Tíminn - 07.01.1933, Síða 1
LA 'N 0 o0 KAS Á (• i'-í
Ji’h 132539
©falbfeti
og afgrciðslumaður C i m a n s et
Hannueig þ o rsIeinsðóttir,
Ccefjargötu 6 a. &eYfjamf.
XVII. árg.
Reykjavík, 7. janúar 1933.
JAfgtei bsía
C i m a n s ec í tœfjarððtu 6 a.
©pin ða^Iega- fL 9—6
Stmi 2553
1. blaö.
Pólitískt viðhorf
um áramótin
i.
Skamfndegið er að hníga. Aft-
ur eru áramót, og aftur stefnir
rás tímanna móti hækkandi sól.
Síðustu minningarnar eru dapur-
legar. Árið 1932 hefir verið
kreppuár.
Úti í heimi hefir óvíða létt í
lofti á síðasta ári. Viðskiptaörð-
ugleikarnir hafa vaxið, tollmúr-
amir hækkað milli landanna.
Máttur þjóðfélaganna til að veita
börnum sínum brauð af fram-
leiðslunni hefir farið þverrandi.
Atvinnuleysið hefir vaxið. Neyðin
hefir færzt í aukana. Djúpið milh
ríkra og fátækra hefir stækkað.
Baráttan um lífsgæðin, og þar
með hin pólitísku átök milh hags-
muna, hafa harðnað eins og jafn-
an er eðlilegt, þegar litlu er að
skipta milli landsins barna, og á
meðan þeir, sem minna máttar
eru, eru ekki algjörlega sviftir
rænu sinni og sjálfbjargarvið-
leitni.
Aðeins í einu landi, Englandi,
þar sem peningavaldið er sterkast
í álfunni, hefir svipa kreppunn-
ar knúið fram á yfirborðinu
nokkurskonar samstarf í stjóm-
málum, þar sem hrumur öldung-
ur úr fremstu röð alþýðunnar
hvarf frá flokki sínum og gekk
til samstarfs við hið volduga
fjármagn. Með þeim atburðum
hófst útilokunarstefna hinna
brezku þjóða, sem víða kemur nú
þungt niður, og einnig hér hjá
oss Islendingum.
Kosningar og stjómarskipti
hafa verið mjög tíðar í heiminum
á krepputímanum. Shkt er að
ýmsu leyti afleiðing ástandsins.
Um hin stóru vandamál hafa lög-
gjafamir verið sérstaklega knúð-
ir til að spyrja þjóðimar áhts og
ráða. Síðan síðustu þingkosning-
ar fóru fram hér á landi, hafa
farið fram kosningar í Englandi,
Irlandi*), Þýzkalandi (hvað eftir
annað), Frakklandi, Danmörku
(báðar deildir þingsins rofnar),
Sviþjóð, Belgíu og Bandaríkjum
Norður-Ameríku. 1 öllum þessum
löndum nema einu (Danmörku,
þar sem hlutföllin breyttust lítið,
en þó heldur í vil ríkisstjórainni),
hafa kosningamar haft í för með
sér breytingar á þingmeirahlut-
anum. — Aðrar þjóðir virðast
eftir þessu ekki vera eins var-
fæmar og við Islendingar gagn-
vart kosningum á krepputímum.
II.
Á þessum tímum er margt
fundið til foráttu þingræðisfyrir-
komulaginu, sem nú má heita
gildandi um alla Norðurálfuna
nema í Rússlandi og Italíu. Þó
hefir þetta fyrirkomulag reynzt
hin bezta trygging, sem enn hefir
tekizt að finna til að vemda rétt
og hagsmuni lítilmagnanna, án
þess að grípa þurfi til tvíeggj-
aðra ofbeldisráða.
Hinir pólitísku flokkar eru
*) Sfðustu skeyti frá útlöndum
herma nú frá þingrofi í írlandi og
kosningum í annað sinn á þessu
stutta tímabili.
form nútímans á framkvæmd
þingræðisins. Flokkafyrirkomu-
laginu má með rökum finna
margt til foráttu. En þetta fyrir-
komulag hefir rutt sér til rúms í
öllum löndum og sýnist vera
knýjandi nauðsyn. Með hverju
ári þroskast þetta fyrirkomulag
og leitar sinna eðlilegustu far-
vega.
Tilgangur flokkanna er að gefa
samræmda heildarmynd af vilja
margra manna, sem skyldir eru í
skoðunum eða líkra hagsmuna
eiga að gæta og sameina átök
þeii-ra í hagkvæmum vinnu-
brögðum. Af hálfu flokks út á
við á ekki að koma fram ein-
staklingsvilji heldur samkomú-
lag. Milh flokkanna út á við kem-
ur hin opinbera barátta fram. Því
er yfirleitt í þingum stórþjóð-
anna aðeins einn ræðumaður af
hálfu hvers flokks í hverju máli.
Þetta er m. a. geisilegt hagræði
í vinnubrögðum þinganna. Ætti
liinsvegar svo að segja hver ein-
stakur þingmaður að gera grein
fyrir sinni sérskoðun á smáatrið-
um í hverju máli, eins og stund-
um kemur fyrir hér á Alþingi,
væri það vitanlegt alveg ókleift,
þar sera t. d. eiga sæti 500—600
manns í einni þingdeild, eins og
í Bretlandi eða í Þýzkalandi.
Þegar talað er um pólitískan
flokk, er ekki fyrst og fremst átt
við þá fulltrúa af sama flokki,
sem sæti eiga á löggjafarþingun-
um. Pólitískur flokkur saman-
stendur af öllum þeim mönnum í
landinu, sem bundizt hafa sam-
tökum um að vinna að ákveðnum
markmiðum, sem nánar eru til-
greind í stefnuskrá eða ákveðin
með flokkssamþykktum á hverj-
um tíma. Þingfulltrúar í flokki
eru menn, sem flokkurinn hefir
valið til að vera í kjöri og fram-
kvæma verk, sem flokkurinn hef-
ir ákveðið, að svo miklu leyti sem
hægt er fyrirfram — ef þeir ná
kosningu. Þingmaður, sem á
þingi fer í bága við samþykktir
flokksins hefir frá flokkslegu og
siðferðilegu sjónarmiði fyrirgert
umboði sínu frá flokknum.
í ýmsum stjómarskrám og m.
a. hér á landi er ákvæði um að
þingmaður eigi að greiða atkvæði
„eftir sannfæringu sinni“. Sumir
halda því fram, að flokkafyrir-
komulagið fari í bága við þetta
ákvæði. En svo er í raun og veru
ekki. í fyrsta lagi á frambjóð-
anda að vera fyrirfram ljóst,
hverju honum er trúað fyrir. 1
öðru lagi er þingmanni ávalt inn-
anhandar að víkja úr flokki eða
leggja niður þingmennskuumboð,
ef honum þykir sannfæringu
sinni misboðið með því að hlýta
samþykktum flokks síns.
1 löndum þar sem þingræðið og
flokkafyrirkomulagið hefir náð
þroska, eru vinnuaðferðir flokk-
anna yfirleitt á þessa Jeið. 1
hverjum einstökum landshluta
hafa flokksmennimir félagsskap.
Hin einstöku félög senda fulltrúa
á flokksþing til að fara þar méð
þeirra umboð. Á flokksþingum
eru stef nuskrár og flokksmál
ákveðin með samkomulagi eða at-
kvæðagreiðslu. Þeir, sem stefnu-
málum eru ósamþykkir verða að
fara í annan flokk eða vera utan
flokka. Flokksþing kýs stjóm
flokksins. í Englandi mun það
vera föst venja að form. flokks
verði jafnan forsætisrh., ef flokk-
urinn myndar stjórn. En í flokks-
stjórninni geta auðvitað verið
jöfnum höndum flokksmenn inn-
an þings og utan, þó að það fari
vitanlega mjög oft saman að eiga
sæti á þingi og gegna öðrum
trúnaðarstöðum fyrir flokk sinn.
Frambjóðendur flokkanna eru
jafnan útnefndir af flokksfélög-
um eða stjórn flokksins. Þar sem
flokkar eru komnir á það stig, að
almannavilji njóti sín fyllilega,
kemur það auðvitað ekki til mála,
að þingmenn ákveði framboð, því
að þá gæti sú hætta vofað yfir,
að þingmennimir úrskurðuðu
sjálfa sig til framboðs móti vilja
meirahluta flokksins eða ein-
hverja aðra, sem flokknum væru
til óhagræðis og drægju úrstarfs-
kröftum hans eða áhrifamögu-
leikum.
III.
Hér á landi hafa risið upp póli-
tískir flokkar eins og í öðrum
þingræðislöndum. En þróun flokk-
anna er enn fremur skammtáveg
komin. Veldur strjálbýlið og sam-
gönguörðugleikarnir þar miklu
um. Er það og miklu tíðara hér
en víðast annarsstaðar, að póli-
tískir flokkar flosni upp, klofni,
breyti um nafn eða fremji aðrar
slíkar „hundakúnstir“. Af þessu
leiðir, að flpkkar hér á landi hafa
haft flesta ókosti hins almenna
flokkafyrirkomulags, en vantað
suma af beztu kostum þess.
Tveir minnstu stjórnmálaflokk-
arnir hér á landi, Alþýðuflokkur-
inn og hinn nýstofnaði kommún-
istaflokkur, hafa þó tekið upp
flokksskipulag með fyrirkomulagi
annara þjóða. Þetta skipulag hef-
ir alveg bersýnilega gert þessum
flokkum stórgagn. Þetta sést bezt
á því, að flokkur með jafn frá-
leita stefnu og kommúnistaflokk-
urinn — og framandi fyrir ís-
lenzkt skaplyndi — skuli hafa
safnað um 1100 kjósendum til
fylgis við sig við síðustu kosn-
ingar. Þetta fylgi, þótt ekki sé
ýkja mikið, er hvorki stefnunni
né foringjunum, heldur eingöngu
skipulagi flokksins að þakka eða
kenna.
I Framsóknarflokknum hefir á
síðustu árum verið gerð nokkur
tilraun til að koma á sama fyrir-
komulagi og í flokkum annara
menningarlanda. Félög hafa verið
stofnuð í einstökum héröðum, og
innan skamms eiga þau að geta
myndað fullkomið kerfi um land
allt. Þegar það er komið í kring
á hverjum flokksmanni að vera
innanhandar, á auðveldan hátt,
að hafa þau áhrif, sem honum
bera, á stefnu flokksins og starf
í landsmálum. Flokksþingið 1931,
þar sem mættu um 250 flokks-
menn víðsvegar að af landinu —
utan Reykjavíkur — var stærsta
sporið í þessa átt. Þar var m. a.
komið föstu skipulagi á flokks-
stjórnina. En í henni eru, sam-
kvæmt því, á hverjum tima,
i’áðhei’rar flokksins, eða aðrir út-
nefndir af þingmönnum — og
ásamt þeim fjórir menn (fram-
kvæmdaráðið) kosnir af flokks-
þinginu sjálfu. 1 framkvæmda-
ráðinu eru nú einn alþingismað-
ur og þrír utanþingsmenn.
Með því að halda áfram á
þessari leið vill Framsóknar-
flokkurinn vinna að því, að
styrkja þingmannina í starfi
þeirra og tryggja hverjum
flokksmanni, hvar sem er á
landinu, möguleika til þess að
geta látið til sín heyra á hvaða
tíma sem er, um viðfangsefni
flokksins í þjóðmálunum.
Á þennan hátt mun að því
stefnt í Framsóknarflokknum, að
koma í veg fyrir það, þrátt fyrir
strjálbýlisörðugleikana, að um
þingmenn hans þurfi nokkurn-
tíma að segja það, sem íhalds-
blað í Vestmannaeyjum sagði í
sumar um þingmenn síns flokks,
að þeir væru fámenn „klíka“, sem
endurnýjaði sjálfa sig á móti
vilja kjósendanna!
IV.
Um leið og Tíminn þakkar les-
endum sínum fyrir hið liðna ár,
vill hann bera fram þá ósk til
lianda öllum Framsóknar- og
samvinnumönnum í landinu, að
samtök þeirra og lífsstefna megi
bera sem giftudrýgstan árangur
á hinu komanda.
Sorti viðskiptakreppunnar grúf-
ir enn yfir landi voru og
þjóð. Torleyst verkefni bíða
framundan. Og bændastéttin ís-
lenzka hefir orðið sérstaklega
hart úti af völdum kreppunnar.
Ilönd hins óviðráðanlega hefir
um stundarskeið lagst með mikl-
um þunga á hina ungu framsókn
sveitanna. Til þess að létta það
farg, veltur nú meir á en
nokkuru sinni fyr að standa
saman um samvinnufélögin og
treysta hin pólitísku samtök
F ramsóknarmanna.
En sumum tíðindum megum
við fagna, Framsóknar- og sam-
vinnumenn, nú um áramótin. Við
megum fagna því, að ýmsar fregn-
ir utan úr heiminum, benda nú
á, að sortanum sé eitthvað að
létta. Við megum fagna því, að
Sambandinu hefir, þrátt fyrir
allt, tekizt að bæta hag sinn
út á við á þessu ári meir en
hægt væri að gjöra sér vonir um.
Og við getum glaðst yfir því, að
ýmsum af andstæðingum okkar
hefir lærzt það nú á hinum erf-
iðu tímum, að úrræði samvinn-
unnar gefast bezt, þegar á reyn-
ir.
í meðvitundinni um þá trú
allra góðra samherja, að tryggð
dugandi N einstaklinga og flokka
við lífstefnu sína og hugsjónir,
séu dýrmætasta eign þjóðarinn-
ar — jafnt á krepputímum sem
öðrum — vill Tíminn hefja
göngu sína á hinu nýbyrjaða ári.
G. G.
-o-
Baráttan um hæstarétt
i.
Lögin um liæstarétt á íslandi voru
sott á Alþingi 1919. Braskaravaldið i
Keykjavík, sem síðar varð stofninn
í íhaldsflokknum og „núveranda
Sjálfstæðisflokki", réð þá lögum og
lofum í landinu. þetta var á þeim
árunum, þegar striðsgróðaæðið hafði
liertekið milliliðastéttina og hið gífur-
lega fjárliagshrun var að skella með
sinum ógurlega þunga á bankana, og
hið vinnanda fólk í landinu, sem
varð að bera afleiðingamar. það var
á þessum tíma, sem sviksamleg
gjaldþrot og undandráttur eigna fór
að verða arðvænlegur atvinnuvegur,
svo að um munaði. það var á þeim
árum, þegar grundvöllurinn var
lagður að „fjáraukalögunum rniklu"
og „óskapaláninu", þar sem tolltelcj-
ur hins unga fullvalda ríkis voru
veðsettar í þrjátíu ár fyrir eyðslu-
skuldum fjárglæframanna.
það var þáverandi dómsmálaráð-
herra braskaraflokksins, sem samdi
hæstaréttarlögin og valdi dómarana
í liæstarétt, sem samkvæmt lögun-
um átti (með dómaraprófinu) að
hafa sjálfsákvörðunarrétt til að end-1
urnýja sjálfan sig, því að samkvæmt
hæstaréttarlögunum getur enginn i
ráðherra skipað mann í réttinn nema
dómararnir, sem fyrir eru, leggi þar
á samþykki sitt. þannig hlaut hæsti-
*réttur, svo lengi, sem þessi lög gilda,
að mótast af anda og starfsaðferðum
hinna fyrstu dómara, og hlýtur að
gera framvegis, svo lengi sem lögin
eru óln’eytt.
Og það var líka ákveðið i þessari
hæstaréttarlöggjöf braskaraflokksins,
að atkvæðagreiðsla dómaranna skyldi
vera leynileg, og að ágreinings-
atkvæði, þó að fyrir komi, þurfi ekki
að birta.
það er eins og ytra tákn þessa
dómstóls, að dómstóllinn hefir allt
frá því að hiann var stofnaður, hafst
við í skuggalegum og þröngum húsa-
kynnum uppi á lofti fangahússins í
Reykjavík, þar sem öllum almenn-
ingi er, vegna húsþrengslanna, mein-
aður aðgangur að þeim réttargerðum,
sem þó eiga, eftir bókstaf laganna,
að vera í heyranda hljóði og öllum
mönnum opinberar. Og ekki hefir
orðið vart við, að dómendurnir hafi
haft neitt við þetta fyrirkomulag að
athuga.
II.
Tveir af núverandi hæstaréttar-
dómurum, þeir Eggert Briem og Páll
Einarsson, hafa átt sæti i réttinum
frá upphafi.
Um Eggert Briem, sem er lítt
kunnur maður, er í rauninni fátt að
segja. Hann hefir aldrei ritað neitt
um lög eða innt af hendi, út af fyrir
sig, nein störf, sem athygli hafi vak-
ið til góðs eða ills. Hinsvegar er það
þó á margra rnanna vitorði, að þessi
hæstaréttardómari er ákaflega sann-
lærður íhaldsmaður. Er þess skemmst
að minnast, að fulltrúi verkamanna
á Alþingi, lýsti því í þingræðu fyrir
fáum árum, að nefndur dómari hefði
látið þau orð falla þá fyrir skemmstu,
að réttast væri að gjöra alla verka-
mannaforingja höfði styttri! Taldi
þingmaðurinn þessi orð fremur
ógætileg hjá manni í slíkri stöðu og
ekki vænlegt fyrir alla að þurfa að
sækja rétt sinn í hendur honum.
Hæstaréttardómarinn hefir aldrei
mótmælt því, svo að vitað sé, að
þessi ummæli væru rétt eítir honum
höfð.
Páll Einarsson hafði áður en hann
. var skipaður í hæstarétt verið borg-
arstjóri í Reykjavík og bæjarfógeti á
Akureyri. Af starfi hans sem borg-
arstjóra fara annars litlar sögur,
enda munu flestir Reykvíkingar bún-
ir að gleyma, að hann hafi gegnt
þeirri stöðu. Einu sporin, sem hann
sýnist hafa skilið eftir svo að mun-
að verði, eru tvö meiðyrðamál við
bæjarfulltrúa, sem á sínum tíma var
þjóðkunnur maður, en virðist hafa
haft ákaflega litla trú á vitsmunum
og lagaþekkingu borgarstjórans. Enda
tapaði P. E. öðru þessu meiðyröa-
máli vegna vankunnáttu í lögum
(höfðaði málið of seintl). Eftir þetta
varð P. E., eins og áður er sagt,