Tíminn - 06.05.1933, Page 3

Tíminn - 06.05.1933, Page 3
TÍMINN 77 Auk lögakyldra fasteignatrygginga getur félagiö einnig tdc- ið í brunatryggingu fyrir fullt verðraæti það sem hér greinir: 1. Fasteignir utan kaupataöa og kauptúna, hvar sem «r á landinu. 2. Lausafé: a. I kaupstöðum og kauptúnum: Lausafé (nema verzlun- arvörur) allra þeirra roanna, sem vátryggja fasteignir hjá félaginu. b. I sveitum (utan kaupataða og kauptúna): Hverskonar lausafé, s. s. húsgögn, bækur, fatnað, búslóð, búsáhöld og verkíæri, heimilisbirgðir (matvæli o. fl.) framleiöslu- birgðir (fóðurbirgðir, fiskbirgðir o. fl.), búpening í hús- um o. s. frv. Iðgjöld félagsina eru lægri en annara félaga. Vátryggjendur þurfa ekki að greiða stimpilgjald. Félagið hefir aðalskrifstofu í Reykjavík (Amarhvoli, 4915, 4916, forstj. 4917). Umboðsmenn hefir félagið í hverjum kaupstað og kauptúni. 99 Freyja Akureyri cfi framleiöir kaffibæti í stöngum og kaffibætisduft, sem selt er í smápökkum. — Kaffibætir þessi hefir náð ótrúlegum vinsældum og útbreiðslu á þeim skamma tíma, sem liðinn er sfðan hann kom á markaðinn, enda eingöngu búinn til úr beztu hráefnum. Fæst hjá öllum kaupfélögum landsins og' mörgum kaup- mönnum. Vínnufatagerð Islands h.f. Reykjavík Símslceyti: Vinnufatageröin. — Skrifstofa: Edinborgarhúsinu. Sími: 3666. — Pósthólf: 34. Framleiðir: Vinnubuxur „Overalls“ Jakka Samfestinga Til framleiðslunnar er notaður fullkomnasti vélaútbúnaður og aðeins beztu fáanleg efni. fyrir fullorðna og börn „Inngangsiæða" Magnúsar Jónssonar á landsfundi ihaidsmanna var birt í Mbl. núna í vikunni. Er mestur hluti ræðurmar um inníiutningshöftin. Dettur M. J. í hug, að nokkur trúi því í alvöru, að liagur almennings í heild hatni við að kaupa útlendan óþarfa fyrir íslenzka framleiðslu og borga fjölda fólks há laun af þessari sömu fram- leiðslu fyrir að selja óþarfann? Myndi ekki vera hagkvæmara fyrir heildina, að rikið taki tekjur sínar þannig, að ekki þurfi um leið að lieimta óþarfaeyðslu af borgurunum? Erá þjóðhagslegu sjónarmiði væri jafnvel betra að sjá einhv.erju af verzlunai’stéttinni fyrir opinberu við- urværi en að láta hana hafa óbundn- ar hendur um að stuðla til eyðslu á gjaideyri landsins. þetta veit M. J. fullvel og allir viti bornir kaupmenn. Mikið er það, að maður í þjónustu kirkjumiar skuli geta forhert sig svo gegn sannleikanum sem M. J. gerir í þessum efnurn- Fréttir Framsókuaríélögin í Reykjavík halda bæði fundi í næstu viku. Fram- sóknarfélag Reykjavikur á mánudag og Félag ungx-a Framsóknarmanna á miðvikudag. Sjá augl. Aðalíundi Kaupfélags Eyíirðinga er nýlokið. Mættir voru 95 fulltrúai'' frá átján deildum. Félagið heíir á liðna árinu rekið aimenna vöru- vei’zlun og annast um sölu á afurð- um íélagsmanna, stai’frækt smjörlík- isgerð, brauðgerðarhús og mjólkur- samiag. Sjö söiubúðir hefir félagið rekið á Akureyri. Dalvík og Ólafs- firði. Vörusala samtals 3,750.000 kr. Rekstrarafgangur ái’sins er 115 þús. ki’. Skuldir viðskiptamanna íólags- ins littfa lækkað um 220 þús. kr. Fé- iagið heíir bætt hag sinn á árinu um náiega 600 þús. kx-. Júnas þorbergssou útvarpsstjóri er nýkominn úr ferð norður á Akur- eyi’i. Fór útvarpsstjórinn norður til að sjá um útvarpið frá Akureyri, þrjú kvöld í röð, og jafnframt upp- töku á grammofónylötur, fyrir ís- ienzka ríkisútvarpið, sem hann hefir gert samning um við brezkt íeiag. Dvelja sérfræðingar frá félag- inu hér nú í þessum erindum. Eftir þeirri reynslu, sem fékkst við út- vai’pið frá Akureyri, má búast við að hægt verði að útvarpa viðsvegar að af landinu gegnum landssímann og útvarpsstöðina i Rvik og myndi möi’gum hafa þótt lygilegt fyrrum, að slíkt gæti átt sér stað. Samnlugarnlr við Bi’eta eru að hefj- ast á ný. Jón Árnaso og Stefán þor- varðarson fóru á mánud. var frá Reykjavík. Magnús Sigurðsson fór í gær, og Richard Thors var ytra. Sigurður skólameistari Guðmunds- son og þorst. M. Jónsson bóksali hafa verið hór í bænum nokkra daga. Búnaðarsambaud Suðurlauds hélt nýverið fund við þjórsárbrú og á- kvað að láta ráðunaut sinn fram- vegis búa í Gunnarsholti og hafa þar búrekstur, aðallega nautpening. Á Laugarvatnl er nú nýberjað matreiðslunámsskeið fyrir ungar stúlkur. Eru þær tæplega 40. þar að auki eru þar um 40 hörn við sund og íþróttanám. Um miðjan maí byrj- ar garðyi’kjunám með 12 nemendum. Á miðvikudagluu var samþykkti Alþingi lög sem heimila háskólan- um að reka happdrætti í nokkur ár til að afla fjár í byggingarsjóð. J. J. bar fyrst fram frv. um háskólabygg- ingu 1930. Frumvarpið var samþykkt í fyrra. Sig. Nordal og Guðjón húsa- meistari settu happdrættismálið á hreyfingu í haust en Alexander Jó- hannesson hefir mest beitt sér fyrir því við þingmenn. Nú i vikunni fór Guðjón húsa- meistai’i upp í Reykholt til að vera í ráðum með skólanefnd um hvar vera skyldi Snorragarður og líkneski það, s.em Norðmenn gefa 1941. Á- kváðu þeir að styttan skyldi vera framan við skólann. Hákou Bjamason skógfræðingur er nýkominn heim og vinnur íxú fyrir Skógræktarfélagið. Hann hefir boðið ungmennasambandi Borgar- íjarðar að aðstoða við gróðursetn- ingu ti’jáplantna í Reykholti og var það þegið með þökkum. Fimmti bekkur Akureyrarskóla fer í vor um þingeyjarsýslu að Möðru- dal, en menntaskólanemendur í Rvík ráðgara ferð austur á Siðu. Nýlátiun er hér í bænum Jóhann- es Sigurjónsson frá Laxamýri, Jó- hannes var bróðir Jóhanns heitins skálds, en talsvert eldri. Stundaði hann nám við menntaskólann í Rvík og lauk þar stúdentsprófi. Eftir föður sinn bjó hann á Laxamýri ásamt ein- um bræðra sinna. Hann las mjög enskar bókmenntir og átti stórt safn bóka á því máli. þekkti hann og vel til Englendinga, því að fjöldi enskra manna dvaldi á Laxamýri á sumr- um við veiðar. Átti Jóhannes síðar bréfaskipti við marga þeirra. Síðustu æfiárin var hann mjög heilsutæpur. Dvaldi hann þá hér í bænum á heim- ili dóttur sinnar, Jónu, sem gift er ' Árna Benediktssyni frá Hallgilsstöð- um á Langanesi. Jóhannes heitinn er jarðsunginn í dag. í vélstjóraskólanum luku 23 prófi og í Stýi’imannaskólanum 12 fiski- mannaprófi og 3 farmannaprófi. „í leikslok", smásögur frá stríðinu, eftir Axel Thorsteinsson eru nýkomn- ar út í 2. útgáfu. Höf. var sjálfur á vígstöðvunum eins og fleiri Vestui’- íslendingar. Nemendur Samvinnuskólans, Kenn- ai’askólans og Verzlunarskólans hafa allir farið skemmtiferð til þingvalla í lok námstímans. Aðalsteinn Sigmundssou kennari við Austurbæjarskólann efíarinnmeð bekk úr skólanum námsferð til Fær- eyja. Dvelja drengirnir þar viku milli Lyruferða. Tvö námsskeið hefjast í Austur- bæjarskóla Reykjavíkur er almenni’i kennslu lýkur þar, um miðjan maí n. k. Annað er sumai'skóli fyrir böm á aldrinum 6—14 ára. Verður þeim kennt bæði úti og inni, lögð t. d. áherzla á náttúi’ufi’æðikennslu úti í náttúrunni. Sund vei’ður og kennt, í sundlaug skólans, sem þá á að verða tilbúin. — Hitt námsskeiðið er fyi’ir unglinga, til undii’búnings undir inntökupróf í menntaskóla og gagnfnæðaskóla. — í fyrra voru samskonar námsskeið við Austur- bæjarskólann og urðu mjög vinsæl. Kröfugöngur vei'kamanna í Rvík fóru að venju fram 1. maí. Stjói’nuðu jafnaðarmenn annai’i en kommún- istar hinni. Glaða sólskin var og gott veður. Engin stórtiðindi urðu og ailt fór vandræðalaust fram. íslenzka vikan hófst sl. sunnudag, og iýkur henni í dag. Prestskosning er nýafstaðin í • Hi’aungerðisprestakalli í Ámessýslu. Sigurður Pálsson cand. theol. var rétt kjörinn meö 175 atkv. Sr. Val- geir Helgason fékk 118 atkv. og sr. þorgeir Jónsson skólastjóri 5 atkv. 17 ára gömul stúlka, Helga Jóns- dóttir að nafni fannst örend í flæð- ai’máli á Akureyri á mánudags- inorguninn var. Réttari’annsókn hef- ir staðið yfir undanfarið út af slysi þessu. Verkfræðingur útvarpsins, Gunn- laugur Bi’iem er lagður af stað á alþjóðafund um útvarpsmál, sem haldinn er í Luzern í Sviss. þar á m. a. að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir truflanir, sem stafa af líkum bylgjulengdum sumra út- varpsstöðva. Samvinnuskólanum var sagt upp á mánudaginn var. Rúml. 56 nemend- ur stunduðu þar nám á sl. vetri. 31 nemandi gekk undir burtfararpróf. Kennaraskólanum var slitið 29. f. m. 32 nemendur skólans luku kenn- araprófi og auk þeirra 3 stúdentar prófi í uppeldisfræði. Flensborgarskólanum var sagt upp sama dag. 10 nemendur luku gagn- fræðapi’ófi. Ungur söngvari. Einar Kristjánsson stúdent, sem stundað hefir söngnám í þýzkalandi, er nýkominn hingað til bæjarins og hefir sungið hér nokkrum sinnum. Er hann talinn mjög efnilegur í list sinni. Sjóslys við Austurland. Vélbátur- inn „Friðþjófur frækni“, 7 smál., frá Norðfirði, fórst 26. f. m. Báturinn var gamall og er talið að vélin hafi brotið sig niður og komið gat á bát- inn. Fjórir menn fórust: Pétur Sveinbjörnsson, Sverrir Sverrisson, Guðmundur Jóhannsson frá Raufar- höfn og Einar Einarsson bæjarfull- tröi á Norðfirði. Frá Rússlandi. Málshöfðun ráð- stjórnax’innar gegn 6 brezkum verk- fræðingum og nýfallinn dómur í máli þeirra hefir vakið óhemju athygli um alla Norðurálfu. Verkfræöingarnir, sem voru í þjónustu brezks iðnfélags og stóðu fyrir rússneskum mann- virkjum voru ákærðir fyrir njósnir og sviksemi í starfi sínu í því skyni að tefja framkvæmd verksins. Ýmsir samverkamenn þeirra . rússneskir voi-u einnig ákærðir. Einn af brezku verkfræðingunum játaði sekt sína, og annar játaði í byrjun réttarhald- anna, en tók síðar játninguna aftur og kvað sér hafa verið þröngvað til játningar. Hinir fjórir neituðu sök- um þeim, er á þá voru bornar, en Rússamir játuðu allir. Réttarhöldin, sem voru opinber, og sótt af erlend- um lilaðamönnum, eru mikið í’ædd í erlendum blöðum og gefa frásagnir þeirra fremur óglæsilega mynd af málfæi’slunni fyrir rússneskum dóm- stólum. — Tveir af brezku verkfræð- ingunum voru dæmdir i fangelsi 2—3 ára, þrem vísað úr landi og einn sýknaður, en allir Rússarnir dæmdir í fangelsi. í mótmælaskyni hefir brezka þingið lagt bann við innflutn- ingi íússneskra vara í Engl^ndi. — Mál eins og þetta hafa áður verið á döfinni í Rússlandi, og er í-áðstjórn- in almennt gi’unuð um að nota máls- höfðanir þessar til að dreifa athygli manna frá misheppnuðum áætlunum. — En erfitt er-að vita, hvað sannast er í þeim efnum. Almennri þegnskylduvinnu ungi’a manna er nú verið að koma á í þýzkalandi. Á það að draga úr at- vinnuleysinu og miða að því aS venja hina ungu kynslóð við hlýðni og heraga. 10 ítalir komu til Reykjavíkur núna i vikunni. Ætlar ítalska stjórn- in að senda 24 flugbáta í hóp vest- ur um haf og fara þær norðurleið- ina og koma við hér. Vinna ítalirnir að undirbúningi hér, en flugvélani- ar eru væntanlegar um næstu mán- aðamót. Viðskiptasamningar milli Dana og Englendinga hafa verið undirritaðir í London. Danski sendihen-ann í London undirritaði samningana fyr- ir hönd Dana en John Simon utan- í’íkisi’áðheiTa og Runciman verzlun- ax-málaráðherra fyrir hönd England- inga. Danir halda 63% af svína- kjötsmarkaði sínum í Englandi. Forsætisráðherrar Breta og Frakka ei-u nýkomnir vestan um haf frá við- ræðum við Roosewelt forseta um viðskipta- og gengismál. — Er Roosewelt fylgjandi tollalækkun, og vænta margir frá honum þeirra ráð- stafana, er að haldi megi koma. Dollai’inn er nú eins og kunnugt er fallandi og vöruvei’ð til muna hækk- andi fyi-ir vestan haf. í fregnum frá Kína, er berast til vesturlanda nú siðustu dagana er talið, að til ófriðar dragi milli Rússa og Japana í Austurálfu. Hafa Japanar dregið úr liðsafla sínum í Kína og talið, að þeir beini honum að landa- mæra Siberíu. Rússar hafa hinsvegar dregið saman allmikið lið og um 300 fiugvélar norðan megin landamæi’- anna. Vísindamaðurinn Einstein, sem er Gyðingaættai’, og Nobelsverðlauna- skáldið Tomas Mann eru flúnir úr þýzkalandi. Einstein hefir verið hoð- in professorstaða við ýmsa erlenda liáskóla og mun nú setjast að i París. ----o----- „Ssmkeppnin lifi“!! Eitt þeirra mála, sem Alþingi hefir til meðferðar nú, er „Frumvarp til laga til varnar óréttmætum verzlun- arháttum". f greinargerð, er því fylg- ir, er svo frá skýrt, að Verzlunarráð íslands hafi séð um samningu frum- varpsins, í samráði við ýms sérfélög innan kaupmannastéttax’innar. Hér verður séi’staklega vakin at- hygli á 14. gi’. þessa frumvai’ps, sem hljóðar svo: „Nú hefir framleiðandi eða heild- sali sett á vörutegund, eða uppruna- legar umbýðir hennar, ákveðið smá- söluvei’ð, og er þá — svo fremi til- greint verð ekki veitir útsölumanni ágóða, er fer fram úr 25% af inn- kaupsverði — bannað að selja vör- una eða bjóða fram í smásölu við lægra verði, nerna leyfi viðkomandi fi’amleiðanda eða heildsala eða önn- ur heimild komi til, eða salan falli undir 1. mgr. 5. gi’.* eða varan sé seld notuð eða skemmd. Brot gegn ákvæðum þessum varða sektum, allt að 4.000 kr.“ Grein þessi taiar skýru máli. það er tilgangurinn með henni að tryggja * I. mgr. 5. gr. eru ákvæði um út- sölur (skyndisölur), sem má hafa tvisvar á ári, í mesta lagi einn mán- uð í senn. Kolaverzlun SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Simn.: Kol. Reykjavlb. Síml 1881. smákaupmönnunum minnst 25% ágóða af þeim vörum, er þeir selja. Komi það fyrir, að einhver verzlun vilji gera sig ánægða með minni álagningu, t. d. á einhverja nauð- synjavöi’utegund, þá vilja höfundar þessa frumvarps, að til séu laga- ákvæði, sem gei’i mögulegt að banna slíka nægjusemi. Vonandi er að þetta ákvæði frum- varpsins verði ekki lögfest á Alþingi. En þó að kaupmannastéttin ' i Reykjavík, sem er helzta máttarstoð Sjálfstæðisflokksins, hafi samið þetta frumvai’p og fengið það flutt á Al- þingi, þá má telja alveg víst, að Morgunblaðið, Vísir og öll önnur blöð j flokksins, reyni enn sem fyr að halda lesendum sinum i þeirri trú, að frjáls samkeppni í verzlun og við- skiptum sé eitt af grundvallaratrið- unum í stefnuskrá Sjálfstæðismanna. Skúii Guðmundsson. ------o-... Ódýr skólavist. Sérstaklega litill reyndist dvalar- kostnaðui’ nemenda í héraðsskólun- um. Skv. auglýsingu um Reykholts- skólann hér í blaðinu hefir kostn- aður nemenda allan síðastl. vetur vérið þar aðeins kr. 320 fyrir pilta og kr. 284 fyrir stúlkur. Svipaður er kostnaðurinn á Laugarvatni og hin- um öðrutn héraðsskólum. Er þarna í innifalið fæði, hreinlætisvörur, hús- næði og öll skólagjöld. þjónustu- gjald er ekkert, því nemendur þjóna sér sjálfir. — Komast unglingamir tvimælalaust af með helmingi minni peninga eða meira í þessum skólum heldur en ef þeir fara til Reykjavík- ur og stunda þar nám allan vetur- inix. Skólarnir eru eins og stór heimili, þar sem tilgangurinn og takmarkið er að læra, þroskast og eilast áður en gengið er út í lífs- baráttuna. Æskugleði og félag_slíf er oftast einkennandi þessi stóru skóla- heimili, enda margir sem minnast ætíð seinna vem sinnar þar sem beztu stunda æfi sinnar. V. -----o------ ■ t

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.