Tíminn - 23.01.1934, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.01.1934, Blaðsíða 3
TIXINN 15 Bæ j arstj órnarkosningarnar og úrslit þeirra. tJrslit bæjarstjórnarkosning- arinnar hér í Reykjavík eru nú að vonum helzta umtalsefnið í bænum. Enda eru þau úrslit mjög- eftirtektarverð. * . — Nýtr flokkar. Síðan bæjarstjórnarkosning- ar fóru fram í janúar 1930, eru tveir flokkar fram komnir og tóku þátt í baráttunni nú. Það eru kommúnistar og naz- istar. En afstaða þeirra þriggja flokka, sem áður hafa tekið þátt í bæjarstjórnarkosn- ingum, er sú, að Alþýðuflokk- urinn hefir unnið á, en Fram- sóknarflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn tapað. E-listlon. Nazistalistinn fékk ekki nema um 400 atkvæði. „Hreyf- ingin“ var svo sem kunnugt er kJofin og fylgdi annar armur- inn íhaldinu gamla. Þessari lágu atkvæðatölu nazista er því, af þeirri ástæðu og öðrum varlega treystandi. Ofbeldis- flokki þessum verður að gefa nánar gætur, og vinna að því að slíkur ófögnuður nái ekki meiri þroska en orðið er og mun þó þegar fullmikill reyn- ast eins og aíðar verður að vikið. Kommúnlstac. Fylgi kommúnista er álíka, miðað við kjósendatölu, og það var við alþingiskosningarnar í sumar, þó ívið meira. Væntan- lega hefir nú útbreiðsla komm- únismans náð hámarki hér í höfuðstaðnum. í Vestmanna- eyjum, Hafnarfirði, Siglufirði og Akureyri hafa kommúnistar tapað t'ylgi síðan í sumar. Á Isafirði hafa þeir hinsvegar bætt við sig nokkru eins og hér. Þar hefir nú svo kynlega farið, að þeir hafa fengið oddamanninn í bæjarstjórn og hafa því aðstöðu til áð ráða úr- slitum allra mála. Þannig hafa þeir nú fengið þá aðstöðu að hægt er að krefja þá ábyrgðar verka sinna, og efast fáir um, að dagar kommúnismans séu þar með taldir á ísafirði. Framsóknarflokkurtnn 1930 og 1931. Framsóknarflokkurinn hefir tapað atkvæðum miðað við bæj arstj ómarkosningamar 1930 og alþingiskosningamar 1931. Síðan hefir flokkurinn ekki fyr en nú tekið þátt í kosningum hér í bænum, þ. e. a. s. hvorki í aukakosningum í fyrrahaust né í alþingiskosningunum í sumar. Það hafði því nú nokk- uð á þriðja ár engin reynsla fengizt um almennt fylgi flokksins í bænum. Hitt var vitað, að starfandi áhugamönn- um í flokknum hefir farið fjölgandi í seinni tíð, en það er sá styrkurinn, sem hverjum stjómmálaflokki er drýgstur til frambúðar. Framsóknarmann beittu rttk- ræðum. Það var almennt viðurkennt af mönnum úr öllum flokkum nú fyrir kosninguna, að mála- tlutningur Framsóknarmanna hefði borið langt af málaflutn- ingi hinna flokkanna, að blað flokksins hefði verið betur rit- að, að það hefði rætt málin af meiri alúð með meiri nákvæmni og rökum en önnur blöð. Það var líka ómótmælanlegt, að Framsóknarmennimir voru einu ræðumennirnir, sem í út- v arpaumræðunum héldu aig við málefnin og reyndu að gera áheyrendum ljóst, hvemig hög- um bæjarins væri háttað og hvaða úrræði væru fyrir hendi. Og það var Framsóknarflokk- urinn, sem gekkst fyrir þvl, nú eins og fyr, að almenningi gæfist kostur á að hlýða á slík- ar rökræður um málin. íhaldið notaðí „gömlu aö- lerðina". Þannig hagar lýðræðisflokk- ur baráttu sinni. Þannig á að haga baráttunni í því landi og í þeim bæ, þar sem dómgreind- in ein og óþvinguð ákvörðun á að hafa úrskurðarvaldið. Á móti kom frá andstæðing- unum persónulegt níð og leynilegur slúðurburður um frambjóðendur Framsóknar- flokksins. Engin tilraun gerð til að rökræða málin. 130 bílar og sjúkravagnar á kjördegi! Kaffi og exporti útbýtt hjá fá- tæku fólki! Launaður atkvæða- smali 1 hverri götu. Á kjörstaðnum birtist hin ömurlega sýn, hin hruma sveit íhaldsins — hundruð og þús- undir af skoðanalausu fólki, sem er „þrýst til að koma“. Þar fá daufir heym og haltir ganga. Þannig hefir íhaldið stjórnað hingað til í þessum bæ. „Einkafyxlrtækl8“. Engan þarf að furða á því, þegar allt er athugað, þó að at- kvæðamagn Framsóknárflokks- ins hafi nokkuð minnkað hér í Rvík. 1 Reykjavík hafa flokks- mennirnir verið nákunnugastir þeirri starfsemi. sem hinir brottviknu úr Framsóknar- flokknum, hafa rekið í flokkn- um á síðasta kjörtímabili. Hér, þar sem þingið er háð, fylgdust menn bezt með því, hvemig samstarfinu við íhaldið var í raun og veru háttað. Þeir, sem hér hafa mest starfað fyrir flokkinn, vissu það og vita enn, að traustið á flokknum út á við þvarr vegna íhaldsáhrif- anna í flokknum. Menn voru að hætta að líta á Framsóknar- flokkinn, sem höfuðandstæðing íhaldsins og vígi hinnar frjáls- lyndu umbótastefnu. Nú hafa verið teknir upp aðrir starfs- hættir. En engan þarf að undra, þótt ekki hafi tekizt að vinna upp þriggja ára niður- lægingu á einum mánuði. — „Einkafyrirtæki" Jóns í Stóra- dal & Co. getur nú notið á- nægjunnar af því að hafa hrundið a. m. k. 1000 Reykvík- ingum — sem annars myndu nú fylgja Framsóknarflokkn- um — inn á aðrar og ógæfu- legri brautir. Efsti maöur viss, lleiri kom- ast ekki að, sögðu andstæð- ingarnlr. Það er verðugur eftirleikur á viðskilnaði þessara manna við Framsóknarflokkinn, að þeir í blaði sínu „Framsókn", sem út kom á kjördaginn, gerðu það sem frekast var hægt til að spilla fyrir því, að listi Fram- sóknarmanna yrði kosinn. Mikil áhrif hefir það líka haft, að af öllum andstöðu- flokkunum var því óspart hald- ið fram, að Framsóknarflokk- urinn gæti ekki komið að nema einum manni, en sá maður væri viss. Það er vitað nú, að ýmsir, sem annars standa næst Framsóknarflokknum, kusu af þessari ástæðu með Alþýðu- flokknum. Þeir óttuðuat, að at- kvæðin yrðu ónýt, og vildu þá frekaií greiða Alþ.fl. atkvæði, ef það mætti verða til að fella íhaldsmeirahlutann. íhaidið tapaðí meirnhlutau um. Höfuðbaráttan í kosningun- um stóð um það, hvort íhaldið ætti að vera í meirahluta á- fram eða hvort það ætti að tapa þessum meirahluta. Og í því sambandi hafa orð- ið eftirtektarverð tíðindi. thaldið er búið að missa nieirahlutann meðal kjósend- aima. I bæjarstjórnarkosningunum 1930 hafði listi Sjálfstæðis- flokksins um 800 atkvæði fram yfir atkvæðatölur hinna listanna samanlagðar. Nú hefir listi Sjálfstæðis- flokksins um 200 atkvæðum minna en aðrir listar fengu samanlagt. Þrátt fyrir hixm gífurlega fjáraustur, sem tvímælalaust nemur mörgum tugum þús- unda, þrátt fyrir 180 bíla, þrátt fyrir öll þau ósæmilegu kosningameðöl, sem bæjarbúar vita vel hver voru — þrátt fyr- ir allt þetta — er hann nú, loksins úr sögunni, meirihluti í- haldsflokksins meðal kjósend- anna — og sá meirihluti kem- ur aldrei aftur. Jarðarmen Jóns kaapmamu porlákssonar. En minnihluti kjósendanna hefir í þetta sinn fengið meirahluta í bæjarstjóminni. Af þessum minnahluta kjós- endanna verður bænum stjóm- að í næstu fjögur ár. Og hvernig er hann svo fenginn þessi hörmunga- meirihluti íhaldsins í bæjar- stjórninni? Hann er fenginn með því, að íhaldsflokkurinn gamli hefir gengið í bandalag við nokk- ura hluta af byltingarflokki nazista og notið fulltingis þess- ara ofbeldissinnuðu manna til að ná meirahlutanum. Þessi auðmýking íhaldsins fyrir ofbeldisstefnunni var yf- irlýst í blöðum nazista og af Jóni Þorlákssyni sjálfum fyrir kosninguna. ByUingarmeanimir ráðal Og einn af hinum nýkjömu bæjarfulltrúum C-listans, Jó- hann ólafsson, er opinberlega yfirlýstur nazisti. Og fyrsti varafulltrúi C-listans, Halldór Hansen, er það líka. Hvað segja nú frambjóð- endur íhaldsins frá síðasta sumri, t. d. þeir Thor Thors og Pétur Ottesen, sem þver- lega neituðu því, að ofbeldis- hreyfingin væri íhaldsflokkn- um á nokkum hátt viðkom- andi! Héðan af mvm almenningur í þessu landi líta íhaldsflokkinn öðrum augum en hann hefir áður gert. Enginn þingræðisflokkur í álfunni hefir fyr leyft sér þá ósvinnu, að gera opinbert kosn- ingabandalag við byltingaflokk, sem feimnislaust játar, að hann vinni að afnámi þing- ræðis og lýðstjórnar. Sambandið við nazistana hefir verið orðað svo, að í- haldið hafi gengið „brún- skjótt“ til kosninganna. Brún- skjótt mun það verða í augum alþjóðar héðan í frá. Baráttan gegn íhaldinu verður héðan í frá annað og meira en hún hef- ir áður verið. Það er baráttan gegn fascismanum á IslandL Barátta fyrir fréUd og mann- réttindum, barátta fyrir hinu þúsund ára gamla Alþingi. I þeirri baráttu er Fram- sóknarflokkurinn sjálfkjörinn til forystu. Sú barátta er hafin strax í dag. Hún mun verða háð í hverju héraði og hverj- um bæ um endilangt ísland. Og þeirri baráttu skal aldrei linna fyn- en síðustu vígi of- beldisstefnunnar eru jöfnuð við jörðu og bókabrennuandinn frá Berlín upprættur úr ís- lenzku hugarfari. MTNDA- og KAMMAYBBZL. Freyjugötu 11. Simt 2MJ6 ISLENZK MÁLVERK. * A víðavantii. A % lirpítj Roykjavík. Sími 1219 (3 llnur) Símnafni: Sláturféhig. Áskurður (á braufl) ávalt fyrirliggjantli: Har«gibjúgu(Spegep.)nr.I, gild Do. — *, — Do. — 2, mjð 3;u: 5a-HangtbJúgu, gUd, Do. n»Jó, Sofli:ar Svina-rullupy laur, Do. Kálfarullu-pylsur, Du. Sauöa-rullupyleur, Do. Mosaikpylsur, Do. Malakoffpylsur, Do. Mortadelpylsur, Do. Skinkupylsur, Do. Hamborgarpylsur, Do. Kjötpylsur, Do. Lifrarpylsur, Do. Lyonpylsur, Do. Cervelatpylaur. Vðrur þesaar eru allar búnar til & elgin vinnustofu, og standaat — að dóml neyt- enda — samanburO við samskonar erlendar. Verflakrár sendar, og pant- anir afgreiddar rnn allt Land. Sjálls er höudín hollust Kaupið iunlenda framleiðslu þegar hún er jöfn erlendri og ekki dýraii. framleiðir: Kristalsápu, grænsápu, stanga- sápu, handsápu, rakaápu, þvottaeini (Itreina hvítt), kerti allskonar, skósvertu, skógulu, leðurfeiti, gólíáburð, vagn- áburð, íægilög og kreólin-bað- lðg. Kaupið HREINS vttrur, þær eru löngu þjóðlnumar og fást 1 flestum verslunuxn lands- ina. Hi. Hreinn fikúlagðtau Baykjavik. „Bændafylkingin“. Halldór á Hvanneyri hefir nýverið skorað á alla bændur að ganga í hinn prýðilega stétt- arflokk embættismanna. Skólastjórinn segist c-iginlega ekki hafa neitt verið í pólitík áð- ur, en þó heldur velviljaður Framsóknar- flokknum. Telur sig eiginlega hafa orðið að vera hlutlaus vegna skólapiltanna, til að koma þeim ekki á vonda vegi. Nú skiptir hann um stefnu, og sker upp herör. Allir bændur eiga að ganga í hinn prýðilega - flokk embættismannanna. Nú í fyrsta sinn rná skólastjórinn hætta að vera hlutlaus, án ]:ess að spilla piltunum. Ávarp Halldórs um að fá alla bændur til að standa í einni fylkingu um félagsmál, er án efa vel meint hjá honum. Þetta hafa leiðtogar samvinnufélaganna reynt áratug- um saman. Þetta hafa þeir, sem lengst hafa unnið í Framsóknarflokknum, reynt á lands- málasviðinu. Báðum hefir orðið mikið ágengt. Félagslyndai-i hlutinn af bænda- stéttinni stendur í þessum hreyfingum og ætlar ekki að hvika. En mikið hefir staðið utáh við, sérgæðingamir, eiginhagsmuna- mennirnir, spekúlantarnir fyi'ir sjálfa sig. Halldór vill vel. En eru líkur til að hon- um og hinum öðrum prýðilegu embættis- mönnum takizt að sameina bændur meir en samvinnufélögin og Framsóknarflokkurinn hafa gert. Fáir þekkja þetta betur en Halldór sjálf- ur. Hann er prýðilega settur á Hvanneyri. Menn telja að kjörin, sem hann hefir frá ríkinu séu svo góð, að hann geti tæplega Lafa haft minna en 20 þús. kr. í gróða af búskapnum sum árin. Auk þess var haxm skólastjóri, og hefir hlotið að finna nauð- synina á því að benda hinum ungu bænda- efnum á að ganga í kaupfélögin, rjómabúin o. s. frv. 1 Borgamesi er gott kaupfélag, mjólkurbú og niðursuða. Þetta er lífs- bjargai’fyrirtæki bændanna í héraðinu. Þar eiga allir að vera með. Og allir þeir beztu eru víst með nema skólastjórinn á Hvann- eyri. Hann selur beint til Reykjavíkur. Hann kaupir af heildsölum í Reykjavík. Vafalaust þykir lærisveinum hans þetta undarlegt. Engnn þeirra hefir jafnglæsilega aðstöðu og llalldór frá ríkinu. Þeir vita að hann vill, að allir bændur standi saman. Fátæku bænd- urnir og sumir þeir vel efnuðu stofna fyrir sig smjöx-bú og kaupfélög. En þó að Hall- dór viti, að hann ætti að styrkja íylkingu bændanna, þá tekur haxm sig út úr. Hann er tvískiptur. í orði og skrifi er hann sam- fylkingannaður. I verki villist hann út úr — til heildsalanna, sérverzlunarleiðina. Ég óttast, að Halldór reki sig á með hið nýja trúboð, að samvinnubændurair segi við hann, að þeir viti þetta allt áður, og þurfi í þeim efnum ekki af honum að læra. Aftur býst ég við, að þegar kemur til þeirra bænda, sem „verzla hx-eint“, þá vilji þeir fá — alveg eins og Halldór sjálfur — að fara sínar eigin götur. Og líklega er ekki hægt að áfella þá heldur, þó að þeir verði tregir við samvinnunámið eins og fyr. Þó að Halldór reki sig þannig á míkla erfiðleika við trúboðið, þá skýrist eðli „frelsishersins“ á því að hann er 7. eða 8. embættismaðurinn, sem bætist í stéttar- flokk fátæku bændanna. Aftur heyrist lít- ið um sjálfa bændurna, nema helzt meðan þeir eru í Rvílt og eiga erindi við embættis- menn þá, sem í flokknum eru. Frá „einkafyrirtækinu“. I blaðinu Framsókn er um þessar mundir iiijög talað um að málefni skuli ráða í stjórnmálaumræðum og að á það hafi skort undanfarið hjá stjórnmálaflokkunum. Mun leitun á jafn auðsærri skinhelgi og fi'am kemur í þessu, þegar efni blaðsins er athug- að. I blaðinu hafa mál bændanna alls ekkert verið rökrædd. Efni þess eru tómar upp- hrópanir og fullyrðingar. T. d. má nefna að E.vsteinn Jónsson skrifaði rökfasta ádeilu á Tr. Þ. og- aðx-a klofningsmenn út af árás- um hans á Framsóknarflokkinn. í þeirri grein var sýnt fram á tvöfelldni Ti'. Þ. í samningunum í vetur, afstaða klofnings- mannanna sýnd í féttu ljósi og rangar frá- sagnir um samningana leiðréttar. í Fram- sókn hafa samningamir og annað það, sem \ ið kemur klofningstilraunum alls ekki ver- ið rökrætt. 1 þess stað ritað Tr. Þ. eða fé- lagar hans í síðasta blað Framsóknar per- sonulegan skæting um Eystein. Málefnin xáða! 1 sama blaði fer Halldór mágur Tr. Þ. á stað. Einn kaflinn í grein hans heitir: Mál- efni — Moldviðri, og er þar kvartað um að lítið s* at' fræðandi og góðum sfreinnm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.