Tíminn - 29.10.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.10.1932, Blaðsíða 2
178 TlMINN vera, að þeir (íhaldsmenn) reyni að fara í kringum okkur. En ég er ekki þeirra maður“. Ég tók þessi orð eins og þau voru töluð. Og ég er enn reiðubúinn að styðja þjóðstjórn, sem uppfyllir þessi skilyrði. En um langan tíma, eða allt frá myndun síðari þjóðstjómarinnar*), tiefir það komið betur og betur í ljós, að íhaldsflokkurinn í stjórninni og neðri málstofunni hefir ákveðið að koma stefnuskrá sinni í fulla framkvœmd og þessa stefnuskrá íbaldsflokksins átti að nota yður og nota okkur til að framkvæma, ef við yrðum áfram í stjórninni. Timamir hafa brevzt siðan í ágúst og nóvepiber i fyrra. Aðaltilgangin- um með myndun þjóðstjórnarinnar hefir verið náð. í yfirlýsingu, sem þér birtuð 24. ágúst í fyrra, komust þér svo að orði: „Hin nýja stjórn er mynduð vegna þess neyðarástands, sem nú ríkir í landinu. Hún verður ukki sam- bræðslustjórn (Coalition Government) í venjulegum skilningi, heldur sam- vinnustjórn (Co-operation Govern- ment), mynduð í þessum eina til- gangi. þegar takmarkinu er náð, munu stjórnmálaflokkamir liverfa aftur til sérstöðu sinnar“. Hinir alvarlegu tímar, sem þá voru, eru nú liðnir hjá. Tekjuhallinn er jafnaður. Ströngum sparnaðarráð- stöfunum liefir verið komið í kring. Lántökur til atvinnuleysisstyrkja hafa verið stöðvaðar. Víðtæk tilraun til umbóta á lánskjörum ríkisins hefir verið gjörð með giftusamleg- um árangri. Lánstrausti þjóðarinnai' hefir verið bjargað úr yfirvofandi liættu. það er rétt að minna yður á eina alvarlega staðreynd. þegar íhalds- flokkurinn tók fyrst þátt í myndun þjóðstjórnar, var aldrei minnst á tollamálin. Foringi Verkamanna- flokksins var sá eini, sem hafði lialdið því fram, að tollar gætu komið til mála, til að ráða fram úr vandræðunum. Hailsham lávarður, sem ekki var í fyrri þjóðstjórninni, mun hafa orðið fyrstur til að reiía málið við ráðu- neytið. þann 3. sept. 1931 vakti hann máls á því við stjórnina að hraða því eftir mætti, að jöfnuður kæmist á ríkisreikninginn, svo að ganga mætti til almennra kosninga um stefnu Ihaldsflokksins í tollamálum. Frá þeirri stundu urðu kröfur í- haidsflokksins um nýjar kosningai' æ háværari. Við gátum ekki staðið gegn þeim til Iengdar. Við héldum ótal fundi, til að ná samkomulagi um grundvallaratriði í toilamála- stefnu stjórnarinnar. þá var það, að einhver uppgötvaði, að Bretland ’) Síðari „þjóðstjórnin" var mynd- uð eftir kosningarnar í fyrrahaust. hefði „óhagstæðan verzlunariöfnuð". þetta var notað sem ástæða til rann- sóknar í tollamálunum, vegna fram- tíðarráðstafana í þeim efnum. I kosningunum genguð hvorki þér né mr. Baldwin lengra en að skuld- binda ykkur og stjómina til: „Að þjóðstjórnin skuii í einlægni og óbundin af loforðum láta fram fara rannsókn á því, hver leið sé heppilegust í tollmálunum og síðan fara þá leið, ef hún verði álitin lík- leg til að styðja að hagstæðum verzl- unarjöfnuði". En óhlutdræg rannsókn fór aldrei fram í þessum málum. Við vorum reknir út í. það, að samþykkja hina og aðra nýja bráðabirgðatolla, til þess að koma í veg fyrir óvenjulegan (abnormal) innflutning, og fyr en varði og áður en ráðrúm gæfist til að sjá afleiðingarnar, voru íhalds- mennirnir, sem aldrei fengu nægju sína, komnir fram með tillögur um alhliða verndartollalöggjöf. þeir stofnuðu tollanefndina, sem virðist álíta það skyldu sína að fullnægja liverri einustu eigin- gjarnri kröfu, sem fram kemur, án tillits til nauðsynjar eða afleiðinga. þessvegna var það, að þeir meðlim- ir stjórnarinnar, sem fylgdu frjálsri verzlun, buðust til þess að segja af sér í janúarmánuði sl. En vegna eindreginna áskorana frá yður og 1- haldsmönnunum í stjórn yðar, varð samkomulag með því móti, að skoð- anamunurinn innan stjómarinnar yrði opinber í þinginu. þá var ástandið annað en það er nú. Fjármál ríkisins voru komin í lag á pappírnum, en það var enn ó- séð, liver útkoman yrði í lok fjár- liagsársins, það sást, að meðferð rík- isfjár var í sjálfu sér heilbrigð. En gengi sterlingspundsins var þá enn óákveðið. Ilvorug þessara ástæðna mælir nú með framlengingu þess samkomulags, sem gjört var í janú- armánuði. Sex mánaða reynsla í tollamálun- um hefir ennfremur valdið algerðum vonbrigðum, jafnvel lijá óiilutdræg- um verndartollamönnum. Sú blessun, sem verndartollamir áttu að færa hinum aðframkomna brezka iðnaði, er enn ekki sjáanleg. Viðskipti okkar við útlönd hafa minnkað. Atvinnuleysið hefir stórum aukizt, stefna brezku stjómarinnar i tollainálunum hefir leitt til hlið- stæðra ráðstafana í öðmm rikjum. Brezka sendinefndin fór til Ottawa með þá yfirlýstu ákvörðun að styðja að aukning viðskiptanna innan brezka heimsveldisins og vinna að alþjóðalækkun tollmúranna. Við vor- um fullvissaðir um, að ekkert yrði þar ákveðið, er síðar kynni að standa í vegi fyrir því, að við gætum sam- ið um tollalækkun við önnur ríki. Nú eru þessir fulltrúar komnir heim aftur, eftir margra vikna ill- vígar þrætur og stympingar við eigin- hagsmunastefnur, bundnir nauðung- arloforðum, til þess að forðast upp- lausn ráðstefnunnar og til þess að dylja fyrir alþjóð manna meiningar- leysi þeirra orða, sem' fallið hafa um gagnkvæma samúð brezku ríkjanna í fj árhagsmálunum. Hér er ekki tækifæri til að ræða Ottawa samningana í einstökum at- riðum. Til þess verður nægur tími, þegar almenningur hefir fengið að vita samningana í þessum efnum. þrátt fyrir mína löngu pólitísku reynslu, hefi ég eldrei komizt í kynni við neitt jafn svívirðilegt og óheiðarlegt og rangfærslur íhalds- blaðanna um árangur þessarar ráð- stefnu. Brezku nefndarmennimir koma heim með samninga og skuldbind- ingar um að halda við núveranda tollaskipulagi, að hækka núverandi tolla á innfluttum matvörum, að leggja nýjan toll á hveiti og að hækka verð á kjöti með einhverri alveg óskiljanlegri aðferð, sem á að takmarka innflutninginn (some in- comprebensible. plan for restrieting foreign imports). þessar skuldbind- ingar gjöra okkur að mestu leyti ómögulegt að nota tollana sem meðöl til að semja við aðrar þjóðir um hagkvæmari viðskipti (deprive us to a great extent of the use of our tariff as a bargaining weapon). Sambands- rikin eiga að hafa hér opinn markað fyrir vörur sínar, en fá þó að halda verndar- eða jafnvel útilokunartoll- um á brezkri framleiðslu. Við höfum. gengið inn á að segja upp ýmsum samningum, sem við höfum þegar gjört við önnur ríki. Sambandsríkin eiga nú að fyrirskipa okkur, hvar við eigum að kaupa og hvar við eig- um ekki að kaupa. Samningurinn i Ottawa hefir svift okkur fjárráðum og afhent sam- bandsríkjunum ákvörðunarvaldið um stefnu Breta í verzlunarmálum, og þar með sett lieimalandið skör lægra en nýlendurnar. þér getið ekki gjört yður vonir um, að formælendur frjálsrai' verzl- unar taki þessari niðurlægingu þjóð- arinnar með þögn. Samkomulagið frá í fyrra um „yfirlýstan meininga- mun" („agreement to differ") nægir þar ekki. það hefir iíka alltaf verið neyðarúrræði. þetta samkomulag hefir gjört að- stöðu okkar tortryggilega í augum þjóðarinnar og gefið umheiminum rangar hugmyndir um samheldni þjóðarinnar í tollamálunum. Á með- an við höfum verið í sjálfheldu, hef- ir íhaldsflokkurinn haft frjálsar hendur í stefnumálum sínum. Hollustu minni við yður og þjóð- stjómina hefir nú verið ofboðið til hins ítrasta. Hinni gömlu áskorun um að láta einkaskoðanir lúta í lægra haldi fyrir hagsmunum þjóð- arinnar verður nú að beina til íhaldsmannanna. ! það eru þeir, en ekki forvígismenn frjálsra viðskipta, sem hafa rofið samheldni þjóðstjómarinnar með því að knýja fram þau stefnumál, sem þeir ekki höfðu umboð til að fram- lcvæina. íhaldsflokkurinn ætlast til þess, að allar fórnirnar komi frá okkur. Sjálfur vill hann engu fórna, en aft- ur á móti nota þann meirahluta, sem við höfum hjálpað til að mynda. Ef upplausn þjóðstjórnarinnar og breyting hennar í hreina íhalds- stjórn skyldi hafa óheppilegar af- leiðingar, þá verður íhaldsflokkur- inn og samverkamenn hans að-bera ábygðina. Ég er þess fullviss, að sú heims- veldis- og tollastefna, sem íhalds- flokkurinn hefir tekið að sér að framkvæma, ber varanlegri hættur í skauti sér en kreppuástand um Reykj a víknrannáll. Kosningaúrslitin MUlistéttin sat heima. þingmannskosningin í Reykjavík fói' fram á laugardaginn var. At- kvæði voru talin á mánudag. F.ins og allir vita voru úrslitm fyrirfram vitanleg. þátttakan var lítil. Á kjör- skrá voru 14401. Af þeim kusu 8194 cða um 56%. En í fyrra kusu rúml. 771/9% af þeim, sem á kjörskrá voru. íhaldsflokkurinn mun að þessu sinni liafa haft^OO—40 bifreiðar í þjónustu sinni til að smaia fólki á kjörstað. Hinir flokkarnir liöfðu engar bifreið- ar, svo að vart yrði við. Má af þeim ástæðum gjöra ráð' fyrir, að atkvæða- talan sýni talsvert meira hlutfalls- fylgi hjá ílialdsflokknum en hann hefft' í raun og veru. Úrslitin urðu þau, að íhaldsflokk- urinn (Pétur Halldórsson) fékk 5303, Alþýðuflokkurinn (Sigurjón Ólafs- son) 2153 og kommúnistar (Bryn- jólfur Bjarnason) 651 atkv. 53 seðlar voru auðir, og 34 ógildir. Við kosningarnar i fyrravor fengu ílialdsmenn 5576 atkv., Alþýðuflokk- urinn 2628, Framsóknarflokkurinn 1234 og kommúnistar 251 'atkv. Skipting atkvæðanna milli flokka er eins og við mátti búast. Alþýðu- fiokkurinn hefir tapað flestum at- kvæðum, enda var kosningin frá lians sjónarmiði þýðingarlaus. íhalds- flokkurinn hefir líka tapað, þrátt fyrir bifreiðaflutning fólks á kjör- stað. Kommúnistar liafa liinsvegar aukið fylgi sitt hlutfallslega mikið. Er það engin furða, þó að byitinga- menn fái byr undir báða vængi vegna þess mikla atvinnuleysis, sem nú er í bænum og þess ráðleysis og stundarsakir eins og það sem hér ríkti í fyrra og þá var hægt að vinna bug á með skynsamlegum ráð- stöfunum. Ef ég léti nú undan, skuldbyndi ég mig til að styðja og verja stjórn- ina og stefnu hennar, ekki einungis í þeim málum, sem nú eru á döf- inni, heldur einnig í framtíð. þessvegna fer ég nú. Ég er engum flokksböndum bundinn. En ég vona, að mér auðnist að starfa sjálfstætt að þeim málum, sem ég hefi trú á, og vinna að heill þjóðar minnar eft- ir því sem hæfileikar mínir leyfa. Ég hefi áður borið fram einlægar persónulegar þakkir mínar til yðar og meðstjórnenda minna fyrir vel- vild þá og nærgætni, sem þið allir hafið ávalt sýnt mér. Yðar einlægur (sign.) Snowden. Rt. Hon. J. Ramsay MacDonald, M. P. 10 Downing-street, S. W. 1. óstjórnar, sem íhaldsmeirihlutinn sýnir í stjórn bæjarmálanna. Er ekki annað sýnna, en að byltingamenn muni fara að vaða hér uppi fyrir alvöru innan skamms, ef ekki verð- ur af almenningi gerður skjótur end- ir á alræði fjárplógsmanna og brask- ara yfir málum bæjarfélagsins. Raunar eru talsverðar líkur til að eitthvað af íhaldsmönnum hafi greitt kommúnistalistanum atkvæði i þetta sinn, i því skyni að draga kjark úr Alþýðuflokknum. En þrátt fyrir það er enginn vafi á því, að raunveru- legt fylgi kommúnistanna hefir auk- izt. Eins og eðlilegt er, liafa flestir Fi'amsóknarmenn setið lijá. Flestir auðu seðlarnir munu vera frá nán- ustu fylgismönnum Sigurðar Eggerz, sem af ótta við „forráöamennina" liafa ekki þorað annað en að iáta sjá sig á kjörstaðnum! Við rannsókn kjörskránna eftir kosninguna hefir komið fram mjög merkilegt atriði, sem skýrt hefir ver- iö li'á í einu dagblaðinu hér. Milli- stéttin í bænum heíir yiirleitt setiS heima. Sérstaklega er þaS áberandi, hversu íáir iðnaðarmenn hala sótt kosninguna, eftir því sem sagt er frá í áðumefndu dagblaði. Sú staðreynd, sem hér er um að ræða, ber vott um, að sá liluti bæjar- búa, sem telja má til millistóttar, gjöi'ir sér fiiliiega ljóst, hver aðstaða hans hlýtur að vera framvegis til opinberra mála. — Milljstéttin i lieykjavík er búin að reyna það, að hún getur hvorki stutt braskarana, sem eru að fara með bæinn á höfuð- ið, eða einhliða kauphækkunarkröf- ur jafnarmannaforingjanna og því síður byltingarkröfum kommúnista. Framsóknarílokkurinn hefir að þessu leyti ástæðu til að vera mjög ánægður með þær ályktanir, sem draga má af úrslitum kosninganna. Stjórnmál í október I byrjun mánaðarins tóku að ber- ast hingað sænsk blöð sem lýstu skoðun Svía á íslenzku vikunni. þeir dómar voru yfirleitt hlýir og vingjamlegir. Málverkasýningin þótti prýðileg og nokkur málverk seldust. Upplestur skálda og listamanna þótti að sumu leyti í bezta iagi, einkum hjá þeim sem töluðu sitt eigið móðurmál.. Af fyrirlestrunum var ræða Nordals mjög rómuð og leikfimis- og glímuflokkurinn sýndi með góðum árangri víða um Svíþjóð. Ivostnaðurinn við för þessa var að mestu greiddur af tveim félögum í Svíþjóð, norræna félaginu og sænsk- islenzka félaginu, og af einstökum áhugamönnum í þeim hóp. Eftir blaðaummælum að dæma hafa Sví- þjóðarfararnir, í skjóli hinna sænsku móttakenda gert mikið til að opna Svíþjóð fyrir íslendingum. Dagblöðin í Reykjavík hafa lítið eða ekki gert til að skýra þjóðinni frá þessari þýðingarmiklu ferð. Er það sennilega af því, að íhaldsblöðin finna að förin var undirbúin og farin í frjálsmannlegum anda. Hætt- an gat verið mikil, ef til farar hefðu verið veldir þungiamalegir menn, sem aðallega hefðu verið á snöpum eftir matarveizlum og krossum. En 1 þess stað voru sendimenn yfirleitt fulltrúar þess hugsunarháttar sem vill halda merki Islands hátt og sýna það í verki. Einstöku misfellur urðu á, svo sem að líkindum lætur. Einn húsgagnasali úr Rvík fór með óboðinn og hélt ræðu í 20 mínútur, þegar honum var leyft að tala í 2, og það aðeins fyrir þrábeiðni hans. Við heimkomuna hélt sami maður ræðu við skipsfjöi, sem betur væri ótöluð. Jón Leifs var sá eini af lista- mönnunum, sem féll í gegn hjá Svíum, og virðast þeir líta svo á, að hann ,sé ekki tónskáld. En að öllu samtöldu var „vikan" myndarleg sýning á íslenzkri menningu og eiga skáldin, listamennirnir og íþrótta- mennirnir mikla þökk skilið fyrir fyrir sína framgöngu, og Sviar fyrir ágætan undirbúning heima fyrir. Mikil átök urðu hjá íhaidsmönn- um út af því hvort Sig. Eggerz skyldi fá að fara á þing i Reykjavík eða vera dæmdur í útlegð og út úr pólitík. þt'ír af miðstjórnarmönnum flokksins liöfðu boðið Sigurði sætið. En Jón þorl. bar til S. E. þungan hug. Eggerz hafði fyr á árum kall- að Jón „mójón" á prenti og spáð því að Jón myndi alltaf vanta einn þumlung til að ná takmarki sínu. Árið 1924 hafði S. E. eyðilagt vonir Jóns um að verða forsætisráðherra. Hefndi Jón sín nú grimmilega á Sig- urði, lét rjúfa við hann heit um kjördæmið, og beita til þess hvers- konar ofbeldi, og að lokum var Sig- urðui' svo sendur í útlegð til ísa- fjarðar. Jakob Möller sá sér ekki fært að duga vini sínum' og flýði norður í Grímsey, eftir því sem vinir S. E. segja, til að þurfa ekki að veita félaga sínum lið. íhaldið hefir nú náð 1 atkvæði S. E. en skilið við hann lítið drengilega. I vor eftir þingslit bauð Jón þorl. fáeinum Framsóknarþingmönnum til sín i samskonar ánauð og S. E. gekk imi í 1929. Áttu þeir að styðja íhalds- stefnuna, svo að .eftir henni yrði hægt að stýra landinu. Fáir eða eng- ir munu hafa litið hýru auga á til- boð Jóns. Og meðferðin á S. E. ger- ir Jón tæplega hjúasælan. Jón þoi'l. réði því að flokkur hans valdi Pétur Halldórsson til þingsetu. Hann er einhver alira blindasti aft- urhaldsmaður sem til er í bænum. Togarafélag hans hefir fengið stór- kostlegar eftirgjafir á skuldum af fé bankanna. Yantar Pétur því sízt frumskilyrði þess að verða drjúgur i fjársukki íhaldsins. Við kosninguna stóðu íhaldsmenn í stað, Alþýðuflokkurinn sennilega líka, þegar þess er gætt, að hann hafði nálega enga bíla og ekki skrif- stofu. Kommúnistum fjölgaði úr 250 í rúmlega 650. Veldur óstjórn íhalds- ins á bænum mestu um það, að byltingarflokkur getur fengið stund- arfylgi. Annars má telja víst, að sú ukla hjaðni fljótlega eins og annars- staðar í nábúalöndunum. Ihaldið býr til kommúnismann með kyr- stöðu og óstjórn. Engin stefna er hættulegri byltingarkenningunum en framsóknar- og samvinnustefnan, með því að skapa heilbrigðar fram- farir og verja þann sem er minni- máttar fyrir ofbeldi yfirgangsmanna, er tekur burtu grundvöllinn undan bylt.ingarstarfseminni, og svo mun og fara hér á landi. Ekki er hægt að segja annað en að lög og réttur landsins sé á góðri leið með að hverfa. I sumar virðist eiginlega ekki hafa verið nein land- helgisgæzla. M. G. lét vera yfir- inann á varðbát fyrir Vesturlandi langmesta drykjumanninn, sem ver- ið hafði á varðskipunum og sem hvorki var hægt að nota þar né á stiandferðaskipunum fyrir þessum bresti. Stjórnin hafði nóg af öðrum mönnum, sem voru á kaupi lijá landinu, af því varðskipin lágu. En þessi maður þurfti að fá atvinnu. Smátt og smátt var orðið jafnfullt af togurum í landhelgi eins og áður en islenzk gæzla byrjaði, og í örvænt- ingu sinni fóru Vestfirðingai' að til- kynna i útvarpinu livar hóparnir hefðust við inni á fjörðum, þar sem bátfiski er nú í fyrsta sinn í mörg ár alveg að hverfa. M. G. tók af Pálma Loftssyni yfirumsjón með varðskipunum og björgunarmálun- um, sennilega til að geta látið einn af undirmönnum sínum fá 4000 kr. aukaþóknun fyrir það sem Páimi gerði ókeypis. þá hefir verið tekið upp margra ára gamalt dulmál við varðskipin, sem hver einasti loft- skeytamaður í togaraflotanum þckk- ir og getur lesið eins og opna bók. Auk þess hefir M. G. látið taka upp sinn gamla ósið, að hafa miklar skeytascndingar við varðskipið, sem er við gæzlu, en þá geta i'lest ís- lenzku skipin „miðað" hvar varðskip- ið er. þessi aðferð er nokkurnveginn sama og að segja hvar varðskipið er. Hér á dögunum hlustaði loftskeyta- maður í iitvarpstæki sitt í landi, þegar varðskipið fór út. Heyrir hann þá að íslenzku togaramir eru kall- aðir upp með tölu og fá hver sitt skeyti á dulmáli. Fór það ekki leynt að þá var verið að vara við varð- skipinu, og nú þyrfti meiri aðgæzlu við laiidlielgisveiðarnar. Einii liðurinn i þvi að eyðileggja iandhelgisgæzluna, og ekki sá veiga- minnsti, er að koma Einari Einars- syni frá skipstjórn á Ægi. íhaldið var búið að lieita því, að hann skyldi verða fyrsti embættismaður- inn sem það svifti embætti. Eitt sinn meðan hann hafði þór tók hann írá 22. marz 1926 til 21. apríl sama ár tólf togara í landhelgi og var sektarfé þeirra 114 þús. krónur. Um framgöngu Einars eftir að liann tók við Ægi, segir blað sjómanna á ísa- firði 23. sept. s. 1.: „Árið 1930 tök Ægir 18 skip og var sektarfé þeirra alls 196,800 kr. það sama ár tók Óð- inn 4 skip og var sektarfé þeirra 57,820 kr. Árið 1931 tók Ægir 12 skip en Óðinn 2- það ár nam sektarfé þeirra skipa er Ægis tók 85,500 kr., þeii'ra er Óðinn tók 38 þús. — Sam- tals hefir Ægir tekið 30 veiðiþjófa a 2 árum en Óðinn 6“. Auk þess hefir Ægir undir stjórn Einars Einarssonar bjargað 7 skip- um, flest gufuskipum, og björgunar- launin orðið 123 þús. krónur. Björg- unarlaunin eru þó ekki aðalatriðið, heldur hitt, að sú trú komst á, að Ægir væri björgunarskip í bezta lagi og að eigendur skipa gætu treyst á björgunarstarfsemi hér eins og hjá liverri annari siðaðri þjóð. Hefir landsstjórnin bæði fyr og síðar bor- izt bréi' frá útlöndum, þar sem framganga Einars Einarssonar í björgunarmálum hefir verið rómuð. Hafa þær þjóðir, sem hér eiga veiði- skip, kunnað að meta það, að sam- einað var réttlát og sterk landhelgis-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.