Tíminn - 15.07.1933, Síða 2

Tíminn - 15.07.1933, Síða 2
120 TÍMINN og fengizt við söfnun og rann- sóknir ömefna, og flutti hann um þau efni útvarpserindi sl. vetur. Ennfremur hefir hann og ritað nokkurn hluta Alþingissögunnar, sem enn er óútkomin, og nokkrar greinar í tímarit, sögulegs og bókmenntalegs efnis. Er hann hinn bezti smekkmaður á bók- menntir, víðlesinn, og ritar ein- kennilegan og fagran stíl, upp runninn úr þingeysku alþýðu- máli. Doktorsritgerð Þorkels er þýð- ing á ritgerð þeirri um sama efni, er hann samdi og lagði fram við samkeppnispróf um prófessors- embættið í sögu við háskólann hér um áramótin 1930—'31. Má hann vel við una þann dóm, sem þetta verk hans nú hefir fengið hjá vísindastofnun, sem bæði að reynslu og starfskröftum stend- ur framar hinum unga og ófull- komna háskóla okkar Islendinga. G. G. Ofarir Mbl. og Guðm. Sveín- björnssonar i Lúðviksmálinu. Eftir að Guðm. Sveinbjömsson varð uppvís að því að hafa látið ' saksókn falla niður í máli Lúð- víks C. Magnússonar „endurskoð- anda“ lét hann L. C. M. segja, að J. J. hefði látið saksókn falla niður. Brátt varð að taka þetta til baka og sagðist Guðm. Svein- björnsson þá hafa gert það að skipan (vegna ,,áiitsgerðar“) und- irmanns síns! Er bent var á, að það væri engin afsökun, lét hann Morgunblaðið segja, að undir- maðurinn hefði talað við dómar- ann og það væri Hermann Jónas- son. Þegar H. J. svo ritar dóms- málaráðuneytinu og sýnir því fram á, að þetta sé ósatt, liggur ráðuneytið þegjandi undir þessu og þorir ekki að svara, sem alhr sjá af hverju stafar. Og þegar þetta verður uppvíst, er gripið til þess að halda því fram, að með því að senda mál L. C. M. í dómsmálaráðuneytið, hafi H. J. sýnt að málið var ekki sviksam- legt, því sviksamleg mál megi ekki senda þangað, heldur beri að höfða mál án þess. Og þegar H. , J. sendir leiðréttingu og sýnir fram á, að hin allra sviksamleg- ustu mál hafa einmitt verið send ráðuneytinu áður en mál var höfðað, þá grípur Morgunblaðið sama úrræðið og ráðuneytið — það þorir ekki að láta lesendur sína undanfarna daga sjá leið- réttinguna, vegna þess, að hún er látlaus en fullkomin húðstrýk- ing á ritstjóra blaðsins. — Er slík framkoma þó fullkomin upp- gjöf á málstað blaðsins — og auk þess brot á landslögum, svo sem 11. gr. tilsk. frá 9. maí 1855 sýnir, — mun nú lögreglustjóri, svona til að kenna ritstjórunum mannasiði, stefna þeim til þess að þvinga þá með sektum og dag- sektum, til að birta leiðrétting- una síðar. 11. gr. tilskipunar um prent- frelsi frá 9. maí 1855 hljóðar svo: „11. gr. Sérhver, sem þykist vera áreittur í .einhverju tímariti, eða sem æskir að leiðrétta það, sem um liann er sagt í ritinu, getur krafizt að veitt sé viðtaka borgunarlaust í ritið auglýsingu um, að mál sé höfð- að út af áreitninni, sem og um mála- lok eða leiðréttingu, sem þó má ekki vera lengri en ^ úr númeri, eða til- vísun um leiðréttingu i öðru riti. — Skal þetta taka upp 1 fyrsta eða annað númer af tímaritinu, sem kemur út næst á eftir að hann hefir æskt viðtökunnar með vottum; þó skal útgefandi, hvernig sem á stend- ur, ekki vera skyldur til að taka upp i eitt númer fleiri slíkar auglýsing- ar eða leiðréttingar, en sem komast á 14 úr númeri. — Ef leitt er hjá sér að yegna þessari skyldu, liggja við því 10 til 50 rd. bætur, og má því þvinga hlutaðeiganda til að taka upp í ritið það sem óskað er, með þvi að ákveða sektir fyrir hvem dag eftir dómsatkvæði.“ Það ör því lagabrot, að birta ekki leiðréttingar, ef krafizt er. En Mbl. þorir auðsjáanlega ekki að láta lesendur sína sjá hið rétta. Leiðréttingin, sem lögreglustjóri sendi Mbl. til birtingar, er svohljóðandi: í blaði yðar, Morgunblaðinu, 9. þ- m. birtist grein með íyrirsögninni; „Hefir Hermann Jónasson vanrækt embættisskyldu sína? Eða er hann að leika fífl frammi fyrir þjóðinni?" Greinarhöfundur skýrir rétt frá því, að ég liafi sent dómsmálaráðuneyt- inu prófin í gjaldþrotamáli Lúðvíks C. Magnússonar og spurst fyrir um það, livað gera skyldi i málinu. En út frá þessu er svo í greininni dreg- in sú ályktun, að ég hafi með þessu sýnt, að ég hafi talið gjaldþrotið ó- saknæmt, eða að ég hafi með því vanrækt embættisskyldu mína, þvi haíi gjaldþrotið verið sviksamlegt, þá sé „dómara skylt að höfða mál til refsingar, án þess að leita umsagnar íáðuneytisins". þetta hyggst svo greinarhöfundur að rökstyðja með tilvitnun tii 8. gr. gjaldþi’otalaganna, sem meðal ann- ars segii’, að hafi réttai’rannsókn leitt í ljós, að gjaldþrot sé sviksam- legt, „þá skal dómari án þeas hann þurfi að leita til dómsmálaráðuneyt- isins, höfða mál til refsingar gegn bi-otamanni“. það er næsta einkennilegt, ef nokkrum manni er það alvara, að í þetta ákvæði eigi að leggja þann skilning, að dómaia sé óheimilt að senda sviksamleg gjaldþrotamál i dómsmálai’áðuneytið til umsagnar áður en hann höfðar mál og það sé jafnvel brot á embættisskyldum lians ef liann gerir það; því í grein- inni segir aðeins, svo sem allir sjá, að dómarinn „þurfi" ekki að leita þessarar umsagnar. Gjaldþrotalögin eru þannig í fullu samræmi við þá almennu réttarfara- reglu, að dómai-a er ætíð heimilt að senda sakamál til umsagnar í dóms- málaráðuneytið áður en mál er höfð- að, þó afbrot sé fullsannað. Svo augljóst er þetta mál, að ég gæti látið nægja að benda á þetta eitt, en skal þó ennfremur benda á hvei’nig ákvæði gi’einarinnar hafa verið skilin i framkvæmdinni þann tíma, sem þau hafa verið í giidi. Sannleikurinn er sá, að mól út af flestum gjaldþrotum, þótt sviksamleg hafi reynst við rannsókn, hafa, bæði af mér og öðrum dómurum, verið send dómsmálaráðuneytinu til um- sagnar, áður en dómari höíðaði mál og málshöfðun síðan framkvæmd eftir fyrirskipun dómsmálaráðuneyt- isins sjálfs. Ég nefni sem dæmi, þessu til sönnunar, gjaldþrotamál Gísla J. Johnsen og Ingvars Ólafs- sonar, svo tvö stór gjaldþrot, sem allir munu kanncist við, sé talin. þessi mál voru send dómsmálaráðu- neytinu til umsagnar og var máls- sókn síðan hafin samkvæmt fyrir- skipun ráðuneytisins og gjaldþrotar dæmdir sekii’, bæði í undirrétti og Hæstarétti, í því málinu, sem var á- frýjað. Ennfremur má í þessu sam- bandi nefna gjaldþrotamál Hansínu Ingu Pétursdóttur og Björns Gísla- sonar, sem einnig var sent til um- sagnar í dómsmálaráðuneytið áður en mál var höfðað, en sektardómur . er nú nýlega genginn í þessu máli í , Hæstarétti. Skilningur greinarhöfundarins á umræddu ákvæði gjaldþrotaiaganna, er því nákvæmlega öfugur við þann skilning, sem lagður hefir verið í greinina . í . framkvæmdinni, . enda kemur ekki annað til greina. Gjalcfþrotamál Lúðvíks C. Magnús- sonar fékk nákvæmlega sömu af- greiðslu hjá mér og ýms stór svik- samleg gjaldþrotamál hafa fengið hjá dómurum* landsins. þaö var sent dómsmálaráðuneytinu til umsagnar, til þess, að ráðuneytið í því máli eins og öðrum hliðstæðum fyrirskipaði málshöfðun eða ákvæði að saksókn skvldi falla niður. Árásin á mig er því öll byggð á því, að greinarhöfundurinn skilur ekki lagaákvæðið, sem hann vísar til, og þekkir ekki framkvæmd þess. Reykjavík, 11. júlí 1933. Hermann Jónasson. Með skírskotun til 11. gr. tilsk. um prentfrelsi frá 9. maí 1855 krefst ég þesss, að þér birtið ofanskráða leið- réttingu í 1. eða 2. númeri af Morg- unblaðinu, sem út kemur eftir að yður hefir verið birt leiðréttingin. Reykjavík, 11. júlí 1933. Hermann Jónasson. Til ritstjóra Morgunblaðsins Jóns Kjartanssonar og Valtýs Stefánssonar. Lok þessarar deilu eru dálítið brosleg. Þegar Mbl. hóf ofsókn á hendur Pálma Loftssyni fram- kvæmdarstjóra vitnaði það í hinn óskeikula dánumann, — Lúðvík C. Magnússon „endurskoðanda“. Á skýrslu þessa óskeikula „endur- skoðanda“ var árásin byggð. — En endalok ofsóknarinnar á hend- ur Pálma Loftssyni eru nú orðin þau, að ekki einu sinni íhaldið þorir að verja „endurskoðandann“ og mikið af blaðkosti flokksins er notað til þess, að þvo hendur íhaldsins af því, að hafa látið saksókn niður falla, gegn „end- urskoðandanum“! Og Mbl. ræðst meira að segja með áfergju á Hermann Jónasson, fyrir það, að hann skuli ekki þegar að rann- sókn lokinni, hafa dæmt „endur- skoðandann“ í hegningarhúsið heldur sent málið í dómsmála- ráðuneytið og leitt Guðmund Sveinbjörnsson í þá freistingu að láta það falla niður! Svona raunalega hefir þá farið um kosningabombu íhaldsins í þetta sinn! ----0---- Morgunblaðíð og börnin. „Je ekki lengu kommúnistl, baða nazisti, þa miki betða, þá fæ je bjóstsyku". (Barn í Reykjavík 7. maí 1933). þann 31. maí síðastl. birta þau Morgunblaðið og ísafold (og Vörður) svar, við öratuttri grein, er birtist í Timanum 27. s. m. Grein Morgunblaðsins — „Fiá Krumshólum" heitir hún — er ágætt sýnishorn af rithætti og landsmála- baráttu Morgunblaðsins. Hún sýnir svo mætavel, að þeir, við hvert ein- asta tækifæri, reyna að kenna öðrum mönnum um óhappaverk fylgismanna sinna, einkum þó þeirra, sem hvat- vísastir eru og ógætnastir. í staðinn fyrir að beina skeytum sinum gegn mér, ,ef viðvörun mín vai, ástæðulaus, og vísa henni á bug með skynsamlegum rökum — ef þau voru til —- þá ræðst greinarhöfundurinn á Jónas Jónsson, með margra ára gamlar ásakanir, sem fyrir löngu er búið að lirekja, með vottorðum fjölda- margra manna, og eru svo ósannar, að ritstjórar Morgunblaðsins trúa þeim. ekki sjálfir. Greinin endar á þessum orðum: „þegar æsku landsins ofbýður at- ferli Hriflunga, og sýnt er, að hún hefir skömm á kommúnistum, þá kemur hljóð úr horni í Tímanum. þá en ekki fyr skrifar Sigurjón frá Krimshólum sín „viðvörunarorð“.“ Með þessum orðum viðurkennir Morgunblaðið: 1. að sögurnar, sem ég gat um í grein minni hafi verið sannar, og „viðvörun" mín því á fullum rökum byggð.. 2. að framherjar nazista hafi gert sig seka í þessu athæfi, sem ég vítti í grein minni. 3. að það (Morgunbl.) telji fyllilega afsakanlegt, að gefa börnum sælgæti, til þess að fá þau til að hlaupa í stórum hópum, æpandi um götur bæj- árins, ef aðrir samherjar þess (Morgunbl.) gera það. Hvað segja foreldrar barnanna um þetta? Síðustu orðin i greininni, sem bent er að mér, skil ég sem ásökun um hlutdrægni, og skal því svara ör- fáum orðum. Ég er ekki dagiegur gestur í Reykjavík. Hefi komið þar aðeins 7 sinnum á æfinni. En í hvert skipti, sem ég hefi komið þar, hefi ég séð eitthvað athugavert við uppeldi bam- anna, sem foreldrar þeirra eiga þó enga sök á, en bæjarfélagið, og leið- togar þess, hefðu getað ráðið bót á, ef hugkvæmd og framtak hefði ekki brostið. Skal ég aðeins nefna tvö dæmi: 1. Fram að þessum tíma hafa húsin verið byggð svo þétt, að börnin hafa cngan leikvöll annan en götuna. Úr þessu er nú ekki unnt að bæta nerna með því að rífa niður svo eða svo mörg hús á nokkrum stöðum í bæn- um og búa þar til leikvöll. það mundi verða nokkuð dýr ráðstöfun í samanburði við það, sem þurft hefði að vera, ef í tíma hefði verið athugað. 2. þegar ég hefi gengið um göt- urnar í Reykjavík, hefi ég oft undr- ast það, hve nauðafátt af bæjarbú- um virðist kunna nauðsynlegar um- ferðareglur: kunna að víkja á rétta hönd, þegar einhver mætir þeim eða vill komast framhjá. það er þá ekki löng eða vandlærð „leksía“ þetta: „þegar þú mætir einhverjum, eða einiiver vili komast framhjá þér, áttu að halda þér .... á vinstra helmingi vegar“. það er í sjálfu sér ekkert undar- legt, þó börnin í Reykjavík kunni ekki þessa reglu, þegar fullorðna fólkið skeytir lienni lítið og ekkert er gert til að kenna þeim hana. En fátt sýnir áþreifanlegar hirðu- ley.si bæjarstjórnar og þeirra manna, sem tekizt liafa á hendur leiðsögu- starf í almennum málum bæjarbúa, en að sjá barnahóp, sem ekki hefir annan ieikvöli en götuna, forða sér, — seirit og þvergirðingslega þó — undan „bila“-umferðinni, eklci til annarar liandar eftir ákveðnum regl- um, heldur til beggja handa, alveg reglulaust, eftir því sem tilviljunin bendir þeim í það og þaö skiptið. Mikil furða að ekki bíða fleiri börn bana af „bíla“-umferðinni i Reykjavík, en raun er á. þessi tvö dæmi verða að nægja, og þó er ýmislegt fleira sem at- liuga þyrfti. Ég hefi fram að þessu ekki talið, að mér — kotbónda í sveit — kæmi það neitt við hvernig Reykvíkingar liaga uppeldi barna sinna. En þegar ég varð þess var, að þessir ungu og ógætnu menn — ang- urgapar liggur mér við að segja — sem tekið hafa upp merki útlendra öfgafiokka, halda æsingafundi á götum úti, og ginna börn sem aðeins eru orðin svo stálpuð, að þau geta leikið sér á götunni, til þess að taka þátt í deilunum, án vitundar foreldr- anna, þá gat ég ekki orða bundizt, og skrifaði viðvörunarorðin, sem Morgunblaðið notaði svo sem árásar- efni á Jónas Jónsson. Ef ég hefði orðið þess var, að einhver af Fram- sóknannönnum eða jafnaðarmönnum hefðu gert sig seka i áðurnefndu at- hæfi, þá hefðf ég vítt þá alveg eins. það áttu ummæli mín að sýna, þau sem Morgunblaðið tekur orðrétt upp i áðurnefndri grein. Engri þjóð er það meiri lifsnauð- syn en okkur Islendingum, sem er- um svo fáir og fátækir og búum á strjálbyggðu landi og lítið ræktuðu, að vanda sem bezt uppeldi æskulýðs- ins, þeirrar kynslóðar, sem á að taka við af okkur gömlu, mönnun- um. það mun lika vera heitasta ósk ailra foreldra, á öllum tímum, að börnin þeirra verði meiri og betri menn, en þau eru sjálf (foreldr- arnir) verði í einu og öllu, betur bú- in undir baráttuna fyrir tilverunni en eldri kynslóðin, — verði færari um að taka höndum saman til að vernda íslenzkt þjóðlíf og íslenzka þjóðármenningu, fyrir áhrifum er- lendra óheillastrauma. þess vegna á engum að haldast það uppi að leiða börnin út á glap- stigu. þeir menn, sem vitrari eru og betri, verða, þegar svo ber undir að taka fast í taumana. Og þökk sé „Stéttarféiagi barnakennara í Reykja- vik“ fyrir að taka þetta niál til at- hugunar á fundi sínum 9. þ. m. Krumshólum, 26. júní 1933. Sigurj. Kristjánsson. -----o----- Guðm. Sveinbjömsson þyrfti að fara að fá sem fyrat' frí úr stjórnarráðinu, ef ]>að er satt, sem Mbl. segir, að hann sé orðinn svo skapstirður, að liann sé farinn að vísa á dyr mönnum, sem koma til viðtals við hann. Annars hefir Tím- inn grun um, að frásaga Mbl. um þennan skörungsskap(i) skrifstofu- stjórans sé nokkuð mikið úr lagi færð, enda nokkuð auðsætt þeim, sem kunnugir eru. r A víðavangi. Skuldir Reykjavíkur. þar sem íhaldið ræður lögum og lofum og þar sem „fjármálaspeking- urinn" Jón þorláksson hefir setið í bæjarstjórn, voru í árslok 1931 (síð- asta árið, sem opinberir reiknigar eru til um), sem hér segir: Bæjarsjóður .. .. kr. 3.144.568,12 Rafmagnsveitan .. — 2.732.089,93 Höfnin..................— 2.522.932,51 Vatnsvfitan .. .. — 717.363,83 Gasstöðin...............— 292.122,60 Skuldir samtals kr. 9.409.076,99 Níu miljónir fjögur hundruð og niu þúsundir sjötíu og sex krónur níutíu og níu aurar. — þriðjungurinn af útsvörum fer nú til þess á ári hverju að standa straum af þessum skuld- um. það er ekki furða, þó að íhaldið sé hreykið af fjármálastjórn sinni og viiji líka liafa völdin í landinul í viðbót við þetta ætlar svo borgarstjórinn að taka ný lán til aukningar í-afveitu, gas- stöðvar og vatnsveitu og þar á ofan 7 miljónir til Sogsvirkjunarinnar. Ósatt var það hjá Jóni þorlákssyni eins og fleira, að J. J. hefði sagt í út- varpsumræðunum, að Framsóknar- menn liefðu stofnað kaupfélögin um 1880. J. J. sagði, að samvinnumenn hefðu brotið kaupmannakúgunina á liak aftur. En síðar mynduðu sam- vinnumenn landsins hin pólitísku samtök, Framsóknarflokkinn. 9y2 miljón slculdar Reykjavíkurbær, en ekki 3 miljónir eins og Jakob Möller segir. Blekkingin liggur í því, að Möller telur ekki þær skuldir, sem hvíla á rafveitunni, höfninni, vatnsveitunni og gasstöðinni, en þaö eru tveir þriðju hlutar bæjarskuldanna. En þegar um er að ræða fjárhag ríkis- ins vill hann telja þær skuldir, sem hvíla á fyrirtækjum ríkisins, t. d. sildarv erksmið j unni, landsímastöð- inni o. s. frv. Ósatt var það líka hjá Jóni þorlákssyni, þegar hann þóttist engin lán hafa tekið fyrir Reykjavík- urbæ síðan hann varð borgarstjóri. Er þar notuð sama blekkingin og áð- ur, að telja eigi þær skuldir, sem stofnaðar eru vegna áðurnefndra fyrirtækja bæjarins. En slik lán hef- ir J. þ. tekið á þessu ári. prisvar afneitaðl Ólafur Thors afneitar Nazistunum harðlega i viðtali við menn úr öðr- um flokkum og segist aldrei hafa séð „íslenzka endurreisn". Pétur Ottesen sór og sárt við lagði á fundi á Akranesi, að hin þýzka ofbeldis- stefna væri sér algerlega óviðkom- andi og að hann hefði á henni hina mestu andstygð. Thor Thors fór hin- um mestu hrakyrðum um hreyfing- una vestur á Snæfellsnesi. Sagðist honum svo frá, að Nazistar hefðu komið á fund miðstjórnar íhalds- flokksins og viljað fá að hafa menn í kjöri, en miðstjórnin hefði reltið þá út. En enginn tekur mark á framburði íhaldsmanna í þessu efni, ög það þó að þeir hafi nú afneitað Nazistum þrisvar. Og fallnir þing- menn íhaldsins munu, að kosning- um loknum, „ganga út og gráta beizklega" afskipti sín og dekur við hina pólitisku villimennsku, sem J. þ. kallaði „hreinar hugsanir'1 á Ai- þingi í vor. „Frá hreyfinguimi". Gísli vesalingurinn í Ási á ekki sjö dagana sæla í „hreyfingunni" núna. Gerðust þau fádæmi nú í vik- unni, að tveir „undirforingjar" úr „árásarliði" Nazista, Kjartan nokkur Pétursson og þorbjörn í Borg veittu honum atgöngu á götu. Gáfu þeir Gísla það að sök, að hann hefði í heimildarleysi og fyrir fordildarsakir gengið á fund Balbos hins ítalska sér til forfrömunar og að félögum sínum fornspurðum, sem engu miður hefðu til þess unnið að verða slíks heiðure aðnjótandi. Töldu þeir, að Gísla hefði borið skylda til að kalla saman fund í hreyfingunni og láta kjósa nefnd til að fara á fund Bal- bos. Létu þeir svo um mælt, að með slíku eihræðisbrölti og virðingagirni

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.