Tíminn - 19.03.1934, Qupperneq 2

Tíminn - 19.03.1934, Qupperneq 2
46 TÍMINN fornu möguleikar hinna dreifðu byggða til áhrifa á Alþingi. En einmitt í því, hvernig hið nýja fyrir- komulag er, liggur sú staðreynd, að eini möguleikinn fyrir sveitakjördæmin til að varðveita áhrif sín, er að skipa sér um fram- bjóðendur Fi-amsóknarflokksins og koma þeim að sem kjördæmakosnum þingmönn- um. Það er enginn vafi á því, að þessi greim- lega staðreynd hefir geisimikil áhrií í þá átt að hvetja kjósendur í þeim kjördæmum til að greiða Framsóknarílokknum atkvæði nú. Og með því móti getur Framsóknar- flokkurinn orðið ráðandi flokkur í þinginu á sama hátt og hann var það eftir kosning- arnar 1927, þó að hann hefði ekki hreinan meirihluta. Og þeirri aðstöðu hefir flokkur- inn öll skilyröi til að ná, ef almenningur gerir sér ljóst, hvað um er að vera. Um viðleitnina til stofnunar svokallaðs „bændaílokks“ er óhætt að fullyrða það nú, að ekki séu neinar skynsamlegar líkur til þess að hún dragi neitt sem heitir til sín af því íylgi sem Framsóknarflokkurinn hef- ir áður haft. Klofningsmennirnii- .eiga .ekkert öruggt kjördæmi. Og komi þeir ekki manni að í neinu kjör- dæmi, fara öll þau atkvæði, sem þeim ltynnu að verða greidd að öllu leyti til ónýtis, nema að því leyti, sem þau kynnu að hjálpa ein- hverjum íhaldsframbjóðanda inn í þingið. Sú staðreynd hlýtur óhjákvæmilega, eftir allri eldri reynslu að dæma, að fæla menn mjög frá því að greiða klofningsmönnunum atkvæði, því mexm vilja ógjarnan gera at- kvæði sitt ónýtt. Klofningsmennimir hafa enga sameigin- lega skoðun í landsmálum og enga stefnu- skrá, sem neitt verður ráðið af, hvað þeir myndu ætla að gera í þinginu. Það er vitað, að um sum allra mikilsverðustu atriði hafa þeir látið í ljós skoðanir, sem á engan hátt geta samrýmzt. Ef þeir færu alhr eftir „sannfæringu“ sinni hlyti „flokkur“ þeirra að sundrast undir eins og til framkvæmda kæmi. Og þar við bætist svo einn næsta ógæfu- samlegur fyrirboði um pólitíska framtíð þessara manna. Á nýafstöðnum landsfundi bænda, sem þeir höfðu haft mikinn undir- búning um að nota sjálfum sér til póli- tísks framdráttar, biðu þeir hinn eftir- minnilegasta ósigur, og höfðu þó svo frek- lega fram gengið á þeim vettvangi, að þeim mun til lítillar sæmdar verða. Miðstjórnarkosning sú, sem sagt er að klofningsmennirnir hafi látið fram fara yfir veizluborðum í einu af hótelum Reykjavík- ur,- mun sízt verða til að skapa trú á styrka stjórn í því liði. Enda má nú segja að þessi „kúnstuga“ athöfn sé nú almennt til athlægis orðin þar sem til hefir frétzt. Mun áreið- anlega mörgum góðum bónda sáma það síð- armeir, að svo hirðuleysislega sé að farið og fáránlega og nafn íslenzkar bændastéttar svo mjög við einberan hégóma lagt. III. Lroks er þá eins að minnast, sem áreiðan- lega mun hafa mikla þýðingu um úrslit kosninganna í kjördæmum úti um land. Það er alveg vafalaust, að hin útlenda ein- ræðis og ofbeldisstefna, sem nú er að festa rætur í „Sjálfstæðisflokknum“, breytir á komanda vori afstöðu mjög margra manna, sem annars hefðu greitt þeim flokki at- kvæði. Þá væri a. m. k. íslenzk bændastétt illa komin ef þar fyndist margir menn, sem að því vildu stuðla, að stofna til nýrrar Sturl- ungaáldar hér á landi nú, í stað þess að láta víti erlendra þjóða sér að vamaði verða. Og því er það — að öllum málum athug- uðum — að Framsóknarmennimir úr öllum byggðum landsins fjölmenna nú á flokksþing sitt. Og því er það, að þeir munu hverfa heim aftur starfsglaðir og sigurvissir, til baráttunnar sem fram undan er. Á herð- um Framsóknarflokksins hvílir hin þunga á- byrgð þess, sem vísan á sigurinn, ef vel er unnið, og mesta hefir möguleikana og sterk- astan viljann til að fullnægja heilbrigðri lífsþrá þjóðarinnar og leiða landið út úr ölduróti öfganna. í meðvitundinni um þá á- byrgð heyja nú Framsóknarmenn flokksþing sitt. Litla-íhaldið sendi nýlega mann frá Búnaðar- félagi íslands til að fræða Árnesinga um kar- töflusýkina. Á Skeiðunum varð að fresta fundi, er maðurinn hóf aðalræðu, en í Hrunamanna- hreppi var fátt inni að hlusta á hann. Maður- inn var vinsæll, en stefnan fylgislaus. Skuldir landsmanna við útlönd eru um 80 milljónir. Helming þeirra skulda hafa fésýslu- menn íhaldsins skapað á síðustu árum. Landsfundur bænda Ágreiningsmálin á fundinum. »Bænda- flokkurinn« fer á veiðar. Um svörtu hættuna Framh. af 1. síðu. Og alstaðar, þar sem ríkir lýðræði og frjálsar þjóðir, bú- ast þingræðisflokkamir nú til vamar og sóknar gegn hinni yfirvofandi hættu. „Hreyfingin" hér á landi. Ofbeldishreyfing sú, sem risin er upp hér á landi er á engan hátt frábrugðin í eðli sínu ofbeldishreyfingunni í öðr- um löndum. En hér á landi hefir henni fallið alveg sér- stakt happ í skaut. I stað þess að heyja sína pólitísku baráttu út af fyrir sig, hefir hún þegar á byrjunarskeiði komizt í þá einstöku aðstöðu, að verða ráðandi afl í .hingað til fjölmennasta stjómmála- flokki landsins, íhaldsflokkn- um. íhaldsflokkurinn hér hefir gert það, sem enginn þingræð- isflokkur um alla Norðurálfuna hefir leyft sér að gera, sem er það að gera opinbert kosninga- bandalag við óvini þingræðis- ins, styrkja þá til valda og veita þeim brautargengi í blöð- um sínum. Sambandið við ihaldsflokk- inn. Almenningi um allt land er það kunnugt nú með hverjum hætti sá meirihluti skapaðist, sem nú ræður í bæjarstjóm Reykjavíkur. íhaldsflokkurinn gerði bandalag við „aðalráð“ hinnar svokölluðu „þjóðemis- hreyfingar“, til þess að halda meirahlutanum, sem hann ann- ars hefði misst. Og það merki- lega er, að þetta virðist hafa orðið tiltölulega ágreiningslítið meðal þeirra, sem nú ráða í íhaldsflokknum. Svo ramm- iega var frá þessu gengið, að kosningabandalaginu var opin- berlega lýst yfir í blöðum, bæði af formanni ílialdsflokksins og þeim mönnum, sem ofbeldis- hreyfingunni veita forstöðu. Fulltrúi íslenzkra nazista hefir nú eins og allir vita, fyr- ir atbeina íhaldsflokksins, úr- slitaatkvæði í bæjarstjórn Reykjavíkur. Og menn vita, að kjarni íhaldsflokksins 1 Rvík, sem um leið er hið ráðandi vald í íhaldsflokknum í land- inu, lítur á þetta ástand með stakri velþóknun. íslenzka þingræðið í voða? Það er engm furða, þó að þeir, sem áfram vilja halda lýðræðinu hér á landi, líti með nokkrum óhug til alþingiskosn- inganna, sem fram eiga að fara á komanda vori og þó að þeir séu uggandi um þau áhrif, sem úrslit þeirra kosninga gætu haft á framtíð lýðræðis- ins, ef ógæfusamlega tækist um þau úrslit. Það er engin furða þó að menn óttist um það, að svo framarlega sem íhaldsflokkn- um tækist með fulltingi ofbeld- ishreyfingarinnar að ná þing- meirahlutanum í sínar hendur og mynda stjórn, þá væri þingræðisskipulagið í mikilli hættu statt hér á landi. Það er engin furða, þó að menn hafi það við orð, að ef íhaldsflokknum tækist að mynda slíka stjóm, þá myndi hann ekki vera eins fljótur til og aðrir flokkar hafa hér áður verið, að afhenda hana í hend- ur þjóðarinnar aftur. Til hvers ætla þeir a8 nota völdin? Það er a. m. k. víst, að reyk- vískir íhaldsmenn eru orðnir sér þess vel meðvitandi, til hvers þeir eigi að nota völdin, ef til kæmi. Nú þegar nærri fjórum mán- uðum fyrir kosningar er eitt Landsfundi bænda lauk kl. 5 s.l. föstud. Hafði fundurinn þá starfað síðan á mánudag. Fundurinn fór að flestu leyti vel fram og munu margir þeir, sem hann sátu, hafa haft á- nægju af, hvað sem öðrum á- rangri líður. Á fundinum voru rædd flest dagskrármál bænda. Ekki verð- ur því neitað, að mismunandi skoðana kenndi um mörg þeirra. En þá var oftast með þolinmæði leitað þess, sem sam- eiginlegt var í þeim sundur- leitu skoðunum og fór því svo að lokum um flestar tillögur, að þær voru samþykktar í einu hljóði með þorra atkvæða. Um tvö mál var þó fullkom- inn ágreiningur. Annað var jarðeignamálið. Nefnd sú, er fundurinn kaus í það mál, var því fylgjandi, að sem flestar af jarðeignum landsins yrði ríkis- eign, og lagði tillögur sínar fyrir fundinn samkvæmt því. En tillögur nefndarinnar voru flestar felldar, en með svo litlum atkvæðamun, að það mun hafa ráðið úrslitum, að þrír nefndarmanna gátu ekki af íhaldsblöðunum hér farið að tala um að leysa upp verka- mannafélög og setja foringja þeirra í fangelsi. Og þó að slíkt orðfæri þyki ekki vænlegt til fylgisöflunar úti um byggðir landsins, geng- ur enginn þess dulinn, að bændasamtökin eiga líka sín fyrirheit, þó í leyndum séu. Óvinafagnaður. Á margvíslegan hátt er nú að því unnið af hálfu hins endurfædda Reykjavíkuríhalds, að brjóta niður samtök hins vinnandi. fólks úti um byggðir landsins við næstu kosningar. I þjónustu þessa endurfædda Reykjavíkurvalds hafa nú ný- lega nokkrir fyrverandi Fram- sóknarmenn, menn, sem ekki — sakir persónulegrar stór- mennsku — þoldu lýðræðis- skipulagið innan síns eigin flokks, valizt til þess óhappa- verks, að breyta um stefnu og gerast boðberar sundrungarinn- ar til að dreifa kröftum þess fólks, sem nú heyir harðasta lífsbaráttuna og fastast hefir staðið gegn órétti og yfirgangi fyr og síðar í þessu landi. í Slíkir sundrungarmenn með- al lýðræðisflokka hafa jafnan verið postulum ofbeldishreyf- ingarinnar kærkominn liðsauki í hverju landi. Til vamar þingræðinu. En Framsóknarflokkurinn er, hvað sem slíkri sundrungar- starfsemi líður, staðráðinn í því að ganga ótrauður til sókn- j ar gegn ofbeldishreyfingunni, j hverju nafni, sem hún nefnir | sig og öllum hennar fylgifisk- um og til vamar hinu íslenzka f þingræði. Svo lengi sem Fram- sóknarmenn hafa forystuna í þeirri baráttu, mun sérhvert vígi á þeim vettvangi verða óvinum þingræðisins dýrkeypt. En úrslit þeirra átaka, sem nú munu verða um framtíð þingræðisins hér á landi, eru fyrst og fremst á valdi þess al- mennings, sem hingað til hefir ekki haft skap til þess, að láta brjóta niður samtök sín af of- beldismönnum, afnema prent- frelsi og brenna bækur eða snúa sálmabókinni upp á frí- merkjakaupmenn í Reykjavík. mætt á fundinum, er atkvæða- greiðsla fór fram. Hitt ágreiningsmálið var það, hvort bændur ættu að stofna með sér „pólitískt" eða „ó- pólitískt“ landssamband. Vildi allmikill hluti fulltrúanna stofna upp úr þessum fundi stjórnmálaflokk, er þeir trúðu, að allir bændur landsins gætu verið í. Sumir þeirra hugðu, að slíkur flokkur gæti orðið þess megnugur að sameina Fram- sóknarflokkinn og hinn ný- stofnaða „Bændaflokk“. Héldu þeir, að þessum nýju samtök- um yrði a. m. k. auðvelt að hafa í hendi sinni „Bænda- flokkinn“ og gera forgöngu- menn hans að sínum þjónum, og til þess mætti þó alltaf nota þá. Aðrir höfðu aftur á móti þegar gengið í „Bænda- fiokkinn“ og ráku trúboð íyrir hann með mikilli trúarákefð. Þessir fulltrúar hvorirtveggju sameinuðu sig um eftirfarandi tillögu: „Landsfundur bænda í Reykja- vík 1934 ákveður að stofnað verði landssamband íslenzkra bænda er vinni að þvi, að grundvalla og skipuleggja hagsmunamál þeirra cr landbúnað stunda, og þar sem hann- álítur, að því verði ekki náð nema með stjórnmáialegum samtökum, telur hann nauðsyn- legt að stofna þvilíkt landssam- band, sem kjósi sér nú þegar mið- stjórn og semji starfsskrá þess“. Tillagan var felld með 19 atkv. gegn 16, en 5 neituðu að greiða atkvæði. Tillaga þessi var í reyndinni algerlega óframbærileg, af því að þeir fulltrúar, sem þarna voru mættir höfðu ekkert um- boð til að stofna til þvílíkra samtaka. Því mætti það virðast furðulegt, að svona mörg at- kvæði skyldu koma fram með tillögunni. En það er þó skilj- anlegt, af því að nú er ljóst orðið, að til þessa voru refarnir skornir af þeim sumum, er mestan þátt áttu í undirbún- ingi fundarins. Þess skal enn getið, að full- trúar „Bændaflokksins" höfðj^ tilbúna og voru byrjaðir að dreifa út meðal fundar- manna tillögu, sem var svo- hljóðandi: „Landsfundur bænda í Reykja- vík ákveður að stofnað verði landssamband íslanzkra bænda, er vinni að því að grundvalla og skipuleggja hagsmunamál þeirra, er landbúnað stunda, og þar sem hann álítur, að því verði ekki náð nema með stjórnmúlalegum samtökum, felur hann bænda- flokknum meðferð þessara mála, enda sé nú þegar kosin miðstjóm fyrir flokkinn og starfsskrá hans samin". En skyndilega drógu þeir til- löguna til baka, og kom hún aldrei til umræðu. Mun að- standendum hafa skilizt, að þvílík frekja, sem í tillögunni fólst, myndi þeim síður en svo til framdráttar. En þó tillagan væri tekin aftur, sýnir hún nógu greinilega, hversu herfi- lega þessir menn hafa ætlað að misnota landsfund bænda til hagsmuna fyrir sjálfa sig og sundrungarviðleitni sína. Eftirtektarvert er það, að með niðurlagi þessarar „glöt- uðu“ tillögu, er það raunveru- lega viðurkennt, að „Bænda- flokkurinn" hafi * sem stendur enga miðstjórn og enga starf- skrá, enda vitanlegt, þar sem flokkurinn í reyndinni er ekki til nema sem „einkafyrirtæki“ örfárra manna í Reykjavík. Eftir að tillagan um pólitískt landssamband bænda hafði ver ið felld, var eftirfarandi tillaga samþykkt með samhljóða at- kvæðum: „Landsfundar bænda ákveður að kjósa 7 manna nefnd, er fylgi fram málefnum fundarins, kveðji tii næsta landsfundar og leggi fyr- ir hann tillögur um framtíðar- starfsemi þessara samtaka. Tillög- ur nefndarinnar skulu lagðar frarn lieima i héruðum áður en fulltrú- ar eru- kösnir. Fundurinn skorar á Búnaðarfé- lag íslands að styrkja allan undir- búning að stofnun landssambands íslenzkra bænda“. Það er bændunum, er fund- inn sóttu, til mikils heiðurs, að þessi ágreiningur varð þó ekki til að sundra fundinum eða starfi hans. Verður ekki af öðru betur ljóst, hversu vel bændur finna, að þeir hafa fulla þörf á að geta rætt sín mál allir, hvað sem líður á- greiningi um hin pólitísku stefnumið. Það sýnir einnig meiri alvöru og menningu, en þeir menn munu hafa við bú- izt, er hugðu á að tvístra þeim og hafa til „einfaldrar“ þjónustu við sig. A víðavanýi. Prófkosningar og framboð. Ihaldsblöðin og Alþýðublaðið hafa undanfarið birt ýmiskon- ar þvætting um prófkosningar og framboð Framsóknarmanna í kjördæmum úti um land. Ennþá eru f ramboð óvíða á- kveðin af flokksins hálfu. Þó hafa prófkosningar farið fram í Ámessýslu og Skagafjarðar- sýslu og almenn þátttaka á báðum stöðum. I Árnessýslu eru ákveðnir frambjóðendur Jörundur Brynjólfsson alþm. og Bjarni Bjamason skólastj. á Laugarvatni. I Skagafirði fengu þeir Steingrímur Stein- þórsson skólastjóri og sr. Sig- fús Jónsson kaupfélagsstjóri meginþorra atkvæða, en fyrv. frambjóðandi flokksins Bryn- leifur Tobiasson mæltist til þess þegar eftir síðustu kosn- ingar, að verða ekki í framboði að þessu sinni. Sögusagnir Mbl. um, að staðið hafi til, að Hermann Jónasson eða Páll Zophóníasson yrðu þar í kjöri, eru alveg tilhæfulausar. — I Suður-Þingeyjarsýslu samþ. fulltrúaráð Framsóknarfélags ins einum rómi, að óska eftir, að Jónas Jónsson yrði þar í kjöri, þar sem Ingólfur Bjam- arson alþm. gaf ekki kost á sér áfram og kemur því ekki til prófkosningar í því kjör- dæmi. — Framboð af hálfu J. J. í öðrum kj ördæmum, hef- ir aldrei staðið til af hans hálfu, og fer Mbl. þar einnig með þvætting. Það er líka ó- satt, að nokkur prófkosning hafi farið fram í Norður- Þingeyjarsýslu eða verið á- kveðin. Skuldasöfnxm. íhaldsmenn þrástagast á því, að ríkisskuldimar hafi hækk- að í stjórnartíð Framsóknar- manna. Hinsvegar láist þeim sömu herrum að fræða almenn- ing á því, að á sama tíma, sem Framsóknarfl. fór með völdin í landstjóm, fóru þeir með völd- in í Reykjavík og hækkuðu skuldir bæjarins um 113% án þess að á móti kæmi nokkur arðgæf eign. Skuldaaukning í- haldsins í Reykjavík var því vegna venjulegrar eyðslu. Skuldaaukning ríkisins var með allt öðrum hætti og af öðmm orsökum. Hún var því nær eingöngu vegna bankanna og síldarbræðslunnar. Af mest- um hluta aukningarinnar standa aðrir aðilar straum en ríkissjóður. Aukning á vaxta- byrði ríkisins er þó æði tilfinn-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.