Tíminn - 01.07.1933, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.07.1933, Blaðsíða 2
112 TÍMINN Falsanir Morgunblaðsins og úlfakreppa skrifstofustjórans Svo aumar, sem hrakfarir íhaldsins eru nú orðnar í ofsókn- inni á hendur hr. Pálma Lofts- syni, þá eru þó enn hroðalegri hrakfarir Guðm. Sveinbjömsson skrifstofustjóra og íhaldsins, þeg- ar það er að sverja sig frá þvottinum á „endurskoðanda“ sínum, Lúðvík C. Magnússyni. í viðleitni sinni að sannfæra al- menning um það, að þeir séu ekki sekir um að svikamál Lúðvíks féll niður, drýgir Morgunblaðið, sem út kom í gær tvær fals- anir svo sem nú skal sýnt. Morgunblaðið segir, að Tíminn hafi hinn 24. júní s. 1. sagt svo frá: ' „Gjaldþrotið var mjög grunsam- legt. Skjöl málsins voru alveg nýlega komin í stjórnarráðið vorið 1932, en ekki búið að taka ákvörðun um hvort höi'ða skyldi sakamál. Svo varð Magnús Guðmundsson dómsmálaráð- herra. — Hann úrskurðaði að ekki skyldi liöfða mál, þvert ofan í það sem Jónas fró Hriflu mundi hafa gert“. En í Tímanum 24. júní stend- ur: „Réttarrannsókn út af gjaldþroti þessu, sem talið var mjög athuga- vert, var alveg nýlega lokið fyrir stjórnarskiptin, og skjöl málsins höfðu verið send í dómsmálaráðu- neytið, þar sem ókveða átti hvort sakamál skyldi höfða“. Svo sem allir sjá af þessu og geta sannfært sig um með því að lesa Tímann frá 24. júní, er þar ekki með einu orði minnst á hve- nær svikamál L. C. M. var látið falla niður, né hver það hafi gert. Má af þessu marka í hvert öngþveiti Morgunblaðsritstjór- amir og aðrir hlutaðeigendur eru komnir, þegar þeir grípa til þess að gjörast falsarar á efni blaðs sem út kom fyrir einni viku og enn er í höndum þúsunda manna. Hin fölsunin sem beitt er, er þó enn þá hraklegri, því í henni kemur fram sá alveg einstaki ó- drengskapur, að skrifstofustjór- inn Guðmundur Sveinbjörnsson, skríður á bak við fulltrúa sinn Gissur Bergsteinsson og reynir að koma yfir á hann skömm og sök, sem hann hefir sjálfur drýgt. Til þess að menn skilji þetta, verða menn að vita um vinnu- Pétur. brögðin í dómsmálaráðuneytinu. Fulltrúinn gerir skýrslur um málin, leggur þær ásamt málun- um fyrir skrifstofustjórann. Skrifstofustjórinn kynnir sér síð- an gögnin og gerir tillögur um afgreiðslu mála til ráðherrans. Ráðherrann skrifar síðan með eigin hendi fyrirmæli um hvernig mál skuli afgreiða. Síðan skrifar dómsmálaráðuneytið bréf hlutað- eigandi yfirvaldi með fyrirmæl- um um að það framkvæmi á- kvörðun ráðherrans. Venjulega ritar skrifstofustjórinn sjálfur undir bréfin og fyrir ofan nafnið hans stendur þá skammstöfunin: F. h. r., sem þýðir „Fyrir hönd ráðherra“. En það er ekki þessi skammstöfun ein, svo sem Morg- unblaðið ranglega heldur fram, sem stendur undir hinu fræga lausnarbréfi Luðvíks C. Magnús- sonar ofan við nafn Gissurs Bergsteinssonar, heldur stafirn- ir: F. h. r. E. u., sem þýðir: „Fyrir hönd ráðherra. Eftir um- boði frá skrifstofustjóra“, og þessi skammstöfun er ætíð notuð undir bréfin, þegar skrifstofu- I stjóri skipar aðstoðarmönnum sínum einum að undirrita þau. Mundi nú almenningur fást til að trúa því, að það hafi verið Gissur Bergsteinsson, sem stöðv- aði sakamálshöfðun gegn Is- landsbankastjórunum og Knúti borgarstjóra, en bæði þessi bréf voru undirrituð af Gissuri Berg- steinssyni einum: F. h. r. E. u. Guðm. Sveinbjörnsson á ekki nema einn kost í þessu máli, og hann er sá, að hann leggi fram og láti Morgunblaðið birta skrif- leg fyrirmæli ráðherrans um það, að sakamálshöfðun falli niður, og að hann sanni þá jafnframt, að hann hafi lagt málið heiðar- lega og hlutlaust fyrir ráðherr- ann. Geri hann þetta ekki, verður ekki hjá því komist að fyrirskipa rannsókn á því refsiverða athæfi, að skrifstofustjóri látí, fyrir hönd ráðherra, eh þó á bak við hann, niður falla sakamálshöfðun á mann, sem sjálfur hefir játað á sig fyrir rétti stórfelld afbrot, og reynist skrifstofustjórinn sannur að sök, að hann þá taf- arlaust víki úr embætti og svika- mál Lúðvíks C. Magnússonar verði aftur tekið upp. Iaust. Var Pétur þá staddur ó Hag- stofunni eftir vinnutíma, en með engu móti fékkst hann til að koma með Guðbrandi og fylgdarmanni lians upp í bifreíð, sem var við bend- ina, til þess að þeir gætu tekið bæk- urnar með sér, en hinu lofaði hann, að þær skyldu vera komnar á skrif- stofu Áfengisverzlunarinnar að klukkustund liðinni. Var því sýnt hvar bækurnar mundu niðurkomnar. — — Árni frá Höfðahólum er í lörum fyrir leynisprúttsalana, Pétur Zóphóníasson er í förum fyrir Lárus, eftir bókum Áfengisverzlunarinnar, en Lórus sendur í Rikissjóð eftir „kreppuhjálp" sprúttsala og drykkju- manna þeirra, sem leggja lag sitt við Lárus og afhenda honum „rétt- inn" ýmist upp á hlut eða gegn stabgreíðslu. En yfir standa svo blöð Ilialdsins og vegsama þessa kumpána. En mundi það verða talið óveiðeig- andi svona í lokin, þótt ríkissjóður greiddi ekki öllu meira í skaðabætur af liinum sparaða milliliðsgróða sín- um af vínunum til þeirra Péturs, Árna, Lárusar og annara skjólstæð- inga lians, en t. d. Iíveldúlfur hefir orðið að endurborga sjómönnunum fyrir hin of stóru sildarmæliker á Hesteyri? íhaldsmenn í Reykjavík bera það upp i sig, að Lárus Jóhannesson eigi visa kosningu austur á Seyðis- firði. Er þetta enn eitt sýnishom af smekk þeirra og velsæmi, svo mjög finnst þeiiri a. m. k. sumum hverj- um Lárus hafa vaxið af málshöfðun hans á ríkissjóð. Líklega er það fyrir þó sök eina að miðstjóm íhalds- flokksins hefir ekki í tæka tíð feng- ið vitneskju um hina mikilsverðu aðstoð, sem hinn nafnkunni íhalds- maður Pétur Zophóníasson veitti Lárusi, að Pétur var ekki að þessu sinni sendur í Norður-þingeyjar- sýslu, til þess að eiga þar vísa kosn- ingu. Án „milliliðsstarfserni" Pétuis hefði Lárus nefnilega alls ekki ver- ið viss á Seyðisfirði. það hefði sem sé alls ekki borgað sig fyrir Láms að fara í þetta mál — og það sá Lárus sjálfur — ef hann vissi ekki við hverja var að semja um „kröf- urnar" ó ríkissjóð, og enginn vissi neitt um það hvað hver hafði keypt, og sönnunarskyldan þó öll ó Lár- usi! Nei, bækurnar urðu að názt. Og Pétur Zophóníasson var rétti maðurinn. Hann var starfsmaður Hagstofunnar og — hann var fyrverandi stórtempl- ar! Hann mundi geta náð í bækurnar og það tókst prýðilega. Svo sat Lárus með 15 manns næt- ur og daga og afritaði bækurnar, og gerði aðrar athuganir, t. d. þá að ríkissjóður væri búiiin að hafa sam- tals sex þúsund krónur af Áma frá Höfðahólum — það var þá líka mest gustukin — af því að Árni hefir þessi ár verið „i förum" fyrir leyni- , sprúttsala, sem hafa ofan af fyrir sér með því að selja vín á nóttunni. Og nú segir sagan að Lárus sé bú- inn að semja við Árna upp á helm- ing að ná þessum sex þúsundum úr rikissjóði. Aðrir segja, að þeir fái sín tvö þúsundin hver, Lárus, Pétur og Árni, og þykir það trúlegra. Nánari atvik af afreki Péturs Zohponiassonar eru þau, að hann kom eitt sinn upp á skrifstofu Áfengisverzlunarinnar og kvaðst hafa verið beðinn að rannsaka fyrir al- þjóða-bindindisstofnun, sem aðsetur hefði í Zúrich í Sviss, hvaða óhrif kaupgreiðsludagar, frídagar og há- tíðisdagar hefðu á afgreiðslur vina hér á landi, og bar fyrir sig leyfi Magnúsar Guðmundssonar dómsmála- ráðherra, én skiljanlega hefði fyr- verandi stórtemplarinn fengið bæk- urnar í þessu skyni án ráðherra- leyfis, enda sannaðist síðar að Pétur hafði þar haft við lítið að styðjast. þegar svo uppvíst varð um það, að bækurnar væru í höndum Lárusar og hann sæti með fjölda manns að afrita þær, brá Guðbrandur forstjóri við, fór við annan mann á fund Péturs og krafði hann samstundis um bækumar, og sagði Pétri hvers- vegna hann heimtaði þær fyrirvara- A viðavanyí. Prófið hans Lúðvíksl Meðmælin, sem Lúðvík C. Magnús- son hafði til endurskoðandastarfsins hjá Magnúsi Guðmundssyni voru m. a. þessi: 1. Hinn 28. jan. 1932, i lögreglurétti Reykjavíkur, upplýsir meðeigandi lians, Ingvar Benedikts- son, að L. C. M. hafi tekið úr sjóði fró 1928 til gjaldþrots í nóvember 1930 200 kr. á mánuði umfram það, sem hann liafði heimild til að taka i kaup. 2. Við rannsókn endurskoð- andans kom i ljós, að fyrirtæki L. C. M. hafði þremur árum áður en það var „geiið upp“ átt miklu minna en ekki neitt og stofnað mikið af ' skuldum eftir að fyrirsjáanlegt var, að það gat ekki staðið í skilum. 3. í lögregluréttmum hinn 28. jan. 1932 liaíði.L. C. M. orðið að játa, að hann og skrifstofumenn hans hefðu oftar en einu sinni „gleymt“ að bókfæra j vátryggingarfé, sem á hann sjálfan ! hafði sannast að hafa kvittað fyrir I hjá vátryggingarfélaginu. 4. L. C. M. | hafð,i þegar hann var spurður um af dómaranuin, hvað orðið hefði af 1 j , þessum peningum, gefið þá skýringu, ; j að peningana hefði hann notað til ! : að greiða „óbókfærða" reikninga, | ; sem hann síðar meir kvaðst hafa ! ! „fundið", eftir að hann varð uppvís f ! að „gleymskunni. 5. Hinn 27. jan. 1932 í játaði L. C. M. fyrir sama rétti, að hann hefði í þrjú ár samfleytt stungið í sinn vasa andvirði nýs fiskjar og úrgangsfiskjar, er útgerð- arfél. hans seldi, og notað sem „risnufé". þessa vitnisburði úr rétt- arbókunum, staðfesta flesta með eigin játningu, höfðu þeir Guð- mundur Sveinbjörnsson og Magn- ús Guðmundsson fyrir framan sig í stjórnarráðinu, þegar þeir vor- ið 1932 voru að meta hæfileika L. C. M. til að „endurskoða“ hjá Skipa- útgerðinni. Venjulegast eru tveir menn, og oftast löggiltir, lótnir framkvæma endurskoðun. En Magn- úsi fannst Lúðvík einfær. „Prófið" var svo gott! þjófhræðslan í íhaldsflokknum. það er gömul reynsla, að ófrómir menn eru þjófhræddari en allir aðr- ir, enda skilja þeir manna bezt^ hvaða hætta getur af þjófnaði staf- að. Mun mörgum manni í hug koma þessi foma reynsla, þegar blöð verstu braskaranna í Reykjavik, eru eins og á nálum um, að menn úr öðrum i'lokkur „steli“ úr ríkisstjóði. Má ihaldið hér djarft um tala. I Brunabótafélaginu, undir stjórn Árna frá Múla, var „stolið“ 70 þúsundum, sem nokkrir þekktir íhaldsmenn í í Reykjavík plokkuðu jafnóðum í peningaspilum af þeim, sem tekið hafði. Einn af sýslumönnum ihalds- ins tók 140 þúsundir af opinberum sköttum, sem ríkissjóður átti. Allir kannast við meðferð Jóhannesar á „sjóði embættisins". þá má ekki gleyma hinurn fínni „fjáröflunarað- ferðum" íhaldsmanna. Fyrst má frægan telja Jón þorláksson for- mann flokksins, sem verzlaði við sjálfan sig fyrir ríkið, þegar hann var landsverkfræðingur, og byggði íyrir gróöann húsið nr. 11 við Bankastræti1), eitt af mestu stór- hýsum i Reykjavík. Og nú upp ó síð- kastið mun hann reka viðskipti við borgarstjórann> í Reykjavik með prýðilegum árangri (sbr. pípugerðina o. fl.). Eftirtektarsamir lærisveinar J. þ„ en minni fyrir sér, eru Geir Zoéga núverandi vegamálastjóri, sem lagði niður gömlu landsmiðjuna og gerðist sjálfur hluthafi i vélsmiðj- unni Hamar, sem hann svo skipti við íyrir hönd ríkisins (smiðjan gaf 50% órsarð) og vitamálastjórinn, sem varð að játa fyrir Alþingi að hafa grætt 2000 kr. ó einu ári á því að stofna hlutaíélagið Isaga og selja sjálfur sjálfum sér gas til vit- anna, en þau viðskipti hefir hann rekið árum saman.' En gasið keypti hann dýiara en á sama tíma var hann mikið ódýrara en á sama tíma var hægt að fá það fyrir frá útlöndiun. Ríkissjóður þarf ekki að óttast að hann fói á sig skaðabóta- mál frá íhaldsmönnum út af þeim innkaupum! — Ekki má gleyma Knúti borgarstjóra, sem samtímis þvi, að hann varð borgarstjóri, stofnaði verzlunarfirmað Helgi Magn- ússon & Co. og verzlaði við það i'yrir Reykjavikurbæ, að ógleymdu tvöfalda kaupgjaldinu, sem M. G. breiddi yfir og þorði ekki einu sinni að trúa hæstarétti fyrir. Og síðast en ekki sízt töpin miklu í íslands- banka, sem ekki eru annað en milj- ónagjafir í víxilformi, lán, sem fyrir- sjóanlega gátu aldrei greiðst En þjóðin öll stóð i ábyrgð fyrir þessu gjafafé og verður nú að greiða það í auknum álögum á framleiðslu og lifsnauðsynjar. Og hvernig er um suma íoi'stjóra togarafélaganna, sem eyða tvöföldum launum sínum í „luxus", en verða stórauðugir á fó- um órum? Ætli það sé að undra, þó að Morgunblaðinu detti í hug „stol- inn l'iskúr"! Mbl. tvísaya. Mbl. lieldur því fram í fyrradag, að þórsútgerðin muni tapa 500 kr. á því að hafa verið meðlimur í Fisk- sölufélagi Rvíkur. Hefir blaðið þann- ig algerlega etið ofan í sig allar sínar staðhæfingar um, að það hafi verið Pólmi Loi'tsson persónulegat sem var meðlimur í félaginu. Munu ritstjórarnir liafa sannfærst um það, eftir að aukablað Timans kom út í fyrradag, að ekki væri seinna vænna að taka ósannindin aftur. Skáldsagan um fiskverzlun Pálma við sjólfan sig, sem búin er að fylla 10—20 Mbl.- dálka hefir þannig orðið nokkuð endaslepp. En hin blygðunarlausa framkoma íhaldsflokksins í þessu atriði mun ekki gleymast frekar en sagan um „stolna fiskinn", sem jafn- vel Mbl. þorði ekki að taka ábyrgð á, þó að hún væri raunar aðal uppi- staðan í skýrslu Lúðvíks C. Magn- ússonar. Gröf Jóns Sigurðssonar hefir ekki fremur en þjóðfáninn fengið að vera í íri.ði fýrir hinni nýju skríldeild íhaldsllokksins, naz- istunum. Hinn 17. júni s. 1. skólm- aði þessi heiðursfyllting(!) upp í kirkjugarð og lagði blómsveig á leiði forsetans. þegar sendimaður þýzku nazistanna lagði kransinn á gröf ókunna hermannsins í Eng- landi, vakti það almenna gremju um land allt og kransinum var hent í Tamesfljótið. Hér ó landi mun það ekki verða þolað oftar, að gröf Jóns forseta verði óvirt eins og nú hefir átt sér stað. Endalok „hreyfingarinnar“ að þessu sinni hafa annars orðið kótbrosleg. Viku óður en framboðs- frestur rahn út, tilkynnti „íslenzk Endurreisn", að ,,aðalróð(!) þjóð- ernishreyfingarinnar" hefði ákveðið að „hreyfingin" tæki þátt í kosning- unum. þeim, sem hnútunum eru kunnugir hjá íhaldinu, þótti þetta raunar ótrúlegt. En ýmsar einfaldar sálir i „hreyfingunni" héldu að þetta væri alvara og „hreyfingin" myndi eiga að vera á móti íhaldinu, og að óhætt væri að tala illa um íhalds- menn. Byrjuðu þessar frómu sálir að gefa út nýtt blað með skömmum um Maguús Guðmundsson og Ólaf Thors. En kvöldið, sem skammirnar um Magnús og Ólaf birtust, var blaðið skyndilega stöðvað á götunum.. Var J) Jón er líka „þjófhræddur" nú upp á síðkastið og hefir flutt frv. um að menn úr öðrum flokkum megi ekki gera þetta. fyrst reynt að breiða það út, að lög- reglan hefði stöðvað blaðið, en skjót- lega kom það sanna í ljós. Aðalróð „hreyfingarinnar“ hafði bannað að selja blaðið, auðvitað eftir skipun fró miðstjórn íhaldsflokksins, en daginn eftir þvoði „aðalráðið" hendur síiiar og baðst afsökunar í Mbl. Var „hreyfingunni" þá jafnframt tilkynnt, að liún fengi alls ekki að hafa menn i kjöri, en heimilt væri henni að eigna sér Jón á Laxamýri, ef hún v.ildi. En ekki mun Jón hafa verið að spurður. Síðan hefir því verið haldið fram í „Endurreisninni", að Jón sé ninn sanni höfundur „hreyfingar- innar", en ekki Gísli Sigurbjörnsson. og mun hvorugur vera ánægður. En drengirnir í hreyfingunni niunu nú vera famir að ótta sig á því, að þeim séu ekki ætlaðar neinar mann- virðingar, og að þeirra þjónusta við dialdið verði betur framkvæmd á annan liátt. En þó á þeim líka að vera óhætt að „hreyfa sig“, svo uð um muni, því að íhaldið ber ábyrgð- ina! Póstskilin Ofl blöðin. Tímanum berast nú víðsvegar að af landinu kvartanir um, að blaðið komi seint og illa til skila. Verður ekki hjó því komizt að taka það mól upp til alvarlegrar rannsóknar. Suinstaðar að berast fregnir um liið mesta hirðulcysi í afgreiðslu blaða lijá póstafgreiðslumönnum, t. d. að blöð séu látin liggja frammi eftir- litslaust og geti hver hirt þau sein vill, ef svo býður við að horfa. Eins og nú standa sakir, skortir þó nógu nákvæmar skýrslur um vanskilin og meðferð blaðapóstsins. Vill Tíminn beina þeirri almennu áskorun til allra þeirra, sem fyrir vanskilum verða, að þeir sendi blaðinu sem fyrst skýrslu um, hvernig afgreiðslu blaða er háttað á næstu póstafgreiðslu pg hvort vanskilin koma fram sem dráttur eða algerð vöntun blaðanna. það sýnist liggja í augum uppi, að meðferð blaðasendinga og af- greiðsla sé a. m. k. mjög víða alger- lega ósæmileg svo að ekki sé meira sagt. Mun Tíminn, undir eins og full- nægjandi upplýsingar eru fyrir hendi, rita póstsjórninni um þetta ei'ni og ekki láta það mál niður falla fyr en íullnægt verður þeim kröfum, sem blaðalesendúr eiga heimting á, að póststjórnin taki til greina. Ólafur og kjósendurnir. Óiafur Thors er nú orðinn alvar- lega liræddur um sitt pólitíska líf í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Og ekki spáði fundurinn á Brúai'landi í gær efnilega fyrir honum. Töluðu þar ýmsir innanhéraðsmenn, er mæltu með frambjóðanda Framsóknar- flokksins, en Ólafi mælti enginn bót. — Var baráttan milli Ólafs og kjósendanna sérstaklega áberandi, er á fundinn leið. En Klemens Jónsson hefur hvers manns traust, enda er hann kunnur að löngu og góðu starfi innan héraðsins. í ræðumennsku og ábyrgðartilfinningu standa þeir Guð- brandur og Ólafur mjög jafnfætis, en Guðbi'andur er greindari og veit að hann á ekkcrt erindi á Alþingi, en fer á fundina sér til skemmtunai'. En aumingja Ólafur verður víst hvorki öðrum né sjálfum sér til skemmtunar að þessu sinni. Vonaraugun. Til okkar „sjálfstæðismanna" renn- ir öll þjóðin „vonaraugum" sagði Ólafur Thors á Brúarlandi í gœr. Ætli það séu ekki helzt hátekju- og stóreignamennirnir, sem „hafa brúk fyrir“ vonaraugun! Sannfæring og flokksmál. í s kipulagslögum Framsóknar- flokksins segir svo: „Ef meirihluti miðstjórnar og meirihluti þing- manna flokksins gerir þá samþykkt um afgreiðslu máls á Alþingi, að það skuli vera flokksmál, er sú sam- þylckt bindandi fyrir alla þingmenn ílokksins í því máli“. — Mbl. heldur fram þeirri fjarstæðu (29. þ. m.), að þetta ákvæði sé brot á 44. gr. stjórn- arskrárinnar, sem segir, að alþing- ismenn séu „eingöngu bundnir við sannfæringu sína“. Svo er vitanlega ekki, því að hverjum þingmanni sem er, er opin sú leið, að ganga úr flokki, ef „sannfæríng" hari3 samræmist ekki stefnu flokks hans. ' Enda er það vitanlega alveg sjálf- sagt, að þingmaður, sem telur sig verða að vinna gegn flokki sínuin og löglega gerðum ákvörðunum þar,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.