Tíminn - 18.12.1933, Qupperneq 2
202
TlMINN
inu í vetur. Þó að fjármálaráð-
herra reyndi einstaka sinnum að
taka í taumana um fjármál, var
það tilgangslaust. Nánustu stuðn-
ingsmenn ráðherranshöfðu
leyst upp allan aga. Og í hin-
um stærstu málum þingsins, eins
og stjórnarskrármálinu og kosn-
ingalögunum hafa þeir Jón Jóns-
son og Hannes Jónsson bæði í
fyrravetur og nú í haust stöðugt
unnið með íhaldinu að því að sníða
þessi lög eftir dutlungum sínum,
og jafnframt þannig að gera
Framsóknarflokknum sem allra
erfiðasta aðstöðu. Þannig hafa
þessir tveir þingmenn lagt mikla
áherzlu á það, að þó að þm. verði
49, þá séu séu ekki nema 6 í
Reykjavík, og miðað nákvæmlega
við, að ílokkurinn sem hafði lyft
þeim til mannvirðinga, væri sem
lengst útilokaður frá að ná hér
þingsæti. Sömuleiðis bera þeir
ábyrgð á því, að flugumenn
íhaldsins, sem bjóða sig fram til
að spilla fyrir Framsóloiarmönn-
um, verði með flokksheitið á eft-
ir nafni sínu á kjörseðlinum. I
fyrravetur var að heyra á ræðum
Jóns Jónssonar, að í stjórnar-
skránni ætti að tryggja það, að
Þórarinn á Hjaltabakka kæmi inn
sem uppbótarmaður í Húnavatns-
sýslu, þótt hann félli fyrir Fram-
sóknarmanni. Svo langt var geng-
ið í hreppapólitík.
VII.
Framsóknarflokkurinn byggir upp
skipulag.
Eftir því sem lengur leið, varð
flestum hugsandi mönnum í
Framsóknarílokknum ljóst, að
flokkurinn gat ekki lifað, nema fá
fast skipulag, eins og keppinaut-
arnir hafa. Sáu kjósendur hve
hættuleg var framkoma hinna
dutlungafullu þingmanna, sem
venjulega eyddu málum flokksins
með því að bæta atkvæðum sín-
um við atkvæði höfuðandstæðing-
anna. Fór nú svo að á hinum síð-
ustu missirum hafa flokksmenn í
nálega öllum sýslum komið á hjá
sér skipulagi til að geta tekið
fastar ákvarðanir og staðið við
þær. Flokksþingið 1931 var nokk-
uð í hinum gamla stíl, það var
„áhlaup“ með flestum þess góðu
einkennum. En það flokksþing
kaus 7 manna flokksstjórn, og
þar af 4 menn í framkvæmdaráð.
Var það eitt af verkefnum þess,
að kalla saman flokksþing og
vinna að skipulagningu flokksins.
Síðan þá hefir komið mestur
skriður á málið.
Eftir stjórnarskiptin 1932 varð
hin mesta óánægja hjá Fram-
sóknarmönnum um allt land yfir
sambræðslunni við íhaldið. Grun-
aði þá, eins og fór, að lítt myndi
verða um varnir í kjördæmamál-
inu úr því svo væri komið. Komu
þá um vorið sterkar yfirlýsingar
um óánægju út af sambræðslunni
frá nálega öllum flokksfélög-
um í landinu. Áttu réttarfars-
hneyksli M. Guðm. mikinn þátt í
óbeit bænda. á þessu framferði.
Er Reykholtssamþykktin í þessum
efnum einna frægust. Sátu þar
á þeim fundi margir helztu bænd-
ur úr tveim sýslum.
Framsóknarmenn, og í flokkn-
um eru flest bændur, kröfðust
að flokksþing kæmi saman vet-
urinn 1933 á útmánuðum. Fram-
kvæmdaráðið ákvað að verða við
þeim óskum. En þá kom óvænt
hindrun í málið.
Tr. Þ. var formaður þingflokks-
ins. Þó undarlegt sé um svo skýr-
an mann, sá hann ekki að flokk-
urinn varð að fá skipulag, og að
krafan var orðin svo sterk, að
hún gat ekki orðið stöðvuð. Það
var auðséð, að síðan Jón í Stóra-
dal tók að fara sínu fram um
hin stærstu mál, með því að sam-
einast íhaldinu, og stundum að
leiða aðra menn með sér, þá var
samkomulagsaðferð Tr. Þ. alveg
úrelt. Engu að síður beitti Tr. Þ.
gér af alefli gegn því sumarið
1932 og fram eftir vetri, að
flokksþing yrði haldið. Fram-
kvæmdaráðið frestaði eitt sinn um
nokkrar vikur að boða þingið, til
að sýna honum ítrustu sanngirni.
En að lokum var það boðað á út-
mánuðum. Flokksmenn út um
land sýndu ótrúlegan áhuga og
fórnfýsi að koma á eigin kostn-
að langa leið, og flokksmenn í
Reykjavík að taka móti þeim.
Var það mál manna, að enginn
arinar flokkur hefði átt svo glæsi-
legt flokksþing, né getað fengið
svo prýðilegan flokk samandregið
um allt land. Flokksþingið samdi
skipulagsreglur, sem eru stjómar-
skrá fyrir flokkinn, og afgreiddi
hinar merkustu tillögur um
kreppumálið, löggæzlumálin og
samstarfið við íhaldið, sem var
fordæmt af nálega öllum fundar-
mönnum. Miðstjórnin var fjöl-
mennari og meir dreifð um land-
ið en hjá öðrum flokkum til að
tryggja lýðræðið sem allra bezt.
VIII.
Mótstaðan gegn flokksþinginu.
Tr. Þ. hafði verið mjög hvetj-
andi þess að halda flokksþingin
1919 og 1931 og hafði prýðilega
forgöngu á þeim þingum báðum.
Nú var á annan veg. Fyrst hafði
hann reynt að hindra að sam-
ílokksmenn úr bændastétt kæmu
saman á einn stað til að ræða
mál sín. Hann kom ekki á flokks-
þingið nema litla stund og hélt
þar eina ræ'ðu í hálftín.a, um að
samstarf við íhaldið væri óhjá-
kvæmilegt vegna kreppumálanna.
Stjórnarskráin ætti að bíða. Jafn-
framt bar hann við önnum í Bún-
aðarbankanum og á búnaðarþingi
að hann gæti ekki verið meira
með. Fundarmönnum brá ein-
kenilega við þetta. Þeir voru van-
ir allt öðru af þessum manni.
Fyrir jafnálitlegan fundarmann
átti sljk samkoma að vera fagn-
aðarefni. Samflokksmönnum
fanst Tr. Þ. vera orðinn mikið
breyttur. Næstu undarlegu frétt-
ina hafa þeir fengið fyrir fáum
dögum um að hann væri genginn
úr flokknum, og að hann ætlaði
að fara að keppa við þann flokk,
sem gefið hafði honum svo
óvenjulegt tækifæri til að neyta
beztu krafta sinna. Frá fleiri
mönnum gætti mótstöðu, og má
segja, að öllum, sem nú hafa
stofnað' „bændaflokkinn“ hafi
ekki verið ver gert en það, er
um 200 af áhugamönnum flokks-
ins úr öllum héruðum komu hér
saman til alvarlegra ráðagerða.
Það mun jafnan verða athugun-
arefni hversvegna tilvonandi leið-
togar í „bændaflokki“ vildu ekki
fá bændur landsins til viðtals. Að
svo komnu er ekki hægt að gefa
nema eina skýringu. Bændurnir
utan af landinu komu úr hinni
hörðu lífsbaráttu, og í baráttu-
hug við máttarstoðir íhaldsins,
og vildu knýja allan flokkinn úr
san^starfi við íhaldið. En það
þótti vinum samsteypunnar ekki
fýsilegt.
IX.
Búnaðarbankinn
og kreppulánasjóðurinn.
Ein af ástæðum Tr. Þ. fyrir
því, að hann ekki vildi flokks-
þing var annríki hans m. a. við
Búnaðarbankann. Og með því að
forstaða hans fyrir þeim banka
kemur lítið eitt við sögu flokks-
ins vil ég skýra frá upptökum
þess' máls.
Tr. Þ. hefir verið borið á brýn
tvennskonar eigingirni í sambandi
við Búnaðarbankann: Að hann
hafi stofnað forstjórastöðuna
handa sér og að hann hafi af
sömu ástæðum ákveðið laun aðal-
bankastjóra svo há, sem þau eru,
ca. 19 þús. kr. En hvorttveggja
er algerlega rangt.
Þegar Tr. Þ. beitti sér fyrir
stofnun bankans var það fyrir
honum almennt landsmál, eins og
stofnun Byggingar- og landnáms-
sjóðs var fyrir mér. Hann valdi
Pál Eggert í bankann af því hann
hugði hann bezt fallinn til að
stýra bankanum. Og Páll hafði
fulla og skilyrðislausa veitingu.
Launahæðin var ákveðin í sam-
ræmi við hin heimskulegu fyrir-
mæli um laun í öðrum bönkum.
Eitthvað 10 dögum fyrir þing-
rofið 1931 hitt ég Pál Eggert á
götu. Sagði hann mér að sér
leiddist í bankanum, og að hann
myndi segja af sér þá um vorið
eða sumarið. Rétt á eftir kemur
vantraust á stjórnina frá social-
istum og íhaldi. Mátti þá senni-
legt heita, að andstöðuflokkar
samvinnubænda myndu ráða ríkj-
um um stund, og veita stöð-
una einhverjum andstæðingi
bænda þá um sumarið. Datt mér
þá í hug að bezt væri að fá Tr.
Þ. útnefndan í aðalbankastjói-a-
stöðuna, ef hann vildi. Fór ég þá
til Páls Eggerts og spurði hvort
hann vildi segja af sér þegar í
stað, ef Tr. Þ. vildi taka starfið,
er hann hætti ráðherrastörfum.
Tók Páll þessu vel, en Tr. Þ. var
tregur í fyrstu. Lét hann þó til
leiöast. Gegndi Einar Árnason
þá embætti atvinnumálaráðherra
að Tr. Þ. fjarverandi. — Við
Einar héldum ráðherrafund einir,
tókum við lausnarbeiðni Páls
og veittum Tr. Þ. embættið,
er hann léti af ráðherrastörfum.
Skipunarbréfið var geymt í
stjórnarráðinu, þar til á þurfti að
halda. Það var ári síðar, 1932.
Mér hefir þótt rétt að segja
frá þessu atviki hér, þegar Tr.
Þ. er genginn úr flokknum til að
sýna, að frá hálfu samherja hans
hefir hagur hans og sæmd verið
borin mjög fyrir brjósti. Því sár-
ara tekur gömlum samherjum að
sjá hann taka þann kost að ganga
1 náið bandalag við þá menn í
landinu, sem hafa mest hindr-
að störf og vöxt flokksins um
undanfarin ár, og gera sig líkleg-
an til að fylgja þeirri sveit út
í baráttu við þann flokk, sem
hefir veitt honum mikið traust
og mikla sæmd.
Tíminn beitti sér sumarið 1932
mjög fyrir kröfum um það, að
ríkið gerði ráðstafanir til að
hjálpa bændum í kreppunni. Um
haustið skipaði stjórnin þrjá
menn í nefnd til að athuga málið.
Voru það þeir Tr. Þ., Sig. Krist-
insson og P. Ottesen. Litlu síðar
kvaddi Sig. Kristinsson stjórn
Sambandsins á fund og ræddi hún
meðal annars kreppumálin frá
sjónarmiði bænda. Kom síðan frá
leiðtogum Sambandsins sú hug-
mynd, að sjóðurinn-yrði 8 millj-
ónir og skyldu 6 millj. vera í rík-
isskuldabréfum. Nokkru síðar
kom flokksþing Framsóknar-
manna saman. Ræddi það kreppu-
málin og komst að þeirri
niðurstöðu, að ekki myndi veita
af 12 miljónum. Varð þessi mála-
tilbúningur leiðtoga Sambandsins
og flokksþings í öllum aðalatrið-
um grundvöllur fyrir aðgerðum
Alþingis.
Klofningur varð í þriggja
manna nefndinni um stjórn
Ivreppulánasjóðs. Vildi Sig. Krist-
insson að Búnaðarbankinn, Lands-
bankinn og Sambandið hefðu
einn mann hvert og tveir menn
væru að auki. En Pétur Ottesen
vildi hafa 3 manna stjórn og
útiloka bæði Sambandið og Lands-
bankann.
Þorsteinn Briem tók nú við
málinu og fetaði í fótspor Otte-
sens. Tillagan um að Samb. hefði
mann í stjórninni var fyrst bor-
in fram af Sig. Kristinssyni, síð-
an áréttuð af stjórn Sambands-
ins, af flokksþinginu, af miðstjórn
flokksins og að síðustu af meiri-
hluta þingm. flokksins. En það
kom fyrir ekki. Þorsteinn Briem
lagði til að forstjóri Búnaðar
bankans væri sjálfkjörinn, og að
landbúnaðarnefndir Alþingis veldu
tvo með hlutfallskosningum. í
báðum deildum var reynt að
breyta þessu og fá Sambandið
og Landsbankann inn í stjóm
Kreppulánasjóðs, en í báðum
deildum var það fellt. Gengu þeir
Framsóknarmenn, sem nú mynda
„bændaflokkinn“ þar í fylgilag
við íhaldsflokkinn og var það
meirihluti.
Þeir sem stóðu að þessari lítils-
virðingu á forgöngumönnum
samvinnumála, sögðu, að auðvitað
fengi Sambandið sinn mann.
Hann yrði kosinn af landbúnaðar-
nef'ndunum ax Framsóknarmönn-
um. Var þá skorað á einn hinn
merkasta bónda landsins, for-
mann Sambandsins, Ingólf Bjarn-
arson, að taka sæti í þessari
nefnd. Var það samróma áskorun
miðstjórnar flokksins og meirahl.
þingfl. En það kom fyrir ekki.
Jón í Stóradal var í landbúnaðar-
nefnd e. d. og Pétur Magnússon
í líka. Þeim kom saman um að eng-
: ir væru þeim færari í þennan
vanda. Kusu þeir sig sjálfa inn
í nefndina, eða þá hvor annan til
skiptis. Vitnaðist síðar, að íhald-
; ið hefði heimtað, að ekki yrði
maður frá Sambandinu í stjórn
Kreppulánasjóðs, og að ráðherr-
ann Þorst. Briem hefði í kyrþey
beitt sér fyrir, að þessi yrði skip-
un mála þessara. Kom hér fram
ný hlið á starfsemi þeirra manna
í flokknum, sem nú segja, að
þeir einir séu á réttri braut, og
hafi bezt vit á þörfum sveita-
manna. En til að koma fram vilja
sínum, hefir þurft launbandalag
j við íhaldið móti þeim félagsskap
bænda, sem mun hafa um 8000
j félagsmenn. Er enn eftir að sjá,
hver gifta bændum landsins
stendur af sjálfkosningu eða
hrossakaupum Jóns í Stóradal og
| Péturs Magnússonar. En eitt er
nú þegar hægt að segja, að það
skaðar kreppulánaframkvæmdirn-
ar ekki lítið, að hafa byggt skipu-
lagið upp í fullkominni andstöðu
við Þjóðbankann, sem fram að
þessu hefir verið meginbjörg alls
atvinnulífs í landinu og líka rík-
issjóðs. En af þessari framgöngu
Jóns í Stóradal og Þorsteins
Briem mega bændur nokkuð
marka, bæði hve nærri þeir stýra
íhaldinu, hve glöggt þeir at-
huga eigin hagsmuni í sam-
j bandi við almenn úrræði, og hve
langt var frá að þeir vildu vinna
j einlæglega með tveim stærstu fé-
! lögum íslenzkra bænda, Samband-
inu og Framsóknarflokknum,
X.
Kjördæmamál og stjórnarskrá.
; Áður er frá því sagt, hversu
j dutlungar Jóns Jónssonar og
j Hannesar Jónssonar urðu þess
! valdandi, að ekki tókst að binda
! um stund enda á kjördæmamálið
j með hóflegum samningum við Al-
j þýðufl. 1931. Þegar sú leið var
lokuð gerðu bæjarflokkarnir sam-
band innbyrðis um að brjóta nið-
ur byggðavaldið. Tr. Þ. lagði út
í hart „áhlaup" með þingrofinu.
Það var djarft og karlmannlegt
bragð, og var öruggt að Ifeiða til
sigurs fyrir byggðavaldið, ef
haldið var áfram sömu braut. En
á eftir svo harðri framsókn var
allt hik og einkum undanhald
hættulegt.
Bændur landsins brugðust vel
við þingrofinu, og sendu Fram-
sóknarflokkinn með meirihluta
inn í þingið, þó að jafntefli væri
við andstæðingana í e. d. Þegar
þingið kom saman í sláttarbyrj-
un 1931 kom í ljós veiklun fyrir
íhaldinu í flokknum. Vildi nálega
þriðjungur flokksins, að enginn
væri settur í landstjórn fyrir
flokkinn, sem héldi fast á máli
Framsóknarmánna móti liði Mbl.
og Vísis. Studdu bæði þessi blöð
þá um sumarið málstað þeirra,
sem vildu sambræðslu við íhald-
ið. Voru sumir af hinum nýju
„bændaleiðtogum" fremstir í
þessari sókn. Stóð í þessu stappi
lengi sumars. Kom þar loks, að
tveir af eldri ráðherrum flokks-
ins héldu áfram, en við fjármál-
unum tók Ásgeia Ásgeirsson.
Iiafði það mikla þýðingu, þar
sem sókn andstæðinganna í kjör-
dæmamálinu hlaut að verða í
fjármálunum, en það var kunn-
ugt, að Á. Á. var frá byrjun van-
tróaður á þá hörðu sókn í kjör-
dæmamálinu, sem Framsóknar-
bændur vildu halda fram. Á sum-
arþinginu var kosin 5 manna
nefnd í kjördæmamál'ð. Tr. Þ.
var annar af fulltrúum Fram-
sóknarmanna og þótti það sjálf-
sagt, sökurn forgöngu hans um
þingrofið. Klofnaði nefndin fljót-
lega, og byrjuðu Framsóknar-*
mennirnir að skrifa sjálfir varn-
ir og fróðleik um málið. Auk þess
unnu fræðimenn að því að safna
erlendum fróðleik, og var allmik-
ið af þessum göngum prentað, en
ekki gefið út. Síðan kom þingið
sarnan og var málið tekið fyrir.
Buðu Framsóknarmenn að fjölga
þingmönnum um þrjá, en það
þótti andófsflokknum of lítið.
Mundu þeir þó hafa fellt sig við
það, heldur en fá þingrof út af
felldum fjárlögum. Varð um mál-
ið skotgrafahernaður og stóð svo
fram á vor. Þá bilaði heilsa Tr.
Þ. Sendi hann þá flokknum orð,
að hann vildi segja af sér. Var
það samþykkt, en urn leið að
benda konungi á Jón Þorláksson,
sem stóð fyrir skattaverkfallinu.
Myndi sú tilraun hans hafa
strandað. Tr. Þ. beygði sig ekki
fyrir miklum meirihluta flokks-
ins, sem vildi unna J. Þ. að reyna
stjómarmyndun. Kom þar enn
fram mótstaða hans gegn skipu-
lagi. I stað þess ráðlagði hann
flokknum að gera Ásgeir Ásgeirs-
son að forsætisráðherra og sætta
sig við bræðing við íhaldið. Þetta
varð, því að langt var komið fram
á sumar og erfitt þótti um upp-
lausn þings svo seint á vori. Kjör-
dæmamálinu var þá svo komið,
einu ári eftir þingrofið, að orðinn
var forsætisráðherra Framsókn-
armanná eini maðurinn í flokkn-
um, sem taldi kröfu andstæðing-
anna vera réttlætismál, og hafði
aldrei farið leynt með þessa skoð-
un sína. Var síst að ásaka hann
fyrir að fylgja því fram, er hann
huggði rétt. En hitt leiddi af
skipulagsleysi þingflokksins, og
einangrun hans frá kjósendum, að
svo undarlegar urðu framkvæmd-
ir 1 því máli, sem kjósendur höfðu
sérstaklega falið þingflokknum.
XI.
Kjördæmamálið tapast.
Bræðingsstjómin tók nú kjör-
dæmamálið í sínar hendur. Mbl.
lýsti yfir því fyrir sinn flokk,
að M. Guðm. væri í stjórninni
„pantur“ fyrir lausn málsins. Á.
á. lýsti yfir að hann myndi gera
| samkomulagstilraun í málinu fyr-
; ir eigin reikning. Málið var ekki
borið undir þingflokk Framsókn-
armanna og ekki leitað til mið-
; stjórnar. En brautin var orðin
I hál, þegar forsætisráðherra flokks
ins, sem hafði frá upphafi sér-
stöðu í málinu, átti að leysa það
á eigin ábyrgð, með íhaldinu, en
þó bar flokkur, sem ekki vildi
slíka lausn málanna, ábyrgð á
ráðherra sínum, þeim, sem. frv.
átti að flytja.
Með bi'æðingnum sáu flestir að
þrotin var vörn byggðastefnunn-
ar í kjördæmamálinu. Milliþinga-
nefndin mun hafa litið svo á, að
stjórnin væri búin að taka málið
í sínar hendur. Bergur Jónsson
skrifaði fræðilega um málið í
Tímann og var það hið eina sem
flokksmenn fengu sér til stuðn-
ings úr þeim rannsóknum. í þing-
byrjun 1933 spurði ég á flokks-
fundi Tr. Þ. hvort ekki væri til-
tækilegt að senda flokksmönnum
þær varnir, í málinu, sem til
væru prentaðar. Honum þótti ekki
liggja á, kvað mikið vatn myndi
renna til sjávar áður en lokið
yrði kjördæmamálinu. Nú myndi
öllum kröftum verða beitt í
kreppubaráttunni.
Ásgeir Ásgeirsson flutti frv.
sitt og var tala þingmaima aukin