Tíminn - 17.06.1933, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.06.1933, Blaðsíða 2
100 TÍMINN ,,/eynslu" síðasta árs ganga Frarasóknarmenn samtaka í öllum kjördæmum til þessara kosninga. Þeir hafa heldur eigi gleymt því gamla kjörorði, að „allt er betra en íhaldið". Skipulag og samvinna í flokknum er nú, eftir flokks- þingið í vetur, betur tryggt en nokkru sinni fyr. Og sveitakjör- dæmin munu við kjörborðið gefa íhaldsfulltrúunum það sanngjarna ráð, að verða brott úr þeim stól- um, sem sveitakjósendur hingað til hafa lagt þeim til á Alþingi. Uppbótarþingsætin ættu að vera sæmileg þóknun fyrir þá elju, sem yfirstéttin í Reykjavík og vika- piltar hennar hafa lagt í það að reyna að eyðileggja áhrif sveita- kjördæmanna á löggjöf landsins. Á 3. flokksþingi Framsóknar- manna, sem háð var síðastliðinn Hæstaréttardómur er nú loks geng- inn í hinu umtalaða „Belgaum“-máli eftir að rétturinn er búinn að hafa málið á fjórða ár til meðferöar. Er þessi dráttur málsins einn út af fyr- ir sig algjörlega áverjandi, og myndi annuö eins tæplega geta átt sér stað í nokkru öðru landi Norðurálfunnar. Enda er það vitanlegt, af hverju þessi langi dráttur stafar og að þær ástæður eru allt annað en glæsilegar fyrir réttaröryggið í þessu landi, því að þessi óhæfilega langi dráttur hefir verið notaður til þess fyrst og fremst að ófrægja skipherrann á varðskip- inu, sem hér á hlut að máli og flæma hann frá starfi. Er framkoma dóms- málastjórnarinnar gagnvart þessum ötulasta og skylduræknasta starfs- manni landhelgisgæzlunnar algjör- lega fordæmalaust gerræði. Eins og kunnugt er, er nú liðið meira en ár síðan skipherranum var vikið frá starfi, á grundvelli kæru, sem verj- andi hins ákærða skipstjóra og með- eigandi i togaranum sendi dóms- málaráðuneytinu. En þrátt íyrir it- rekaðar bréflegar krttfur hefir skip- herrann ekki fengið málið útkljáð, og getur meiningin ekki verið önnur en sú, að hafa, ef unnt væri, áhrif á úrslit umrædds togaramáls og hindra þann manninn frá starfi, sem allra lengst, sem landhelgisbrjótum hefir staðið mest ógn af árum saman. Togarinn „Belgaum" var tekinn við Snæfellsnes i7. marz 1930, með vörpuna úti. — þegar varðskipið varð togarans vart, gaf það hon- um þegar stöðvunarmerki, með því að auðsætt þótti, að hann væri að veiðum innan landhelgislínu. En í stað þass að nema staðar, sneri togarinn þegar frá landi og stefndi til hafs. Á útsiglinguna horfðu yfir- menn varðskipsins og maður, sem stóð við fallbyssu skipsins. þegar að- vöruninni var ekki sinnt, skaut varð- skipið hverju aðvörunarskotinu eftir annað rétt í námunda við togarann þangað til hann að lokum var stöðv- aður. ■ Staður togarans, þar sem hann loks nam staðar, var síðan á- kveðinn af varðskipinu. Togarinn var á reki, og voru gerðar þrjár mœlingar frá varðskipinu. Sýndi fyrsta mælingin togarann 0,2 sjó- mílur innan landhelgi, en síðari mælingamar rétt um línuna eða aðeins fyrir utan hana. Skipstjóri togarans neitaði i rétt- inum að hafa verið í landhelgi og bar fyrir sig sínar eigin miðanir, sem hann kvaðst hafa gert ásamt stýrimanni sínum, en þeir eru vitan- lega báðir mælingafróðir. þegar þess- ara miðana var krafizt í réttinum, lagði stýrimaðurinn þær fram, en svo undarlega brá þá við, að jafn- vel þessar miðanir, sem gerðar voru á togaranum, sýndu stað hans, þeg- ar nánar var athugað, innan við landholgislínuna. Lá þannig fyrir þegar á fyrsta stigi málsins óve- fengjanleg játning frá skipstjóra og stýrimanni togarans sjálfs um, að þeir hefðu verið í landhelginni, og var miðun þeirra í fullu samræmi við mælingar skipherrans á Ægi. Skipstjórinn á Belgaum var svo í lögregluréttinum dæmdur til sektar fyrir fullframið landhelgisbrot. (Áður hafði hann tvisvar verið sektaður vetur kom samhuga vilji flokks- mannanna víðsvegar að af land- inu fram í eftirfarandi yfirlýs- ingu um viðhorfið til íhaldsflokks- ins, sem samþykkt var í einu hljóði hinn 11. apríl s. 1.: „Flokksþingið er þeirrar skoð- unar, að yfirleitt verði að telja óaðgengilegt og geti verið hættu- legt fyrir umbótaflokk með stefnuskrá eins og Framsóknar- flokksins að vinna með íhalds- flokki að stjórn landsins“. Með skírskotun til þessarar yfirlýsingar og með tilliti til þeirra staðreynda, sem raktar eru hér að framan, munu sveitakjör- dæmin, þar sem samtök Fram- sóknarmanna hafa vaxið ár frá ári, afgreiða frambjóðendur íhaldsflokksins í kosningunum 16. júlí næstkomanda. fyrir ólöglegan umbúnað veiðarfæra). Dómurinn er byggður á mælingum varðskipsins eins og þær lágu fyrir með tilvísun til mælinganna á tog- aranum sjálfum og með tilliti til þess, að togarinn hefði samkvæmt eiðsvörnum framburði þriggja manna togað frá landi, eftir að hann fékk i'yrstu áðvörunina og þangað til staðurinn var ákveðinn, þar sem hann loks nam staðar á útleið. Er það og venja verstu landhelgisbrjóta að. sigla tit hafs, þegar þeir verða varðskipa varir, til þess að staður þeirra verði mældur sem fjarst Iandi, og á varðskipunum er því jafnan gefinn ítarlegur gaumur að stefnu togarans og útsiglingartíma, og svo var einnig í þessu máli. Enda hefir það verið undantekningarlaus venja í dómum, eins og sjálfsagt er, að taka tillit til þessa atriðis, og liggja fyrir um það margir hæsta- réttardómar i málum erlendra togara. Málinu var þvínæst áfrýjað til hæstaréttar. Á því stigi málsins kemur til sögunnai' Páll Halldórs- son skólastjóri Stýrimannaskólans og frændi hins ákærða skipstjóra og telur sig þá sanna, að mæling- arnar séu allar rangar (einnig þær sem gerðar voru á togaranum!) og að Belgaum hafi ekki verið í land- helgi. það skal tekið fram, að Páll vann þetta verk sitt fyrir beiðni verjandans, meðeiganda skipsins, en var ekki til þess kvaddur af réttin- um. Samkvæmt úrskurði hæstarétt- ar voru svo útnefndir þrír menn til að rannsaka staðinn og mæling- arnar, þeir þorkell þorkelsson for- stöðumaður Veðurstofunnar, Guð- mundur Kristjánsson kennari við Stýrimannaskólann og Brynjólfur Stefánsson skrifstofustjóri hjá Sjó- vátryggingafélagi íslands. Er þar skemmst frá að segja, að niðurstaða þessara dómkvöddu manna kollvarp- aði gersamlega kenningum Páls um staðarákvörðunina. Töldu þeir, að staðurinn, þar sein togarinn loks stansaði á útleið geti verið á svæð- inu frá 190 metrum fyrir innan línu til 600 metra fyrir utan. En Páll hafði talið, að sumar mælingarnar sýndu skipið 0,86 úr mílu fyrir utan landhelgina. Skrifaði þá Páll nýtt vamarskjal, sem hann lagði fyrir hæstarétt með löngum reiðilestri um hina dóm- kvöddu menn. En upp úr þessu byrj- uðu ofsóknimar gegn skipherra varð- skipsins og útúrsnúningur úr bók- um varðskipsins. það mál hefir áð- ur verið rækilega upplýst hér í blað- inu og þeim upplýsingum aldrei mótmælt af neinum opinberlega. í hæstarétti er nú hinn ákærði skipstjóri sýknaður eftir rúmlega þriggja ára undirbúning, með> þeim umbúnaði, sem lýst er hér að fram- an. Og hvernig eru svo forsendur rétt- arins fyrir þessum hneykslanlega sýknudómi? Páll Halldórsson, aðstoðarmaður hins ákærða við málsvörnina, er að- alheimild réttarins er ekki hinir dómkvttddu menn. Á hans umsögn- um er sýknun byggð. I forsendum eru tínd upp lið fyrir lið kæruatriði verjandans gagnvart Börnifl og stjórnmálin Stéttarfélag barnakennara í Reykja- vík hefir sent blöðunum eftirfarandi fundarskýrslu: „Stéttarfélag barnakennara í Reykjavík hafði fund 9. júní síðast- liðinn. Var fyrsta mál: Börnin og stjórnmálin. Sigurvin Einarsson nar framsögumaður. Tillaga þessí var samþykkt: Fundurinn kýs 5 manna nefnd til þess að undirbúa og koma í fram- kvæmd skipulagðri starfsemi kenn- ara, er miði að því að fá börnum bæjarips á skólaskyldualdri menning- arleg viðfangsefni í hendur, einkum að sumrinu, svo sem leikjum, störf- um, ferðum, námi o. fl. og sem fjar- lægi börnin frá skaðlegum áhrifum götulífsins. Tillögu þessa báru fram Arngr. Kristjánsson, Sigurvin Einarsson og Sigurður Jónsson skólastj. Urðu miklar umræður um málið. þessir menn voru kosnir i nefndina: Arn- grímur Kristjánsson, Hallgrímur Jónsson, Jón Sigurðsson, Sig. Jónsson og Sigurvin Einarsson. Sigurður Jóns- son kallar nefndina saman. Annað mál var: Kvikmyndahúsin og eftirlit kvikmynda. Hallgrímur Jóns- son hafði framsögu: þessi tillaga var samþykkt frá Gunnari M. Magnúss og Hállgr. Jónssyni: Vegna þess að lög frá Alþingi mæla svo fyrir, að einn maður skuli vera gagnrýnandi barnakvikmynda, skorar fundurinn á stjórn Sambands ís- lenzkra barnakennara að gera þú kröfu, að kennari verði skipaður að- algagnrýnandi barnakvikmynda. þá tilkynnti fomiaður félagsins, að Björii Bjarnarson teiknikennari ætli að hafa námskeið í teikningu frá 19. júni til 30. júní að tilhlutan 'Sam- Jiands íslenzkra barnakennara. það hefir komið fyrir, að kennarar hafa notað kennaranafnið sem dul- nefni undir greinar, sem snerta stjörnmál, trúarbrögð eða stéttarmál kennara og skotið sér þannig undan einkaábyrgð. Vegna þessa báru þeir Arngr. Kristjánsson og Gunnar M. Magnúss fram eftirfarandi tillögu: „Fundurínn fordæmir framkomu þeirra kennara, sem skrifa í lands- málablöð pólitískar greinar, er varða stéttina sem heild eða störf hennar, eri skjóta sér undir dulnefnið „kenn- ari“ eða „nokkrir kennarar" og láta þar með í Ijósi villandi og vafasam- ar liugmyndir um opinbera afstöðu stéttaririnar um stéttarmál o. fl. Er því skorað á stjórn Samb. ísl. bama- kennara að hafa glöggar gætur á þvílíkum ritsmíðum og varði héðan í frá brottrekstri úr stéttarsamtökum kennara að gerast sekur um nefnt at- liæfi. Var þessi tillaga samþykkt að við höfðu nafnakalli. Greiddi einn at- kvæði á móti. (Útdráttur úr funda bók Stéttarfélags ísl. barnakennara). Gunnar M. Magnúss íorm. Hallgr. Jónsson ritari.“. skipherra varðskipsins, þó að rétt- mæti þeirra sé enn óútkljáð, og þau eru ásamt umsögn Páls Halldórsson- ar notuð sem undirstaða dómsniður- stöðunnar. Dómararnir minnast ekki á það einu orði í forsendunum, að þrír menn liafa unnið eið að því, að þeir hafi liorft á Belgaum toga beint út frá landi í áttina út úr landhelginni og að togarinn nam ekki staðar fyr en scint. og síðarmeir, þótt skotið væri frá varðskipinu hverju aðvörun- arskotinu eftir annað. Og hvergi er heldur á það minnst í forsendunum, að fyrir réttinum hafi þegar í upphafi legið óbein játning frá hinum ákærða sjálfuin, sem hyggð var á mælingum sjálfs hans og stýrimanns á Belgaum. þannig er þessi dómur og forsend- ur hans. Hann er hliðstæður hinnm minnisstæða dómi í Magnúsarmálinu, ótvírætt réttarhneyksli, ein sönnunin enn í viðbót. fyrir því óviðunandi ástandi, sem nú er í réttarfarsmál- unum, einföld þjónusta við þá, sem þurfa að semja „frið“ við réttvísina í þessu landi. Vinnandi menn Bændur, sjómenn og daglauna- inenn eiga samleið. • En nú reyna margir skammsýnir eða eigingjarnir menn að rægja þá sundur. Að þess- ar stéttir séu andvígar hver annari, er líka nauðsyn þeirra, er lifa á þeim, án þess að gera svo að segja nokkurntíma ærlegt verk sjálfir. Bóndinn er verkamaður, sem vinn- ur verðmætin úr skauti jarðarinnar, sjómaðurinn ei' verkamaður, sem vinnur auðæfi úr hafdjúpunum og daglaunamaðurinn er verkamaður, sem vinnur langoftast að því að koma vörum landbóndans eða sjó- mannsins áleiðis til neytandans eða umbreyta vörunum í verðmætara á- stand. Öllum þessum stéttum er hagsmunamál, að þær allar liafi serrt bezta afkomu. Hafi daglauiiamaður- inn í liæjunum gott kaup og nóga atvinnu, kaupir hann meira og hærra verði vörur bændanna og sjómannanna. Sé velmegun í sveit- unum, geta bændurnir greitt betra lcaup og þá þyrpist líka minna af sveitabúum til kaupstaðanna, til að laka atvinnuna frá þeim, sem þar búa, bæði claglaunamönnum og sjó- mönnum. Til þess að sveitabúskapur þrífist hér á íslandi, er eitt fyi-sta og stærsta skilyrðið, að efla velmeg- un kauptúnanna. Og það eiga að myndast þorp inni í landinu, þar sem bezt eru skilyrðin fyrir ræktun, raforku eða jarðhita. Ákjósanlegast, að kjarninn í þeim væru samvinnu- byggðir. Hefir verið ritað dálítið um það annarsstaðar og frumvarp kom í'ram þess efnis á síðasta þingi. — það er varia að búast við, að við getum keppt að mun á hinum tak- markaða og optast yfirfyllta erlenda markaði við frjóu og blíðu löndin með landbúnaðarvörur, sem fram- leiddar eru á þessu norðlæga landi. En fiskimiðin höfum við umhverfis strendurnar ein hin auðugustu í heimi. Fjárhagsleg afkoma þjóðar- : innar hlýtur að verða mikið undir þvi komin, að hagnýta þau sem bezt. Skoðun okkar margra er samt sú, að varanlegust eign fyrir framtíðina sé vel ræktað og byggt land, meðal ; annars af því, að hollara sé fyrir börn og unglinga að alast upp „á grasi", og af því hve nauðsynlegt er að frámleiða handa öllum lands- mönnum sem mest sjálfir á sínu eig- in iandi. það er áreiðanlegt, að bændur, sjómenn, iðnaðar- og dag- launamenn' gætu lifað hér góðu lífi margfallt fleiri en nú, en þá er i fyrsta og stærsta skilyrðið fyrir þessar stéttir, að vinna saman. það er noyð fyrir vinnandi menn, að láta sína verstu andstæðinga taka í gegnum verzlunina þetta 10—50 aura af hverju krónuvirði, er þeir afla með erfiði sínu. Við það verða þeir íátækari, en yfirdrottnararnir fleiri og voldugri. það er eyðilegging fyrir bændur, sjómenn og verka- nvenn, að launa fjölda af höfuðand- stæðingum sínum margföldum launum samanborið við þá, er vinna erfiðisvinnu, og það ekki ósjaldan fyrir lítið og lélegt starf og jafnvel stundum aðeins fyrir að reita af fá- tælcum heiðarlegum mönnúm, sem nenna að virina, síðustu möguleik- ana fyrir að framfleyta sér og sín- um nánustu. það verður aldrei góð afkoma alls vinnandi almennings fyrri en hann ræður alveg yfir tækjum þeim, er i hann þarf að nota sér til framfærslu tii sjós og sveita. Aldrei fyrri en vinnandi^ mennirnir læra að vinna saman og koma skipulaginu á fram- leiðslu og viðskiptum í viðunandi lag. Aldrei fyrri en bændur, sjó- rnenn, iðnaðar- og daglaunamenn skilja, að góð afkoma einnar þessar- ar stéttar er hagur hinnar og að það er á valdi þeirra og lífsnauð- syn, að gera jarðveginn óhæfan fyrii sníkjusveppi þá, sem fram að þessu hafa lifað á þjóðfélaginu og sogið í sig mcst af þrótti og uppskeru hinna vinnandi manna. V. G. Skilsamir kaupendur Tímans í Reykjavík og | nágrenni — og aðrir sem eiga hægt I með —, gerðu blaðinu greiða ef þeir i! vildu lita inn á afgreiðslu þess og A víðavanýi. Vestan af Snæfellsnesi berast nú alleinkennilegar fréttir. I fyrsta lagi þær, að Halldór Steins- son var lcúskaður af sinum eigin flokksmönnum hér syðra, og látinn draga sig til baka. Kveldúlfur, sem vill eiga sína umbjóðendur á Al- þingi til að sjá 'um „gætilega" land- helgisgæzlu (sbr. gætilega fjánnála- stjórn) og að þyngstu skattarnir livíli á bændum, verkamönnum og sjómönnum kom því til leiðar að Thor Tliors var látinn fara þar fram. En sagan er ekki öll búin. Óskar Clausen er maður nefndur, trúr íhaldsmaður, ekki illa gefinn, en nokkuð virðingagjarn. Hann hefir við undanfarnar kosningar langað mjög fram þar vestra, en Halldor hefir alltaf fengið hunn til að hætta, með því foroi'ði, að haft er eftir Ósk- ari sjálfum, að sjálfur færi hann að hætta þingmennsku og þá skyldi hann sjá um, að Óskar yrði eftir- maður sinn. En ógæfa Óskars var meiri en sú ein, að Kveldúlfur vildi fá að koma Thor að. Á útifundi, sem íhaldið hélt nýlega í Reykjavík og Óskar talaði á, sagði hann að vestur á Snæfellsnesi væri fólkið svo sparamt, að bændurnir ættu fulla kistuhandraða af gamalli og úreltri mynt og konumar ættu 38 ára gömul klæðispils, sem ný. Svona fólk, sagði hann, á að vera til fyrirmyndar. þessu reiddust eyðsluklæmar í Rvík og fannst því vera stefnt að sér. Var það m. a. sem ýtti undir reykvísku forráðamennina, til að sparka Hall- dóri, hundsa Óskar og taka Thor. En sagan segir, að þegar Óskar hafi frétt um framboð Thors, hafi hann fyllst mikilli reiði, liringt i Halldór og borið honum svik á brýn. En Halldór hafi borið það af sér, með því að segjast engu hafa ráðið sjált- ui' og sér hefði verið gefið til kynna að draga sig í hlé, en hinsvegar skyldi hann verða fýrsti meðmælandi Óskars, ef hann byði sig fram. þeg- ar seinast fréttist var sagt að Óskar væri í undirbúningi með framboð, en ólíklegt er þó að af því verði, því Kveldúlfur er ríkur. — Við síðustu kosningar hsgkkaði atkvæðatala Hannesar Jónssonar úr 259 upp í 475 atkv. Hefir liann og árum sam- an unnið að því að hrinda fram á- hugamálum héraðsins, sem þingmað- ur væri, miklu meir en fulltrúinn_ á Alþingi. Styrbjttm. í Gullbringu- og Kjósarsýelu verður í kjöri af hálfu Framsókn- arflokksins Klemens Jónsson bóndi og kennari á Álftanesi. Hefir full- U'úaráð Framsóknannanna í kjör- dæminu einum rómi skorað á hann til framboðsins. og eru beztu vonir um að hann reynist sigursæll í kosningunum. Enda fer nú fylgi Ól- afs Thors í héraðinu þverrandi með degi hverjum, ekki sízt meðal út- gerðar- og sjómanna í Gullbringu- sýslu, sem þykjast eiga Kveldúlfi lítið gott upp að unna. Mun þeim þykja nær að kjósa innanhéraðs- mann, áreiðanlegan og lífsreyndan, eins og Klemens Jónsson, sem gegnt hefir um áratugi fjölda trúnaðar- starfa og hefir hvers manns traust. Er það flestra manna trú, að þing- mennska Ólafs muni nú fara sömu leiðina og ráðherradómur hans sl. vetur. íhaldið og æskan. Morgunblaðið skýrir þannig frá íramboði íhaldsins í Reykjavík, að þegar félag gamalla íhaldsmanna liefði verið búið að ákveða 3 efstu mennina á listann, þá hafi það snúið sér til félags ungra íhalds- manna og boðið því að skipa í t'jórða sætið. Fyrir valinu í það varð Jóliann Möller formaður Heimdall- ar. þetta litla dæmi sýnir rétt íhalds- æskunnar innari sinna herbúða. þgg- ar gömlu mennirhir eru búnir að á- kveða menn í þau sæti, sem eru nokkurnvegin viss, þá gefst þeiin ungu allramildilegast kostur á því, að ráða í það sæti, sem er alveg víst með, að ekki er hægt að vinna. Alveg sama sagan endurtekur sig, þegar ungu mönnunum í flokknum er leyft að bjóða sig fram í kjör- dæmum utan Reykjavíkur. Thor Thors og Torfi Hjartarson voru sett- ii' í þau kjördæmi við seinustu kosn- ingar, sem voru frá upphafi alger- lega vonlaus. Sama er gert við BHHHBMHnMMUm Gleymið ekki að borge Timann. j, borga blaðið þar. — Gjalddagi þessa Gjalddaginn var 1. Júni. ;J árgangs var 1 .júní. Aigreiðslan er srin á Laugaveg 10 og opin allan daginn. Nýtt dórahneyksli í hæstarótti Skipstjórinn á „Belgaum“ sýknaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.