Tíminn - 11.12.1933, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.12.1933, Blaðsíða 1
xm fir. Reykjavík, 11. desember 1933. ©faíbbagi 6 í a fe j5 i n 5 er 1. f cit í. 5^tðaa-auri«« foetar JO ft. °ð inní>cimta d -SLaugaocg 10. ejmi 2353 — Pésifyóíf ðö) 55. blað. Atvinnurógskærurnar gegn Hinrik Thorarensen, Valtý Stefánssyni, Jóni Kjartanssyni og Páli Steingrímssyni. Tilkynning frá miðstjórn Framsóknarflokksins Miðstjórn Framsóknarflokksins hefir á fundi 20. nóv. 1933 samþykkt eftirfai’andi: „Fi’amsóknarflokkurinn hefir með bréfaskiptum við Al- þýðuflokkinn gengið frá grundvelli undir samvinnu um mynd- un bráðabirgðastjóraar og samþykkt að fela Sigurði Krist- inssyni forstjóra forgöngu um stjórnarmyndunina. Tveir af þingmönnum flokksins, Hannes Jónsson og Jón Jónsson, hafa hiilsvegar á fundi þingflokksins 14. þ. m. neitað að styðja Sigurð Krist'insson til stjómarmyndunar- innar. Neitun þessara manna hefir það í för með sér, vegna flokkaskipunar á Alþingi, að Framsóknarflokkurinn getur ekki komið fram áðurnefndri ákvörðun sinni, og með því skapast fyrir aðgerðir þessara tveggja manna stjórnarástand, sem flokkurinn er mótfallinn og vill ekki bera ábyrgð á. Þar sem afstaða þeirra Hannesar Jónssonar og Jóns Jónssonar í þessu máli er alvarlegt brot á samþykktum Framsóknarflokksins, sem leiða mundi til þess, að flokkur- inn yrði óstarfhæfur og missti alla tiltrú, ef trúnaðarmönn- um hans héldist slíkt uppi, telur miðstjóm Framsóknar- flokksins sig knúða til að lýsa yfir því, að hún telur þá alþingismennina Hannes Jónsson og Jón Jónsson ekki í Framsóknarf lokknum". 1 lögum Framsóknarflokksins, 28. gr., er svo fyrir mælt: „Heimilt er miðstjórn að víkja manni úr flokknum, enda komi samþykki meiri hluta þingsflokks til, en rétt á hann til að skjóta máli sínu undir úrskurð næsta flokksþings og verja það þar‘.‘ Þingmenn Framsóknarflokksins hafa á fundi 9. des. full- nægt ákvæði ofannefndrar greinar flokkslaganna, að því er við kemur afstöðu Hannesar Jónssonar og Jóns Jónssonar til flokksins, og er þeim Hannesi Jónssyni og Jóni Jónssyni þar með vikið úr Framsóknarflokknum. Miðstjórn Framsóknarflokksins. Kœrumar komnar f dóms- málaráðuneytiS. Ritstjórar Mbl. eru meira en lítið hræddir við kærumar, sem fram eru komnar út af hótanabréfamálinu. Kemur þessi ótti berlega fram í Mbl. í síðustu viku. Mbl. skýrir nú frá því, að kærurnai’, sem útgáfustjóm Nýja dagblaðsins sendi setu- dómaranum, hafi nú verið sendar í dómsmálaráðuneytið. Þetta hefir ritstjórunum orðið bylt við, því að sýnilega hafa þeir lifað í þeirri bamalegu von, að setudómarinn myndi stinga kærunum undir stól, eða senda þær til baka. 11. gr. laga nr. 84 lrá 19. júnf 1933. Ritstjórarnir halda því nú fram, að þeir séu alsaklausir og níð þeirra enginn atvinnuróg- ur um Nýja dagblaðið. 1 því sambandi skal rifjuð upp fyrir þeim 11. gr. laga nr. 84 frá 19. júní 1933, sem þeir að öll- um líkindum hafa ekki vitað um, þegar þeir frömdu verkn- aðinn. En greinin hljóðar svo: „Nú fer einhver með eða út- breiðir um annaS atvinnufyrir- tækl rangar sögusagnlr, sem miða til þess að hnekkja þvi fyrirtæki, eða í þvf skyni að hæna til sfn viðskiptamenn þess, hvort heldur slíkar sögusagntr snerta eiganda fyrirtækisins, vörur þess eða aðra hagi, og skal hann þá sæta sekt- um, allt að 6000 kr. og ef miklar sakir eru, allt að 6 mánaða ein- íöldu fangelsí." í hverju er atvinnurógurinn fólginn? Bæði ritstjórar Vísis og Mbl. hafa í níðgreinum sínum stað- hæft: Að Hinrik Thorarensen væri eigandi í útgáfufélagi Nýja dagblaðsins. Að félagsmenn í útgáfufé- laginu stæðu á bak við hann, ■ og hótunarbréfin væru send í samráði við þá. Þeir hafa gefið í skyn, að sjálf útgáfustjóm blaðsin^ stæði í sambandi við Hinrik um verknaðinn og að þetta hafi verið fyrirfram áformað til að vekja athygli á blaðinu. Ef menn bera svona skrif saman við ákvæði lagagreinar- innar, sem tilfærð er hér að framan, liggur það í augum uppi, að sé þetta athæfi rit- stjóranna ekki atvinnurógur, þá er ekki lengur neitt til, sem á skilið að heita því nafni. Nú er atvinnurógur einmitt í því fólginn að breiða út um atvinnufyrirtæki einhver þau ósannindi, sem til þess eru fall- in að hnekkja áliti þess eða skaða það á annan hátt fjár- hagslega. Hvað ætli sé til þess fallið að rýra álit á fyrirtæki, ef ekki þessi tilvitnuðu ummæli um út- gefendur Nýja dagblaðsins, þar sem borið er á þá, að þeir hafi fengið mann til að fremja glæpsamlegt athæfi til fjár- hagslegs ágóða fyrir fyrirtæk- ið. Aí hverju eru hinir kærðu á mótl rannsókn í mállnu? Og ef í’itstjóramir trúa því sjálfir, að þeir hafi ekki fram- ið atvinnuróg — hversvegna standa þeir þá á móti því nú, að rannsókn og dómur gangi í málinu ? Engum manni dettur anna* í hug en að ritstjórar Mbl. og Vísis vilji a. m. k. vinna Nýja dagblaðinu allt það tjón, sem þeir geta á löglegan hátt. Jafn vitanlegt er það, að ef aðdrótt- anir þeirra um hlutdeild blaðs- ins í hótanabréfunum sönnuð- ust, eða ef hægt væri að færa að þeim nokkrar verulegar lík- ur, þá væri það alger eyðilegg- ing fyrir Nýja dagblaðið. Ef ritstjórarnir þessvegna hefðu nokkum snefil af trú á aðdróttanir sínar, þá áttu þeir að verða manna fyrstir til að heimta nákvæma rannsókn, ekki sízt þar sem maður þeim ekki óvinveittari en Magnús Guðmundsson hafði ásínuvaldi að skipa rannsóknardómarann, og hæstirófctur ekki séi’staklega fjandsamlegur heldur. Með þvi að þeir eru nú sjálf- ir komnir inn í mál Hinriks, ættu þeir að hafa fengið kær- komna aðstöðu til að gera all- ar þær kröfur við rannsóknina, sem þeir telja ástæðu til mál- inu til upplýsingar. En þessa trú virðast ritstjór- arnir ekki hafa. Því að nú heimta þeir það af dómsmála- ráðherra sínum, að saksókn verði látin niður falla og engin opinber rannsókn höfð. Einkamál — opinbert mál. Ritstjórar Mbl. halda því fram, að málið sé í eðli sínu einkamál og eigi að sæta einka- málsmeðferð eins og mál, sem „hafa verið rekin sem venjuleg meiðyrðamál og þar af leið- andi verið einkamál". En hér bregst þeim lögvitið eins og oftar, því að áður til- vitnuð lög nr. 84 frá 1933 fyr- irskipa einmitt í 16. gr. opin- bera málsmeðferð í atvinnu- rógsmálum milli fyrirtækja*), svo að síðan þau lög tóku gildi, er opinber málsmeðferð fyrir- skipuð um þessa tegund mála, þó að þau hafi samkvæmt eldri lögum sætt annari máls- ferð. Þetta geta ritstjóramir sennilega fengið upplýsingar um á öllum málfærsluskrifstof- um í bænum. Raugar sakargiftir. Mbl. heldur því fram, að í kærunni felist „rangar sakar- giftir", því að kærumar séu ástæðulausar. Þetta kallar blað- ið refsivert af Hermanni Jón- assyni, (sem er einn í útgáfu- *) Sbr. og upphaf 11. gr., erBegir: Nú fer einhver með eða útbreið- ir um annaö atvinnufyrirtæki (auðkennt hér) o. *. frv. stjórninni). Vísir hefir jafn- framt haldið því fram, að H. J. hafi unnið til 6 ára tugthús- vistar með því að bóka fram- burð Hinriks Thorarensen í réttinum! Út af þessum ummælum Morgunblaðsins og Vísis skal nú notað tækifærið til þess að skora á ritstióra þessara blaða, að kæra Hermann Jónasson þegar i stað fyrir dómsmálaráðherranum og fá skipaða rannsókn út af þeirri kæru. Ef ritstjórarnir verða ekki við þessari áskorun, er alveg úti- lokað, að nokkur maður, hversu sanntrúaður íhaldsmaður, sem hann er, fáist til að leggja trúnað á fleipur þeirra, því að þar með er sannað, að þeir trúa því ekki einu sinni sjálfir. Flugumenn Hneykslismál Hinriks Thor- arensen hlýtur að verða til þess, að skerpa árvekni flokks- ins í framtíðinni gagnvart póli- tískum vandræðamönnum, sem kunna að vilja troða sér inn 1 flokkinn um stundarsakir og spilla starfsemi hans. Þetta tilfelli og hliðstæð atvik áður, 'sem rifjuð eru upp á öðrum stað hér í blaðinu, sýna glögg- lega nauðsynina á því að beita fyllstu gagnrýni við inntöku manna í flokkinn og að strang- lega og tafarlaust sé beitt þeirri einu vöm, sem flokkur- inn hefir gagnvart flokkssvik- urum, sem sé að víkja þeim úr flokknum án nokkurrar lin- kindar og svo greinilega, að ekki verði um þráttað. I óskipulögðum flokki, þar sem enginn félagsskapur er til, og engar ákveðnar flokks- reglur, er í raun og veru engin fullnægjandi vöm til gagnvart skaðræðismöxmum af þessari tegund. Af því að Framsókn- arflokkurinn var óskipulagður lengi framan af, hefir t. d. þeim Valtý Stefánssyni og Jóni á Reynistað aldrei verið formlega vikið á brott þaðan. Og þess vegna hefir líka Ei- ríkur Einarsson fyrv. þingmað- ur Framsóknarflokksins haft aðstöðu til þess hvað eftir annað, að „agitera" fyrir kosn- ingu sinni meðal ýmsra Fram- sóknarflokkskj ósenda í Ámes- sýslu, á þeim grundvelli, að Framsóknarflokknum myndi vera sami fengur í kosningu hans nú og á meðan hann vann með flokknum á Alþingi. Ef ekki hefði verið skipulagt flokksfélag á Siglufirði, myndi Hinrik Thorarensen með sama rétti geta haldið því fram, að hann væri í Framsóknar- flokknum nú, þar sem opin- bert er, að hann hefir setið flokksþing Framsóknarmanna í Reykjavík vorið 1931 á sama hátt og Valtýr Stefánsson sat flokksþingið á Þingvöllum 1919. Sá siður var tíðkaður á Sturlungaöld, að senda flugu- mann í stafkarlsgerfi á heimili afreksmenna til að skjóta loku frá dyrum, á næturþeli, og veita -fjandmönnunum aðgang. Enn tíðkast hún í stjóm- málabaráttunni, hin foma að- ferð flugumannsins. Sú aðferð var óþokkasæl og kom oft þeim í koll, er hennar neytti. Fjandmenn Framsókn- arflokksins hafa hingað til neytt flugumennskunnar sjálf- um sér til mestrar hneisu og skaða. Mun svo enn fara. (Nýja dagbl. 28. nóv.). í byrjun Yikunnar. I. Ný þjóð í nýju landi. Það er sagt um Indriða Einarsson, tengda- föður Ólafs Thors, er hann frétti vor- ið 1931, að Framsóknarmaðurinn Steingrím- ur Steinþórsson væri kosinn í Skagafirði, að liann hafi þá mælt þessi spaklegu orð: Það er ekki nóg að gera hér nýtt land. Það þarf líka að skapa nýja þjóð. Sennilega hefir vakað fyrir I. E., að þessi nýsköpun væri Kveldúlfsland og Kveldúlfsþjóð; fáeinir „forstjórar“, sem þyrftu 50 þús. hver til heimilisþarfa, og blásnauður vixmandi lýður, sem skapaði þessum fjölskyldum hin um- beðnu lífsskilyrði. ‘En Framsóknarmexm vilja eins og I. E. skapa hér nýtt land og nýja þjóð, en þó er hugsjón þeirra alveg gagnstæð stefnu I. E. Þeir vilja hækka lífskjör almeimings, að allir menn vinni gagnleg störf, að hver ung- ur maður og ung kona sem vilja byrja saman lífsbai’áttuna, geti myndað sér sitt eigið heimih, ræktað nýtt land í sveitinni, átt aðgang að samvinnuútgerð við sjóinn eða vinnu í félagi að iðnframleiðslu við raf- orku landsins. Framsóknarmenn sjá enga ástæðu til að hafa neinar manneskjur hér á landi til að lifa óhófs- og eyðslulífi, sem byrði á framleiðandi mönnum. Hið nýja ríki samvinnumanna er þessvegna gersam- lega ólíkt framtíðardraum fjárbrallsmann- anna, sem vilja grundvalla sitt líf á niður- lægingu alþjóðar. Framsóknarmenn vilja gera alla að starfandi atorkumöimum. Það er enginn tilviljun að Framsóknarmeim opn- uðu hið dimma og daunilla fangelsi landsins og buðu föngunum að hjálpa til að klæða landið. I ríki hinna frjálslyndu umbóta- manna vinna allir, hver eftir sinni getu. Og þar er ekkert rúm fyrir þá, sem vilja eyða 50 þús. kr. árlega fyrir hverja iðju* lausa fjölskyldu. II. Æska og elli. Það hefir síðustu misserin verið nokkurt umtal í blöðum andstæðinga Framsóknarfl., að tveir af þingmönnum floltksins, Jón Jóns- son og Hannes Jónsson, væru með sérstöðu, myndu hverfa frá flokknum á einn eða ann- an hátt. Þetta hefir nú orðið. Þeir hafa með aðgerðum sínum orðið þess valdandi, að M. Guðm. situr enn í stjóm landsins, og stýrir réttarfarsmálunum þannig, að menn eins og Bjöm Gíslason leika lausum hala, upp á vottorð Eiríks Kjerúlfs, Ilelgi Tóm- asson er embættismaður ríkisins og land- helgisgæzlan skopleikur. Þessi þrjú. dæmi sýna stjórnarstefnu íhaldsins. Jón Jónsson og Hannes Jónsson byrjuðu báðir sem góðir Framsóknarmenn, og unnu eindregið móti íhaldinu. Vegna þeirrai’ framkomu sinnar urðu þeir þingfulltrúar. Þeir áttu fyrst og fremst að vera á verði móti höfðuandstæðingnum, íhaldinu í land- inu. En Þess tveir menn breyttust með aldr- inum. Þeir fóru sömu þróunarbraut eins og þeir Jón á Reynistað og Jónas Kristjáns- son á Sauðárkrók. Þeir fóru hægt og hægt að þokast í íhaldsáttina án þess máske að vita það sjálfir Og einn góðan veðurdag eru þeir svo breyttir, að þeir eiga ekki lengur samleið með sínum gömlu flokks- bræðrum. Þeir eru komnir yfir landamærin. Þeir eru farnir að styðja það, sem þeir ætluðu sér upphaflega að fella. En stundum gengur þróunin í gagnstæða átt. Menn yngjast með aldrinum, hugsjón- irnar vaxa með aldrinum. Þannig hefir Framsóknarflokkurinn oft fengið dýrmætan liðsauka úr herbúðum andstæðinga. Eitt glæsilegasta dæmið um þessa lífrænu þróun er Magnús heitinn Kristjánsson. Þegar Framsóknarflokkurinn byrjaði, var M. Kr. andstæðingur hans, og athafnamikill kaup- maður og útgerðarmaður. En smátt og smátt fjarlægðist hann stefnu stéttar sinn- ar. Hann byrjaði æskulíf í annað sinn. r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.