Tíminn - 10.06.1933, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.06.1933, Blaðsíða 1
„Reyn$!u-ár“ Alþekkt íslenzkt skáld spáði því í áramótaljóði í fyrra, að árið 1932 myndi verða „reynsluár“. Sú spá er fram komin. Fyrir alla umbótamenn landsins og þó sér- staklega í sveitunum, hefir árið 1932 og það, sem af er þessu ári, verið „reynsluár". Kreppan — verðfall og sölu- tregða íslenzkra afurða — hefir lagst með lamandi þunga á allt framkvæmdalíf í landinu. Vegs- ummerkin blasa við hvarvetna. í sveitunum nýræktuð tún og plægð lönd, sem vantar áburð — ítr- asta sjálfsafneitun fólksins og sparnaður brýnustu lífsnauðsynja, þorrin greiðslugeta bændastétt- arinnar, eins og fram kemur í hinum opinberu skýrslum. Og við sjávarsíðuna hefir kreppan herj- að í sinni venjulegu mynd meðal hinna eignalausu verkamanna: atvinnuleysinu. Það er von, að þeim mönnum verði þungt fyrir brjósti, sem þannig hafa séð grasið hætta að spretta á miðju sumri. Kreppan hefir veitt allri verklegri umbóta- starfsemi í landinu þungt áfall í bili. Hitt efast fáir um, að góð- ærið komi aftur í einhverri mynd. En kreppan er andlega seigdrep- andi eins og vetrarharðindin. Hvorttveggja verkar á lífsgleði, bjartsýni og manndóm í hugsun eins og eitrað andrúmsloft á ó- spillt brjóst. En vonleysi hjá um- bótamönnum landsins er ávinn- ingur fyrir íhaldsstefnur — í framkvæmdum og hugsunarhætti. En umbótamenn landsins hafa orðið fyrir „reynslu" á fleiri sviðum. Þeir hafa orðið að „horfa upp á“ það, hvernig rás viðburð- anna knúði fram óvænt pólitísk ótíðindi og óeðlilega truflun jafn- vægisins á stjórnmálasviðinu. Þá „reynslu“ er skylt að rifja upp í blaði Framsóknarmanna nú, þeg- ar þingi er lokið, svo eftirminni- lega sem það varð, og nýjar kosningar standa fyrir dyrum. Þegar samsteypustjórnin var mynduð á Alþingi, var svo að orði komizt í þessu blaði, að þetta samstarf milli þingmanna úr óskyldum flokkum væri frá sjón- armiði Framsóknarmaxma „póli- tísk neyðarráðstöfun gagnvart misbeitingu neitunarvaldsins á Alþingi“. Rök þau, sem Tíminn þá taldi m. a. mæla móti myndun sam- steypustjórnar voru orðuð svo hér í blaðinu 11. júní 1932: „Samsteypustjórnir mjög andstæðra flokka eru svo að segja fordæmalaus- ar. Gallinn við það fyrirkomulag er sá, að menn með andstæðar skoðan- ir á úrlausnarefnum, geta elcki leyst þau í eindrægni. Eftir því sem meiru munar í skoðunum verða viðfangs- 'efnin færri, sem hægt er að leysa". Og ennfremur (4. júní): „En það vill Tíminn taka fram, að hann væntir ekki og hefir aldrei vænst neinnar varanlegrar samvinnu um þjóðmálin af hálfu Framsóknar- flokksins við lhaldsflokkinn . — — Það þarf ekki orðum að því að eyða, að þetta samstarf, sem stofnað var til á Alþingi fyrir rúmu ári síðan hafi vakið al- menna undrun. Enda var þetta samstarf í mesta máta óeðlilegt, þótt svo færi sem raun varð á. Framsóknarflokkurinn hefir í 17 ár í verki og í augum meginhluta þjóðarinnar verið höfuðumbóta- flokkur landsins. í flokki Fram- j sóknarmanna hefir verið aðal- . vígi frjálslyndis og mannúðlegrar löggjafar. í þeim flokki einum bjó andstöðukrafturinn gagnvart fésterku íhaldi kaupstaðanna. I flokki Framsóknarmanna hefir því úrval hinnar uppvaxandi kyn- slóðar, fundið ákjósanlegastan vettvang í baráttunni fyrir batn- andi þjóðfélagi. Fyrir slíkan flokk hlaut eitt ár, þótt ekki væri meira í, ein- hverskonar sambúð við íhaldið að verða þungbært „reynsluár“ og hefir líka orðið það. Með boðun nýrra kosninga er þetta „reynsluár" á enda. Með endurminningar „reynslunnar“ göngum við Framsóknarmenn út í haráttuna. Við göngum út í bar- áttuna með þær endurminningar, sem ferskastar eru um úi'slit kjör- dæmamálsins og um fall hinna réttlátustu tekjufrumvarpa, aukna tolla á lífsnauðsynjar erfiðisfólks- ins í landinu í staðinn fyrir skatta á há laun og miklar eignir. Og við göngum út í baráttuna með endui-minninguna um það, hvem- ig neyðarráðstöfunin frá í fyrra hefir lamað að meira og minna leyti allt flokksstarf Framsóknar- manna á Alþingi, en gefið okkur Framsóknarmönnum í aðra hönd yfirlýsingarnar í íhaldsblöðunum um að hluti af þingmönnum Framsóknarflokksins hafi svikið hugsjónir sínar, flokksstefnu og fyrri samstarfsmenn og „bætt ráð sitt“ eins og kallað er á máli þeirra blaða. Við göngum út í baráttuna með tekjuhallafjárlög“, af því að íhaldið hefir neitað, þrátt fyrir samstarfið og „lausn“ kjördæmamálsins að sjá ríkis- sjóðnum fyrir nauðsynlegum tekjum. Og kóróna er það hins pólitíska samstarfs) er hinn dæmdi og „hraðsýknaði“ ráðherra siglir nú úr höfn með löggjöf „friðarársins", til konunglegrar staðfestingar. Það er margra manna trú, að nú séu framundan batnandi tím- ar í atvinnuvegum og fjárhag, samfara hækkandi verðlagi í heiminum. En hvað er framundan í ís- lenzkum stjórnmálum nú eftir næstu kosningar, sem þar fara á eftir, ef stjórnarskrárbreytingin verður samþykkt? Verður það nýtt „reynsluár“ fyrir umbótastefnuna í landinu, á sama hátt eða annan en hið síðasta? Enginn veit um það. En geigvænlegar blikur eru nú á hinum pólitíska himni og fullr- ar aðgæzlu þörf. Ofbeldisstefnur þær, sem lagt hafa nú lýðræðið í rústir í ýms- um löndum Norðurálfunnar, eru að halda innreið sína í þetta land. Um kommúnismann má það að vísu segja, að ekki stafi af hon- um yfirvofandi hætta, þar sem hann á hér sýnilega rýran jarð- veg og enginn hinna stærri flokka kærir sig um að taka hann undir vernd sína. En um hinn flokk ofbeldismann- anna, nazistana, gegnir að því er virðist nokkuð öðru máli. Því að fjölmennasti stjórnmálaflokkur landsins, íhaldsflokkurinn, hefir nú síðustu dagana, tekið þessa óaldarsveit að sér sem skjólstæð- ing og látið verja hana í blöðum sínum. í sorpblöðum sínum og á götu- fundum eru nú þessir menn látnir ausa persónulegu níði og stað- lausum ósannindum á andstæð- llÖg' um Kreppulánasjóð. 1. gr. Á tímabilinu frá 1. júlí 1933 til 31. tles. 1942 leggur ríkissjóður fram allt að 2,5 milj. kr. til sérstakrar lánsstofnunar, er nefnist Kreppu- lánasjóður. Skulu árlegar vaxta- greiðslur Búnaðarbanka íslands, þar með taldar vaxtagreiðslur Bæktunai’- sjóðs og veðdeildar bankans, ganga upp i ofannefnt framlag ríkissjóðs, sem er vaxtalaust stofnfé Kreppulána- sjóðs. 2. gr. Tii viðbótar ofangreindu stofnfé skal útvega Kreppulánasjóði starfs- fé með útgáfu handhafaskuldabréfa. Skulu þau gefin út af stjórn sjóðs- ins, og má fjárhæð þeirra nema allt að 9 milj. kr. Trygging fyrir skulda- bréfunum skal vera: 1. Stofnfé sjóðsins. 2. Skuldabréf þau, er sjóðurinn fær frá lántakendum. 3. Ábyrgð rikissjóðs. Vextir af bréfunum skulu vera 4,5% á ári. þau skulu gefin út í ein- um flokki, og skal innleysa eigi minna en i/40 hluta þeirra á ári hverju, í fyrsta sinn 1935. Fjármála- ráðherra gefur fyriimæli um sjóðinn, og skal þar nánar kveðið á um gerð bréfanna, fjárhæð þeirra, greiðslu vaxta, innlausn þeirra og annað, er þurfa þykir. Færi svo, að reiðufé Kreppulána- sjóðs reyndist eigi nægjanlegt til að greiða skuldbindingar hans, skal ríkissjóður leggja fram það, sem á vantar, og skulu þá þau framlög síðar endurgreiðast af eignum sjóðs- ins, ef þær hrökkva til. 3. gr. Skuldabréf Kreppulánasjóðs skulu með nafnverði vera gildur gjaldeyrir til greiðslu á skuldum eldri en frá 1. jan. 1933, að svo miklu leyti sem þær eru ekki tryggðar með fasteigna- veði eða handveði, svo sem nánar cr fyrir mælt í lögum þessum. Sama giidir um greiðslu á víxlum, sem gefnir hafa verið út eftir 1. jan. 1933, ef skuldin upphaflega hefir verið stofnuð fyrir þann tíma. 4. gr. Fé sjóðsins skal v&rið til lánveit- inga handa bændum og öðrum, er inga íhaldsins, jafnframt því sem hafðar eru í frammi hótanir um pólitíska afarkosti og mis- þyrmingar. Því hafði verið trúað af mörg- um, að forystumenn íhaldsflokks- ins myndu aldrei ganga svo langt að taka í þjónustu sína stjóm- málastefnu, sem í öðrum löndum hefir rutt sér til valda með líkam- legu ofbeldi. En það mun sjást á framboðunum eftir nokkra daga, hver hugur nú er í þessu efni. Fari svo, að íhaldið hér taki upp hina „þjóðlegu byltingarað- ferð“ Nazistanna þýzku eða eitt- hvað álíka, mega allir frjálslyndir menn vita, hvaða „reynslu“ þeir eiga í vændum, ef ,,tækifærið“ gefst. Og það mættu ýmsir þeir menn athuga, sem nú nefna það „ófrið“, ef stjórmnálamenn leggja skorinort til opinberra mála. Því að það mega menn víta, að ef stórir stjórnmálaflokkar taka upp opinbert dekur við erlendan hryðjuverkahugsunarhátt, geta gerzt hin voveiflegustu tíðindi, einnig á þessu landi, þar sem eigi hefir þekkst blóðug barátta í margar aldir. -----o---- reka landbúnað sem aðalatvinnuveg, með þeim nánari skilyrðum, er í lögum þessum greinir. Ennfremur er heimilt að lána fé úr sjóðnum ábú- endum smábýla við kaupstaði og kauptún, enda sé um stærð býlis full- nægt ákvæðum 57. gr. laga nr. 31 1929. Lán og greiðslur úr sjóðnum fara fram sumpart í reiðufé, sumpart í skuldabréfum Kreppulánasjóðs, eftir nánnri ákvörðun stjórnar sjóðsins. . 5. gr. Skilyrði fyrir lánveitingum úr sjóðnum eru þessi: 1. Aö umsækjandi reki landbúnað sem aðalatvinnuveg. 2. Að hann hafi þann bústofn, sem ab áliti sjóðsstjórnarinnar er nægileg- ur til framfærslu fjölskyidu hans samHliða öðrum tekjuvonum. 3. Að skuldir hans í hlutfalli við eignir séu svo miklar, að sjóðsstjórn- in telji honum ókleift að standa við skuldbindingar sínar eða reka bú sitt á heilbrigðum grundvelli. Við mat á því skal tekið sérstakt tillit til, hvort eignirnar eru arðberandi eða óarðbærar (t. d. hús á jörðu). 4. Að umsækjandi að dómi sjóðs- stjórnarinnar sé vel hæfur til að reka landbúnað. 5. Að hann geti sett þá tryggingu fyrir láninu, er sjóðsstjórnin tekur gilda, enda séu lán þessi ásamt skuldum þeim, sem samið er um samkvæmt 12. gr., forgangsskuldir næst á eftir þeim forgangskröfum, sem nú eru í lögum. C. Að hann geti að dómi sjóðs- stjórnarirmar staðið undir árlegum greiðslum af lánum sínum, er hann hefir fengið stuðning samkvæmt lög- um þessum, samhliða heilbrigðum búrekstri. 6. gr. Til aðstoðar sjóðsstjórninni um að afla gagna til ákvarðana um lánveit- ingar skal skipa þriggja manna nefnd i hverri sýslu. Skal einn skip- aður af sjóðsstjórninni, annar af hlut- aðeigandi sýslunefnd, en atvinnu- málaráðherra skipar formann nefnd- arinnar. Sýslunefnd ákveður, hver skuli vera þóknun til nefndarmanna fyrir störf þeirra. Skal greiða til livers 5 kr. á dag upp í dagkaup og ferða- kostnað úr Kreppulánasjóði, en sýslu- sjóður skal greiða þann kostnað, er verður fram yfir það. 7. gr. Umsóknir um lán úr Kreppulána- sjóði, stílaðar til sjóðstjórnarinnar, skulu sendar hlutaðeigandi héraðs- nefnd, sem afgreiðir þær þegar til sjóðsstjórnarinnar með rökstuddri umsögn um, hvort hún telji, að um- sækjendur geti komið til greina um lánveiting. Ennfremur skal héraðs- nefnd útvega og senda sjóðsstjóminni cftirfarandi gögn svo fljótt sem verða má: 1. Sundurliðaða skrá um eignir lán- lieiðanda og mat héraðsnefndar á þeim, byggt á síðasta skattaframtali. Sé þar nákvæmlega fram tekið,. hverjar fasteignir hans eru, hve mik- ið hann á af hverri tegund búpen- ings, vélar og verkfæri, kröfur á aðra og annað, sem máli skiptir. 2. Sundurliðaða skrá yfir lánar- drottna lánbeiðanda, og skal þar greina skuldarupphæð, hvort skuld er tryggð með veði eða ábyrgð, og hver tryggingin er, gjalddaga, afborgunar- skilmála, greiðslukjör o. fl. 3. Sundurliðaða skrá yfir ábyrgðir lánbeiðanda, og skal þar greina, hverjar aðrar tryggingar eru fyrir ábyrgðai'skuldunum, og þess getið, hverjar líkur eru fyrir, að ábyrgðirn- ar falli á lánbeiðanda. 4. Vottorð hreppstjóra um, hve lengi lánbeiðandi hefir rekið búskap, og hvar. 5. Drengskaparyfirlýsing lánbeið- anda um, að allar upplýsingar séu gefnar eftir beztu vitund. 27. blað. .. ...........*—---- -.........-—-• 6. Rökstutt álit héraðsnefndar um aðstöðu iánbeiðanda til búreksturs, þar á meðal fjölskyldustærð og fram- færingatölu, fólksafla og afkomu- möguleika. / 7. Upplýsingar um aðstöðu til markaðs fyrir búsafurðir hans og uin hlunnindi. 8. Álit liéraðsnefndar um það, und- ir hve háum greiðslum vaxta og af- borgana lánbeiðanda sé unnt að standa, samhliða lífvænlegum bú- rekstri. 9. Aðrar upplýsingar, sem sjóðs- stjórnin kann að óska eftir. 8. gr. þegar eftir að sjóðsstjórnin liefir fengið tillögur liéraðsnefndar tekur hún ákvörðun um það, hvort lán- beiðandi geti komið til greina við lánveiting. Skal hún þá láta birta þrisvar i Lögbirtingablaðinu áskorun til allra þeirra, sem fjárkröfur eiga á lánbciðanda, þar með taldar ábyrgðir, um að lýsa kröfum sínum fyrir stjórn sjóðsins, með sex vikna fyrir- vara frá síðustu birtingu auglýsing- ar. Skal í auglýsingunni tekið fram, að allar ótryggðar kröfur falli niður ógildar, ef þeim er ekki lýst innan hins tiltekna frests. Ef skuldareig- andi, sem eigi hefir lýst viðurkenndri kröfu innan liins tiltekna frests, síð- ar meðan á samningaumleitunum stendur færir líkur fyrir, að hann liafi eigi átt kost á að sjá auglýsing- una, syo sem vegna fjarveru, sjúk- dóms o. s. frv., er sjóðsstjórninni þó heimilt að taka kröfu hans til greina. Að öðru leyti falla niður þær kröfur, s.em eigi er lýst innan hins tiltekna frests. Sé ekki lýst öllum þeim kröf- um, sem taldar eru fram samkvæmt 6. kr. 2. lið, skal sjóðsstjómin sann- prófa, hvort framtalið er rétt. 9. gr. Að liðnum innköllunarfresti skal sjóðsstjórnin svo fljótt sem því verð- ur við komið taka ákvörðun um, hvort liún telur fært að veita lán- beiðanda lán úr Kreppulánasjóði. Telji hún, að umsækjandi geti eigi kornið til greina, skal honum þegar í stað tilkynnt það, annaðhvort bréf- lega eða með símslceyti. 10. gr. Nú telur stjórn Kreppulánasjóðs, að umsækjandi uppfylli þau skilyrði, sem lög þessi setja fyrir lánveiting- um úr sjóðnum, og skal hún þá svo fljótt sem auðið er semja frumvarp til skuldaskila fyrir hann, ef hún telur að hann þurfi að fá eftirgjöf á skuldum. I frumvarpi skulu taldar sér í floklci þær skuldir, er samningn- um er eigi ætlað að ná til, og getið trygginga fyrir þeim, og i öðrum flokki þær skuldir, sem ætlazt er til, að samið sé um. þá skal og skil- merkilega getið, hve háan hundraðs- hluta skuldunaut er ætlað að greiða af skuldum þeim, er samningar ná til. 11. 'gr. þegar eftir að samningsfrumvarp það, sem í 9. gr. getur, er fullsamið, skal sjóðsstjórnin með ábyrgðarbréfi eða símskeyti tilkynna það öllum þeim lánardrottnum, er kröfu hafa lýst i búið, og boða þá á fund með hæfilegum fyrirvara. Samtímis skal skuldunaut sjálfum tilkynnt efni samningsins, og skal hann innan fimm daga frá því tilkynning barst honum í héndur segja til um, hvort hann treystist til að ganga að hon- um. Sé svar neitandi, skal fundar- boð afturkallað í tæka tíð. þangað tii fundurinn er haldinn skal fruin- varp eða staðfest afrit af því liggja skuldheimtumönnum til sýnis í skrif- stofu sjóðsins. 12. gr. Á skuldheimtumannafundi þeim, er í 10. grein getur, skal sjóðsstjórnin leggja fram samningsfrúmvarp, svo og nákvæman efnahagsreikiting é

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.