Tíminn - 11.02.1933, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.02.1933, Blaðsíða 1
 ©jaíbfeti og afgrci&slumaður ílmans et Hannueig þorsteinsöóttjr, Ccrfjargötu 6 a. iJeyfjaMf. XViL árg. Reykjavík, 11. febrúar 1933. ^X.fgtei5sía CI m p n 5 er i Cccf jargðtu 6 a. ©pin ba^lega fL 9—* Sími 2353 6. blað. „A kjördæmamáilnu veltur það, hvort samvinnan heldur áfram milli meirahluta Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Standi Ásg. Ásg. við orð sín, og hafi hann nægilegan stuðning frá sínum flokksmönnum, svo að kjördæma- máiinu verði tryggður framgangur á næsta þingi, þá getur samvinnan haldizt. En bregðist (!) Ásg. Ásg., eða flokksmenn hans i þessu máli, þá er samvinnan útiloknð". Þannig farast blöðum íhalds- manna orð. Þessi er skilningur íhaldsmanna á samstarfinu í stjórninni. Það er ekki til að leysa vandræði bændanna, ekki atvinnuleysi sjómanna og verka- manna. íhaldið ætlast til að stjórn, sem að meirahluta til myndast upp úr glæsilegum kosn- ingasigri Framsóknarmanna, skoði það sem sitt hlutverk, að gera í kjördæmamálinu það sem óvinir Framsóknarfl. vildu vinna, en gátu ekki, vegna þingrofsins og kjósendaviljans vorið 1931. Bændur landsins geta séð hug eyðslustéttanna í bæjunum til þeirra nú á þessum erfiðu tím- um. Þar svífur enginn andi sam- hjálparinnar yfir vötnunum. 1- haldið vill nota þingið í vetur til að láta kné fylgja kviði í kjör- dæmamálinu, gagnvart bændum. Það er alkunnugt og yfir lýst, að núverandi 'forsætisráðherra hefir ekki umboð til að bera t'ram fyrir hönd Framsóknar- flokksins neinar nýjar tillögur í kjördæmamálinu. Þetta hefir for- sætisráðherrann sjálfur tekið fram hvað eftir annað. Framsóknarmenn munu fyrst og fremst snúa sér að kreppu- ! málunum. Þeir munu gera kröf- I ur um að greidd sé gata dugandi ! atorkumanna í landinu á kostnað i eyðslustéttarinnar, að svo miklu | leyti sem með þarf. Þriðja ílokksþing Framsóknarmanna „Grundvölíur“ samsteypu- stjórnarinnar Ihaldsmenn hafa við sum tæki- færi haldið því fram undanfarið, að landsstjórn sú, sem nú situr, væri sérstaklega sett á laggimar vegna viðskiptakreppunnar. Því hefir verið haldið að samvinnu- mönnum, að þetta væri tilgang- urixm. En á þriðjudaginn var kemur Mbl. með aðra kenningu frá Jóni Þorl. Blaðið segir þar, að til- gangur samsteypustjórnarinnar sé að leysa kjördæmamálið á grundvelli íhaldsflokksins. Mbl. er að vísu vant að segja ósatt, en að því leyti, sem það túlkar málstað íhaldsins, verður að taka það trúanlegt. Eftir þessu er það þá tilgangur íhalds- ins, fyrir þess leyti, að nota á- hrif M. G. og Ól. Th. í lands- stjórninni til að koma fram vald- byltingu í landinu, er sviftir þungamiðju hins póhtíska valds úr sveitunum. Áður var Mbl. búið að segja fullum fetum, að ef bændur landsins ættu að fá aðstoð þess ílokks í kreppumálum sveitanna, þá yrði þar á móti að koma undanhald af hálfu bænda. 1 stuttu máh: Mbl. hugsar sér að kúga bændastétt landsins til að aísala sér póhtísku valdi sínu fyrir bráðabirgðahjálp, sem þó er ófengin. I sama streng taka önnur helztu blöð flokksins, svo sem Stormur og Vísir. En þegar eyðslustéttir bæj- anna væru búnar að ná undir- tökunum 1 þinginu, eftir uppgjöf bænda í máhnu, þá myndi leið- togum eyðslustéttanna vera inn- an handar að velta skattabyrð- inni af kreppuhjálpinni yfir á bændastétt landsins. Hér fara á eftir atriði úr áður- nefndri grein Mbl. Hún skýrir málstað íhaldsins bezt: „Baráttan stóð um kjördæmamál- ið (í þinglok í fyrra). Stjórn Fram- sóknar stóð á móti sanngjarnri lausn málsins. En innan flokksins voru þó til nokkrir menn, sem vildu ganga til móts við Sjálfstæð- ismenn. Foringi þeirra var Ásgeir Ásgeirsson. — — — þessir menn vildu vinna áfram að friðsamlegri lausn kjördæmamálsins í sam- vinnu við Sjálfstæðismenn. Hinsvegar voru önnur öfl innan Framsóknarflokksins, sem enga sam- vinnu vildu við Sjálfstæðismenn, hvorki um kjördæmamálið né önn- ur mál. Foringi þeirra var Jónas frá Hriflu". „Glímunni lyktaði þannig, að Ás- geir Ásgeirsson gekk með fullkom- inn sigur af hólmi. — — „Hann myndaði samsteypustjórn, valdi í hana utanþingsmann úr Framsókn- arflokknum, svo og einn Sjálfstæð- ismann“. „Um það verður því ekki deilt, að kjördæmamálið er sá grundvöllur sem samsteypustjómin hvílir á. það var beinlínis með lausn þessa máls fyrir augum, að Ásg. Ásg. tólc aö sér myndun samsteypustjórnar í þinglokin í fyrra“. — — „Sjái Ásg. Ásg. sér hinsvegar elcki fært að leysa kjördæmamálið á þann hátt, sem Sjálfstæðismenn geta við unað, þá er þeirra þátt- töku í samsteypustjórnlnni þar með lokið“*). (Mbl. 7. febr.). Og enn segir í Mbl. í gær, 10. febrúar: L Ein af síðustu ákvörðunum á flokksþingi Framsóknarmanna vorið 1931, var að velja fjögra manna ráð (framkvæmdaráðið), sem m. a. var falið það hlutverk að kalla saman næsta flokksþing, þegar ástæða þætti til — þó eigi sjaldnar en fjórða hvert ár. Sam- kvæmt þessari ákvörðun hefir nú verið kvatt saman nýtt ílokksþing, sem á að hefjast í Reykjavík 5. apríl næstkomanda og gert er ráð íyrir, að standi nál. vikutíma. Er þessi tími val- inn með tilliti til hentugra ferða til Reykjavíkur úr fjarlægum landshlutum. Flokksþingið, sem nú kemur saman, hefir mikilsverð og vandasöm verkefni til úrlausnar. f fyrstu röð má þar nefna kreppumálin. Ef til vih hefir Framsóknarflokkurinn aldrei staðið frammi fyrir alvarlegra viðfangsefni. Ábyrgðin á lausn þeirra mála hlýtur fyrst og fremst að hvíla á Framsóknar- flokknum, bæði af því, að hann hefir meira hluta á Alþingi, og eigi síður af hinu, að hann er að mjög miklu leyti einmitt flokkur þeirra manna, sem mest eiga undir því, á hvem hátt nú verður ráðið fram úr vandkvæð- um hins íslenzka landbúnaðar. Um þessi mikilsverðu mál varðar það miklu, að Fram- sóknarflokksmönnum úr öhum héröðum landsins gefist kostur á að koma saman og sameigin- lega að ráða ráðum sínum, áður en fullnaðarákvarðanir verða um þau tekin af fulltrúum flokksins á Alþingi. Kjördæmamálið er annað þeirra stórmála, sem skapa hina knýjandi þörf á flokksþingi ein- mitt nú í vetur. Eins og nú er komið, væri það algjörlega óverj- andi, að ætlast til þess af full- trúum flokksins á þingi, að þeir taki á sig einir ábyrgðina af því, hvemig snúizt verði af hálfu flokksins við þeim aðgerð- um, sem af hálfu andstöðuflokk- anna kunna að verða í frammi hafðar í því máli. Lausn kjör- *) Allar leturbr. Tímans. dæmamálsins nú getur varðað framtíð hinna dreifðu byggða um langan aldur. Um það mál verður að heyi-a raddir sem flestra flokksmanna hvarvetna á landinu. I því máli verður flokks- þingið að segja síðasta orðið af flokksins hálfu, og vitanlega kemur það ekki til mála, að þingmenn flokksins bindi sig endanlega mn atkvæðagreiðslu fyr en flokksþingið hefir átt kost á að taka sínar ákvarðanir. Skipulag flokksins sjálfs er hið þriðja stóra verkefni, sem flokksþinginu er fyrirhugað. Eft- ir að síðasta flokksþing var haldið, fyrir tveim áram, hefir skipulagning- flokksins miðað óð- fluga áfram. Og nú — einmitt í sambandi við val fulltrúa á flokksþingið, mun að sjálfsögðu verða að henni unnið sérstaklega í þeim kjördæmum, þar sem hún enn er skemmst á veg komin. Takmark skipulagningarinnar er að gera flokksmönnunum, hvar sem er á landinu, svo auðvelt sem frekast er unnt, að neyta áhrifa sinna á allt það, sem flokkurinn ákvarðar og fram- kvæmir í hvert sinn, að skapa samræmi í vinnubrögðum fyrir þá stóru heild samstarfandi manna, um allt landið, sem fylgja stefnuskrá Framsóknar- flokksins og vilja vinna saman að framkvæmd hennar. n. Hin fyrri flokksþing Fram- sóknarmanna hafa bæði verið háð í góðæri, þegir þátttaka í flokksþingi í Reykjavík, jafnvel úi fjarlægustu héröðum, var til- ..ölulega auðveld, a. m. k. stórum auðveldari en nú. Yfir báðum þessum flokks- þingum var mikill glæsibragur. Bæði hafa þau mótast af bjart- sýni, stórhuga og vaxanda flokks með sterka trú á góðan málstað og vermandi hugsjónir. Því verður ekki neitað, að nú í þetta sinn eru að ýmsu leyti önnur skilyrði fyrir hendi. Þetta þriðja flokksþing Fram- sóknarmanna er kvatt saman á erfiðleikatimum. Það mun reyna á það nú, hvort Framsóknarflokkurinn á nú til- tölulega eins mikið af þreki og karlmennsku eins og haan áður, við samskonar tækifæri, átti af bjartsýni og stórhug. Það mun sýna sig nú, hvort við Framsóknarmenn erurn menn til þess, að gefa ílokksþingi voru tilsvarandi gildi nú, þegar dimmt er yfir þjóðlífinu, eins og við áð- ur gátum gert við bjarmann af framtíðarvonum góðæranna. Undir okkar eigin manndómi er það komið, Framsóknarmanna, hvort okkur tekst nú á þessu flokksþingi að kveða niður það illmæli, sem hvarvetna er nú breitt út af andstæðingum okkar, að Framsóknarflokkurinn sé sjálfum sér sundurþykkur, og eigi lengur til þess fallinn að lialda uppi merki frjálslyndis og umbóta í landinu. Af hálfu Framsóknarmanna í Reykjavík eru samtök um það nú, að gera það, sem í þeirra valdi stendur, til að draga úr þeim fjárhagslegu erfiðleikum, sem dvölin hér í Reykjavík hefir í för með sér fyrir flokksmenn- ina úr hinum fjarlægari héröð- um. Sá stuðningur, er okkur Framsóknarmönnum í Reykjavík ljúf skylda við samtök hinna dreifðu byggða, sem lögðu til samúðina og kraftinn í flokks- starfið hér í Reykjavík, meðan flokkurinn hér í bænum var á fyrsta vaxtarskeiði og ýmsir ör- væntu um framtíð hans. Og með samhug og samstarfi, þreki og ósérhlífni Framsóknar- mannanna um land allt, mun það takast nú, eins og í góðærinu, að heyja það allsherjarþing, sem flokknum má verða til sóma og gleði og þjóðinni til heilla. ----o---- Flokksþingið 1919 Það var háð á Þingvöllum dag- ana 25.—27. júní. Mættir voru þar nærri hundrað menn víðsveg- ar að af landinu. Þingið var sett af Jónasi Jóns- syni þáveranda kennara við Kennaraskólann, síðar alþingis- manni og ráðherra. Forseti var kjörinn Ólafur heitinn Briem al- þm. á Alfgeirsvöllum, en varafor- setar Sigurður Bjarklind kaupfé- lagsstjóri í Húsavík og sr. Jakob Lárusson í Holti undir Eyjafjöll- um. Ritarar voru kjörnir Ámi Ja- kobsson á Hólum í Suður-Þingeyj- arsýslu, Sigurður Vigfússon á Brúnum í Rangárvallasýslu og Jón Kr. Jónsson á Vífilsmýri í Önundarfirði. Á flokksþinginu 1919 var sam- þykkt stefnuskrá fyrir Fram- sóknarflokkinn, og má segja, að þá hafi flokkurinn raunverulega verið stofnaður sem landsflokkur, þó að samtök þau á Alþingi, sem báru flokksheitið, yrðu til tveim árum áður, 1917. Um flokksþingið 1919 og þýð- ingu þess, hefir Tryggvi Þór- hallsson fyrv. forsætisráðherra farið svofelldum orðum í ræðu, sem hann flutti við setning hins síðara flokksþingsins, 12 árum síðar: „Flokkurinn var að vísu fædd- ur áður og hafði gefið út blað í þrjú ár. En þessa vordaga á Þingvöllum auglýsti flokkurinn í fyrsta sinn kröftuglega tilveru sína. Hér í Reykjavík þekkti al- menningur varla fyr en þá, að til voru Framsóknar- og sam- vinnumenn“. Og síðar 1 sömu ræðu bætir Tr. Þ. við: „Dómurinn er hiklaust þessi: -Fyrsta flokksþing Framsóknar- manna á Þingvöllum 1919, er einn merkasti viðburður í stjórnmála- sögu landsins á þessari öld“. Slíkt mat hafa forystumeim Fi'amsóknai'manna, sem mesta reynzluna hafa, lagt á gildi flokksþinganna og þýðingu fyrir vöxt og viðgang' fiokksins. ----o---- Þlokksþingið 1931 var háð i Reykjavík dagana 29. marz til 9. apríl. Þátttakendur utan Reykjavíkur voru rúmlega hálft þriðja hundrað. Tryggvi Þórhallsson þáverandi forsætisráðherra var forseti þingsins, en einstökum fundum stjórnuðu: Ásgeir Ásgeirsson þáv. forseti Alþingis, Guðmundur Ól- afsson íorseti efri deildar, Jör- undur Brynjólfsson forseti neðri deildar, sr. Sigfús Jónsson kaup- félagsstjóri á Sauðárkróki, Bjarni Jensson bóndi í Ásgarði, Sigurð- ur Bjarklind kaupfélagsstjóri í Húsavík og Þorsteinn Jónsson kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði. Ritarar flokksþingsins voru Metusalem Stefánsson búnaðar- málastjóri og Ragnar Ásgeirsson ráðunautur. í undirbúningsnefnd flokks- þingsins vora Guðbrandur Magn- ússon forstjóri, Hannes Jónsson dýralæknir og Sigurjón Guð- mundsson þáv. starfsmaður á skrifstofu Tímans. Samhliða fundastörfum voru flutt nokkur fræðandi erindi um stjórnmál — í stærstu samkomu- sölum bæjarins, og sóttu þau er- indi þátttakendur flokksþingsins og auk þeirra fjöldi flokksmanna úr Reykjavík. Erindin fluttu: Tryggvi Þórhallsson þáv. forsæt- isráðherra, Jónas Jónsson þáv. dómsmálaráðherra, Ásgeir Ás- geirsson þáv. forseti Alþingis og Hermann Jónasson lögreglustjóri í Reykjavík. Flokksþingið 1931 samþykkti stefnuskrá fyrir flokkinn og regl- ur um skipulag hans og stjóm. í þeirn reglum er gjört ráð fyrir flokksfélagi 1 hverju kjördæmi, en yfirstjóm flokksins og umsjón með framkvæmd flokksmála lögð í hendur sjö manna, þriggja (,miðstjómarinnar“) af hálfu þingmanna flokksins og fjögra, sem kosnir voru á flokksþing- inu (framkvæmdaráðið). Fram- kvæmdaráðinu er í reglum þess- um falið að kalla saman flokks- þing — eigi sjaldnar en fjórða hvert ár. Samkvæmt þessum reglum hef- ir hið nýja flokksþing verið kvatt saman, af framkvæmdaráð- inu, hinn 5. apríl n. k. Rúmlega tveim mánuðum eftir að flokksþinginu sleit, vann Framsóknarflokkurinn hinn glæsi- lega kosningasigur 12. júní 1931. Enginn Framsóknarmaður efast um, að flokksþingið hafi átt stór- kostlegan þátt í þeim sigri. ----o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.