Tíminn - 18.12.1933, Qupperneq 3

Tíminn - 18.12.1933, Qupperneq 3
TÍMINN 203 upp í 50. Uppbótaraætum bætt við kaupstaðina, þannig að vald sveitanna var útþynnt, svo að í- haldið sætti sig vel við. Frv. tákn- aði í þessum efnum nánast sér- skoðun ráðherrans. En með því að beita honum fyrir í málinu, var sérskoðun hans óbeinlínis bind- andi fyrir flokkinn, eins og síðar kom fram. Bar allt að sama brunni um málalok. Liflu síðar kemur flokksþing saman og tekur m. a. kjördæma- málið fyrir. Vildu fundarmenn standa á grundvellinum frá þing- inu 1932 og fjölga þm. um þrjá, eða mest fjóra, til að mæta for- sætisráðherra og frv. hans. Aft- ur á móti fordæmdi flokksþingið algerlega þá tillögu, að hafa þm. Reykjavíkur aðeins 6, úr því ann- ars var talað um verulega fjölg- un. Hafði Jón Jónsson og nánasta fylgilið hans ráðið því, til að reyna að hindra að flokkurinn ynni eitt sæti í Reykjavík, til stuðnings sveitunum, sem nú átti að bera ofurliði. I ræðu sinni á flokksþinginu deildi Tr. Þ. hart á fundinn fyr- ir að hafa leiðst til að mæta stjórn þeirri, er hann hefði átt svo mikinn þátt í að skapa, með því að álíta hugsanlegt að hækk- unin yrði 4 en ekki 3 menn. Taldi hann þetta skaðlegt undanhald. Nú^.líður fram að þinglokum. Kreppumálið var komið til ed., þar sem íhaldið hafði stöðvunar- vald og stjórnarskrá Á. Á. var í nefnd óhreyfð. Þótti líklegt að málið ætti að bíða. Kreppumálin yrðu látin sitja fyrir því að brjóta bygðavaldið. En skyndilega er kaílaður saman þingfl. Framsókn- armanna. Segir stjórnin að ekki muni auðið að leysa kreppumálið nema semja um leið við íhaldið um kjördæmamálið. Var sam- þykkt að gefa Tr. Þ. óskorað vald til að semja við Ólaf Thors um. framgang beggja málanna, en einkum um kjördæmamálið. Skyldi flokkurinn bundinn við gerðir um- boðsmanns í þessu. Ég taldi þessi vinnubrögð óskynsamleg og lítt viðunandi fyrir flokkinn. Að kjósa mann til samninga gæti verið eðlilegt, en síðan yrði að samþykkja eða fella niðurstöðu hans á fundi. Stjórnin vildi hafa hina leiðina og hafði sitt mál fram. Lýsti ég þá yfir að ég gæti ekki komið á flokksfundi, fyr en þessi málsmeðferð væri afstaðin. Tr. Þ. og Ólafur Thors voru fljótir að semja, sennilega ekki meira en 1—2 klukkustundir. Auk þess bar Ólafur ráð sín sam- an við Héðinn til að efna við hann orð og eiða frá bandalaginu eftir þingrofið 1931. Tr. Þ. samdi þannig um kjör- dæmamálið, að íhaldið sló af ein- um þm. frá frv. stjórnarinnar. Talan 49 kom í stað 50. Tr. Þ. var of mildur í skiftum við íhaldið eftir að hann fór að hafa við það sanmeyti og breyta kjörorði sínu frá 1926. Hann átti von á að íhaldið mundi sýna þann drengskap, að lofa kreppunni að líða án þess að sveitimar væru rændar pólitísku valdi. Það brást. íhaldið heimtaði byggðavaldið fyr- ir aðstoð við vafasama neyðar- hjálp. Og Tr. Þ., sem hafði átal- ið flokksþingið fyrir að gefa und- ir fótinn um að samþykkja einn nýjan þm. frá því sem til var skilið 1932, samdi nú sjálfur um að talan yrði 49. Auk þess gerði Tr. Þ. ráð fyrir að íhaldið yrði ekki svo ódrengilegt að heimta sumarþing og haustkosningar, til að geta gengið sem bezt frá leif- um byggðavaldsins í stórhríð á kjördegi. En íhaldið mundi eftir sínum möguleika, og ef Vilm. Jónsson hefði ekki sigrað Jón Auðunn, með stuðningi nokkurra athugulla Framsóknarmanna í kjördæminu, myndi íhaldið hafa rutt Framsóknarráðherrunum úr vegi um mitt sumar og efnt til kosninga á vetrardag. Kjördæmamálið var réttilega og vel tekið upp með þingrofinu. En síðan var stöðugt undanhald og loks endað með illa gerðri stjórnarskrá og enn bágbornari kosningalögum. Ástæðan til þess að svo fór lá í því, að sá hluti Franmsóknarfl., sem nú gefur sér nafnið „bændaflokkur“, fór að bræða og semja við andstæðinga sína, í stað þess að.standa á mál- stað flokksins með festu og þrótti. XII. „Málefni sveitanna“. — Málalok. Tr. Þ. segist líta svo á, að Framsóknarflokkurinn sé hættur að vera á verði um málstað sveit- anna. Sjálfur hyggur hann Jón Jónsson og félaga hans vera á réttri leið. Þessi staðhæíing er að því leyti undarleg, að allir þingbænd- ur flokksins, sem lifa af búskap, en ekki aukatekjum af opinberu fé, halda áfram að vera í flokkn- um. Aftur eru í „bændaflokknum“ bæjamenn og launamenn. Enn- fremur er vitað, að í flokksráð- unum og flokkfélögunum út um land, hefir stefna Jóns Jónssonar og Iiannesar Jónssonar ekki haft sýnilegt fylgi, heldur mætt vax- andi mótþróa. I Strandasýslu er vitað að mörgum helstu góðvin- um Tr. Þ. hefir þótt hið mesta mein að nábýli hans við íhaldið, og einkis óskað fremur honum til handa en að hann færi að berjast við íhaldið, eins og fyr á árum. Ein af meginástæðunum til þess, að þingflokkurinn lagði svo mikla áherzlu á að rjúfa sambræðslustjórnina var það, að úr nálega öllum kjördæmum kom skilyrðislaus ásökun samherjanna um að sambræðslan setti blett á mannorð og heiður flokksins. Samherjarnir vildu ekki lifa upp aftur erfiðleika Brynleifs Tobías- sonar og Steingríms Steinþórsson- ar frá íramboðsfundunum 1933. Jafnan er þeir deildu á íhaldið fyrir axarsköft þess og ranglæti, skaut M. G. sér bak við það, að hann væri studdur af flokki þeirra, og ábyrgðin af verkum hans félli á Framsóknarmenn. Ég held að við nánari athugun verði syndir okkar Framsóknar- rnanna í landbúnaðarmálum exki jafn þungvægar eins og Tr. Þ. vill vera láta. Ég vil líta á síð- ustu afskifti þings og flokks af þessum málum. Tillagan um að skapa markað fyrir smjör í land- inu með því að skylda smjörlíkis- gerðirnar til þess að blanda vör- una með innlendu smjöri, er kom- in frá einum af framkvæmdar- stjórum Sambandsins og fyrst hreyft í Tímanum. Sagan um það hvaðan kröfur og úrræði um kreppulánasjóð kom, er áður sögð. Frv. mitt'um að fella niður út- flutningsgjald af landbúnaðaraf- urðum var eins og áður er sagt eyðilagt af íhaldinu og leiðtog- um hins nýja flokks. Fi-v. okkar Páls Zophoniassonar um erfðaábúð á kirkju- og þjóðjörðum hefir í fyrravetur og nú í haust verið svæft umræðulaust í landbúnað- amefnd ed., þar sem Jón Jónsson og íhaldsmennirnir Pétur Magn- ússon og Kári á Hallbjarnarstöð- um hafa myndað meirahluta, en tæplega hefir svo aumt frv. ver- ið borið fram um síld eða bræðslu að það hafi ekki flogið gegn um þingið. Nú í vetur sagði formað- ur landbúnaðarnefndar ed., Páll Hermannsson, út af fyrirspurn minni um örlög erfðafestumáls- að nefndin hefði sent frv. Bún- aðarfélaginu og atvinnumálaráðu- neytinu til umsagnar, en hvorug stofnunin svarað. Hér var þó um að ræða að tryggja ábúðarétt og beimilisfestu mörghundruð bænda og bændabarna. Hér var um að ræða eitt hið stærsta nauðsynja og framfaramál íslenzkra bænda. Getur það verið, að það sé meiri trúnaður við bændur af þeim Jóni Jónssyni og Þorst. Briem að svæfa þetta frv. með íhaldinu, heldur en af mér að bera það f ram ? Ég kem að máli málanna, skipu- lagi á sölu innlendra afurða inn- anlands, stærsta dægurmáli bænd- anna. Hreyfingin á það mál er komin frá hinum illa umtöluðu ,,bæjarradikölum“ í Rvík. Það mál var höfuðmál flokks.'ns í vetur við. sanmingaumleitanir um stjórn annyndun. Tr. Þ. hefir sjálfur játað, að íhaldsmenn eru þar fullkomnir andstæðingar bænd- anna. íhaldið hefir alla óþörfu milliliðina á sínu skipi. Eina von- in fyrir bændur til að leysa þetta mál, eins og' hagsmunir þeirra ki-efjast, er að hafa öflugan ílokk, sem berst fyrir málinu með fylgi í sveitum og bæjum, og auk þess eins og Tr. Þ. játar, brautargengi og samúð verka- manna. Vafalaust hlýtur Tr. Þ. að sjá aö hann hefir í þessu máli gert það sem sízt mátti vegna hags- muna bænda. Hann hefir gert til- raun til að kljúfa flokkinn, gert sitt til að veikja hann, en um leið styrkja þann flokk, sem hann hefir manna oftast séð vinna móti hagsmunum bænda. Auk þess hefir hann gert að sínu máli mál þeirra fáu manna í flokkn- um, sem vildu vinna með milli- liðunum en á móti verkamönn- um, sem þó verða að hjálpa til með löggjöf, ef skipulagning á innanlandssölu á að geta átt sér stað. Mér er ómögulegt að hugsa mér, að Tr. Þ. haldi lengi út á þeirri hálu braut, að starfrækja bændaflokk með embættismönn- um, en án bænda, að skrifa á- deilugreinar á gamla samherja, þannig, að Mbl. geti prentað þær upp með feitu letri, til að gleðja lesendahóp sinn. Mér finnst að Tr. Þ. hljóti að sjá mjög fljótt, að það er vonlaus barátta að ætla að reka nýtilega bændapóli- tík, með hina nýtilegu bændur á móti sér. Ef Tr. Þ. lítur yfir farinn veg mun hann finna, að hann naut bezt krafta sinna, er hann var í nánu samstarfi við leiðtoga sam- vinnufélaganna og í sambandi við ungu kynslóðina í sveitum og bæjum, við stórhuga og frjáls- lynda umbótamenn. Jafnframt hlýtur hann að sjá að síðan hann fór að semja við íhaldið hefir gengi hans og gengi flokks- ins minnkað. Hann sér Jón Þor- láksson lýsa yfir í Mbl., hvað eftir annað, síðan vorið 1932, að íhaldsmenn vilji „nota“ núverandi félaga hans meðan þeir þurfa, en síðan að kasta þeim. Merkin sá- ust glögglega síðastliðið sumar, að þetta ætlaði íhaldið að gera, formálalaust, ef það hefði náð einu þingsæti í viðbót. Öll skifti við íhaldið hafa orð- ið Framsóknarmönnum til erfið- leika, síðan sambræðslan byrjaði. Fyrir kjördæmamálið er lítið að þakka. Heldur ekki fyrir neyðar- kaupin um Kreppulánasjóð. En minnst af öllu er þakkarvert rétt- arfar Magnúsar Guðmundssonar. Stefna og þróun Framsólmar- manna krefst andstöðu við brask, millimensku, fjárbrall, ágengni við smælingjana, letilíf og iðju- leysi á kostnað atorkumann- anna, en þetta eru einkenni í- haldsins. En hinir nýju samherjar Tr. Þ. vilja vinna með íhaldinu, og hafa gert það meira og minna um und- anfarin ár, og af því einu staf- ar frávik þeirra úr flokknum. Ef slíkir menn eiga eitthvert þing- líf fyrir höndum, geta þeir, eftir fyrri framkomu sinni, ekki ann- að en verið „varalið íhaldsins“ eins og tveir af þeim voru í vet- ur. Þeir hafa yfirgefið stefnu sinna fyrri samherja, áhugamál fyrri ára og eru að leitast við að komast í sálufélag með Ottesen, Jóni á Reynistað, Magnúsi Guð- mundssyni, Eiríki á Hæli o. s. frv. I stuttu máli, þeir eru að leitast við að fá að vera í bræðra- lagi við þröngsýnustu íhaldsöflin í landinu. Strandamenn tóku Tr. Þ. eins og hann átti skilið, er hann kom fyrrum til þeirra ungur, áhuga- mikill og fullur af trú á æskuna og framtíð landsins. Enn geta þeir gert sýslu sinni og stétt mik- inn greiða og sæmd, ef þeir segja við Tr. Þ. er hann finnur þá næsta vor: Við viljum að þú slít- ir félagsskap og samvinnu við í- haldsmenn og allt þeirra varalið, og hættir að láta Mbl. gleðjast yfir orðum þínum eða verkum. Þú átt að vera aftur ungur, framgjarn og brekkusækinn. Þú átt aftur að vinna með sam- vinnumönnum, og með umbóta- mönnum og æsku héraðsins. Gamlir samherjar Tr. Þ. æskja einkis fremur en að þetta yrði, og að hann geti aftur tekið til starfa með frjálshuga mönnum. Þá væri undangengin fjarvist hans eins og skammvinn álög eða illur draumur. Reykjavík, 15. des. 1933. J. J. Hálmstráið í v ikubl. Framsókn, sem út kom í dag, er grein með fyrir- sögninni: „Rödd úr sveitinni“. Sagt er að greinin sé eftir Jón í Stóradal, en um sönnun fyrir því veit ég ekki. í greininni er bóndasonurinn látinn tala. Hann er látinn hampa því eina hálmstrái, sem hinir brottgengnu menn úr Framsókn- arflokknum telja sig geta hamp- að framan í bændur landsins. Hér er átt við það skilyrði jafn- aðarmanna fyrir stjórnarmyndun með Framsóknarmönnum, að kaupgjald í opinberri vinnu skyldi samræma um land allt. Þeir menn, sem hampa þessu hálm- strái mega eiga það víst, að það verður einmit t af bændasonum tekið og skoðað, og þá sézt, að það er eins og önnur hálmstrá. Það vantar í það græna litinn og hin lífrænu efni. Ég hefi um nokkur ár unnið í opinberri vinnu, vega- og síma- vinnu, jafnframt því að vinna við bú föður míns. Ég hefi borið á herðum skóflu og járnkarl um mestan hluta Barðastrandarsýslu, norður og vestur ísafjarðarsýslu og Austur- og Vestur-Húnavatns- sýslu. Ég hefi sem og margir fleiri bændasynir, gert þetta til stuðnings búskap föður míns og til þess að skapa mér möguleika til aukinnar almennrar fræðslu, það er skólamenntunar. Eingöngu fyrir það, að ég var bóndasonur, varð ég að sætta mig við mun lægra kaup en þeir „kaupstaðar- menn“, sem -með mér unnu, venjulega þriðjungi lægra, stund- um meira. Símavinnukaupið var alstaðar mun hærra en vegavinnukaup, þótt unnið væri á sömu slóðum, enda sjaldan bændur eða Rænda- synir í þeirri vinnu. Vegavinnu- kaupið var ætlað þeim, enda vegavinnan hin eina opinbera vinna, sem bændastéttin almennt Hestar hafa tapast úr Reykja- vík. Sótrauður með síðutaki og ljósrauður, blesóttur. — Sími 2062. getur notað sér. Ég minnist þess að við bændasynirnir margir fórum í kringum reglurnar. Við fluttum yfir ein eða tvenn sýslu- takmörk eða alla leið í nágrenni Keykjavíkur, til þess að vinna iána sömu vegavinnu og var ver- ið að vinna heima, þar fengum við hærra kaup. Ætli við höfum ekki fundið eitthvað í fyrirkomu- laginu, sem ekki var fyrir okkur eða feður okkar? Þetta mál hefir tvær hliðar. önnur snýr að ríkissjóðnum en hin að einstaklingnum sem vinn- ur hina opinberu vinnu. Það er bezt að athuga þær hliðar. Um þá ldiðina, sem að ríkissjóðnum snýr, vil ég segja þetta: það hef- ir verið reiknað út hvað nefnd samræming á launum í opinberri vinnu um land allt myndi kosta ríkissjóðinn. Það myndi kosta hann svipaða upphæð næsta ár og lóðarpartur og timburskúr sá hér í Reykjavík, sem í það minnsta sumir hinna brottgengnu manna vildu láta ríkið kaupa nú á hinu nýafstaðna Alþingi. Þeim til málsbóta má þó þeta þess, að andvirði skúrsins (,,Guttó“) átti að ganga til þjóðhollra starfs- manna (templara) — en það fer þessi upphæð einnig, þótt bænda- stéttin njóti hennar við hina opinberu vinnu. Um hina hlið- ina, sem snýr að vinnendum hinn- ar opinberu vinnu, vil ég segja þetta: Það er ekki hægt að skipta bændastéttinni í tvennt, bænduv og verkamenn, Bænda- stéttin er bændurnir sjálfir, syn- ir þeirra og konur þeirra og dæt- ur. Sé um kaupamenn eða vinnu- hjú að ræða, þá eru það aðeins bændasynir og bændadætur, sem vinna hjá öðrum en foreldrum sínum. Það er bændastéttin í heild, sem hefir hag af því að kaupgjald í opinbem vinnu sé samræmt um land allt. Sé um undantekningar frá því að ræða, þá er það helzt í nágrenni kaup- túna og bæja, en þar eru bændur meira eða minna háðir kauptaxta verkamanna hvort sem er, og þar er opinber vinna greidd samkv. taxta þeirra. — Nei, hér er um mál að ræða, sem er mál Fram- sóknarmanna. Þeir eiga að sam- ræma kaupgjaldið í hinni opin- beru vinnu bændunum til hags- bóta. Og það er auðvelt með því að láta innanhéraðsmenn ganga fyrir að fá vinnu og með því að láta bændurna sjálfa hafa nauð- synlega íhlutun um hvenær vinn- an er unnin og hvernig henni er útíilutað. Það er blekking, að slíkt fyrirkomulag þurfi að hækka framleiðslukostnað bænda. * Ég hefi heyrt bónda tala um að kaup í vegavinnu væri of hátt, heldur þvert á móti, þeir tala mai’gir um ósamræmið. — Ég er bóndason, faðir minn er bóndi enn, og með- al bænda þekki ég flesta. Mér finnst ég geta hygsað með þeim og skilið þá rétt. Ég held að þeir þekki næringargildi hálmstrás. Ég bið ykkur, bændur og bændasyn- ir, að taka hálmstráið og skoða það. 15. des. 1933. Stefán Jónsson. óskctr |ímtn« öd'um Ceöettóttm ðútum fjcer og ttcei*

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.