Tíminn - 13.11.1933, Side 3

Tíminn - 13.11.1933, Side 3
TIMINN Kvennaskólinn í Reykjavik Stúlkur þær, sem komast vilja á síðara húsmæðranámskeið skólans, er hei'st 1. febr, n. k. og stendur til 1. júnf, sendi sem fyrst umsóknir sinar. Forstöðukonan. hessu hausti, þar af voru frystir um 16 þús. skrokkar. Sauðfé var undir meðallagi. Talsverðu hefir verið slátrað af hrossum, söluverð 70—100 kr. Allvíða hefir borið á bráða- pest- í sauðfé, en ekki hafa verið að henni mikil brögð. — Dánardægur. Nýlátinn er á Vífilsstöðum Þórhallur Sigurðsson frá Reyð- ará í Lóni, ungur, efnilegur og góður piltur, sem var fyrir skömmu búinn að ljúka tré- smíðanámi. Þórhallur var lík- legur til að geta unnið mikið lífsstarf. En nú hefir „hvíti dauði“ kallað hann burtu í blóma lífsins eins og svo marga Cfr Hörnafirði. Tveir Karakúlhrútar voru keyptir í sýsluna, annar í Nesjahrepp en hinn í öræfi. Báðir eru komnir austur og þrífast vel. Heyfengur var með allra mesta móti en nýt- ing misjöfn. — Garðávextir spruttu vel og jarðeplasýki gerði næstum ekkert vart við sig. — FÚ. Hæpin forsjálni Vitaskipið Hermóður var núna í haust látið liggja 25 daga samfleytt á Siglufirði, eftir því sem blaðinu er tjáð að norðan, til þess að bíða eftir að afferma tvö tonn af vörum við vitann á Sauðanesi. Hægðax’leikur hefði verið að fá mótorbát fyrir 100 kr. eða svo til að skjóta þessum slatta á milli. En bið skipsins þessa 25 daga kostar að líkindum um 8 þús. kr.! Svona er hald- ið á fjármununum í ráðuneyti M. G. Kolbeinsey. Kolbeinsey hefir nýlega verið rnæld. Er hún um 70 m á lengd og 30,60 m á breidd. Hæð eyjai’innar er 8 m. Hún liggur 35 sjómílur frá Gríms- ey í norðvesturátt. Fiskafli. Samkvæmt skýrslum Fiskifé- lags Islands var fiskafli hér við land frá áramótum til 1. sept. 66.453 þús. kg., og er það allmiklu meira en í fyrra og nokkru meii'a en 1931. Frá Ólafsfirðingum. Ólafsfirðingar hafa nýlega komið sér upp dráttarbraut fyrir vélbáta sína og rúmar hún 10 vélbáta í einu. Áður hafa þeir komið sér upp góðri bryggju, vélaverkstæði og frystihúsi. Hafa allar þessar framkvæmdir stórum bætt að- stöðu þeirra til sjósóknar og bendir það til, að þeir séu dugnaðarmenn miklir í sjávar- útvegsmálum. Síid til Póllands. Utanríkisráðuneytið hefir, eftir því sem segir í nýkomn- um Ægi, fengið tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu danska, um að samningsleg trygging sé fengin fyrir þvi, að inn- flutningsleyfi fáist í Póllandi fyrir 7000 smál. af íslenzkri síld til næstu áramóta, og skuli á það magn leggjast lægsta innflutningsgjald. Beinhákarlar við Austurland. 1 sumar hefir nokkuð orðið vaft við beinhákarla við Aust- ux-land, en það hefir verið fá- titt að undanförnu. Hafa sjó- nxenn bæði af Norðfirði, Mjóa- firði og Gunnólfsvík orðið var- ir við þá, og einu sinni sáust 8 samtímis inni á Norðfirði. Var þá farið út á tveim trill- um og tókst að skutla einn. En skutullinn losnaði úr hon- um þegar dx'&g* átti h&nn &ð landi og náðist hann ekki úr því. Einn vélbátur frá Norð- fírði rakst á beinhákarl og stöðvaðist báturinn á hákarl- inum! (Eftir Ægi). Reitingsafli hefir verið í Vestmanna- eyjum í haust, aðallega ýsa, svo sem venja er tií um þetta leyti árs. Hefir aflinn verið fluttur í kössum ísvarinn til Englands og selst einkar vel, einkum upp á síðkastið. Hvalaveiðar Norðmanna. Skýi-slur og reikningar tveggja norskra hvalveiða- félaga voru birtar nýlega og sýna góða afkomu hvalveið- anna á árinu. Pólarís-félagið telur reksturshagnað 3 miljón- ir 798 þús. kr. Hitt félagið greiðir 10% í arð. — F.Ú. Kristján Kristjánsson frá Kópaskeri, áður bóndi á Víkingavatni, er staddur í bæn- um og dvelur hér nokkum tima. Skaftfellingur, sem hefir verið i flutningum, aðallega milli Reykjavíkur og Skaftafellssýslu er nú hættur og búið að leggja honum upp. Bifreiðarslys. 10. þ. m. var bíll á leiðinni ^ úr Borgarfii'ði til Akraness. j Á leiðinni er gil í svokölluð- um Geldingadraga og er brú I yfir, en rétt hjá brúnni er | beygja, eins og víðast er við brýrnar. Jón Guðmundsson bíl- stjói'i hafði farið þaraa út úr bílnum og gekk við hlið bíls- ins, en annar bílstjóri stýrði. Svo óheppilega vildi til, að bíll- inn fór með eitt hjólið upp á stein og valt við það út af veginum. Jón hljóp þá frá bílnum, en varð of seinn til þess að komast undan og féll bíllinn ofan á hann. Kona Jóns, sem var í bílnum hljóp út úr honum um leið og hann valt og varð hún einnig undir bíln- um. Fleiri meiddust ekkert að ráði, en 6 eða 7 manns var í bílnum. Hjónin meiddust mik- ið, sérstaklega konan, og voru strax flutt til Reykjavíkur og liggja á Landsspítalanum. Blaðið fékk í gær þær upplýs- ingar á Landsspítalanum, að Jóni Guðmundssyni liði vel, hafði hann ekkert brotnað. Fótur konunnar hafði möl- brotnað um öklann. Var strax í fyrrakvöld skorið í fótinn og brotin sett saman, og leið henni einnig sæmilega eftir at- vikum. AlJtaf batnar það! í 24. tbl. af „íslenzk End- urreisn", segir í svari til „Tím- ans“: Liggur það næst að ætla, að hann (Tíminn) kalli það helgislepju, að blað flokksins hér í Reykjavík hefir valið sér fyrir kjörorð hinar fi’ægu og gullfögru setningar úr Alda- mótaljóðum Hannesar Haf- stein: „Verði gi'óandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þrosk- ast á guðsríkisbraut". — 1 næsta tölublaði kemur „leið- rétting“!: „Misritun var í grein eftix' P. (ólafsson) í síðasta tbl. þar sem stóð að einkunn- ax-orð ísl. þjóðernissinna væru eftir Hannes Hafstein, í stað Matthíasar Jochumssonar“. — Ergo — eru einkunnarorð þjóð- ernisblaðsins úr Aldamótaljóð- urn Matthíasar Jochumssonar. Alltaf batnar það! Menn með slíka þekkingu eru vel fallnir til þess að kenna sig við ís- leixzka menningu og ísl. þjóð- •rni!! 18S Læri-Sveinn braskaranna. Sveinn Benediktsson skrifar enn í Morgunblaðið um lýsis- sölu mína 1931. Ég hefi nú birt skýrslu um hana til ríkisstjórnarinnar, sem stendur að öllu óhrakin. Aðalatriðin þar eru þessi: 1930 er sala á lýsi ríkisverk- smiðjunnar dregin svo lengi að til stórtjóns verður. Ég er þá ytra fyrri hluta vetrar, hefi ekki söluumboð, hvet stöðugt til sölu árangurslaust, mest fyrir mótþróa Sveins. Niður- staðan verður: tap, sem nem- ur mörgum tugum — jafnvel hundruðum — þúsunda, því verðið lækkar meira og meira. 1931 er ég orðinn hvekktur. Ég vil ekki fara utan án þess að hafa fullkomið söluumboð. Það fæ ég. — Þó vil ég ráðg- ast við meðstjómendur mína og gerl það eftir því sem mér er unnt, en nota heimild mína, þegar ég er kominn í þá að- stöðu, að ég neyðist til að ráða einn fram úr hvað gera skuli. Ég vil ekki eiga það á hættu, að lýsið seljist ekki og vesrk- smiðjan komist í greiðsluþrot. Ég met meira að tryggja það, að hún standi í skilum, heldur en bíða eftir óvissum gróða. Ég vil ekki koma henni iixn á „brask“-brautina. 1 þessu liggur ágreiningur- inn milli okkar Sveins og er hann reyndar mjög skiljanleg- ur. Hann liggur í ólíkum hugs- unarhætti og ólíku uppeldi. Ég er bóndasonur, uppalinn í sveit að öllu leyti, þar sem óskilsemi þótti sú mesta læging. Sveinn kom á æskualdri til Siglufjarðar í síldar-speku- lationa-hringiðuna og dvaldi þar á unglingsárum sínum undir handleiðslu þeirra manna er djarfast tefldu og mestir voru áhættuspilararnir. Hann sat við fótskör þeirra og lærði af þeim allt það lak- asta: áhættufýsnina, óprúttn- ina, braskið. Þormóður Eyjólfsson. INýjar fréttír úr Mýrdal. Fimmtudaginn 19. október, meðan á máltíð stóð hjá mönn- um þeim, sem þá unnu við uppfyllingu við brú þá, sem verið er að byggja yfir ána Klifandi í Mýrdal, kom verk- stjórinn, Jón Brynjólfsson, sem stjórnar þessari vinnu, til Að- alsteins Jónssonar frá Skóg- nesi í Mýrdal, með skjal, sem hann vildi að Aðalsteinn skrif- aði undir. Efni þess var yfir- lýsing um að Jón Brynjólfsson hefði ekki dregið tíma af verlca- mönnum þeim, er undirrituðu skjalið og að þeir bæru fullt traust til hans sem verkstjóra. ! Aðalsteinn kvaðst fyrir sitt leyti geta skrifað undir fyrra | atriðið, en síðara atriðið léti j hann liggja milli hluta. | Lýsti Jón þá því yfir í heyr- anda hljóði, að þeir sem ekkl | skrifuðu imdir, þeir ynnu ekki | hjá sér. Síðan gekk skjalið milli verkamannanna og rituðu samtals þrettán undir það, en bræðurnir Aðalsteinn og Jón frá Skagnesi neituðu að skrifa ; undir, og vék Jón Brynjólfsson þeim þá samstundis úr vinn- unni. Aðalsteinn og Jón eru bræð- ur Magnúsar Jónssonar frá Skagnesi, þess er kært hefir yfir atvinnukúgun þeirri, sem fram við hann hafi komið af hendi þessa sama verkstjóra, fyrir þá sök, að hann vildi ekki kjósa Gísla Sveinsaon sýslu- mann á alþing. Alþingi. I neðri deild er stjórnarskrái’- frv. komið gegnum 2. umr. Eysteinn Jónsson var fram- sögumaður stjórnarskrámefnd- ar. Hún leggur til einróma að frv. verði samþykkt. Gat Ey- steinn þess, að hann væri að vísu óánægður með frv. að sumu leyti, en vildi ekki brjóta það samkomulag, sem gert hefði vei’ið milli flokkanna í þinglok í vor um afgreiðslu málsins. 1. gr. frv. var samþykkt með öllum greiddum atkv. gegn einu (Hannesar Jónssonar) og frv. vísað til 3. umr. með öll- um greiddum atkv. gegn 2 (Hannesar og Halldórs Stef- ánssonar). í efri deild hefir verið samþ. þingsályktunartillaga, sem allir flokkar stóðu að, um að kosin skyldi nú þegar í deildinni sér- stök nefnd til þess að athuga stjórnarskrárfrv. og kosninga- lögin á meðan neðri deild hefði þau til meðferðar, til þess að greiða sem mest fyrir gangi þeirra mála. I nefndina voru kosnir: Björa Kristjánsson, Ingvar Pálmason, Jón Baldvins- son, Jón Þorláksson og Pétur Magnússon. — Komið er fram í þeirri deild frumvai’p frá Ing- vari Pálmasyni um breyt- ing á lögum um ritsíma og tal- símakerfi Islands um að í stað orðanna: „Lína frá Skálanesi við Seyðisfjörð að Dalatanga“ í 4. gr. komi: Lína frá Brekku í Mjóafírði um Rima, Hof og Eldleysu að Dalatanga. Aftan við sömu grein bætist: Lína frá Neskaupstað xxm Sveins- staði, Viðfjörð og Stuðla til Sandvíkur. Þá er fram komið frumvarp um breyting á lögum um Kreppulánasjóð, flm. Jón Jóns- son og Pétur Magnússon. Það er um svohljóðandi breytingu á 20.„og 21. gr. laganna: a. (20. gr.). Þrátt fyrir ákvæði 4. gr. laga um veð, 4. nóv. 1887, er lántakanda rétt að veðsetja Kx’eppulánasjóði einu nafni tiltekna flokka bú- fjár síns, er hann á eða eign- ast kann, og gengur veð sjóðs- ins fyrir öllum síðari veðsetn- ingum búfjár eða einstakra gripa. Sama gildir om veðsetn- ing fóðurbirgða, sem veðsali kann að eiga á hverjum tíma handa veðsettu búfé. Heimilt er og að veðsetja Kreppulánasjóðói í einu lagi öll búsgögn innan húss og utan, án sérstakrar sundurliðtmar, og jafnt það, er veðsetjandi á þegar veðsetning fer fram, og það, er hann síðar kann að eignast. b. (21. gr.). Nú flytur yeð- sali í aðra þinghá eftir að skuldabréf hefir vei'ið þingles- ið, og heldur sjóðurinn þá veði sínu, þótt skuldabi'éfið sé eigi þinglesið, og heldur sjóðurinn þá veði sínu, þótt skuldabréfið sé eigi þinglesið á ný í þeirri þinghá, sem veðsali flutti í. Thor Thors flytur frv. um breyt. á lögum um kosningar í málefnum sveita og kaup- staða. Og eru þær breytingar bein afleiðing af fyrirmælum st j órnarskrárfrv. Jónas Jónsson flytur þings- ályktunartillögu í efri deild um að ríkisstjórnimxi sé falið að rannsaka, hvort hægt væri að geyma fornmenjasafnið og listaverk, sem landið á, í þeim hluta þjóðleikhússins, sem fyrst um sinn þarf ekki að nota vegna leiksýninga, þó að húsið verði fullgert, og leggja áætlun um kostnað er af þessu leiddi fyrir næsta Alþingi. Tillögunni fylgir svohjóöandi greinargerð: Framh. af 2. síðu. með því, þá er ég á móti því“. Það er háttur margra manna að nota þessa aðferð, þegar málstaðurinn þolir ekki gagnrýni. Þá er far- ið að eins og strákurinn, sem kallaði „úlf- ur, úlfur“, eða maðurinn, sem kallaði: „Tak- ið þjófinn!" og fékk með því alla til að elta saklausan ferðanxann, meðan hann sjálfur komst undan. Ritstjóramir vita, að mörg- unx bændum er illa við kommúnista, þess- vegna reyna þeir að kalla stefnuna hingað komna með þeinx, og alla þá komnxúnista, senx henni fylg'ja. Og þeir ganga lengra. Þeir segja, að „bændavinur“ hafi verið fenginn til að boða boðskapinn fyrir bændum. Það eni yfir 20 ár síðan ég fyx-st fór að boða bændum þessa kenningu. Lixginn hefir skrifað um hana oftar exx ég, og meir en ég. Og þau ski’if voru byrjuð nokkru áður en komnxúnisminn fluttist til landsins. Árið 1912 áttum við Jón Þorláksson borgarstjóri miklar deilur um ]?etta á bændanámsskeiði, og síðan hefir á hverjum vetri verið deilt um íxxálið einhvers- staðar þar sem ég hefi verið meðal bænda. Ég held því, að ég viti ekki síður en íhalds- i'itstjórarnir, hvað bændur segja um þetta mál, og það hvað þeir hafa sagt. Og nú er svo komið, að ég er ekki viss unx, hvorir eru í nxeii’i hluta í landinu, og í nokkrum kjördæmum er óhætt að fullyrða, að það er þegar mikill meii'i hluti, sem skilur málið og er því fylgjandi að í’íkið eigixist jarðirn- ar. Og sá hluti mun vaxa, því vöxturinn er ætíð þeim nxegin, seixx fram á við horfir til batnandi líðanar fyi’ir konxandi kynslóðir. Og einn af hyrningarsteinunum fyrir bætti’i líðaxx í sveitum og kaupstöðunx er sá, að allt land verði ríkiseign“. 3. sept. 1933. A víðavanyi. Gott dænxi. Einn af þingmönnunx íhaldsins flytur nú frv., sem varpar skæru ljósi yfir baráttu- aðferðir þess flokks. Hann berst gegn hags- muna- og réttindanxálum alþýðunnar, svo lengi sem íxiögulegt er. En þegar umbóta- mennirnir hafa skapað þeim sterkt fylgi og íramgangur þeirra verður ekki lengur stöðvaðui’, snýst íhaldið, veitir þeim þá fylgi og þykist síðarmeir hafa komið mál- inu fram. Eru mörg dæmi til þessa. Fyr- nefnt frv. er um breytingar á kosningalög- unum unx málefni sveita og kaupstaða. Aðalbreytingin er sú, að sveitarstyrkur svifti menn ekki réttindunx. Stjórn Fram- sóknarmanna bar fram á Alþingi 1929 frv. um fyrirkomulag þessara kosninga og skil- yrði til þeirra. Samkvæmt frv. átti sveitar- styrkur ekki að svifta menn réttindum. En íhaldið reis þá öndvert á móti. Núveranda yíix’manni réttlætismálanna, Magnúsi Guð- nxundssyni, sagðist m. a. á þessa leið: „Mér finnst það alveg fráleitt, að þeir menn, sem í verkinu hafa sýnt það, að ]>eir geta ekki stjórnað sínum eigin málum, eigi að ráða fyrir aðra. Mér finnst það vera hæfileg refsing á þessa menn, að þeir hafi hvorki kosningarrétt eða kjörgengi“. (Alþt. 1929, B. 502). Jón Þorláksson var þó enn aðsópsmeiri. 1-Iann bar fraixx svohljóðandi tillögu, sem skilyrði tilm kosningai’i'éttar: „Standa ekki í skuld fyrir þeginn sveitarstyrk vegna leti, óreglu eða hirðuleysis“. (Þingskjal 451). Með nxiklu harðfylgi tókst Jóni að koma þesgai-i tillögu í gegn. Sú var aðstaða í- haldsins til sveitarstyi’ksins þá. En hver á að dænxa unx „letina og óixiennskuna. Nú er búið að skapa fylgi fyi'ir þessu máli. í nýju stjórnarskránni er svo fyrirmælt, að sveit- arstyrkurinn svifti menxx ekki kosningar- rétti til Alþingis, og því sjálfgefið að sama gildi um kosningar í nxálunx sveita og kaup- staða. Og þá rís upp íhaldsþingmaður einn, og ber fi'anx frv., sem gengur í þá átt! Líklegt, að íhaldið, eftir allt sanxan, eigni sér það að hafa komið málinu fi’anx! En þeir verða fáir, sem ti'úa þeirri frásögn. Styr. Athugaaemdir. í tilefni af snxágrein í síðasta blaði, und- ii'ritaði'i: „Kennari“, barst Tímanum fyrir liokkrum dögum athugasenxd undirrituð af skólastjóra og kennui'um við Austurbæjar- skólann í Reykjavík, þar sem m. a. er vak- in athyg'li á því, að baraakennai-ar, vegna stéttarsamþykktar, mega ekki nota þetta dulnefni. Sönxuleiðis hefir stjórn stéttar- félags barnakennara í Reykjavík snúið sér til blaðsins út af þessu sama atriði. Að þessunx tilefnum gefnunx, skal það tekið fram, að höfundur téðrai- greinar, *em að

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.