Tíminn - 23.01.1934, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.01.1934, Blaðsíða 2
14 TÍIIIITW íhaldsstjórnin í Reykjayík. Frh. af 1. síðu. að á sama tíma, sem hinir pólitísku trúðar íhaldsins hafa borið níð á Framsóknarstjórn- ina fyrir að auka byrðar ríkis- sjóðs með lántöku íslands- banka, sem þeir sjálfir eyði- lögðu, hefir Reykjavíkuríhald- ið aukið skuldir bæjarsjóðs um 113% vegna venjulegrar eyðslu. að á sama tíma, sem þeir hafa hrópað um eyðslu annara hafa þeir í engu sparað og greitt starfsmönnum bæjarins allt upp í 22 þús. kr. laun. að á sama tíma, sem þeir hafa krafizt skattalækkunar af ríkissjóði hafa þeir hækkað heildarupphæð útsvaranna í Reykjavík um 77% og skatta- byrðar manna þó ennþá meir vegna rýrnandi tekna bæjar- búa. að framleiðslustarfsemin í bænum er að leggjast í rústir vegna dýrtíðarinnar, að fiski- skipin í bænum eru ekki orðin nema 28, þegar þau, miðað við fólksfjölda, ættu að vera um 50 og íhaldið er ófáanlegt til þess að hafa forgöngu til við- réttingar Línuritin, sem hér eru birt, ■ þurfa ekki mikilla skýringa. — Þau tákna: 1. íbúatölu bæjarins, sem stöðugt fer hækkandi, og var 30565 í árslokin 1932. | 2. Fiskiskipaflotann í bæn- ! um árin 1925—32. Árið 1927 : voru í Reykjavík 40 fiskiskip, og í hlutfalli við fólksfjölgun- ina síðan, hefðu þau átt að vera 50 í árslok 1932, en voru 28. 3. Fjárframlög til fátækra- j framfæris og atvinnubóta í i Reykjavík árin 1924—32. Þessi | útgjöld fara hraðvaxandi jafn- | framt því sem framleiðslan minnkar og atvinnuleysið eykst ! og eru nú komin mikið á i aðra miljón eins og línuritð ! sýnir. | 4. Útsvörin, sem lögð hafa j verið á bæjarbúa, árin 1924— • 34. Útsvarsupphæðin verður 77% hærri í ár en hún var 1927. 5. Skuldir bæjarsjóðs Reykja- ; víkur. Þær voru rúml. 3y% milj. ; í árslok 1927 — hafa hækkað j um 113% á fimm árum. 6. Útgjöld bæjarsjóðs 1924— j 32. Þau fara líka hraðvaxandi i og urðu nærri hálf fimmta miljón á árinu 1932. Fátækraframfæri og atvinnubót&vinza 1924- 32 (Jtsvórin í Bvk. 1924-’34. Skuldir bæjarsjóÖs 1924-’32. Utgjöld bæjarsjóds 1924-32 A —— ... • i -U- J;1 ! Nl 1 :.j. rt; •i. ■ j ■ ■ I- —p- i1 r4 • i . Tölurnar,. sem línuritin eru byggð á eru teknar eftir skýrslum Fiskifélagsins, manntalsskýrslunum og bæjarreikn- ingum Reykjavíkur. Þau hafa öll verið birt í Nýja dagblaðinu. f Skýrsla nm póstrekstur á ís- landl er nýkomin út. Er þar fyrst stutt yfirlit yfir póstmálin. Tekjumar vom mestar 1930, en hafa síðan minnkað, sökum fjár- hagslegra örðugleika. Starf póst- málaskrifstofunnar hefir þó auk- izt að töluverðum mun. — Um áramót 1931 voru laun starís- manna póststofunnar í Reykjavík lækkuð um 15%. Póststöðvum hef- ir fjölgað í lok ársins 1931. Eru póststöðvar orðnar 533 á landinu. f lok sama árs er tala póststarfs- manna 860. Póstsendingum milli fslands og útlanda hefir aftur á móti fækkað töluvert. Sömuleiöis hafa verðsendingar til útlanda og frá útlöndum minnkað mikið. Loks er skýrsla um póstrekstur ýmsra landa árið 1931. Bæjarstjórnarkosning á Seyðis- firði fer fram 27. þ. m. — paö er síðasta bæjarstjómarkosningin, sem fram fer ftð þessu sinni. Framsóknarfélag Reykjavfkur heldur fund í kvöld kl. 8% 1 Sambandshúsinu. Umræðuefni: Bæjarstjómarkosningin. Úrslit bæjarstjórnarkosnlnganna í Reykjavík: A-listi (Alþfl.) 4675 atkv., © fulltniar. B-listi (komm.) 1147 atkv., 1 fulltrúi. C-listi (Sjálf- st.fl.) 7043 atkv., 8 fulltrúar, D- listi (Framsfl.) 1015 atkv., 1 full- trúi. E-listi (pjóðemissinnar) 399 atkv., enginn fulltrúi. Strandferðimar. Áætlun fyrir strandferðaskip ríkisins er ný- komin út. Sú nýbreytni hefir ver- ið gerð, að hraðferðir til Aust- fjarða hafa verið teknar upp. Eins og kunnugt er, hafa Austfirðir verið mjög afskiptir af samgöng- um við Reykjavík, en nú verður mikið bætt úr þessu á næsta ári, með hraðferðum sem Skipaútgerð ríkisins tekur upp. Verða 3 hraö- ferðir til Austfjarðanna, snúið við á Seyðisfiröi og Vopnafirði. prjár hraðferðir verða næsta sumar austur um land til Siglufjarðar og til baka. Veröa samgöngur vlð Austíirðí og Norðausturland þá mikið betri en áður. Viðkomur á pórshöfn veröa t d. 27 og á Seyð- isfirði 33. Nýlátlnn er á Landsspítalanum Hildur Haraldsdóttir frá Austur- görðum í Kelduhverfi í Noröur- pingeyjarsýslu, eftir langa van- heilsu. Dánarfregn. Nýlega andaðist á sjúkrahúsinu í Hafnarfirði Ólafur Marteinsson mag. art. Banamein lians var heilablóðfáll. — Nýlát- inn er ennfremur Kristján por- kellsson, áður bóndi og hrepp- stjóri í Álfsnesi. Hann var fyrir sköinmu fluttur hingað til bæjar- ins. Uppreltn f Argentínu, Frá Arg- etntínu koma fregnir um upp- reisnartilraun, er þar hafi verið gerð. Miðstöð uppreisnarmanna virðist hafa verið Rosario, þar sem þeir réðust á skála riddaralög- reglunnar. En árás þeirra var hrundið með skothrið. Uppþotið, wm einnif var gert á Santa F« lauk með ósigri uppþotsmanna. Kngar óeirðir urðu 1 Buenos Ayres, með því að lögreglunni barst vitneskja um, hvað á seiðl væri, og lét taka nokkra for- sprakka uppþotsmanna íasta. — pessi uppreisnartilraun á rætur sínar að rekja til almennrar óá- nægju með hina íhaldssömu stjóm Husto forseta. Krónprinz fæddur i Japan. Jop- önsku keisarahjónin eignuðust son um jólaleyti. Aður voru þau búin að eignast þrjár dætur, og olli það mörgum keisarahollum Jap- ana ekki lítillar áhyggju, ef svo færi, að þau eignuðust ekki son til ríkiserfða. pað varð því mikii gleði í Japan, þegar sú fregu barst út, að drotningin hefði alið son. Og þegar drengurinn var skirður nokkrum dögum seinna, var mikið um dýrðir. FólkiÖ í höfuðborginni þyrptist saman á götunum og síðan var farið í skrúðgöngu til keisarahallarinnar til nð árna þessum tilkomandi kedaara allso. kvilla. rH QfD a Maífundur miðstiórnar Framsóknarflðkksins Aðalfundur miðstjómar Framsóknarfl. hefir verið kall- aður saman af formanni flokks- ins, Sigurði Kristinssjmi, og verður settur í Reykjavík fimmtudaginn 22. marz n. k. Á aðalfundi miðstjórnar eiga sæti og atkvæðisrétt samkv. 11. gr. flokkslaganna 25 aðal- menn, og auk þeirra 10 vara- menn búsettir utan Reykjavík- ur. — Þannig eiga sæti á fundinum alls 35 menn með at- kvæðisrétti. Þeir eru þessir: Aðalsteinn Kristinsson fram- kvæmdastj óri, Bergur Jónsson alþm., Bjarni Bjarnason, skólastj. Laugarvatni, Bjarni Runólfsson bóndi Hólmi, Björn Konráðsson ráðsmað- ur, Vífilsstöðum, Björn Kristjánsson alþm., Einar Árnason, alþm., Eyjólfur Kolbeins bóndi Bygggarði, Eysteinn Jónsson alþm., Gísli Guðmundsson ritstj., Guðbrandur Magnússon for- stjóri, Guðgeir Jóhannsson kennari, Gunnar Þórðarson bóndi, Grænumýrartungu, Halldór Ásgrímsson, kaupfé- lagsstjóri Borgarfirði, Hallur Kristjánsson bóndi Gríshóli, Hannes Jónsson dýralæknir, Hannes Pálsson bóndi Undir- felli, Hermann Jónasson lögreglu- stjóri, Hervald Bjömsson skólastj. Borgamesi, Ingþór Bjömsson bóndi ó- spaksstöðum, Jón Árnason framkv.stj., Jón Fjalldal bóndi Melgras- eyri, Jón Hannesson bóndi Deild- artungu, Jón Ivarsson kaupfélagsstj. Homafirði, Jónas Jónsson alþm., Kristinn Guðlaugsson bóndi Núpi, Markús Torfason bóndi ól- afsdal, Páll Zophoniasson ráðunaut- ur, Sigurður Kristinsson forstj., Sigurþór ólafsson bóndi Kollabæ, Steingrímur Steinþórsson skólastjóri, Séra Sveinbjöm Högnason Breiðabólsstað, Sveinn Jónsson bóndi Egils- stöðum, Vigfús Guðmundsson Borg- amesi, Þórólfur Sigurðsson bóndi Baldursheimi. Aðalfundurinn og verkefni þau, er fyrir liggja, hafá af formanni verið bréflega boðuð í þessum mánuði. En eftir flokkslögunum er skylt að boða aðalfund með a. m. k. mánað- ar fyrirvara. Jttrð til sðlu. Jörðin Höfðahús við Fá- skrúðsfjörð er til sölu og laus til ábúðar á næstu fardögum. Leiga getur komið til mála. Ferkari upplýsingar gefur Stefán Þorsteinsson, Höfða- húsum. Frímerki. Notuð íslenzk frímerki kaup- um við hæsta verði. Umboðsmenn óskast. Frímerkjaverzl., Lækjargötu 2. Sími 2386. Pósthólf 612.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.