Tíminn - 17.06.1933, Blaðsíða 1
Kosningabaráttan
í sveitakjördæmunum.
Vöxtur Framsóknarflokksins.
Framboðsfresturinn rennur út
á morgun. Frambj óðendur allra
flokka munu þegar ákveðnir í
flestum eða öllum kjördæmum.
Kosningarnar sjálfar fara fram
eftir fjórar vikur — sunnudaginn
16. júlí.
Vegna strjálbýlis og örðugra
samgangna verður þetta e. t. v.
síðasta blað Tímans, sem vissa c-r
fyrir að komizt út um allar
byggðir landsins á þessum fjór-
um vikum. Tíminn vill því nú
þegar að svo miklu leyti sem nú
er unnt, draga fram meginlínurn-
ar í viðhorfi kjósendanna í sveit-
unum nú um kosningarnar.
Baráttan í sveitakjördæmunum
mun nú eins og að undanförnu
verða milli Framsóknarflokksins
og íhaldsflokksins. Hinir smærri
flokkar koma þar naumast til
greina. Milli tveggja stærstu
flokkanna eiga sveitakjördæmin
að velja nú eins og áður. Reynsl-
an hefir sýnt, að íhaldið hefir
stöðugt verið að tapa fylgi í sveit-
unum, jafnframt því sem almenn-
ingur hefir vaknað til skiiníngs á
eðli flokkanna og' starfi. 1927
unnu Framsóknarmenn Vestur-
I-Iúnavatnssýslu, síðara sætið í
Norður-Múlasýslu, Vestur-Skapta-
fellssýslu, og tveir eldri þing-
menn, sem áður höfðu verið utan
flokka, gengu þá í Framsóknar-
flokkinn. 1931 vannst Dalasýsla,
Barðastrandarsýsla, fyrra sætið í
Skagafirði og sæti í Rangárvalla-
sýslu. Sömuleiðis lá þá mjög
nærri, að Framsóknarflokkurinn
ynni Snæfeilssýslu og síðara sæt-
ið í Skagafirði, og í Gullbringu-
og Kjósarsýslu hafði atkvæða-
magn flokksins þá meir en þre-
faldast frá næstu kosningum á
undan.
Allt er betra en íhaldið!
Sjónarmiði sveitanna í hinni póli-
tísku baráttu hefir aldrei verið bet-
ur lýst en með hinum frægu
kjörorðum Tryggva Þórhallsson-
ar í kosningunum 1927: „Allt
er betra en íhaldið“. I þeim kosn-
ingum og næstu árin á eftir voru
samtök móti íhaldinu alstaðar á
meðal vinnanda fólks til sveita og
sjávar. Meirihluti íhaldsflokltsins í
Alþingi var í þeirn kosningum
brotinn á bak aftur. Og enginn
maður neitar því framar, að á
næstu árunum eftir þær kosning-
ar var meiri viðleitni sýnd í því
en nokkru sinni áður á jafn-
skömmum tíma að bæta kjör al-
mennings, og alveg sérstaklega að
draga úr þeim erfiðleikum, sem
stafa af einangrun og strjálbýli.
Sú viðleitni var. gerð af heilum
hug. 0g skylt er að viðurkenna
það og þakka, að í öllum þeim að-
gerðum, sem verulega þýðingu
máttu hafa til að bæta kjör
sveitafólksins, naut Framsóknar-
flokkurinn á þingi hins drengi-
legasta stuðnings frá fulltrúum
alþýðunnar í kaupstöðum og
sjávarþorpum. Enda var í stefnu-
skrá og starfi Framsóknarflokks-
ins jafnan tekið tillit til umbóta-
þarfar á kjörum verkamanna, og
vakandi skilningur á því samstarfi
og velvild, sem eðlileg er og sjálf-
sögð milli kjósenda með svipuð
lífskjör, hvort sem þeir eiga
heima í sveitum eða kaupstöðum.
Og þó var allan þann tíma unnið
að því af mikilli elju í blöðum
íhaldsins, að spilla þessari eðlilegu
velvild, með því að rægja foringja
Framsóknarflokksins í kaupstöð-
unum og verkamennina í sveitun-
um. En hámarki sínu náði sú
starfsemi, þegar frambjóðendum
Framsóknarmanna var varnað
máls í Reykjavík vorið 1931 af
æpandi æsingaskríl íhaldsins á
kosningafundunum þar.
Eins og nú standa sakir er
íhaldsflokkurinn eini flokkurinn í
landinu, sem er sveitunum til
muna hættulegur. Nazístamir eru
hér taldir með íhaldinu, því að
hvorttveggja er sömu náttúru, og
sprottið úr sama jarðvegi. Komm-
únisminn er að vísu skaðleg
stefna með enn skaðlegri starfs-
aðferðum. En sigur á íhaldinu er
líka sigur yfir kommúnismánum,
því að þar sem íhaldið er veikt
og lítils megnugt í lýðfrjálsu
landi, hjaðnar kommúnisminn
niður eins og bóla. Barátta Ai-
þýðuflokksins hinsvegar er mjög
takmörkuð við kaupstaðina og
lengst af vinsamleg í hinum sér-
stöku málefnum sveitanna.
En hættan, sem sveitunum
stafar af íhaldinu, liggur í
tvennu, fyrst og frémst: Að
flokkurinn er yfirleitt fjandsam-
legur þeim málefnum, sem al-
menningi í sveitunum eru mikils-
verðust og viðkvæmust — og að
íhaldið er fjölmennur flokkur,
sem stefnir að því, að ná hrein-
um meirahluta á Alþingi og getur
tekizt það eftir að hin nýja
stjórnarskrá með aukning á
valdi kaupstaðanna er í gildi
gengin, ef andstæðingar þess eru
ekki nógu vel á verði og nógu
samtaka. Þetta verða allir kjós-
endur í sveitakjördæmunum að
hafa fyrir augum þegar við kosn-
ingarnar í sumar, þó að sú hætta,
sem hér um ræðir, sé ekkert ná-
lægt því að vera yfirvofandi fyr
en á næsta ári.
Hvað er íhaldsflokkurinn?
Fjandskapur íhaldsins gegn
hagsmunamálum almennings er
og hefir ávalt verið mjög skilj-
anlegur. Hann er ekki sprottinn
af illgirni eða „mannvonzku“ í
venjulegum skilningi, heldur þeim
hagnaði, sem kjarni þess flokks
hefir af því, að almenningur sé
lítilþægur í kröfum til lífsgæða.
Þessum hagsmunum hins raun-
verulega íhalds, hefir verið lang-
bezt lýst í hinni margumtöluðu
greín Jóns Þorlákssonar í Lög-
réttu 1908, sem skrifuð var áður
en höfundur hennar var búinn
að átta sig á, hvernig afstaða
hans myndi verða, þegar flolckar
skiptust um innarilandsmálin.
Hinn raunverulegi kjarni íhalds-
flokksins er tiltölulega fámenn,
dulin hagsmunasamtök. Það eru
um 10 stórútgerðarmenn í Reyk-
javík, 300—400 heildsalar og
smákaupmenn, álíka tala af húsa-
og lóðaeigendum, 1000—2000
peningamenn og iðjulítið fólk,
sem þarf að standa í skjóli efna-
mannanna og tilsvarandi fólk
annarsstaðar í kaupstöðum og
kauptúnum. I sveitunum hér á
landi hefir enginn maður eðlilega
hagsmuni af því að vera í íhalds-
flokknum. Sveitafylgi þess flokks,
sem að vísu hefir farið hrað-
minnkandi, er byggt á hinum
sorglegasta misskilningi manna,
sem óafvitandi vinna á móti
sjálfum sér í þjónustu þess valds,
sem skaðlegast er viðreisnar- og
framfaraþrá umkomulítils al-
mennings.
En staðreyndiniar sjálfar í
þessum efnum, sem allir kjós-
endur í sveitum landsins þekkja
af eigin reynslu nú orðið, eru,
ólj úgfróðastar um þá hættu, sem
sveitakjördæmunum stafar af í-
haldsflokknum, ef hann yrði „ein-
ráður“ eins og ólafur Thors ný-
lega hefir komizt að orði í Mbl.
Hvernig er dómur reynslunnar?
Ihaldsmenn eru á móti kaupfé-
lögunum. Þar eru kaupmanna-
hagsmunimir að verki. Kaupfé-
lögin hafa verið látlaust ofsótt af
íhaldinu á allar lundir og starfs-
menn þeirra níddir niður. Ihalds-
blöðin hafa þrásinnis borið út al-
gerlega ósannar sögur um Sam-
band ísl. samvinnufélaga og fjár-
hag þess og kaupfélaganna, aðeins
í því skyni, að rýra traust þess.
Kaupfélögunum er brigslað um
það af íhaldsmönnum, að þau
hafi stuðlað að skuldasöfnun
bænda, þó að slíkt sé hin fárán-
legasta fjarstæða. Það er opin-
bert leyndarmál, að íhaldsflokk-
urinn á enga ósk heitari en þá, að
leggja kaupfélögin svo rækilega
í rústir, að ekki standi þar steinn
yfir steini, og geta látið kné
fylgja kviði gagnvart þeim mönn-
um, sem fremstir hafa staðið í
samvinnuhreyfingunni víðsvegar
á landinu.
Ihaldsflokkurinn er á móti
styrkjum og lánveitingum til
ræktunar í sveitunum. Hann er á
móti vegalagningum um sveitirn-
ai1, símalagningum og endurbót-
um húsakynna með stuðningi
hins opinbera. Og það er af því,
að íhaldsflokkurinn hefir ótrú • á
sveitunum og væntir sér þaðan
einskis hagnaðar. I Reykjavík er
sú trú mjög að útbreiðast meðal
ungra íhaldömanna, að sveitirnar
eigi sér enga framtíð, og að
fjárframlögum til þeirra sé „stol-
ið af Reykvíkingum“ og á glæ
kastað.
íhaldsflokkurinn er á móti al-
þýðuskólum. Hann hefir engan
áhuga fyrir því, að ungt sveita-
fólk eigi kost ódýrrar menntunar,
og finnst það a. m. k. ekki of gott
að sækja hana til Reykjavíkur.
Hann er vinveittur embættis-
mannaskólum með latínulærdómi,
af því að latínulærdómur vandi
menn á það í gamla daga að vera
stórbokkalegir og líta niður á alla
alþýðu. Og slíkir menn eru mjög
heppilegir fyrir íhaldsflokkinn.
Ihaldflokkurinn er á móti lýð-
ræðinu. Það sýnir framferði naz-
istanna bezt nú.
íhaldsflokkurinn er á móti um-
bótum í réttarfari. Hann vill hafa
yfirhilmingar með landhelgisbrot-
um vegna stórútgerðarmanna, þó
að með því stórspillist bjargræði
sjómanna í sjóþorpum víðsvegav
um landið. Hann vill hata „næsta-
réttarréttlæti“ í dómum. Hann
vill sýna vægð við gjaldþrota-
menn í háum stöðum.
íhaldsflokkurinn er á móti rétt-
læti í skattamálunum. íhalds-"
fiokkurinn veldur því að fjárlög-
in 1934 eru með greiðsluhalla sem
nemur á aðra miljón króna.
íhaldsflokkurinn er skjaldborg
þeirra, sem hafa há laun og eiga
miklar eignir, en hann er fús til
að hækka tolla, sem koma niður
á fátækum almenningi.
íhaldsfokkurinn hefir megnustu
fyrirlitningu á bændastétt lands-
ins. Það kom fram í „mosagrein-
inni“ í hitteðfyrra. Það hefir
komið fram í skrifum Heimdallar
nú í vor. Það kemur fram í Vísi
þessa dagana, þar sem bændum
er brugðið um leti, ómennsku og
sníkjuhátt. Það kom fram í ræðu
Nazistaforingjans Gísla Bjarna-
sonar, sem sagði, að bændastéttin
væri ráðlaus eins og „fullur mað-
ur við símastaur“ og að bændurn-
ir væru „sveitarómagar" á
Reykjavík, en stæðu í þeirri
meiningu, að „engir aðrir en þeir
mættu neinu ráða“ um landsmál-
in.
Það skal að vísu viðurkennt, að
sumt af þvi, sem hér er nefnt, á
ekki við um alla þá, sem fylgja
íhaldsflokknum. En á þennan veg
er hugarfarið í kjarna flokksins,
sem stefnunni ræður, blöðin kost-
ar, og hagnaðinn hefir af starfi
flokksins. Og íhaldsmennirnir
fylgjast að sem einn maður í at-
kvæðagreiðslum á Alþingi í öllu,
sem nokkru varðar. Loforð ein-
stakra frambjóðenda úti í kjör-
dæmunum eru lítils virði í þing-
sölunum.
Kjördæmamálið og íhaldið.
I því málinu, sem mörgum er
nú minnisstæðast, kjördæmamál-
in, hafa sveitakjördæmin nú feng-
ið áþreifanlega sönnun þess,
hvers þau mega vænta sér af því
að kjósa íhaldsmenn á þing, ef í
odda skerst um hagsmuni sveit-
anna. I íhaldsflokknum á Alþingi
hafa nú og í fyrra setið sex full-
trúar kosnir af sveitakjördæmum
éða a. m. k. þar sem sveitirnar
geta ráðið úrslitum. Ef þessir sex
þingmenn hefðu stutt málstað
sveitanna, var honum algerlega
borgið. En íhaldsfulltrúar þessara
sveitakjördæma voru með í því
að gera verkfall og neita að sam-
þykkja fjárlögin í fyrravor, til
þess að heimta að vald sveitanna
væri minnkað á Alþingi. Magnús
Guðmundsson og Jón Ólafsson
studdu ekki málstað Skagfirðinga
eða Rangæinga í þessum átökum.
íhaídið sá, að það var orðið undir
í sveitunum, og þá reið á að
minnka vald þeirra, og fulltrúar
sveitakjördæmanna gengu eins og
aðrir að því verki. Og Pétur
Magnússon, sem nú er boðinn
Rangæingum, vildi að þingmanna-
fjöldinn yrði ótakmarkaður, jafn-
vel þó þingið yrði að geymast í
færikvíum(!), ef aðeins væri hægt
að draga úr valdi Rangæinga og
annara „sveitakarla“, sem nú
hafa of mikinn rétt að dómi
Reykjavíkuríhaldsins. Þannig er
hugur íhaldsfulltrúanna jafnan á
Alþingi — einnig þeirra, sem at-
kvæði hafa í sveitunum.
Hvað á að verða eftir
kosningarnar?
Sambúð sú í landsstjórn við
íhaldsmenn, sem þingmenn Fram-
sóknarflokksins neyddust til að
taka upp í fyrravor hefir nú stað-
ið eitt ár. Endurminningar Fram-
sóknarmanna frá þessu „reynslu-
ári“ voru rifjaðar upp að nokkru
í síðasta blaði. Um þetta sam-
starf var þegar í upphafi nokkur
ágreiningur innan Framsóknar-
flokksins, og töldu sumir, að þar
væri fremur um mun á starfs-
aðferð en stefnu að ræða. Tíminn
var þessu samstarfi andvíg-ur
þegar I stað, og er enn þeirrar
skoðunar, að af því samstarfi hafi
Framsóknarflokkurinn haft bæði
skaða og skapraun. En um slíkt
þýðir eigi að sakast nú.
Hitt er einsætt nú, er kosning-
ar eru fyrir hendi, að taka upp af
fullum krafti baráttuna gegn
íhaldinu í öllum svéitakjördæmum
landsins og undirbúa sem traust-
ust þau átök, sem gera þarf í
öðrum kosningum hér í frá til
þess að sporna við því fyrirhug-
aða „einræði“ sem íhaldsflokkur-
inn telur sig ætla að ná eftir
stj órnarskrárbrey tinguna.
Það getur ekki verið álitamál,
að samstarfinu við íhaldið verði að
slíta þegar í stað eftir kosningarn-
ar. Enda hafa ályktanir þess efnis
verið samþykktar í fulltrúaráðum
og félögum Framsóknarmanna (t.
d. í Árnessýslu og Gullbringu- og
Kjósarsýslu, nú síðustu dagana.
Framsóknarflokkurinn getur ekki
haft neina tilhneigingu til að vera
hluttakandi í einræðisdraumum
Ólafs Thors og Magnúsar Jóns-
sonar milli kosninga. Og sérstak-
lega fyrir sveitakjördæmin eru
önnur nákomnari viðfangsefni en
draumar Reykjavíkuríhaldsins nú
um alveldi í landinu.
Alþingi, sem nú er lokið, hefir
lagt grundvöll að víðtækri aðstoð
við landbúnaðinn. Svo á að heita
sem íhaldsflokkurinn hafi lagt lið
þeirri viðleitni. Mun þó óttinn við
þingrof út af þessum málum og
kjósendurna í sveitunum þar hafa
ráðið mestu um afstöðu þess
flokks. Er það einsætt mál, að
enginn flokkur, sem nokkurt kjör-
fylgi á í sveitunum, myndi
treysta sér til að ganga opinber-
lega gegn þeim málum. En fjarri
fer, að séð sé fyrir um endanlega
lausn þessara mája. Tekjuöflunin
er enn að verulegu leyti óleyst
mál, ]iar sem íhaldið hefir neitað
um þá skatta, sem réttlátastir
eru og sjálfsagðastir. Og mjög
verður undir því komið hversu fer
um stjórn kreppuhjálparinnar. Sú
ástundun, sem á það var lögð af
íhaldinu, að samvinnufélögin
fengju eklci fulltrúa í stjórn
Kreppulánasjóðsins, er illur fyrir-
boði fyrir samvinnumenn a. m. k.
ef andstæðingar Samvinnustefn-
unnar ættu að fara með völd í
landinu á þeim tíma, sem mótuð
verður starfsemi sjóðsins.
Baráttan er hafin.
1 blöðum íhaldsmanna er kosn-
ingabaráttan þegar hafin. Það er
enginn „friðarandi“ í þeirri bar-
áttu. Að einhverju leyti byggja
þeir vonir sínar á sundrung, sem
þeir telja sig hafa lagt grundvöll
að innan Framsóknarflokksins og
að samstarfið um landsstjórn
hafi sljófgað ábyrgðartiifinningu
Framsóknarmanna og skilning á
hlutverki þeirra. Hvorugt mun
reynast sannmæli. Að fenginni