Tíminn - 18.03.1933, Side 3

Tíminn - 18.03.1933, Side 3
TlMINN 45 BygginAarefni Þakpappi (Initon-Steinpappi), rauður, grænn eða grár er mikið ódýrari en þakjárn og þarf ekki við- hald ' í 10—15 ár. Veggplötur( Korkotex og Ensonit) ódýrar og hlýjar til að klæða útveggi innan og til skjóls á gisna timburveggi. Harðviðai’gólfbox’ð (Oregon-pine) fullþui' og gisna ekki, kvistalaus, falleg og endingargóð. Harðviðarhurðir (Oregon pine) eru vana- lega aðeins lakkbornar og eru fallegar, ódýrari og endingarbetri en vanalegar málaðar furuhurðir, Hurðarumbúnað (Oregon p.) skrár, handföng Krosspón úr furu, eik, birki og Oregon pine. Asbest-sement (Etemit) veggplöturog þakskífur Sýnishorn og upplýsingar sent þeim er óska. Jón Loftsson Austurstræti 14 S í m i 4 2 9 1 asHnsnaanBMHnna Verzl. og Saumastofan „DTNQJA" er eina saumastofan á landinu, sem saumar eingöngu íslenzkan búning. Hefir allt efni til Peysu- fata og Upphluta, af beztu tegund- um, og afgreiðir Peysufötin rneð 3 daga fyrirvara. Pyrirliggjandi: Sjöl, Upphlutsborðar og Knippling- ar, Skotthúfur, Skúfar, Brjóst o.fl. Ein gullfalleg Skautföt, sem seljast ódýru. Pantanir aígreiddar um alt land gegn póstkröfu. íslenzkir legsteina? fyrirliqojandi oo smiðaðir eftir pöntun. Leggjum áherzlu á vandað smíði og sanngjarnt verð. Gjörum teikningu af legsteinum fyrir þá, er þess óska. Sendið okkur fyrirspurnir sem fyrst, ef þór viljið fá pántanir yðar afgreiddar í vor. Mag’nús &. G-uðnason steinsmíðaverkstæði Grettisg. 29, Rvtk. Sími 4254. Ræða Ásg. Ásgeirssonar iorsætisráðherra við 1. umr. stjórnarskrármálsins. ------- Frh. pessi ójöfnuður um kjördæma- skipun hefir að vísu lengi átt sér stað og verið lagfært með smábót- um öðru hvoru. En þó gætti þess ekki eins meðan utanríkismálin skiptu þjóðinni í tvo meginflokka. þá jafnaðist þetta nokkuð á ann- an hátt, svo að aldrei varð mikil háreisti um þetta mál. En hitt mátti vita, að þegar samningar voru gerð- ir við Dani 1918, og utanríkismálin ekki skiptu þjóðinni lengur í fiokka, þá mundi færast í aukana sá ó- jöfnuður, sem í sjálfu skipulaginu felst. þegar nú er svo komið, að flokkaskiptingin er mest með tilliti til atvinnuvega og hagsmuna í sambandi við atvinnu manna og lífskjör, þá er bersýnilegt, að ekki getur til lengdar staðið óbreytt nú- verandi kjördæma- og þingskipun. Ég skal játa, að þetta frv. er ekki samið á þann veg sem verið hefði, ef einliverjir stjórnspekingar hefðu setzt niður til þess að gera till. um hiö fullkomna skipulag og ekki þuri't að taka landfræðileg, söguleg eða stjórnmáialeg tillit. það skal ég játa, að í frv. er ekki gengið eftir einni þráðbeinni götu. Frv. er sam- komulagstilraun, og i því liggur það, að reynt er að taka hin nauð- synlegustu tillit, sem bæði viður- eign síðustu ára og þróun kjör- dæmaskipunarinnar hér á landi krafðist. Ég fullyrði ekki, að þetta liafi tekizt í öllum greinum. það má víkja við og breyta einstökum atriðuin, eftir því sem um kann að semjast í þinginu. En ég fullyrði þó, að frv. fer í rétta átt, þá átt, sem „demokratisk" þróun hefir jafnan gengið bæði hér á landi og annarsstaðar. það er mikil bót að þeirri skipun, sem stungið er upp a, miðað við það sem nú er. það eru einkum þrír möguleikar, sem til greina hafa komið um breytingu á kjördæmaskipun hér á landi. Einn er sá, að landið verði eitt kjördæmi eins og frv. er borið fram um í hv. eíri deild. Fram- sóknarflokkurinn hefir jafnan stað- ið á móti þessari skipun, enda hefir hún marga galla. það er víst, að slík skipun mundi draga úr áhrifum almennings og auka fárra manna vald innan flokka. Fáeinir menn innan aðalfiokkanna yrðu einráðir og íhlutun einstaklinga yfirleitt og þá sérstaklega þeirra, sem í strjál- býli búa, yrði stórum minni en nú er með kjördæmakosningum. Flokkaskipun á að vísu fullan rétt á sér, eins og viðurkennt er í frv. Enda er raunin sú, nú við landskjörið og þær hlutfallskosning- ar, sem eiga sér stað, að það er íyllilega viðurkenndur réttur flokk- anna. En flokkarnir eiga ekki að þroskast skefjalaust. það er nauð- synlegt að setja flokksviðureigninni viss takmörk og ein af þeim tak- mörkunum er að láta almenning í smákjördæmum ráða mestu um það, hverjir skipa þingflokkana. þetta fyrirkomulag mundi ekki taka nægilegt tillit til einstakra hér- aða, liagsmuna þeirra og allrar að- stöðu í þjóðfélaginu. þekking kjós- enda á þm. og viðkynning mundi verða af skornum skamti. Einmenn- ingskjördæmi er ein höfuðtrygg- ing þess að jafnan séu vald- ir til þingstarfa menn, sem hafa aflað sér trausts og þekkingar á því, sem starfi þeirra viðkemur. Önnur aðferðin, sem haldið hefir verið fram, að hafa fá kjördæmi og stór með hlutfallskosningum, hefir marga hina sömu ókosti og það að landið sé eitt kjördæmi. í öðrum löndum er það eðlilegra, að hafa fá kjördæmi og stór og hlutfalls- kosningu. þar eru víðast hvar hin náttúrlegu héruð svo mannmörg, að sjálfsagt er að þau kjósi marga þm., og þá vitanlega með hlutfalls- kosningu. En hér á landi er það svo, að héröðin eru flest bæði af landfræðilegum og sögulegum ástæð- um svo mannfá, að ekki er hægt að kjósa nema einn mann í héraði og flest tvo. þessi héröð eru búin að fá festu í huga þjóðarinnar. Sýslu- skiptingin hefir þróast um þúsund ár — og það skal sterk rök til að raska þeim grundvelli, ef hægt er að finna aðra leið til jöfnunar á kosn- ingarrétti manna en að raska svo fornum grundvelli. þessi héruð, sýslufélögin og bæjarfélögin, eru sjálfstæðar fjárhagseiningar og menn- ingareiningar, sem orðnar eru sam- vanar til starfs. Og það verða ekki búin til með lögum önnur héruð, sem betur séu til þess fallin að vera kjördæmi. Skoðun Framsóknar- manna hefir jafnan verið sú, að A Reykjavik. Sími 1249 (3 línur). Símnefni: Sláturfélag. Áskurður (á brauð) ávalt fyrir- liggjandi: Saiami-pylsur. Hangibjúgu (Spegep.) nr. 1, gild Do. — 2. — Do. — 2, mjó Sauða-Hangibjúgu, gild Do. mjó, Soðnar Svína-rullúpylsur, Do. Kél f a-ruliupy lsur, Do. Sauða-rullupylsur, Do. Mosaikpylsur, Do. Malacoffpylsur, Do. Moi-tadelpylsur, Do. Skinkupylsur, Do. Hamborgarpylsur, Do. Kjötpylsur, Do. Lifrarpylsur, Do. Lyonpylsur, Do. Cervelatpylsur. Vörur þessar eru allar búnar til á eigin vinnustofu, og stand- ast — að dómi neytenda — sam- anburð við samskonar erlendar. Verðskrár sendar, og pantanir afgreiddar um allt land. LAGrASAFNIÐ hefir inni að halda öll gjld- andi lög íslands og er því nauðsynleg bók íyrir hvern þann, sem einhver viðskipti rekur eða gegnir opinberum störfum. Verö i sterku strigabandi 40 kr., i skinn- bandi 48 kr. Send gegn póstkröfu, hvert sem er. Fæst hjá bóksöiurn, eða beint frá aðalútsölum. fyrir Rókadeild Ménn- ingarsjóðs: E. P. Briem, bókaverzlun Austurstræti 1, Reykjavik. sjálísagt sé að varðveita einmenn- ingskjördæmin og tvímennings- kjördæmi, þangað til þeim yrði slcipt í einmenningskjördæmi. þau hafa sögulegan og náttúrlegan rétt á sér, og þau eru viss hem- ill á flokkabaráttti og allar öfg- ar. Með þeim hætti er héruðunum tryggast að eiga vísa málaflutnings- menn, sem hafa þekkingu á þörfum og liögum héraðanna og sérstakar skyldur, framar en landskjörnir og stórkjördæmakjörnir þm. niundu hafa. þessum lcostum má ekki kasta fyrir borð. það verður að jafna til með einhverju öðru móti. (Meira). -----o---- lieiörétting- í 11. tbl. Tímans 11. þ. m. lætur Jón Árnason framkv.stjóri liggja að því, að ég hafi haft fé af ríkis- sjóði með viðskiptum mínum við hann undanfarin ár. Ég hefi engin viðskipti haft við ríkissjóð önnur en þau, að ég var póstmeistari á ísafirði i ellefu ár og gegndi því starfi að dómi póstmála- stjóra eins og eftirfarandi vottorð sýnir: „Eftir beiðni Finns Jónssonar vott- ast hérmeð að allar fjárreiður voru þau elleiu ár, er hann var póst- meistari á ísafirði í bezta lagi, sem og annar embættisrekstur hans. Reykjavik, 14. marz 1933. S. Briem." Má af þessu sjá, að dylgjur J. A. eru með öllu marklausar. P. t. Reykjavík 13. marz 1933. Finnur Jónsson. Sýndu það í verfcum þínum að þú sért Islendingur! Þér standið yður betur gegn öllum erlend- um á h r i f u m ef þér k 1 æ ð i ð y ð u r í Álafoss-FÖT. — Klæðið yður f beatu ísienzku fötin. Þau fást i ÁIafos9. Talið við umboðsmenn ÁLAFOSS. Klæðaverbsm. Álafoss, Laugaveg 44, Reykjavik. Sím 3404. Símn.: Álafoss. Tröllaiaijölid /1 ber nafn méð rentu, Það eyðir mosa ur tún- 1 um og eykur sprettu. — í Tröllamjöli er 20% af Köfnunarefni og 60% Kalk. XXafi<3 þið reynt TR.OLll.JA^ÆvJOL. Alt tií ba ví' n I Velledeniiii tataloj erhuldes p& anmodrtinp gratis tilsoudt. Hertotson’s Frohaiuiel, Os o. inn, að borga bændum andvirði þess kjöts, sem þeim er tryggt með samningnum, að þeir geti flutt til Noregs með sæmilegum tollkjörum. Um þessa tillögu hans viðhafði ég þessi orð: „Má segja, að honum fari ekki illa sá oflátungsháttur, þegar litið er á viðskipti hans við ríkis- sjóðinn undanfarin ár“. Átti ég hér auðvitað við útgerðarfyrirtæki það, sem hann stjórnar. þvi er kom- ið upp með ábyrgð ríkissjóðs og liefir oi’ðið að leita á náðir hans síðan. Vil ég gefa Finni Jónssyni það iieilræði, að hann temji sér meiri stillingu í rithætti en hann hefir gert undanfarið, ef hann er svo hörundsár, að hann þoli ekki að við honum sé blakað. Athugasemd. Ritstjóri Tímans hefir sýnt mér ofanritaða yfirlýsingu. Finnst mér F. J. hefði getað sparað sér að leita aila leið upp í hæðimar til fyrver- andi yfirboðara síns, aðalpóstmeist- arans, til að fá siðferðisvottorð. Um- mæli mín i Tímanum gefa á engan hátt í skyn, að ég drótti að F. J. ágengni við póstsjóðinn. Ég var að svara útgerðarmanninum Finni Jóns- syni. í ádeilugrein um kjöttollssamn- inginn lætur sami þau orð falla, að það muni borga sig fyrir ríkissjúð- Úr því ég fór að svara þessu neyðarópi F. J„ er i*étt að ég íari örfáum orðum um grein sem út kom eftir hann í Alþ.bl. í dag. Full- yrðir hann þar að vanda ýmislegt um kjöttollinn í Noregi og gagns- leysi samningsins fyrir íslenzka bændur. þetta hefi ég allt hrakið áður og læt það nægja. F. J. lætur ófriðlega við Norðmenn og vill auðsjáanlega að sá kostur hefði verið tekinn, að fara i toll- stríð við þá, í stað þess að semja. Ég ætla ekkert að deila um það við hann, hvor aðferðin hefði orðið líklegri til að leysa það vandamál íslendinga, sem um var samið, en öðrum augum hefir flokksbróðir hans litið á þetta á þingi í fyrra, þegar samþykkt var að skora á rík- isstjórnina að segja upp verzlunar- og siglingasamningnum við Norð- menn. Honum þótti orðalag tillög- unnar „drastiskt". Hvað skyldi hann hafa sagt, ef samþykkt hefði verið tollstrið við Norðmenn? þá segir F. J. meðal annars: „í fávizku sinni í því er síldarútveginn varðar, heldur J. Á. þvi fram, að Norðmenn hafi aldrei notað sér þau hlunnindi að selja síld til söltunar á íslandi". það eru nú reyndar ó- sannindi, að ég hafi sagt þetta, hins- vegar hafði ég eftir F. J. sjálfum, ! að Norðmena liefðu lítt notað sér heimildina til að selja síld til sölt- unar á íslandi. Verður hann því að eiga um það við sjálfan sig, hvort hann hefir farið rétt með. Ummæli þessi eru í Alþýðubl. F. J. er sjálfsagt kunnugur öllu sem lýtur að síldveiðum og síldar- verzlun. Eftir því sem maður ná- kunnugur F. J. hefir skýrt mér frá, j hefir hann haft á hendi útgerðar- stjórn á bétum Samvinnufélags ís- Kolaverzlun SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Símn.: KoL Reykjavík. Slmi 1S3A firðinga í fjögur eða fimm ár. Hann liefir fengizt við síldarsölu í eitt ár. — þrátt fyrir þá reynslu og þekkingu sem F. J. hefir á þennan liátt öðlazt á málum þessum, verð- ur hann að virða mér tii vorkunnar, þó ég elist um fullyrðingar hans, ekki sízt þegar á það er litið, að liann er eini maðurinn, sem fæst við síldarútgerð á íslandi, sem hingað til hefir opinberlega hreyft andmælum gegn kjöttollssamningu- um. 16. marz 1933. Jón Ámason. Edo udi sjóöshoeyksli M. G. Loks hefir tekizt að kúga M. G. til að birta umsögn mína um nýbýli. V. E. Tildrögin eru áður sögð. V. E. lét sem hann vildi selja þvi opinbera jörð sina, og kom með uppkast, sem er rétt út af fyrir sig, en ætlað að verða afsökun á atferli M. G. að kaupa jörðina þreföldu verði fyrir sjóð, sem ekki mátti hreyfa í 40 ár. Umsögn mín er sem hér segir: „Ég vil að gefnu tilefni taka það íram, að ég hefi skoðað jarðeign Vigfúsar Einarssonar skrifstofustjóra, Reykjahlíð í Mosfellssveit, og virðist mér jörðin hin prýðilegasta, jarðhit- inn mikill og góðurog byggingar sem . eru miklar, vel og traustlega gerðar og tel ég, að jörðin mundi vel fallin til einhverra opinberra nota svo sem fyrir gamalmennahæli, eða eitthvert slíki hæli, el' til kæmi. Reykjavík, 21. júlí 1932. Jónas Jónsson frá Hriflu". Býli V. E. er ríkmannleg „villa" í sveit, mjög sæmilegt fyrir bæinn eða landið að íá eignina á 30 þús„ og því myndi ég hafa greitt atkvæði með el' V. E. hefði boðið Alþingi jörðina — en M. G. ætlaði að kaupa hana á 90 þúsundir. Annars hefir mér þótt það mestu skipta að eyðileggja vélræði M. G. — Ég vildi fylgja V. E. til drengi- legrar sölu A býli sínu. En jafnsjálf- sagt þótti mér að lijálpa til að skera sundur svikavefinn um Reykjahlíð- arkaupin. Nú er það búið, og mun M. G. viðurkenna, að ég hefi lagt minn skerí til þess, þó að hann sé lítill í samanburði við þá flóðöldu almennrar fyríi’litningar, sem fallið hefir yfir hann, og kennt honum í verki, að enn rætist spakmælið: „Sér grefur gröf þótt grafi". J. J.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.