Tíminn - 12.08.1933, Blaðsíða 1
XVIL ái* *.
Reykjavík, 12. ágúst 1938
38. blað
Svarta hættan
„— — Hann (Mussolini) bjargaði þjóð sinni frá tvo-
földum háska: Frá kyrkingartökum kommúnista og frá
spillingu og ábyrgðarleysi þingræðisins —------- og hanu
sýndi mönnum fram á, að þjóðlífið er dýrmætara on líf
einstaklingsins. Facisminn byggir á framtíð þjóðarinnar
en ekki einstaklingsins, því að þjóðin lifir, þóti einstakl-
ingarnir f;\Ui frá. — —
Gæfusöm er sú þjóð, sem ;
eignast slikan ícringja á vandræðatímum". (Allar letur-
breytingar Tímans). '
(Morgunblaðið 8. ágúst 1933). j
Ummælin, sem prentuð eru hér
að framan, eru, eins og tilvitn-
unin ber með sér, tekin upp úr
Mbl. núna í vikunni. Af hverju
eru þessu ummæli eftirtektar-
verð? Mbl. er að vísu ómerkilegt
blað' og nýtur lítillar virðingar.
En flokkurinn, sem gefur út
þetta blað, hefir fengið 20 þing-
menn kosna inn á Alþingi. Hann
hefir, að vísu vegna lélegrar kjör-
sóknar annara, fengið 48%
greiddra atkvæða. Þessi flokkur,
íhaldsflokkurinn, keppir að því
að ná meirahluta og landsstjórn
við næstu kosningar. Og þess
vegna er full ástæða til að taka
eftir. Því að blað íhaldsflokksins
er með. þessum orðum að flytja
landsfólkinu nýjan boðskap.
Greinin, sem ofangreind um-
mæli standa 1, er birt í tilefni
af 50 áz’a afmæli hins ítalska ein-
valdsherra. Hún er ómengaður
boðskapur svartliðanna í Italíu
og Þýzkalandi. Hún er lofgerð
um afrek ítalska fascistaflokks-
ins, sem hafi bjargað þjóðinni
þar frá kommúnismanum og
þingræðinu! Ménn taki eftir því,
að þessar tvær stjórnaraðferðir,
kommúnisminn og þingræðið, eru
hér nefndar hlið við hlið og lag^-
ar að jöfnu í blaði hins íslenzka
„Sjálfstæðisflokks“! En þess er
ekki minnst, hvað þessi útrýming
kommúnismans og þingræðisins
hafi kostað í Italíu. „Líf þjóðar-
innar er dýrmætara en líf ein-
staklingsins“. Þannig farast Mbl.
orð.
l Hvað er hér að gerast? Á því
geta menn glöggvað sig bezt með
því að rif j a upp og kynna sér al-
menn ummæli íslenzkra blaða (og
Mbl. líka) fyrstu árin eftir að
byltingin brauzt út í Ítalíu.
Menn geta sömuleiðis kynnt sér
þær greinar, sem á undanförnum
árum hafa verið birtar hér í
landi um Nazistaflokk Hitlers í
Þýzkalandi. Þá kvað við í öðrum
tón en í Mbl. nú. Það er ekki oí-
mælt, þó að fullyrt sé, að allur
þorri almennings hafi enga ósk
átt heitari en þá, að þeir sorglegu
og átakanlegu atburðir, sem
byltingastefna þessara flokka
hafði í för með sér, ætti ekki
eftir að endurtaka sig hér á
landi. Hugur íslenzku þjóðarinn-
ar hefir í þessu efni verið hinn
sami og í öðrum lýðfrjálsum
löndum. Hér á landi hefir alþýða
manna fram á þenna dag lesið
með hryllingi frásagnir um mis-
þyrmingar og morð, sem í bylt-
ingalöndunum eru framin í þjón-
ustu æðisgenginnar valdabaráttu,
hvernig lög og réttur, þar sem
slíkt ástand ríkir, eru vettugi
virt, hvernig stjórnarskrám nkj-
anna hefir verið kollvarpað og
almenn mannréttindi fótum troð-
in.
I augum íslenzkrar alþýðu
hefir 1 margar aldir ekkert verið
til, „dýrmætara en líf einstakl-
ingsins“. Við íslendingar höfum
ekki verið þjóð hernaðar eða
blóðsúthellinga. í meðvitund al-
mennings hér á landi hefir
mannslífið verið dýrmætara en
allt annað. Enginn alþingismaður
myndi fram á þennan dag’ hafa
leyft sér að ympra á því að
fórna mannslífi til hagsmuna
fyrir þjóðarheildina. Slíkt myndi
liafa verið viðurstyggð í augum
allra viti borinna og heiðarlegra
manna. Jafnvel líf hinna mestu
afbrotamanna er með lögum
verndað hér á landi eins ög hjá
ýmsum öðrum þjóðum, sem svip-
aðan hugsunarhátt hafa haft og
við íslendingar.
En hvað er þá á ferðinni nú,
þegar blað fjölmennasta flokks-
ins í höfuðstaðnum og stærsta
flokksins á Alþingi tekur til að
vegsama hástöfum, að erlendir
einræðismenn hafi brotið niður
þingræðið og uppgötvað verð-
mæti, sem séu „dýrmætari en
líí einstaklingsins" ?
Þessi nýstárlegu ummæli í ís-
lenzku blaði, tákna blátt áfram
það, að svarta hættan, andi fas-
cistaflokkanna í Ítalíu og Þýzka-
landi, er byrjuð að grafa um sig
fyrir alvöru í íslenzkum stjórn-
málum.
Svo alvarleg' sem slík tíðindi
mega þykja, þá verður nú að
segja þau eins og þau eru. •
En þetta er ekki í fyrsta sinn,
sem Mbl. ritar í þessum anda á
árinu, sem nú er að líða.
Svo merkilegt sem það kann að
þykja, má óhætt fullyrða það
nú, að ekkert annað blað, sem
þingræðisflokk á að baki sér, á
Norðurlöndum eða í Vestur-Ev-
rópu, hefir tekið að sér að verja
hryðjuverkin, sem átt hafa sér
stað í Þýzkalandi í vetur og vor,
og ofbeldisstjórnina þar. Mbl. og
fylgiblöð þess eru þar algerlega
einsdæmi.
Það liggur í augum uppi, að
Mbl. myndi ekki rita um þessi
efni á þann hátt, sem nú hefir
lýst verið, ef ekki væri jarðveg-
ur fyrir slík skrif nú orðið í í-
haldsflokknum.
Það væri að sjálfsögðu fjar-
stæða, að halda því fram, að
allir þeir, sem greitt hafa íhalds-
flokknum atkvæði við síðustu og
undánfarnar kosningar, séu sama
sinnis og þeir, sem nú láta veg-
sama ofbeldið í blöðum flokksins.
Sá hugsunarháttur, sem hér er á
ferðum, er að miklu leyti nýr.
Hann hefir m. a. magnast við
æfintýrablæ hinna þýzku bylt-
ingafregna í vetur og komu ít-
ölsku flugmannanna hingað, þó að
þeim verði engin sök á því gefin.
En hitt er jafn víst, að hin inn-
flutta öfbeldisdýrkun og einræð-
isandi er orðinn hinn ráðandi
hugsunarháttur innan íhalds-
flokksins í kaupstöðunum og sér-
staklega í Reykjavík. Það er
engin tilviljun, að óaldarflokkur
Nasista, sem mest óð uppi í vor,
með gífuryrðum og heitingum
hætti við að hafa frambjóðendur
í kjöri og virðist nú vera sofn-
aður til feðra sinna. „Hreyfing-
in“ svokallaða var aldrei annað
en „óróleg“ deild úr Reykjavíkur-
íhaldinu. Og þegar Mbl. prédikar
ofbeldið og Heimdallur er farinn
að æfa ,,fánalið“ í Kveldúlfsport-
inu, hafa þeir „órólegu“ ekki yfir
neinu að kvarta!
En fyrir þá menn alla, sem ann-
ars hugar eru, en hingað til hafa
stutt íhaldsflpkkinn við kosning-
ar, er þetta nýja viðhorf, fullkom-
ið alvörumál.' Slíkir menn geta
ekki framvegis samvizku sinnar
vegna kosið þá fulltrúa á þing,
sem styða myndu til valda þann
hugsunarhátt í landinu, sem nú
lætur vegsama ofbeldið í orði og
telur útrýmingu þingræðisins hlið-
stæða þjóðarnauðsyn og baráttuna
gegn kommúnismanum. Slíkur
hugsunarháttur hlyti að heimta
staðfestingu í verki ef hann á
að vera sjálfum sér samkvæmur.
Öllum frjálslyndum mönnum i
landinu verður það nú ljósara með
degi hverjum, að hér er voði á
ferðum. íslenzka þjóðin hefir hing-
að til haft langlundargeð gagn-
vart ágangi á öryggi þjóðfélags-
ins. Menn í háum stöðum, eins og
Guðmundur Finnbogason og Guð-
mundur Hannesson, hafa verið
launaðir úr ríkissjóði árum sam-
an við að skrifa bækur til að rífa
niður þingræðið og núveranda
þjóðskipulag. Mikill hluti þjóðar-
iiinar hefir álitið um þá eins og
kommúnistana, að „kenningar“
þeirra væru góðlátleg vitleysa,
sem engan gæti skaðað. En nú
eru magnaðri öfl að verki. Svarti
fáninn er þegár á loft hafinn í
herbúðum þeirra manna, sem
nægilega fyrirlitningu hafa á al-
þýðu þessa lands (með „mosann
í skegginu"), til að telja sig þess
umkonma að ráða niðurlögum
þess þjóðfélags, sem hún hefiv
reynt að skapa sér til verndar
öryggi og mannréttindum.
Annað taréf
Ásgeirs Ásgeirssonar forsætisráðherra
til Ólaís Thors.
Lárus Helgason
sextugur
Utan úrheimi
Lárus Helgason bóndi í Kirkju-
bæjarklaustri varð sextugur 8.
þ. m. Hann er fæddur 1873 á
Fossi á Síðu. Um langt árabil
hefir Lárus haft forystu í öllum
h'elztu menningar. og framfaia-
rÁálum V estur-Skap taf ellssýslu.
Hann hefir verið formaður Kau])-
félags Véstur-Skaptfellinga síðan
1911, átt sæti í stjórn stærsta
samvinnufélagsins á Suðurlandi,
Sláturfélags Suðurlands, og verið
útibússtjóri þess eystra. Hann
hefir beitt sér manná mest fyrir
samgöngubótum sýslubúa á sjó
og landi og verið formaður hluta-
félagsins „Skaftfellingur“. Þrisv-
ar sinnum hafa Vestur-Skaptfell-
ingar kosið hann á þing, 1922,
1927 óg 1931. — Bera hinar stór-
auknu opinberu framkvæmdir í
sýslunni þess menjar, að Klaust-
urbóndinn var Vestur-Skaptfell-
ingum þarfur á Alþingi eins og
heima fyrir í héraði.
Lárus Helgason og kona hans,
Elín Sigurðardóttir frá Breiða-
bólstað á Síðu, hafa nú búið í
Kirkjubæjarklaustri 28 ár. Um
myndarskap og alúð við þá er að
garði koma, ber sá bær nú af
flestum öðrum sveitaheimilum á
landinu.
Nýju bréfi frá miðstjórn í-
haldsflokksins, þar sem enn er j
heimtað sumarþing og vetrar-
kosningar, hefir forsætisráðherra
svarað á þessa leið:
Reykjavík, 8. ágúst 1933,
í tilefni af bréfi miðstjórnar Sjálf-
stæðisflokksins, dags. 4. þ, m. varð-
andi aukaþing út af frumvarpi því
til stjúrnarskipunarlaga um breyting
á stjórnarskrá konungsríkisins Is-
lands, 18. maí 1920, sen^ samþykkt
var á síðasta Alþingi, skal eftirfar-
andi tekið fram:
1. þar .sem dregin eru i efa um-
madi min í bréfi dags. 4. þ. m. uni, i
að nefnt stjórnarskrárfrumvarp komi
þá fyrst til framkvæmda, er þaö ó-
breytt hefir náð samþykki næsta Al-
þingis, konungur staðfest það og 12
vikur liðnar frá þeim degi, er út-
koma ])ess í A-deild Stjórnartíðind-
nnna er auglýst í B-deild þeirra, þá
læt ég hér með fylgja álitsgjörð Ein-
ars hæstaréttardómara Arnórssonar
um gildistöku stjórnatskrárbreytinga,
cr staðfestir algcrlega uinmæli mín
um þotta.
2. þar sem bent hefir vérið á þá
leið, að flýta megi fyrir gildistöku
stjórnarskrárinnar og' því, að hún
komi til framkvæmda með því að
breyta lögum nr. 11 frá 1877 að því
er tekur til stjórnarskrárbreytinga, |
þá er þess að gæta, að hvað sem 1
liður því atriði, er telja verður út af
fyrir . sjg mjög vafasamt, að slik
breyting gcti náð til stjórnarskrár-
frumvarps, sem þegar hefir verið ,
samþykkt. á fyrra Alþingi, þá mundi
slik breyting' á gildistöku stjórnar-
skrúrfrtimvarpsins icla í sér rifting
á þ\ í sarokomulagi sem varð á siö- ;
asta Alþingi milli flokka urn málið.
þpð er \itað, að af hálfú Framsókn-
arflokksins liefði þá ekki náðst sam-
komulag um ákvæði, sem fól í sér
mög'uleika fyrir haust- eða vetrar- 1
kosningum pg þeirri áhættu um kjör- 1
sókn, sem þeim eru samfara.
Af gi'eindum á'stæðum er ókleift að
vorða við framkomnum óskum um, ;
nð Alþingi verði þegar kvatt sanmn
og stofnað til haust- eða vetrar-
kosuinga. j
3. Óskirnar um, að bráðlega sé
stofnnð til nýrra kosninga, munu að-
allega styðjast við kröfu um það, að
regiulegi Alþingi (fjárlagaþing) verði
ekki. kvatt saman fyrr en að afstöðn-
um kosningum, sem fari fram ct'tir
binni nýju stjórnarskrá. En þeirri j
kröfu má fullnægja með því að !
kveðja til aukaþings í stað reglu-
legs Alþingis; (fjárlagaþings) upp úr
næstu áramótum, en reglulegt Al-
þingi komi sainan síðar á árinu að
ufstöðnum kosningum. Til þess þnrí
uð visu uð setja ný lagafyrirmæii
um, ,að reglulegt Alþingi megi á því
ári koma sainan síðar en 15. febrúar,
en það kæmi ekki í bága við það
samkomulag, sem varð um stjórnar- j
skrána á síðasta Alþingi. Er stjórnin !
Roosewelt og menn hans.
Hin friðsamlega bylting í at-
vinnu- og viðskiptalífi Banda-
ríkjanna heldur áfram undir for-
ystu Roosewelts forseta. Allur
atvinnurekstur landsins er nú
undir ströngu opinberu eftirliti.
Áf stjórnarinnar hálfu er gengið
í’íkt eftir því, að fyrirmælum
ríkisvaldsins sé hlýtt. Atvinnu-
rekendur hafa verið knúðir til að
ganga inn á niðurfærslu vinnu-
tímans, lágmarkskaup verka-
manna, takmörkun framleiðslunn-
ar og að leyfa frjáls samtök
verkamanna, sem þeir hafa hing-
að til staðið á móti. Kaupmenn
eru hindraðir í því að nota hina
almennu verðhækkun framleiðsl-
unnar til óréttmætrar álagning-
ar. 3300 miljónum dollara er nú
ve'rið að verja til nýrra fram-
kvæmda af hálfu hins opinbera.
Síðan Roosewelt tók við völdura
hefir ein miljón manna fengið at-
vinnu. Skipuð hefir verið af.for-
setanum nefnd til að berjast
gegn vaxandi glæpamannavaldi
og öryggisleysi í réttarfari sam-
bandsríkjanna.
Trúin á einstaklingsframtakið
er lömuð. Forystumenn einkafjár-
magnsins hafa misst völd sín og
áhrif i hugum borgaranna. Veld-
ur því hið sívaxanda atvinnuleysi
og hin tíðu bankahrun, þar sem
ljöldi fólks hefir misst aleigu
sína vegna ógætilegrar og oft á
tíðum ósæmilegrar meðferðar á
fé bankanna. Orðtak Suðurríkja-
inanna: „Bankastjóri hefir geng-
ið að eiga' hvíta konu“, sýnir al-
menningsálitið þar á bankastjór-
unum, því að það er talin hin
mesta skömm, ef hvít kona geng-
ur að eiga svartan mann.
Af samherjum Roosewelts og
nánustu samverkamönnum í hinni
stórkostlegu viðreisnarbaráttu,
eru nú ýmsir tilnefndir og gerð-
ir að umræðuefni í heimsblöðun-
um.
Nánasti samverkamaður for-
setans er talinn vera Moley pró-
fessor í lögum við Columbia liá-
skólann í New York. Það var
Moley sem í fyrra stjórnaði
rannsóknunum í mútumálum
borgarstj órnarinnar í New York-
borg, en afleiðingar þeirra mála
urðu m. a. þær, að borgarstjórinn
James Walker varð að láta af
völdum. Það voru þessi mál, og
röggsemi Roosewelts, sem þá var
landstjóri í New York ríki, sem
vöktu þjóðarathyfeli á hinni nýju
stefnu og' ýmsum þeim mönnum,
sem nú eru mest ráðandi í land-
inu, en til fárra ára voru ekki
taldir samkvæmishæfir vegna
byltingalitaðra skoðana og virð-
ingarleysis fyrir hinu almáttuga
auðvaldi.
Annar af nánustu samverka-
mönnum Roosewelts er lögfræði-
prófessorinn Berley, einnig frá
reiðubúin til að ræða þennan mögn-
loika nánar.
Ásg. Ásgeirsson.
• Síðan þetta bréf var sent,
virðist íhaldið loksins vera að
gugna á hinni ósæmilegu kröfu
um vetrarkosningarnar, en í Mbl.
er nú yínprað á því, að fá mann
í viðbót við M. G. inn í stjórnina.
Slíkt kemur auðvitað ekki til
mála.