Tíminn - 17.06.1933, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.06.1933, Blaðsíða 3
TÍMINN 101 Klemens Jðesson bóndi og kennari á Álftanesi verður, eins og skýrt er frá á öðr- um stað hér i blaðinu, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hann er fæddur 1876 í Jórvík í Alftaveri i Vestur-Skapta- fellssýslu. Foreldrar hans voru Guð- ríður Klemensdóttir og Jón Jónsson bóndi í Jórvílc. Haustið 1898 fór Iílemens í Flensborgarskólann, lauk siðar kenharaprófi. Eftir það var liann tvo vetur farkennari eystra, en fór síðan til Ivhafnar og dvaldi þar við Kennara háskólann um hríð. En síðan 1905 hefir liann verið barna- kennari á Álftanesi og stundað bú- skap jafnframt. Klemens Jónsson hefir gegnt fjölda trúnaðarstarfa þá nærri þrjá tugi ára, sem hann hefir átt heima á Álftanesi. Oddviti hreppsnefndar hef- ir hann verið um 20 ár og sýslu- nefndarmaður álíka lengi. Hann er einn af stofnendum Mjólkurfélags Reykjavíkur, og sat í nefnd þeirri er vann að undirbúningi félagsstofn- unarinnar. Endurskoðandi félagsins hefir hann lengi verið og er enn. I fasteignamatsnefnd sýslunnar hefir hann verið formaður, og fleira mætti telja, sem raun ber um það traust, sem hann hefir notið í sveit sinni og héraði. Hann er kvæntur Auð- björgu Jónsdóttur. þá nú. Torfti er aftur settur á Mýr- arnar, en Thor á Snæfellsnes. — þá sýnir blað ungra íhaldsmanna ekki hvað sízt þá lítilsvirðingu, sem íhaldsforsprakkáTnir hafa á unga fólkinu í flokki sínum. Yfir það er settur maður á fimmtugsaldri, ang- urgapi og flón í rithætti og,í tilbót uppgjafaritstjóri við ein fjögur íhaldsblöð. Slíkt myndi ekki líðast af ungum mönnum í neinum öðrum flokki. — En það hafa íhaldsforingj- arnir sér til afsökunar, að íhalds- æskan er lélegasta æskan, að íhald- inu vilja ekki fylgja nema þeir ung- ir menn, sem eru liugsunarlausir um alla framtíð, eiga engar hugsjónir og vilja ekkert til gagns fyrir þjóðina gera. það er með öðrum orðum and- lega dauð æska, og þess vegna líður hún værugjörnum og athafnalitlum íoringjum það, að hún í sínum eigin flokki, sé réttindalaus æska. Styrbjörn. pegar Kvelfúlfarnir dettal þeir Kveldúlfsbræður eru nú tveir < í lcjöri við kosningarnar 16. júli n. k., Ólafur á Reykjanesi og Thor á Snæfellsnesi. En hvorugur mun komast að. Vonandi að togurunum í Faxaflóa verði ekki allt of bylt við, þegar Kveldúlfamir detta, sinn á hvoru nesinu. pað fjórða! Nazistar kváðu hafa heimtað mann frá sér í annað sætið á íhaldslistan- um við næstu alþingiskosningar hér í bænum. „það fjórða gæti komið til mála“, á Jón þorláksson að hafa sagt. Mun þeim hafa þótt óbjörgu- legt Magnúsi dósent og Pétri bók- sala, að eiga að þoka sér niður fyrir livorn „Gislann" sem væri. í Rangárvallasýslu verða þeir í kjöri áfram af hálfu Framsóknarflokksins, sr. Sveinbjörn Högnason og Páll Zophóníasson ráðunautur. Er það samkvæmt á- kvörðun fulltrúaráðs Framsóknar- manna í sýslunni. Munu Rangæing- ar nú minnast þess góða starfs, sem sr. Sveinbjöm hefir unnið á Alþingi í samgöngumálum Sunnlendinga og mun hitt einnig vera almennt viður- lcennt, að hann hafi á þingi verið óþreytandi að knýja fram hags- munamál héraðs síns og það jafnvel svo, að hæggerðari þingmönnum annara liéraða hefir þótt nóg um. þá munu menn og minnast þeirrar góðu þátttöku, sem Páll Zophónías- son átti í framgangi brúabygging- anna og undirbúningi þess máls. -— það mun nú vera flestra manna máí,' að Jón Ólafsson hefði gott af að taka sér livíld frá þingstörfum og sé fremur atkvæðalítill á þingi. — Pétur Magnússon féll í Húnavatns- sýslu í hitteðfyrra og verður eklci meira um að falla hjá Rangæingum nú, enda er hann þingmaður hvort eð er, og þeir Rangæingar væru að kjósa varamann íhaldsins, Kára Sig- urjónsson á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi, sem færu að greiða Pétri atkvæði nú. Níðgrein Mbl. um Pálma Loftsson og Skipa- úígerð ríkisins, sem birtist í gær, mun verða nánar athuguð hér í blaðinu. Mun í því sambandi tekin fil meðferðar „endurskoðun“ Lúðvíks C. Magnússonar, sem M. G. fyrir- skipaðj, og sparnaðuriim af þeirri ráðstöfun, þingsályktunartillagan urn varðskipin, sem drepin var i þing- inu, o. fl. Auk framboða, sem talin eru annarsstaðar í blað- inu skal þess getið, að fulltrúaráð flokksfélaganna í Árnessýslu, Skaga- fjarðarsýslu, Eyjafjarðarsýslu og Suður-þingeyjarsýslu hafa ákveðið sömu frambjóðendur af flokksins hálfu og í kosningunum 1931. Á Ak- ureyri mún Árni Jóhannsson verða í kjöri. í Dalasýslu gefur Jónas þorbergsson nú eigi lengur kost á sér til framboðs og hefir ritað mið- stjórn flokksins bréf um það efni. Hefir þorsteinn Briem ráðherra í al- mennri prófkosningu meðal flokks- manna í héraðinu, sem fram fóru samkvæmt fundarályktun í héraðinu og fyrirmælum miðstjórnar, verið valinn frambjóðandi flokksins þar. í Suður-Múlasýslu gefur Sveinn Ól- afsson ekki lengur kost á sér til framboðs, og hefir þar staðið yfir prófkosning. Fundur í Framsóknar- félagi Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, til að ákveða frambjóðendur í þeim kjördæmum, stóð í gær, og var eigi frétt ai honum, þegar þetta er ritað. í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu er Hannes Jónssön dýralæknir í kjöri af flokksins hálfu, samkvæmt áslcorun flokksmanna í héraði og á- lyktun miðstjórnar. Yfirleitt munu frambjóðendur úr Framsóknarflokkn- um verða þeir sömu og við síðustu kosningar, með þeim undantekning- um, sem nefndar hafa verið. Skríll og skrílblöð. Eins og menn vita hefir íhaldið haft þann sið, að gefa út skrílblöð til að flytja þær ritsmíðar, sem jafn- vel þóttu ósamboðnar Mbl., vegna óvöndugheita og sóðalegs orðbragðs. Meðal þeirra blaða eru Stormur og Framtiðin. En opinberlega hefir flokksstjórnin afneitað þessum blöð- um. — Hliðstæða starfsemi hjá í- haldinu hafa nazistarnir rekið í vor. En íhaldið man eftir „skrilvikunni“, og lætur þvi í veðri vaka, að naz- istarnir boði og fremji ofbeldi á eig- in spítur og lætur sér nægja, að kjassa þá öðru hverju í Mbl. — En nú kemur hið sanna í ljós, því að fregnir um sérstök framboð frá naz- istum reynast vera tilhæfulausar. þeir eru ekkert annað en skríldeild úr ílialdinu, óhreinu börnin, sem ekki má kannast við, en leita til föð- urhúsanna fyrir kosningar. þáttur úr sögu fjárlaganna. Frá því fyrsta, að íhaldsflokksins tók að gæta i íslenzku stjórnmálalífi, liefir aðalmál flokksins við allar kosningar af honum sjálfum ver- ið talið eitt og það sama: Meiri sparnaður, gætileg fjármálastjórn, lækkun ríkisútgjalda, afnám bitl- inga og annað í svipuðum tón. Og með mikilli harðsækni, fyrir aðstoð peningavaldsins hefir flokknum telc- izt að véla marga kjósendur og feng- ið þá til að trúa þessum ginning*um sínum. — Við kosningar þær, sem nú standa framundan er sýnilegt, að flokkurinn ætlar enn á ný að nota þetta gamla vopn sitt og að sparn- aðarloforðin muni hljóma með engu minni áfergju í eyrum kjósendanna en við seinustu kosningar, næstsein- ustu og kosningarnar þar á undan. — íhaldsblöðin ræða nú mjög um ógætilega afgreiðslu fjárlaganna á Orgel-haFmonium sum notuð, önnur ónotuð, hefi ég til sölu. Mörgum gerðum og mis- munandi er úr að velja, frá ein- radda hljóðfærum til sexradda. Verð frá kr. 225.00. — Vildar- greiðslukjör. Menn í sveitum geta fengið að greiða afborganir af andvirði hljóðfæra á þeim tíma árs, sem þeim hentar bezt. ELÍAS BJARNASON Sölvöllum 5. Reykjavík. Borðið islenzkan matl Klæðist íslenzkum lötum! Kaupið íslenzkar iðnaðarvörurl Ferðist alltaf með íslenzkum skip- um! Gefið góða ísl. bók, fallegt ísl. málverk, eða einhvern góðan hlut | unninn af ísl. höndum, í tækifæris- | gjöf. — Ef menn sýna í verkum sín- um, að þeir vilja styðja það sem innlent er, þá eru þeir betri íslend- ingar, en þeir, sem gala á strætum og gatnamótum um „ísl. endurreisn11, en styðja í verki allt útlent og 6- þjóðlegt. seinasta Alþingi. Væri því ekki und- arlegt, ef hugur 'hefir fylgt máli hjá íhaldsmönnunum við seinustu kosn- ingar, að fram hefði komið sterk viðleitni hjá emhverjum þeirra 15 þingmanna, sem íhaldið átti á sein- asta þingi, um að fá liagkvæmari af- greiðslu fjárlaganna, og að frá þeim hefðu komið ákveðnar tiiiögur í þá átt. — í meðferð fjárlaganna á sein- asta Alþingi gefst kjósendunum rétt sýnishorn af vilja íhaldsins til að efna kosningaloforð sín. Meginhluti breytingatillagnanna, sem fram komu við. fjárlögin voru frá fjárveitinga- nefndum. í þeim áttu sæti bæði ílialdsmenn og Framsóknarmenn. þar kemur því skýr vilji flokkanna ekki fram. Sama er að segja um tillögur, sem iluttar eru af nokkrum þing- mönnum úr tveim eða öllum flokk- unum sameiginlega. Tillögur, sem hægt er að byggja á sem grundvöll um rétt viðhorf flokkanna, eru þær einar, sem fluttar eru af flokksmönn- unum einum. Breytingartillögur þær, sem íhalds- menn fluttu, til hækkunar á út- gjaldabálk fjárlaganna námu saman- lagt 249.400 króna, en breytingartil- lögur, sem þeir fluttu, til lækkunar á útgjöldunum námu samanlegt 7750 kr. Auk þessa fluttu þeir tillögu til útgjalda- og ábyrgðarheimilda fyrir ríkisstjómina, sem námu samanlegt 610 þús. kr., en til lækkunar á þess- um lið fjárlaganna fluttu þeir eina tillögu, sem nam 15 þús. kr. þessar tillögur íhaldsmanna um afgreiðslu fjárlaganna, sýna annað tveggjá, að þingmennirnir hafa ekki talið með- ferð fjárlaganna eins óforsvaranlega og íhaldsblöðin vilja vera láta, eða þá hitt, að sparnaðarloforðin eru aðeins til vegna kjósendanna um kosning- ar, en ekki vegna þess, að þau séu ilialdinu neitt hugðarefni né áhuga- mál. Styrbjörn. ——o----- Fréttir Aðalfundur Sís stendur nú yfir á Akureyri. Sigurður Kristinsson og Jónas Jónsson fóru norður með Dettifoss á miðvikudag, er, Jón Árna- son var farinn áður, Aðalsteinn Kristinsson er nú utanlands. Nýr doktor við háskólann hér. Ein- ar Ólafur Sveinsson mag. art. varði í gær við doktorspróf í háskólanum, rit sitt 'um Njálu, sem nýkomið er út að tilhlutun Menningarsjóðs. Mun þessa rits, sem óhætt má telja hið merkilegasta, verða nánar getið hér í blaðinu, þegar rúm og tími vinnst til. Jarðskjálfta varð vart hér sunnan- lands á laugardaginn var og einnig lítilsháttar á sunnudag. Rússlandsfararnir fimm, sem héðan fóru 20. apríl sl. komu heim núna i vikunni, og sögðu frá för sinni í' Iðnó í gær. Svo mun hafa verið til ætlast, að menn af öllum stjórnmála- flokkum væri í för þessari. Útflutningur. Á fyrstu fjórum mán- uðum ársins hafa verið fluttar út ís- lenzkar afurðir fyrir 13 milj. kr. Er það 3 milj. kr. minna en á sama tíma i fyrra. Fiskafli. 1. júní síðastl. nam fisk- með fullnaðarprófi getur fengið vel launað starf frá miðjum september næstkomandi. Umsóknir með nauðsynlegum upplýsingum merktar „1933“ send- ist afgreiðslu Tímans fyrir 15. júlí. Bændaskólinn á Hólum. starfar frá 15. okt. til aprílloka ár hvert. Námstími er tveir vetur. Fyrri veturinn almennt lýðskólanám, en búfræðinám liinn síðari. Auk þess er starfrækt sérstök deild með ems vetrar búfr-eðinámi, einkum fyrir vel undirbúna og- þi'oskaða nemendur. Dvalarkostnaður vetrarlangt um^kr. 300.00. Verkleg námsskeið vor og haust þar sem kennd eru öll helztu störf við jarðrækt og garðrækt. Skólabúið hefir öll helztu jarðvrkju- tæki, sem að notum geta komið hér á landi. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 15. sept. 1933. Steingr. Steinþórsson. afli hér við land frá því á áramót- um 57.854 þurrum smál. Er það ea. 12 þús. tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Útsala Gefjunar í Reykjavík er flutt á Laugaveg 10. Er ánægjulegt að koma þangað og sjá hina fjöl- breyttu og fallegu dúka, sem verk- smiðjan er nú farin að framleiða. það þarf ekki tryggð né stuðning við innlent efni og vinnu til að taka margt af Gefjunarvörum fram yfir ýmislegt útlent rusl, sem selt er með svipuðu verði. En þar fyrir utan nota allir góðir íslendingar að öðru jöfnu það sem innlent er, þvi með því styðja þeir sjálfa sig um leið og þeir vinna að alþjóðarheill. Skrifstofa Framsóknarílokksins er á Laugaveg 10. Sími 2353. Á sunnudaginn synti 18 ára gömul stúlka, Sigríður Hjartar, dóttir Frið- riks Hjartar kennara, yfir Oddeyrar ál á 21 mínútu. Áður hafði það verið . þreytt skemmst á 25 mínútum. íþróttamótið hefst í dag og verður keppt í ýmsum íþróttum. í því taka þátt 5 félög, 3 úr Rvík og 2 utan af landi, íþróttafélag Borgar- íjarðar og Knattspyrnufélag Vest- inannaeyja. Keppendur verða alls 40—50 íþróttamenn og konur. Knattspyrnumóti íslands lauk nú i vikunni. í því tóku þátt fjögur félög, öll í Reykjavík. Úrslitin urðu þau, að Knattspyrnufélagið Valur vann og lilaut með þvi nafnið bezta knatt- spyrnufélag íslands. — 1 fyrra fór tlokkur knattspyrnumanna úr Val til Danmerkur og keppti þar við góðan orðstír. — þegar forseti í. S. í. af- henti verðlaunin að mótinu loknu, lcvartaði hann mjög undan fram- komu margra áhorfenda, sérstaklega unglinga, sem höguðu sér ósæmilega meðan leikur stæði yfir; hrekti jafn- vel fólk í áhorfendastúkum úr sæt- um sinum. Sagði hann, að slíkt myndi tíðkast óvíða nema hér. Grein Jónasar Jónssonar í nýút- kominni Samvinnu: „S^imvinna og kommúnismi", kemur út sérprentuð í næstu viku og verður seld hér á götunum. Samvinnan, 1. hefti yfirstandandi árgangs, er nýútkomið. Byrjar það á grein eftir Guðlaug Rósinkranz um Robert Owen, þórarinn þórarinsson skrifar um Alþjóðasamband sain- vinnumanna, og ritstjórinn, Jónas Jónsson frá Hriflu skrifar greinar, sem hann nefnir: Ný viðfangsefni, Kennslubú, Samvinna og kommún- ismi og Byggingar. Auk þess eru myndir ásamt stuttu æfisöguágripi af fimm ungum kaupfélagsstjórum: Ágústi Einarssyni i Hallgeirsey, Helga Hannessyni Rauðalæk, Agli Thorarensen Sigtúnum, þórði Pálma- syni Borgarnesi og Benedikt Gutt- ormssyni Stöðvarfirði, svo og fréttir. Er Samvinnan mjög læsileg og eigu- leg að vanda. Trotski fer heim. Útlendar fréttir segja að Trotski, einn aðalbyltingar- foringinn í Rússland, sem féll í ónáð hjá Staíin og -var gerður útlægur og hefir sðan farið víða um og flutt Reykjavik. Simi 1249 (3 línur). Símnefni: Sláturíélag. Áskurður (á brauð) ávalt fyrir- liggjandl: Salami-pylsur. Hangibjúgu (Spegep.) nr. 1. giid Do. — 2, — Do. — 2, mjó Sauða-Hangibjúgu, glld Do. mjó, Soðnar Svína-rullupylsur, Do. Kálfa-ruilupylsur, Do. Sauða-rullupylsur, Do. Mosaikpylsur, Do. Malacoffpyisur, Do. Mortadelpylsur, Do. Skinkupylsur, Do. Hamborgarpylsur, Do. Kjötpylsur, Do. Lifrarpylsur, Do. Lyonpylsur, Do. Cervelatpylsur. Vöi'ur þessar eru aliar búnar til á eigin vinnustofu, og stand- nst — að dómi neytenda — sam- anburð viö samskonar erlendar. Verðskrár sendar, og pantanir afgreiddar um allt iand. KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR Bankastræti 2, simi 4562. Bezt og ódýrast brauð og kðlrar í Reykjavík. — Hart brauð oelt — í heildsölu út um land. — Hafi kaupendur Tímans bústaða- skipti og eins ef ekki er rétt skrifað utan á blaðið til þeirra, eru þeir viixsamlega beðntr um að gera af- greiðslunni viðvart, — Afgrelðslan er á Laugavegi 10. Sími 2353. fyrirlestra, sé nú aftur komínn í sátt við rússnesku stjómiria og sé á för- um til Rússlands. Áivinnuleysið í Danmörku. í Dan- mörku hefir verið mikið atvinnuleysi að undanförnu, þrátt fyrir ýmsar kreppuvarnir umbótaflokkanna, sem fara nú með völd þar i landi. En nú fer atvinnuleysið þar minnkandi. 1 byrjun marz voru þar 193 þús. at- vinnuleysingja, en í maílok ekki nema 100 þris. Gandhi sveltur. Fyrir skömmu ákvað Gandlii að taka á sig þriggja vikna langa sveltu í mótmælaskyni við einhverjar ráðstafanir Englend- mga og neyta á þeim tíma einskis nema vatns. Ilefir liann nú aflokið sveltunni og er furðuhress á eftir. A meðan á henni stóð léttist hann um 18 pund, úr 98 niður í 80. „Belgaum“- málið. Tífriinn hefir í gær fengið frá hæstarétti afrit af öll- um skjölum og réttargerðum þess máls, og mun almenningi gei-ður kost- ur á að kynnast þeim nánar, ef til- efni gefst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.