Tíminn - 30.09.1933, Side 3
TfMINN
þessi raaður eitt sinn mannvænlegur
unglingur.
Afnám bannsins myndi geysilega
auka áfengisböl það, er hór hefir ver-
ið lýst. þér, feður og mæður, látið
ekki undir höfuð leggjast þó veðrið
verði vont, að koma á kjörstað og
greiða atkvæði á móti því að aukið
verði áfengisbölið í landinu. Ef það
eru ekki synir ykkar, sem þið með
því verndið frá glötun, þá verða það
þó synir annara Islendinga, annara
feðra og annara mæðra, sem þykir
eins vænt um sín börn eins og ykkur.
Og þið ungu íslendingar, piltar og
stúlkur! Til vopna nú! Nóg er bölið
enn á íslandi, þó ekki sé hleypt nýju
áfengisböli á þjóðina, þvi okkar fá-
menna þjóð má raunverulega ekki
við því að missa einn einasta góðan
dreng á þennan hátt.
Ólafur Frlðriksson
fyrv. ritstjóri
----o-----
Landhelgisgæzlan
eystra.
Flestar þjóðir hugsa nú á þessum
erfiðu tímum mest um það, að hlúa
að atvinnuvegum sínum og varðveita
þær tekjulindir, sem þær hafa yfir
að ráða.
Vér Islendingar eigum . ómetanleg
auðæfi fólgin í djúpinu við strendur
landsins, sem tryggðar eru með al-
þjóðlegum landhelgislögum, og höf-
um vér nú síðustu árin fyrir dugnað
og áhuga einstakra manna eignast
allgóðan varðskipastól og tekizt gæzl-
an vel.
En nú virðist allt vera að fáta
um þverbak í þesum efnum. Nú er
Jónas farinn frá völdum og Einar
horfinn af Ægi og eftirlitið hið
hörmulegasta. Skal tekið dæmi héð-
an, aðeins af einni lítilli vík, þar
sem ég þekki bezt til. Eftirfarandi
skýrsla liggur fyrir:
„Við undirritaðir erum reiðubúnir
að votta og staðfesta eftirfarandi
skýrslu: 1. september veitum við eft-
irtekt 8 togurum innan landhelgis-
línu. Næstu nótt á eftir er ég (Guð-
mundur Grímsson) staddur úti og tel
ég þá 15 togara. 2. september toga
3 allan daginn inn við sand en uin
kvöldið teljum viðl3. 4. september
eru 7 að toga inn við sand. 5., 6. og
7. voru frá 3 upp í 8 hvern dag. 8.
sept. voru 3 inn við sand. 9. enginn.
Síðan um miðjan ágúst hafa verið
fleiri og færri daglega innan land-
helgislínu.
Sandvíkurseli 9. september 1933
Guðmundur Grímsson,
Jóhannes Ámason,
Jósep Halldórsson."
Svona er eftirlitið nú. Getur verra
orðið?
Meðan Einar stjórnaði Ægi fól
hann sig stundum inni á Hellisfirði
og sendi vélbát til Sandvíkur og var
þá ekki veiðiþjófum viðvært. Af
skýrslu þessari sést, að hér er um
60—70 landhelgisbrot að ræða á rúmri
viku. Ef ekki verður að gert hið
bráðasta er sýnilegt að atvinna
smábátasjómanna hér verður eyðilögð
með öllu.
Undanfarið hefir verið sótt um að
lagður yrði sími til Sandvíkur, en
málið enga áheyrn fengið enn. Mundi
sími á þessum stað vera mjög nauð-
synlegur við vöm landhelginnar.
Getur nú hæstvirt alþingi þvegið
hendur sínar af því að láta símamál
Sandvíkur steinsofa lengUr á skrif-
stofu sinni en þau 4 árin, sem kom-
in eru, aðeins veiðiþjófum einum til
matbjargar og lífsuppeldis? Ein tog-
arasekt mundi efiaust greiða allan
kostnaðinn við símalagningu frá
Neskaupstað til Sandvíkur. Auk þess
er hér hið stórkostlegasta réttarbrot
framið á fólki því, sem áratugum
saman h.efir borið hinar fjölbreyti-
legu byrðar þjóðfélagsins en verður
að lifa svo sem landnemar væru.
Sandvík er ein hin bezta veiðistö'ð
og úthöfn hér austanlands. T. d. lágu
þar við tveir menn í sumar á ára-
báti frá Neskaupstað og fengu 30
skippund (miðað við þurran fisk) á
rúmum mánuði, og unnu að öllu;
veiðitækin voru tvö handfæri. Mundi
ekki hœstvirtu Alþingi sæmra að hlúa
betur að útkjálkum þessum og at-
vinnuvegum þeirra svo fleira fólk
gæti þar lifað og framleitt úr skauti
náttúrunnar, i stað þess að hröklast
burt og lifa í kaupstöðum á atvinnu-
bótastyrkjum til ónauðsynlegra fyr-
irtækja.
Á síðastliðnu ári rákust tveir tog-
arar á Seiey. Annar sökk á nokkr-
um mínútum, komst skipshöfnin í
bát og til Sandvíkur og þar í land
er hún sá mann er gætti fjár síns.
Veður var gott og var því fljótlega
hægt að komast til Neskaupstaðar.
Ekki var þá lakara að hér skyldu
onnþá vera menn, sem með kari-
mennsku og ósérplægnri átthagaást
liafa barizt við hamslausa örðugleika
íslenzkrar náttúru og strjálbýlis, og
sem með drenglyndisfómfýsi íslenzkr-
ar gestrisni tóku hina sjóhröktu út-
lendinga til aðhlynningar og umönn-
unar. Væri þessum mönnum illa og
ódrongilega launað af alþjóð ef þeir
aldrei fengju að njóta lifsþæginda
þeirra, sem þeir hafa verið samferða-
mehn að vinna fyrir.
Barðsnesi 13. sept 1933
Sveinn Árnason
frá Grænanesi
pjóðaratkvæðagreiðslan um núgild-
andi bann gegn innflutningi
„sterkra" drykkja, á að fara fram
fyrsta vetrardag 21. okt. n. k. Kosn-
ingarrétt hafa þeir, sem náð hafa
21 árs aldri. þegar gengið var tii
þjóðaratkvæðis um bann gegn öilum
áfengum drykkjum fyrir aldarfjórð-
ungi, greiddu um 60% atkvæði með
en 40% á móti. 1915 gengu bannlögin
að fullu í gildi. 1922 var siakað til
á banninu og leyfður innflutningur
léttra vína. Var sú samþykkt gerð
á Alþingi og án þjóðaratkvæðis.
Kom þessi undanþága í gildi jafn-
hliða viðskiptasamningnum við
Spánverja, svo sem kunnugt er.
Brynleifur Tobíassou kennari og
bæjarfulltrúi á Akureyri hefir dvalið
hér í bænum undanfarna daga og
lagði af stað áleiðis norður landveg
í morgun.
Samviunuskólinn verður settur
mánudr 2. okt kl. 2 e. h. í fjarveru
Jónasar Jónssonar annast Guðlaugur
Rosinkranz skólastjómina fyrst um
sinn.
Fjárdráttur varð uppvís hjá einum
af starfsmönnum Landsbankans, þor-
steini Jónssyni að nafni, núna í vik-
unni. Fé það, sem starfsmaðurinn
hefir dregið sér óleyfilega, mun nema
nokkrum tugum þúsunda. Hefir þ. J.
verið tekinn fastur, og er málið í
rannsókn.
Skrifstofa Framsóknarilokksins er
á Laugaveg 10, uppi. Sími 2353.
Loðdýrarækt. Fyrir fáum árum var
stofnað hér í bæ hlutafélagið „Ref-
ur“, af nokkrum áhugamönnum um
loðdýrarækt. Hefir það komið sér
upp loðdýrabúi skammt frá Vifils-
stöðum, og kallar það Minnkagerði.
Eins og nafnið bendir til, er þar að-
allega loðdýrategund, er kallast
minnkar, sem félagið elur upp. Er
það eina minkabúið á landinu.
Minkar eru smávaxin marðartegund,
brúnir að lit, skinnið gljáandi og
mjög fallegt. Heimkynni þeirra er í
Norður-Ameríku, aðallega í Canada
og Alaska. Lifa þeir þar á smádýr-
um og fuglum, en veiða einnig fiska
í ám og vötnum. Kunna þeir mjög
vel við sig í vatni. Grimmir eru þeir
og áræðnir, og óvenjufljótir í hreyf-
ingum. Frá Canada hafa þeir verið
fluttir til ýmsra landa og ræktaðir
þar til skinnaframleiðslu. Hingað til
lands voru þeir fluttir frá Noregi í
ársbyrjun 1932. Alls voru keypt 66
dýr, eða 44 kvendýr og 22 karldýr.
þykir það heppilegt að hafa 1 karl-
dýr fyjir 2 kvendýr og er slikt par
nefnt „trio“. Félagið hefir lagt á-
herzlu á að fjölga dýrunum og þess
vegna ekki fargað' öðrum en þeim,
sem það gat án verið. Voru á síðast-
liðnu liausti drepin um 30 óféleg-
ustu karldýrin. Nú á félagið um 400
minka. Á síðastl. vori var fjölgunin
að meðaltali 4 ungar á kvendýr og
mun það annarsstaðar vera talin
sæmileg meðalfjölgun. Fengitími
þessara dýra er seint í febrúar eða
byrjun marz og er meðgöngutíminn
iy2—2 mánuðir. Dýrin gjóta ekki
nema einu sinni á ári. Ungunum er
slátrað seint á haustin, í nóvember
eða desember, því þá þykja skinnin
fallegust. Verð skinnanna er mjög
mismunandi, þau allra beztu hafa
selzt á 100 kr., en láta mun nærri,
159
Oit er sopinn
góðnr
en aldrei betri eu
sé hann blandaður
með G.S. kaffibæti,
Það votta þúsund-
ir húsmæðra um
----land allt.--
Fæst
i næstu búð.
STÚLKUR!
Reynið ódýrasta fæðið, sem
fæst í miðbænum.
Uppl. á afgr. Tímans.
KADPFÉL. REYKJAVÍKUR,
Bankastrœti 2, sími 1245.
Ferðamenn hafa bezta tryggingu fyrir
góðum vörum með hæfilegu verði,
verzli þeir við kaupfélagið.
Iíomið i kaupfélagsbúðina, þegar þið
— — komið til Reykjavíkur. — —
Mynda- og' rammaverzlun
Islenzk málverk.
Freyjugötu 11.
Sími 2105
Kolaverzlnn
SIGURÐAR ÓLAFSSONAR
Símn.: KOL. Reykjavík. Simi 1933
að meðalverð sé um 30—40 kr. Dýr
þessi eru ekki þurftarfrek, lifa aðal-
lega á fiski og mun láta nærri að
þau eti 1 kg. á viku. Dálítið af
kjöti þurfa þau einnig að hafa með.
Virðist uppeldi þessara dýra vera
mjög heppilegt víða í sjóþorpunum
úti á landi, þar sem auðvelt er að
afla fiskjar á ódýran hátt, en menn
hafa til þess bæði tíma og þörf, að
stunda einhverja auka atvinnu eins
og t. d. minkarækt. En í því virð-
ist nú fengin næg reynsla, að sú at-
vinnugrein sé vel samrýmanleg ís-
lenzkum staðháttum. Hefir h.f. „Ref-
ur“ eklci orðið fyrir neinum vanhöld-
um á minkarækt sinni. Mun það og
vera fúst til að selja nokkur „trió“ í
haust ef einhverjir vildu reyna
þessa loðdýrategund. Auk minka hef-
ir það líka nokkur pör af silfurref-
um og hefir' því gefizt þeir vel. Án
efa má það mikið þakka þennan góða
árangur, norskum kunnáttumanni
um þessa hluti, sem það hefir haft
í þjónustu sinni. Um loðdýraræktina
hlýtur það að gegna miklu máli, að
stuðst sé við fengna reynslii, svö sem
unnt er, og valin séu dýr af góðum
kynstofni. þeim reglum hefir félagið
fylgt og þess vegna tekizt vel. En
því er eklci að leyna, að þó þessu fé-
lagi hafi farnast vel, eru fleiri dæmi
um innlenda loðdýrarækt, sem hefir
misheppnast. Tómlætið, þekkingar-
leysið og eftirlitsleysið má elcki vera
þessari nýju atvinnugrein að eyði-
leggingu. Hið opinbera verður að
taka upp eftirlit, bæði um innflutn-
ing dýranna, að þau séu af góðum
stofni og eins um meðferð þeirra á
loðdýrabúunum.
í Austurríki hafa orðið stórtíðindi
síðustu daga. Dolfuss ríkiskanslari
hefir myndað nýtt ráðuneyti og tek-
ið sér að mestu einræðisvald í hend-
ur og jafnframt tilkynnt, að breyt-
ingar yrðu gerðar á stjórnarskránni.
þingmenn jafnaðarmanna hafa opin-
berlega mótmælt framferði stjórnar-
innar, og hótað harðri mótspyrnu.
Hefir í ýmsum erlendum skeytum
verið talið, að til borgarastyrjaldar
myndi draga í Austurríki. — Út á
við á Dolfuss kanslari í harðri bar-
áttu við þýzku nazistastjórnina, sem
vill innlima Austuri'íki og nýtur
Austurríki góðs af þeirri baráttu í
sambúðinni við ýmsar erlendar þjóð-
ir, sem ýmugust hafa á Hitlersstjórn-
inni. Heimafyrir beitir nú Dolfuss
jöfnum höndum hörðu við þýzksinn-
aða Nazista og kommúnista eða jafn-
aðarmenn, og hlífist hvergi við.
Kosningabarátta stendur nú sem
hæst í Noregi og sýnist vera nokk-
íamviimuskólinn
\
verður settur mánudaginn 2. október klukkan 2 e. h.
F. h. skólastjórans,
Guðlaugur Rósinkranz.
Kaupendur
KhÍMvUAt* að
Rafmagnslömpum
Komið fyrri part dags, þeir
sem því geta við komið.
Þá er betra næði til að velja.
Júlíus Bförnsson.
Raftækiaverzlun. Austurstræti 12.
HUSQVARNA
væntanl. næstu d&ga.
Athugið verð og gæði.
Samb. ísl. samvinnufélag'a.
FtSK
Stór verðiækkun
á F I S K
bííðdekkjum.
Verð fyrst um sinn:
32-X6 H.D. kr. 123.50.
32X6 H. D. — 145-00.
34X7 H.D. — 196.00.
550—19 H. D. kr. 58.00.
700—19 H. D. — 88.00.
Egill Vílhjálmsson
Sími 1717.
uð hörð. T. d. var Quisling fyrv. her-
málaráðherra „sleginn niður“ á götu
nýlega, að loknum framboðsfundi.
Sakamálin út af þinghúsbrunanum
i Berlín s. 1. vetur eru nú til með-
ferðar í hæstarétti þýzka ríkisins, en
sá dómstóll hefir aðsetur sitt í Leip-
zig. Hófst málsmeðferðin 21. þ. m.
Ákærðir eru af hálfu hins opinbera
Hollendingurinn van der Lubbe, sem
teknn var fastur í þinghúsinu, þrír
búlgarskir kommúnistar og Ernst
Torglei' formaður kommúnistaflokks-
ins í þýzka ríkisþinginu. Um víða
veröld er þessum réttarhöldum fylgt
með mikilli athygli, og er víða uppi
uggur um, að þar muni saklausir
menn verða dæmdir til þungrar refs-
inga og jafnvel dauða. því er það, að
sett hefir verið á laggirnar alþióða-
nefnd lögfræðinga, sem nú þegar hef-
ir opinberlega tilkynnt, að málsmeð
ferðin fyrir hinum þýzka hæstarétti
og aðbúð fanganna sé ósæmileg, að
allar líkur bendi til, að allir liinna
ákærðu, nema van der Lubbe, séu
sýknir saka, og að framkoma naz-
istaforingjanna sjálfra í sambandi
við brunann sé tortryggileg.
Lögrétta. Fyrsta heftið af þessa árs
árg. Lögréttu er nýkomið út. Byrjar
það á greinum eftir Vilhjálm þ.
Gíslason, sem hann nefnir um víða
veröld og bókmenntabálk. Auk þess
þýðir hann sögu eftir Anatole Franco.
Tvær ræður eru þar eftir Gunnar
Gunnarsson skáld. Önnur heitir Sum-
ardagurinn fyrsti og er haldin á Is-
lendingamóti í Kaupmannahöfn. Hin
var haldin á 100 ára afmæli Björn-
stjerne Björnson, og fylgir henni
kvæði um Björnson, sem Gunnar
hefir ort. Richard Beclc skrifar um
Walter Scott og Halldór Stefánsson
um hallæri og kreppur. Auk þess
eru kvæði og styttri greinar.
Úrvals norðlenzkt SALTKJÖT
og nýtt spikfeitt dllkakjöt.
Kjötbúö Reykjavíkur,
Vesturgötu 16. Sími 4769.
Bolta.1*.
Skrúfur.
Rær.
Valdemar Poulsen,
Klapparstíg- 29.
Skrifstoíuherbergi, tvö eða fleiri,
óskast, í eða mjög nálægt miðbænum.
Tekið við tilboðum á afgr. Tímans,
Laugaveg 10, sími 2353.
Athugasemd.
Mbl. sendi mér kveðju sína í dag,
og er það ekkert óvanalegt. S. 1.
sunnudag birti blaðið skýrslu við-
víkjandi launum ýmsra starfsmanna
við ríkisstofnanir, þar voru laun min
sem forstjóra Skipaútgerðarinnar
talin 12066 kr. Af því að þetta var
rangt hjá Mbl. birti ég í dagblaðinu
Vísi s. 1. þriðjudag vottorð frá endur-
skoðanda Skipaútgcrðarinnar, sem
sannaði að laun mín eru ekki 12066
kr. heldur 9770 kr. Féll Mbl. sýnilega
illa, að vera þannig uppvíst að
ósannindum og vildi þá láta líta svo
út, að ég hefði farið með blekking-
ar. Spurði blaðið þá, hvað óg hefði
í fæðispeninga hjá Skipaútgerðinni
auk launa og hvaða þóknun ég hat'i
fyrir að vera í stjórn Landssmiðjunn-
ar. Viðvíkjandi siðara atriðinu vil ég
benda á það, að ekki telur Mbl.
neina slika þóknun með i launum
landsímastjóra og vegamálastjóra,
sem báðir eru í stjórn Landsmiðj-
unnar. Er þetta og Skipaútgerðinni
óviðkomandi. Viðvíkjandi launum
minum þjá Skipaútgerðinni ætti vott-
orð endurskoðandans fyllilega að
nægja. Ég skal þó lýsa yfir því hér,
að sögusögn Mbl, um „fæðjspeninga"
til mín auk launa, er algerlega
ósönn, Tilvitnanir Mbl. í dag til fjár-
veitinganefnda Alþingis efast ég ekki
um að séu falskar, enda væri það
ekki í fyrsta sinn, sem blaðið segir
rangt frá gerðum Alþingis.
30. sept. 1933.
Pálmi Loftsson.
-----O-----