Tíminn - 30.04.1934, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.04.1934, Blaðsíða 2
72 T í M I N N jafnaðarmenn, þar sem „jafnaðarmenn iengu allt, en bændumir ekkert“, að dómi 'fr. Þ., er ástæðulaust að fjölyrða, því þar er um svo augljósa blekkingu að ræða. Enda ei það atriði marghrakið og hefir Tr. I>. ekld treyst sér til að svara rökum Fram- sóknarmanna um þetta efni. Með samningn- um tryggði Framsóknarfi. framkvæmd mik- dvægustu hagsmunamála bændastéttarinn- ar eins og nú stendur: 1. Skipulag afurðasöl- unnar. 2. Innflutningshöftin. 3. Jafngengi ísl. myntar. Auk þess var flolcknum þar með tryggð aðstaða til að geta unnið öðrum málum bænda og yfirleitt framfara og rétt- lætismálum í landinu ómetanlegt gagn. Allt þetta eyðilögðu sprengimennimir og bökuðu þannig ísl. þjóðinni og Alþingi þá hneisu, að verða að viðurkenna vanmætti sitt til þess að mynda þingræðisstjórn. Tr. Þ. og H. St. þykjast ekki lengur geta unnið sitt iilutverk í flokknum, þegar sprengingar- mennimir eru famir, segja sig úr honum og mynda nýjan flokk með þeim. Sá flokkur beitir svo á önguhnn, sem bændur eiga að gieypa, einmitt þeim aðalmálum, er Fram- sóknarflokkurinn hafði tryggt með fyr- nefndum samningi, en Jón og Hannes eyði- lagt'. Vitanlega getur „flokkur“ þeirra enga tryggingu gefið fyrir því, að honum tak- ist að koma þessum málum í ffamkvæmd, ekki einu sinni líkur, heldur hið gagnstæða. Tr. Þ. segir í „Framsókn“, að kreppu- hjálpin komi bændum ekki að haldi, nema eftir fylgi skipulag afurðasölunnar og verð- hækkun sú, sem það á að skapa. Sami Tr. Þ. barðist fyrir því, að samið væri við í- haldið um kreppulánalöggjöfina og fylgi þess keypf fyrir ekkert minna, en álitlegan hluta af hinum dýrmætu pólitísku réttind- um sveitanna. Fékk þó íhaldið að „laga“ löggjöf þessa dálítið eftir sínu upplagi, áður en hún var samþykkt. Þetta er sýnishorn af því, hvernig „Bændaflokks“-menn vilja verzla fyrir bændur. Hvers vegna mátti Framsóknarflokkurinn ekki gera miklu hag- íelldari „verzlun“ við jafnaðarmenn? Var það vegna þess, að þá hefði íhaldið orðið að sleppa dómsmálastjórninni og „Bændafl.“- niaðurinn, Þorsteinn Briem, atvinninnála- stjórninni? „Bændaílokkurinn“ leitast við að gera sem íerlegasta grýlu úr kauphækkun þeirri, sem leitt hefði af margnefndum samningi. Flestir held ég að brosi að þeirri grýlu og telji hana mundu hafa orðið lítt hættulega. Ef „Bændafl.“ tækist, eins og hann ætlar sér, að draga til sín eitthvað af fylgi Fram- sóknarflokksins, yrði það aðeins til þess að aaka líkur íhaldsmanna, til að ná meirahluta á Alþingi, — þess gengur enginn dulinn. Skal nú gert ráð fyrir því ólíklega, að „Bændafl." nái þingsætum og þar með þeirri aðstöðu, sem Sjálfstæðismenn höfðu einu sinni og kunnu svo vel að hagnýta sér, að eiga úrslitaatkvæði á Alþingi. Gert skal ennfremur ráð fyrir því, að haxm geri svo sniðugan samning við íhaldið, að bændurnir „fái allt“, en íhaldið ekkert annað en að ieggja til tvo menn í stjóm. Það vill auð- vitað mikið til vinna, að fá dómsmálastjórn- ina. Ætla mætti, að þá væri takmarkinu náð og gullöld landbúnaðarins rynni upp. — En — íhaldið hefir líka ofurlítið verzlunar- vit og dálitla æfingu. Ekki er ólíklegt, að það gerði þá nýtt samband við jafnaðar- menn um breytingu á stjómarskránni og nýja kjördæmaskipun, þar sem landið yrði gert að einu kjördæmi, eða fáum stórum, til þess að lækka rostann í hinni óbilgjörnu og kröfuhörðu bændastétt. Þetta er sam- eiginlegt áhugamál íhalds- og jafnaðar- rnanna. Sömu flokkar myndu einnig geta komið sér saman um að afnema innflutn- ingshöftin, til þess að bæja- og kaupstaða- búar gætu íengið ódýrari landbúnaðarvörur og kaupmenn meiri verzlunargróða. Það hefði ekkert að segja, þó „Bændafl.“ drægi sinn mann úr stjóminni og hætti að styðja hana. Þingið gæti ekki myndað stjóm og í- haldið sæti áfram í umboði konungs, nema þá að „Bændafl.“ færi að verzla við jafnað- armenn og Framsóknarflokkinn. Hvað ætli jafnaðarmenn settu þá upp? Og mundi „Bændafl.“ ganga að því? Eða — máske íhaldið færi aðra leið og er það eins líklegt. Það ætti hægt með að búa svo að verkamönnum, að óánægja þeirra og oyltingahugur ykist. — Kommúnistum yxi fylgi, hótuðu byltingu og gerðu uppþot. Að sama skapi efldist nazisminn. Þá fengi stjórnin tilefni að auka lögregluna, koma upp öflugum her, stjórnarher. Það mundi æsa kommúnista enn meira og slægi þá í alvarlegar skærur. Láti stjómin þá útvarpið flytja þann boðskap einhvem daginn, að vegna hinna alvarlegu óeirða lýsti hún land- , Framh. á 3. síðu. FATAGEEÐIN H.F. framleiðir Blá verkamannatöt úr hinu alþekkta NELSON XXX nankin, allar algengar teg. Brún verkamannaföt úr Ia khaki, svo sem: Samfestlnga, jakka, tvær tegundír, sloppa, tvær tegundir, strengbuxui-. Hvlta karlmannssloppa, þrjár tegundir. Hvita kvensloppa, tvær tegundir. Mislit barna- og unglinga-iöt, smekkbuxur og samfestinga í 4 litum. Ef þér gætið þess að kaupa eingöngu föt með voru vörumerki, þá munuð þér sjá, að treysta má íslenzkum höndum og íslenzku framtaki f I5LENZKT FATAGERÐÍNH.F., REYKJAVÍK Símnetni FSF. — Fósthólf 255. — Simi 2724. Ihalds- fundurinn Skrípaleik þeim, sem Mbl. kallar „landsfund“ íhaldsflokks- ins er nú lokið. Stóð hann í þrjá daga. Þar af fór einn dag- ur í lofræður íhaldsbroddanna í Reykjavík um sjálfa sig, ann- ar í trúmál, en á þriðja degi voru afgreidd iðnaðarmál, sjáv- arútvegsmál, landbúnaðarmál og fjármál. I fundartímanum voru þrjú kaffikvöld. Mbl. hefir nú birt skrá yfir „fulltrúa á landsfundi Sjálf- stæðismanna“, sem það svo nefnir. Við athugun á þessari skrá kemur glöggt í ljós, hverskon- ar samkoma þessi „landsfund- ur“ hefir verið. Hér skulu nefnd nokkur dæmi til fróð- leiks. 104 af „fulltrúunum“ eru samkvæmt skránni búsettir í Reykjavík og Hafnarfirði. — Og þar að auki eru ýmsir ný- fluttir hingað, þó heimili kunni að eiga ennþá annars- staðar. Ekki er Tímanum kunn- ugt, hvað af þeim fulltrúum, sem annars eiga heimili utan Reykjavíkur, er námsfólk í bænum. 56 „fulltrúar“ eru kaupmenn, eftir því sem næst verður kom- izt. Eru þeir, sem verzla með sannfæringu sína, þó ekki tald- ir í þeim hóp. Jakob Möller er hér ekki talinn kaupmaður, ekki Lárus Jóhannesson og ekki Lúðvík C. Magnússon né fleiri slíkir. Talið er, að þrjár Reykja- víkurstúlkur, sem þarna eru tilgreindar meðal fulltrúa, hafi verið fermingarböm í fyrravor. Yfirleitt nær það vitanlega ekki neinni átt að kalla þetta fundarfólk „fulltrúa“. Þeim er hóað saman til að sýnast, en ekki til að fara með umboð. Þeir eru ekki kjömir af kjós- endum íhaldsflokksins, heldur komnir á fundinn af tilviljun eða éftir pöntun. Glöggt dæmi er, að úr Þingvallasveit, einum fámennasta hreppi landsins eru taldir mættir 5 „fulltrúar“! Tímanum er auk þess mjög vel kunnugt um, að nokkrir þeirra, sem taldir eru meðal „fulltrúanna“ em mjög ein- dregnir Framsóknarmenn. Segjast allir þessir menn hafa farið þama inn „upp á grín“ og enginn meinað þeim það. En sýnilega hefir verið haft til taks fólk til að „þekkja“ menn og skrifa þá upp! Úr fjarlægustu héröðum er aðsóknin sama sem engin, enda ekki von að menn sæki skemmt- anir svo langa leið! Ósatt er þaS, hjá blaði „einkafyrirtækis- ins“, að Jónas Jónsson hafi ekki efnt orð sín í sambandi við þóknun þá, er hann átti að fá fyrir starf sitt í bankaráði Landsbankans. Tryggvi Þór- hallsson formaður Búnaðarfé- lags mætti a. m. k. vita betur, og er þessi framkoma gagnvart J. J. honum til lítils sóma eins og vitnisburðurinn um Pál Zophoniasson um daginn. Sendið oss nafn yðar og heimilisfang og við sendum yður ókeypis sýnishom af Vikuritinu og Sögusafninu. Vikuritið Reykjavík. Fundur í Grfmsnesi „Bændaflokkurinn“ þorir ekki að láta Framsóknar- menn tala. „Bændaflokkurinn“ svokallaði boðaði í gær fund að Minni- Borg í Grímsnesi. Hófst fund- urinn kl. 3 og stóð til kl. 11 um kvöldið. Mættir voru um 50 innanhéraðsmenn. Daginn áður hafði verið fundur við ölfusá. Á fundinum á Minni-Borg var „Bændaflokkurinn“ mættur með báða frambjóðendur sína og auk þeirra fimm ræðumenn aðra, sem komu frá Reykjavík, en það voru þeir Tr. Þ., Jón frá Stóradal, Þorsteinn Briem, Svafar Guðmundsson og Lárus í Klaustri. Tóku þessir sjö menn handa sjálfum sér samtals um fjórar klukkustundir af fundartíman- um, en frambjóðendur Fram- sóknarflokksins, Bjami og Jör- undur, fengu ekki nema 50 mínútur alls, báðir til samans. Þetta ranglæti Tr. Þ. & Co. mun mælast illa fyrir og ber vott um lélegan málstað og lít- ið hugrekki. Þarf „einkafyrir- tækið“ ekki að ætla sér þá dul, að það geti falið sinn eiginn vesaldóm með því að vama Framsóknarmönnum máls. Aðalfundur. Byggingarsamvinnu- félag Reykjavíkur hélt nýlega lramhaldsaðalfund. Félagsmenn eru 213. Stjórnina skipa þórður Eyjólfsson prófessor formaður, Eysteinn Jónsson skattstjóri, Stef- án Jóhann Stefánsson lögmaður, Brynjólfur Stefánsson forstjóri og Fritz Kjartansson verzlunarfulltrúi. Félagið hefir 33 hús í smíðum ineð 39 íbúðum, sem fullbúin verða fyrir 1. október. Hefir það sótt um lóðir fyrir allt að tuttugu hús- um í viðbót. Ákveðið á fund inum að félagsmenn tilkynntu fomianni félagsins bréflega, hvers- konar hús þeir kysu að félagið reisti fyrir þá, úr hvaða efni og hvar í bænum þeir kysu helzt að vera. Yrði þetta félagsstjóminni til leiðbeiningar, sem flýtt gætu fram- i kvæmdum af hálfu félagsins. Á fundinum var kosin þriggja manna nefnd stjóminni til að- stoðar um útvegun lóðar og láns- fjár. »Fulltrúarnír« úr Þingvallasveit í fulltrúatali Morguunblaðs- ins af Landsfundi Sjálfstæðis- manna, eru taldir upp 5 full- trúar úr þeim litla hreppi (Þing vallasveit), sem ég á heima í. Þar sem ég veit ekki til að nokkurt Sjálfstæðisfélag sé 1 minni sveit, væri gaman að vita, fyrir hverja þessir menn hafa verið fulltrúar, — ekki sízt þar sem ég veit ekki annað, en sumir af þeim, sem taldir eru, séu Framsóknarmenn. Staddur í Reykjavík 28./4. ’34. Einar Halldórsson Kárastöðum. Dómur í máli Lárusar Jóhannessonar gegn Áfengisverzlun ríkisins Kl. 10 í morgun kvað Hæsti- réttur upp dóm í máli því, er Lárus Jóhannesson höfðaði gegn Áfengisverzluninni og rík- inu vegna álagningar á Spánar- vínin. Fyrir undirrétti tapaði Lárus þessu máli, í janúarmánuði síð- astliðnum. í hæstaréttardómnum voru Áfengisverzlunin og ríkið sömu leiðis sýknuð af öllum kröfum Lárusar. Hefir Lárus þar með tapað málinu algerlega fyrlr báðum réttum. Er þar með eftirminnilega kveðinn niður rógur íhaldsblað- anna um Guðbrand Magnússon forstjóra í þessu sambandi. En eins og kunnugt er, var þessi málssókn Lárusar eitt af kosn- inganúmerum íhaldsmanna í fyrrasumar. Hafa íhaldsmenn nú haft af því þá frægð, sem verðugt var. Fréttir Reykholtsskóla var sagt upp síðasta vetrardag. Allmargir gest- ir voru viðstaddir uppsögnina og skemmtu menn sér lengi dags við ræðuhöld og kórsöng nemenda. — Skólann sóttu alls 64 nemendur, auk tveggja, er aðeins nutu kennslu í fáum námsgreinum, og var. skólinn fullsetinn. Heilbrigðl var ágæt í skólanum. Úr verstöðvunum. Blaðið átti nýl. tal við Akranes og Keflavik. Á báðum stöðunum er vertíð að verða í meðallagi. Var hinn mesti uppgripaafli um tíma eftir pásk- ana, sem bætti upp, hve lélegur afli var framan af vertíðinni. Nokkuö er þó aflinn misjafn. Á Akranesi var hæsti báturinn með mikið á 8. hundrað skippund, en í Keflavík um 650 skippund. Bezt- ur afli mun hafa verið í einum róðri í Keflavík hjá m. b. „Skalla- grírni" 35 skippund, skipstjóri á bátnum er Jón G. Pálsson. Nóg atvinna var blaðinu tjáð að væri á þessum stöðum. Framboð. Morgunblaðið skýrir frá því, að eftirfarandi framboð séu ákveðin af hálfu íhalds- manna: I Guílbringu- og Kjósar- sýslu Olafur Thors, í Ámessýslu Eiríkur Einarsson og Ludvig Norðdahl læknir. I Vestmanna- eyjum Jóh. þ. Jósefsson. f Rang- árvallasýslu Jón Ólafsson og Pét- u r Magnússon. f V.-Skaftafells- sýslu Gísli Sveinsson. í Austur- Skaftafellssýslu Stefán Jónsson hóndi í Hlíð í Lóni. í N.-þing- eyjarsýslu Sveinn Benediktsson. í S.-pingeyjarsýslu Kári Sigurjóns- son. Á Akureyri Guðbrandur ís- berg. í Eyjafjarðarsýslu Garðar þorsteinsson og Einar Jónasson á Laugalandi. í Skagafirði Magnús Guðmundsson og Jón Sigurðsson á Reynistað. í A.-Húnavatnssýslu Jón Pálmason á Akri. í Stranda- sýslu Kristján Guðlaugsson cand. jur. í Dalasýslu þorst. þorsteins- son sýslum. í Snæfellsn. og Hnappadalssýslu Thor Thors. í Borgarfjarðarsýslu Pétur Ottesen. Framboð Alþýðuflokksmanna í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu hefir verið ákveðið. Verðúr Jón Baldvinsson þar í kjöri. í Vestur- Skaptafellssýslu bjóða þeir fram Óskar Sæmundsson formann verk- lýðsfélagsins í Vik. Áheit á Strandarkirkju 5 kr. írá Karli i koti afh. Timanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.