Tíminn - 30.04.1934, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.04.1934, Blaðsíða 3
T t M I N N 73 ið í hemaðarástandi og mundi stjórna því á eigin ábyrgð um stundarsakir. En — sú stund gæti máske orðið nokkuð löng. Um framhaldið nægir að vísa til frétta frá býzkalandi. — Þá er lokaþáttur harmleiks- ins hafinn. Möi'g dæmi mætti nefna úr okkar eigin stjómmálasögu og annara þjóða, sem! benda til þess, að þannig gæti endirinn orðið á okkar stutta en glæsilega endur- reisnartímabili. Reynslan er þessi. Stétta- flokkar — stéttahatur — stéttastríð — ein- ræði í einhveiTi mýrid eða — algerlega glatað sjálfsforræði í hendur annarar þjóð- ar. Hver sá kjósandi, sem ljær „Bændafl.“ atkvæði sitt, stuðlar að tvennu: 1. Aukinni stéttabaráttu. 2. Valdatöku íhaldsins. Merkur rithöfundur og vitmaður sagði í bréfi til kunningja síns um hinn nýstofn- aða „Bændafl.“: „Rót lians er ill og eftir því munu ávextirnir verða“. Bændur geta látið þessa spá ásannast á þann hátt að á- vextirnir verði engir. — Vitað er, að fáeinir bændur hafa gengið í „Bændafl.“ og þykir mörgum það undarlegt, þegar litið er til þess með hverjum atburðum til hans er stofnað. En það er ofur eðlilegt, að íhalds- samir menn í anda og hugsun, sem hafa þó verið of stéttræknir til þess að ganga í þann flokk, er bændum hefir verstur reynst og andstæðastur hagsmunum þeirra, fagni því, að geta nú eignazt pólitískt heimili í íhaldsflokki, sem kallar sig „Bændaflokk“. Bændur landsins geta tryggt glæsilega framtíð landbúnaðarins, öryggi og ham- ingju allrar þjóðarinnar með því og því einu, að fylkja sér undir merki Framsókn- arflokksins. Stéttarbræður! hugsið um á- byrgðina, sem á ykkur hvílir. Steingrímur Baldvinsson. Á víðavangi Vegna Þorvaldar í Arnarbæli. Þorvaldur í Arnarbæli hefir tekið það illa upp fyrir J. J„ að segja frá þvi, sem gerðist í veizlunni, þar sem einkaíyrirtækið ætlaði að ná Páli á Ásólfsstöðum í stjóm „varaliðsins'1, og að sömu brögðum var beitt við Þoi’vald sjálfan. Nú vill Þorvaldur láta svo líta út, sem hann hafi ekki sýnt mótstöðu. En þetta hlýtur að vera rangt. Þorvaldur var búinn að vera með í að stofna deild í Framsóknarflokknum í Ölfusi eftir að einkafyrirtækið var stofnað og honum kunnir allir málavextir. Síðan er hann á öðrum ílokksfundi í Ölfusinu, sem haldinn var í Hveragerði, og lýsir því þar réttilega að Jörundur og Bjarni skólastjóri séu eftir prófkosningunni hinir löglega tilnefndu frambj óðendur Framsóknarmanna. Þar að auki tók hann, sem gildur flokksmaður, þátt í prófkjöri Framsóknarmanna milli jóla og nýárs. Af þessum ástæðum gat haxm alls ekki sagt annað en það sem Páll á Ásólfs- stöðum afsakaði sig með, að hann væri enn í öðrum flokki og gæti ekki tekið trúnaðar- störf hjá sprengimönnum. Þorvaldur sýndi þetta með því að ganga úr Framsóknar- deildinni í Ölfusinu nokkru eftir að þetta var skeð, sem sannar, að hann var í Fram- sóknarflokknum þegar hin góða veizla var haldin. Annars þykjast allir menn vita, sem þekkja til Þorvaldar, að hann muni von bráðar hverfa úr „einkafyrirtækinu“ og verða aftur umbóta- og áhugamaður eins og fyr. ■ ? Snæfellsnes. Þar hefir Kveldúlfur tekið að sér að erfa umboð selstöðukaupmannanna og einokunar- innar. Fá héruð hafa verið pínd eins af er- lendum og innlendum kaupahéðnum eins og Snæfellsnes. Þar hefir verið dáðlítill fulltrúi fyrir íhaldið um langa stund, en síðan tók togarafélag í Rvík við og sendi þangað reynslulausan og áhugalausan pilt, Thor Thors. Iionum var komið að með harðvít- ugri smalamennsku síðastliðið vor, en ekki af því að fólkið ætti von á neinu góðu frá honum, vegna pólitískrar starfsemi. Hann hefir heldur ekki reynt að gera neitt fyrir héraðið, enn síður fyrir fólkið. Thor Thors mun aldrei gera neitt fyrir bændur, sjómenn eða verkamenn. Hann hefir enga hvöt til þess og engar gáfur. Hann er að hugsa um að halda við óhófslífi sinna nán- ustu kunningja, halda við óheilbrigðu skipu- lagi á fisksölunni, lélegri landhelgisgæzlu, spílltu réttarfari, utanríkisstjórn eins og þeirri, sem; nú er hjá M. G„ með sendiherr- ann í Póllandi. Þetta hefir íhaldið boðið Snæfellingum og býður það enn. • • .'■■U'-' ' - ..................................................-....................................................................... H.F. KOL & SALT (I iát i ELSTA OG STÆ.RSTA KOLA- OG SALT- VERZLUN LANDSINS HÖFUM ÁVALT: ENSK KOL - Best South Yorkshire Ass. Hards WALES KOL - Sterkustu og hitamestu gufukolin POLSK KOL (ROBUR) - Beztu kol fyrir miðstöðvar og eldavélar hitamikil og fljót í eld K O K S stórt og smátt S ALT Ibisa og Torreveja fiskisalt Þar, sem úrvalið er mest, eru mestar líkur til, að þér fáið það, sem yður hentar bezt. Skiitið þvi ¥ið KOL & SALT HAFNARSTRÆ.TI 9 SIMI 11 2 0 Sjáiís er höndin hollust Kaupið innlenda framleiðslu þegar hún er jöfn erlendri og ekki dýrai i. f ramlefðir: Kristalsápu, grænsApu, ítanga- sápu, handsápu, raksápti, þvottaefni (Ilreins hvítt), kerti allskonar, skósvertu, skógulu, leðurfeiti, gólfáburð, vagn- éburð, íægilög og kreólin-bað- lög. Kaupið HREINS vörur, þær eru löngu þjóðkunnar og fást í flestum verzlunum lands- ins. H.f. Hreinn Skúlagötu. ReykjavflE. Sfml 4823. Kolaverzlun SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Siiim.: EOL. RaykfaTlk. Biml 1838. Mynda og rammaverzl. FREYJUG. 11 Sími 2105 Í5LENZK MALVERK Ferðamenn ættu að skipta við Kaupfélag Reykjavíkur. — Þar hafa þeir tryggingu fyrir góðum og ódýr- um vörum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.