Tíminn - 01.07.1933, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.07.1933, Blaðsíða 3
TÍMINN 118 gangi úr honum, alveg eins og verður að eiga sér stað, ef félags- maður i einhverju félagi vill ekki iara eftir lögum félagsins og vinnur gegn þvi. Og þó að féiag eða flokk- ur vilji ekki haía innan sinna vé- banda menn, sem vinna móti hinni sameiginlegu stefnu flokksins, skilur það hvert barn nema ritstjórar Mbl., að slikt getur með engu móti verið brot á stjórnarskránni. — Ef vera mætti, að iiægt væri að koma Mbl. í skilning um þetta einfalda atriði, skal hér nefnt algengt og óbrotið dæmi: í lögum margra félaga, t. d. búnaðarfélaga og kaupfélaga, stendur eitthvað á þessa leið: Félagsmenn geta þeir einir orðið, sem búsettir eru á félagssvæðinu. Enginn skilur þetta svo, að mennirnir séu um ald- ur og æfi bundnir við að eiga heima í sömu sýslunni eða sama hreppnum. En ef þeir flytja burtu, verða þeir að fara úr íélaginu, því að þá er talið, að þeir geti eigi lengur starfað með því. — Ef Mbl. ekki áttar sig á þessari skýringu, skulu frekari leiðbeiningar fúslega geínar hér í blaðinu. Ullarsalan. Tíminn hefir leitað upplýsinga um horfur ullai'sölu lijá hr. Jóni Arnasyni iramkvæmdarstjói’a. — TJll sambandsfélaganna frá í fyrra seldist litið fyr en kom fram í apríl- rnánuð þessa árs, og er nú öll seld. Fyrir noxðlenzka ull nr. I fá bænd- ur um kr. 1,25—1.35 en kr. 1.10— I. 20 fyrir sunnlenzka ull, nokkuð mismunandi eftir tilkostnaði við móttöku ullar og við að koma henni á útílutningshöin. Ullarvei’ð er held- ur hækkandi og talsvert selt af þessa árs ull, dálítið hærra en gamla ulin. — Heyrst hefir, að kaup- menn séu að leita eftir kaupum á óþveginni ull og. bjóði 45—50 aura fyrir kg. Var talsvert selt af óþveg- inni ull i fyri’a fyrir það verð. Ull léttist í þvotti um 20—25%. Sá, sem keypti i fyrra 200 kg. af sunnlenzki’i ull óþveginni hefir boi’gað fyrir hana 80 kr. Nú fást 150—160 kg. af þveg- inni uli úr þessum 200 kg., helm- ingurinn nr. I og helmingui’inn nr. II. Eftir fxamangreindu vei’ðlagi á ull samvinnubænda næmi þetta 168.75—180.00 ki\ Tilkostnaðurinn er ekkert annað en þvotturinn og er hann ve) borgaður með 50 aurum á kiló. Er vonandi að bændur láti ekki ginnast til þess að selja ó- þvegna ull þessu vex-ði. Elæðaverksmiðjan Cr e f j ii xi Akureyri hefir ávalt fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af allskonar fataefn- um karla, kvenna og barna, ennfremur band og lopa. Fjölbreytt úrvai af ullarteppum (feröateppi). Verksmiðjan býr einni gtil stönguð ullarteppi, létt og hlý. Þessi teppi eru sérlega hentug í útilegum og fyrir sjómenn. Kosta aðeins kr. 12,50. Fást hjá KLÆÐAVERSMIÐJAN GEFJUN, AKUREYRI og GEFJUN, LAUGAVEG 10. Sími 28B8 Rvík. Alþýðuskófinn á Laugum starfar næsta vetur frá veturnóttum til sumarmála. Skólastjóri er ráðinn dr. phil. Leifur Ásgeirsson. — Auk venjulegs bóklegs náms og söngnáms fer fram mikil kennsla í smíðum og íþróttum, og geta nemendur gert þær greinar að sérnámi. Starfrækt verð- ur við skólann saumastofa, þar sem kenndur verður saumur á fötum karla og kvenna. Námsineyjar, er vilja hafa sauma að aðalnámi, geti þess í umsókn sinni. Skólinn verður raflýstur í sumar. Kennslugjald er 60 kr., húsaleiga 40 kr. Umsóknir sendist skólastjóra, á Hverfisgötu 53, Reykjavík, eða bryta skólans, Þorgeiri Jakobssyni, Laugaskóla, sem gefa frekari upplýsingar. SKÓLARÁÐ LAUGASKÓLA. Gistihúsið i Riykholti er nú tekið til starfa og tekur á móti gestum til lengri eða skemmri dvalar. Nánari upplýsingar í síma i Reykholti eða í síma 4293 í Reykjavík. Theódóra Sveinsdóttir, Arni Sighvatsson. ÚTBOÐ Málarameistarar, er gera vilja tilboð í utanhúsmálun á Vífil- stöðum, vitji upplýsinga í teiknistofu húsameistara ríkisins. Reykjavík, 30. júní 1933. Guðjón Samúelsson. Skuidasöfnunin. Sumir einfaldir ihaldsmenn halda, að allar skuldir ríkisins hafi verið myndaðar af Fi’amsóknarmönnum á árunum 1928—30. En þetta er nú öðru nær eins og flestir vita. Árið 1916 rétt uni það leyti, sem þriggja ráð- herra stjóm var mynduð voru ríkis- skuldirnar aðeins 2 miljónir og mest- megnis vegna símalagninga. þegar Framsóknarmenn loks tóku við Stjórn 1927 var búið að auka ríkis- skuldimar upp í 28 miljónir. Ráðu- neyti Jóns Magnússonar,' Sigurðar Eggerz og Jóns þorlákssonar höfðu þannig aukið skuldimar um 26 mil- jónir. þessar 26 miljónir fóru í em- bættiseyðslu, skuldatöp íslandsbanka og ski’authýsin í Reykjavík. Tók J. þ. 8 miljóna lán í sinni stjórnartíð til að greiða fyrir þessum dým bygg- ingum i Reykjavík, en íhaldsmenn gleyma þvi alltaf, þegar þeir segja, að J. þ. hafi lækkað skuldir ríkisins. — Skuldaaukning Framsóknarstjórn- arinnar árin 1928—30 var 12 miljónir eða vel helmingi minna en skulda- arfurinn frá íhaldinu. þessu fé varði Framsóknarflokkui'inn til Búnaðar- bankans (3,6 milj.), Landsbankans (3 milj. stofnfé), Útvegsbankans (1,5 milj.) og margskonar umbóta í land- inu í almenningsþágu svo sem síld- arverksmiðjunnar, Landspítalans, Arnarhvols, kaupa á strandferðaskipi, útvarpsstöðvarinnai’, landsímastöðv- arinnar nýju o. s. frv. Aldrei munu Framsóknarmenn óttast samanburð við íhaldsflokinn í þessu efni fremur en öðrum. V . Ætli það væri ekki nær fyi’ir Morgunblaðið að segja frá „stóra nautinu á Korpúlfsstöðum" eða eldliúsdeginum í Varðarfélaginu eftir kosningar 1931 — áður en það fer að hafa frekari áhyggjur nf flokksfundum Framsóknarmanna! -----o---- þorkell Jóhannesson magister frá Fjalli hefir í gær varið doktorsrit- gerð, við háskólann í Kaupmanna- höfn. Ritgei’ðin er á þýzku um „frjálst verkafólk á íslandi til siða- skipta". Á þýzku: „Die Stellung der freien Arbeiter in Island bis zur Mitte des 16. Jahrhunderts". Studentsprófi við menntaskólann í Reykjavík laulc rétt fyrir siðustu helgi. 38 luku prófi. Hæstu einkunn við stúdentsprófið að þessu sinni hlaut Klemens Tryggvason (sonur Tr. þ. fyrv. forsætisráðherra), og er það hæsti vitnisburður, esm gefinn j hefir verið við stúdentspróf, síðan nýja reglugerðin um einkunnagjöf gekk í gildi (7,51). Klemens er 18 ára gamall. Hjúskapur. þ. 11. júní voru gefin saman í hjónaband af síi’a Árna Sig- urðssyni, ungfrú Jónína Ólafsdóttir frá Eyri í Svínadal og Ámi Helga- son bóndi í Tungu í Svínadal. Fyrirspnrn til ritstjómar MorgunblaSsins. þegar stjói’narskrárfrumvarpið var samþykkt í neðri deild í vor, að fe.ngnu samkomulagi þingmanna úr öllum flokkum, skýrðuð þér svo frá, að með afgreiðslu frumvarpsins eins og það var þá, væri enginn flokk- ur ánægður. Hver var „sannfæring“ þeirra 23 alþingismanna í neðri deild, seiu greiddu atkvæði með frumvarpinu? þegar þér hafið svarað þessari spurningu, mun Tíminn beina ti! yðar nokkrum fleiri fyrirspurnum viðvíkjandi „sannfæringarákvæðinu" i 44. grein stjórnarskrárinnar. Vegna vélarbilunar i prentsmiðj- unni er síðasta tbl. Tímans síðar af- greitt í sum héruð landsins en ann- ars befði vei’ið. Hópur Laugaskólaneinenda hefir keppt hér í knattspyrnu undanfarna daga og sýnt fimleika. Kennaraþing og prestastefna hafa staðið yfir hér í bænum. við kaupfélag Vestur'Húnvetninga á Hvammstanga er laus, frá næstu áramótum Umsóknir sendist stjórn kaupfélagsins fyrir 1. sept. n. k. Hvammstanga, 13. júní 1933. Stjórnin. HAVNEM0LLEN KAUPMANNAHOFN mælir með sínu alviðurkennda RÚGMJÖLI og HVEITI. Meiri vórugæði óíáanleg S.X.S. slciftix ©ixYg-öxAg-Tj. Tlð cxkzkru.x Seljum og mörgum öðrum íslenzkum verzlunum. Sjá'tfs er hðríiiin hollusf Kaupið innlenda framieiðsia þegar hún er jöfn «rlendri og ekki dýrari. framieiBir: Krigtalsápu, graeniápu, stanga- sápu, handaápu, raksápu, þvotta- efni (Hreina hvítt), kerti alls- konar, skósvcrtu, skógulu, leífor- feiti, gólfáburð, vagnáburð, f®gi- lög og kreólín-baölög. Kaupið H R EIN S vörur. þarr eru lönffu þjóðkunnar og fást í ílestum veralunmn. landinB. H.f. Hreinn *?kúlagöÞa. RGykiavik. «úmi 4625. Mynda- og ramm&verzlun Islenzk málverk Freviugötu 11. Sími 2105. Heimskringla Snprra Sturlusonar, prentuð á Leirárgörðum 1804, 1. og 2. hefti, keypt við háu verði, sé eintakið ógallað. Skrifið sem allra fyrst þessu viðvíkjandi. Fornbókaverzl. H. Helgasonar Hafnarstræti 19, Reykjavík, Pósthólf 665. FERÐASKRIFSTOFA ÍSLANDS veitir ókeypis leiðbeiningar um i ferðalög, útveganir bíla, hesta, gist- 1 ingar, lax og silungsveiði í ám og vötnum. Hún hefir aðsetur f Ingóllshvoli og síma 2939. Hin árlega miðsumars skemmti- I samkoma í Reykholti veiður haldin 30. júlí í þetta sinn. 1 Hinir kunnu íslendingar frá Amei'íku, þeir sr. Bjöm B. Jónsson, ásamt konu sinni og Ásmundur Jó- hannsson, dvelja liér lieima á ætt- jörðinni nú um tíma. — Veri Vest- ur-íslendingar ætíð velkomnir heim. KAUPFÉLAG REYKJAVlKUR Bankastx-æti 2, simi 4562. Ferðamenn! Gerið viðskipti ykkar við kaupfélagið, þegar þið komið til bæjarins. Það er trygging fyrir góðum vörum með hæfilegu verði. vátryggingar á fasteignum og lausafé í I sveitum. — Iðgjöld hvergi ' lægri. — Umboðsmenn í öllum kaupstöðum og kaup- túnum. — Aðalskrifstofa í Reykjavík. Reykjavík. Sími 1249 (3 linur). Símnefni: Sláturfélag. Áskurður (á brauð) ávalt fyrir- liggjandi: Salami-pylsur. Hangibjúgu (Spegep.) nr. 1, gild Do. — 2, — Do. — 2, mjó Siiufia Hangibjúgu, gild Do. rnjó, Soðnar Svína-rullupylsur, Do. Kálfa-mllupyisur, Do. Sauðii-rullupylsur, Do. Mosaikpylsur, Do. Mslacoffpylsur, 1)0. Mortndelpylsur, Do. Skinkupylsur, Do. HamborgarpyUur, Do. Kjötpylsur, Do. Lifrai’pylsur, Do. Lvonpylsur, Do. Cervelatpylsur. Vörur þessar eru allar búnar til á eigin vinnustofu, og etand- ast — að dómi neytenda — sam- anhurð við samskonar erlendar. Verðskrár sendar, og pantanir afgreiddar um allt land. Ko laverzlan 3IGURÐAR ÓLAFSSONAJR i Simn.: KoL Bsykjavfk. Slmi ÍIH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.