átak hjá einni kynslóð til að inna af hendi verkefni, sem tveim eða fleiri ber að vinna í raun og veru. Löng lán með vægum vöxtum eru ætluð til þess að jafna erfiðinu milli kynslóð- anna, þeirrar, sem nú lifir og annara, sem síðar koma. En eitt er það, sem er skilyrði þess, að framfarir eins og þær, sem orðið hafa í landbúnaðinum undanfarin ár, séu hugsanlegar. Þjóðin verður að hafa trú á því, að það sem lagt er í sölumar, nái tilgangi sínum. Ef menn hafa ekki trú á því, að landbúnaðurinn geti séð þeim, sem að honum vinna, fyrir lífskjörum í sam- ræmi við það sem hægt er að fá annarsstaðar, þá er engin skyn- samleg ástæða til þess að leggja orku og fé í umbætur í sveitun- um. Sá hugsunarháttur gjörir tals- vert vart við sig, einkum í dag- blöðum heildsala og stórútgerðar- manna hér í Reykjavík, að rétt- ast sé að leggja sveitimar að mestu leyti í eyði, af því að bú- skapurinn geti aldrei borið sig. Það voru menn með þessar skoð- anir, sem hundruðum saman lustu upp ópinu: „Niður með bændavaldið" framan við sam- komuhús íhaldsflokksins í apríl- mánuði 1931. Þeir óttuðust að áhrif sveitanna á Alþingi, myndu hindra þá þjóðlífsbyltingu, sem þeir töldu æskilega. Það er að vísu rétt, að erfiðara er að reka landbúnað á íslandi en mörgum öðrum löndum. Þó er það alveg víst, að vel flestir landnámsmennimir komu hingtsð í fornöld af því að það var altal- að, að landkostir væru betri hér en í Noregi. Reynslan sýnir það líka, að landbúnaður er alls ekki kominn á hæst stig í beztu lönd- um jarðarinnar. Danmörk, sem er fremur kalt land, er t. d. eitt af : fremstu landbúnaðarlöndum : heimsins. Afkoma atvinnuveg- anna yfirleitt alstaðar í veröld- inni er meira undir því komin, hvernig fólkið er, sem stundar þá, en landið, sem fólkið býr í. Þjóð sem er hraust og djarfhuga, með vilja til framtaks og kann að nota skipulag og samtök í vinnu- brögðum, myndi aldrei óska eftir því að hafa skipti á hlýrra og frjósamara landi og sínum eigin manndómi, sem áunnizt hefir með lífsbaráttu margra kynslóða. Mörgum falsrökum er nú beitt af þeim mönnum, sem vantrúna hafa á landið. Og algengast er að nota viðskiptakreppuna miklu og afleiðingar hennar til að sýna fram á að landbúnaðurinn eigi ekki framtíð fyrir höndum. Allir íslenzkir bændur kannast við fjárskaðaveður. Margur bónd- inn hefir orðið fyrir því að missa helminginn eða jafnvel allt fé sitt í slíku veðri, án þess að mannlegur máttur gæti hindrað. Engum dettur í hug, að slys af fjárskaðaveðri sé sönnun þess, að búskapurinn geti ekki borið sig á þeirri jörð, þar sem slysið vildi til. Viðskiptakreppan mikla hefir verið fjárskaðaveður í íslenzkum landbúnaði. Verðhrunið mikla sópar með sér nú í haust tveim lömbum af hverjum þrem úr bú- um bændanna. Slíkt eru þungbær tíðindi og hörmuleg. En þau eru enginn framtíðardauðadómur yfir við- reisn íslenzku sveitanna. Þau hindra það ekki, að þessari kyn- slóð eða næstu takizt að full- komna það, sem byrjað er, að skapa hið nýja land, þar sem ný- græðingurinn vex yfir höfuð þeim mönnum, sem boða van- trúna á sveitirnar. ----o--- Hámarkskaup og samvinnubygðir Mikil og ekki óeðlileg óánægja er nú meðal landsmanna út af há- um launum sumra embættis- manna, starfsmanna hjá atvinnu- félögum og kaupmönnum. Sumir togaraskipstjórar hafa haft 50— 60 þús. kr. árslaun, framkvæmda- stjórar í samskonar félögum 30— 50 þús. kr. Einn bankastjóri 40 þús. kr., margir bankastjórar 20 —25 þús. kr., forstöðumaður Eimskipafélagsins stundum fyr á árum nálega 30 þús. kr., Jakob Möller 16 þús. og mikill fjöldi manna, sem starfa að útgerð og verzlun hafa haft 15—30 þús. kr. tekjur. Með afurðaverði sem er dálítið lægra en fyrir stríð, að krónu- tölu og enn lægra að gullgildi, verða þessi háu laun, sem fram- leiðsla landsins borgar, algerlega ofurefli. Þjóðin rís ekki undir þeirri eyðslu sem hálaunamenn- irnir hafa, og bíður stórtjón af því fordæmi, sem þeir skapa fá- tækari stéttunum. Dýrtíðin í Reykjavík hefir að mjög miklu leyti skapast fyrir hin háu laun togaraskipstj óra, f ramkvæmdar- stjóra, kaupmanna og nokkurs hluta embættastéttarinnar. Sumir menn hafa viljað láta setja með lögum hámark á laun opinberra starfsmánna, til að vinna á móti þessu böli. En það nær ekki tilganginum. Það mun mega telja fullvíst, að dómstól- arnir myndu ekki telja slíka launalækkun lögmæta, þannig að hún næði til manna, sem eru í embætti. Fyrst við mannaskipti gætu launin lækkað, en það yrði í sumum tilfellum ekki fyr en eftir mannsaldur. Hitt er hættu- legri staðreynd, að menn sem vinna við hlutafélög eða græða af fjárbralli, geta haldið áfram að skattleggja þjóðarframleiðsl- una eins og áður, og þar með haldið við óhófseyðslunni og dýr- tíðinni. Það er ekki nema eitt ráð til að koma raunverulega á hámarks- launum, þannig að nái til allra og það er með skatti. Eg hefi hugsað mér að bera fram frv. á þingi í vetur um sér- stakan hálaunaskatt, og væri sá skattur miðaður við kreppu- ástandið og ekki ætlað að standa óbreyttum nema þrjú ár. Með slíku frv. væri stefnt að því að láta hátekjuskattinn þurka upp tekjurnar fyrir ofan ákveðið há- mark, sem væri miðað við hæstu þurftarlaun, sem þjóðfélagið leyfði borgurum sínum að hafa í yfirstandandi árferði. Ég er nú sem stendur að safna gögnum, hjá bændum og sjómönnum, um hvað þeir telji viðunanlegt há- mark tekna nú sem stendur. Ég get á þessu stigi sagt, að slíkt hámark yrði ekki neðan við 6000 kr. og ekki hærra en 10 þús. kr. Ég vil taka dæmi til að skýra þetta. Segjum, að hámarkið væri 8000 kr. Togaraskipstjóri hefði 18 þús. kr. í tekjur, og greiddi þar af í útsvar og almennan tekjuskatt 4000 kr., þá yrði hann að greiða 6000 kr. í hátekjuskatt. Hann hefði 8000 kr. í þurftar- laun, en allt, sem þar væri fram yfir færi í skatta, fyrst hina venjulegu til sveitar og ríkis, og síðan gengi „kúfurinn“ af há- tekjunum um nokkurra ára bil í sérstakar harðæris ráðstafanir. Duglegir bitlingamenn, eins og þeir, sem komist hafa í 20 þús. kr. og meira hættu með þessu móti að hafa sömu ástæðu og nú að bæta á sig launum á 7—8 stöðum eins og ekki hefir verið dæmalaust fram að þessu. Ég álít aðaltilgang þvílíkrar löggjafar, að vinna á móti dýrtíðinni, sem há- launamennirnir skapa, en lág- launamennirnir líða fyrir, og að skapað verði með þessum hætti meira jafnrétti milli borgara landsins heldur en nú á sér stað. Því meir sem þrengir að þeim stéttum sem skapa þjóðarauðinn, því meiri óánægju vekur það, að sjá auðuga menn eins og Jón ól- afsson þingmann Rangæinga taka 4000 dilksverð fyrir þá vinnu, sem hann leggur fram við Útvegsbankann. Ég hugsa mér að „kúfurinn" ofan af háu laununum eigi að ganga til sérstaklega nytsamra framkvæmda. I Reykjavík voru 1400 manns atvinnulausir um há- sumarið, og sama sagan í flest- um öðrum kaupstöðum. Hvar á þetta fólk að vera? Á það að • [Hér í blaðinu hefir áður verið skýrt frá klofningi þeim, sem varð innan _ brezku „þjóðstjórnarinnar" þann 28. sept. s. 1. þann dag lögðu þrír vfirráðherrar og 8 undirráðherr- ar niður völd í mótmœlaskyni við toilastefnu íhaldsflokksins, sem ráð- andi hefir verið í „þjóðstjórninni". þessir ráðherrar voni allir úr Frjáls- lynda flokknum, nema Snowden lávarður, sem þangað til í fyrra hef- ir verið einn af foringjum tTerka- mannaflokksins, en skildi þá við flokk sinn og gekk vfir í ,",þjóðstjórn- ina“ ásamt flokksbróður sínum og samstarfsmanni, Mac Donald for- sætisráðherra. Snowden lávarður er einn af allra þekktustu stjórnmála- mönnum Breta. Ilann var fjármála- t'áðhérra í ráðuneyti Verkamanna- flokksins og mætti fyrir hönd Breta á alþjóðaskaðabótafundinum í Haag sumarið 1929. Hélt Snowden þá fast fram kröfum Breta og vann fullan sigur. Um það leyti var nafn hans á allra vörum á meginlandi Evrópu, og þegar hann kom heim til Eng- lands aftur, að fundinum loknum, var honum fagnað sem þjóðhetju. Hann er maður líkamlega vanheill og getur ekki gengið óstuddur. þegar „þjóðstjórnin" var mynduð í fyrra, var hann sæmdur lávarðs nafnbót. Bréf það, er hér fcr á eftir, er lauenarbeiðni Snowdens, stíluð til „News Chronicle". Snowdcn rekur þar ástæður sínar fyrir lausnar- beiðninni. Ummæli hans um Ottawa- ráðstefnuna og fleix-a eru mjög eftir- tektarverð fyrir oss íslendiriga]. vera á svokölluðu atvinnuleysis- framfæri hjá bæjarfélögvm og' landinu ? Eða á þetta fólk, og æska sveitanna að fá skilyrði til að nema land að nýju heima í átthögunum? Flestum mun finn- ast betur myndi fara á því. Þess- vegna hygg ég að sá hlutinn af launum manna, nú í harðærinu, sem er fram yfir þurftarlaun, sé livergi betur kominn en til að efla hið nýja landnám — sam- vinnubyggðirnar. J. J. ----ð----- „Tilford, Farnham, 28. sept. 1932. Kæri forsætisráðherra. Ég ritaði yður ixréf, tveim dögum eftir í’áðunevtisfundinn 28. ágúst, þar sem lögð var fram skýrsLa Ottawa- nefndarinnar til athugunar. í þvi bréfi t.já.ði ég yðui', að ég hafði ákveðið að hverfa úr ráðuneytinu. Svar vðar þá, og samtöl milli okk- ar, liafa eklci breytt þessari ákvörð- un minni, og þessvegna bið ég yðttr nú að senda konunginum formlega lausnai'beiðni fyrir mina liönd. það þarf varla að taka fram, að mig tekur sárt að stíga þet.ta spor, sem slítur nú oklcar nána 40 ára samstarfi, sem ólixett or að segja, að haíi skapuð nýjar línur í brezkum stjórnmálum. En svo framarlega sem ég á að lialdíi fulh’i og óskertri virðingu fyr- ir sjálfum mér, get ég ckki lengur verið í stjórn, sem í’ekur þá pólitík, sem ég álít hættulega fyrir velgengni þjóðarinnar — sem mun valda sundrung í brezka heimsveldinu og cr háskaleg samkomulagi voru við aðrar þjóðir. Mér eru fyllilega kunnar þær radd- ir, sem hafa látið til sín heyra mót- mæli gegn hverju því, er kynni að veikja samheldni þjóðstjórnarinnar, eða minnka áhrif hennar og álit meðal annara þjóða. Ég átti hlut- dcild í að mynda þessa stjórn, eftir synlegu starfi, sem þeir óttuðust, að myndi valda þeim álitshnekki. Á sama hátt og þér fórnaði ég þá minum fornu pólitískum samböndum ithe associations of a politicai life- time) fyrir það. sem ég áleit þá og álít cnn þcgnskyldu á neyðartímum þjóðarinnar, og ég beitti öllum mín- um kröftum til að afla þjóðstjórn- inni þess sigurs, sem kosningarnar í fyrrahaust leiddu í ljós. Ég gjörði þetta vegna þess, að bæði þér og mr. Baldwin*) fullyrtuð, að þjóðstjórn, styrkt af meginþorra kjós- enda, myndi aðeins starfa í þágu alþjóðar og á engan hátt hlynna að sérstökum flokkum eða flokksmál- um. Ég tók trúanlega yfirlýsingu yð- ar, þar sem þér sögðuð: „Ég sjálfur nxun eklci láta stjórn- ast af neinum flokki ... það má vel *) Foringi íhaidsfloklcsins, nú ráð- herra i „þjóðstjóminni". Mac Donalds forsætisráðheiTa. þýð- að félagar okkar i Verkamanna- ingin cr gerð eftir enska daglxlaðinu | stjórninni runnu af hólmi frá nauð-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.