Tíminn - 09.05.1934, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.05.1934, Blaðsíða 2
T í M I N N grammi“ því, sem hann lýsti 1908. Litlar framkvæmdir, efna- og hátekjumönnum hlíft við sköttum en skuldum safnað. 1927 tóku Framsóknarmenn við völdum og héldu heim fram í ársbyrjun 1932. Þeir bera því ábyrgð á fjármálastjóm áranna 1928—1931. Þeir tóku við tekju- halla J. Þ. og skuldunum frá íhaldstímá- bilinu. Skattar voru hækkaðir upp í það, sem þeir höfðu verið á fyrra hluta stjórnartímabils J. Þ. Er sérstök ástæða til þess að vekja athygli á, að skattar voru ekki hækkaðir meira en upp í það, sem áður var. (Ihaldsmenn hafa ranglega haldið því fram, að þeir hafi verið hækkaðir meira). Þessi hækkun var nauð- synleg vegna tekjuhallans og þeirra fjöl- mörgu umbóta, sem flokknum var skylt að vinna, til þess að bæta aðstöðu vinn- andi manna í landinu. Á þessum árum voru síðan greidd margfalt meiri framlög úr ríkissjóði til verklegra framkvæmda og almennra umbóta en nokkru sinni hafði áður þekkst. f lok þessa tímabils voru ríkisskuldim- ar 39,4 milj. króna. Höfðu þær því aukizt um 11,4 milj. frá því í árslok 1927. And- stæðingar Framsóknarfiokksins hafa vilj- að gera sér mat úr þessu, og telja skulda- aukningu þessa fjármálasynd hjá Fram- sóknarflokknum. Er á það treyst, að menn geri sér ekki grein fyrir orsökum skulda- hækkunarinnar. Geri menn sér grein fyr- ir þeim, kemur það í ljós, að skuldir þess- ar eru myndaðar af allt öðrum ástæðum en eyðsluskuldir íhaldsmanna, sem áður er gerð grein fyrir. Þessi skuldaauking er til orðin af þessum ástæðum: 1. Vegna framlaga til Lands- bankans................... 3 milj. 2. Vegna framlaga til Búnað- arbankans................. 3.6 — 3. Vegna framlags til Útvegs- bankans................... 1.5 — 4. Vegna byggingar síldar- bræðslustöðvar............ 1.5 — 5. Vegna bygginga og breyt- inga á Landssímanum .... 1.8 — ö. Vegna útvarpsstöðvarinnar . 0.5 — 11.4 milj. Langsamlega mestur hluti slculdaaukn- ingarinnar er vegna bankanna og viðskiln- aðar íhaldsmanna við þá, sem lýst verður hér síðar. Þó standa bankarnir und. ir þessum framlögum að mestu nema Út- vegsbankinn. Samtals hefir ríkissjóður orð- ið að leggja fram 4Vó milj. vegna fslands- bankahneykslisins alræmda. Þar af 3 milj. kr. af enska láni M. G. frá 1921, sem ríkis- sjóður átti hjá bankanum, þegar hann lokaði, Síldarbræðslan stendur undir sínu lání og sama er að segja um Landssím- ann og Útvarpið. Það, sem vekur mesta eftirtekt í þessu sambandi, er, að allar hinar stórkostlegu framkvæmdir ríkissjóðsins sjálfs árin 1928—1931, eru unnar fyrir tekjur hans einar saman. Hefðu eyðsluskuldimar frá stjórnarárum íhaldsmanna ekki hvílt á ríkissjóðnum, hefði hann þar að auki get- að lagt Landssímanum og Útvarpinu til það fé, sem tekið var að láni þeirra vegna. Svo tilfinnanlegar voru og eru vaxtagreiðslumar af skuldum þessum — eða ca. 2 millj. á 4 árum. Vaxtabyrði ríkissjóðins 1927 og 1931. — Þótt nefndar séu upphæðir ríkisskuld- anna, er það eitt ekki nóg til þess að gera sér að fullu grein fyrir því hvemig hagur ríkissjóðsins sjálfs stendur. Það þarf að taka til ítarlegrar athugunar vaxtagreiðslur ríkissjóðs. Þá sézt greini- lega hvort skuldimar eru stofnaðar vegna fyrirtækja, sem standa undir þeim eða vegna almennra greiðslna ríkissjóðs- ins — eyðsluskuldir. Ég hefi nú sýnt fram á í hverju skuldaaukningin 1928— 1931 var fólgin og gert grein fyrir, að ekki var um eyðsluskuldasöfnun að ræða. Sönnun fyrir því, að rétt er með farið, má fá með því að athuga vaxtabyrði ríkissjóðs 1927 og 1931. Samkvæmt Landsreikningi fyrir árið 1927 var vaxta- byrði sjálfs ríkissjóðs kr. 581.573.00 — þ. e. a. s. vaxtagjöld að frádregnum vaxtatekjum. Samkvæmt rekstursreikn- ingi ríkissjóðs fyrir 1931 var vaxtabyrðf ríkissjóðsins sjálfs kr. 900.594.00 eða kr. 319.021.00 meiri en 1927. Aukningin á vaxtabyrði ríkissjóðs er vegna Islandsbanka. íhaldsmenn vilja leyna því með fölskum linuritum um vaxtabyrðina. Ríkisbókhaldið hefir gefið mér þær upplýsingar, að af vaxtabyrði ársins 1931 hafi kr. 309.667.00 stafað af íramlagi ríkissjóðs til útvegsbankans. Þetta sýnir enn svart á hvítu, að aukin skulda- og vaxtabyrði ríkissjóðs er vegna framlag- anna til bankanna, þó nær eingöngu vegna Islandsbanka (á láni við Lbk. er nokkur vaxtahalli) en ekki vegna fram- kvæmda ríkissjóðsins sjálfs. Síðan 1931 héfir vaxtabyrðin nokkuð aukizt, en sú aukning kemur ekki til greina við þann samanburð á fjármálastjói'n og fjármála- stefnu, sem hér er gerð, sökum þess að hún er til orðin á þeim tíma, sem Fram- sóknar- og íhaldsmenn stóðu saman að stjórn. Sú aukning stafar fyrst og fremst af áhrifum íhaldsmanna á fjármálastjóm, og þó einkum neitun þeirra um að sam- þykkja tekjuöflunarfrumvörp. íhaldsmenn hafa nú um langt skeið lag't mjög mikla stund á að villa mönnum sýn um vaxtabyrðina og fiuttu m. a. fyr- ir síðustu kosningar falsað línurit um vaxtabyrði ríkissjóðs, sem sýndu hana t. d. rúml. 1,2 milj. kr. 1931, þegar hún vai' kr. 900.594, eins og ég hefi sýnt fram á. Fjármálastjórn áranna 1928—1931 ber það með sér, að þá var um það hugsað að gera umbætur almenningi til gagns. Þrátt íyrir hinar miklu framkvæmdir hins opmbera á þessum árum hefðu sltuldir ekki aukizt, ef íhaldsmenn hefðu ekki skilað bönkum landsins í hinu mesta oíremdarástandi og eyðsluskuldabagga á ríkissjóði, sem hafði í för með sér a. m. k. 2 milj. kr. vaxtaútgjöld á þessum árum. íteikningsfærsla ríkisins. Ég gat um það áðan, að vegna þess, iive stefna íhaldsmanna í fjármálum væri miðuð við kröfur yfii'ráðastéttanna, þá yrði að dylja hinn raunverulega tilgang nennar með blekkingum, einkum um sparnað. í samræmi við þetta er það eit- ur í beinum íhaldsmanna, að reikningar ríkissjóðs séu glöggir og sýni greinilega l eiístur hans og aðra starfsemi. Á meðan íiialdsmenn fóru með völd voru reikning- ar ríkisins svo óglöggir, að enginn vissi um raunverulega rekstursniðurstöðu rík- issj óðs og sliuldir ríkisins voru ekki til- íærðar á reikningum nema að nokkru leyti. Þær skuldir, sem taldar voru, voru m. a. sumar hverjar taldar í dönskum krónum, án þess að tillit væri tekið til gengismunar. Af þessari ástæðu einni saman voru þær vantaldar um fulla 1 milj. kr. 1926 og 1927. Framsóknarmenn ieggja hinsvegar höf- uöáher/luna á, að reikningamir séu sem aðgengilegastir almenningi. Vegna þess, að þeirra fjármálastefna er miðuð við al- menningshag og þarfir til umbóta, hefir ilokkurinn allt að vinna við það, að menn fylgist sem bezt með og geri sér grein fyrir fjármálunum. í samræmi við þetta hef'ir fiokkurinn beitt sér fyrir endur- skipulagningu ríkisbókhaldsins og' lands- reikningsins. Þessar umbætur hafa sætt fullri mótstöðu íhaldsmanna með J. Þ. í broddi fylkingar*). Tvennt er íhaldsmönnum verst við í sambandi við þessar umbætur og reyndar livorutveggja skiljanlegt, þar/ sem þeir þurfa að leika feluleik í fjármálum. Hið fyrra er það, að við skipulagningu þess- ara mála hefir verið gerð alveg tæmandi grein fyrir ríkisskuldunum og ástæðunum til myndunar þeirra. Hið síðara, að í hinu nýja formi landsreikninganna er gerð grein fyrir því alveg sérstaklega greini- lega, hvort fé ríkisssjóðs er notað til beinna rekstursútgjalda eða til nýrra íramkvæmda og fyrirtækja. Hið fyrra er íhaldsmönnum illa við sök- um þess að við greinargerðina um skuld- irnar hefir komið fram hin mikla sekt þeirra í sambandi við ríkisskuldirnar og sem að framan er lýst. Hið síðara er íhaldsmönnum meinilla við af þeim ástæð- um, að við sundurliðun ríkisútgjaldanna í beinan kostnað og framlög til fram- kvæmda, kemur berlega í ljós, að Fram- sóknarflókkurinn hefir lagt og leggur alla áherzlu á að hafa beinan kostnað sem lægstan, en beina í þess stað sem mestu fé til framkvæmdanna. Ennfremur sökum *) Gekk J .p. svo langt, að hann gerði til- raun til þess að verja það, að skuldir í dðnsk- um krónum hefðu ekki verið umreiknaðar i skuldaskrá ríkissjóðs á meðan hann réðil þess, að við slíka greinargerð váknar al- mennur skilningur á því, hversu fánýtt er hið* venjulega gaspur íhaldsmanna um sparnað, þar sem fyrirsjáanlegt er og af reynslunni vitað, að sá flokkur er eyðslu- samastur í embættismannahaldi allra flokka, og „sparnaðurinn“ verður því á framlögum til almennra þarfa. H. Bankarnir. Ég hefi nú eytt allmörgum orðum að því að ræða um ríkissjóðinn og hans starísemi. Hlýtur einnig að verða mestum tíma í það eytt af því, sem hér verður gert að umtalsefni. Mun ég þá gera nokkra grein fyrir bankamálunum og jafnframt hvernig þau grípa inn í íslenzk stjórmnál. Yíirráðum í stjórnmálum á íslandi fylgja allmikil yfirráð fyrir bönkum lands- ins. Veldur hér miklu um, að stærsti bankinn er ríkisfyrirtæki og einnig hitt, að hinir bankarnir hafa sótt til Alþingis og í'íkissjórna um margskonar fríðindi og fengið þau. Má í því sambandi einkum nefna lántökur ríkissjóðs vegna bank- anna, sem að framan er að nokkru minnst, og ábyrgð ríkisins á sparisjóðs- innstæðum í bönkunum. Vegna þessara fríðinda hafa Alþingi og ríkissjóður fengið íhlutun mikla um stjórn allra bankanna. Stjórnmálabaráttan hér hefir því að verulegu leyti snúizt um yfirráðin yfir veltufénu í landinu. Smákóngavaldið og Islandsbanki. Eins og í öðrum atriðum fjármálanna hafa komið fram tvær meginstefnur um meðferð veltufjárins. Annarsvegar hefir stefna íhaldsmanna verið sú, að beina fjármagninu sem mest á fáar hendur. Hefir sú stefna af ýmsum með réttu verið nefnd „smákóngapólitík“. Hinsvegar er stefna umbótamanna undir forustu Fram- sóknarflokksins sú, að beina fjármagninu milliliðalaust til þeirra manna, sem að framleiðslustörfunum vinna — og þá ekki sízt til framleiðslusamvinnufélaga, sem á síðari árum hafa risið upp úr rústum smákóngaveldisins, einkum í þorpum og kaupstöðum landsins. Ötefna íhaldsmanna í bankamálunum var vafalaust fyrst og fremst sprottin af því, að forvígismönnum flokksins var það ljóst, að pólitísk yfiiTáð hans voru bund- in því skilyrði, að hægt væri að gera al- menning háðan þeim, sem að flokknum stóðu. Þessvegna var það ráð tekið að gera einstaka menn að „forsjá“ almenn- ings með því að styrkja þá með fjármagni frá bönkunum. I' íslandsbanka höfðu ihaldsmenn óskoruð yfirráð, og varð hann því einkum að vígi flokksins í þessum efnum og við hann að sjálfsögðu um leið tekið miklu ástfóstri af íhaldsmönnum á Alþingi. Flestar styrkustu máttarstoðir íhaldsins voru skapaðar fyrir tilstuðlan þess banka. Þótt sumir smákónganna þrifust vel, urðu aðrír fljótlega slæmir viðskiptamenn bankanna, eyddu um efni fram, töpuðu á spákaupmennsku o. s. frv. • Þótt illa gengi varð að halda þessum mönnum við vegna þess, að við þá voru bundnar miklar fylgisvonir íhaldsmönn- um til handa. Þeim; var því lánað æ meira og meira. Eftir að einu sinni var komið út á þá braut bættist brátt sú ástæða við til frekari fjárausturs, að ef „kóng- arnir“ hefðu verið gerðir upp, varð um leið opinber spillingin í útlánum bank- anna til stórtjóns fyrir íhaldsmenn, sem báru ábyrgð á fjáraustrinum. Barátta íhaldsmanna til þess að halda upp Islands- banka varð því harðari og harðari og kröfur þejrra um fjárstyrk honum til iianda frekari og frekari. Kröfur íhaldsmanna í ríkisstjórn og á Alþingi um framlög til bankans voru þó aldrei rökstuddar með íullnægjandi upp- lýsingum um fjárhag hans. Þannig lét Magnús Guðmundsson bankann hafa á 7. miljón af enska láninu frá 1921, án þess að fyrir lægi mat á efnahag bankans, sem að ngkkru var hafandi. Nú verður ríkis- sjóður að standa undir 3 milj. króna af þessari upphæð eins og áður er getið um. En þetta var ekki nægilegt. I lok stjóm- artímabils íhaldsmanna, 1927, fær Jón Þorl 10 milj. króna lánsheimild handa L.andsbankanum í Ameríku. Þegar J. Þ. lét af völdum hafði hann látið Landsbank- ann taka 1. milj. króna að láni af þess- um 10 milj. og látið hann lána hana Is- landsbanka. Það, sem var að gerast, var beint áframhald af því, sem byrjað var á 1921. Fé var ausið í Islandsbanka til þess að halda honum uppi — og „smá- kóng'unum“. Munurinn aðeins sá, að nú- voru farnar krókaleiðir til fjáröflunar handa bankanum. Af því, sem á undan var gengið, geta menn ímyndað sér, hvort látið hefði verið staðar numið við að taka á lánsheimildinni, ef íhaldsmenn hefði farið áfram með völdin. Þó geta menn c-nnþá betur áttað sig á fyrirætlunum íhaldsmanna viðvíkjandi Islandsbanka, af því, sem síðar kom á daginn. Hrun íslandsbanka 1930. — VottoxC „bankaeftirlitsmannsins“ og Pétnra Magnússonar. Framan af stjórnartímabili Framsókn- arflokksins varð ástandið í Islandsbanka ekki opinbert, fyrst og fremst vegna yfir- hilmingar bankaeftirlitsmannsins. Það er í'yrst í sambandi við eftirlitsferð varaeft- irlitsm^nnsins, sem upplýsist um það, að einn af skuldunautum bankans var þann- ig staddur, aðú tlit var fyrir, að á honum mundu tapast um 2 milj. króna. (Tapið liefir reynzt á 3. miljón króna)- Nokkru síðar varð bankinn að loka vegna greiðslu- vandræða. Þá ætla íhaldsmenn að grípa til sömu aðferða og áður og þó öllu róttækari, til þess að bjarga þessu vígi sínu. Jakob Möller og Pétur Magnússon eru látnir 1 meta hag bankans á einni nóttu og gefa vottorð um að hann eigi fyrir skuldum. A grundvelli þessa vottorðs lögðu íhalds- menn til, að ríkið tæki ábyrgð á öllum skuldbindingum bankans og legði honum til 1 Vi milj. króna reksturslán. Framsóknar- menn komu í veg fyrir þetta. Þeir létu meta hag bankans vandlega og samkv. því mati reyndist hann vanta 3,6 milj. til þess að eiga fyrir skuldum. Síðar hefir reynzt, að hagur bankans var þó verri en Jætta mat sýndi*). Á grundvelli þessa mats var svo ráðið fram úr málinu með stofnun Útvegsbankans sem kunnugt er. Með þeirri lausn á málinu fengust 6 milj. króna lagðar fram sem áhættufé frá öðr- um en ríkissjóði. Eftir tillögu íhalds- manna hefði ríkissjóður orð’.ð að bera ábyrgð á því fé, ásamt öðrurn skuldbind- ii.'gum bankans. Eins og málið var leyst, kostar íslandsbankahneykslið ríkissjóð þó nú 450—500 þús. kr. á ári (vextir og af- borganir). Hvað mundi það hafa kostað, ef tillögum íhaldsmanna hefði verið fylgt og engar 6 miljónir fengizt handa Út- vegsbankanum frá öðrum en ríkissjóði? l>að geta menn sjálfir reiknað Hún hefir orðið almenningi dýr „smákongapólitík" íhaldsmanna. I báðum bönkum hafa verið afskrífaðar yfir 35.5 milj. af útistandandi skuldum. Á stjórnartímabili Framsóknar- flokksins varð að gera þetta upp. Það hef- ir orðið að leggja Útvegsbankanum 4Va milj. og Landsbankanum S.milj. í stofnfé. Vaxtaútgjöld ríkissjóðsins eins vegna þessara ráðstafana eru yfir 300 þús. á ári hverju, eins og skýrt er frá á öðrum stað hér að framan. Dreifing veltuf járins. Jafnframt því, sem gengið hefir verið að því að gera upp fjársukkið, hefir ver- ið unnið að því í samræmi við stefnu Framsóknarflokksins að dreifa meir veltu- fénu en áður var gert. Þó er mikið óunn- ið í þessum efnum og verður hiklaust að vinna áfram að því, a ðsem allra flestir framleiðendur geti orðið sjálfstæðir í fram leiðslustarfsemi sinni. Með því að hvetja menn og styrkja til þess að mynda og reka framleiðslusamvinnufélög og veita slíkum félögum aðgang að stofnlánum og rekstrarlánum á skynsamlegum grund- velli, á að vinna að því að síðustu leyfar „smákóngavaldsins" hverfi úr sögunni. íhaldsmenn dreymir hinsvegar um að end- urreisa „smákóngavaldið“ að nýju. Þeir finna vel, að aðstaða til yfirráða og drottnunar versnar við það, að þeir, sem að framleiðslunni vinna, taki rekstur hennar í sínar hendur, og þurfi ekki að hlíta forsjá þeirra, sem hafa yfirráð fjár- munanna fyrír náð bankanna. Alveg sama er upp á teningnum í verzl- unarmálunum. Fyrir baráttu Framsóknar- manna og samvinnumánna hafa kaupfé- lögin fengið ráð á veltufé til sinna þarfa. Með því hefir almenningur fengið verzl- unarfrelsi. Meðal íhaldsmanna eru uppi háværar kröfur um að þrengja kost sam- vinnufélaganna. Krafizt er að það sé gert *) þannig hafa nú verið afskrifaðar um 6 vnilj. af gömlu skuldum íslandsbanka um- JianL lilutafé hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.