Tíminn - 11.12.1933, Blaðsíða 3
TÍMINN
199
Fréttir
Grein um vegamál á Austur-
landi, eftir Pétur Jónsson bónda á
Egilsstöðum, birtist í næsta blaði.
Rignlngar í október voru all-
miklar, 36% umfram meðallag,
eða l1/® sinnum meðalúrkoma á
öllu landinu, Tiltölulega mest var
iiún á Akureyri, 137% umfram
meðallag eða 2x/3 sinnum meðal-
úrkoma. Úrkomudagar voru 4
íleiri en venjulega. Mest mánaðar-
úrkoma mældist í Vík í Mýrdal,
283.6 mm. og mest sólarhringsúr-
koma á sama stað, 74,4 rnm.
Sólskin i Reykjavík. í október-
mánuði var sólskin töluvert skem-
ur en verið hefir undanfarin ár
og ekki nema 24% af því, sem
mest gæti verið. Alls naut sólar
við yfir októbermánuö í 73.2 st.,
en meðaltal 10 undanfarinna ára
er 98.3 st.
Stjörnuhröp. 9. okt. kl. 19—20.30
sáust óvenjulega mikil stjörnu-
hröp í Vestmannaeyjum. Stjörnu-
hröp þessi sáust einnig erlendis
og eru slæðingur úr halastjörnu,
sem sást árið 1900 af þeim Gia-
cobini og Zinner. Samskonar
stjömuhröp í minni stil sáust 9.
okt. 1926. — (Veðráttan).
Vamarg arðurinn vl8 Hóraðsvötn.
Lókið er nú við að hlaða varnar-
garð gegn landbroti Héraðsvatna.
Hann er 540 metra langur og hafa
farið i liann 2000 rúmstikur af
grjóti og 1500 rúmstikur af torfi.
Grjótið var flutt á bíl um hálfs
kílómetra vegalengd og var not-
uð þéttiloftsbarvél við að sprengja
grjótið. Kostnaður við verkið nam
alls 14 þús. kr. — FÚ.
Fréttir frá JJórshöfn. Laugar-
dagsmorguninii 25. fyrra mánaðar
kom upp eldur í dúnhreinsunar-
vél á Syðra-Lóni á Langanesi. Var
vélin í hesthúsi, sem er áfast við
fjós bóndans. Læsti eldurinn fljótt
um sig og komst í timburskilrúm,
sem er á milli fjóssins og hest-
hússins og þegar menn komu að
voru tvær kýr dauðar í fjósinu,
en eldurinn varð brátt slökktur.
Tjón bóndans Guömundar Vil-
hjálmssonar fyrv. kaupfélaga*
stjóra, er þó tilfinnanlegt, þar
sem hann missti þama 2 kýmar
af þremur, dúnhreinsunarvólina
og húsin urðu fyrir skemmd-
um. — í sumar og haust hefir
verið einmunagóð tið og hlý.
Heyfengur bæði mikill og góður.
Aftur var sauðfé í haust með
rýrasta mótl til frálags. — Fisk-
afli á Langanesi var nokkuð mis-
jafn í sumar. Var mjög rýr á
Skálum, en á þórshöfn fengu
trillubátar 80—210 skippund yíir
aumarvertíðina. Eru því hœstu
bátamir með góðan afla og betri
en í meðallagi. Nú er dágóður
fiskafli (skrifað seint í nóvember)
þegar á sjó gefur, en flestir bátar
hættir róðrum fyrir nokkru.
Ræktunarlramfarir á Akranesl.
Á þessu ári hafa Akurnesingar
aukið túnrækt sína um: sáðslétt-
ur 24,5 hektara, þaksléttur 0,45
hektara, framræsluskurði 3372
ten.m., lokræsi 468 metra, girð-
ingar 4858 metra, áburðarhús og
safnþrœr 554 dagsverk. Auk þess
hefir verið hafinn undirbúningur
á mikilli ræktunarviðbót á næsta
vori.
Verzlunarjöfnuðurinn. Verðmæti
útflutnings í ár hefir numið 39.2
millj. kr., en innflutningurinn á
sama tima hefir numið 37.8 millj.
kr. Útflutningurinn er því 1.4
millj. kr. meiri en innflutningur-
inn. Á sama tíma í fyrra nam sá
munur 7.7 millj. kr. Innflutning-
urinn til októberloka í ár hefir
verið 37% meiri en í fyrra og út-
flutningurinn á sama tima 9%
meiri.
Tveir piitar teknlr fastlr fyrir
þjófnað. í sl. viku tók lögregl-
an 2 pilta fasta, sem komnir voru
inn í íbúð hér í bænum til þess
að stela. Maðurinn, sem þarna
átti heima kom af hendingu heim
og gerði lögreglunni aðvart. Pilt-
arnir sem eru 17 ár^ gamlir hafa
þegar játað á sig marga þjófnaði.
Hafa þeir farið inn í íbúðir þegar
fólk hefir ekki verið heima, með
lyklunum, sem fólk skilur oft eft-
ir heima, undir mottum, i vösum
á fötum o. þessh. Hefir piltunum
orðið töluvert gott til fjár. Á ein-
um stað náöu þeir 1 850 kr. og
á mörgum öðrum stöðum í smá-
upphæðir. -
Simtefli. Nýlega voru 12 sím-
skákir tefldar milli taflfélags Esk-
firðinga og Hafnfirðinga. Úrslit
uiðu þannig, að Eskfirðingar unnu
5 skákir, gerðu 6 jafnteili og töp-
uðu 1. Einnig má geta þess, að
þeir hafa áður teflt við Húsvík-
inga, Akureyringa og Siglfirðinga
og haít yfirhöndina við þá.
Óhentugar samgöngur. Miklum
óþægindum veldur það flestum
lilutaðeigendum, hve samgöngur
vorar eru óreglulegar. Oft líða
heilar vikur milli skipaferða og
stundum koma mörg skip í einu.
Eru litlar líkur til að bót verði á
þess ráðin fyrr en íslendingar
verða þess megnugir að ráða einir
yfir siglingunum til og frá land-
inu og opinberri íhlutun um allar
skipaáætlanir verður komið á. Nú
sjá erlendu skipafélögin sér mest-
an hag í því að elta skip Eim-
skipafélagsins og ná frá þeim sem
mestu af vöru- og fólksílutning-
um.
Kosningamar 16. júlL í seinustu
Hagtíðindum er gefið yfirlit yfir
síðustu alþingiskosningar, þátt-
töku í þeim o. fl. Á kjörskrá voru
rúml. 53 þús. kjósendur, en aðeins
69% þeirra neyttu atkvæðisréttar
síns. Hafa alþingiskosningar
aldrei verið eins illa sóttar síðan
1919. Mest þátttaka heíir verið í
kosningunum 1931, þá kusu 78,2%
kjósendanna. Bezt voru kosning-
arnar nú sóttar í Hafnarfirði, þar
var þátttakan 92.9%, en verst
voru þær sóttar í Eyjafjarðar-
sýslu, þar var þátttakan 51.5%.
Utan kaupstaðanna var kosningin
bezt sótt í Vestur-Skaptafellssýslu,
þátttakan 89.2%. Kvenfólkið er í
meirahluta meðal kjósendanna
(52%), en hinsvegar var þátttaka
þess í kosningunum miklu verri
en karlmannanna. Af karlmönn-
unum neyttu 79% atkvæðisréttar
síns, en af kvenkjósendum aðeins
61.9%.
Árbók 1933, sem Dansk-islansk
Samfund gefur út er nýkominn. í
ái-bókina skrifa nú Tryggvi Svein-
bjömsson ritari í sendisveit ís-
lands í Kaupmannahöfn, um ís-
land 1932, yfirlit um atvinnulíf og
stjómmál. Koefod Hansen um skóg-
rœkt á íslandi, Jón Helgason biskup
um danska embættismenn á íslandi.
Ellen Aagegaard, Ferðaminningar
frá íslandi. Kristinn Ármannsson
um æðri menntun á íslandi, Elías
Wessén prófessor i Stokkhólmi
skriíar um starf félagsins Sverige
—ísland, segir frá bókaútgáfu fé-
lagsins, og öðru kynningarstarf)
félagsins á íslandi í Svíþjóð. Eitt
kvæði er í bókinni á íslenzku eftir
Pál Árdal og er það einnig í
danskri þýðingu. Bóndadagurinn
eftir Guðmund Friðjónsson í
danskri þýðingu o. fl.
Á móti menningunni. Sígaunar-
ar i Rúmeníu hafa fyrir skömmu
efnt til ráðstefnu um ýms þau
mál, sem snerta þeirra þjóðflokk.
Meðal samþykkta ráðstefnunnar
var það, að skora á ríkisstjórn-
ina að banna alla bílaumferð, því
hún dragi stórlega úr sölu á hest-
um og ennfremur að vinna gegn
frekari útbreiðslu útvarpsins, því
það spillti mjög fyrir aðsókn að
Sígaunarahljómleikum.
Gamaldags. í Barcelona kom
ung stúlka nýlega til fangelsis-
varðar og baðst þess að verða sett
í einhvern fangaklefann. Ástæðan
til þessarar beiðni væri sú, að
unnusti hennar hefði verið tek-
inn fastur, hann væri í þessu
fangelsi og hún vildi endilega vera
undir sama þaki og hann. En
fangavörðurinn var harðbrjó_sta og
sagði nei.
Kuldar í Rnglandi. Viða í Eng-
landi hafa verið kuldar og hríð-
ar undanfarna daga. Snjókoma
varð víða mikil og féll tveggja til
sex þumlunga snjór. — FÚ.
Án dóms og laga. Óvenjulega
mikið liefir borið á því í Banda-
ríkjunum i síðastl. mánuði, að
menn hafi verið teknir af án dóms
og laga. í borginni St. Joseph í
Missouri réðist mannfjöldi á fang-
elsi í fyrradag og náði þaðan
negra, sem átti að hafa svívirt
hvíta konu, og var hann hengdur.
í Salisbury í Maryland tókst
mannfjölda að bjarga úr fangelsi
fjórum mönnum, sem höfðu verið
tftknir íastir fyrir að taka negra
Ltösmagnið
er aðalatridið
UOS’
Happdrætti Háskóla Islands
Tekur til starfa 1. janúar 1934.
2500 hlutir í 10 flokkum.
Verð 60 kr. á ári eða 6 kr. l hverjum flokki.
Vinningar samtals kr. 1.050.000,00 á ári.
1 á 50QOO kr„ 2 á 25000 kr., 3 á 20000 kr.
2 & 15000 kr,, 5 á 10000 kr. o.s.frv. á heilan hlut.
Fimmti hver miði fær vinning á árinu.
ATHS. Fyrsta starfsárið verða einungis gefnir út fjórðangsmiðar,
og verða fyrst seldir A-miðar nr. 1-25000, þá B-miðar
nr. 1-25000, en þá C- og D miðar með sama hætti.
Umboðsmenu í nálega öllum kauptúnum.
IVinuingarnir ern skattfrjálsir.
GEFJUaF
hefir ávalt fyrirliggjandi allskonar fata- og frakkaefni.
GEFJUN AR-T AUIN
eru hentugustu og ódýrustu efnin 1 hverskon-
ar fatnað handa konum og körlurn.
A hinni aýju saumastofu vorri saumum vér nú
drengjaföt (rennilásblússur, pokabuxur o. fl.) og
kvenkápur. Afgreiðum drengjafötin með mjög
stuttum fyrirvara.
Verzlið við ÖEFJUN, með þvl móti fáið þér
mest fyrir peninga yðar og þér fáið þá beztu
innlendu dúka, sem völ er á.
GEFJUN-sölubúð og saunastofa.
Laugavegi 10. — Sími 2838.
Kolaverzlun
SIGURÐAR ÓLAFSSONAH
Simn.: KOI,. Reykjavfk. «wl 1933.
KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR
Bankastræti 2, sími 1245.
Ferðamenn hafa bezta tryggingu
fyrir góðum vörum með hæfilegu
verði, verzli þeir við kaupfélagið.
Komið í kaupfélagsbúðina, þegar
.. þið komið til Reykjavikur. ..
af lífi án dóms og laga. prjú
hundruð hermenn börðust við
mannfjöldann, en fengu ekki við
ráðið. í South Carolina voru þrír
menn teknir fastir í gær og höfðu
þeir staðið fyrir því að taka
negra af lífi 16. nóv. — F.Ú.
UppreUn í Kína. Bretar hafa nú
sent tundurspilli, og Bándaríkin
annan, til Foochow í Fu-Kien 1
Kína, þar sem uppreist stendur
nú yfir, og eiga herskipin að
vernda brezka og bandaríska borg-
ara þar. Búizt er við að Japan-
ar hafi sent herskip þangað í
gísr. FÚ.
BÆKUR.
Allar fáanlegar íslenzk-
ar bækur og erlendar bækur
um margskonar eíni fyrirliggj-
andi eða útvegaðar fljótt. —
Sömuleiðis öll erlend blöð og
timarit.
RITFÖNG allskonar, fyrir skrif-
stofur, skóla og heimili, sjálí-
blekungar o. m. fl.
Allar pantanir utan af landi af-
greidar fljótt gegn póstkröfu. —
E. P. BRIEM
Bókaverzl., Austurstr. 1.
Sími 2726. Reykjavík.
Ættartölnr.
Það er eugum vansalaust að
vita ekki deili á ætt sinni.
Ég sem ættartölur gegn sann-
gjörnu verði.
fíunnar Þorsteinsson
Box 508. Reykjavík.
MYNDA. og RAMMAVERZL.
ÍSLENZK MÁLVERK.
Freyjugötu 11. Sími 210ö
í byrjuu vikuunar.
Framh. af 2. síðu.
VI. Stjórnarskrá og kosningalög.
Nú er búið að ganga frá stjómarskrá og
kosmngalögum. Byggðavaldið í sinni gömlu
mynd. hefir verið brotið á bak aftur. Nú
verða bændur landsins að leita sér sam-
banda við sjóinn, þar sem margmennið býr.
íhaldssömu bændurnir fá bandamenn í
spekulöntum, og óhófseyðslulýð bæjanna.
Umbótabændurnir fá bandamenn í miðstétt
l
kauptúna og kaupstaða. Samvinnustefnan
bindur þá menn saman.
Þetta er önnur hliðin, sjálfur veruleikinn.
En um formið sjálft, stjórnarskrá og kosn-
ingarlögin er það að segja, að hvorttveggja
er hið mesta hrákasmíði, fullt af mótsögn-
um og fjarstæðum. Verulegur hluti af báð-
um þessum lagabálkum er miðaður við
þrengstu sérhagsmuni íhaldsmanna, og
við það að skaða Framaóknarflokkinn, Það
var ekki nóg með að brjóta niður byggða-
valdið almennt, heldur þurfti lika að skaða
þann flokk sérstaklega, sem heldur uppi
vörn fyrir umbótalíf í sveitunum. Ihaldið
krafðist þess í fyrra að þingmannatala
Reykjavíkur yrði miðuð við það, að Fram-
sóknarflokkurinn fengi hér engan fulltrúa,
og var tilgangurinn auðvitað sá, að eyði-
leggja flokkinn í höfuðstaðniun. Verður
þetta mál rakið hér ítarlegar síðar. Nú í
vetur gekk öll viðleitni meginhluta íhaldsins
og þeirra Jóns í Stóradal og Hannesar á
Ilvammstanga út á það að auka erfiðleik-
ann fyrir Framsóknarmönnum í einstökum
kjördæmum. Að ráðum þessara manna geta
fulltrúaráð eða félög kjördæmanna og
miðstjórn flokksins, ekki hindrað það, að
fjandmenn flokksins bjóði sig fram undir
nafni flokksins og standi þannig á kjörseðl-
inum við hliðina á trúnaðarmönnum, flokks-
ins. í öðru lagi lögðu sömu menn áherzlu á
það, að flokkamir gætu ekki ráðið því,
hvaða menn færu í uppbótarsætin. Eins og
nú er háttað kosningarlögunum, getur Seyð-
isfjörður varla fengið minna en tvo þing-
menn í vor og með sniðugri tilhögun frá
hálfu kjósenda gæti bærinn fengið 4 þing-
menn, Framsókn ætti þá að fá aðalþing-
manninn, en socialistar, íhald og kommún-
istar hver sinn uppbótarþingmann. Hér er
aðeins tæpt á göllum þessa verks, sem
byrjaði með skrílvikunni, og endar þannig,
að Jón Þorláksson lýsir því yfir, að flokks-
bræður sínir hafi framið þingsvik í þessu
máli, og bókar í efri deild, að kosningalöy-
in séu brot á stjórnarskránni og gengur af
fundi til að reyna þannig að þvo hendur
sínar af þeirri vansmíð, sem hér hefir verið
gerð.
VII. Launanefndin.
Nokkrir íhaldsmenn báru fram tillögu um
skipun launanefndar, til að gera fyrir næsta
þing sparnaðar- og skipulagstillögur í launa-
málum. Eysteinn Jónsson bætti við verk
nefndarinnar með tillögu í neðri deild, að
hún skyldi athuga líka launagreiðslur í
bönkunum, og hjá stofnunum, sem ríkið
heldur uppi, og um kaupgreiðslur einstak-
lingsfyrirtækja, sem hækkar kaupgreiðslur
almennt. Ég bætti við í Ed. till. um að leit-
ast við að finna grundvöll fyrir launagreiðsl-
ur ríkisins eftir vöruverði á íslenzkri fram-
leiðslu (landaurar) og var hún samþykkt.
Var nefndin þannig búin að fá víðtækt og
merkilegt verkefni. En er kom til að kjósa
í nefndina, sást að lítill hugur fylgdi máli
hjá íhaldsmönnum, og að þeir líta þessa til-
raun eins og skopleik frá sinni hálfu. Þeir
völdu í nefndina Kára Sigurjónsson og
Kristján Albertsson báða mennina gersam-
lega án reynslu og þekkingar á slíkum mál-
um. Kristján Albertsson er á fóðrum hjá
Kveldúlfi og er þetta samskonar tilraun að
koma af framfæri Kveldúlfs yfir á ríkis-
sjóð, eins og þegar Ámi í Múla er tekinn
að fisksamlaginu fyrir Austfirðinga, þó að
Austfirðingar sjálfir æski ekki eftir að hafa
hann að verki við eitt eða annað.
Tilgangur íhaldsins með að flytja til-
lög uum launanefnd er sá, að geta sagt
við fátæklinga landsins: Okkur ofbýður
kostnaður ríkisins við embættisrekstur
landsins. Við höfum »ett sparnaðarnefnd.
Og nú verður sparað. En við embættismenn
kaupstaðanna segja þeir: Við vitum að
laun ykkar eru of lág. Þið eruð samflokks-
menn okkar, og við viljum hjálpa ykkur til
launahækkunar. 1 þessu skyni höfum við
beðið um að nefnd yrði skipuð og tillögur
hennar koma fyrir næsta þing. Upp úr ára-
mótunum ættu laun ykkar að geta hækkað.
En í sinn hóp segja íhaldsleiðtogarnir um
þetta mál: Við höfum leikið vel, sett launa-
nefnd og tekið Kristján Albertson af Kveld-