Tíminn - 21.01.1933, Qupperneq 2

Tíminn - 21.01.1933, Qupperneq 2
10 TÍMINN Hér meS tilkynnist vinum og vandamönnum nær og íjær, að Jórunn Erlendsdóttir frá Torfabæ í Selvogi andaðist að Jósefsspítala í Hafnarfirði hinn 13. þessa mánaðar. — Verður jarðsungin frá Strandarkirkju i SelvogL Jóhann Nikulásson. Félag ungva Fvamsóknav* manna. * * * * Skemmti kv öld næsta laugardag, 28. janúar, kl. 9 sd. í „Café Vífill“. Ræðuhöld,söngur, pianosolo, kaffi« samdrykkja, danz. FÉLAGS' STJÓRNIN. Hvað eru biöðin mörg? Tvö helztu blöð íhaldsins, Mbl. og Vísir, kosta landsfólkið 350 þús. lcr. árlega. Tínainn kostar tíunda hlutaaf þessu. Alis eru blöð og tímarit and- stæðinga Framsóknarfl. rúmlega tutt- ugu. En samvinnumenn styðjast við eitt timarit og tvö vikublöð. — And- stæðingar samvinnumanna leggja þannig á þjóðina gífurlegan kostnað í sambandi við blöð sín. Og þeir hafa upp úr því. Tíminn og Dagur stöðv- uðu gengishækkun íhalds og social- ista, þegar hver 500 kr. skuld var orðin að 800 kr. Án Tímans og Dags hefði hver 500 kr. skuld orðið 1000 kr. pað borgar sig ekkl fyrir samvinnu- menn að lóta vera að borga slík blöð. af föstum landbúnaðarlánum verði ekki yfir 4%“. 5. „Fundurinn telur launagreiðslur ríkissjóðs til einstakra starfsmanna alveg óforsvaranlega háar og kr.efst þess, að unnið v.erði að því að lækka þau nú þegar, og koma þeim í það horf, að launin hækki og lækki eftir því verðlagi sem í landinu er á hverjum tíma“. Tillögur þessar þurfa ekki mikilla skýringa við, þó skal ég geta þess, að í umræðunum um fyrstu tiliögu, kom það í ljós, að menn álitu æski- legast að frumkvæði að kosningu í nefndir í hv.erri sveit kæmi frá rík- isstjórninni, þó að það í sjálfu sér sé ef til vill aukaatriði, hitt er aðal- atriðið, að kunnugir inenn fjalli ,um þessi mál og aðstoði menn ef þeir óska þess, í samningum sínum við skuldheimtumenn og skilanefndir sýslnanna. Og þó að kosning manna af sýslunefndanna hálfu í skila- nefndir hafi eflaust víðast tekist betur en hér i sýslu, sem ég tel mjög misheppnaða*), þá er n.efnd í hverri sv.eit alltaf mjög nauðsynleg ur liður, í þessu þýðingarmikla og mjög vandasama starfi. Einnig kom það greinilega í ]jós, að menn voru yfirleitt þeirrar skoðunar að allt land ætti að vera ríkiseign, til að forðast hið sífellda brask og verð- hækkun, sem -af því leiðir og sem verður aftur til þess, að búrekstur allur verður ómögulegur, þegar slíkt verðfall skellur á sem nú, og þó öllu fremur hitt, að það er í alla staði óviðunandi og óverjandi, að eyða lífi og orku bændastéttarínnar lið fram af lið, í að kaupa sama hlutinn (jarðimar) aftur og aftur og berjast við að greiða hann taf þeim litla arði, sem fáanlegur er úr skauti moldar. þótti mönnum yfirleitt þarf- ara að bændur eyddu því litla fé, sem þeir gætu aflað sér gegnum samstarf sitt við hina lifandi nátt- úru — og kröftum sínum — í önn- ur og meira aðkallandi átök, og ætti ríkið að gefa bændum þess kost að kaupa af þeim jarðimar; með því ynnist tvennt: bændur losnuðu úr þeim skuldavandræðum sem þeir eru í — og unnið væri að því skipu- lagi sem væri — eftir atvikum — heppilegast. Niðurl. *) Ég skal taka það fram, að orð mín um þá menn, sem kosningu hafa hlotið í skilanefnd sýslunnar hér, ber ekki að skoða sem van- traust á mennina sjálfa, þeir eru að mörgu leyti hinir ágætustu, heldur er það vegna þeirra starfa, sem þeir gegna; annar er gjaldkeri spari- sjóðsins í Borgarnesi, og þar annar aðalráðandi maður, en hinn í stjóm kaupfélagsins og þar sem þetta eru stofnanir, sem bændur skulda mikið við, tel ég að þeir verði að nokkru leyti kröfuhafar á þá menn, sem þeir eiga að gæta hagsmuna fyrir, og slíkt getur alls ekki gengið. ReykjavikurannáU. Bæjarsfjúrnar- fundurinn f fyrradag Annari umræðu um fjárhagsáætlun bæjarins var lokið á bæjarstjórnar- fundi í fyrradag. Á síðasta ári var jafnað niður í útsvörunum um 2 milj. 200 þús., en á þessu ári mun útvarpsupphæðin verða nokkru hærri. Áætlunin er í öllum aðal- atriðum svipuð því, sem áður hefir verið, tekjuliðirnir hinir sömu og út- gjaldaliðirnir aðall.ega til að standa straum af hinum venjulega rekstri bæjarins: Stjórn bæjarins 212 þús., löggæzla 158 þús., heilbrigðisráðstaf- anir 240 þús., fátækraframfæri 707 þús., sjúkrastyrkir um 200 þús., til nýrra gatna 50 þús., ráðstafanir gegn aldsvoða um 100 þús., bamafræðsla 274 þús., til menntamála að öðru leyti 86 þús., til íþrótta, lista o. fl. 43 þús., ýmisleg gjöld 59 þús., tillag til sjóða 105 þús., afborganir af lán- um 250 þús., vextir af lánum 220 þús., til atvinnubóta 300 þús. (þar af 150 þús., sem ríkið útvegi að láni). þar við bætist svo dýrtíðaruppbót starfsmanna bæjarins. En alls eru útgjöld bæjarins áætluð kr. 4.291.923,14, og eru þá höfnin, rafveitan, gasstöðin og vatnsveitan eigi meðtaldar. Tekjur vatnsveitunnar eru áætlaðar 345 þús. þar af eru 141 þús. áætlaðar sem tekjuafgangur til nýrra vatns- æða frá Gvendarbrunnunum. Tekjur gasstöðvarinnar eru áætlað- ar 362 þús. þar af eru áætlaðar 73 þús. til aukningar og endurbóta á stöðinni og götukerfinu. Tekjur rafveitunnar eru áætlaðar 1 miljón. þar af eru áætlaðai- til aukn- ingar á Elliðaárstöðinni 219 þús. og til aukningar á leiðslum 63 þús. Tekjur hafnarinnar eru áætlaðar 795 þús. þar af á að verja 100 þús. til uppfyllingar og 100 þús. til við- halds hafnarmannvirkja. Mikil ágreiningsatriði voru milli flokkanna um afgreiðslu fjárhags- áætlunarinnar. Helst þeirra var, eins og áður er um getið, lausn atvinnu- leysismálsins. Framsóknar- og Al- þýðuflokkurinn vildu m. a. láta verja .y2 milj. króna af því fé, sem höfnin hefir safnað i sjóð, til byggingar bátahafnar, en 400 þús. af þessu fé er íhaidsmeirihlutinn nú búinn að ákveða að verja til að byggja geymsluhús,, sem engin aðkallandi þörf er á. Var bent á það í umræð- um, að bygging bátahafnar myndi stórauka atvinnuna í bænum og skapa hér nýja sjálfstæða bátaút- gerð i bænum með þeirri atvinnu, sem slíkt hlyti að hafa í för með sér i framtiðinni. En Jón þorláksson þorði ekki að láta bera þessa tillögu undir atkvæði — mun hafa verið kvíðandi um afstöðu einhverra af flokksmönnum sínum — og féklt til- lögunni frestað með rökstuddri dag- skrá, en varð að lofa að taka málið fyrir á næsta fundi. þá lágu fyrir tillögur frá Alþýðu- flokknum um 5—10 togara bæjar- útgerð til bráðabirgða, meðan verið væri að undirbúa framtíðarútgerð með samvinnusniði, þar sem ríkið og bærinn liefðu íhlutunarrétt. Um þessa tillöfeu urðu miklar deilur. En endirinn varð sá, að áðurnefndar til- lögur voru báðar felldar, en J. þ. kom einnig hér fram með dagskrár- tillögu, svohljóðandi: „Bæjarstjómin felur borgarstjóra og bæjarráði að halda áfram tilraun- um til þess að útvega togara á leigu til útgerðar héðan úr bænum á næstu vertið, svo og að íhuga og koma fram með uppástungu um aðrar leið- ir til aukningar á útgerð í bænum eftir því, sem mögulegt er“. Mun J. þ. nú loksins farið að skilj- ast, að umræðumar um útgerðina, sem fram hafa farið í bæjarstjórn og greinar þær, sem birzt hafa hér í blaðinu, muni vera famar að hafa nokkur áhrif í þá átt að opna augu almennings fyrir því, að einstaklings- framtakið sé þess ekki megnugt að halda uppi þeirri útgerð, sem nú er undirstaðan undir afkomu og lífs- möguleikum bæjarbúa. En það mun sýna sig nú á næst- unni, hvort hugur fylgir máli, og hvort „tilraunirnar" eru nokkuð ann- að en undanbrögð til þess að fá frest, til að svæfa þetta lífsnauðsynjamál bæjarins, sem borgarstjórinn veit að allur almenningur er fylgjandi. -----o---- r A vfðavangi. Viðskiptasamningar af hálfu íslands við Breta munu verða teknir upp á ný á næstu mán- uðum. Var eins og kunnugt er byrj- að á samningaumleitunum seint í liaust, nokkru eftir að samningunum við Norðmenn var lokið. En fyr var brezka stjórnin ekki tilbúin að taka upp viðræður um samninga, vegna ráðstafana heima fyrir. Jón Árnason framkvæmdastjóri hefir verið fulltrúi landbúnaðarins við samningaumleit- anirnar í báðum löndunum, enda hefir hann manna mesta reynslu og þekkingu á sölu íslenzkra sauðfjár- afurða á erlendum markaði. Má óhætt fullyrða, að hann njóti fyllsta trausts bænda um land allt, sem talsmaður þeirra í þessu þýðingar- mikla máli, sem afkoma landbúnað- arins næstu ár veltur á að verulegu leyti. Enda sýna norsku samningarn- ir, sem eru íslenzkum bændum hag- stæðari en menn yfirleitt höfðu gert sér vonir um, að reynsla J. Á. og harðfylgi hefir þar komið að góðu haldi. — Með Ottawasamningunum í sumar liafa Bretar, eins og kunnugt er, skuldbundið sig til þess gagn- vart nýlendum sínum að takmarka að mun innflutning á kjöti frá lönd- um utan brezka ríkjasdmbandsins, með því að nýlendurnar framleiða mikið af þessari vöru, og vilja fá markað fyrir hana í heimalandinu. En það tóku hinir íslenzku samn- ingámenn fram í vetur eftir heim- komuna, að með mikilli velvild hefði verið tekið í mál þeirra af hinuin brezku stjórnarvöldum. Styrkir það og afstöðu okkar Islendinga í þess- um samningum,. hversu mikið við höfum keypt af brezkum vörum og kaupum enn. Og því viljum við treysta Islendingar, að „verndari smáþjóðanna“ muni koma vel fram og drengilega í viðskiptum við hið minnsta ríki álfunnar nú, þegar svo mikið er undir komið af okkar hálfu. — Og athvglisvert er það, sem annað í þessum málum, liversu end- anlega fer nú, þegar sjálfstæðir við- skiptasamningar við önnur lönd eru fyrsta sinn upp teknir af hinu unga fullvalda ríki, þegar frændur vorir Norðmenn og hið brezka stórveldi hafa unnað oss þess jafnréttis, sem nú reynir á út á við í málum, sem varða sjálf Íífsskilyrði þjóðarinnar og tilverúmöguleika. Útflutningur á lifandi fé (fullorðnu) til Bret- lands liófst að marki um 1880 sam- hliða því, sem fyrstu kaupfélögin voru stofnuð. Á árunum 1890—1900 voru fluttar út til jafnaðar um 32 þús. fjár árlega. En ný brezlc löggjöf tók fyrir þennan innflutning. Hafði áður verið venja að fita féð í Bret- landi áður en því var slátrað, enda lagði það mjög af í gæzlu og rekstri hér heima og á hinni löngu sjóferð. En samkvæmt hinni nýju löggjöf var að slátra fénu strax og það kom á land. Var þetta gert til að forðast sjúkdómshættu, s.em Bretar töldu stafa af aðfluttu sauðfé. En það, að ekki var hægt að fita féð, hafði í för með sér þá verðlækkun, sem olli því, að útflutningur lifandi fjár borgaði sig ekki. — Ilófust þá kaupfélögin lianda um byggingu sláturhúsa og vöndun á meðferð saltlcjöts. þvarr þá útflutningur sauðakjötsins, en dilk- arnir komu 1 staðinn samfara nokk- uð breyttu búskaparlagi, þ. á. m. niðurlagning fráfærna eins og kunn- ugt er. Varð þá markaðurinn fyr- ir íslenzka kjötið aðallega í Dan- mörku og Noregi og þó fyrst og fremst í Noregi, þegar á leið. En eftir 1920, þegar norski markaðurinn sýnilega fór þverrandi vegna fram- leiðslunnar þar heima fyrir, hófust samvinnufélögin enn á ný handa um breytingu á meðferð kjötsins, bygg- ingu frystihúsa Og útvegun kæli- slcips. þær framkvæmdir varð að gera með brezkan markað í huga, enda hafa Bretar keypt frysta kjötið að mestu leyti. Fyrsta frystihúsið, sem samvinnufélögin byggðu fyrir útflutningskjöt, er frystihúsið á Hvammstanga, sem var byggt sum- arið 1925. En frystihús samvinnu- félaganna eru nú á tólf stöðum alls: (í svigum tonnatala þess kjötmagns sem hægt er að frysta): Á Vopna- firði (100), Svalbarðseyri (120), Borð- eyri (125), Stykkishólmi (130), Reykjavík (150), Hvammstanga (150), Kópaskeri (200), Reyðarfirði (200), Blönduósi (225), Húsavík (250), Akur- eyri (300) og Sauðárkrók (300). Að kunna að spara! íhaldsmenn gerðu mikið veður út af því í þinglokin í fyrra, hve Skipa- útgerð ríkisins hefði orðið dýr fyrir ríkissjóð. Og eina kreppuráðstöfunin, sem tekizt hafði að framleiða í „heila lieilanna11 um það leyti, var ' að leggja ríkisútgerðina niður. þetta átti að vera mikil spamaðarráð- stöfun. Ilafði J. þorl. látið kjósa sig í svokallaða ríkisgjaldanefnd í þeim tilgangi sýnilega, að geta komið greinum Mbl. um ríkisútgerðina inn í þingtíðindin, enda upplýsti for- maður nefndarinnar, Jón í Stóradal, að J. þorl. hefði farið á bak við samstarfsmenn sína í ýmsum vinnu- brögðum. En það hefir þvert á móti verið óhrekjanlega sannað, hvað eftir annað, að ríkið hefir grætt mikið fé á því, að láta sína eigin stofnun roka útgerðina. Liggja til þess ýmsar ástæður, m. a. þær, að starfsmannaval í þessari stofnun tókst í upphafi mjög vel og að launagreiðslur eru þar mjög lágar samanborið við Eimskipafélagið, sem áður annaðist útgerðarstjórn fyrir ríkið. Hefir nýlega verið birtur hér í blaðinu samanburður (og sundur- liðuir) á skrifstofukostnaði ríkisút- gerðarinnar fyrir 5—6 skip (og stund- um meira) og þeirri upphæð, sem ríkið áður greiddi Eimskipafélaginu fyrir Esju eina. Ekki liafa íhalds- blöðin treyst sér til að mótmæla þeim samanburði. — En þær að- ferðir, sem íhaldið nú notar til að spata fyrir ríkisútgerðina, eru nokk- uð einkennilegar. — í fyrsta lagi hefir M. G. haft Lúðvík C. Magnús- son á háum launum siðan snemma í sumar til að endurskoða reikninga, sem hinir skipuðu endurskoðendur, Vigfús Einarsson skrifstofustjóri og Jón Grímsson bankaritari voru bún- ir að endurskoða. Ekki er hægt að sjá, að þessi vinna hafi nokkurn skapaðan hlut að þýða nema að láta manninn liafa bitling. En skipa- útgerðin er látin borga kostnaðinn, og á sjálfsagt að nota þann kostnað m. a. til að sýna fram á, hvað þetta fyrirtæki sé dýrt í rekstri! — þá hefir M. G. framkvæmt aðra mjög eftirtektarverða sparnaðarráðstöfun. Skipaútgerðin hafði í tvö ár haft á hendi umsjón með eftirliti varðskip- anna, og var það ríkinu að kostn- aðarlausu. Áður hafði skrifstofu- stjóri í stjórnarráðinu (Guðmundur Sveinbjömsson) haft þessa hugsjón sem bitling og fengið 4 þús. kr. fyrir árlega. M. G. liefir nú tekið aftur upp þetta gamla fyrirkomulag og verður ríkið nú að borga 4 þús. fyrir það, sem Skipaútgerðin vann ókeypis. — En þar á ofan bætist það, að nefndum skrifstofustjóra liafa nú nýlega verið greiddar 8 þúsund krónur úr ríkissjóði fyrir umsjón með varðskipúnum þau tvö ár, sem Skipaútgerðin annaðist .þessa umsjón að öllu leyti. — þetta er „lítil gjöf en lagleg" og sýnir, hvernig hægt er að spara fyrir ríkis- sjóð á krepputímum! það þykir kannske ekki miklu máli skipta, þó að ekki sé vitað, að sá gamli mað- ur, sem hér er um að ræða, hafi neina sérstaka þekkingu á sjó- mennsku eða fiskveiðum. það getur líka orðið sparnaður fyrir hina að- framkomnu „máttarstólpa" stórút- gerðarinnar í Reykjavík. \ Mbl. í vandræðuml Mbl. er í standandi vandræðum út af því, að útvarpið hefir birt vottorð frá hjúkrunarkonum og öðru starfsfólki á Kleppi viðvíkjandi starfi fyrv. yfirlæknis Lárusar Jóns- sonar. Sárnar blaðinu mikillega, að geta ekki kennt útvarpsstjóranum um þetta, en sér að svo stöddu ekki ráð til þess, af því að útvarpsráðið hefir lagt úrskurð á þetta atriði en ekki útvarpsstjórinn. Leiðinlegt að þetta skyldi ltoma fyrir Mbl. núna rétt eftir að það varð að gefast upp við að verja hæstaréttardóminn í máli Magnúsar Guðmundssonarl „Fantasía". Alþbl. segir að nú sé farið að kalla hæstarétt „fantasíu11, af því hann eigi að sía fantana frá þeim heiðarlegu. En blaðið getur þess, að sían muni vera orðin götótt. B. B. .... . t>_i. Vísir og Björn Gíslason. Vísir þykist móðgaður út af því að b.ent var á hér í blaðinu, að Björn Gíslason yrði innan skamms „hvít- þveginn" í hæstarétti, og gæti þá verið 5. maður í réttinum, þegar M. G. er búinn að búa embætti til handa sér sem 4. manni. Hvað særir Vísi? Víst er B. G. lögfróðari maður en Jakob Möller er bankafróður, eða Páll Steingrímsson undirbúinn til að vera ritstjóri að dagblaði. F. A. Ofsóknin gegn Lárusi Jónssyni. Ólafur Thors sendi útvarpinu til- kynningu um brottrelistur L. J. frá Kleppi, með dónalegum og ósönn- um aðdróttunum um lækninn. Ut- varpið tilkynnti Ól. Th. að tilkynn- ing hans yrði birt, en þar sem hún snerti persónulega aðra menn, yrðu þeir að geta komið með leiðrétting- um, alveg eins, þó að landsstjórnin ætti í hlut. — Lárus Jónsson hefir nú sent útvarpinu svör starfsfólksins á Kleppi, þar sem það ber honum hinn lofsverðasta vitnisburð fyrir þann tíma sem Ólafur hundadaga- ráðherra áfellir fyrir. Sannast þá, að Ól. Th. h.efir eins og allir vissu, hlaupið á sig, sagt viljandi ósatt um Lárus, lilaupið með ósannindin í út- varpið, og látið Morgunblaðið slá þvi föstu, að Ól. Th. eigi að fá að skrökva í útvarpið, en þeir sem þessi sonur götunnar ræðst á, megi ekki bera af sér sakir með frum- heimildum óvilhallra manna. * Um erlenda hæstarétti. Ég hefi séð frá því sagt í blöðun- um, að dómarar hæstaréttar hafi vegna vantandi þekkingar og vant- andi kunnáttu um hvað dómendur vissu og' ekki vissu, sagt Alþingi ó- satt um „dómaraprófin" við erlenda dómstóla. Hinir virðulegu dómarar vildu láta Alþingi trúa því, að dóm- araprófið og þar af leiðandi sjálf- sköpun Hæstaréttar, væri hin al- genga regla erlendis. En er Sveini Björnssyni sendiherra var falið að rannsaka þetta, kom í ljós, að slíkt próf þeliktist hvergi erlendis nema i Danmörlcu. Menn hefðu Verið hissa á slikri vanþekkingu dómstólsins, ef ekki hefði legið fyrir skjalföst lýsing á einum starfsmanni réttarins, frá öðrum, sem bendir á að nauðakunn- ugir menn álíti að það þurfi að „veiða andann" í fleiri en hin ófrjóu skáld. C. i ( |v ; iS: ta.1: J Fyrirspurn til Jak. Möllers, Páls Steingríms- sonar, Valtýs Stefánssonar og Jóns Kjartanssonar: ' 1. Álítið þér að L. H. B. og Páll Einarsson hafi verið heilagir, er þeir skiftust á skömmum þeim, sem Tim- inn endurprentaði fyrir viku? 2. Er lýsing L. H. B. á P. E. að yðar áliti sannleikanum samkvæm, bæði hvað snertir vit hans, menntun og skaplyndi? 3. Álitið þér L. H. B. hafa orðið „glæpamann“ við í það að sum af orðum lians í grein þessari voru dæmd í yfirrétti? Borgarl. Útvarpið og viðtækjaverzlunin. Útvarpsstjórinn Jónas þorbergsson hefir í þinginu borið fram tillögu um að láta gróðann af viðtækja- verzluninni ganga til þeirra hlust- enda, sem ekki hafa rafmagn á heimilum sínum. Fátt væri í þeim efnum nauðsynlegra eða réttlátara. Vegna einkasölunnar eru tækin seld ódýrara en hjá kaupmönnum í næstu löndum. þannig spara not- endur útvarps stöðugt á því að ríkið en ekki braskarar selja tækin. En auk þess er allmikill gróði á verzluninni, og hann er sannarlega bezt kominn hjá þeim, sem verða að stríða við rafhjöðuniar. En gott

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.