Tíminn - 02.07.1934, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.07.1934, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 117 Blekkingiií mikla.: Stétt með stétt Ur útvarpsræðu Hermanns Jónassonar lögreglnstjóra. Arður til hluthafa Á aðalfundi Eimskipafélags Islands, sem haldinn var þann 23. þ. m., var samþykkt að greiða hluthöfum félagsins 4°/0 — fjóra af hundraði í arð af hlutafénu fyrir árið 1933. Arðmiðar verða innleystir á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík svo og á afgreiðslum félagsins um land allt. r ILf Eimskipafélag Islands 1 þessum útvarpsumræðum hefir komið fram fátt nýtt. ■ Stefna stjómmálafiokkanna j hefir verið skýrð og skilgreind — eins og áður. í þessum um- ræðum hefir mér þótt einna skringilegast að heyra tvö ein- kunnarorð eða slagorð þeirra ! íhaldsmanna: „Stétt með i stétt“, — „kaupstaður með ! sveit“. Ég ætla að nota þessar fáu mínútur, sem ég hefi hér til umráða til þess að ræða um þessi einkunnarorð. Og ég ætla að bera einkunnarorðin saman við eigin verk flokksins, því þannig má marlta gildi þeirra í framkvæmdinni fyrir almenn- ing. Við skulum þá fyrst og fremst athuga verzlunarmálin. Ríkið rekur einkasölur, meðal annars einkasölu á tóbaki. Rík- | ið græðir á þessari einkasölu ; síðastliðið ár kr. 556 þús. — Þessir peningar renna í ríkis- | sjóð og auka meðal annars | möguieika ríkisins til vaxandi urnbóta fyrir allar stéttir í landinu. En íhaldið vill afnema þessa einkasölu og aðrar hlið- stæðar. Og ástæðan er sú, að það er ein stétt — fámenn stétt, seni vill fá allan gróð- ann handa sér — það er milli- liðastéttin, — hún sem kostar blöð íhaldsflokksins og er kjarni hans. Það er lífsnauðsyn fyrir landbúnaðinn að afurðasalan verði skipulögð. Heil stétt — sem • er um helmingur allra landsmanna á afkomu sína undir því. Neytendumir við sjávarsíðuna hafa einnig óbeinan hag af því. — Um- boðsmenn bændanna, kaupfé- lagsstjórarnir víðsvegar af landinu komu pamnn á fund í vetur og lögðu fram, eftir ítarlegar umræður, ákveðnar tillög-ur um þetta nauðsynja- mál. — Aldrei hefir látið hærra í Morgunblaðinu en þá, er þessar tillögur voru birtar.. Það var ein stétt sem sagði til sín — einasta stéttin, sem hefir hag af bölvun skipulags- leysisins — hún heimtaði að skipulagsleysið héldist. Þannig mætti lengi telja, en þessi dæmi nægja, þau sýna hvernig íhaldið framkvæmir í \ erzlunarmálum þessi orð: stétt með stétt. Við Framsóknarmenn vilj- um láta afla tekna í ríkissjóð- inn sem mest með beinum sköttum, þannig að þeir, sem eru eignamestir og tekjuhæst- ir beri byrðamar í samræmi við sína gjaldgetu, móts við þá tekjulágu og eignalitlu. Þetta köllum við Framsóknarmenn að stétt vinni með stétt. — En aldrei hafa íhaldsblöðin látið ver en þegar Framsóknarmenn hafa komið fram með frumvörp í þessa átt — og sem einn maður hafa íhaldsmennirnir á Alþingi greitt atkvæði gegn þessum frumvörpum. — Það var ein stétt í þjóðfélaginu, sem hefir óhag af þessu fyrir- komulagi — það er stétt stór- eigna og hátekj umannanna og hún sagði tiÞsín. í réttarfarsmálum hefir íhaldsflokkurinn þó sagt bezt til þess hver hann er. — Einar Einarsson skipherra hefir unnið smáútveginum ómetan- legt gagn, með dugnaði sínum. Ilann hefir ekki þótt eins þarf- ur stórútgerðarmönnum og um eiga skip að veiðum inn- an landhelgislínunnar. — Elin- ar er flæmdur af Ægi, mál er búið gegn honum fyrir tylli- sakir einar. Því hefir verið haldið gangandi í tvö ár. Það var ónýtt í hæstarétti um dag- inn. Það verður búið til nýtt mál og því haldið gangandi í eitt til tvö ár ennþá. Annar skipherra verður um daginn uppvís að stórfelldu broti — togaraeigendum líkar vel við þennan skipherra, smá- útveginum er hann ekki talinn að sama skapi þarfur. — Af ráðherra íhaldsflokksins er hylmað yfir með þessum skip- | herra — hann er látinn vera I kyr. Þannig vinna fulltrúar stórútgerðarinnar með smáút- gerðinni. Þannig framkvæmir íhaldsflokkurinn einkunarorðið stétt með stétt í landhelgis- málum. Hnífsdalsmálið, sem allir þekkja, gefur líka góða mynd af íhaldsílokknum. Fjórir verkamenn kæra háttsettan íhaldsmann fyrir kosningasvik. Kærendumir eru þegar hand- teknir og stimplaðir í málgögn- um flokksins sem afbrotamenn. Setudómara sendir dómsmálar- ráðherra flokksins vestur á Isafjörð. Hann setur kærend- urna aftur í fangahúsið. Þeg- ar Framsóknarfloklturinn tók við völdum var málið óupplýst, og á kærendurna hafði íhaldið fellt þungan grun. — Málið var tekið upp til rannsóknar, ; sakleysi kærendanna, sem j íhaldið hafði hneppt í varð- | hald sannaðist til fulls og sekt- I in var sönnuð á hina kærðu.- — í heilt ár héldu íhaldsblöð- in uppi ofsóknum á hendur kærendunum. Hér hefir íhald- ið komizt einna lengst. Þegar háttsettur maður var í hættu áttu saklausir verkamemiimir að fara í fangahúsið fyrir hann. — Þetta mun íhaldið kalla að stétt vinni með stétt. — Þannig mætti lengi relga — en við þurfum ekki að telja fleiri dæmi, mínir góðu hlust- endur. Slagorð íhaldsins mun ekki blekkja ykkur. — Alstað- ar blasa staðreyndirnar við og sýna að íhaldsflokkurinn er hatrammnásti stéttaflokkur- inn, sem til er á íslandi. Hvar sem hagsmunir annara stétta reka sig á hagsmuni stórút- gerðar og milliliðanna, sem eru kjami þess flokks, verða hagsmunir hinna smærrí að víkja. — Og vegna þess, að þeir heimta sérstakan rétt fyrir sig, er íhaldsflokkurinn raunverulega hin einasta or- sök stéttabaráttuiuiar á ís- landi. Af sömu orsökum er íhalds- flokkurinn þrándur í götu þess, að kaupstaður geti unnið með sveit og sveit með kaupstað. — Vegna sérhagsmuna fárra manna hefir lóðaverð, húsa- leiga og milliliðakostnaður komizt fram úr öllu hófi í kaupstöðum, einkum í Reykja- vík. Fólkið, sem elur hér ald- ur sinn, þarf því þrisvar sinn- urn hærra kaup til lífsframíær- is en sveitirnar geta greitt. Embættismennirnir þurfa V3 til Vá hærri laun en ella vegna dýrtíðarinnar, sem íhaldsflokk- urinn hefir skapað í bænum. Laun embættismanna og kaup fólksins streymir í þessa botn- lausu hít dýrtíðarinnar á kostnað allrar framleiðslu í landinu. Á allar afurðir bænd- anna, sem fluttar eru til þessa bæjar til sölu, leggur dýrtíðin sinn skatt, svo háan, að hann er hærri en þeir tollar, sem óvinveittar þjóðir leggja á inn- fluttar vörur nágrannaríkj- anna. Af 40 aurum fyrir mjólk- urlíter eru teknir 22 í flutn- ings og sölukostnað, en bónd- | inn fær 18 aura fyrir fram- j leiðsluna. 1 Reykjavík er íhald- i ið einrátt, þar sést því bezt í i allri sinni nekt sú samvinna j inilli sveita og bæja, sem íhaldið býður bændum — og ; vill fá meira hlutavald til að | viðhalda. Það er verzlunarvald milliliðanna milli framleiðand- anna í sveitinni og neytend- anna í bæjum þannig að milli- liðirnir hirði bróðurpartinn af litlum vinnulaunum beggja. Það er þetta sem íhaldið kalL ar að sveit vinni með kaupstað og kaupstaður með sveit. — Og það er þetta sem við Fram- sóknarmenn berj umst gegn, bæði hér í Reykjayik og ann- arsstaðar í kaupstöðum lands- ins. Við viljum láta sveit vinna með Icaupstað og kaupstað með sveit á þann veg að neytendur og framleiðendur myndi sem beinast samband sín á milli og fái fyrir tilstyrk þeirra eigin félagssamtaka sannvirði sinn- ar vinnu. Það var þetta verk, sem Framsóknarflokkurinn vill vinna í afurðasölumálinu. Gegn því standa íhaldsmennirnir eins og veggur vegna sinnar stéttar — milliliðastéttarinnar. Hvergi er þessi samvinna milli kaupstaða og bæja, sem við Framsóknarmenn berj- nmst' fvrir, komin öllu lengra en á Akureyri, enda eru þar sterkust félagssamtök bænd- anna. — Akureyri er því sams- konar tákn fyrir þessi vinnu- brögð Framsóknarflokksins og ástandið í Reykjavík er það að sínu leyti fyrir íhaldsflokkinn. | Á Akureyri sér félag bænd- anna um dreifingu mjólkur til neytendanna. Mjólkin kostar þar 25 aura heimflutt hreins- uð í flöskum og þar fá bænd- ur 19 aura fyrir líterinn. Af þessu er auðsætt að eink- unnarorð íhaldsins verða bros- leg öfugmæli, þegar þau eru borin saman við verk flokksins j og allar staðreyndir. Þetta er ! eðlilegt því íhaldsflokkurinn samanstendur, eins og Jón Þor- lákssoh sagði í Lögrjettu 1908, af mönnum, sem vegna hárra tekna, stóreigna eða aimarat sérhagsmunaaðstöðu skipa sér í flokk saman til þess að vernda og halda í þessa sér- hagsmuni sína. Þessa stefnu verða þeir að dylja, sagði Jón Þorláksson, því ef þeir gerðu það ekki fengju þeir lítið kjós- endafylgi. Þessvegna eru slag- orð notuð til þess áð blekkja fólkið og breiða yfir hina raunverulegu stefnu. — Þess- vegna kalla þeim íhaldsmenn- imir það stéttarbaráttu, ef aðrar stéttir gera kröfur til bættra lífskjara, sem skerða á einhvern hátt sérhagsmuni íhaldsins. Þegar verkamenn og bænd- ur í opinberri vinnu óska eftir 8 krónum á dag í stað 6, — meðan margir íhaldsmenn hafa Ferdamems I ættu að skipta við Kaupfélag Revkjavikur. — Þar hafa þeir tryggingu fyrir góðum og ódýr nri vöiájm. TJÖLD, fjöldi tegunda, verð frá kr. 12,50. Garðtjöld, tjald- og garðstól- ar, tjaldrúm (loftpumpuð) r ! beddar. Prímusar, mataráhöld í töskum og laus. Myndavélar og SELO filmur. Sportvöruhús Reykjavíkur. allt að 100 krónum í daglaun fyrir sáralitla vinnu — þá kalla íhaldmenn það stéttabar- áttu, vegna þess að hækkun kaupsins eykur lítilsháttar tekjuþörf ríkissjóðsins og mundi því hækka skatt á há.- ‘ um tekj um og stóreignum til jöfnunar- lífskjaranna. Þegar bændur, sem vinna baki brotnu og eru þó tæpast mat- vinnungar vegna verðfalls af- urðanna, óska eftir að losna við milliliðaskattinn, með því að láta sín eigin félagssamtök j selja afurðirnar og fá á þann veg meira fyrir sína vinnu •—■ þá kallar íhaídið það stéttar- baráttu og einokun, — vegna þess að milliliðimir mega ekki missa sinn gróða. Þegar verkamenn, sem sett- ir eru í tugthúsið án þess að hafa unnið til saka, rísa gegn óréttinum, þegar blöð verka- mannanna og annara frjáls- lyndra manna gera hið sama, þá segir íhaldið, að það sé stéttabarátta — vegna þess, að það gat orðið pólitískt tap fyr- ir íhaldsflokkinn að það yrði uppvíst hve heiðarlegur hann er í kosningabaráttu sinni. Takmark íhaldsflokksins er að-' eins eitt: Vald milliliðanna yf- ir arði allra vinnandi manna í landinu. Takmark Framsóknar- flokksins er hinsvegar, að úr- slitavaldið á Alþingi verði í höndum bændanna og annara vinnandi stétta og að hver ein- staklingur fái gegnum sam- vinnufélögin sannvirði fyrir sína vinnu. — Við lítum á milliliðina sem þjóna fram- leiðslustéttanna við dreifingu varanna. Að lokum ætla ég að minn- ast á eitt mál, sem ekki hefir verið rætt sérstaklega, en er þó ef til vill allra stærsta mál- ið — það er utanríkisverzl- unin. Utanríkiesverzlunin er ekki lengur frjáls. Þjóðirnar, sem kaupa af okkur vörur, krefj- ast þess að við kaupum vör- ur af þeim í staðinn. Sam- keppnin milli þjóðanna er horf- in. — Þetta er enn ein ástæða þess, að milliliðimir berjast harðari baráttu um valdið yfir verzluninni en nokkum tíma fyr — og það hefði heldur aldrei verið hættulegra að af- henda þeim þetta vald en ein- mitt nú. — Það eru samvinnu- félögin, sem eiga að fá aðal- valdið yfir utanríkisverzlun- inni, til hagsbóta fyrir þjóð- arheildina. Flokkeþing, Flokksskipuiag og“ kosning'aúrslit Framh. af S. afíSa skulu haldin sjaldnar en fjórða hvert ár. Flokksþing kjósa miðstjórn og meirihluti miðstjórnar og meirihluti þingmanna geta gert mál að flokksmáli á Alþingi. Þá er miðstjórn heimilt að víkja manni úr flokknum, enda komi samþykki meirahluta þingflokks þá til. Áður voru engin ákvæði til um neitt af þessum málum sett af flokksmönnum sjálfum. En samþykktir sem þingmenn höfðu gert um sum þessi mál, sífelldum breytingum undirorpin eða þá stundum ekki höfð að neinu. Og kalla má að hefð væri á komin um það, að í lok hvers kjörtíma- bils segði einhver þingmanna í heyranda- hljóði á skilnaðarfundi, „auðvitað verðum við allir í kjöri við næstu kosningar“. í alþingiskosningunum 1933 var deyfð af hálfu> Framsóknarmanna. Lausn kjör- dæmamálsins og sambræðslan við íhaldið um landstjórn kostaði flokkinn fall 6 þing- manna í þessum kosningum. Við sjálft lá, að íhaldið fengi meirahluta, munaði aðeins einu þingsæti, að sá flokkur myndaði sljóiTL, kallaði saman haustþing og efndi til vetrarkosninga. Erlend ofbeldisstefna haföi stungið hér upp höfði. Sjálfur íhalds- flokkurinn gjört við hana bandalag. J. Þorl. vitnaði á Alþingi um „hreinar hugsanir" þessara nýju samherja, sem þó á opinber- um mannfundum höfðu nafngreint menn, sem svifta skyldi fjöri og frelsi. Frjálslyndu flokkunum á Alþingi leizt ekki á blikuna. Höfðu þéir samráð um að mynda stjórn, gjörðu méð sér samning um ínálefnagrundvöll, hugðust þeir með því mundu standa styrkari í næstu kosningum, en þá risu þeir 'Hannes og Jón í Dal upp og gerðu „verkfall“, neituðu að beygja sig fyrir löglegri meirahluta samþykkt þing- flokks .og miðstjórnar og komu í veg fyrir stjórnarsamvinnu frjálslyndu flokkanna. Flokksskipulagið kom í góðar þarfir. Ilefði flokksþingið ekki gengið frá skipu- lagsmálunum um vorið, þá hefði ekki verið unnt að víkja þessum mönnuml úr flokkn- um. Minnahluta vald hefði ráðið. Flokkurinn hefði að vísu gengið „óklof- inn“ til kosninganna. En hvernig hefði sú kosninga-útkoma orðið ? Því hefir verið svarað með tvennu móti. í fyrsta lagi með hinni miklu sókn fiokksmannanna víðsvegar af landinu á fjófða flokksþingið, sem háð var á síð- asta vetri og þeim einhug, sem þar réði um allar aðgerðir miðstjórnar og meira- hluta þingflokks í þessum: málum. Og í öðru lagi með þeim kosningaúrslit- um, sem nú hafa orðið. Tíminn vill á þessum tímamótum flytja samherjunum hvarvetna um land kveðju sína og óskar þess ^að þeir, hver um sig, geri sér sem ljósasta grein fyrr því, hversu Framsóknarflokkurnn á hinu unga skipu- lagi sínu þegar mikið að þakka, og jafn- framt vill hann brýna fyrir öllum Éram- sóknarmönnum, að þeir efli flokksskipulag- ið sem bezt. Með því tryggja þeir vöxt ílokksins og framtíð. Óbeitin á Jakob Möller. Það vakti allmikla athygli um kosning- una í Rvík, hve gífurlegar breytingar höfðu verið gerðar við lista íhaldsmanna. Nöfn vissra manna voru strikuð út eða færð til af á sjöunda hundrað kjósendum. Og allir vita á hverjum þessi gremja í- haldsmanna bitnaði. Það var Jakob Möller, sem yfif sex hunduð íhaldskjósendur höfðu á þennan hátt sýnt fyrirlitning sína og óbeit. Þetta er orðin algeng aðferð, hvar sem þessum ógeðuga liðsmanni íhalds- forkólfanna er stillt upp til kosninga. — Kjósendur — jafnvel þess flokks — hafa ekki samvizku til þess að greiða þeim manni atkvæði, sem svo smánarlega hefir vanrækt ábyrgðarmikið hálaunastarf um tug ára og sýnt hefir starfandi fólki sveita og bæja meiri fjandskap og óþokkainnræti en dæmi er til um nokkurn annan mann. TÍMINN hefir undanfarnar vikur verið sendur nokkrum mönnum hér og þar á landinu, án þess að þeir væru kaupendur blaðsins. End- ursendi þeir ekki blaðið né láti á annan hátt vita að þeir óski þess ekki, verða þeir tald- ir kaupendur þess frá déginum í dag. Tím- inn kostar 5 krónur til næstu áramóta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.