Tíminn - 10.06.1933, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.06.1933, Blaðsíða 2
96 TÍMINN skuldunauts, staðíestan af stjórn sjóðsins. Skuldheimtumenn eiga lieimting á að fá sérhverjar upplýs- ingar um hag skuldunauts, er sjóðs- stjómin gatur í té látið, peim er og heimilt að bera fram breytingartil- lögur við frumvarpið, og skulu þœr ræddar og bornar undir atkvæði sér- staklega. Verði þær samþykktar, hef- ir sjóðsstjórnin heimild til að taka írumvarpið aftur, ef hún telur þær veruiega máli skipta, Að öðrum kosti bér stjómin frumvarpið undir at.- kvæði skuldheimtumanna þegar að loknum umræðum og atkvæðagreiðsl- um um breytingartillögur. 13. gr. Hljóti frv. atkvæði svo margra skuldheimtumaníla, að þeir hafi ráð yfir meira en helmingi þeirra kratna, er samningnum er ætlað að ná til, liefir sjóðsstjómin heimild tii að stað- festa það, og er það þá bindandi einnig fyrir þá skuldheimtumenn, er greitt hafa atkvæði móti því, eða eigi mætt á fundi. Leysir það þá skuldu- naut undan skyldu til að greiða þann hundraðshluta hverrar samnings- kröfu, sem undan er skilin í samn- ingnum, bæði gagnvart lánardrottni sjálfum, ábyrgðarmönnum og öðrum, er annars hefðu átt endurgjaldskröfu á hendur honum fyrir greiðslu skuld- arinnar. 14. gr. þegar eftir að samningur er stað- l'estur skal sjóðstjórnin ganga frá lánsskjölum og sjá um, að formlega sé gengið frá öllu því, sem samning- urinn kveður á um. 15. gr. Samningur haggar eigi heimild lánardrottins til að ganga að trygg- ingu eða ábyrgð, sem þriðji maður hefir sett fyrir kröfum á skuldunaut. 16. gr. Samningurinn hefir engin áhrif á þær kröfur, er hér greinir: 1. skuldir tryggðar með fasteigna veði, þó því aðeins, að skuldarupp- hæð nemi eigi meiru en verðmæti veðsins. Sé skuldin hærri en verð- mæti veðsins samkvæmt mati því, sem lagt er til grundvallar við samn- ingsgerðina, ná samningar til þess hluta skuldarinnar, sem fer fram úr verði veðsins, enda óski veðhafi ekki eftir kaupum á hinni veðsettu eign fyrir að minnsta kosti 15% hærra verð en matsverð. 2. Skuldir tryggðar með handveði. Gildir að öllu hið sama um þær og liinar, sem taldar voru undir 1. lið. 3. Forgangskröfur samkv. 8. kap. skiptalaganna, að svo miklu leyti sem eigur skuldunauts teljast lirökkva fyrir þeim. 4. Skuldir tryggðar með lausafjár- veði, stofnaðar fyrir 1. jan. 1933, að svo miklu leyti sem veðið hrekkur fyrir þeim. Komi það hinsvegar í ljós, að skuldin sé hærri en verðmæti veðsins samkvæmt mati því á eigum skuldunauts, sem lagt er til grund- vallar við samningsgerðina, ná samn- ingar til þess hluta skuldarinnar, sem fer fram úr verði veðsins. 17. gr. Frá því að skuldunautur hefir sent lánbeiðni til sjóðsstjómarinnar og þangað til samningaumleitunum end- anlega er lokiö, má skuldunautur eigi greiða skuldheimtumönnum skuldir, sem áður voru stofnaðar, hvort sem þær eru fallnar í gjalddaga eða eigi, nema um veðkröfur eða ótvíræðar forgangskröfur sé að ræða. Hann má ekki seija eignir sínar umfram venju- lega afurðasölu og ekki veðsetja þær, nema fyrir nauðsynlegum rekstrar- lánum, og yfirleitt ekki gera neinar þær ráðstafanir, er veruleg áhrif geti haft á efnhag hans. Komi 1 ljós eftir að samningur hefir verið staðfestur, að skuldunautur hefir brotið ákvæði greinar þessarar, er sjóðsstjóminni heimilt að ógilda samninginnn og endurheimta lánið án fyrirfara, ef útborgað hefir verið. það fé, er skuld- lieimtumenn þegar hafa tekið á móti, verður eigi endurheimt. 18. gr. Frá því að skuldainnköllun er út- gefin og þangað til samningaumleit- unum er lokið, má enginn af skuld- iieimtumönnum gera aðför hjá skuldunaut, né heldur verður bú lians tekið til gjaldþrotaskipta á sama tíma. Nú takast eigi samningar og bý skuldunauts er tekið til gjald- þrotaskipta áður en sex mánuðir eru liðnir frá því samningaumleitunum lauk og við skiptin kemur það í ljós, að skuldunautur hefir brotið gegn ákvæðum 16. gr., og má þá með málsókn rifta þeim samningum eða greiðslum, er ólöglega hafa fram far- ið, samkv. reglum gjaldþrotaskipta- liiga, enda sé málsókn hafin innan sex vikna frá því búskipti byrja. Tímabilið frá því að skuldainnköllun er útgefin og þangað til sarriningsum- leitunum er lokið telst ekki moð fyrningartíma skuldar, víxilréttar né neinna réttargerða. 19. gr. Lánum úr Kreppulánasjóði skal varið einungis til greiðslu á skuld- iim lántakanda, og verða þau veitt gegn þeim tryggingum, er stjórn sjóðsins metur gildar. Vextir af lán- unum skulu vera 4 af hundraði á ári. Lánstíminn skal fara eftir ákvörðun sjóðsstjórnar, þó aldrei lengri en 42 ár. Afborgunarskilmál- um skal eftir því sem unnt er haga svo, að Kreppulánasjóður geti staðið straum af innlausn skuldabréfa sinna samkvæmt 2. gr. þó skal það áskilið, að ef efnahag- ur lántakanda breytist svo, að hon- um verði auðvelt að greiða lán sitt á skemmri tíma, að dómi sjóðsstjórn- ar, þá geti hún gert lionum að greiða hærri afborganir af láninu. Ennfremur skal það áskilið, að ef iántakandi breytir um atvinnuveg, þá sé sjóðsstjóminni heimilt að segja láninu upp. Gjalddagi skal vera 15. nóv. ár livert. Ef ekki eru gerð skil á ár- gjaldi fyrir 31. des. næst á eftir gjald- dága, er lánið allt fallið í gjalddaga, og ber stjóm sjóðsins þá að gera nauðsynlegar ráðstafanir til inn- heimtu þess. 20. gr. Stjórn Kreppulánasjóðs rram til 31. desember 1934 skipa þrír menn, aðal- bankastjóri Búnaðarbankans og tveir menn, er atvinnumáiaráðherra skip- ;«r eftir tilnefningu landbúnaðar- nefnda Alþingis. En eftir þann tima skal stjórn Búnaðarbankans falin stjórn sjóðsins án endurgjalds. Búnaðarbankinn hefir á hendi af- greiðslu sjóðsins og reikningshald. Reikningar hans skulu endurskoðað- af endurskoðendum Búnaðarbankans, úrskurðaðir af atvinnumálaráðherra og birtir í B-deild stjórnartiðindanna. 21. gr. Stjórn Kreppulánasjóðs er heimiit að taka lán til þess að flýta fyrir starfsemi sjóðsins, en þó aldrei meira en svo, að öruggt sé, að lánin verði endurgreidd með því fé, er til sjóðs- ins á að falla samkv. 1. gr. 22. gr. I.ánveitingum úr Kreppulánasjóði skal vera lokið fyrir 31. desember 1935. 23. gr. Auk þeirra lána, er ræðir um hér að framan, er stjórn Kreppulána 'sjóðs, með samþykki ráðherra, heim- ilt að veita bændum lán til greiðsli^ á umsömdum afborgunum og vöxt- 'um fasteignaveðslána í opinberum lánsstofnunum, eftir þvi sem nánar kann að verða ákveðið í sérstökum lögum. 24. gr. I reglugerð fyrir Kreppulánasjóð má setja þau ákvæði um stjóm sjóðs- ins, starfrækslu og dráttarvexti, er nauðsynleg þykja, þótt ekki sé gert sérstaklega ráð fyrir þeim í þessum lögum, enda fari þau ekki í hága við nein ákvæði í lögunum. 25. gr. N Lög þessi öðlast þegar gnldi. Samþykkt á Alþingi 30. maí 1933. ----o----- Hjónaband. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman af séra Bjarna Jónssyni ungfrú Sigríður Jónsdóttir frá Varmadal á Kjalarnesi og þórður Björnsson prentari í Acta. pórdís Símonardóttír ijósmóðir lézt að heimili sínu á Eyrarbakka 4. þ. m. Hún var ættuð úr Borgarfirði, en var fulla hálfa öld ljósmóðir á Eyrar- bakka. þórdís var skörungur hinn mesti og merkiskona um marga hluti. ihald - Nazismi. • Enginn stjórnmálaflokkur á íslandi fyr né síðar, og líiUega enginn flokk- ur með neinni mannaðri þjóð, hefir skipt svo oft um nöfn á jafnskömm- um tima sem íhaldsflokkurinn. Öll- um eru þau nöfn kunn: Sparnaðar- bandalag, Borgaraflokkur, íhalds- liokkur, Sjálfstæðisflokkur svo nokk- ur séu nefnd. Og ástæðurnar eru skjljanlegar. Engir h.eiðarlegir flokk- ar þurfa svo tiðrar umskirnar við. Aftur á móti verður flokkur eins og ílialdsflokkurinn, sem fyrst og fremst vinnur fyrir óskir fámennrar sér- liagsmunaklíku, en á þó styrk sinn undir fylgi fjöldans að leita þess fylgis og viðhalda þvi undir fölskum nöfnum og fölskum stefnuskrám, nöfnum, sem hljóma fallega, en eru innihaldslaus, sem skarta á flokkn- um likt og glysbúningar á portkon- um eiga að hylja innri spillingu og sýki, en vinna þeim samtímis fylgi og lagsmenn. Og nú er íhaldið, eða a. m. k. veru- legur hluti þess enn að umskírast. Hin ægiiega ofbeldisstjóm Nazista í þýzkalandi hefir orðið hinum yngri mönnum íhaldsins hér — þeim flas- mestu, vitgrennstu og óklókustu — sú íyrirmynd, sem vakið hefir þeim nýtt nafn og nýja stefnuskrá — naz- istaeftirhermur með áberandi ein- kennum hinna erlendu einræðis- og oibeldismanna. þeir kalia sig „þjóð- ernissinna" eða „þjóðemishreyfingu“ og fara i æpandi flokkum um götur Reykjavíkur, í köpp við kommún- ístanna. í þýzkalandi hafa fiokksbræður og fyrirmyndir þessa lýðs framið hin óheyrilegustu grimmdarverk í morð- um og misþyrmingum á varnarlausu íólki. „þjóðernissinnarnir" íslenzku virðast enn eigi komnir lengra en það, að hóta hörðu þeim, sem þeir telja málstaðnum óþægilega. það sýnist sem andinn sé reiðubúinn. Ofsóknirnar gegn mörgum fræg- ustu og frjálsbornustu öndum þýzka- lands, misþyrmingarnar og bóka- brennurnar eru einhver sorglegasti og svartasti bletturinn, sem á þessa merku þjóð hefir fallið allt frá ægi- legustu tímum miðaldaofsóknanna. Og þegar það er athugað, að há- værasti forystusauður þessa flokks hér er sonur Guðrúnar Lárus- dóttur og sonur Sigurbjörns Ást- valdar Gíslasonar, sem hafa um langan aldur reynt að troða upp á íslendinga ofstækisfullum trúmála- skoðunum, sem hafa eftir mætti illsk- ast —■ a því sviði — við nær hverja frjálsa hugsun, sem fram hefir kom- ið í trúmálum og stjórnmálum ög ýmsum ritverkum okkar fremstu höf- unda. þegar þetta er athugað, er þá eigi full ástæða til þess að vænta hér eitthvað líkrar baráttu gegn frjálsri hugsun og alþjóðarumbótum, sem nú geysar æðislegast í þýzkalanii. Sumir telja fjarstæðu að gera ráð fyrir, að fasistar eða nazistaflokkur eigi hér vaxtarskilyrði. Aðrir segja sem svo — og hafa það eftir ein- hverjum íhaldsmönnum — að íhaldið sé svo ánægt með samsteypustjórn- iná, að nú ríði mest á að halda sömu aðstöðu áfram. Staðreynain er þó sú, að Mbl. og Vísir fá aldrei nóg- samlega lofað hakakrossberana. þau blöð hafa lítið að athuga við morð og limlestingar, útlegðardóma, fjár- rán og bókabrennur, þegar slíkar að farir eru framdar í þarfir misréttar og kúgunar íhaldsstéfnunnar og með guðsnafn á vörunum. Hugsum okkur fjandskapinn gegn frjálsri hugsun svo langt komið, að hér væri efnt til bálfarar íslenzkra úrvalsverka, t. d. framan við bækistöð heimatrúboðs- ins. þar væru m. a. borin á bál verk Einars Benediktssonar, sem t. d. hefir orkt kvæði eins og „Nóttin helga“ og „Sjá, hin ungboma tið“. þar færu sögur E. H. Kvarans, sem nær allar mæla í gegn andlegii og félagslegri kúgun, bækur Haralds Níelssonar, þorsteins Erlingssonar, Stephans G. Stephanssonar, Matthi- asar, Gests Pálssonar og ótal fleiri, svo ekki séu nú nefndir höfundar eins og Kamban og Kiljan. Og kring- um þetta bál stæði hópur af hlakk- andi fíflum með Gíslum og Guörún- um, Pálum og Pétrum að ógleymdum alþingismanni íhaldsins, sem lét svo um mælt í þinginu (það var Jóliann úr Eyjum) að heldur þætti sér virð- ing í að vera kenndur við þessu nýju „þjóðernishreyfingu". það skal játað, að það er erfitt að hugsa sér þvílíkt brjálæði, en dettur nokkrum kunnugum til hugar.. að þessi nýskirði íslenzki nazista- eða „þjóðernis“-lýður, sé mannaðri eða menntaðri en miðlungsfólk þýzku of- beldisflokkanna? þótt sumt í eftirhermuhætti íhalds- unglinganna og' forráðamannani.a sé hlægilegt, er málið í heild alvarlegra en marga grunar. Ef ihaldið hér i Reykjavík ætlar að gleypa við naz- ismanum lítt eða óskipt sem nyju baráttuformi, ef það lætur anda hans íenna ofan í sig, eins og nýtt vin í gamla belgi, ef það hyggur til of- beldislegrar sérhagsmunabaráttu und- ir fölsku yfirskyni ættjarðarástar og guðsorðs eða öðrum viðeigandi grím- um, þarf íslenzka þjóðin að taka fyr- ir kverkar slíkrar óhæfu í tíma. Menn af öllum flokkum, sem hafa andstyggð á þessu eftirhermubrölti íslenzka íhaldsins, eiga að mynda samtök til verndunar frjálsri hugs- un og gegn valdi hðimskunnar, of- beldisins, ofstækisins. íslenzk alþýða hefir gert það fyr. þegar fulltrúi danska heimatrúboðsins hér hefir verir að pota sér fram í prestastétt- ina, vildu söfnuðurnir ekki við hon- um líta og hefir hann aldrei náð ombætti. Og þannig munu íslending- ar fara að enn, hvort, sem í hlut á öfgafullt heimatrúboð eða ofbeldis- sinnað íhald. H. r A viðavanyi. Kreppumálin. Tíminn birtir í dag í heilu lagi löggjöfina um Kreppulánasjóð og mun birta í næsta blaði lögin um „heimildir til ýmissa ráðstafana vegna fjárkreppunnar", en hvort- tveggja var samþykkt nú rétt fyrir þinglokin. — Er þar um að ræða verulega viðleitni í þú átt að létta undir með bændastéttinni í erfiðleilt- unum. Sjálfsagt stendur margt til bóta í þe^sari löggjöf, og mun það koma í ljós með reynslunni. En ýmsir hafa hér lagt hönd að verki, auk þeirrar vinnu, sem stjórn og Alþingi hafa í mál þessi lagt. Má þar nefna bændanefndina, sem safn- aði skýrslu um fjárhag bænda, stjórn Sambands ísl, samvinnufélaga, sem drjúgan skerf hefir lágt til þessara mála, og síðast en ekki sízt flokks- þing Framsóknarmanna, sem án efa veitti málum þessum rika áherzlu. En það þykir Tímanum sjálfsagt, að öllum bændum landsins gefist þegar í stað kostur á að kynnast gerla þessari löggjöf, og því eru lögin sjálf birt„ svo að eigi þurfi að leika á tveim tungum, hvað í þeim stendur. Sum atriði í þessum lögum er Tím- inn óánægður með eins og áður hefir verið á minnst, og mun tími gefast til að athuga þau efni. Frá nazistum. Á fundi nazista við Arnarhólstún hér í bænum 2. þ. m. flutti Gísli Bjarnason langa ræðu. Nefndi hann 12 menn, er hann taldi skaðlegasta jjjóðfélaginu, og mun íhaldinu hafa þótt liam> sýna með þessu óþarflega Ijóst skyldleikann milli ihaldsins og nazista, því að þessir 12 menn voru ailir andtæðingar íhaldsins. þá var orðbragð ræðumanns áhrifaríkt fyr- ir þau börn, er á hann hlust- uðu. Til dæmis sagði hann það um einn af þessum tólf (Jónas Jónsson), að hann skyldi „ekki fá að ganga um götur Reykjavíkur". Ekki kvaðst hann fullyrða hvernig æfilok hans yrðu, en sagði, að: „ef liann verður hengdur, er bezt að senda skrokkinn til S. í. S. eða til Noregs". þannig orðrétt eftir haft. Um annan (Jón Baldvins- son) sagði ræðumaður, að ef verk lians væru rannsökuð, „væri hann birgur með 6 til 10 ára tugthús". Að loknum þessum „fundi" héldu þessar „þjóðernishetjur" um götur Miðbæj- arins, þar á meðal framhjá þing- húsinu, þar sem Alþingi sa\ á fundi, og æptu þar að hinu þúsund ára gámla Alþingi. Áheyrandi. Útverðir íhaldsins. íhaldið er flokkur þeirra, sem láta aðra stríða fyrir sig, þeirra, sem vilja lifa af erfiði annara. Afla- klærnar ráða öllu í flokknum. Gott dæmi er það, að Jón JJorl. kúgaði nýlega allt sitt lið til að eyðileggja injólkursölumálið fyrir bændum á Suðurlandi, aðeins til að þólcnast Thor Jensen Korpúlfsstaðabónda. Hitt er annað mál, að aflaklæmar og fjárplógsmenn ráða yfir atkvæðum fjölmargra fátæklinga, sem eru þeim háðir. En auk þess hafa íhaldsmenn ýmiskonar hliðarstarfsemi til að styrkja flokk sinn. þeir hafa dans- og slarkfélög fyrir unga fólkið. þeir láta Guðrúnu Lárusdóttur, Ástvald, Knút og Sigurbjörn í Vísi halda uppi bænasamkomum, þar sem talað er fjálgleik um fagnaðarboðsknp kristn- innar. Jafnframt hafa þeir ofbeldis- deild sína, nazistana, þar sem Gisli í Asi prédikar urn krossferð braskara og fjársvindlara móti samvinnufé- lögum. Allt er þetta sama fólkið, en sín aðferðin á við á hverjum stað: Skemmtanafélögin fyrir þá, sem það vilja. Guðliræðslan fyrir þá, sem það vilja. Guðhræðslan fyrir þá, sem vilja vera sælir í einfaldleikan- um, og loks er boðskapur þýzkra nazista: hryðjuverk og ofbeldi, þókn- anlegt vissri tegund kjósenda. En allt sameinast þetta fólk við kjör- borðið og kýs ihaldið. ** Játuingar í Mbl. Ólafur Thors ritar atliyglisverða grein i Mbl. í dag með fyrirsögninlii: „Sigrar Sjálfstæðismanna". Byrjar Ólafur á að kvarta um að „Sjálf- stæðismenn séu óánægðir — óánægð- ir með miðstjórn flokksins — óá- nægðir með þingflokkinn, óánægðir með pólitik Sjálfstæðisflókksins yfir- ieitt". En þetta stafar af því, segir Olafur, að „nýgræðingar" í íhalds- flokknum hafa ox-ðið undir í valda- samkeppninni við „snjallari flokks- bræður“(!) og reyna nú að „tor- tryggja og vekja óánægju í garð þeirra samherja, sem staðið hafa í fylkingarbroddi". — Eftir þessu er samkomulagið ekki allskostar gott í ihaldsflokknum nú. þá hverfur Ólaf- ur aftur í liðna tímann og er heid- ur en ekki drjúgur af þátttöku í- haldsnmnna i. samsteypustjórninni. Segist honum svo frá, að það sé nú ílialdsfiokkurinn „rúmur þriðjungur þingsins, sem iuarkar stefnuna í höfuðlögyjöf þingsins", og með „höf- uðlöggjöf“ virðist liann eiga við ltjördæmamálið. „þetta er ekki illa að verið af minnahluta flokki á einu einasta ári“, bætir hann við, til áminningar fyrir þá „óánægðu" íhaldsmenn. En aðalávinningurinn er þó eftir því sem fram kemur í greininni, að liafa losnað við Jónas Jónsson úr rikisstjórninni. „Sjálf- stæðismenn réðu því, að hvorki Jón- as Jónsson né hans likar urðu i stjórninni", segir Ólafur nú. En, segir hann, til þess að afmá öll verk J. J. „nægir ekki að eiga aðeins einn ráðherra af þrem, aðeins 15 þingmenn af 42. Til þess þarf Sjálf- stæðisflokkurinn að verða einráð- ur“.*) — þessar játningar eiga að. nægja til að friða hina óánægðu í íhaldsflokknum, en þær ættu líka að nægja til þess, að umbótamenn landsins skilji, hvað til þeirra frið- ar lieyrir. (Allt, sem hér er innan tilvitnunarmerkja er úr grein Ólafs Thors i Mbl.). Foringjaeínið. Til að sýna eign sina á „hreyfing- unni“ sem bezt, hefir íhaldinu ekki þótt nægja, að hrósa henni i blöðum sínum, láta Jón þorl. tala um „hrein- ar hugsanir", heldur hefir það líka eftirlátið henni eitt af blöðum sínum, svonefndan „Siglfirðing“, sem það gefur út á Siglufirði. En rausn þess við „lireyfinguna" er þó talin meiri í vændum. Eins og vitað er, er for- ingjaleysið eitt höfuðmein „hreyfing- arinnar". Hefir því heyrst að Magnús Guðmundsson eigi að verða foringi „hreyfingarinnar", ef hann fellur í Skagafirði i sumar. Ihaldið telur sig þá ekki hafa „brúk“ fyrir hann lengur. En hann er álitinn nógu ó- lireinn til þessarar stöðu, eftir Hlað- gerðarkotskaupin, Behrensmálið, Krossanesreiðina o. fl. af slíku tæi. Styrbjöm. Ólafur á flótta? það er mál kunnugra, að Ólafur Tliors sé maður huglítill, þegar á reynir/ enda er nú að fást ábyggilegri sönnun þess. Að undanförnu liefir hann komið sér mjög illa við marga af kjósendum sínum, i fiskkaupamál- um o. fl., og hafa margir af beztu stuðningsmönnum hans frá því við seinustu kosningar, lýst því yfir, að þeir muni ekki kjósa hann oftar. þetta hefir að vonum skotið Ólafi skelk í bringu, og mun hann ein- dregið hafa í huga, að leita fyrir sér í öðru kjördæmi við kosningar þær, sem í hönd fara. En hvert flóttanum verður stefnt, er óráðið ennþá, því *) Leturbr. Ólafs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.