Tíminn - 28.06.1933, Qupperneq 3
TÍMINN
109
Nýír skólar.
Nú virðist sá tími nálgast, að
struamhvörf verði í fólksflutningum
þjóðanna, innbyrðis.
Síðustu áratugina hefir fólkið
streymt án afláts úr sveitunum
blómlegum og auðugum og hverskon-
argæðum, til kaupstaða, borga og
sjávar. Lífið á þessum stöðum hefir
verið ört, eins og blóðrás fólksins og
óeðlilega heitt.
Menn hafa leitað fyllingar lifsins
eða einhvers og einhvers. En harð-
hnjóskótt, steinlögð borgastrætin hafa
íótlamað marga i leitinni, svo að
heimurinn hefir minnkað og ljókkað
og versnað í augum ýmsra, sem lent
hafa í baráttunni við borgaskítinn og
örbirgðina þar. Lýðurinn hefir ráð-
þrota horft á allan þann sæg fólks,
sem þyrpst hefir til sjávar, borga og
L>æja. En sveitirnar hafa sáralitið
heimt aftur aí fólki sínu.
þangað til nú.
Skýrslur frá öðrum löndum, t. d.
Norður-Aineríku, lierma, að nú þyrp-
ist fólk aftur til sveitanna í liundruð
þúsundatali eða jafnvel miljónum
saman á skömmum tíma.
þegar fólkið fer almennt að
„hverfa aftur til jarðarinnar", verða
sveitirnar að gera ráð fyrir nýjum
kröftum frá nýju fólki. Ef til vill
eldar fyrir þeim tima, að straumur-
inn beri fólkið aftur i faöm sveit-
anna íslenzku. Menn, sem gera ráð
iyrir þessari breytingu í framtíðinni,
sjá nauðsyn þess að bæta menning-
arleg skilyrði sveitanna. Hefir þegar
verið hafizt handa með stofnun ung-
mennaskóla og héraðsskóla, og virð-
ast stofnanir þessar eiga almennum
vinsældum að fagna.
En barnafræðsla sveitanna situr
enn á hakanum, mjög víða. Skólahús
góð og einnig sæmilegan aðbúnað
hefir vantað, samkvæmt kröfum nýja
tímans. Ef sveitaböm fengju jafnan
námstima móti kaupstaðabömum er
það líklegt, að sveitirnar ælu upp
enn betra fólk og hæfara í lífsbarátt-
unni en nú gerist, þvl að þar er nátt-
úran sjálf hinn mikli hjálpari og
ágæti kennari.
Nýlega hélt Aðalsteinn kennari
Eiriksson útvai’pserindi um fræðslu-
mál sveitanna. þar er brugðið upp
nýjum myndum til framkvæmda á
þessu sviði og ræddar af miklum
skilningi þær kröfur, sem gera þarf^
og bent á ýmsa möguleika til þess
að fullkomna skólakerfi sveitanna
með. almenna henningu, andlega og
verklega, fyrir augum.
Hefir Aðalsteinn með stuðningi
fræðslumáfastjómar látið gjöra teikn-
ingu af skólahúsi, sem fullnægi kröf-
um tímans. það á að vera heima-
vistarskóli, s.em um íeið er menning-
arheimili sveitarinnar á flestum svið-
um. þar eiga að vera vinnustofur og
tæki, til þess að fullkomna handa-
vinnu og heimaframleiðslu, ennfrem-
ur gert ráð fyrir garðyrkjunámi,
íþróttanámi o. fi. í sambandi við
skóla þessa. Aðalsteinn gerir ráð
fyrir því, að sveitir gætu mjög létt
undir byggingu svona skóla með því
að leggja fram sjálfboðavinnu við að-
flutning efnis og við að byggja
skrokk hússins t. d. úr steinsteypu.
Siðan tækju þá fagmenn við.
Skólahugmynd þessi hefir vakið at-
iiygli Munu nokkrar sveitir þegar
liafa tekið málið til rækilegrar at-
hugunar og einhverjir hefjast handa
til bygginga á þessu sumri. Vil ég
benda mönnum á að fylgjast vel með
þessum orðum og spyrjast fyrir um
möguleika til þess að koma svona
skólum upp. Væri æskilegt, að Aðal-
steinn ætti kost á því að kynna hug-
mynd sína betur fyrir þeim, er áhuga
hafa fyrir málum þessum. Fræðslu-
málastjórnin gerir vafalaust sitt til
að svo verði.
Gunuar M. Magnúss.
-----o----
Rit Nemendasambands Laugar-
vatnsskóla, sem nýkomið er út í til-
efni af 5 ára starfi skólans, er hin
eigulegasta bók. Allir vinir æskunn-
ar í sveitum landsins þurfa að eign-
ast hana. Rits þessa og nemenda-
móts Laugarvatnsskóla, sem nú er
nýafstaðið, verður nánar getið í
næsta blaði.
Samvinna og kommúnlsmi, eftir
Jónas Jónsson frá Hriflu, sérprentun
úr Samvinnunni, er í dag seld á göt-
unum í Reykjavík, og fæst á af-
greiðslu Tímans Laugaveg 10, Flemtri
miklum vii"ðist hafa slegið á komm-
únista við útkomu þeaaa rita. L
Jón Hannesson
bóndi í Deildartungu, frambjóðandi
Framsóknarflokksins í Borgarfjarðar-
sýslu, er fyrir löngu svo kunnur al-
menningi, að óþarft er að kynna
liann frekar. Varla eru þau störf til
í sveitar og héraðsmálum, að Jón
ha.fi ekki gegnt þeim í lengri og
skemmri tíma. Oddviti sveitar sinn-
ar um langt skeið, ýmist í stjórn eða
endurskoðandi Kaupfélags Borgfirð-
inga fjöldamörg ár, hefir verið fast-
eignamatsnefndarformaður sýslunnar,
setið á Búnaðarþingi sem fulitrúi
Borgfirðinga undanfarið. Búinn að
vera formaður Búnaðarsambands
Borgfirðinga fjöldamörg ár o. fl. o. fl.
þegar á að velja einn Borgfirðing
í eitthvert áríðandi trúnaðarstarf
fyrir almenning, er sjaldan gengiö
fram hjá Jóni i Tungu. Ekki er þetta
þó af því að Jón sé að ota sjálfum
sér fram. Hann er fremur fáskiptinn
við fyrstu kynningu og lætur litið á
sér bera, svo ýmsir telja honum það
til frádráttar. Jón Hannesson er
ósvikinn íslenzkur bóndi og alþýðu-
maður í bezta skilningi. Hann hefir
lengi l)úið einu stærsta búi, sem liér
á landi gerist, en hann hefir samt
ekki hætt að vinna. þrátt fyrir stór-
an búrekstur og óhemju annríki fyrir
almenning vinnur hann með fúlki
sínu að jafnaði, með hinu mesta
kappi og hlífir sér sjálfum ekki í
erfiðari verkin. það hefir heldur
aldrei hlaðizt neinn múr á ihilli Jóns
og þjónustufólks hans eins og stund-
um vill verða, þegar mönnum finnst
þeir vera komnir eitthvað upp fyrir
almenning og þykjast eiga að sýna
á sér yfirstéttarsvip. það er eins og
sumum finnist þeir endilega til-
lieyra einliverjum félagsskap fyrir
ofan almenning, ef þeir eignast nokk-
uð margar ær eða kýr, eða jafnvel
þó að þeir komizt ekki nema inn
fyrir búðarborðið í einhverri kaup-
mannsholunni. En Jón Hannesson hef-
ir fastmótaða frjálsiynda lífsskoðun,
enda alltaf öi’uggur Framsóknar-
maður, og þurfa menn hvorki að ótt-
ast naglalega þröngsýni af honum né
að hann stingist í vasa yfirstéttar-
innar í Reyltjavík.
það væri sómi fyrir bændur og.
aðra alþýðumenn í Borgarfirði að
senda Jón í Deildartungu á Alþing.
Kvæntur er Jón Sigurbjörgu Björns-
dóttur úr Skagafirði, gáfaðri og
merkri konu. Eiga þau mörg börn
efnileg. V. G.
---0----
Utanfarasjóður
Eíðaskóla.
Á Eiðamótinu 1929 var borið fram
og einróma samþ., að efnt skyldi með
frjálsum framlögum til stofnunar
sjóðs, sem liéti Utanfarasjóður Eiða-
skóia. Og hefði hann það hlutverk að
styrkja til utanfarar áhugasama hæfi-
leikamenn, er hefðu lokið námi á
Eiðum.
í framsögu málsins var þess getið,
að slík sjóðsstofnun væri viðeigandi,
starfandi minning um þúsund ára af-
mæli Alþingis, þeirrar stofnunar,
sem á blómaskeiði sínu vann meðal
annars hvorttveggja til ágætis, að íull-
nægja útþrá æskulýðsins og styrkja
heimþrá hans og starfslöngun. En þeir
þættir skyldu nú megin uppistaða í
starfi alþýðuskólanna. — þá þegar
safnaðist í sjóðinn talsverO fjárhæð.
En síðan hafa fjárhagsástæður haml-
að vexti hans.
Annar sjóður, eldri og stærri, á nú
þegar merkan þátt í sögu Eiðaskóla.
það er Nemendasjóðurinn, sem er
jal'naldri alþýðuskólans og hefir verið
svo studdur af nemendum skólans og
öðrum hollvinum, að í mörg ár hefir
hann með hagstæðum lánum styrkt
til námsvistar fjölda nemenda, sem
annars hefðu átt örðugt úrkosta eða
orðið að hverfa frá námi í skólanum.
En sömu orsakir, sem stemmt hufa
stigu fyrir vexti Utaníarasjóðsins hafa
einnig komið niður á Nemendasjóðn-
um.
þvi þykir ástæða til þess nú, að
vekja atliygli allra vina Eiðaskólans
á því, að þessir tveir sjóðir eru eitt
bezta fjárhagslegt athvarl fátækra
nemenda á erfiðum tímum, og er þá
gert ráð fyrir að Utanfarasjóðurinn
gangi til liðs við Nemendasjóðinn,
meðan kjörin heima fyrir eru sem
kröppust. — Nú er hátíðaár Eiða. þar
hefir skóli verið í hálfa öld. þess
|Góð plata
Ier bezta ánægjan ekki sízt
á sumrin.
4 plötur ókeypis (25 cm)
Ibjóðum við að senda yður
þegar þér kaupið 6 plötur,
og sendum við
hverjar 10 plötur burðargjaldsfritt.
Skilyrði fyrir kaupbæti þess-
um eru, að 5 kr. fylgi hverri
pöntun og að við höfum með-
tekið hana
íyrir 1. ágúst n. k.
IÚtvarpinu höfum við eða út-
Öli lög, sem þið heyrið i
vegum.
Utanáskrift:
HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ
Bankastræti 7, Reykjavík.
Sími 3056. Símnefni HÍjóðfærahús.
> Verðlistar sendir ókeypis!
Ný bók.
Sigurður Helgason:
Svipir. Reykjavík 1932.
það virðist svo sem -allur fjöldi ís-
lendinga kunni lítt að meta aðrar bók-
menntagreinir skáldskapar en ljóð og
skáldsögur (Romaner) — sem jafn-
framt eru einskonar æfisögur sögu-
persónanna. Enn skortir allan fjöldann
skilning á gildi smásögunnar (No-
velle) — smámyndum, sem brugðið er
upp af því, hvernig menn bregðast
við ytri atvikum, og leiða þannig i
ljós skapferi’i sitt. Fólk dæmir oft smá-
söguna á þá leið, „að það sé engin
saga“, „hún sé svo endaslepp" o. s.
frv. þetta kemqr al' þeim misskilningi,
að sú krafa er gerð til smásögunnar,
að liún sé æfisaga, sem auðvitað nær
ekki neinni átt.
það er sennilega af þessum ástæð-
um að þegja á í hel jafn athyglis-
verða byrjendabók og „Svipi“ Sigurð-
ar Helgasonar. Ég hefi aðeins séð
hennar lítillega minnst í einu tímariti.
Hitt þykist ég viss um, að allir þeir,
sem eitthvað skyn bera á þessa hluti
séu sammála um, að margar sögurn-
ar í bókinni séu svo laglega sagðar,
að ástœða sé til að hvetja höf. að láta
ekki hugfallast, heldur halda áfram.
Mannlýsingar eru víða góðar í sög-
unum og glöggur skilningur á sani-
bandi því, sem er á milli sálfræðilegra
•
eiginda og þess, hvernig mönnuin
farnast í lífinu. I ýair þetta sér vel i
sögunni <(Torfi“, sem er að sumu
leyii frumlegasta sagan í bókinni.
„Hjón“ er og prýðilega sögð smásaga,
þó liún sé dálitið ýkjakennd. Viða eru
og glöggar iýsingar, sem sýna, að
höf. athugar vel það, sem fyrir augu
ber. Má í því sambandi nefna lýsing-
una á sjóferðinni i sögunni. „Skuggi
þess liðna", sem er ágæt. Góðlátleg
glettni kemur frarn í sumurn sögun-
um, eins og „Urðardómi" og „Milli
sviga" og gerir þær skemmtilegar af-
lestrar.
Ég ætla ekki í þessum línum að gera
lilraun til að hártoga ýms atriði í
bókinni. þó get ég ekki stillt mig um
að nefna eitt — meira vegna höf. en
lesendanna. Yfirleitt virðast karl-
mennirnir í sögunum vera huglausar
rolur og bera nokkurn svip hver af
öðrum að þessu leyti, að undantekn-
um sjómönnunum. þeir eru hinir
vöskustu i hverri raun. — Konurnar
eru aftur á móti dugmiklar.
Ilér skal staðar numið. þeir sem
liafa ánægju af að lesa vel sagðar
smásög'ur, eiga að lesa bókina. Og
eftir lesturinn vona ég að það verði
fleiri en ég, sem vænta meira af
höfundinum.
Eiríkur SigurSsson.
er minnst af hálfu Eiðasambands-
ins, svo sem getið hefir verið um.
þess mun jafnframt mega vænta,
að sjóðum Eiðaskóla berist á afmælis-
árinu venju fleiri vinarkveðjur.
Tillögum veita móttöku, auk skóla-
stjórans Jakobs Kristinssonar, Jó-
hannes Arngrímsson skrifari, Seyðis-
firði, úngfrú Svafa Stefánsdóttir,
kennari, Oddagötu 1, Akureyri, Ásm.
Guðmundsson, háskólakennari, Lauf-
árveg 75, Reykjavík, og undirritaður
Guðgeir Jóhannsson.
Bergstaðastræti 81, Reykjavík.
Skrifstofa Framsóknarflokkslns er
á Laugaveg 10. Sími 2353.
Deeriníí rakstrarvélar.
Mikilsverðasta nýjungin, á sviði heyvinnuvélanna, sem hér hefir
verið reynd á síðustu árum, eru hinar nýju Deering rakstrarvélar
méð stítum tindum. Þær eru nú notaðar á nokkrum tugum heimila
víðsvegar um land, og eiga tvímælalaust skilið sömu útbreiðslu eins
og sláttuvélarnar.
Samband ísl. samvinnufélaga.
Höfvtsn tils
dælur til að dreifa blásteinsblöndu yfir jarðeplagarða
til varnar gcgn jarðeplasýkinni Fáum ennfrem-
• ur duft sem notað er í sama tilgangi.
Samband isl. samvinnufélaga
P.WJacobssn&Sön
Timburverzlun.
Símnefni: Granfuru. Carl Lundagade
Stofnað 1824. Köbenhavn.
Afgreiðum frá Kaupmannahöfn báeði stórar og litlar pantanir og
heila skipsfarma frá Svíþjóð. Síb og umboðssalar anuast pantanir.
EIK OG EFNI í ÞILFAB TIL SKIPA. ri st í:
rrmssasmmzsmasmisizssmssismmaasm
Kosningar í Danzig. Samkvæmt
friðarsamningunum var Danzig gerð
að sérstöku fríríki, en áður hafði
hún verið tilheyrandi þýzkalandi.
Var það gert með tilliti til Pólverja.
þoir eiga aðeins litla landsspildu,
sem nær að sjó, sem þá var hafn-
laus, en Danzig er, sem kunnugt er,
einn stærsti hafnarbærinn við Eystra-
salt. — En samkomulagið milli Ðan-
zigbúa og Pólverja hefiV aldrei verið
gott. Hefir það því auk annars leitt
lil þess, að Póiverjar hafa með ærn-
um kostnaði komið sér upp höfn,
á landi því, sem þeir eiga og smátt
og smátt liefir náð í mikinn hluta
þeirra viðskipta, sem Danzig hafði
áður. Er nú þar sem áður var eyðileg
strönd, risin upp á skömmum tíma
stór og myndarlegur hafnarbær, sem
heitir Gdynia. þetta hefir leitt til
enn meiri úlfuðar milli Danzig og
Póllands, því afleiðingarnar hafa ver-
ið stórum aukið atvinnuleysi í Dan-
zig, og er nú svo komið, að af 400
þús. íbúurn cru þar 40 þús. atvinnu-
leysingja. Nazisminn hefir því átt
góð gróðrarskiiyrði í Danzig. Vi5
minnkandi atvinnu, sem fæðir af sér
allsleysi og örvæntingu hefir ofríki
Pólverjanna bætt. þar að auki stend-
ur Danzig i nánu sambandi við
jiýzkaland og þýzkra áhrifa gætir þar
mjög, enda fór þar svo við seinustu
Super-X fjárbyssu og riffla skot
eru 50% kraftmeiri en venjuleg
skot. Reynið Super-X skotin. —
Verð 3,00 pr. 100 stk.
MAUSER-fjárbyssur á kr. 25,00.
Rifflar 60 cm. hlaupl. kr. 30,00.
Sportvöruhús Reykjavíkur
Reykjavík.
kosningar, sem fóru fram nú ný-
verið, að Nazistar unnu meirihluta
þingsætanna. Rætist þar þá við eitt
svartliðaríkið í Evrópu, ef ekki verð-
nr af sameiningu við þýzkaland.
Innflutningurinn. Fyrstu 4 mánuði
ársins liefir verðmæti innfluttrar vöru
numið 10.2 milj. kr. Er það 1.1 milj.
kr. meira en í fyrra, eða 13%. Inn-
flutningurinn á þessum tima verið
0,5 milj. kr. meiri en innflutningur-
innn. Innflutningurinn til Reykjavík-
ur er hlutfallslega minni nú, en í
fyrra, eðu 60% af öllum innflutningn-
um, en var í fyrra 74%.