Tíminn - 07.10.1933, Blaðsíða 2
162
TlMIiriV
on launalögin ákveða. petta vekur
réttmœta óánægju þeira, sem laun
taka samkvæmt launalögum. Alþingi
treystir sér ekki út í endurskoðun
launalaganna, en ríkisstjórnir eru
við og við að bæta ýmsum embættis-
mönnum upp laun með launuðum
aukastöríum eða greiðslu fyrir auka-
vinnu.“
Við hinar nýju ríkisstofnanir,
sem komið hefir verið á fót í
stjórnartíð Framsóknarfiokksins
eru 5 forstöðumenn með um 10
þús. kr. árslaunum, eftir því sem
Mbl. sjálft hefir skýrt frá. Annað
starfsfólk þessara fyrirtækja hef-
ir vitanlega miklu lægri laun.
Nú hyggst Mbl. að telja einföld-
um sálum trú um að laun þess-.
ara 6 manna hafi orðið til þess
að öll gamla embættismannafylk-
ingin hafi risið upp og heimtað
launuð aukastörf! Svo herfilega
er sannleikanum rangsnúið.
Skýrslur ríkisgjaldanefndarinn-
ar um launakjör ýmsra starfs-
manna árið 1926 og framhald
þeirrar skýrslu fyrir árið 1927,
sem samin er af Einari Markús-
syni ríkisbókara, ber með sér að
hvort þessara ára um sig hafa
um 70 embættismenn og starfs-
menn í opinberri þjónustu haft
10 þús. krónur og meira í árs-
tekjur frá hinu opinbera.
Hvernig ætlar nú Mbl. að telja
fáfróðum íhaldsmönnum trú um,
að launakjör í ríkisstofnunum,
sem stofnaðar voru á árunum
1928—30 hafi getað orðið þess
valdandi, að 70 opinberir starfs-
menn höfðu 10 þús. til 40 þús.
kr. laun í stjórnartíð íhaldsmanna
á árunum 1926 og 1927?
Hitt er auðvitað hið rétta í
málinu, sem haldið hefir verið
fram hér í blaðinu, að hinar
mörgu háu launagreiðslur frá tíð
íhaldsstj órnarinnar hafa — á-
samt óhóflega háum launagreiðsl-
um í einstaklingsrekstrinum —
gert allar umbætur á launamálum
ríkisins mjög erfiðar nú á seinni
árum.
3. 1 síðasta blaði Tímans var
bent á nokkur dæmi um launa-
greiðslur af hálfu íhaldsstjórnar-
innar árið 1926. Þar var skýrt
frá því, að Einar Amórsson pró-
fessor hefði haft í laun krónur
18658,34, Guðm. Sveinbjörnsson
skrifstofustjóri kr. 20,530,00, Sig-
urður Briem aðalpóstmeistari kr.
15300,00, Þorsteinn Þorsteinsson,
hagstofustjóri kr. 16694,00, Vig-
fús Einarsson skrifstofustjóri kr.
15400,00 o. s. frv.
Mbl. hefir vitanlega ekki mót-
mælt þessum tölum. Og það er
eins og samvizka greinarhöf. hafi
í þetta sinn orðið honum að fóta-
skorti, sem sjaldgæft mun þó
vera. Blaðið viðurkennir, að
þarna hafi í stjómartíð Jóns Þor-
lákssonar átt sér stað „óhæfileg-
ur austur til einstakra embættis-
manna“. Og síðan bætir það við:
„Þessi dæmi áttu vitanlega að
vera síðari stjómum til viðvörun-
ar en ekki til eftirbreytni“.
Þannig hljóðar hin síðari játn-
ing Mbl. um fjármálastjóm í-
haldsmanna.
Og hver er svo meiningin með
öllum þessum skrifum Mbl. um
skuldaaukningar og launamál og
annan vísdóm, sem blaðið hefir
fram að bera fyrir almenning á
þessu landi.
Tilgangurinn er einmitt sá —
og enginn annar — að fá almenn-
ing á þessu landi til að trúa því,
að þeir mennimir, sem blaðið
sjálft segir, að í launamálunum
hafi gefið fordæmi, sem eigi að
vera „síðari stjómum til viðvör-
unar en ekki eftirbreytni", eigi
nú að taka við stjómartaumun-
um og skapa réttlæti í þessum
efnum!
4. Mbl. hefir auðvitað ekki mik-
ið við það að athuga, þó að gróði
sá sem nú er af ríkisstofnunum
rynni í vasa kaupmanna í Rvík,
ef stofnanimar yrðu lagðar nið-
ur.
„Og þó að einstaklingar hefðtí
Lögreglnankningin.
Umræður á bæjarstjórnarfundi í fyrradag.
hag af því, að þessar stofnanir
yrðu lagðar niður“, segir blaðið,
„þá er það einnig hagur fyrir
ríkið, því að ríkisbúskapurinn
hvílir að öllu leyti á einstakling-
um þjóðfélagsins. Velgengni
þeirra er sama og velgengni rík-
isins“!
Hvílík speki!
En því þá ekki að greiða þeim
„einstaklingum“, sem eru í þjón-
ustu ríkisins, sem allra hæst
laun! „Velgengni þeirra er sama
og velgengni ríkisins“, segir Mbl.!
Mbl. hefir gefið játningu mn
hina fyrri afstöðu íhaldsmanna í
launamálunum — á sama hátt
eíns og það áður hefir gefið játn-
ingu um sín eigin ósannindi við-
víkjandi aukningu ríkisskuldanna.
En íhaldsflokkurinn á eftir að
gera fleiri játningar um hið
raunverulega innræti sitt gagn-
vart réttlátri skipun launakjar-
anna í landinu yfirleitt.
Hann hefir þegar gert játningu
sína viðvíkjandi frv. Jónasar
Jónssonar um hámarkslaun, á
síðasta þingi.
En þessum málum mun verða
haldið vakandi af Framsóknar-
mönnum. Eyðslustéttinni, sem að
Mbl. stendur, mun ekki haldast
uppi að hafa þetta efni í rang-
færslum og fíflskaparmálum ein-
um. Mbl.-liðinu mun verða gef-
inn kostur á réttlátri launalækk-
un og réttlátum launajöfnuði —
hjá ríkinu og annarsstaðar — og
fulltrúar íhaldsins munu á sínum
tíma verða kvaddir til að gera
nýjar játningar í atkvæðagreiðsl-
um á Alþingi.
----o----
Kjötverkunarkenslan
í Noregi.
Norska blaðið „Fædrelandsvennen"
skýrir svo frá 26. sept. sl.:
„Samhliða framförum í sauðfjár-
ræktinni er nú farið að salta kjötið
niður í tunnur, til þess að líkja eftir
íslenzka kindakjötinu, sem til fárra
ára lagði undir sig allan markað-
inn á vetunia. En til þess að geta
framleitt vöru, sem sé samkeppnis-
fær við íslenzka kjötið bæði að verði
og gæðum, þarf að koma á sams-
konar meðferð og umbúnaði á öllu
kjötinu.
Landbúnaðarráðuneytið hefir feng-
ið í þjónustu sína Islending, sem
er kunnáttumaður í meðferð sauða-
kjöts. Hann hefir i haust ferðast
rniili sláturhúsanna og í ýmsum
stærri bæjum hér á landi. M. a. var
hann nýlega í Kristianssand óg gaf
ráðleggingar og fyrirmæli um söltun
kindakjöts hér“.
Blaðið bætir við:
„það er enginn efi á því, að við
Norðmenn getum orðið ofan á í sam-
keppni við íslenzka kjötið, bæði hvað
snertir verð og gæði jafnframt því
sem innlenda framleiðslan eykst".
Blaðið þykist ennfremur hafa það
eftir góðum heimildum, að ekki
muni verða flutt inn mikið af ís-
lenzku kjöti í ár. Eftir samningn-
um sé að vísu heimilt að flytja inn
11500 tunnur, en sennilega seljist ekki
nema helmingurinn af því, þar sem
norska saltkjötið muni nú fara batn-
andi. Er skýrt frá því, að í Stav-
anger, þar sem hingað til hafi verið
lögð áherzla á að selja kjötið nýtt
eða kælt, muni verða tekin upp salt-
kjötsverkun í haust undir umsjón
bins íslenzka ráðunauts.
Hér í blaðinu hefir áður verið
drepið á kennslu þá í saltketsverk-
un, sem íslenzkir menn hafa tekið
að sér í Noregi í haust. F.ru þetta
alvarleg og heldur óviðkunnanleg
tíðindi, frá sjónarmiði okkar íslend-
inga og myndi mörgum hafa þótt ó-
trúlegt, a'd fyrir gæti komið. Eins
og kunnugt er, er það kaupmaður
á Húsavík, sem hlutazt hefir til um,
að Norðmenn yrðu þessarar kennslu
aðnjótandi, sennilega fyrir góða
borgun. Glæsilegt dæmi um þjóðholl-
ustu hinnar íslenzku kaupmanna-
stéttar!
■o■....
Á fundi bæjarstjómar Reykja-
víkur í Kaupþingssalnum í fyrra-
kvöld var lögregluaukningin á
dagskrá. Skýrði Jón Þorláksson
frá því, að umsóknarfrestur sá,
er hann hafði sett (til 1. okt.)
væri liðinn og kvaðst hann hafa
sent lögreglustjóra þær umsókn-
ir, er sér hefðu borizt. Gat borg-
arstjórinn þess þá um leið, að
hann hefði skrifað dómsmála-
neytinu (Magnúsi Guðmunds-
syni), og spurst fyrir um, hvort
sér hefði verið heimilt að auglýsa,
og kvaðst hafa fengið frá M. G.
svar þess efnis, að þetta hefði
verið heimilt. Mun engum hafa
þótt það undarlegt, þar sem upp-
lýst er, að M. G. hafi sjálfur ver-
ið í ráðum með Jóni um að hann
skyldi auglýsa stöðumar!
I sambandi við þetta las Her-
mann Jónasson lögreglustjóri
upp á fundinum, bréf, sem hann
hafði ritað borgarstjóra, í tilefni-
af því, að borgarstjóri hafði sent
honum afrit af fyrirspurainni til
dómsmálaráðuneytisins. Bréf lög-
reglustjórans er svohljóðanda:
29. september 1933.
Ég lieíi móttekið bréf yðar, herra
borgarstjóri, dags. 26. þ. m., er fylgdi
afrit af bréfi, er þér tjáið yður lmfa
sent dómsmálaráðuneytinu sama dag
viðvíkjandi auglýsingum á lögreglu-
þjónastöðum.
í tilefni af bréfi þessu tel ég rétt
að taka fram eftirfarandi:
þegar ég auglýsti lögregluþjóna-
stöðurnar var það samkvæmt þeim
skilningi, sem áður hafði af mér og
fyrirrennara mínum í embættinu
verið lagður í 17. gr. tilsk. um bæj-
arstjórn í Reykjavík, frá 20. april
1872, en á þann skilning höfðu þá-
verandi borgarstjóri, bæjarstjórn og
stjórnarráð fallizt ágreiningslaust.
það liggur líka i augum uppi, að
þessi skilningur, sem lagður hefir
verið á greinina, er réttur. Lög-
regluþjónana skal „skipa eftir uppá-
stungu lögreglustjóra" og eftir veit-
inguna framkvæma þeir löggæzluna
eftir hans fyrirskipun, en hvorki
bæjarstjórnar né borgarstjóra. Með
því að lögreglustjóra er að lögum
fyrirskipað að gera uppástungur um
veitinguna, verða þær upplýsingar,
sem af umsækjendunum er krafizt,
að vera ákveðnar af honum, því ella
væri lagaákvæðið ekki framkvæman-
legt. þér bendið að vísu á það, herra
borgarstjóri, að í 2. gr. bæjarstjórn-
ar tilsk. standi: „Framkvæmd á-
kvax-ðana þeirra, er bæjarstjómin
gerir og bæjaimálefna yfir höfuð, er
á hendi oddvitans11 og bætið við í
svigum „nú borgarstjóra". En við
nánari athugun hljótið þér að sjá,
að hinar max-gvíslegu framkvæmdir
bæjarmálefna, sem áiúð 1872 heyrðu
undir oddvita bæjarstjómar, er þá
jafnframt var bæjarfógeti og lög-
reglustjóri í Reykjavík, heyra nú
Frá Skattstofunni.
Undanfarið hefir Mbl. bölsót-
ast nokkuð út af vinnutímanum
á Skattstofunni og aukavinnu
fulltrúa míns. Nú í vikunni bað
ég blaðið fyrir eftirfarandi leið-
réttingu, sem það hefir ekki birt,
en í stað þess endurtekið ósann-
indi þau, sem áður höfðu komið
þar, og ég var búinn að leið-
rétta.
„Á skattstofunni vinnur aðeins einn
fastamaður fyrir utan mig, A. L.
Petersen fulltrúi, sem uppliaflega
var ráðinn af Einari Arnórssyni. og'
var vinnutími hans fyrir fastakaup-
inu ákveðinn 10—12 og 1—4 daglega
af Einari. þótt ég persónulega álíti
þennan vinnutíma, sem tíðkast á
flestum eldri opinberum skrifstofum,
of stuttan, hefi ég ekki séð ástæðu
til að breyta ákvörðun Einars Arn-
órssonar í þessu, einkanlega þar sem
undir ýmsar starfsdeildir, sem mynd-
azt hafa við stækkun bæjarins, svo
sein hafnarstjórn, bi-unamálastjórn,
rafveitustjórn, lögreglustjórn o. s.
frv., og getur bæjarstjóm og bæjar-
ráð falið þessum starfsdeildum og
öðrum ýmsar fi’amkvæmdii’, enda er
það iðulega gert. þessi tilvitnun yð-
ar breytir því engu um það atrði,
sem bér ræðir um.
Mál þetta liggur því þannig fyrir,
að ég hefi auglýst lögregluþjóna-
stöðurnar samkvæmt þeirri löghelg-
uðu venju, er myndazt hefir, og þeim
skilningi, er jafnan iiefir verið lagður
i umrætt ákvæði 17. gr. tilsk. 1872.
Munið þér væntanlega ekki lialda
því fram, herra borgarstjóri, að öll
jmu yfirvöld, er um þessi mál hafa
fjallað og skapað venjuna, svo sem
fyi’irrennari yðar í borgarstjóx-aem-
bætti bæjai’stjórnarinnar, fyrirrenn-
ari minn í lögreglustjóraembættinu
og dómsmálaráðherrar, hafi brotið
gildandi lagaákvæði með því að
framkvæma cða líða framkvæind á
viðkomandi lögum á sama hátt og
ég hefi bæði fyrr og nú skilið lögin
og framkvæmt.
Að lokum vil ég ennfremur benda
yður ú það, að bæjarráöið hafði á
fundi sínum 8. þ. m. einróma fallizt
á það, ásamt yður, að ég auglýsti
stöðurnar. þá ákvörðun hefi ég nú
framkvæmt og þar eð hún þannig
hcfir fengið sitt gildi gagnvart al-
menningi, verður henni ekki breytt
héðan af, fremur en réttaráhrifum
fyrri auglýsinga minna og fyrir-
rennara míns um sama efni, sem
framkvæmdar hafa verið á nákvæm-
lega sama hátt.
Eg sé enga ástæðu til þess að
skrifa dómsmálapráðuneytinu við-
víkjandi umræddu bréfi yðar, þar
eð réttaráhrif auglýsinganna verða
eigi úr gildi felld með yfirvaldsúr-
skurði. Hinsvegar sendi ég ráðu-
neytinu afrit af þessu bréfi til yðar.
Lögreglustjórinn í Reykjavik.
(Sign) Hermann Jónasson.
Til borgarstjórans í Reykjavík.
Á bæjarstjómarfundintim vildi
Á bæjarstjórnarfundinum urðu
litlar umræður, og- kærði borgar-
stjóri sig sýnilega ekki um að
ræða málið. Stefán Jóhann
Stefánsson beindi til borgarstjóra
ýmsum fyrirspuraum, t. d. hvort
borgarstjórinn ætlaðist ekki til,
að þeir umsækjendur kæmu til
greina, sem sæktu til lögreglu-
stjórans, en ekki borgarstjóra.
Neitaði J. Þ. að svara þessari
spurningu, og sagði, að það kæmi
sér ekki við! Spurði Stefán þá,
hvort hæft væri í því, að borgar-
stjórinn hefði sagt við þá um-
sækjendur, sem spurt hefðu, að
þeir einir kæmu til greina, sem
sæktu til sín. Þessu gengdi Jón
engu.
Umsóknarfresturinn hjá lög-
reglustjóra er til 15. þ. m.
hér er um eins manns vinnu að
ræða, því að mér eru eigi reiknuð
aukalaun fyrir vinnu á öðrum tím-
um, og þar sem eigi hefir verið
lengdur vinnutími á skrifstofum
ríkisins yfirleitt.
Skætingi blaðsins í minn garð per-
sónulega hirði ég eigi um að svara
nú fremur en endranær.
Eysteinn .Tónsson."
Það er vitanlegt, að rétta
stefnan í þessum málum er sú, að
lengja vinnutímann á flestum op-
inberum skrifstofum, en um ein-
stakar stofnanir geta eigi orðið
gerðar undantekningar, nema þá
eftir sérstökum fyrirskipunum
ríkisstjómar.
E. J.
---o——
Guöbrandur Magnússon forstjóri og
Halldór Stefánsson alþm. komu heim
austan af Seyðisfirði moð Esju um
síðustu helgi
Alþingi hefir verið kvatt saman
þriðjud. 2. nóv. n. k.
Amór Sigurjónsson ritstjóri er ný-
kominn til bæjarins úr ferð norður í
þingeyjarsýslu.
Rannsóknir á ormaveiki í sauðíé.
Um mörg undanfarin ár hefir orma-
veiki í sauðfé valdið miklu tjóni
víða um landið, og fram til þessa
hafa menn lítil tök haft á því
að stemma stigu fyrir þeim ófögn-
uði, enda er hér um að ræða kvilla,
er læknisfræðin hefir lítil deili kunn-
að á. Nú um liríð heíir Níels P.
Dungal döcent unnið að því að
rannsaka orsakir og eðli þessara
kvilla. Er þeim rannsóknum nú svo
langt komið, að byrjað er á lækn-
ingatilraunum. Má vænta þess áður
langt líði, að fundin verði lyf og að-
ferðir til þess að lœkna kvilla þessa,
eða a. m. k. draga úr þeirri hættu
sem af þeim stafar, á líkan hátt og
tekizt hefir að vinna bug á bráða-
pestinni. Fram til þessa hefir verið
mjög örðugt að framkvæma svo
vandasamar vísindalegar rannsóknir
sem þessar hér á landi mest vegna
skorts á áhöldum og sæmilegu hús-
næði. En nú er þess skammt að bíða,
að byggð verði rannsóknarstofa, þar
sem komið verði fyrir áhöldum þeim
til fullkominna vísindalegra rann-
sókna í þarfir landbúnaðarins, er
þjóðverjar gáfu íslendingum 1930. Má
vænta mikils af þeiri rannsóknar-
stofu, eftir þeim árangri, sem þegar
er fenginn á liinni ófullkomnu rann-
sóknarstofu Háskólans, er hingað til
hefir verið notuð í þessu skyni. —
Tilraunir eru gerðar í haust með fé,
sem geymt er í Tungu við Reykja-
vík.
Frá Seyðisíirði hafa Tímanum bor-
izt þessar fréttir. þorkafli var góður
í vor, en tregur í sumar. Tólf að-
komubátar af Suðurlandi lentu í
fiskitregðu, en afkoma þeirra vonum
betri vegna hagstæðrar veðráttu, Sjó-
mennimir gátu í hjáverkum fullverk-
að aflann með tiltölulega litilli fyrir-
höfn. Agangur botnvörpunga á land-
helgina aldrei annar eins um mórg
ár. Elstu menn muna ekki jafn-hag-
stætt tíðarfar síðan árið 1880. Gras-
vöxtur og garðávöxtur með ágætum.
Náðu sjaldgæfar garðjurtir .fullkomn-
um þroska, einnig bygg, hafrar cg
baunir í tilraunareit. Jörð, sem sáð
var í grasfræi 9. júní í fyrsta sinn,
var tvíslegin á sumrinu og skilaði
töðufeng eins og mörg gamalgróin
tún. Bilvegur hefir verið lagður upp
á Fjarðarheiði, og vantaði herzlumun
að háheiðin væri fullrudd á norður-
brún, verður því marki náð í haust
í liagstæðri tíð. Vænta Seyðfirðingar,
að hvorutveggja eigi sér stað á næsta
sumri, að Fjarðarheiðarvegurinn
verði fullgerður og bílvegakerfi
Austurlands tengist Norðurlandsveg-
unum. — Síld virðist mikil úti fyrir
Austfjörðum. Fengu vélbátar meir en
2 tunnur í sérhvert reknet yfir nótt,
af feitri og fallegri síld. Treysta Aust-
firðingar því að nú sé hafið nýtt
síldartímabil við Austurland, áþekkt
og áratugina fyrir aldamót. Eiga
þeir von á því, að firðimir fyllist
af síld með vetrarbyrjun. Seyðisfjörð-
ur, Mjóifjörður og Norðfjörður voru
fullir af síld í allan fyrravetur. Er
þetta að meirihluta svonefnd milli-
síld, en markaður fyrir hana tak-
markaður til söltunar. Er þvi af mikl-
um áhuga unnið að því, að upp kom-
ist síldarverksmiðja á Seyðisfirði.
Úr Borgarílrði er skrifað: f þessu
héraði varð heyskapurinn almennt
með bezta móti. þó var óvanalega
fátt fólk við heyvinnu og tíð mjög
til tafar votviðrasöm. En grasvöxtur
góður og vélanotkun fer óðum í vöxt.
Hinir stóru nýju túnaukar síðustu
ára gefa ágæta uppskeru. Fengust
sumstaðar í sumar 30 hestar af dag-
sláttu af vænu bandi. Ég hafði tal
nýlega af einum bóndanum (frá
Varmalæk), þar sem var búið að
hirða af túninu í sumar 900 hesta
af töðu. Á þeim bæ bjó um langt
skeið víðkunnur dugnaðarbóndi.
Sléttaði hann og bætti túnið, svo af
því fengust um eða yfir 300 hestar í
meðalári, og var það mikil framför
frá því sem áður var. Synir lians,
sem búa þar með móður sinni, ræstu
fram fyrir 5 árum forblauta mýri og
hafa gert undanfarin ár úr henni tún
með aðstoð hinna nýju verkfæra og
útlends áburðar. Og þetta er árang-
urinn. Á8ur voru á þessum bea reit-