Tíminn - 14.10.1933, Blaðsíða 4
168
Tiimnv
Xjátið 'ú.t'va.T'pið lifga.
upp h.eimili yðar.
SJAFNAR.SÁPA
Mikill fjöldi útvarpsstöðva senda
bylgjur sínar, út yfir löndin.
Leiðið þær inn á heimili yðar og njótið
þeirrar ánægju, er góð músík, fréttir
og fróðleikur útvarpsins færir yður.
’Viðtaelci á livert iieimili.
skilvindurnar eru ætíð
þær bestu og sterkustu,
sem fáanlegar eru Nýj-
asta gerðin er með
algeriega sjálfvirkri
smurningu, og skálar
og s cilkari úr riðfríu
efni.
Samband
ísl.
samvinnufólaga.
samvinnufélagsskap, að félögin gera
með sér bandalag, vinna saman alls-
staðar þar sem að gagni má koma.
Allir samvinnutogarar mundu gera
samband sín á milli. Sameiginleg yf-
irstjórn. Sameiginleg innkaup og
sala. Allt yrði rekið með fyllsta
samrœmi og beztu tækjum, alveg
eins og verður við sambönd auð-
valdsins, „hringana". pá mundi sýna
sig, að með þessu skipulagi yrði
fjöldi manna „afgangs". Togaraeig-
endur, framkvæmdastjórar, skrif-
stofustjórar og þjónar frá öllum hin-
um mörgu félögum yrðu óþarfir,
hyrfu af framfæri verkafólksins. Til
þess að lifa yrðu þeir að sætta sig
við almenningskjör, hverfa að fram-
ieiðslunni sjálíýr, verða skipstjórar,
hásetar, kyndarar o. s. frv., með
öðrum orðum auka afurðimar
„auðga landið“.
Nákvæmlega á sama hátt mundi
fara með aðra atvinnuvegi. peir
yrðu reknir af samvinnufélögum.
Allar kaupdeilur myndu hverfa af
sjálfu sér. Kaup allra yrði allt af
nákvæmlega rétt, hver fengi það sem
hann ynni fyrir. Gjaldþrot og hrun
inyndu hverfa. Setjum enn svo, að
smátt og smátt sæju allir Reykvík-
ingar sinn hag í því að verzla við
kaupfélag. Smám saman hyrfu allar
hinar mörgu kaupmannaverzlanir. í
stað mörg hundruð búða kæmu fáir
tugir. Samband íslenzkra samvinnu-
félaga yrði eina heildsalan í bænum.
Mörg hundruð eða þúsund manna
inyndu hverfa frá verzlun, sem ekk-
ert verðmæti sykur, og að fram-
leiðBlustörfum. Allir vörubjóðar
(„agentar"), heildsalamir, fjöldinn
allur af kaupmönum, búðarfólki og
skrifstofumönnum, mundi verða að
sækja á sjóinn, afla meiri fisk, auka
inarkaðsvörui1 landsins.
Fjöldinn allur af beztu húsakynn-
um bæjarins losnaði til íbúðar við
fækkun verzlananna og verzlunar-
skrifstofa. Vöruverðið mundi lækka
um framíærzlukostnað þeirra mörgu
hundraða eða þúsunda hinna eyðslu-
sömustu manna, sem nú stunda
verzlun, almenningi að nauðsynja-
lausu. það mundi lækka um þær
griðarháu upphæðir, sem hinar ó-
þörfu verzlanir, heildsalar og skrif-
stofur borga nú í húsaleigu. Vöru-
verðið mundi einnig lækka um hinn
geisiháa auglýsingakostnað, um öll
þau odrýgindi og það verðtap, sem
verður vegna skiftingar vörunnar
milli mörghundruð kaupmanna, sem
kaupa aliir smáslatta. Sennilega
mundi verðið á sumum vörum lækka
um helming, ef öll verzlun Reykvík-
inga yrði framkvæmd i einu kaupfé-
lagi, sem aðeins hefði hæfilega
rnargar búðir. Senniiega mundi vöru-
magn það, sem Reykjavík sendir á
maikað, vaxa svo nigrgum miljónum
næmi, ef allar þær mörgu þúsundir,
sem að nauðsynjalausu vinna að for-
stöðu útvegs og við verzlun, snéru
sér að stritvinnu, t. d. iönaði eða
útvegi.
Ef samvinnumenn tækju ráðin,
mundi ekki verða deilt um of háa
húsaleigu. Hundruð atvinnulausra
verkamanna byggja hús, samhýsi, ó-
dýr og hlý og hentug, þar tiF gnægð
yrði af húsum í bænum, sem leigð
varu fyrir lága rentu af framlögð-
um kostnaði. Eigendur gömiu hás-
anna yrðu nauðugir viljugir að
lækka seglin. Annaðhvort að lækka
í SJAFNAR-sápum eru einungis hrein og óblönduð olíuefni.
Notið eingöngu SJAFNAR-sápur, þær eru
ixixtlcxid fra.xxi leidsla,
sem stendur fyllilega jafnfætis beztu erlendum sáputegund-
um. Hvert stykki, sem selt er af Sjafnarsápum, spararþjóð
inni erlendan' gjaldeyri og eykur atvinnu í landinu. Það er
þegar viðurkennt, að SJAFNAR-sápan er bæði
ódýx? ojr drjúg.
SJAFNAR-handsápur gera húðina mjúka og eru tilbúnar fyrir
hið viðkvæmasta hörund. Hver hyggin húsmóðir, sem vill fá
hreinan og blæfallegan þvott, notar eingöngu SJAFNAR-
þvottasápu.
SÁFUVERKSMIÐJAN S J
A %%
©
Reykjavík. Sími 1249 (3 línur).
Simnefni: Sláturfélag.
Áskurður (á brauð) ávalt fyrir-
liggjandi:
Hangibjúgu (Spegep.) nr. 1, gild
Do. — 2, —
Do. — 2, mjó
Sauða-Hangibjúgu, gild,
Do. mjó,
Soðnar Svína-rullupylsur,
Do. Kálfa-rullupylsur,
Do. Sauða-rullupylsur,
Do. Mosaikpylsur,
Do. Malacoffpylsur,
Do. Mortadelpylsur,
Do. Skinkupylsur,
Do. Hamborgarpylsur,
Do. Kjötpylsur,
Do. Lifrarpylsur,
Do. Lyonpylsur,
Do. Cervelatpylsur.
Vörur þessar eru allar búnar
til á eigin vinnustofu, og stand-
ast — að dómi neytenda — sam-
anburð við samskonar erlendar.
Verðskrár sendar, og pantanir
afgreiddar um allt land.
leiguna eða láta húsin standa auð.
Ég hefi áður sýnt fram á, hvernig
bíirdagi kaupstreitu jafnaðarmanna
við auðvaldið hefir orðið verri en
árangurslaus. Hér er leitast við að
sýna með rökum, hver árangurinn
gæti orðið ef verkamenn tækju hönd-
um saman og framkvæmdu sjálfir
hugsjónir samvinnumanna. þeir yrðu
algerðir drotnar bæjarins, legðu hann
alveg undir sig, neyddu alla bæjar-
búa til að gemst verkamenn, alla til
að frainleiða auðæfi með fullum nú-
tíma tækjum, þeir gætu ráðið því
sjálfir, hvernig auðurinn eða vinnu-
arðurinn skiptist. Og þetta getur allt
fengizt án nokkurrar deilu eða bar-
áttu, án verkfalla og byltinga, að-
eins með samtökum um að ' ganga
framhjá andstæðingunum, atvinnu-
rekendum, kaupmönnum og húsa-
og lóða-okrurum.
Einhver mundi nú segja, að verka-
menn vanti fjármagn. En gætum
betur að: Minnst af því fé, sem var-
ið er í atvinnutæki, verzlunarrekst-
ur og húsakaup eða nýbyggingar, er
eign liandhafa, megin magnið er
lánsfé. Nú er svo á veg komið lands-
stjórn og yfirstjórn bankanna, að
mikill meirihluti þeirra, sem lánsfé
iandsins ráða, mundu fremur kjósa
að lánsféð væri í höndum samvinnu-
íélaga, en einstaklinga og hlutafé-
laga. Reynsla undanfarinna ára hefir
eíranitt sýnt, að aamvinnufólögin
hal'a sama sem engu lánsfé glatað,
en einstaklingar og hlutafélög tug-
REYKIÐ
J. GRUNOS
ágæta hollenzka reyktóbak.
Verð:
AROMATISCHER SHAQ- kostar kr. 0.85 '/ao kg-
PEINRIECHENDER SHAGt — — 0.90 — —
GOLDEN BELL - — 1.05 — —
Fæst
í öllum
verzlunum
um miljóna. — Fjárskortur mundi
engu lmmla.
Annað yrði nokkru örðugra: Verka-
menn þyrftu að ná völdum i bæjar-
stjórn og ráða því, að hömlur yrðu
settar á okur lóða og landa og félög
þeirra og nýstofnanir lilytu vemd í
byrjun. En sannarlega ætti þetta að
verða auðvelt með aðstoð hinna
frjálslyndari menntamanna og starfs-
manna ríkisins, því sennilega munu
þó þeir, sem ekki vinna framleiðslu-
störf í bænum, vera i minnihluta.
það mundu nú sumir segja, að
bankana skorti fjármagn til að reisa
atvinnutæki og verzlanir af nýjum
grunni. En hér mundi ekki nema að
litlu leyti þurfa nýtt fjármagn.
Gömlu atvinnurekendurnir mundu
neyðást til að selja, togaraeigendur
togara sína og önnur tæki, kaup-
menn verzlanir sínar o. s. frv. Að
mestu leyti mundu lán þeirra færast
yfir á samvinnufélögin, en það fé,
sem þeir fengju útborgað, mundi
verða oftast nær lagt á vöxtu í inn-
lendar lánsstofnanir og geta orðið
nýtt lánsfé.
Eg hefi hér á undan talað um at-’
\ innuþróun í Reykjavík, eins og hún
gæti orðið og verður sennilega áður
en inargir áratugir líða. En þó ég
tuki Reykjavík sérstaklega af því að
þar er mest þörf nýrrar stefnu, er mér
ljóst, að flestir aðrir bæir og þorp
standa nær þessari þróunarstefnu. Og
ég er þess fulltrúa, að það verði ekki
kaupstreita jafnaðarmanna, ekki 1
Fatasaum.'
Karlmannaföt, Drengjaföt og
Kvenkápur. (Drengjafötin af-
greiðast með mjög stuttum fyrir-
vara).
GEFJUN,
— sölubúð og saumastofa, —
Laugaveg 10.
vsemmmmmmmmmmmmmmmmmmammm
Klæðist íslenzkum IBtoml
Boröið íslenzkon matl
Kaupið íslenzkar iönaBarvSnuI
valdboð og ekki bylting með „hand-
afli“, sem læknar atvinnumeinin,
lieldur þróun byggð á breyttu hug-
arfari, byggð á eðlisfari þjóðarinnar,
sem er hneigð til rólegrar íhugunar,
hneigð til frjálsmannlegs jafnréttis
og samvinnu, en hefir aila daga ver-
ið fjarlæg æsingum, valdboði og bylt-
ingum. Ég hefi áður sýnt fram á,
hvernig allt hnigur að því, að sam-
vinnuhættir séu að sigra, en þjóðin
að fjurlægjast hinar erlendu öfga-
stefnur, auðvaldsstefnuna og jafnað-
armennskuna eins og hún hefir verið
lioðuð í Reykjavik, með kaupstreitu,
verkföllum og byltingarhótunum.
Niðurl.
Ritstjóri: Gísll Gnðmnndison,
Tjarnargötu 39. Síml 4245.
Prentsmlðjan Aeta