Tíminn - 22.04.1933, Side 2
64
TtMINH
íjarlæga flokksmenn, sem jafnan
hafa treyst blöðum sínum til
drengilegrar bersögli um mál
þjóðarinnar.
Magnús Guðmundsson og Ól-
afur Tbors hafa fram undir 20
málgögn til að túlka íhaldsstefn-
una. Samvinnuflokkurinn hefir
sjaldnast haft nema 2 blöð. Það
er þessvegna ekki beinlínis saxm-
gjarnt, að ætlast til að þessi tvö
blöð geti bæði staðið á verði um
stefnumálin móti íhaldi, sociahst-
um og kommúnistum, og um leið
varið rúmi til að segja samherj-
um sínum frá því hvílíkt ágæti
sé að láta Magnús Guðmundsson
og ólaf Thors stjórna réttarfar-
inu, heilbrigðismálunum, land-
helgisgæzlunni, svo að eigi sé
fleira nefnt.
Þeir menn sem hafa viljað fá
límann og Dag til að veva mál-
gögn íhaldsmanna, af því þeir
ættu nú fulltrúa í landsstjórn
með samvinnumönnum, hafa gert
nýjar kröfur, ósanngjamar og
fjarstæðar kröfur, og 1 ósamræmi
við stefnu og sögu flokksins. All-
ir ritstjórar, sem unnið hafa við
Dag og Tímann frá byrjun hafa
neitað að styðja íhaldið, stefnu
þess eða fulltrúa. Og menn vita
ekki annað en að sú framkoma
hafi verið að skapi samherjun-
um út um land. Hin glæsilega
þátttaka í flokksþinginu síðasta,
hinn sterki samhugur fulltrúanna
og óbifandi festa þeirra að láta
Framsóknarflokkinn vera fram-
vegis sterkan umbótaflokk í land-
inu, sannar bezt að kjósendur
Framsóknarflokks þingmannanna
ætlast ekki til að Tíminn verði á
nokkurn hátt bendlaður við
íhaldsstefnuna.
-----o-
,Saluvika‘ hútnsðra
þingeyskar konur höíðu vikunám-
skeið í húsmœðraskólanum á Laug-
um nú í vetur. Neínir ein konan
þennan tíma í bréfi „sœluviku".
Sveitakonur hafa sjaldan frí, sízt
viku í einu. þótti þeim mikill fengur
að taka bað í lauginni snemma
morguns, koma svo í morgunkaffið,
íylgjast svo með í störfum ungu
kvennanna í húsmæöraskólanum,
hlusta á fyrirlestra og hafa fundi
sjálfar.
Heígi Ágústsson frá Birtingaholti,
formaöur í skóianefnd Laugarvatns-
skóla, sagði í fyrravor, þegar þar var
undirbúið hið fyrsta námsskeið fyrir
húsmæður, að sízt væri vanþörf slíkr-
ar tilbreytni; því að sveitakonur
hefðu meiri vinnu og minna frí en
nokkur önnur stétt á landinu.
Nú i vor, þegar jörð er orðin gróin,
verður annað námsskeið fyrir hús-
mæður á Laugarvatni. það mun
standa í viku, en þó sennilega stillt
svo til að konur, sem ekki geta verið
nema 3 daga, komi um miðja vik-
una,' og hætta þá allar jafnt. Slikt
námskeið er i aðra röndina hugsað
sem sumarfrí, fyrir þá stéttina, sem
vinnur mest, og minnsta hefir hvíld-
ina, Kennslan er aðallega sýni-
kennsla, svo og fyrirlestrar og mál-
fundir. í fyrra kom þar annar af
teiknimeisturum Byggingar- og land-
riámssjóðs, og sýndi teikningar af
fyrirmyndar húsum og húsbúnaði.
Sá þáttur ætti að koma til greina á
öllum húsrnæðranámsskeiðum. Suð-
urland er stórt, og bílferðirnar nokk-
uð dýrar. En stjóm Laugarvatns-
skóla mun hafa í hyggju að undir-
búa alveg sérstaklega, að ferðimar
úr Árnes- og Rangárvallasýslu á
„sæluviku" húsmæðranna geti orðið
mjög ódýr, eins og líka veran öll.
Héraðsskólamir eiga að vera gesta-
stofa héraðanna, bæta úr ótal sam-
eiginlegum þörfum fólksins í hinum
dreifðu byggðum og sjóþorpunum.
Skulu nú nefnd nokkur dæmi. Vetr-
arskólinn á Laugavotni hætti síðast
í marz. þá byrjaði íþróttanámsskeið
fyrir pilta og stúlkur og stendur all-
an aprílmánuð. í maí byrjar mat-
reiðsiukennsla fyrir ungar stúlkur,
og garðyrkjunámsskeið hjá Ragnari
Ásgeirssyni. Er aðsókn svo mikil að
þeim báðum, að fyrir löngu er orðið
yfirfullt. þá er jafnan á vorin söng-
kennsla fyrir barnakennara hjá þórði
Kristleifssyni, og er þess vænst, aö
þar verði hafin byfjun að nýíri efl-
ingu söngsins í skólum landsins.
Samhliða þessu byrjar áðurumtalað
námsskeið fyrir giftar konur, þegar
skógurinn er orðinn grænn -og nátt-
úran i blóma. Er búist við mjög
mikilli aðsókn að því, bæði úr sveit-
unum og úr Reykjavík. Mun margn
höfuðstaðarkonunni þykja fýsileg
vikudvöl á Laugarvatni um vor. þá
er gert ráð fyrir að hafa sund- og
íþróttakennslu fyrir börn frá Eyrur-
bakka og Stokkseyri nú í vor, og ef
tii vill varanlegt íþróttanamsskeið
fyrir ungt fólk úr bæjum i júlí og
ágúst, þar sem lágmarkstími er vika,
og. þar miðað við sumarfrí. — Á
Laugarvatni getur námsskeiðastarf-
semin orðið alira fjölbreytilegust af
því, að þar eru húsakynni mest og
skólinn iiggur milli hins fjölbygðasta
sveitaiiéraðs og höfuðstaðarins. En
mjög m,un sækja í horfið með hina
aðra héraðsskóla. í Reykholti var í
fyrravor sundnámsskeið fyrir fjölda
af börnum og unglingum af Akra-
nesi, og má telja víst, að þar mynd-
ist sundskóii fyrir alla sem vaxa
upp á Akranesi og Borgarnesi. Að
Reykjum i Hrútafirði hafa verið
lialdin nokkur sundnámsskeið og
mun mega svo að orði kveða, að
þar iæri hver unglingur að synda.
þá hafa leiðandi Framsóknarmenn i
Stykkishólmi við orð, að koma
börnum þaðan til sundnáms að
Laugum i Dalasýslu. Er þar svo sem
kunnugt er hin prýðilegasta sund-
iaug og heimavist. þá mun í ráði að
þingeyingar bjóði börnum af Húsa-
vík sundnámskeið í Laugaskóla, og
mun æskan tæplega slá hendi við
því boði. Á Núpi er nú verið að
fullgei'a skólann og sundlaugina, og
er ætiazt til að hún verði hituð við
raforku. Um leið og því er lokið
munu Vestfirðingar efna þar til
margháttara námsskeiða, í íþróttum,
lieimilisiðnaði o. fl. Loks er Eiða-
'skóli að byrja nýja stefnu í þessum
efnum. Slá Héraðsbúar nú hring um
skóla sinn, og er fullvíst, að hann
mun eiga í vændum aukinn vöxt
og margbreytt viðfangsefni. þannig
eru umbótamenn landsins í öllum
héruðum þar sem ungmennaskólar
eru í stöðugri framsókn með að
nota hina nýbyggðu skóla til að efla
þjóðina i lífsbaráttu nútímans.
S. K.
----o----
Samyrkja bænda
Eftir Pótur Magnússon frá Jaðri.
------ Ni.
Fyrir nokkrum árum síðan, fiutti
ég erindi i félagi einu hér í bænum
um það, hver nauðsyn væri á þvi,
að jarðræktarframkvæmdir íslend-
inga yrðu skipulagðar og byggðin
dregin saman. Siðan hafa komið
fram ýmsar raddir um þetta og þar
á meðal frá Búnaðaríélagi íslands.
En hingað til hefir ekki tekist að
benda á leið í þessa átt, sem væri
íramkvæmanleg. það hefir með réttu
verið bent á það, hvílíkan kostnað
og verðmætatap það hefði í för með
sér, ef bændur, í þessu skyni, yfir-
gæfu í stórum stíl jarðir sínar með
íbúðarhúsum og öðrum mannvirkj-
um og húsuðu bæ sinn á nýju landi.
Hinu verður ekki heldur neitað, að
næsta óviðfeldið væri að ætla sér að
koma slíkri gerbreytingu á í skjótri
svipan með nokkurskonar þvingunar-
ráðstöfunum, svo sem algerðri neitun
um lán eða önnur fjárframlög til
handa bændum, sem búa á þeim
jörðum, er dæmdar eru til þess fyr
eða síðar að leggjast í eyði.
það fær hinsvegar ekki dulist, að
nauðsynin á samfærslu byggðanna
verður með ári hverju æ meira að-
kallandi. Afkoma nútímalandbúnað
ar gerir kröfur til samgangna, öfl-
ugra orkuvera til vinnslu búnaðar-
afurða og allskonar félagslegs sam-
starfs, sem ókleift er að koma við í
strjálbýii. Dráttur á skipulagningu
þessara mála getur iika orðið bæði
dýr og hættulegur. því meira fé,
sem lagt er fram til jarðabóta og
annara mannvirkja á útkjálka-, af-
dala- og rytjajörðum, þeim, sem ættu
að yfirgefast, þeim mun óaðgengi-
legra verður sérhvert spor til sam-
færslu byggðanna. Væri illa farið,
ef stefnuleysi í þessum efnum gerði
fjárframlög ríkisins að steinum í götu
eðlilegrar þróunar landbúnaðarins.
Ég fæ ekki betur séð en að stofn-
endur Ræktunarfélags Vallnahrepps
hafi komið auga á hagnýta og íram-
kvæmanlega lausn á þessu máli. Með
leið þeirri, sem hér er farki, vitðist
verða siglt framlijá þeim skerjum,
sem öll stærri spor í áttina til stór-
ræktunar og skynsamlegrar sam-
færslu byggðanna hættir við að
steyta á. — Hér er séð fyrir þvi, sem
í bráðina er mest aökaliandi í hin-
um dreifbýiu og aískekktu sveitum,
að gera bændum kleift að skapa sér,
þegar á næstu árum, svo mikið vól-
tækt iand, sem þörf hvers einstaks
bónda krefur. þetta er gert án þess
að fyrst um sinn sé stórfé jafnframt
bundið i öðrum mannvirkjum en
sjálfri ræktuninni, eins og gera verð-
ur þegar nýbýli eru sett á stoin.
Bygging gripahúsa og annara mann-
virkja, sem hljóta að fylgja i spor
aukinnar íæktunar, myndi þá koma
upp eftir hendinni, þar séin hent-
ast þætti eftir atvikum. Hefir þessi
aðíerð það tii sins ágætis, að fyrst
er komið á þeim íramkvæmdum,
sem arðberandi eru beiniinis og
verða að standa undir öilum öðrum
kostnaði, og hitt jafnframt, að hægt
verður að nota eldri byggingar og
mannvirki meðan nauðsyn krefur.
Bvo er háttað um margar jarðir,
sem annars eru vel í sveit settar, að
þær hafa gnægð góðs beitilands, err
btii tún, óvéltæk og slæm skilyrði
til jarðræktar. Með samyrkjunni er
bændum á slíkum jörðum skapaður
mökuleiki til að verða þéss aðnjót-
andi, sem þá vanhagar einkrnn um,
véltækan lieyskap á ræktuðu landi,
og landbúnaðinum þar með, en um
skeið gert kleift að njóta hinna
sérstöku hlunninda þessara jarða,
beitilandsins, án þess að sæta þeim
erfiðleikum og kostnaði, sem ör
ræktun á siikum jörðum hefir í för
með sér.
Varia er hægt að hugsa sér að
þéttun byggðanna gæti átt sór stað
með eðlilegra og óþvingaðra móti,
en verða myndi, ef þessi leið yrði
upp tekin i hinurn ýmsu hóröðum
landsins. Með þátttöku sinni í sam-
yrkjunni, væri bændum, svo sem
fyr er sagt, gert kleift á skömmum
tima að auka bú sín eins og þörf
krefur. Jafnframt myndu þeir halda
áfram lieimaræktun sinni, svo sem
ástæður iivers og ,eins leyfðu. Myndi
skilyrðin fyrir lieimaræktuninni
drjúgum batna við þá stækkun bú-
anna — og þar með aukinn hús-
dýraáburð, — sem hinn aðfengni
heyskapur hefði í för með sér. Svo
kæmi að lokum, aö ræktunarlandið
lieimafyrir yrði fullnægjandi og
myndu þá hlutaðeigandi bændur
sleppa sínum hluta af félagslandinu,
en nýbýli stór eða smá rísa upp á
þeim slóðum, sem að sjálfsögðu
yrðu, er timar liðu, hjarta byggð-
anna.
Að iokum skai bent á það, að á
þessum samyrkjulöndum gæfist
bændum kostur á að framleiða
garðávexti til manneldis og skepnu-
fóðurs í langtum stærri stíl en nú
er hægt, vegna slæmrar aðstöðu
hinna dreifðu býla um jarðvinnzlu-
vélar og fleire, sem þar þarf við.
Myndi sú starfsemi og aðrar fram-
kvæmdir á samyrkjulandinu verða
bændum oinkar gagnlegur skóli,
bæði um félagslega starfsemi í at-
vinnurekstri og kunnáttu i allri
meðóferð á nýtízku landbúnaðar-
vélurn, sem enn mun vera næsta á-
bótavant.
Sú leið, til eflingar landbúnaðin-
um, sem rædd hefir verinð hér að
framan, hefir, eins og fyr er drepið
á, þann höfuð-kost, að hún er fram-
kvæmanleg. Hér er í rauninni ekki
kiafizt neinna verulegra aukinna
fjárframlaga af hálfu hins opinbera.
Hér er einungis verið að tryggja
það, að hinar afskekktari og dreif-
býlli sveitir geti, að sínum hluta,
notið þess fjárstyrks, sem fram er
lagður af rikinu og að fénu sé að
sem mestu leyti varið til skipulagðra
og félagsbundinna framkvæmda, sem
í senn tryggja stórum meiri fram-
leiðslu og kostnaðarminni hlutfalls-
lega, on til þessa hefir almennt átt
sér stað, og eru jafnframt spor í
áttina til réttrar þróunar í landbún-
aðarhéttum þjóðarinnar.
það eru allar líkur til að þetta
mál muni eiga að fagna miklum
vinsældum meðal bændastéttar lands-
ins; benda allar undirtektir, þar
sem því hefir verið hreyft, eindregið
í þá átt. Á fjölmennum fundi aust-
firskra bænda, sem haldinn var að
Egilsstöðum 28.—30. jan. þ. á., bar
hinn áhugasami kaupfélagsstjóri
Héraðsmanna, þorsteinn Jónsson,
málið íram til umrœðu og vakti
það meiri áhuga meðal fundar-
manna- en nokkuð annað mál, sem
þar var rætt. í 7. tbl. Tímans þ. á.
er birt ályktun fundarins um málið,
þar sem mælt- er með því á allan
hátt og skorað á Búnaðarþingið að
greiða fyrir því eftir mætti.
Búnaðarfélag íslands er þessa
dagana að undirbúa frumvarp til
laga um fjárveitingar til samyrkju-
féiaga bænda. Er þess að vænta, að
Alþingi sýni fullan skilning á þýð-
ingu þessa máls.
10. marz 1933.
-----o--—
Sútunarverksmiðja
þegar afurðir eru verðlitlar og
gömlu atvinnuvegirnir geta ekki
framfileytt þeim sem við þá vinna,
a. m. k. í bili, reyna menn að von-
um að .leyta nýrra úrræða. Skiftir
þá miklu máli, að rétt sé stefnt um
lramkvæmd, þvi aldrei eru misstignu
sporin hættulegri en á erfiðieika-
tímum.
Fregnir hafa borist um það, frá
mörgum þingtnálafundum viðsvegar
um land, að samþyktar hafi verið
tiilögur um stofnun og starfrækslu
fullkominnar sútunarverksmiðj u.
Mun til þess ætlast, að ríkissjóður
komi veiksmiðjunni upp og starf-
ræki hana.
Pað sem fyrir fillögumönnum mun
vaka, er að gera skinn og húðir
verðmeiri en nú er og auka atvinnu
í landinu.
Væri liægt oð ná þessum tvöfalda
tilgangi, er máiið mikilsvert, en á
því virðast mér allmiklir agnúar og
skal ég nefna nokkra.
1. þó sútuð yrðu öll skinn og
húðir, sem árlega tilfallast í land-
inu þyrfti ekki stóra verksmiðju til
þess og muudi hún ekki veita nema
fáum mönnum atvinnu. því full-
komnari sem verksmiðjan yrði búin
að vélum, þess færri menn þyrfti tii
vinnunnar.
2. pó slík verksmiðja yrði starf-
rækt, yrði ekki hjá því komist að
íiytja inn mikið af sútuðu leðri,
skinnum og vörum úr leðri og
skinni, vegna þess, að leður- og
skinnaframleiðsla landsins er svo fá-
breytt.
3. Ósútuð skinn og húðir er flutt
inn tollfrjálst í flestum nágranna-
löndum okkar og einnig í Banda-
ríkjunum. Aftur á móti er sútað leð-
ur og skinn víðast hvar tollað og
það mjög hátt. Sama máli gegnir
méð vörur úr leðri og siknni. þær
eru hátt tollaðar og sala þeirra er-
lendis mundi því reynast mjög erfið.
4. Ekki þykir mér líklegt, að neitt
\erulega hæiTa verð fengist fyrir
skinn og húðir sem sútað yrði í
landinu, en nú fæst fyrir þsesar
vörur með því að flytja þær óunnar
úr landi. Húða- og skinnaverð í ná-
grannalöndunum er engu hærra en
á samskonar vörum hér á landi. þó
má gera ráð fyrir einhverjum hagn-
aði á þeim hluta varanna, sem unn-
ar yrðu úr vörur til notkunar i
landinu, en það yrði ekki nema lít-
iil hluti skinna og húða, eins og áð-
ur er sagt.
5. Áx síðari árum hefir nokkuð
verið unnið að sútun sér á landi. í
Reykjavík eru tvö sútunarverkstæði.
Á Akureyri hefir S. í. . látið afulla
talsvert af gærum í allmörg ár. í
sambandi við afullunina hefir lítið
eitt verið unnið að sútun tvö undan-
farin ár. En aðbúðin hefir verið
slæm og því lítið orðið úr fram-
kvæmdum. En nú er í ráði að koma
upp liéntugra húsnæði , sumar og
kaupa óhjákvæmilegar vélar. Tilætl-
unin er að áíitunin verði aðallega
stunduð sem vetrarvinna og reynt
að bera sem minnst í vélakaup. Yrði
þá hér að mestu um handverk að
ræða til stuðnings heimilisiðnaði ög
smáhandverksmönnum, og hygg ég
þetta rétta stefnu i málinu.
24. marz 1933.
Jón Árnnson.
----O-----
Atvinnuvegur eyðilagður.
Merkur maður sagði, þegar hann
frétti úr skipulagslögum Framsókn-
arflokksins, hversu mál skuli gerð að
flokksmáli: þetta eru mikil tiðindi.
Nú er eyðilegður mikill og góður
atvinnuvegur á Alþingi. „Hrossa-
kaupin“ svonefndu hafa nefnilega
aldrei þótt fara í bága við sann-
f æ rin garákvæði st j ómarskrárinnar.
Engin furða, þó að Mbl. haldi fast
í „sanníæringuna" núnal
Hugleiðingar um
refarækt
Eftir Jón Guðmundsson i Ljárskógum.
„Sveltur sitjandi kráka, en fljúg-
andi íær“, segir spakmælið. Og
þrátt fyrir lamandi og seigdrepandi
áhrif kreppunnar- hjá bændastétt
landsins, er þó umhugsun þeirra
fyrir framtíð sinni bezt skýrð með
þessu spakmæli — hjá mjög mörgum
þeirra. þeir iviija ekki láta svelta
sig inni, sem melrakka i greni við
hungurfæðu þá, er gjörialiin afurða-
sala býður, og þeir vilja heldui’ ekki
geíast upp, tii að krefja ríkið um
tramfærslu sína.
Nei, það sem bændur munu al-
mennt vilja i þessu efni, mun í
aðalatriðunum vera þetta tvennt: I)
að ltíita alira bregða og allra leiða
til þess, að rýmka um sölu aðal-
íramleiðsluvöru sinnar, kjötsins og
2) að finna nýjar leiðir, er heilla-
vænlegar þykja tii stuðnings þeim í
þessari hörðu baráttu, sem þeir nú
verða að heyja fyrir fjárhagslegu
sjálfstæði sinu. — Ein af þessum
nýju leiðum, sem mér er sérstak-
lega kunnugt um að menn horfa
til, mun verða gjörð að umtalsefni
í þessum greinarstúf, ef vere mætti
að skilningur manna á því sviði
yrði 'fyrir það nokkru gleggri. Er
það refaræktin sem hér er átt við.
Reíárækt er enn þá í bernsku hér
á landi, sem vonlegt er, því segja
má, að hún sé ékki enn þá búin að
slita barnaskónum að fullu meðal
þeirra þjóða, er fyrst byrjuðu á
henni. þvi að þótt loðskinn og þar
á meðal refaskinn, hafi verið eftir-
sóttur varningur allt frá því að menn
fóru að skýla iíkama sínum með
iatnaði, héfir rányi'kja — veiði —
vei-ið uppistaða loðskinnafremleiðsl-
unnar fram á vora daga, og er enn
að miklu leyti á mörgum skinna-
tegundum.
Nú er það svo með marga þá er
áliuga hafa fyrir refarækt, að þeir
inna fyrst og fremst eftir því, hvort
íefarækt muni vera arðvænlegur at-
vinnuvegur í nútið og framtíð, en
samhljóða svör við þeirri spurningu
er erfitt að fá. Eirm svarar því, að
hún sé öruggasti atvinnuvegur, sem
liægt sé að hugsa sér. Annar segir,
að refaiæktin sé einungis hættulegt
fjárglæfraspil, sem enginn ætti að
koma nærri. Og fjöldi manna er i
skoðunum sínum einhversstaðar þar
á milli. — Sannleikurinn er sá, nú
á þessum viðsjárverðu tímum getur
þorri manna ekkert um þetta sagt
með nokkurri vissu.
Nú vita menn það, að matarbúr
stóx-þjóðanna standa full af mat, en
þrátt fyrir það deyr fólk úr hungri,
af því að það getur ekki keypt ofan
í sig matinn. Á mörgum öðrum
framleiðslusviöum er sama sagan,
vörurnar liggja óseldar af því, að
almenning skortir kaupgetu. þrátt
fyrir þetta telja nákvæmustu sér-
fræðingar, bæði í Ameríku og Nor-
egi, að silfurrefarækt muni eiga sér
trygga og blómlega framtíðarvon,
enda hafa silfurrefaskinn verið að
hækka allt síðastliðið ár.
Hvað hafa þessir sérfræðingar þá
fyrir sér? Og hvernig getur slík ó-
bófsverzlun þrifist mitt í krepp-
unni? — Orsakimar til þess eru
sannar og -sýnilegar, vegna þess að
loðskinn yfirleitt og þá fyrst og
fremst silfurrefaskinn, hafa sína sér-
stöðu á heimsfnarkaðnum. það
hefir allt af verið svo — og er enn
— að efnaða peningafólkið hefir
fyrst og fremst keypt og klæðst loð-
dýíafeldum, ýmist til skjóls eða
skreuts, en ekki meginþorri alþýð-
unnar, sem fyrst og fremst verður
að fæða sig og klæða, og hefir löng-
um ekki haft afgangs gjaldeyri til
óhófskaupa. Að vísu voru alþýðu-
konur farnar að klæða sig og skreyta
með loðskinnum, en yfirleitt voru
það ódýr loðskinn, sem þær notuðu
— en hinsvegar ekki ósennilegt að
þær svelti sig eitthvað dálítið, nú
um þessar mundir, heldur en að gcta
ekki haft eitthvað loðið um háls-
inn.
þar sem það er nú víst, að það
cr fyrst og fremst ríka og menntaða
fólkið, sem kaupir í'efaskinn, til þess
að skreyta sinn dýrmæta líkama
með, þá er það jafnframt víst, að
kaupgetuna skortir ekki, jafnvel nú
í kreppunni. En þessari staðreynd
fylgir önnur, og hún er sú, að þetta
ríka fólk kaupir ekki nema fyrsta