Tíminn - 04.06.1934, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.06.1934, Blaðsíða 4
102 T 1 M I N N tveggja daga viimu á Sigluíirði, og að Jón skaimntar sér sjálftun 20 kr. á dag og Tr. Þ. heíir 100 kr. á dag á tekjuméiri tímuni ársins. Aiþýðufl. hefir sitt kaufistríð og bændavinirnir sitt. Báðir eru frekir til fjár- ins. Framsóknarmenn vilja sníða kúfinn ofan af háu laununum með hátekjuskatti. Þeir vilja að sveitamenn fái að sitja fyrir ogin- berri vinnu í sinni eigin byggð, og að kaupið sé réttlátt og enginn níðingsskapur komi fram í þeim útlátum. Framsóknar- menn ásaka hina fógráðugu bitlingamenn fyrir frekju, að afla sér peninga með lít- illi vinnu, en vilja níðast á bændum og bændasonum, og borga þeim lægra en öðrum fyrir erfiðisvinnu. Fyrir Framsóknarmeim er kaupgjaldsmáhð hagnaðarmál fyrir sveitirnar og metnaðarmál íyrir bændastétt- ina. Lélegur ritstjóri. Árni Þórðarson heitir piltur, sem Þ. Br. veitti í haust kennaraembætti við barna- skólann 1 Reykjavík. En í hjáverkum á hann að lesa prófarkir af Litlu-ísafold, og gerir það nú fyrir veitingarvaldið. Borgun- in er minni en við íyrirhleðslu í Þverá. Árni er eins og Spegillinn með öllum stjórn- um. 1932 hafði hann tranað sér fram til að halda lofræðu um J. J., sem þá var kennslu- málaráðherra. Síðar leitaði hann í tjald- stæði Þ. Briem og leggur sig eftir molun- um, sem detta af borðum stjórnaiinnar. Árni var nýlega sendur í útvarpið og sagði þar ekkert orð satt. Hann hélt að Eiríkur á Hesti hefði fyrstur borið fram máhð um samvinnubyggðir. En það gerði Vigfús Guð- mundsson. Hann fullyrti, að J. J. hefði fellt þingmenn Framsóknar í fyrravor, en reyndi ekki að rökstyðja ásökunina. Hvor mun oftar hafa dugað Lárusi í Klaustri 1 kosn- ingum og milh kosninga, J. J. eða Þ. Briem? Og svo mun um fleiri. Þá þóttist sveinstauli þessi vita betur en Sigurður Kristinsson, hversu hann ráðgerði stjórnarmyndun í haust sem leið, og hugðist að ósanna yfir- Iýsingu Sigurðar, sem öll þjóðin þekkir nú, að ekki hefði orðið úr stjórnai'myndun nerna Framsó'knarflokkurinn hefði úr sínum hóp atvinnumálaráðherra. Tveir merkis- prestar hafa í vor fullyrt, að Þ. Briem gæti ekki orðið prestur aftur, er hann gufar upp úr stjómarstólnum. Þetta er skiljanlegt. Fá- vísleg veraldarhyggja hefir lamað persón- una. Sá maður, sem gerir úr lítilfjörlegum unglingi eins og Árna Þórðarsyni, þá and- legu hryggðarmynd, sem sýnd var í út- varpinu, á ekki lengur neitt erindi inn fyrir grátur í kirkjum landsins. Jarðeignir og Jarðabrask. íhaldið og „bændavinirnir" segjast vera ákaflega góðir í jarðeignamálinu. Þeir ætli að gei-a alla bændur að sjálfseignarmönnum, alla ríka og volduga eins og þann sem græddi 40 þús. á að eiga smájörð í nokkur missiri. Hver er veruleikinn? 52% af bændum eru sjálfseigandi að nafni til, en 48% eru leiguliðar. Og af þeim sem kallast sjálfseig- andi, skulda flestir út á jarðirnar, og eiga afarerfitt með að standa undir vöxtum og afborgunum af j arðarverðinu. Kreppusjóður mun nú stórlega fækka þeim, sem telja má að hingað til hafi átt jarðir sínar. Framsóknarmenn segja: Látum alla vera sjálfseignarbændur sem vilja og geta. Eng- inn ásælist jarðir þeirra. En þar sem bænd- urnir vilja selja jarðir sínar, og tryggja börnunum erfðaábúð, þá vilja Framsóknar- menn að ríkið hafi heimild til að kaupa jarðirnar og tryggja ættinni afnotaréttinn um ókomnar aldir. Jón í Stóradal og Pétur | Magnússon hafa á tveim þingum kæft í \ nefnd frv. J. J. um erfðafestu á opinberum eignum. Þar var opin leið til að tryggja fjórða hverjum bónda á íslandi rétt til að ættin nyti jarðarinnar um ókomnar aldir. Það er lítill vafi á, að þessum mönnum hef- ir aðallega gengið fáfræði til að skaða þannig rnörg þúsund manna, þ. e. fjórða lduta bændastéttarinnar á Islandi. Báðir geta haft sinn vilja. Þeir sem geta átt jarð- ir skuldlausar verða sjálfseignarbændur og jafnvel með óðalsrétti. Hinir, sem heldur vilja erfðáfestu, fá hana, leggja fé sitt 1 að bæta jörðina, sem þeir vita, að afkomendur þeirra njóta. Hér getur verið vinsamleg samvinna milli þeirra fáu, sem geta átt skuldlausar jarðir, og hinna mörgu, sem umfram allt vilja tryggja ættstofninum af- not jarða, með umbótum og erfðafestu. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsmiðjan Aeta. The Gement Marlcetsng Gomp. Ltd. L o n d o n 1, flokks enskt Portland Gement. Pantamr annast Samband fsl. samvinnufélaga Rey kj a ví k Kartöflumyglan Hvernig á að verjast kartöflumyglunni? 1. Með því að velja heppilegt garðstæði. 2. Með því að rækta garðana vel, ræsa þá vel, vinna þá vel og bæta þá með heppilegum áburði, og með því að hirða þá vel. 3. Með því að nota útsæði af þeim tegundum, sem reynast hraustastar gegn myglunni. , 4. Með því að kaupa og nota þau tæki og efni, sem geta orðið til að hindra eða draga úr skemmdum af völdum myglunnar. 5. Með því að geyma útsæðið vandlega frá hausti til vors. Vér urðutn fyrstir til þess að flytja inn og útbreiða svo um rnunaði þær tegundir af útsæði sem hraustastar eru gegn myglunni. Vér urðum einnig fyrstir til þess að hafa á boðstólum tækí og efni til þess að verjast árásum kartöflumyglunnar. TRYGGIÐ AÐEINS HJÁ ÍSLENZKU FÉLAGI Símnafpi PótthÆÍ Incurance. BRUNATRYGGINGAR (hús, innbú, vörur o. fl.). Sími 1700. SJÓVÁTRYGGINGAR (skip, vörur, annar flutningur o. fl). Sími 1700. Framkvæmdarstjóri: Sími 1700. Snúið yður til SjóváÍTyggingarfélags íslands hf, Eimskipafélagshúsinu, Reykjavík. KAUPIÐ HIÐ G0ÐA 0G ÓDYRA IHOLLENZKAI reyktobakI ÍICHIE Sllí sem kostar aðeins kr. 6.90 pr. enskt pd. Hálf-punds dósin kostar kr. 3.45. Höfum ávalt til: Sprautur til að dreita vökva — Bordeauxvökva og Burgundervökva. Verð kr 52.00—85.00 A.K.I. koparaódamjöl til að blanda Burgundervökva Fýsibelgi tíl að dreifa dufti. Verð: litlir kr. 4,50, stærri kr. 15,00. A.K.I. koparsódaduft. ATV. Tilraunastöð danska ríkisins mælir eindregið með A.K.I. koparsódadufti til varnar gegn kartöflumyglunni Látið ekki skeika að sköpuðu með kartöfluræktina Hafið tæki og efni við hendina til þess að verjast myglunni. Biðið ekki þangað til það er um seinan. Satnband isl. samvínnufélaga RETEIÐ J.GRVNO’S ágæta holenzka reyktóbak T. W. Buch (Iiitasmidfa Bnchs) Tietgensdage 64. Köbenhavn B. LITIR TIL HEIMALITUNAR: Demantssorti, hrafnsvart, kastorsorti, Parisarsorti »g allir litir, fallegir og sterkir. Mælum með Nuralin-lit, á ull og baðmull og silki. VERÐ: AROMATISCHER SHAG kostai- kr. 0,90 V20 kg. FEINRIECHENDER SHAG — — 0,95--- Fæst í öllum verzlunum TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta“ ogog„Evolin“ eggjaduft, áfengis- lausir ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvert- an, „Ökonom“-skósvertan, sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blæsódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blámi, skilvinduolía 0. fl. Brúnspónn. LITVÖRUR: Anilinlitir, Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. GLJÁLAKK: „Unicum“ á gólf og húsgögn. Þornar vel. Ágæt tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROAT: Bezta tegund, hreint kaffibragð og ilmur. Fæst alstadar á Islandi. Amerísku garðyrkjuverkfærin| margeftirspurðu, eru komin. Samband ísl. samvinnufélaga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.