Tíminn - 29.10.1932, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.10.1932, Blaðsíða 4
TlMINN Vagnar Og vagnhjól best, transtast og ódýrast h|i Samband ísl. Allt með islenskuin skipiim! 8KRIFSTOFA FRAHSÓKNARFLOKKSINS er á Amtmannsstíg 4 (nlSrl). Siml 1121. Bifreiðanotkun vegamálastjóra Út af ummœlum Jónasar porbergs- sonar útvarpsstjóra í Tímanum síð- astliðinn laugardag um bílanotkun mina vil ég taka þetta fram. Ég hef oftlega tekið í bílinn með mér á eftirlitsferðum bæði fjölskyldu mína og aðra, og hefi gert það með vitund og heimild ráðherra, enda verður slíkt ekki með neinni sann- gimi talin misnotkun. Starfi mínu er þannig háttað, að ég þarf mjög oft að vera í ferðalögum og nú á síðustu árum mestmegnis í bíl. Hefi ég því víða erindi hvar sem ég fer og er eðlilegt að ég sjáist oft í bíl bæði innanbæjar og utan, þar sem ég mikinn hluta árs nærfellt daglega er i einhverjum slíkum ferðum. Sumarbústaður sá á þingvöllum, er útvarpsstjórinn minnist á í þessu sambandi, er verkamannaskúr, er notaður var þar 1928—30, en ég fékk heimild ráðherra til að hafa til af- nota undanfarin 2 sumur og þing- vallanefnd jafnframt leyfði að mætti standa þar þenna tíma, ea ella var hann dæmdur til niðurrifu og var þá harla lítils virði. Hef ég notað bílinn sex sinnum til þingvalla í sumar og hefi haft fyllstu erindi til eftirlits i öll þau skipti. Reykjavík, 24. okt. 1932. Geir 6. Zoega. ATHS. Ritstjóri Tímans hefir góðfúslega gefið mér kost á að sjá þessa at- hugasemd herra Geirs G. Zoega vega- málastjóra og skal ég leyfa mér að taka þetta fram: í tilgreindum ummælum mínum fólst engin aðdróttun eða ásökun i garð vegamálastjórans um það, að einkanot hans af bifreiðum landsins befðu verið heimildarlaus eða ámæl- isverð. Á þau var aðeins bent sem staðreynd til athugunar fyrir mold- arverksmennina við Morgunblaðið. þvert á móti var tekið fram, eins og vegamálastjórinn nú staðfestir, að þessi einkanot hafi verið látin óátal- in. Hitt verður vegamálastjóranum of- ætlun, er hann vill, gegn almennri vitneskju, telja mönnum trú um, að einkanot hans af bifreiðum samrým- ist ávalt eftirliti með vegagerðum. það er vitanlega auðvelt fyrir vega- málastjóra að segja, að hann sé ávalt að skoða vegi! En mundi vera unnt að telja fólki trú um, að innanbæjar- akstur á sunnudögum og í kaffi- hús i Reykjavík sé eftirlit með veg- um landsins? þar sem annarsvegar er mjög al- menn vitneskja um einkanot for- stöðumanna ríkis'stofnana af bifreið- um landsins verða slíkar undan- færslur, sem hér um ræðir, einungis til þess að vekja grun um það, að þeir hafi ekki talið sér notin jafn- heimil, eins og vegamálastjórinn lfeet- i ur þó hér í veðri vaka. Reykjavík, 27. okt. 1932. Jónas þorbergsson. -----o----- samvimmfél. Sérstakt tskifæri Eins ,og allar skyttur vita, eru til langdrægar haglabyssur, sem hægt er að hlaða með 5 skotum og skjóta þeim hverju á eftir öðru. þessar byssur eru, sem stendur, nokkuð dýrar, kosta um kr. 200,00. En vegna þess að þær eru nú bannaðar í Dan- mörku, býður Dansk Vaabenlager, St. Kongensgadc 40, Köbenhavn K., lesendum blaðsins nokkrar slíkar byssur fyrir aðeins kr. 100.00 stykkið og sendast gegn eftirkröfu. Byssum- ar eru notaðar, en í ágætu standi. Dansk Vaabenlager, sem er eign Ferd. S. Bahnsen, hefir i mörg selt fjölda of veiðibyssum og skot- færum til íslands og geta viðskipta- mennirnir því verið öruggir um sam- vizkusama afgreiðslu. Rítstjóri Vísis og sannfæring hans. Ritstjóri íhaldsblaðsins Visis, Páll Steingrímsson, hefir nú upp á síð- kastið svo að segja daglega ritað í blað sitt stórorðar og illgirnislegar sorpgreinar út af ummælum þeim, er birzt hafa í Tímanum um samvinnu- byggðir í sveitum. Skrif Páls Stein- grímssonar eru í rauninni þannig vaxin að Tíminn álítur alveg til- gangslaust að ræða við hann til frambúðar urn hin almennu rök málsins. En Páli Steingrímssyni skal nú bent á annað, sem hann sjálfur virðist hafa gleymt. Að hann hefir sjálfur í blaði sínu, athugasemda- laust, fyrir örfáum mánuðum birt greinar um þetta sama efni. Og til glöggvunar fyrir almenning á heilindum Páls Steingrímssonar í þessu máli, og þeirri sannfæringu, sem þessi maður hefir til að bera, skulu hér birt af greininni, sem birtist í Vísi 12. jan. 1932. þar segir m. a. svo: „Ég vil því beina orðum mínum til allra ráðandi manna í þjóðfélagi v^pu, hvort þeir ekki sjá möguleika til að veita fjárstyrk þeim er vildu i sveit fara til landnáms, því þó að a ári hverju gætu ekki mjög margir farið, mundi hér sem annarsstaðar safnast þegar saman kæmi, ef styrk- ur til þess væri árlegá veittur. Og ég er þess fullviss, að með þessu væri stígið það spor er mætti verða í framtiðinni landi og lýð til bless- unar“. „Að þéttbýli eða sveitaþorpabú- skapur þurfi að vera þyrnir i augum manna, það get ég ekki skilið, síður en svo, því einmitt með svofeldu fyrirkomulagi (t. d. 10 bæir saman) væri hægt án þungra skatta eða stór- útgjalda að njóta ýmsra þeirra þæg- inda (svo sem innleitt vatn, skólp- ræsi, rafmagn og akvegi á aðal- braut o. fl.), sem annaðhvoit er mjög erfitt eða með öllu ómögulegt fyrir þá að veita sér sem í strjálbýli búa“. Menn beri þessi ummæli frá 12. jan. þ. á. saman við það, sem Vísir segir nú um sama efni! Hingað til hefir ritstjóri Vísis ver- ið látinn að mestu leyti afskiptalaus liér i blaðinu. En Tímanum þykir rétt, að það verði opinbert nú, að Páll Stein- grímsson núverandi ritstjóri eins af höfuðmálgögnum íhaldsflokksins, var einn af stofnendum Framsóknarfé- lags Reykjavíkur árið 1924. Núverandi íhaldsritstjóri, Páll Steingrimsson, átti þá sæti í nefnd þeirri, sem kjörin var af áhugamönn- um Framsóknarflokksins hér til að undirbúa lög fyrir pólitiskan félags- FERÐAMENN sem koma til Rvíkur, fá her- bergi og rúm með lækkuðu verði á Hverfisgötu 82. SJálfs er hðndin hollust Kaupið innlenda framleiðslu þegar hún er jðfn erlendri og ekki dýrari. framleiðir: Kristalsápu, grænsápu, atanga- sápu, hamdsápu, raksápu, þvotta- efni (Hreins hvítt), kerti alla- konar, skósvertu, skógulu, leður- feiti, gólfáburð, vagnáburð, fægi- Iög og kreólins-baðlög. Kaupið HREINS vðror, þær eru löngu þjóðkunnar og fást í flestum veralunum landsins. Hi. Hreinn Skúlagötu. Reykjarík. Síraá 1825. •<^G A Soö Reykjavík. Sími 249 (3 línur). Símnefni: Sláturfélag. ÁskurBur (á brauð) ávalt fyrlr- liggjandi: Hangibjúgu (Spegep.) nr. 1, gild Do. — 2, — Do. — 2, mjó Sauða-Hangibjúgu, gild, Do. mjó, . Soðnar Svína-rullupylsur, Do. Kálfa-rullupylsur, Do. Sauða-rullupylsur, Do. Mosaikpylsur, Do. Malacoffpylsur, Do. Mortadelpylsur, Do. Skinkupylsur, Do. Hamborgarpylsur, Do. Kjötpylsur, Do. Lifrarpylsur, Do. Lyonpylsur, Do. Cervelatpylsur. Vörur þessar em allai- búnar til á eigin vinnustofu, og stand- ast — að dómi neytenda — sam- anburð við samskonar erlendar. Verðskrár sendar, og pantanir afgreiddar um allt land. T1 skap Framsóknarmanna hér í bæn- um. Lög og stefnuskrá Framsóknarfé- lags Rvíkur eru þessvegna undirbú- in og að nokkru leyti samin af nú- veranda ritstjóra Vísis, Páli Stein- grímssyni. það var Páll Steingrímsson, sem þá, í ársbyrjun 1924, ræddi um það, að því er virtist með miklum áhuga, að hann myndi til þess líklegur að geta náð yfirráðum yfir blaði því, er liann nú stjómar, og gjöra það að málgagni Framsóknaimanna í bæn- um. Ríkisútvarpið Rikisútvarp jslands. Jcelandic State Broadcastinq Service. Skipulag Ríkisútyarpsins. Aðalskrifstofa útvarpsins annast um alla afgreiðslu, innheimtu og útborganir, samningagerðir o. s. frv. Útvarpsstjóri er venju- lega til viðtals kl. 10—12 árdegis og kl. 2—5 síðdegis. Útvarpsráðið hefir yfirstjórn hinnar menningarlegu starfsemi og velur útvarpsefni. Formaður útvarpsráðs er til viðtals kl. 3—4 síðdegis. Fréttastofan annast um fréttasöfnun innanlands og frá útlöndum. Fréttaritarar eru í hverju héraði og kaupstað landsins. — Frásagnir um nýjustu heimsviðburði berast með útvarpinu um allt land 2—3 klst. eftir að þeim er útvarpað frá erlend- um útvarpsstöðvum. Auglýsingar. Útvarpið flytur auglýsingar og tilkynningar til landsmanna með skjótum og áhrifamiklum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja útvarpsauglýsingar áhrifamestar allra aug- lýsinga. Viðgerðastofan annast um hverskonar viðgerðir og breytingar útvarpsviðtækja, veitir leiðbeiningar og stendur fyrir náms- skeiðum við og við. Ríkisútvarpið „Frcyia Aknreyri framleíðir kaffíbæti í stöngum og kaífi- bætisduft, sem selt er í smápökkum. — Kaffibætir þessí hefír náð ótrúlegum vin- sældum og útbreiðslu á þeím skamma tíma, sem liðinn er síðan hann kom á markaðinn, enda eingöngu búinn til úr beztu hráefnum. Fæst hjá öllum kaupféiögum landsins og mörgum kaupmönnum. Samband ísl. samvinnuíél. þessi sami maður, sem fyrir 8 ár- um hafði þá pólitísku afstöðu, sem lýst hefir verið hér að framan, lifir nú á því að rægja Framsóknar- flokkinn í Reyícjavík, á sama hátt, sem hann i október 1932 skrifar níð um það mál, sem hann hefir látið blað sitt lofa hástöfum í janúar sama ár. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Mimisveg 8. Sími 1245. Ný fræðibóli. Handbók íyrir afmenoíng einkum nemendur ií aiþýðuskólum Guðmundur Davíðsson kennari safn iði efninu og gaf út. — í bók þessari sem er rúmar 100 bls., er að finna meiri fróðleik, sem öllum má að gagni, vei'ða í livaða stöðu þjóðfélagsins sem þeii' eru, en í nokkurri annari bók, þó stærri og dýrari sóu. — Bókin kostar aðeins kr. 2,50. Prentsmiðjan Acta. Fæst hjá bóksölum. Aðalútsala í ACTA'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.