Tíminn - 14.10.1933, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.10.1933, Blaðsíða 1
s b l a t> 9 In o e r í. J&ní. lÁraangurinti foatar )0 fr. 2^fgrei5sía og innfjcirata á Caugaosg JO. ©fmi 2353 — iPóat'öétf 06? XVIL árg. Reykjavík, 14. okt. 1933. 47. blað. Hætta á ferduxai. Atburðiinir, sem verið hafa að gerast í Þýzkalandi undan- farna mánuði, hafa slegið óhug á almenning um allan hinn mennt- aða heim. Svo mjög stinga þau tíðindi í stúf við menningu og stjórnarháttu nútímamanna í lýðfrjálsum löndum. Að vísu má það sjálísagt til sanns vegar færa, að atburðirnir í Þýzkalandi eigi rót sína að rekja til ástands, sem íbúar annara landa hafa ekki fullan kunnugleik um. En svo mikið er víst, að engin menning- arþjóð, sem nú býr við lýðræði, mun óska eftir að búa við það ástand, sem nú á sér stað í ríki nazismans, þar sem heimsfrægir vísindamenn eru eltir á röndum eins og óbótamenn, þar sem mönnum af framanda ættemi eða með róttækar stjórnmálaskoðanir er bannaður aðgangur að skólum ríkisins, þar sem ritfrelsi og mál- frelsi hefiir verið afnumið og bækur hizma snjöllustu rithöf- unda eru opinberlega bannfærðar og brenndar á báli, þar sem sak- lausar konur og börn eru sett í fangelsi fyrir gerðir skyldmenna sinna eða skoðanabræðra erlendis og þar sem hætta er á, að dómi frægustu lögfræðinga álfunnar, að vamarlausir fangar verði líf- látnir, að lítt rannsökuðu máli, í nafnf réttvísinnar. Með skelfingu I lesa menn fregnir stórblaðanna ! um allan heim, þar sem skýrt er j frá því, að 90 þúsundir þýzkra | þegna hafi orðið að flýja ættland sitt og hrekjast á vonarvöl meðal framandi þjóða. Við íslendingar erum þess ekki umkomnir og höfum heldur enga ástæðu til að blanda okkur í inn- anlandsmál okkar stóru, þýzku j frændþjóðar. En okkur ber að ! gjalda varhuga við því, að áhrif ! einræðis- og harðstjórnarinnar i þýzku berist hingað til lands. Og við megum vera vel á verði í þeim efnum, því að þýzkra stjóm málaáhrifa hefir stórlega gætt hér í landi hin síðustu ár, sem ekki er óeðlilegt, þar sem um ná- skyldar þjóðir er að ræða og stöð- ugt hafa farið vaxandi Þýzka- landsferðir íslenzkra námsmaxma. Frá Þýzkalandi hefir kommúnism- inn borizt hingað til lands og for- ingjar þeirrar stefnu hér eru fyrst og fremst þýzkmenntaðir menn. Að vísu má fullyrða, sem betur fer, að vegur kommúnism- ans fari nú þverrandi, eins og klofningur sá, sem nú er upp kominn í flokknum, ber ljósast vitni um. En hin nýja þýzka of- beldisstefna, sem hér fór að skjóta upp kollinum á síðast- liðnu vori er engu síður áhyggju- efni en kommúnisminn, og jafn- vel miklu fremur, því að hún virðist eiga sér frjósaman jarð- veg í kærulausasta og æstasta hluta íhaldsflokksins í Reykjavík og víðar, í hinum stærri kaup- túnum. Ofbeldishreyfingin hér á landi hefir haft á sér glögg einkenni hinna erlendu fyrirmynda. Stór- yrði og hótanir hafa verið höfuð- einkenni á málaflutningi hennar í ræðu og riti. Eftiröpun af her- göngum, fánaburður og jafnvel barsmíðar (á börnum og ung- lingum), hafa verið aðferðir. hennar til að vekja á sér eftir- tekt. Og jafnframt hefir hún, svo sem efni standa til, freistað að villa á sér heimildir með ósmekk- legri helgislepju og ættjarðar- glamri. Það er út af fyrir sig allt ann- að en ánægjulegt, að slíkur skríls- háttur í þjóðmálabaráttunni, skuli hafa náð að verða áberandi hér í föðurlandi lýðræðisins og hins þúsund ára gamla löggjafar- [>ings. Slík spilling í opinberu lífi er alvarlegt mál og fyllilega þess verð, að gaumur sé gefinn að. En hitt er þó fullt svo alvarlegt, að með því háttalagi, sem skrílhreyf- ing þessi, hefir í frammi haft, virðist sjálfstæði þjóðarinnar út á við stefnt í talsvert áberandi hættu. Á sama hátt og kommún- istaflokkurinn íslenzki lýtur boði og banni hinnar rússnesku of- beldisstefnu, sækir hin nýja „þjóðernishreyfing" lífsreglur sínar út yfir pollinn. Þessi undir- gefni „nazistanna“ hér er það áberandi, að hin íslenzka „þjóð- ernishreyfing“, sem svo kallar sig, notar stjórnarfána Þýzka- lands sem flokkseinkenni. Og þó eru líkur til, að ekki séu í þessum málum öll kurl opinber- lega til grafar komin. Það er sem sé vitanlegt nú, að til Þýzkalands og jafnvel til þýzkra stjórnar- valda hafa ýmsar upplýsingar borizt héðan af' landi — um orð manna og athafnir —, sem eng- inn þjóðrækinn íslendingur óskar eftir að gefnar séu, til afnota er- lendum mönnum — og það er jafnframt auðsætt, að sllkar upp- lýsingar geta ekki borizt héðan nema því aðeins að um fremur óviðkunnanlega fréttaritun eða fréttaburð sé að ræða af hálfu manna, sem hér á landi dvelja. Tímanum er auk þess kunnugt um, að sést hafa í fórum „naz- ista“ hér bréf frá þýzkum naz- istum, sem gefa til kynna, að upplýsingastarfsemi sú, sem hér er um að ræða sé ekki allskostar svo þjóðholl, sem æskilegt væri, og hefir jafnvel verið ymprað á því í opinberu blaði, að hér kynni að vera um hreina land- ráðastarfsemi að ræða af hálfu íslenzkra manna. Og ekki liggja heldur fyrir neinar upplýsingar um það, að ferðir Gísla Sigurbjömssonar til Þýzkalands fyrst á s. 1. vetri áð- ur en „hreyfingin“ var stofnuð og svo nú í sumar hafi verið famar af sérstaklega „þjóðernis- legum“ ástæðum. Hjá því verður nú ekki lengur komizt, að almenningur hér á landi krefji foringja íhalds- flokksins greinilegra svara um þá ábyrgð, sem þeir bera á upp- gangi hinnar innfluttu ofbeldis- stefnu og þá vernd, sem þeir hafa veitt henni í blöðum sínum. Það er alveg bersýnilegt, að „nazista- hreyfingin“ nýtur beinna fjár- framlaga frá peningamönnum í íhaldsflokknum auk þess, sem hún kann að hafa annarsstaðar frá. Ofbeldisflokkur þessi hefir nú þegar varið mörgum þúsund- um króna til blaðaútgáfu, og not- ið til hennar stórmikils auglýs- ingastyrks frá verzlunarfyrir- tækjum íhaldsmanna í Reykjavík. Til fundahalda og ferðalaga virt- ust unglingar þeir, sem fyrir „hreyfingunni“ stóðu, hafa nóg fjárráð á síðastliðnu vori. Mikið af þessu fé er sýnilega komið frá „máttarstólpum“ íhaldsins hér í Reykjavík. Viðvíkjandi þessum efnum munu foringjar íhaldsflokksins verða kvaddir til að svara ýms- um spurningum, áður en langir tímar líða. Hér er hætta á ferðum fyrir lýðræðið í landinu og álit og virðingu þjóðarinnar út á við. Og ef íhaldsflokkurinn vill ekki láta I hið erlenda, pólitíska tökubarn, 1 ofbeldishreyfinguna, sigla sinn | sjó, mun ráðlegast að láta hann j taka afíeiðingum af fóstrinu áð- , ur en það er um seinan. Framsóknarfélögin í Reykjavik halda sameiginlegan fund í Sam bandshúsinu mánud. 16. þ. m„ og hefgt fundurinn kl. 8V2 síðd. Umræð uefni: Skýrsla frá fulltrúaráðinu, um ný og mikilsvarðandi flokks- mál. Félagar mæti stundvíslega og sýni skírteini við innganginn. Stjórnir félaganna. Utan iír heimi. Leíðbeiningar til bænda. Urn styrk til vaxtagreiðslu fastra lána, greiðslufrest á afborgun- um fastra lána og lán úr Kreppu- lánasjóði. Tíminn vill hénneð vekja at- hygli á eftirfarandi atriðum kreppulöggjafarinnar og tilkynn- ingum frá stjóm Kreppulána- sjóðs, sem áríðandi er, að bænda- stéttin almennt geri sér grein f yrir: Vaxtagreiðslur fastra lána land- búnaðarins. Samkv. lögum nr. 79, 19. júní 1938 er ríkisstjóminni heimilað að greiða úr ríkissjóði allt að 1V2 % af vöxtum fasteignalána þeirra manna er landbúnað stunda sem aðalatvinnuveg, á gjalddaga lánanna árið 1933 og 1934, en þó ekki meira en svo, að lántakandi greiði sjálfur 41/2 % á ári. Heimild þessi er því skilyrði bundin, að stjórn Kreppulánasjóðs telji, að skuldunautur geti ekki að öðrum kosti risið undir vaxta- byrðinni samhliða heilbrigðum búrekstri. ! Eyðublöð undir umsóknir undir | ofangreint vaxtatillag úr ríkis- sjóði geta bændur fengið hjá héraðsnefndum Kreppulánasjóðs. Umsóknir sendist til stjómar 1 Kreppulánasjóðs. Greiðslufrestur fyrir bændur á afborgunum fastra lána. i Sámkv. lögum nr. 79, 19. júní I 1933 er stjórn Búnaðarbanka ís- lands heimilað að veita, eftir því, sem nauðsynlegt þykir, greiðslu- j frest á afborgunum af lánum úr ! Ræktunarsjóði, Byggingar- og landnámssjóði og Veðdeild bank- ans um allt að 5 ára tímabil í hverri stofnun. Greiðslufrestur þessi getur náð jafnt til þeirra lána, er þegar hafa lent í vanskil- um sem þeirra, er hingað til hef- ir verið borgað reglulega af, en má aldrei ná yfir meira en 5 ára bil af hverju einstöku láni. Á sama hátt er stjórn Lands Og vopnin eru fægð — — — Þegar það vitnaðist síðastlið- inn vetur, að Mussolini hafði sent mikinn vopnaforða inn í Austurríki og Ungverjaland, sló óhug á mikinn hluta Evrópu. Milli stórþjóðanna hefir verið alið á hatri síðan stríðinu lauk. Þjóð- ! verjar hafa haft í hótunum vegna ! þeirrar niðurlægingar sem þeir urðu að bíða í síðasta ófriði, að | þeir skyldu ná sér niðri á Frökk- | um og jafnvel Englendingum hef- ; ir ofboðið vald Frakklands í ! heiminum síðustu árin. Þrátt fyr- ir friðarvernd Þjóðabandalagsins | og takmörkun vígbúnaðar í hin- i um ýmsu löndum, hefir ófriðar- hættan sennilega aldrei verið meiri en einmitt nú þetta síð- asta ár, og stjómmálamenn stór- veldanna telja það jafnvel tíma- spursmál hvenær stríðið brýzt út, og heimurinn má eiga von á- nýju blóðbaði til að. fylla út blöð veraldarsögunnar með. En hin alvarlega hræðsla við nýtt stríð fékk þó fyrst góðan byr í seglin með sigri nazismans í Þýzka- landi. Því eins og kunnugt er, telja nazistar ófriðinn vera einn sjálfsagðasta þáttinn á þróunar- braut mannkynsins, enda má segja, að sú kenning hæfi þeim vel. Og vopnin í Þýzkalandi eru fægð. Þrátt fyrir það þó að herbún- aður Þýzkalands hafi samkvæmt Versalasamningnum verið mjög takmarkaður, t. d. að Þjóðverj- ar máttu ekki eiga neinar hern- aðarflugvélar og her þeirra væri takmarkaður við 100 þús. manns, er nú á bak við tjöldin unnið kappsamlega að nýjum vígbúnaði bæði á sjó og landi. Hinn svokall- aði innanlands her nazista S. A. Eyðublöð undir umsóknir um frest á afborgunum fastra lána fást hjá héraðsnefndum Kreppu- lánasjóðs. Umsóknir sendist til hlutaðeig- andi lánsstofnana. S. S. og Stahlhelm, sem hefir nú á að skipa rúmri 1 miljón manna, hefir fengið byssur og korða í hendurnar, og er æfður í að handleika þessi vopn, svo að þau geti orðið að sem bezt- um notum í hinni yfirvofanda heimsstyrjöld. Allir þýzkir stúdentar eru svo að segja neyddir inn í þessi hern- aðarsamtök, og látnir æfa sig á skotgrafagrefti, jafnframt því, sem alið er á hatrinu til Frakka og Pólverja. Blaðið „Daily Mail“ sagði frá því í sumar, að Þjóð- verjar væru nú óðum að breyta landbúnaðarvélum sínum, tract- orum í tanka, og jafnvel sam- gönguflugvélum í stríðsflugvélar. Ilvort sem þetta er satt eða logið, bendir það þó ljóslega á ótta Englendinga við einhverja á- rás af hendi Þjóðverja í þá átt, sem Englendingar munu ekki láta afskiptalausa. Eins og flestum mun kunnugt, er það ætlun Hitl- ers að ná í nýlendur, og hefir hann þá sérstaklega hugsað sér Pólland, sem slíka fórn. En Fi-akkar eiga þar ítök eigi síður en annarsstaðar, og efast enginn um að Pólverjar eigi frá þeim vísan styrk, ef til árásar dreg- ur af hendi Þjóðverja, og einnig mun því haldið fram, að í því stríði muni Rússar ekki sitja hjá, þó þeir eigi nú sem stendur nóg með sig í Asíu. Og Frakkar fægja vopn sín. Það er ekki langt síðan að þeir bættu við sig nokkurum þúsund- um hernaðarflugvéla, sem sagðar eru sterkbyggðari en áður hafa þekkst. Stálið er og hefir verið tekið í þjónustu hernaðar- ins, og mannsandinn streitist við að búa til og finna upp ennþá kraftmeiri dráps- og vítisvélar en nokkru sinni hafa þekkst fyr í sögu veraldarinnar. Og nú síð- ast hefir efnafræðin verið tekin í þjónustu þessarar hugsjónar, stríðsundirbúningsins, þróunar- þáttarins rnikla, sem nazistar kalla svo. Kemisku verksmiðj- urnar eru látnar framleiða eitur- gas, sem getur á fáum klukku- tímum lagt heilar borgir í eyði og komið nokkrum miljónum mannslífa með lítilli fyrirhöfn inn í eilífðina. Á þessu eiturgasi Kreppulánasjóður. Bændur, er um lán vilja sækja úr Kreppulánasjóði, eru beðnir byggja stórveldin svo vonir^sín- um að snúa sér til héraðsnefnda Kreppulánasjóðs, sem skipaðar eru í hverri sýslu og hverjum kaupstað. Héraðsnefndir hafa í höndum eyðublöð undir umsókn- banka fslands heimilt að veita ir um lán og gefa allar upplýs- greiðslufrest í 5 ár á afborgun- ! ingar, er viðkoma lántöku úr um af þeim lánum úr Veðdeild sjóðnum. bankans, er bændur eða aðrir, ! Allar umsóknir um lán úr ar um að ná undirtökunum í hinni miklu hryggspennu drottnunar- girninnar. Því miður er ekki í stuttri grein hægt að koma með tölur, sem sína hinn geysilega vígbún- að og samsvarandi aukningu | hernaðartækjanna. Við sem bú- um hér norður á hala veraldar sem hafa landbúnað að atvinnu, Kreppulánasjóði, eiga að afhend- heyrum ekki né sjáum aðganginn eiga að standa skil á. ! ast viðkomandi héraðsnefnd, sem ! og ófriðarblikuna, sem núna teyg- Samkv. 6. gr. laga nr. 79 1933 afgreiðir þær, ásamt skýrslum urr. er stjóm Kreppulánasjóðs heimil- hag lánbeiðanda til stjórnar að að gera nauðsynlegar ráðstaf- Kreppulánasjóðs. anir til þess að bönkunum verði 1 Umsækjendur um lán úr sjóðn- fært að veita afborganafresti þá, um, eru skyldir að gefa héraðs- er um ræðir hér að ofan og lána nefnd allar upplýsingar um efna- til þess fé. ! hag sinn og afkomumöguleika. ir sig yfir Evrópu. Við sjáum ekkert af vopnunum sem verið er að fægja og útbúa til notk- unar í þeirri heimsstyrjöld, sem flestir munu álíta að sé yfirvof- andi fyr eða síðar, og sem kem- ur til með að miklu eða einhverju

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.