Tíminn - 04.06.1934, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.06.1934, Blaðsíða 1
©faíbbagi 6laftsfns ec I. )6nf. lÁtgangutiun íostat 10 fc. <2^.fc;teií>ski »8 innfeeiinta á £augaotg )<S>. ©ttal 2ð®8 — Póstbölf 9@1 XVm. árg. Reykjavík, 4. júní 1934. 27. tbl. Hinn gfifugi tíígangur „Ætla skyldi maður, að bændum þætti það nokkuð snögg umskipti, sem fyrirsjáanleg’ eru um þátttöku þeirra í skipxm Alþingis þegar á þessu ári ...“ Ofanrituð orð eru upphaf á greinarstúf í blaði „bænda- flokksins“ 7. apríl s. 1. Þessi orð eru athygli verð og ekki með öllu ólík því, að þau hefðu komizt af ógáti inn í það blað. Hvað skylddi valda að vænta má „snöggra umskipta í skip- un Alþingis, þegai- á næsta sumri“ ? Óliugsandi er, að nokkur rek- ist í vafa um svarið. þeim „um- skiftum“ veldur saiuvinnan við íhaldið og sambúðin við íhalds- flokkinn. Um langan aldur hafa bænd- ur landsins átt við óhemju erfiðleika að stríða. Erfið- ingum o. fl. Þeir áttu við að etja, harðdræga, síngjarna kaupmannastétt, skilningsslj ófa landsstjórn og nær engan stuðning né lánsfé til nýrra menningarframkvæmda í sinni atvinnugrein. En með víðtækum samtökum brutu þeir af sér ok íhaldsafl- anna á verzlunarsviðinu. Og á stjórnmálasviðinu skipaði mik- ill hluti þeirra sér saman í traustan, framsækinn flokk, er þegar náði miklum áhrifum á Alþingi. Og eftir því sem Framsóknarflokkurinn óx, þok- aði umbótamálum bændanna fram. Ihaldsmennirnir Reykjavík og í kaupstöðum landsins horfðu á vöxt Framsóknar- flokksins o g sókn sveitanna með óvildarþrunginni skelf- ingu. Þeir töluðu hátt og víða um „hinn þreklausa bændalýð“; reyndu að svala gremju sinni með lítilmannlegu níði og heimskulegri sjálfsblekking. Framsóknarflokkurinn tók við völdum 1927, þá með hlutleysi j af naðarmanna. Iivert mannsbarn á landinu veit, að á næstu árum þar á eftir urðu hér örari, fjölþættari og stórstígari framkvæmdir en dæmi finnast til, fyrr og síðar. Og íhaldinu var hrundið í hverju kjördæminu af öðru. Sveitimar svöruðu hótunum þess og kúgunartilraunum á Alþingi með enn fastari sókn og enn fleiri framsæknum þing- mönnum en nokkru sinni fyr. Þá komu veilumar í ljós. Hugsjónaauðgi, víðsýni og um- bótavilji Framsóknarflokksins var ekki í samræmi við hugar- far og starfshætti einstaka þingmanna hans. Sumir þess- ara þingmanna höfðu verið nýt_ ir starfsmenn innan flokksins. Aðrir höfðu drattast með, að ýmsu leyti af öðrum hags- munasjónarmiðum en þeim, er að þjóðinni sneru, og þegar á þann hátt dregið dám af „eoll- egum“ sínum í íhaldsflokknum. Nú fór þessum mönnum líkt og sagt er í einni af skáldsög- um E. H. Kvaran um íslenzkan þingmann, sem ekki gat fylgzt með framförum í samgöngu- málum þjóðarinnar, af því far- artækin fóru hraðar en hann gat hugsað. Framsóknavflokkurinn og fjósendur } ans um land alu, hafði' þokað þessum mönnum irm í straumrás umbóta sem íor „hraðp.ra en þeir gætu imgsað". Þá hófst hið opinbera sam- starf við íhaldið. Náðarfaðmur þess, sem þá var ný umskírt í fimmta sinni á fáum árum — og sem ósleiti- lega hafði hæðst að hæfileik- um þeirra Jóns í Dal og Hann- esar — hann stóð nú opinn hinum „iðrandi syndurum". Þó var þeim eigi heitið ei- lífri sælu. Formaður Ihalds- flokksins, Jón Þorl., lýsti yfir því, að samstarfið við þessa „gætnu“ menn væri sínum flokki kært, þar til íhaldið hefði náð hreinum meirihluta á Alþingi. Og það væri synd að segja, að þeir „gætnu“ hafi eigi verið notaðir af íhaldinu. Með þeirra aðstoð tókst að brjóta svo nið- ur áhrifavald sveitanna á skip- un Alþingis, að íhaldsflokkinn dreymir nú um fullan meiri- hluta eftir kosningar. Með þeirra aðstoð, beinni og óbeinni, er Magnús Guðmunds- son látinn, úr ráðherrastóli, þjóna lökustu hneigðum hinna lökustu manna, með náðunum, uppgjöfum og frestunum dóma og refsinga og því nær ótal annara hneykslisathafna, sín- um samherjum til bjargar úr hengingaról laganna. Og með fulltingi þessara „gætnu“ manna tókst að eyði- leggja möguleika bændanna ís- lenzku til samninga um bætt afurðaverð á framleiðsluvörum þeirra innanlands. Það er ekki að undra, þótt íhaldsblöðin í Reykjavík tali mikið um „hina göfugu menn“, sem með Tr. Þ. í fylkingar- brjósti séui á hraðri leið og ör- uggri inn á liðsveitir kaup. mannavaldsins í íhaldsflokkn- um. Án sundrungarviðleitni „bændaflokks“manna gerði íhaldið sér engar minnstu von- ir um meiri hluta upp úr næstu kosningum. Með fulltingi þeirra „göf- ugu“ lætur það áig nú dreyma það „einræði", sem Ólafur Thórs lýsti fyrir nokkru síðan sem framtíðartakmarki flokks- ins. Og hvaða hugmyndir, sem Tr. Þ. kann annars að hafa um sig og sína „göfugu“ liðsmenn, þá hljóta þeir að vita þetta mæta vel: Þau einu áhrif, þau aleinu, er þeim getur orðið auð- ið að hafa á úrslit næstu kosn- inga er að hjálpa sem flestum íhaldsmönnum á þing. Þessi sannindi eru svo auðséð, að þeir hafa naumast reynt til þess að draga þau í efa. Frjálslyndir menn um allt ís. land eiga nú framundan hina hörðustu baráttu, eins og svo oft áður. Ofbeldissteínur utan úr heimi sigla nú hraðbyri inn yfir landssteinana. Svo áber- Friður eða borgarastyrjöld Islendingar hafa verið vopn- lausir urn margar aldir, og hata blóðsúthellingar og mannvíg. Til skamms tíma mun engum hafa konrið til hugar, að slíkir atburðir gætu komið fyrir á Is_ landi. Vonandi kemur ekki tii slíkra voðatíðinda, en þó hafa svartar blikur verið hér á lofti. Með batnandi lífsskilyrðum í landinu hefir harðnað baráttan um auðæfin og lífsnautnirnar. Þeir sem geta veitt sér mikið óhóf, vilja lifa dýru lífi og láta aðra vinna fyrir sig. Þeir sem vinna erfiða vinnu, vilja líka fá að koma þar sem sólin skín. Baráttan um að njóta sól- skins í' landinu er að komast á ískyggilegt stig. Kommúnistar bera ábyrgð á upptökum ofbeldishreyfinga í landinu. Þeir eru óvitrir, grunnfærir og flasfengnir. Síð- an notar íhaldið sér ósæmilegt orðbragð þeirra og ofbeldishjal, og býður hið sama á móti. Hvorugur aðilinn vill hlýða lög- um og rétti. Báðir stefna úr siðmenningu út í skrílræðið. Hlutverk Framsóknarflokks- ins hefir verið og er að skapa jafnvægi í þjóðfélaginu. Fram- sóknarflokkurinn er að kenna höfuðstaðnum að byggja sér góð og ódýr hús undir skipu- lagi samvinnunnar. Sami flokk- ur hefir komið lögreglumálum og löggæzlu í Reykjavík í það horf, sem hæfir menningarþjóð. Þegar íhaldið réðist á atvinnu- leysingjana í nóvember 1932, átti fulltrúi Framsóknarmanna í bæjarstjórn, Hermann Jónas- son, aðalþátt í að leysa vand- ræðin, með samkomulagi. Þá notuðu kommúnistar sér heimsku og grimmd íhaldsins, og komu af stað óeirðunum 9. nóv. Ihaldið og kommúnistar áttu til helminga skömm og skaða af þeim fundi. Ólafur Thórs var þá um stund í stjórninni. Hann vildi draga saman 600 menn, vopna þá, og að líkindum byrja að senda hungraða atvinnuleysingja yfir í annan heim. Ráðdeildin, sem kom fram í því, að spara ör- litla upphæð á atvinnuleysingj- andi svip hefir þýzka einræðis- stefnan sett á framkomu íhaldsmanna og blöð þeirra, að þingræðisflokkana í landinu, Framsóknarflokkinn og Alþýðu- flokkinn kalla þeir nú rauðu flokkana. I Reykjavík er að verða fullljóst, að ráðandi í- haldsm. gína yfir agni nazism- ans. I þeirra hug er hlutverk „hins þreklausa bændalýðs“ þjónustusamleg undirgefni og annað ekki. Og hinir „göfugu“ þjónar „bændaflokkins" eru eggjaðir fram til meiri sóknar. Þeir eiga að vera sem hraðstíg- astir á „millisporinu", svo sam- einingin geti orðið sem fyrst „í anda sannleika og starfi“. Það er draumurinn um einræði íhaldsins. Það er hinn „göfugi“ tilgangur. um, en setja svo upp 600 maima her, sýnir hagsýni Ól. Thórs. Framsóknarmenn komu í veg fyrir, að þessi 600 manna liðsdráttur yrði gerður. En stjórnin setti upp 100 manna sveit, og borgaði henni ein- göngu úr ríkissjóði. Á þann hátt eyddi ríkið á skömmum tíma 340 þús. kr. í varalið. íhaldið vildi koma upp föst- um her, og flutti frv. um það 1933. Það átti að vera her ó- takmarkaður að tölu og kostn- aði. Dutlungar stjómanna áttu þar að vera alráðandi. Þá komu Framsóknarmenn með hóflega lausn á mál- inu. Hermann Jónasson hafði kynnt sér lögreglumál nábúa- þjóðanna betur en nokkur ann- ar íslendingur. Flokksþing Framsóknarmanna 1933 og ná- lega allir þingmenn flokksins íéllst á þessar tillögur. Og þær urðu uppistaðan í því skipulagi sem nú er komið á, með nokk- urUm breytingum til spillis, sem Jón í Stóradal hjálpaði í- haldinu til að gera. ísland fékk samkvæmt þessu ekki fastan her, ótakmarkaðan að tölu og kostnaði, en í stað þess lög- reglu sniðna eftir þörfum landsmanna. Hver kaupstaður verður að hafa 2 lögreglu- menn fyrir hverja 1000 íbúa. Þegar sá lögreglustyrkur er til, bætir ríkið við nokkrum liðs- auka, ef með þarf. Þetta lið má ekki nota í vinnudeilum. Það á ekki að vera stéttaher, heldur til að verja líf manna og þjóðfélagsöryggi. Framsóknarmenn á þingi höfðu leyst löggæzlumálið í samræmi við venjur og heil- brigðar skoðanir borgaranna. Ihaldsmenn vildu meira og byrjuðu að sið suðrænna of- beldismanna, að koma upp flokksher hér í bænum. Þar með voru þeir komnir á bekk með kommúnistum. Samhliða því að flokkur kommúnista er að leysast upp, reynir hann í dauðateygjunum að valda því böli, sem hann getur. Nú í vor hafa hópar kommúnista vaðið uppi með of- beldi og ofsa á Akureyri og Siglufirði. Borgaramir voru seinþreyttir til vandræða. Rík- isstjórnin var huglaus og sof- andi og veitti enga aðstoð. Þá áttu leiðtogar Framsóknar- manna á Akureyri og Siglufirði þátt í að mynda bandalag með öðrum löghlýðnum mönnum móti ofbeldi kommúnista. I þessum samtökum voru menn úr öllum andstöðuflokkum kommúnista. Bæjarstjórn Ak- ureyrar var vemduð gegn skrílræði. Vinna við afgreiðslu skipa á Siglufirði var fram;- kvæmd í skjóli við liðsafla borgaranna. Kommúnistum var sýnt að skrílræði þeirra verð- ur upprætt. En Framsóknar- menn eiga ekki að svo stöddu þátt í að mynda flokksher. Þeir vilja frið en ekki ófrið. Þeir vilja lögvemdað skipulag en ekki skrílríki. Framh. á 2. síðu. Framkyæmd kreppulaganna Ég ætla ekki að fjölyrða um önnur eins sniáatriði og það, að allir þeir, sem hafa stjórn á kreppusjóðnum, hafa valið sig sjálfir til verkanna, og Þ. Briem borgað þeim rausnarlega. Ekki heldur um það, að Pétur Ottesen notaði aðstöðu sína í undir- búningsnefndinni til að skapa faöt embætti handa Morten bróður sínum. Hann er nú „skrifstofustjóri“ fyrir bændahjálpina. Áð- ur var hann síldarspekulant á Siglufirði, eiginlega sviplíkur maður og Óskar Hall- dórsson, enda nazisti eins og hann. Ég ætla heldur ekki að orðlengja neitt verulega um mannavalið á skrifstofunni. Skrifstofustjórinn er nazústi, og hann hefir valið eina eða tvær merkispersónur með „iireinar hugsanir“ frá þessum göfuga fiokki. En að öðru leyti eru undirmennirnir aðallega kommúnistar. Það er auðséð, að Ottesen á Ilólmi er þar meira virtur en Guðm. í Ási. Ottesen kom bróður sínum í fast starf í sjóðnum. Jón í Dal tók tengda- son Guðm. í Ási til starfa í sjóðnum. Hann var vanur skrifstofustörfum og hafði m. - a. lengi unnið að jarðamatinu. En hann var hvorki kommúnisti né nazisti. Og Guðm. var hættur við að bjóða sig fram. Út frá nútímaverzlunarvenjum mátti þess vegna borga honum í föllnum peningum. Tengda- sonur hans og tveir aðrir vel hæfir menn voru reknir úr sjóðnum til að opna sætin fyrir hinum sönnu vinum sjóðsins, kommún- istum og nazistum. Sjálfsagt gerir sjóðurinn eitthvert gagn, einkum þegar búið er að umbæta skipulag lians til stórra muna. Enn sem komið er, sjá menn aðallega seinlætið, ágallana og hin mörgu misstignu spor. Væntanlega vaxa rósir síðar upp innan við þyrnigarðinn. Sjóðstjórnin byrjaði með kynlegri á- khörðun: Að öllum skyldi vera gefin eftir 15%, ef þeir ætti að fá kreppulán, Nú vildi allur þorri bænda ekki uppgjafir, heldur að gera lánin ódýrari og til langs tíma. Samkvæmt þessu átti ríkasti bóndinn í einu kaupfélagi að fá gefin eftir 15% af skuld sinni þar. Hann átti 30—35 þús. fram yfir skuldir. En fátækur samherji í félaginu átti að gefa eftir ríkasta bóndanum. Ekki sízt þeir, sem voru of fátækir fyrir sjóðinn, til að ná þar skiftum. Sjóðstjórnin lét undansíga að gefa svo rausnarlega ríkismönnunum. En þá komu nýjar veilur. Kjörorð Jóns Þorl. var tekið upp, bændurnir áttu að gefa sér eftir sjálf- ir. Ég tek dæmi. Bóndi byggir vandað stein- hús fyrir 13 þús. kr. Hann fær 8000 í Búnaðarbankanum en 7 í kaupfélagi sínu. Bankinn hafði ýtt undir bóndann að byggja stórt. Nú heimtar bankinn að kaupfélagið gefi bóndanum eftir 83% af 7000 kr. skuld- inni. Sjálfur gefur bankinn ekki einn eyri. Háída menn að kaupfélagið hafi raunveru- lega grætt á byggingarefninu í húsið, svo að þessi krafa sé sanngjörn. Nei. Uppgjöfin kemur á aðra bændur í félaginu. Þeir gefa sér eftir sjálfir. En „bændavininiir“ og í- lialdið strádrápu tillögu Steingríms og Ing- ólfs í fyrra um að ríkið legði fram eina miljón til að hjálpa stofnunum, sem ekki gætu gefið eftir. Jón Þorl. setti sig á móti þessu. llann hélt að kaupfélögin hefðu gagn af þessu framlagi „Bændurnir“ sögðu að það væri bezt að láta íhaldið ráða, og syo var hin brýna hjálp með fjárframlagi frá ríkinu drepin. Kröfur sjóðstjórnarinnar til samvinnufé- laganna eru yfirleitt byggðar á samskonar skilningi eins og í hinu tilfærða dæmi. Munu bændur eiga eftir að sjá þar marga skemmtilega hluti. En síðustu daga hafa ný vandræði komið fyrir sjóðinn. öll stjórnin er á framboðsfundum. Hinar merkustu ákvarðanir bíða. Eiga lánin að vera til 20 ára eða til 40 ára? Eiga vextir og afborg- anir fyrst um sinn að vera 5%, sem er of hátt, eða 6V2% eins og helzt sýnist stefnt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.