Tíminn - 01.07.1933, Qupperneq 1
XYIL árg.
Reykjavík, 1. júlí 1933.
31. blað.
Árið 1933, fimmtudaginn 15.
júní, kl. 2 e. h. var aðalfundur
Sambands íslenzkra samvinnufé-
laga settur í samkomuhúsinu
Skjaldborg á Akureyri af for-
manni Sambandsins, Ingólfi
Bjarnarsyni alþingism. í Fjósa-
tungu. Formaður bauð fundar-
menn velkomna og gat þess, að
Sigurður Kristinsson forstjóri
gæti ekki, sökum veikinda, mætt
á fundinum, fyrr en síðar, og
ennfremur vantaði marga full-
trúa, sem ókomnir væru til bæj-
arins.
Mættir voru á fundinum allir
stjórnai-nefndarmenn S. I. S.,
þeir:
Ingólfur Bjarnarson, alþm. í Fjósa-
tungu.
Sigurður Bjarklind, kaupfélags-
stjóri á Húsavik.
þorsteinn Jónsson, kaupfélagsstjóri
á Reyðarfirði.
Sigfús Jónsson, kaupfélagsstjóri á
Sauðárkróki.
Einar Árnason, alþm. á Eyrarlandi.
Formaður stakk upp á þrem
mönnum í kjörbréfanefnd og
hlutu kosnigu:
Vilhjálmur þór, Akureyri.
Björn Hallsson, Rangá.
Sigurður Jónsson, Amarvatni.
Var þá gefið hálftíma fundar-
hlé. Að því loknu gerði Vilhjálm-
ur Þór grein fyrir störfum nfend-
arinnar. Lagði nefndin til, að all-
ir mættir fulltrúar, 36 að tölu,
fengju rétt til að sitja fundinn
sem gildir fulltrúar, þrátt fyrir
það, þó eigi hefði verið hægt að
koma á fundum í sumum deildum
af óviðráðanlegum orsökum og
þó þess hefði ennfremur eigi ver-
ið gætt í sambandsdeildunum, að
þeir menn, sem eru í tveim eða
fleiri félögum, eiga að tiltaka,
hvaða félög þeir vilja láta fara
með umboð sín á fundum S. I. S.
Tillaga nefndarinnar var sam-
þykkt með ölluxn atkv., og eru
þá þessir fulltrúar mættir sem
löglegir fundarmenn:
1. Frá Kf. Stykkishólms: Sigurður
Steinþórsson, kaupfélagsstjóri,
Stykkishólmi og Jón Steingríms-
son, sýslumaður, Stykkishólmi.
2. Frá Kf. Hvammsfjarðar: Bjarni
Jensson, Ásgarði.
3. Frá Kf. Saurbæinga: Guðmund-
ur Theodors, Stórholti.
4. Frá Kf. Króksfjarðar: Jón Ólafs-
son, Króksfjarðarnesi.
5. Frá Kf. Steingrimsfjarðar: Jóna-
tan Benediktsson, Hólmavík.
6. Frá Kf. Ilrútfirðinga: Kristmund-
ur Jónsson, Borðeyri.
7. Frá Kf. Vestur-Húnvetninga:
Hannes Jónsson, Hvammstanga.
8. Frá Sláturfélagi Austur-Hún-
vetninga: Runólfur Björnsson,
Iíornsá.
9. Frá Vf. Vindhælinga: Ólafur
Bjömsson, Árbakka.
10. Frá Kf. Húnvetninga: Bjarm
Jónasson, Blöndudalshólum.
11. Frá Kf.. Skagfirðinga: Sigurður
þórðarson, Nautabúi og Pétur
Sighvats, Sauðárkróki.
12. Frá Slf. Skagfirðinga: Sigurður
Björnsson, Veðramóti.
13. Frá Kf. Fellshrepps: Tómas
Jónasson, Hofsós.
14. Frá Kf. Fljótamanna: Hermann
Jónsson, Haganesvík.
15. Frá Kf. Siglfirðinga: Vilhjálmur
Hjartarson, Siglufirði.
16. Kf. Eyfirðinga: Vilhjálmur þór,
Akureyri, þórarinn Eldjárn,
Tjörn, Hólmgeir þorsteinsson,
Hrafnagili, Ingimar Eydal, Akur-
eyri, Stefán Stefánsson, Varðgjá,
Einar Árnason, Eyrarlandi, Bern-
harð Stefánsson, Akureyri, Berg-.
steinn Kolbeinsson, Kaupangi.
17. Frá Kf. Svalbarðseyrar: Sigurð-
ur Sigurðsson, Halldórsstöðum.
18. Frá Kf. Suður-þingeyinga: Sig-
urður Jónsson, Arnarvatni, Sig-
urður Bjarklind, Húsavík, Karl
Kristjánsson, Eyvík.
19. Frá Kf. Norður-þingeyinga: þór
hallur Björnsson, Kópaskeri.
20. Frá Kf. Langnesinga: Karl
Hjálmarsson, þórshöfn.
21. Frá Kf. Vopnfirðinga: Ólafur
Methúsalemsson, Vopnafirði.
22. Frá Kf. Héraðsbúa: Björn Halls-
son, Rangá, Erlingur þ. Sveins-
son, Víðivöllum.
Ennfremur mættur framkv.stj.
Jón Árnason.
1 sambandi við samþykkt full-
trúatölu var eftir tillögu kjör-
bréfanefndar samþ. í einu hljóði
svofelld yfirlýsing:
„Fundurinn ákveður, að framvegis
skuli sambandsdeildir, sem eigi
leggja fram með kjörbréfi skrá um
þá félagsmenn, sem veita félaginu
rétt til fulltrúakjörs, eigi öðlast rétt
til nema eins fulltrúasæti® á aðal
fundi S. í. S.
Jafnframt endurtekur fundurinn
þá ályktun aðalfundar S. í. S. 1931,
að stjórn S. í. S. láti prenta eyðu-
blöð fyrir kjörbréf og sendi hverri
sambandsdeild".
Kosning fundarstjóra:
Sigurður Bjarklind kaupfélags-
stjóri, Húsavík, kosinn fundar-
stjóri í einu hljóði.
Kosning fundarritara:
Fundarstjóri kvaddi til fundar-
ritara þá Hólmgeir Þorsteinsson
og Karl Kristjánsson, ásamt
Sveini Jónssyni starfsmanni K.
E. A., er ráðinn var til að færa
til bókar.
Var þá gengið til dagskrár
þannig:
1. Nefndakosningar:
A. Reikninganefnd: Kosningu
hlutu: Sigurður Jónsson, Amar-
vatni með 24 atkv., Björn Halls-
son, Rangá með 24 atkv., Vilhj.
Þór með 22 atkv., Sigurður Stein-
þórsson með 16 atkv., Jón ólafs-
son með 15 atkv., Hannes Jóns-
son með 15 atkv., Jakob Líndal
með bundinni kosningu milli hans
og ólafs Methúsalemssonar, með
22 atkv.
B. Ferðakostnaðarnefnd: Jón
Ólafsson, ólafur Methúsalemsson
og Stefán Stefánsson.
2. Skýrsla formanns:
Formaður stjórnar S. 1. S.,
Ingólfur Bjarnason, gerði grein
fyrir helztu framkvæmdum, er
stjórnin hefði haft með höndum
á liðnu ári. Hafði stjómin, í fé-
lagi við K. E. A. keypt 3 frysti-
hús sitt á hverjum stað á land-
inu, til þess að tryggja aðstöðu
til frystingar á kjöti og beitusíld.
3. Skýrsla framkvæmdastjóra
útf lutningsdeildar:
Jón Árnason hóf þá flutning
mjög rækilegrar og fróðlegrar
skýrslu um afurðasöluna s. 1. ár.
En kl. 7 var fundi frestað til
næsta dags og um leið framhaldi
af skýrslu framkvæmdastjórans.
Var kvöldfundur ekki haldinn, af
því að Ræktunarfél. Norðurlands
hafði boðið fundarmönnum að
skoða tilraunastöð sína þetta
kvöld.
Föstudaginn 16. júní kl. 9 ár-
degis var fundur settur að nýju
á sama stað og áður. Var þá
mættur fulltrúi frá Kf. Húnv., !
Jón Jónsson í Stóradal.
Flutti nú Jón Árnason framh. !
skýrslu sinnar um sölu ísl. vára
og gerði grein fyrir hinum marg-
liáttuðu örðugleikum, er við hafði
verið að stríða í þessum efnum !
s. 1. ár. Jafnframt skýrði hann i
fyrir fundinum viðhorf til vöru- j
sclunnar nú. Taldi hann ekki j
miklar líkur til að kreppunni ;
mundi létta fyrst um sinn, þó
hinsvegar væri ekki vonlaust um,
að verð ísl. landbúnaðarafurða,
einkum ullar og kjöts, kynni eitt-
hvað að hækka á þessu ári frá
því, sem verið hefði á síðasta ári.
í sambandi við þetta sagði hann
ítarlega frá gildandi viðskipta-
samningum íslendinga við Norð-
menn og Breta, en við þá samn-
ingsgjörð. hafði hann verið fyrir
hönd íslenzka ríkisins. Taldist
framkv.stj. svo til, að ef notuð
væru fyllilega þau kjötinnflutn-
ingsleyfi til þessara þjóða, er nú
eru fyrir hendi, mætti flytja til
Noregs í næstu kauptíð um 100
þús. skrokka og til Bretlands um
60 þús. skrokka, en út þyrfti að
flytja, ef að venju léti, um 200
þús. skrokka. Líkur væru til þess
eftir reynslu undanfarinna ára, að
selja mætti til Danmerkur og
Svíþjóðar svo mikið kjöt, að á-
stæða væri til að ætla, að hægt
yrði að verzla utanlands á næsta
hausti því kjötmagni, er nauðsyn
krefði.
Árið 1932 hafði S. 1. S. alls
selt innlendar vörur fyrir 4,4
miljónir króna.
Öll var skýrsla framkvæmda-
stjórans hin ítarlegasta, enda
þökkuðu fundarmenn hana með
lófataki.
Þegar hér var komið, mætti
fulltrúi Kf. Hallgeirseyjar, Ágúst
Einarsson frá Miðey.
. .4. Umræður um skýrslu
f r amk væmdast jóra.
Þá hófust umræður og fyrir-
spurnir út af skýrslu framkv.stj.
útflutningsdeildar og tóku marg-
ir til máls. Eftir tillögu Jóns
Árnasonar var skipuð 9 manna
nefnd, til þess að semja álit og
tillögur um kjötsölu Sambands-
ins eftirleiðis og leggja síðar fyr-
ir fundinn.
Þessir menn voru skipaðir í
nef ndina:
Þorsteinn Jónsson, Reyðarfirði,
Þórhallur Björnsson, Kópaskeri,
Karl ICristjánsson, Eyvík, Sigurð-
ur Þórðarson, Nautabúi, Vilhj.
Þór, Akureyri, Hannes Pálsson,
Undirfelli, Jón ólafsson, Króks-
fjarðarnesi, Sigurður Steinþórs-
son, Stykkishólmi, Ágúst Einars-
son, Miðey.
Með nefndarskipuninni lauk
umræðum um kjötverzlunina í
bili.
öllum fyrirspúrnum, er beint
var til framkvæmdastjórans út
af skýrslu hans og starfi, svar-
aði hann rækilega og greiðlega.
5. Klæðaverksmiðjan Gefjun.
Verksmiðjustjóri Jónas Þór
hóf umræður um rekstur verk-
smiðjunnar. Minntist hann þess
tjóns, er verksmiðjan hefði beð-
ið s. 1. vetur, er skrifstofan, á-
samt vinnsluefnisgeymslu hefði
brunnið. Taldi hann nauðsyn á,
að komið yrði upp kamgarnsvél-
um vegna fínni dúkagerðar. Gat
hann þess, að mjög hefði verið
aukin dúkavinnslan eftir brun-
ann, til þess að bæta tjónið og
fullnægja eftirspurn. Nú á 4
mánuðum væri búið að vinna um
10 þús. metra dúka, eða svipað
og allt árið 1929. Með sama hraða
mætti vinna allt að 30 þús. m á
ári, ásamt aukinni lopavinnslu,
og þá um leið lækka vinnslu-
gjald til muna.
Var þá gefið fundarhlé til
kaffidrykkju og til þess að gefa
fundarmönnum færi á að skoða
verksmiðjuna og vélarnar.
Kl. 5 byrjaði fundur að nýju.
Komu þá fram ýmiskonar fyrir-
spurnir viðvíkjandi verksmiðju-
starfseminni, og svaraði verk-
smiðjustjórinn þeim greiðlega.
Að lokum var samþykkt í einu
hljóði að heimila stjórn S. 1. S.
að koma upp kamgarnsvinnslu-
vélum til aukningar Gefjunni og
kosta til þess þeirri fjárhæð, er
nauðsyn krefur.
6. Gæruverksmiðjan.
Verksmiðjustjóri Þorsteinn
Davíðsson talaði um gæruverkun
og starfsemi verksmiðjunnar.
I-agði hann áherzlu á að vanda
þurfi meðferð gæra, frá því þær
eru flegnar af kindunum og þar
til þær eru komnar til verksmiðj-
unnar, rista rétt fyrir, rífa ekki
í fláningu, þvo blóð úr og hreinsa
sem bezt innan skinnið, salta
vandlega og helzt í stafla og
binda síðan 10 st. í búnt og
flokka eftir stærð og lit. Taldi
hann, að líkur væri til að hægt
væri að fá hæst verð fyrir vel
hvítar gærur, ef þeim væri hald-
ið út af fyrir sig.
Þá talaði hann nokkur orð um
sútun skinna. Taldi hann, að öll
efni til að súta skinn þyrfti að
kaupa frá útlöndum, og yrði sút-
unin að vera verksmiðjuiðnaður,
en aftur á móti gæti vinnslan úr
hinum sútuðu skinnum, svo sem
skógerð og söðlasmíði, orðið að
einhverju leyti heimilisiðnaður.
Ekki taldi hann, að þörf væri
fyrir meira en eina litla sútunar-
verksmiðju í landinu eins og sak-
ir stæðu, af því ekki væru líkur
til að það mundi svara kostnaði
að súta skinn til útflutnings.
Nokkrar umræður urðu um
þessi mál, og gerði framkv.stj.
Jón Árnason grein fyrir ýmsu,
er gert hefði verið og gera ætti
í komandi tíð fyrir þau. Engar
tillögur voru fram bornar. Var
þá fundi lokið þenna dag.
Laugard. 17. júní kl. 10 f. h.
komu fundarmenn saman á sama
stað og áður, en sökum þess að
forstjóri Sig. Kristinsson var enn
ókominn vegna seinkunar á komu
Dettifoss, var fnudi frestað til
kl. iy2 e. h.
Á tilteknum tíma hófst fundur
að nýju. Var þá mættur forstj.
S. I. S., Sigurður Kristinsson og
einnig skólastjóri Samvinnuskól-
ans, Jónas Jónsson. Ennfremur
þessir fulltrúar: Frá Kf. Rauð-
sendinga: ólafur Þórarinsson.
Frá Kf. önfirðinga: Magnús
Guðmundsson.
7. Samvinnuskólinn.
Skólastjórinn, Jónas Jónsson,
gaf glögga skýrslu um starfsemi
skólans s. 1. vetur. Hafði skólinn
starfað með svipuðu sniði og vet-
urinn áður, og viðlíka aðsókn,
þrátt fyrir aukna örðugleika
manna til skólagöngu vegna vax-
andi fj árhagskreppu.
8. Tímaritið „Samvinnan“.
Ritstjóri þess, Jónas Jónsson,
■gaf ítarlega skýrslu um tímarit
S. í. S. „Samvinnuna“ og gat
ýmsrar nýbreytni í ritgerðum og
efnisvali, er nú stæðu fyrir dyr-
um og væri að hefjast.
9. Kjötverzlunin.
Nú hafði nefnd sú, er skipuð
var í kjötsölumálinu, lokið störf-
um, og hafði Þorsteinn Jónsson
orð fyrir nefndarmönnum. Ilafði
nefndin orðið sammála, nema um
eina tillögu. Þar hafði hún klofn-
að, og lagði minni hlutinn, Sig-
urður Þórðarson og Vilhjálmur
Þór, fram breytingartillögu með
greinargerð.
Eftir allítarlegar umræður voru
tillögur nefndarinnar bornar
undir atkvæði þannig:
„A. Fundurinn skorar á deildir
S. I. S. að láta ekki undir höfuð
leggjast að sækja til ríkisstjórnar-
innar um kjötútflutningsleyfi fyrir
lok júlímán. n. k., svo sem lög mæla
fyrir um. Telur íundurinn rétt, að
deildirnar sendi umsóknir sínar til
framkvæmdarstjórnar S. í. S., en
stili þær þó að. sjálfsögðu til ríkis-
stjórnarinnar".
Tillagan samþ. í einu hljóði.
„B. Fundurinh skorar á fram-
kvæmdastjóra deilda S. í. S. að gera
að nýju fyrir lok ágústmán. n. k.
rækilegar áætlanir um kjötútflutn-
ingsþörf deilda sinna, miðað við
næstu liaustkauptíð, og tilkynna
framkvæmdastjórn S. í. S, tafarlaust
áætlanirnar".
Tillagan samþ. í einu hljóði.
„C. Fundurinn telur eðlilegt og
nauðsynlegt, vegna væntanlegra tak-
markana á útflutningsleyfum á
kjöti, að framkv.stj. S. í. S. gefi
þeim sambandsdeildum, sem aðstöðu
liafa til kjötfrystingar, bendingar um
það fyrir næsta haust, hve mikið sé
ráðlegt fyrir hyert félag að frysta
af kjöti, og hve mikið að salta í
næstu haustkauptíð".
Tillagan samþ. í einu hljóði.
„U. Strax að lokinni kauptíð, og
aldrei seinna en 25. okt. ár hvert,
skulu sambandsfélög þau, sem relca
slátrunarstarfsemi, eða taka kjöt til
útílutnings eða heildsölu innan-
lands frá félagsmönnum sínum eða
öðrum, tilkynna framkvæmdarstjórn
Sambandsins nákvæmlega, hve mik-
ið kjöt þau hafa til sölu. þegar fé-
lögin hafa framvísað kjöti sinu til
sölu á þennan hátt, mega þau ekki
ráðstafa þvi til sölu eða afhenda það
öðrum, nema með samþykki sam-
bandsstjórnar, enda ber S. í. S. ekki
skylda til að taka meira kjöt til
sölu, en framvísað liefir 'verið".
Tillagan samþ. í einu hljóði.
„E. Fundurinn lítur svo á, að eðli-
legt sé og hagíelldast fyrir sam-
bandsfélögin, að þau láti S. í. S.
annast sölu á öllu því kjöti, sem
þau selja út af félagssvæði sínu.
Ákveður fundurinn, að ef félögin
selja sjálf í kauptíðinni kjöt í heild-
sölu utan síns félagssvæðis, þá skuli
þau haga svo sölunni, að ekki verði
öðrum sambandsfélögum eða S. I. S.
til tjóns eða óþæginda, enda hlýti
þau verðákvæðum framkvæmdar-
stjórnar S. í. S. og tilkynni henni
söluna strax".
Tillagan samþykkt með 24 at-
kvæðum móti 1.
Þessi síðastgreinda tillaga var
sú, er ágreiningur hafði orðið
um í nefndinni. Fer hér á eftir
breytingartillagan, er minni hluti
nefndarinnar bar fram ásamt
greinargerð, en tillagan var felld
með 17 atkv. gegn 13.
Greinargerð: „Viðvíkjandi innan-
landssölu sambandsdeilda S. I. S. á
kjöti, getum við ekki verið sammála
meðnefndarmönnum okkar. Við lít-
um svo á, að heppilegast sé og í
beztu samræmi við stefnu og starf-
semi samvinnuhreyfingarinnar >
landinu, að Sambandið annist um
Framh. á 4. síðu.