Tíminn - 25.03.1933, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.03.1933, Blaðsíða 1
 og afgrciösluma&ur C i m a m tt Sannpei^ orsteinsöóttfr, Sœfjacgötu 6 a. Stytýafd. -Afgtei&sía ’fmans er i icefjargötu 6 <L ©pin óagl«ga- fL 9—é Siml 2353 xvn. árg. Reykjavík, 25. marz 1938. 14. blað. Stærsta nýtnælið í íslenzkri landbúnaðarlöggjöf Prumvarp Steingríms Steinþórssonar og Sveinbjarnar Högnasonar, um samvinnubyggðir í sveitunum. Tveir Framsóknarmenn, Stein- grímur Steinþórsson og Svein- björn Högnason, hafa núna í vik- unni flutt á Alþingi nýmæli í ís- lenzkri landbúnaðarlöggjöf, sem af mörgum er nú talið mesta framtíðarmál bændastéttarinnar og líklegasta ráðið til að stöðva fólksstrauminn úr sveitunum. Það er frumvarp til laga um sam- vinnubyggðir. Hér fara á eftir nokkrir aðal- drættir frv.: 3. gr. AtVinnumálaráðherra skipar þriggja manna nefnd, sem kallast - sam- vinnubyggðanefnd. Einn nefndar- maður skál skipaður samkvæmt til- lögum Búnaðarfélags Islands og annar samkv. tillögum Búnaðar- banka íslands. Nefndarmenn skulu skipaðir til þriggja ára í senn. Samvirinubyggðanefnd ráðstafar framlagi ríkissjóðs til samvinnu- byggða*). Hún rannsakar og. ákveð- ur, hvar þær skuli stofnaðar. Skal við þær. ákvarðanir fyrst og fremst taka tillit til: a. Landkosta til ræktunar og beitar. b. Samgöngu- og markaðsmögu- leika. c. Skilyrða til rafvirkjunar eða hagnýtingár jarðhita. d. Að tryggja eftir föngum, að menn, sem kunnugir eru staðháttum á hinu fyrirhugáða samvinnubyggða- svæði, vilji mynda samvinnubyggða- félög samkvæmt lögum þessum og taka landið á leigu. 4. gr. Land það, sem samvinnubyggða- nefnd fær til umráða samkv. lögum þessum, skal undirbúið þannig til afhendingar: 1. Fullrækta skal sem nemur 4 ha. lands á hvert býli í væntanlegri sam- vipnubyggð, eða sem svarar 4 ha. á hvern,. félaga í samvinnubúi, ef samvinnubúskapur er rekinn samkv. 9. gr. Ef landið er aðallega ætlað til garðræktar i sambandi við alifugla- rækt, svínarækt eða annan búrekstur, sem ekki krefst mikils graslendis, þarf hið ræktaða land eigi að nema meiru en 2 ha. á býli eða á hvem félaga í samvinnubúi. 2. Gera þær girðingar, sem sam- vinnubyggðanefnd telur nauðsynlegar fyrir búrekstur á landinu, þó eigi svo, að girðingar skipti landi á milli býla. 3. Leggja veg að landi samvinnu- byggðárinnar, sbr. 2. gr. c.-lið þess- ara laga. 5. gr. Samvinnubyggðanefnd ákveður býlafjölda og hversu mikið land skuli fylgja býli hverju. Skal séð um það, að hvert býli hafi svo mikið landrými til ræktunar og beitar, að nægi meðalbúi, miðað við þann bú- rekstur,-sem fyrirhugaður er á hverj- um stáð. : Leigutaki greiði ríkissjóði 3% af grunnverði landsins í leigu ár- lega. . ’) 1. gr. frv. gerir ráð fyrir 200 þús. kr. árlegu framlagi. Hluta af því má ríkið greiða í landi með fasteignámatsverði. Framlaginu skal verja til landkaupa og framkvæmda, sbi'. 4. gr. Um samvinnubyggðafélög eru svohljóðandi ákvæði í 9. gr.: 9. gr. Tilgangur samvinnubyggðafélaga er: 1. Að taka á leigu land, sem fram- lagt er og undirbúið samkvæmt lög- um þessum, og leigja það félags- mönnum. 2. Að reisa nauðsynleg hús til ibúð- ar og búrekstrai' félagsinanna á iandi því, sem þeir leigja af félaginu. 3. Að reka lánsstarfsemi fyrir fé- lagsmenn sína. 4. Að koma á fót rafvirkjun eða mannvirkjum til hagnýtingar hvera- orku, eða öðrum mannvirkjum itl sameiginiegra afnota fyrir félags- menn, og annast rekstur þeirra. 5. Að stunda sameiginlega búrekst- ur (samvinnubúskap) fyrir alla fé- lagsmenn. þau samvinnubyggðafélög, sem stunda vilja samvinnubúskap, skulu setja sér samþykktir, er hljóti sam- þykki samvinnubyggðanefndar og staðfestingu atvinnumálaráðherra. Um skilyrði til lánveitinga með ríkisábyrgð (allt að 80% af kostnaðarverði) eru ákvæði í 14. gr. svohljóðandi: 14. gr. Félagsmenn í samvinnubyggðafé- lagi fá því aðeins lán til byggingar hjá félaginu, að þeir uppfylli eftir- farandi skilyrði auk þess, sem um ræðir í 11. gr. a.: a. Að húsin séu gerð úr varanlegu efni og eftir fastákveðnum fyrirmynd- um, sem stjórn félagsins hefir ákveð- ið og samþykktar hafa verið af sam- vinnubyggðanefnd. i). Að húsin séu byggð með föstu skipulagi (sem þorp), eftir því sem stjórn félagsins nánar ákveður og samvinnubyggðanefnd samþykkir. c. Að félagið annist um byggingu húsanna að öliu leyti, og séu þau afhent gegn skuldabréfi með veði í húsunum, er nemi þeirri fjárhæð, er húsin kosta, umfram eigin framlög. þó hefir væntanlegur eigandi rétt til að leggja fram þá vinnu, sem hann hefir ráð á og nothæf er við bygg- ingu húsanna. Bönnuð er verðhækkun mann- virkja og lands önnur en sú, sem nemur verði nýrra endurbóta. I greinargerð frumvarpsins segir m. a.: Nú er tahð sjálfsagt, að skipu- lagsuppdrættir séu gerðir fyrir kauptún og kaupstaði og fram- vegis verði byggt þar eftir föst- um, áður viðteknum reglum. Frumvarp það, er hér birtist um samvinnubyggðir, er frum- drættir, sem stefna að því, að framvegis verði byggðin skipu- lögð í sveitum, á sinn hátt svipað og nú er gert í bæjum og kaup- túnum. Það, sem fyrir vakir með ný- mæli þessu í landbúnaðarlöggjöf okkar, eru einkum þau meginat- riði, sem nú skal greina: 1. Að skapa skilyrði til hag- kvæmari og ódýrari framleiðslu- aðferða en nú eru, annaðhvort með náinni samvinnu sjálfstæðra býla í byggðahverfum, eða al- gerðum samvinnubúskap. 2. Að skapa sveitafólki aukna möguleika til þess að mynda eig- in heimili í sveitum, svo að það þurfi ekki að hrekjast til sjávar- þorpa og kaupstaða. 3. Að tryggja byggðum þess- um afnot af samgöngum og öðr- um menningartækj um, sem nú- tímalíf heimtar, en sem eru lítt hugsanleg í strjálbýli, vegna kostnaðar. 4. Að handverk og smáiðnaður nái að þróast í samvinnubyggð- um og geti orðið til styrktar aðal- atvinnu manna, einkum á vetr- um. Leiðin til að ná þessum til- gangi er, að hin nýja byggð sé í þorpum. Við álítum, að þorpunum eigi að koma upp með samvinnu þeirra, sem þar vilja búa, og með nokkuð takmarkaðri aðstoð hins opinbera og undir eftirliti þess. Aðferðin, sem við hugsum okkur, er sú, að ríkið leggi fram landið og láti leggja vegi að því, og láti ennfremur rækta nokkurt land: handa hverju býli. Félögin komi upp byggingum fyrir félagsmenn og útvegi lán og annist ennfrem- ur sameiginlegar framkvæmdir, svo sem rafvirkjun, ef til kemur. Síðan ráði félagsmenn sjálfir, á hvem hátt þeir reka búskapinn, þ. e. hvort hann sé rekinn að miklu eða öllu leyti út af fyrir. sig hjá hverjum einstakling, eða að einhverju eða öllu leyti sam- eiginlega. Um þetta atriði álítum við vafasamt að binda hendur manna, þó að ýmislegt mæli með því, að algerlega sameiginlegur búskapur, með skiptingu afurða eftir á, myndi verða ódýrari. Við álítum mikilsvert, að rækt- un landsins fari á undan öðrum í'ramkvæmdum, svo að búskapur- inn á býlunum geti verið lífvæn- legur þegar í stað. Hinar arðgæfu framkvæmdir verða að koma á undan þeim óarðgæfu. Og mikið veltur á, að hægt verði að finna ódýrt byggingarfyrirkomulag. Æskilegast, að hægt væri að kom- ast af með mjög litlar byggingar í fyrstu og bæta síðar við. Eftir- lit með byggingum ætlumst við til, að sé mjög strangt, bæði af hálfu hins opinbera og félaganna, svo að ekki sé hætta á, að býlin yfirbyggist með dýrum húsum. Menn yrðu að sætta sig við, að húsin yrðu sem líkust að stærð og fyrirkomulagi, notuð sú að- ferðin, sem ódýrust telst að hlut- falli við afnotagildi. Hverja samvinnubyggð yrði að miða við ákveðna tegund búskap- ar og taka tillit til þess þegar í upphafi, bæði með ákvörðun landsstærðar, beitilands, býla- fjölda og skipulags í byggðinni. Sumstaðar yrði aðallega kúabú, annarsstaðar sauðfjárrækt (t. d. á Norðausturlandi), á öðrum stöðum garðrækt eða alifugla- rækt. Á hverjum stað verður fyrst og fremst að miða við þá staðhætti, sem fyrir hendi eru, þannig að stunduð sé aðallega sú íramleiðslan, sem bezt borgar sig, með tilliti til landkosta. Samvinnubyg'gðimar ættu að keppa að því að vera sjálfum sér nógar. Þar ætti, er stundir líða, að komast á fót ýmiskonar hand- verk og iðnaður í smærri stíl í sambandi við rafmagnið. Þá myndi því að einhverju leyti varnað, að menn þyrftu að sitja auðum höndum' yfir vetrartím- ann. Af þeim þægindum, sem þetta fyrirkomulag myndi hafa í för Ríkislögreglu- frumvarp M. G. Fundur í Framsóknarfél. Reykjavíkur. Frainsóknariélag Reykjavíkur hélt fund í fyrrakvöld tii að ræða frum- varp það um „lögreglu ríkisins", sem' Magnús Guðmundsson dómsmálaeað- lierra hefir iagt fyrir Alþingi. Ali- margir af þingmönnum Framsóknar- flokksins voru mættir á íundinum. Hermann Jónasson lögreglustjóri hóf umræður um málið. Kvaðst hann vera stjórnarfrumvarpinu aigerlega mótfallinn, enda færi það i þveröfuga útt við tiilögur þær, er hann hefði lagt bréflega fyrir dómsmálaráðu- neytið. Rakti ræðumaður síðan efni frv. og benti á Iieiztu ágalla þess. Naínið „ríkislögregla" kvað liann i fyrsta lagi mjög ólieppilegt, þvi að með því erfði frumvarpið óvinsældir rík- islögreglufrumvarpsins alræmda frá 1925. En frv. væri einnig stórhættu- legt að öðru leyti. Dómsmálaráðhei'i'a væri með frv. fengið ótakmarkað vald yfir þeim liðsafnaði, sem þarna er um að ræða. í fyrsta lagi gæti ráðherra ltallað saman svo nmrga „aðstoðarmenn", sem honum byði við að horfa. í öðru lagi gæti ráð- lierra með reglugerð skipað fyrin um stjórn ríkislögreglunnar og starfsvið. í þriðja lagi væru engar, hömlur á, hversu miklu' fé ráðherra verði til þessa úr rikissjóði. Benti ræðumaðui' á, að samkv. þessu frv. myndi í'íkið taka á sig ófýrirsjáanlega þungar fjárhagsbyrð- ar í framtíðinni. Frv. segði ekkert um skyldur Reykjavikurbæjar til að lialda uppi löggæzlu fyrir sitt leyti. Bænum væri þannig gefið færi á að koma löggæzlunni af sér smámsam- an að meira eða minna leyti yfir á ríkið. Og svo framarlega, sem ríkið færi að kosta löggæzlu i Rvík, myndu aðrir bæir gera sömu ki-öfu. Ræðumaður kvaðst sjálfur vera þeirrar skoðunar, að sú lögreglu- aukning, sem nauðsynleg reyndist, ætti að vera á sama grundvelli og hingað til, þ. e. að bæirnir sæju sér sjálfir fyrir löggæzlu og bæru af henni aðalkostnaðinn. Hinsvegar gæti ríkið skyidað bæina til að hafa í þjónustu sinni lágmarkstölu lög- reglumanna, og þá sanngjarnt að' í'íkið styrkti löggæzluna að einhverj- um hluta, gegn því að geta látið einlivern iiluta lögreglunnar vinna störf i sína þágu, t. d. við vegaeftii'- lit, rannsókn sakamála, eftirlit með innflutningi útlendinga o. s. frv. Bæjalögreglu hér kvað ræðumaður miklu fámennari en annarsstaðar á Norðurlöndum, en þar væri yfirleitt talið hæfilegt að hafa tvo lögreglu- meön fyrir hverja þúsund íbúa. Væri nær að sjá um, að bæirnir upp- fylltu þessa sjálfsögðu skyldu en að ííkið sjálft færi að hafa liðsafnað i þessu skyni. Tillögur sínar kvaðst ræðumaður með sér, mætti margt telja. Þar myndi með tíltölulega litlum kostnaði geta verið sími til af- nota fyrir hvert heimili, raf- magn til ljósa, suðu og hitunar (ef ekki væri jarðhiti), daglega póstferðir á hvert heimili, sam- éiginlegt útvarp, ný aðstaða til menntunar fyrir börn og ungl- inga, skilyrði fyrir sameiginleg afnot bóka — og það, sem ekki má gleyma, aðstaða til félags- skapar og dægrastyttingar, sem margt fólk má leita eftir til kaup- staðanna. Óðum líður nú að flokksþingi Framsóknarmanna, sem kvatt hefir verið saman hinn 5. apríl n. k. Hvaðanæfa að af landinu ber- ast þær fregnir, að mikill sé og almennur áhugi flokksmanna um að þingið verði sem fjölsóttast, þrátt fyrir óvenjulega fjárhags- lega örðugleika og lamandi stjórnmálaástand í landinu. Og meðal flokksmanna í Rvík hefir sömuleiðis komið fram á- kveðinn og almennur vilji í þá átt að stuðla að því eftir mætti, að svo miklu leyti, sem í þeirra valdi stendur, að létta erfiðleik- ana í sambandi við þinghaldið og ferðalög hinna mörgu sam- herja, sem til höfuðstaðarins koma utan af landsbyggðinni. Framsóknarmönnum, hvar sem er á landinu, er það ljóst, að flokksþingið er og verður skoð- að sem tákn um þroska flokks- ins og þann samtakamátt, sem dafnað hefir með flokksmönnum í 14 ára baráttu við lífseig kyr- stöðuöfl og harðvítuga andstæð- inga. Eftir síðustu og gleggstu fregnum að dæma, mun flokks- þingið 5. apríl verða sótt af fulltrúum Framsóknarfélaga — fleiri eða færri — úr öllum hér- öðum landsins. Um eitt sveitakjördæmi norð- anlands, er það nokkumveginn vitað, að þaðan muni. koma 14 fulltrúar á flokksþingið. I fjórum sveitakjördæmum, einu á Norðurlandi, einu á Suð- urlandi og tveimum á Vestur- landi, hafa verið stofnuð ný flokksfélög síðasta hálfan mánuð- inn, og kjömir fulltrúar til að mæta á flokksþinginu. Slíkt eru gleðitíðindi öllum Framsóknarmönnum. Og geðstirð- ir ritfauskar Reykj avíkuríhalds- ins mega enn einu sinni stara stórum augum til mannaferða ut- an af landinu. Því að þeir kunna að fylkja liði nú „mennirnir með mosann í skegginu“, engu miður en þeir áður hafa gert. m. a. byggja á fyrii'komulagi þess- ara mála í Svíþjóð. þar væri engin sérstök rikislögregla, en ríkið veitti borgumim nokkurn styrk til lög- gæzlu, gegn þvi að geta tekið iiluta af starfskrafti lögreglunnar í sína þjónustu við ákveðin störf. Á fundinum. tóku til máls, aulc frummælanda: Jónas Jónsson alþm., Eysteinn Jónsson skattstjóri, Hann- es Jónsson dýralæknir, Indriði Guð- mundsson Eskihiíð, Gísli Guðnmnds- spn ritstjóri, Hannes Pálsson bóndi Undirl'elli og Páll Hermannsson al- þingism. Ilnigu ræður þeirra ailra mjög í söinu átt og frummælanda. Svoliljóðandi tillaga frá félags- stjórninni samþykkt i einu hljóði: | „Fundurinn er mótfallinn frum- j varpi, því um lögi'eglu ríkisins, sem j nú liggui' fyrir Alþingi. Telur fund- uriun þá leiö rétta, að löggjafarvald- ið skyldi bæina til lögregluaukning- ar, gegn fastákveðnu, hlutfallslegu framlagi frá ríkinu, og felur fuli- trúaráðinu að vinna að þvi, að frumvarp í þá átt komi fram á Al- þingi“. Páll Zophóníasson ráðunautur stýrði fundi. ,s _ j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.