Tíminn - 11.12.1933, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.12.1933, Blaðsíða 4
200 TlMINN Góðir vindlar eru bezta jólaéjöiín Bidfid verzlnn yðar nm vindla eða smávindla frá einhverjum eitirtaldra verksmidja, þegar þér farið að kaupa jólag-jafirnar. DANSKIB VINDLAR: frá A. M. Hirsosprung & Sönner, Köbenhayn - C. W. Obel, Aalborg og Köbenhavn - P. Wulff, Köbenhavn. • Horwitz & Kattentid, Köbenhavn - W. ö. Larsen, Köbenhavn - E. Nobel, Köbenhavn. - N. Törring, Odense. ENSKIR VINDLAR: fi-á J. Freemann & Son, London JAMAICA VINDLAR: - British American Tobakko Co. Ltd. Þ7ZKIR og HOLLENZKIR VINDLAR: - L. Wolff, Hamborg - Gebrtider Jaeobi, Mannheim - Mignot & de Bloek, Eindhoven. Tóbakseinkasala Riktsins Sambandshúsinu, Reykjavík Símar 1620, 1621, 1622, 1623, 1624, 1625. ulfi, og sýnt Kára viðurkenningu fyrir að ! hafa verið fimm vikur á þingi með okkur. Fátæklingarnir, sem við þurfum að láta kjósa okkar menn, halda að við séum að spara fyrir þá. Embættismennirnir halda að við ætlum að bæta laun þeirra. Báðir fylgja okkur vegna vona, sem ekki rætast. Því að við ætlum þessari nefnd ekki að gera neitt. Þessvegna veljum við í hana „þýðingar- lausa“ og áhrifalausa menn. Svo mörg eru í raun réttri orð íhaldsins í launamálum. J. J. Gegn kreppu og afturhaidi Það má segja að fyrir bændastéttina hafi kreppan komið á óhagstæðum tíma. Bjart- sýnni trú um ágæti landskosta og mátt moldarinnar til að skapa miklum hluta þjóðarinnar batnandi menningar- og lífs- kjaraskilyrði hefir aldrei ríkt á Islandi, en á seinustu árunum áður en kreppan skall á og meira lagt í kostnað en nokkru sinni fyr. Samfara hinum vaxandi örðugleikum af völdum kreppunnar, hefir mátt kenna auk- innar andúðar gegn landbúnaðinum og því hefir leynt og Ijóst verið haldið fram, að það væri sama að verja fé til hans og kasta því í sjóinn. Það er Reykjavíkurvaldið, sem þessar skoðanir hefir flutt. En Reykja- víkurvaldið er ekki verkamannastéttin þar, sjómennimir og iðnaðarfólkið. Þær stéttir vita að aðstreymi fólksins úr dreifbýlinu þýðir aukið atvinnuleysi, hærri húsaleigu og húsnæðiseklu. Reykjavíkurvaldið eru kaupmennimir, sem vilja fá fleiri kaupend- ud, húsaeigendurnir, sem vilja fleiri leigj- endur og útgerðarmennimir, sem vilja meira af verkafólki, til að þrýsta niður kaupinu. Það hefði mátt ætla þegar þetta tvennt fylgdist að í einu, heimskreppan og rógs- hjal burgeisastéttarinnar um landbúnaðinn, að óhugur kæmi í bændastéttina og henni yxi vonleysi um framtíð sína í sveitunum. En veruleikinn sýnir annað. í framkvæmd- um sínum, nú í kreppunni, við að auka ræktun landsins og skapa bætta búskapar- aðstöðu, hefir bændastéttin sýnt betur manndóm sinn og þrautseigju, en nokkuru sinni fyr. Tvö seinustu kreppuárin hafa bændurnir unnið að landbúnaðarframkvæmdum, talið í % af öllum framkvæmdum undanfarinna 12 ára (1921—32), sem hér segir: Nýyrkja túna og garða .. 86,2% Túnasléttur..............28,0% Framræsla................34,3% Girðingar um ræktað land 15,0% Safnforir og áburðarhús . . 19,5% Þetta er svar bændastéttarinnar gegn örðugleikum kreppunnar og trúleysishjali yfirstéttarmanna í Reykjavík um landbún- aðinn íslenzka. Það er framkvæmt með ítr- asta spamaði fjölmargra bændafjölskyldna um land allt. Það er unnið af þrautmiklum og dugandi mönnum, sem leggja fram eigin krafta, til að brjóta landið. Skal athygli vakin á því, að tiltölulega hefir verið minnst gert af þeim framkvæmdum, sem kaupa þarf til útlent efni. Styr. þad í tæka tíð að jólagjölin Samband ísl. samvlnnufél skilvindurnar eru ætíð þær bestu og sterkustu, sem fáanlegar eru Nýj- asta gerðin er með algerlega sjálfvirkri smurningu, og skálar og skilkarl úr riðfríu efni. Samband isl. samvinnufélaga. Prófessor Sigurður Nordal kom heim í síðastliðinni viku úr fyrir- lestraferð sinni til Stokkhólms. Viðtal við hann hefir verið birt í Nýja dagblaðinu. Jón Antoníusson bóndi í Keldu- skógum i Suður-Múlasýslu andað- ist að heimili sínu þ. 4. þ. m. eftir langvinna legu. Hann var með helztu bœndum í sveit sinni og langt skeið sýslunefndarmaður fyrir hrepp sinn. Hlýindi ó Siglufirði. Svo góð tíð hefir verið á Siglufirði í vetur, að tvœr sundkonur hafa daglega getað iðkað sund í sjónum. Fjórðungsþing Fiskideilda Norð- lendingafjórðungs var « nýiega haldið á Akureyri. Ellefu fulltrú- ar voru mœttir, frá jafnmörgum deildum, en auk þess sóttu margir bœjarbúar fundina. Helztu sam- þykktir voru: um lækkun á út- flutningsgjaldi sjávarafurða, upp- sögn norsku samninganna þegar frá 1. des.; efling íisksölusam- lagsins með nánara sambandi þese við Norðurland; um síldar- verksmiöju A norðurlandi, og mælt með Skagaströnd, ef viðunandi hafnarbætur fáist á næstu tveim- ur ánim, en Eyjafirði ella; um mat þurra fiskbeina til mjölfram- leiðslu; um að ríkisstjómin leiti aamninga við Svíastjóm, um að Svlar kaufii esga síld veidda við Sjalfs er höndin hollust Kaupið iunlenda framleiðslu þegar hún er jöfn erlendri og ekki dýraii. framleiðir: Kristalsápu, grænsápu, stanga- sápu, han.isápu, raksápu, þvottaefni (Hreins hvítt), kerii allskonar, slvósvertu, skógulu, leðurfeiti, gólfáburð, vagn- áburð, iægilög og kreólin-bað- lög. Kaupið H R E IN S vörur, þær eru löngu þjóðkunnar og fást í flestum verzlunum lands- ins. H.f. Hreinn Skúlagötu. Reykjavfk. Sími 4625. ísland fyrir 25. júlí, og að bönnuð verði með lögum síldarsöltun þar fyrir þann tímn, ef þessir samn- ingar náist; um að reist verði hús eða þrær íyrir næstu síldarver- tíð fyrir léttsaltaða síld á veiði- stöðvunum, með hugkvæmum lán- um gegnum Fiskifélagið; um að síldarmat verði ekki lögleitt; og um lánsstofnun fyrir smébátaút- veg. þá var samþykkt að lýsis- mat verði framkvæmt á sem flestum útflutningshöfnum. Full- trúar til næstu fjögra ára voru kosnir: Guðmundur Pétursson og Páll Halldórsson. Forseti fjórð- ungsdeildar var kosinn Guð- mundur Pétursson, ritari og fé- hirðir Jóhannea Jónasson og vara- forseti Steíán Jónasson. — FÚ. Slys. Fyrir nokkru vildi það slys til í Sandgerði, að þriggja ára drengur féll ofan i pott með sjóð- andi vatni. Drengurinn skað- brenndist, og var fluttur hingaö á Landsspítalann. Létst hann skömmu efir að hsmi kom & spíahum. ■mi iMBini-r Rnykjavík. Sími 1249 (3 linur) Símnefni: Slátu rféh’.g. Áskurður (á brauð) ávalt fyrirliggjandi: Hai:gibjúgu(Spegep.)nr.I, gild Do. — 2, — Do. — 2, mjó Sauða-Hangibjúgu, gild, Do. mjó, Soðr.ar Svína-rullupylsur, Do. Kálfarullu-pylsur, Du. Sauða-rullupy.'sur, Do. Mosaikpylsur, Di i. Malakoffpylsur, Do. Mortadelpylsur, Do. Skinkupylsur, D.). Hamborgarpylsur, Do. Kjötpylsur, Do. Lifrarpylsur, Do. Lyonpylsur, Do. Cervelatpylsur. Viirur þessar sru allar búnar til á eigin vinnustofu, og standast — að dómi neyt- enda — samanburð við samskonar erlendar. Verðskrár sendar, og pant- anir afgreiddar um allt land. Nytsöm bók Kaldir réttir og smurt brauð. Eftir Helgu Sig- urðardóttur. Ungfrú Helga Sigurðardótt- ir hefir gtefið út nýja mat- reiðslubók, þá þriðju í röðinni, og eru báðar hinar fyrri þegar uppseldar. Bók þessi lýsir til- búningi 150 rétta alls þar af 99 kaldir réttir, 43 réttir með smurðu brauði og 8 ábætis- réttir. Bókin ber þess merki, að höfundurinn hefir víðtæka þekkingu á fræðigrein sinni og mikla reynslu við tilbúning og framleiðslu hinna mörgu rétta. Lýsingar á tilbúningi og fram- reiðslu þeirra eru glöggar, svo vandalaust er fyrir húsmæOur að fara eftir uppskriftunum. Þarna eru uppskriftir yfir rétti til notkunar í veizluni og ódýran hversdagsmat. Lýsingar ungfrú Helgu um hvemig framreiðslan og útlit réttanna eigi að vera á borð- um er sérstaklega eftirtektar- verðar, því smekkvísi um þá hluti hefir sína þýðingu fyrir húsmæðumar. Ritstjórf: Crísli Gaðmanduon, TJamargötu 39. Sími 4245. Prentsmiðjan Aota.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.