Tíminn - 12.02.1934, Page 1
©faíbbagi ?
6la6ðino er 1. jnttí.
jArgangutinu foatar JO ft.
^fcjrei&sía
»8 innþetmta d SangaDeg 1 ©.
©Jtat 2555 — 5>óstí>6l/ 90J
XVIDL árg.
Síldarverksmiðja
ríkisins.
Magnús Guðmundsson hefir |
nú nýlega sett menn í stjóm
síldarverksmiðju ríkisins á
Siglufirði. En verksmiðju-
stjórnin er lögum samkvæmt
skipuð þrem mönnum, er at
vinnumálaráðherra tilnefnir. í
henni sátu áður Þormóður Eyj-
ólfsson konsúll og bæjarfull-
trúi á Siglufirði (formaður),
Guðm. Hlíðdal landsímastjóri
og Loftur Bjarnason útgerðar-
maður í Hafnarfirði. Tveir
þeir síðamefndu höfðu skor-
azt undan að starfa í stjórn-
inni áfram.
1 hina nýju verksmiðju-
stjórn em nú settir Þormóður
Eyjólfsson, Jón Þórðarson og
Sveinn Benediktsson.
Við setningu Þormóðs Eyj-
ólfssonar, sem verið hefir áður
formaður verksmiðjunnar, er
ekkert að athuga. Hann er
einn þeirra manna, sem kunn-
ugastir eru sölu síldarafurða
og hefir fylgst með verk-
smiðjumálinu og rekstri verk-
smiðjunnar frá byrjun. En
setning hinna tveggja er. í
mesta máta athugaverð.
Verksmiðjan á að hlíta
stjórn keppinauta sinna.
Um Jón Þórðarson, sem er
maður búsettur á Siglufirði,
mun í sjálfu sér ekki vera
neitt sérlega ámælisvert per-
sónulega. En á setningu hans
eru þó þeir meinbugir, að al-
gerlega óverjandi er, að setja
hann til þessa starfs. Haim
er sem sé umboðsmaður h/f.
Kveldúlfur á Siglufirði og á
þar að gæta hagsmuna þess fé-
lags. Nú er það vitanlegt, að
h/f. Kveldúlfur rekur sjálfur
síldarvinnslu, þ. e. a. s. alveg
samskonar framleiðslu og síld-
arverksmiðja ríkisins. Kveld-
úlfur er því aðal keppinautur
ríkisverksmiðjunnar hér á
landi.
Það liggur alveg í augum
uppi, a. m. k. meðal allra
þeirra, sem nokkuð þekkja til
viðskipta, hversu hættulegt
það getur verið fyrir hvaða
fyrirtæki sem er, ef aðal
keppinautar þess hafa aðgang
hvenær sem er að öllum áform-
um þess og „viðskipta leynd-
armálum“. I ótalmörgum til-
fellum getur þetta stórskaðað
fyrirtækið. Ekkert einkafyrir-
tæld myndi taka slíkt í mál.
Og engum ráðherra getur dott-
ið í hug að gera slíka ráð-
stöfun um ríkisfyrirtæki, nema
hann annaðhvort sé algerlega
skilningssljór á þessa hluti eða
beinlínis vilji fyrirtækið feigt.
Sveinn Benediktsson.
Setning Sveins Benedikts-
sonar er, þó með öðru móti
sé, einnig algerlega óverjandi
ráðstöfun. öllum landslýð er
það minnisstætt, með hverjum
hætti Sveinn hvarf úr verk-
smiðjustjóminni og burt af
Siglufirði sumarið 1932. Eng-
inn maður í landinu er jafn illa
þokkaður af alménnipgi á
Siglufirði og einmitt Sv. B.
Sökum óvinsælda sinna varð
hann að hrökklast þaðan á al-
veg óvenjulegan hátt, og þó að
þar væri vafalaust ekki lög-
lega að farið, gafst dómsmála-
ráðherrann (M. G.) þá alveg
upp við það að rétta hlut hans
eða koma fram lögum við þá
menn, sem að þeim atburðum
stóðu. Svo megn var andúðin
á þessum manni, að M. G.
virðist ekki hafa þorað annað
en að láta hann fara úr verk-
smiðjustjóminni og láta máhð
niður falla.
Verksmiðjan þarfnast ttrygg-
is og velvildar.
Með þessu óafsakanlega glap-
ræði nú, setning Sveins í verk-
smiðjustjórnina í annað sinn,
þrátt fyrir allt, sem á undan
er gengið, er vinnufriðnum á
Siglufirði, vitandi vits, stofnað
í voða. Hinu stóra ríkisfyrir-
tæki, síldarverksmiðjunni, sem
bæði ríkissjóður og fjöldi út-
gerðarmanna og vinnandi fólks
á mjög mikið undir, er og þar
með sköpuð óhæg aðstaða.
Verksmiðjunni er það út af
fyrir sig ákaflega mikilsvert,
að hún njóti velvildar þess
fólks, sem að síldaröfluninni og
síldarvinnslunni starfar.
1 þetta sinn hefði það verið
alveg sjálfsagt, úr því að tæki-
færið gafst, að setja í verk-
smiðjustjórnina a. m. k. einn
mann, sem verkamenn búsettir
og aðfluttir á Siglufirði gátu
skoðað sérstaklega sem sinn
fulltrúa. Sú leið hefði verið
vænleg til að skapa frið og ör-
yggi um verksmiðjuna.
Hvatt er á bak við?
Menn munu almennt spyrj a
um það, hvað ráði svo heimsku-
legu tiltæki, sem hér er um að
ræða. Sv. B. er á engan hátt
sérlega eftirsóknarverður í
þetta starf. Fjöldi útgerðar-
manna og annara hefir meiri
þekkingu á síldarafurðum og
síldarafurðasölu en hann.
Hér hljóta að búa launráð
að baki, ef nokkuð veldur ann-
að en grunnhyggni og forsjár-
laust kapp.
Það er því eðlilegt að spurt
sé:
Er íhaldsflokkurinn með þess-
ari ráðstöfun vitandi vits að
stofna til óeirða norður á Siglu-
firði á næsta sumri í því
skyni, að fá tækifæri til að
senda ríkislögregluna norður
og réttlæta þannig fjáraustur
sinn á kostnað allra lands-
manna, sem nú er farinn að
mælast illa fyrir um1 allt land?
J. p. og Sv. B. verSa aS fara.
1 lengstu lög mun þess
vænst af íbúuni Siglufjarðar,
að þeir stilli nú í hóf, þótt illa
sé af stað farið, og láti ekki
þessa óhæfilegu ráðstöfun
valda vandræðum að óþörfu.
En æskilegast væri það, að
M. G. sæi nú svo sóma sinn,
að láta þessa tvo menn, um-
Reykjavík, 12. febrúar 1934
7. blað
Utan úr heimi
Rósturnar í París
Alveg óvenjulegir atburðir
hafa gerst í Frakklandi í sam-
bandi við fjársvikamál Stav-
iski. Tvö ráðaneyti hafa fallið
á fáum dögum. Sextíu þúsund
borgarbúa hafa tekið þátt í
götubardögum móti 15 þús.
hermönnum og lögreglumönn-
um. Hundruð manna hafa særst
og margir fallið á götum og
torgum borgarinnar.
Hversvegna gat þetta fjár-
svikamál kveikt slíkan eld?
Orsökin virðist auðsæ. Fjár-
svikamálið skaðaði allan al-
menning. Svikin voru fram-
kvæmd í sambandi við sölu á
fölsuðum verðbréfum, sem
sparsöm alþýða keypti í góðri
trú. En fjöldi háttsettra
manna í landinu var í vitorði
með svikaranum, og vegna
þess tókst honum að féfletta
svo marga. Þessi hluti þjóðar-
innar heimtar rannsókn og að
rannsóknin gangi jafnt yfir
alla, líka þá hátt settu. Dala-
dier var fulltrúi þessara manna
og hans stjórn var líkleg til að
geta lokið málinu á heiðarleg-
an hátt. En nú hefir honum
og stjóm hans verið hrundið.
Hin mikla uppreist var gerð
móti honum og til að hindra
rannsókn á hneykslismáli, sem
hefði sýnt spillingu íhalds-
stéttanna í landinu, ef hún
hefði náð fram að ganga. Sú
stjóm, sem nú tekur við mun
læra af reynslunni.
Austurríkí.
Seinasta árið hefir stjóm-
málaaðstaðan í Austurríki
verið sú, að einn maður, Dol-
fuss, hefir öllu ráðið. Hann er
studdur af miðflokknum, svo-
nefndum kristilegum sósíalist-
um, og nýtur einnig stuðnings
heimvamarmanna, sem eru í-
haldssamir og hafa komið sér
upp árásarsveitum. Með þenn-
an liðstyrk verður Dolfuss að
slást til beggja handa. Annars
vegar eru jafnaðarmenn, sem
hafa haft mikið fylgi og hins-
vegar nazistar, sem vilja sam-
einingu Þýzkalands og Austur-
ríkis og hefir töluvert fjölgað
eftir að flokksbræður þeirra
náðu völdum í Þýzkalandi,
enda hafa þeir fjárstyrk þaðan
og grunur leikur á, að þeir fái
líka send vopn.
Dolfuss hefir tekið hart á
þessum andstæðingum báðum.
Hann hefir lagt þingræðið á
hilluna og beitt ýmiskonar
þvingunarráðstöfunum. Margir
ásaka hann fyrir, að leita ekki
stuðnings jafnaðarmanna, þar
sem hvorirtveggju eiga í höggi
boðsmann Kveldúlfs og Svein
Benediktsson, fara úr verk-
smiðjustjórninni, áður en verk-
smiðjan fer að starfa á næsta
sumri. Setning þeirra er alveg
ósæmileg, og almenningur í
landinu getur ekki þolað það,
að þannig sé í gáleysi og á-
byrgðarleysi, farið með fyrir-
tæki, sem ríkið er búið að
leggja í á aðra miljón króna
og stofnað er til að veita þús-
undum manna atvimui.
við nazismann. En Dollfuss
segir: Mín hugsjón er að
vernda sjálfstæði Austurríkis.
Hefði ég gengið til bandalags
við sósíalista, myndu öll íhalds-
öflin hafa sameinast til mót-
stöðu. Þingræðið getur verið
gott, en það er varla hentugt,
þegar allt leikur á jafn veikum
þræði og hjá okkur. Þær að-
ferðir, sem ég nota, eru nauð-
vörn, gerðar til þess að bjarga
sjálfstæði og framtíð Austur-
ríkis. •
Undanfarið hafa farið harð-
orðar skeytasendingar milli
Austurrílds og Þýzkalands, þar
sem Dollfuss ásakar Þjóðverja
þunglega fyrir undirróður í
landinu og hefir á orði, að
leita úrskurðar Þj óðabanda-
lagsins. Má. gera ráð fyrir, að
þar eigi eftir að draga til
stærri tíðinda.
Samvinnufélögin í Frakklandi
Hinn mikli, franski sam-
vinnumaður Charles Gide sagði,
að Rín væri einskonar landa-
mæri fyrir samvinnuna í Ev-
rópu. Norðan við Rín þróaðist
samvinnan vel og ætti sterk
ítök í hugum fólksins. Fyrir
sunnan gengi henni miklu ver
að festa rætur.
Það er að vísu rétt, að í hin-
um germönsku löndum hefir
samvinnan náð mestum þroska.
En hún hefir líka náð að vaxa
og orðið til mikilla bóta í ótal
fleiri löndum.
Fyrstu samvinnufélögin í
Frakklandi voru stofnuð um
1860. Þróunin var hægfara,
lengi vel, enda voru á árunum
1890—1912 harðar innbyrðis-
deilur hjá samvinnumönnum
sjálfum. Loks tókst fyrir at-
beina Gide og fleiri að jafna
ágreiningsmálin og ná fullum
sáttum. Síðan hefir þróunin
verið stórfelld og þó einkum
eftir heimsstyrjöldina.
Árið 1932 voru 2452 þús.
meðlimir í neytendafélögunum
frönsku. Ársveltan var 4046
milj. franka. Má geta þess til
samanburðar, að 1928 var hún
ekki nema 3552 milj. franka.
Sýnir það, að kreppan hefir
kennt mönnum að beina iim-
kaupum sínum þangað, sem
hægt var að gera þau bezt.
Franska Sambandið hefir sjálft
nokkurn iðnrekstur. Á t. d. 3
skóverksmiðjur og 1 saltnámu.
Á þingi Frakka í vor komu
íhaldsflokkarnir því til leiðar,
að skattar voru hækkaðir á
samvinnufélögunum. Sýnir það,
hversu auðvaldið álítur sam-
vinnuna hættulega, að það
reynir að stöðva framgang
hennar með ranglátri löggjöf.
Sambandsþing frönsku sam-
vinnumannanna í sumar varð
því óvenju fjölmennt. Þar var
ákveðið að hefja sterka sókn
móti löggjöf íhaldsmanna. Einn-
ig var samþ., að leggja mikla
áherslu á það, að auka þekk-
ingu ungra manna á samvinnu-
stefnunni.
Mikla athygli hafa vakið teikn-
ingarnar af húsum Samvinnu-
byggingarfólagsins og greinarnar
um það, sem birtust í Nýja dagbl.
í síðastliðnum mánuði. Hefir dag-
lega verið spurt eftir þessum
blöðum og sézt á því, að áhugi
manna er almennur fyrir þessu
máli. Nokkur eintök af blöðunum
ér hægt að fá enn á afgr. blaðsins.
Æ s k a n
í landinu,
íslenzku þjóðinni fjölgar um 1000 sálir
áiiega. Á undanförnum árum hefir heim-
ilafjölgunin eingöngu orðið við sjávarsíð-
una. Fróðir menn segja, að á síðustu miss-
irum hafi mannfjöldi á borð við þann, sem
nú býr á Akureyri, bæz.t við í kaupstöðum
og sjávarþorpum á ári hverju.
Atvinnan við sjóinn hefir ekki nægt
handa þessari viðkomu. í Reykjavík er
stöðugt atvinnuleysi, og sama er sagan í
ollum helztu kauptúnum landsins. Atvinnu-
bótastyrkur, sem nemur mörgum hundruð-
um þúsunda, er orðinn fastur liður á fjár-
lögunum. Það fer til að skapa atvinnu í land-
inu, og hana ekki alltaf nauðsynlega, því
að annars er hungursneyð fyrir dyrum.
Nábúaþjóðirnar þekkja annað stig enn
hættulegra. Það er atvinnuleysisstyrkur. Þá
er hraustum mönnum borgað fé tii að lifa,
til að forða þeim frá hunguidauða, af því
þeir hafa ekkert lífvænlegt að gera.
Einn flokkur hér á landi, kommúnistafl.,
gerir kröfu um þessi framlög. Hann vill láta
borga mönnum fyrir að gera ekki neitt,
jafnhliða og hann vinnur að því að lama
atvinnulífið í landinu.
íslenzka þjóðin má vera glöð yfir því að
fólkinu fjölgar. Landið er stórt, og það
getur fætt og klætt miklu fleiri menn held-
ur en nú búa hér. En það þarf að hafa fyr-
irhyggju um að nota gæði landsins.
Og þessi fyrirhyggja hefir ekki verið
nógu mikil. Þess vegna er atvinnuleysi í
landinu. Þess vegna vex atvinnuleysið. Og
þess vegna vex í landinu ókyrrð og órói,
sem vel getur orðið hættulegur lífi og fram-
tíð íslenzku þjóðarinnar. Eftir síðustu kosn-
ingum að dæma, eru um 3000 manneskjur
í landinu, sem telja sig líklegar til að vilja
byrja að sækja mál sín með ofsa og ofbeldi.
Ég á þar við kommúnistana. Og jafnhliða
því gerir nokkuð af verzlunar- og embættis-
stétt landsins sig líklega til að vilja líka
beita ofbeldi, fylgja stefnu, sem erlendis
hefir sótt sín mál með morðum, brennum og
hverskonar glæpsamlegu athæfi.
Þessar öfgastefnur þróast bezt og mest
hjá æsku landsins, í bæjunum. Menn spyrja
eðlilega: Hvað verður um frelsi Islendinga,
menningu, framfarir og sjálfstæði, þegar
þetta unga fólk er búið að erfa ríkið, og
farið að útkljá mál sín með brennum og
blóðsúthellingum ?
Flestir sæmilega þroskaðir menn munu
viðurkenna, að ekkert nema eyðilegging
fyrir land og lýð, muni leiða af því, ef
stéttimar fara að útkljá skoðanamun sinn
með ofbeldi*).
Og samt nægir ekki fyrir eldri kynslóðina
að svara óánægju æskunnar með gagnárás-
um. Æskan getur verið á villigötum, og er
það. En hún þarf framsýnnar handleiðslu
með, en ekki riffilkúlur fyrir röksemdir og
úrræði.
Ólgan í æsku landsins kemur af því, að
unga fólkinu finnst réttilega, að því séu
flestar leiðir lokaðar. Tökum unglinginn í
sveit. Mörg börn eru á sama bæ. Eitt þeirra
getur máske fengið jörð foreldranna, að
þeim fráföllnum. En hvað eiga hin að gera?
Kaupa uppsprengda jörð. Húsa hana sæmi-
lega, kaupa sér bústofn. Segjum að þetta
sé hægt. Þá er ungi maðurinn búinn að fá
jarðnæði, og bústofn. En hann er kominn í
hengjandi skuldir, sem honum finnst óbæri-
legt að rísa undir. Hann lítur yfir markað-
*) Ég hefi í tveim ritgerðum í tímaritinu
Samvinnan leitt rök að því, að ofbeldissteín-
urnar, kommúnismi og nazismi, gætu eingöngu
leitt bölvun og eyðileggingu yfir þjóðina. Einar
Olgeirsson reyndi að mótmæla fyrri greininni,
en hefir ekki enn reynt að svara hinni síðari.
Jafnvel honum er það ljóst, að ekki er hægt að
færa skynsamleg rök fyrir gildi byltingarstarf-
serni á íslandi. J. J.